Heimskringla - 12.07.1895, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.07.1895, Blaðsíða 3
\ HEIMSKRINGLA 12. JÚLÍ 1895. 3 Mikael Strogoff, eða Síberíu-förin. Eftir Jules Verne. 9. KAPÍTULI. Sólarhrings kreppa í vagni, Daginn eftir, 19. Júlí, náði Kákasus heilu og höldnu á endastöðina—til Perm. Perm er höfuðstaður í víðáttumesta héraðinu í Rúss- landi héraði, sem nær austur fyrir Uralf jöll, íhéraðinu er mikið af námum: marmara, gulli, platínum, kolum og salti. Þó Perm sé all-mikill staður og merkur, sem afstöð- unni er að þakka, þá er hann langt frá því að vera álítlegur, eða þrifalegur, Þægindi eru þar fá, en það gerir ferðamönn- um til Síberíu lítið til. Þeir koma vestan úr siðfágaðri stöð- um og hafa með sér alt, sem til langferða þarf. En mikið hagræði væri það fyrir ferðamenn austan úr Asíu, ef fleiri og betri búðir væru í Perm og ýms þau þægindi er ferðamaður þarfnast. Myndarlegra væri það og fyrir stjórnina, þar sem hér er að ræða um fyrsta Evrópu-bæinn í veldinu, sem nokkuð kveður að. í Perm selja ferðamenn að austan vagna sína, meira og minna skemmda eftir Síberíu-ferðina. Þeir aftur, sem aust- ur ætla. kaupa hér vagna á sumrum og sleða á vetrum. Þegar hér kom var Strogoffs fyrsta verk að kaupa vagn, því póstvagninn sem annars gengur austur yfir fjöllxn, var nú auðvitað hættur að ganga,síðan uppreistin bannaði samgöng- ur. En þó nú póstvagninn hefði verið á ferðinni, hefði Stro- goff samt ekki tekið sér far með honum. Hann vildi komast áfram sem hraðast og vera engum háður. Hann hafði því afráðið að kaupa vagn, ieigja síðan hesta og ökumann frá einum áfangastað til annars, og hvetja þá til ferðhraða með aukagjaldi, brennivínsskattinum—“na vodkou”, Nú vildi svo illa til, að fyrir skipunina, sem allsstaðar kom út jafnsnemma, voru flestir vagnar seldir og því vand- ræðaverk að fá einn einasta, sem öflugur var. Strogoff varð því að sætta sig við þá vagna, sem aðrir nú á austurleið höfðu ekki viljað nýta. En hvaðhestana snerti og ökumann, þá voru þar engin vandræði á meðan hann var í Evrópu. Vegabréf hans var óhætt að sýna póstafgreiðslumönnum og þá mundu þeir tafarlaust láta hánn sitja fyrir öllum öðrum. En eftir að í Siberíu kom var háski að sýna vegabréfið, svo að þar varð hann eingöngu að treysta á áhrif rúblanna.. En hvaða vagn átti hann þá að kaupa, “telga” eða “tarantass?” Telga er bara opinn vagn með fjórum hjólum, gerður ein- göngu úr tré. Hjólin, hjólásar, naglar allir, — alt er úr tré, hvergi járnnagli eða spöng. Og sterkur kaðall er eina afl- taugin, sem tengir saman fram- og afturhluta þessa virkis— fram og aftur hjólin. Það er ekki unt að hugsa sér frumbýl- ingslegri vagn og ekki heldur annan óþægilegri til í setu. Ef vagninn brotnaði, var auðvitað auðgert að gera við hann, því furuskógar miklir voru víða fram með veginum, og hjól- ásar mátulegir í hundraðatali hvervetna í skógunum. Þeg- ar mikið liggur á og þar Sem vegir eru vondir, er “telga” samt handliæg reið, því engin braut er svo þrælsleg, að,ekki þyki hún henni sæmandi. FjT-ir kemur það samt að reipíð slitnar, afturhlutinn situr fastur í forinni, en hcstarnir kom- ast á póststöðina með framhjólin ein og það sem við þau vill lafa. Um slíkar smá-skrópur talar enginn. Við eina þessa reið hefði Strogoff mátt sætta sig, hefði hann sér að óvæntn ekki dottið ofan á einn þann vagn, sem nefndur er “tarantass”. Sá vagn er betri miklu en Telga, en vonandi er að rússneskir uppfinnenilur spreiti sig þangað til þeir finna upp dálítið viðfeldarj vagn. Fjaðrir og gormar eru ekki í Tarantass fremur en Telga og járn er þar heldur ekki til. En fram- og afturhjólin eru tengd með tré og því síður hætta á að afturhlutinn verði eftir á miðri leið. Vagn þessi er líka langur—átta til níu feta haf milli fram- og aftur hjóla, og heldur því betur jafnvæginu og þolir betur hrist- inginn. Framan á honum er borð all-mikið, semjtekur á móti leir og vatnsslettum, svo ferðamaðurinn óhreinkist ekki. Yyfir vagninum er byrgi úr leðri, sem þenja má út svo það hylji þá sem inni eru, eða fella það niður, eftir vild. Sem sagt, var það fyrir hendiirgu að Strogoff fann þennan vagn—líklega hinn eina«af þessari tegund í ailri borginni, Hann fagnaði yfir því, en samt eyddi hann noklcrum tíma í að “raga” verðið, eins og Korpanoff kaupmanni í Irkutsk sæmdi. Nadía hafði fylgt Strogoff í vagnleitinni. Þó erindi þeirra anstur væri ólíkt, voru bæði jafn áfram um að fá vagninn keyptan og komast á stað. Þau höfðu bæði eina og sömu löngun. “Þín vegna, systir, vildi ég gjarnan að þýðari vagn væri fáanlegur”, sagði Strogoff, að vagnkaupunum loknum. “Segir þú það við mig, bróðir”, svaraði hún, “þar sem ég þó hefði farið fótgangandi alla leið, heldur eu ná ekki til föður mins”. “Hugrekki þitt efa ég ekki, Nadia, en það er til meiri þreyta en svo, að kvennmaður fái afborið hana”. “Ég skal afbera hvaða helzt þrautir sem fyrir framan mig liggja. Ef þú heyrir eitt einasta möglunaryrði frá mér, þá máttu skilja mig eftir og fara áfram einsamall”. Hálfri klukkustund síðar, eftir að hafa sýnt vegabréfið, voru þrír hestar komnir fyrir vagninn. Þeir voru loðnir mjög og stríhærðir, líkastir því að þar væru þrir leggja- langir skógarbirnir, smá-vaxnir voru þeir, en eldfjörugir— af Síberíu-kyni. Fyrir vagninn voru þeir settir þannig : stærsti hesturinn var settur inn á milli tveggja kjálka langra fram úr vagninum, er fyrir framan bringu hestsins voru tengdir með nokkurskonar boga, sem margar bjöllur voru festar á. Hinir hestarnir, þeir minni, voru festir með reip- um við framhornin á vagninum sjálfum. Aktýgiu voru ekki önnur, og ómerkilegir snærisspottar þénuðu sem beizt- istaumar. Farangur hafði hvorki Strogoff né Nadia. nema litlar töskur. Hann var að flýta sér og vildi ekkort hafa með sér en hún átti ekkert til. Það var h'ka gott að farangur var ekki til, því það hefði verið lítið pláss í vagninum- fyrir böggla auk farþogjanna tveggja. Vagninn var ekki gerður fyrir meir en tvo farþegja, að frádregnu háa sæt.inu mjóa yfir framhjólunum, sem ökumaðurinn skipaði á ferðinni og sem sat þar með dásamlegx i snild, hvernig sem vagninn hrökklaðist á klungrinu. Um ökumann er skift á hverri póststöð, jafnframt hestunum, Sá sem h^f ferðina í Perin. var eins og hestarnir af Síberíukyni og loðlubbalegur var hann ekki síður en þeir. Hann hafðí langt og mikið hár þverskorið um ennið, eins og toppur á hesti. Hann var með hatt mikinn og börðin vafin upp að kollinum, í kápu allvíðii með krossauma á brjósti, og voru festir á hnappar með leyni- merki keisarans gröfnu á; rautt belti liafði hann um mittiö. Þegar hann kom til að taka við stjórninni, leit hann forvitn- islega inn í vagninn og sá engan farangur! Það leizt hon- um ekki ríkmannlegt, þó ekki væri auðsætt hvar hann hefði holað farangri niður. Óþrifa og lubbalegur eins og hann var, setti hann upp ólundar og fyrirlitningar svip. “Krummar!” sagði hann við sjálfan sig, en upphátt, og var auðsælega sama þó farþegjarnir heyrðu til hans, “krum- mar og sex kópekkar á verst!” “Nei, nei,—Arar !” gall Strogoff við, sem skyldi mái- ízkuna. “Heyrir þú það? Arar’ sem gjalda níu kópekka á verst og sæmilega aukagetu líka!” Ökumaður svaraði engu, en lét gleði sina birtast með háum smellum í pískólinni. Á tungu rússneskra ökumanna .þýðir “krummi”, fá- tækan mann eða nískann, sem ekki borgar meir enn tvo eða þrjákópekka fyrir hverja verstfyrir hestana. En “ari”erríkis- maðurinn, sem ekki horfir í ærlegt gjald og geldur ríflegan “na vodkou”, eða brennivínsskatt. Hrafn flýgur ekki eins hart og ari, ekki heldur ferðamaðurinn, sem illa borgar liest lánið. Strogoff iét flytja talsveit af matvælum í vagninn, ef ske kynni að slysaðist á ferðinni, svo ekki næðist til póststöðva í tæka tíð. En á póststöðvunum öllum voru ágæt greiðasöluhús á kostnað hins opinbera. Það var bruna-hiti, og þandi því Strogoff leðurhvelfinguna yfir vagninn þeim til skýlis, Og klukkan 12 á hádegi rauk vagninn af stað, hulinn í mold- ryki áþurri sléttunni. Allir aðrir en Rússar og Síberíu-menn hefðu undrast hina miklu og látlausu ferð á hestunum. Forustuhesturinn sá á milli va gnkjálkanna, hélt uppi látlausu brokki og var langstígur vel, en hinir hestarnir,sem einnig sýndust vita til hvers var ætlast, fóru alt af á harða stökki, en ekki var gang- urinn ætíð þýðlegur eða strykið beint, sem þeir fóru effir. Aldrei snerti ökumaðurinn þi með pískólinní, en veifaði henni í sífellu og lét smella í henni ægilega. Og alt af talaði hann við hestana, og þvilíkt tal! í því orðasafni mátti með- al annars greina nafn hvers einasta dýrðlings, sem til er í kyrkjnsögu Rússa. Þau orð viðhafði hann þegar þeir voru þægir, en svo hafði hann líka alt önnur orð á reiðum hönd- um, ef þeir voru óþægir. Til taumanua tók liann litið, enda hefðu þeir lítið megnað til að ráða við jafn eldfjöruga gæð- inga. Orðinein: ‘na pravo”, þegar þeir áttu að beygja til hægri, og: “na levo”, þegar þeir áttu að fara til vinstri hand- ar, og fram borin í dimmri og draugslegri rödd, liöfðu meiri áhrif en nokkrir taumar. Þejr hlýddu peim orðum tafar- laust. “Áfram dúfurnar mínar! svölurnar minar fallegu!” voru orðtökin og önnur slík, þegar þeir voru þægir. ‘ Haltu við, frændi, til vinstri!”, og “hægri ofurlítið meira, litli faðir, til hægri !” Þetta og þvílíkt. En svo kom annað hljóð í strokkinn, ef þeir hlýddu ekki undireins: “Áfram vesali snigill!” var það þá, og '‘bölvað sem ég skal ekki steikja þig lifandi. skjaldbakan þin!” Hvort sem það var þessari keyrsluaðferð, sem krefzt þess fremur að ökumaðurinu hafi góða rödd, en hraustar hendur, að þakka eða ekki, þá var það vist að vagninn flaug áfram tólf til fimtán verts á klukkustundinni. Mikael Stro- goff var hvortveggju vanur—vagninum og ferðinni, hrökklið og hristingurinn gerði honum ekkert til. Honum var það fyrir löngu kunnugt orðið að rússneskur ökumaður gerir enda enga tilraun til að forðasí steina, rætur, fallin tré, gjót- ur eða keldur, sem við má búast á veginum. Ökumaðurinn fer fulla ferð á hvað sem fyrir er, og Strogoff var því vanur. En Nadía aftur á móti var óvön slíkum hrikaferðum, var alt af í hættu vegna hnikkjanna; samt kvartaði hún aldrei. Um stund sátu bæði þögul, en eftir nokkra hríð braut hún upp á samtali, er sýndi enn, að hún hugsaði ekki um neitt annað en komast áfram. “Eg liefi verið að gizka á vega lengdina”, sagði hún, “milli Perm ;og Ekaterenborgar, og mér telzt svo til að hún sé um 300 versts. Er það nærri lagi, bróðir?” “Öldungis rétt, Nadía”, svaraði hann. “Og þegar við náum til Ek aterenborgar, þá^erum við komin austur yfír Úralfjöll, því sú borg stendur”við fjallaræturnar að austan”. “Og hvað lengi verðum við á leiðinni ?” “Tve sölarhri nga, því við höldum áfram nótt og dag. Eg segi dag og nótt, Nadía, því ég md ekki tefja drykklanga- stund, ef unt er hjá töf aðkomast, og fæ engrar livíldar að njóta fyrr en kemur til Irkutsk”. “Ekki skal ég tefja þig, bróðir, ekki eina klukkustund. Svo viö höldum þá áfram dag og nótt”. “Jæja, Nadía. EfTartarar þá ekki hefta förina náum við til Irkutsk eftir 20 sólarhringa”. “.Svo þú hetir farið hérum fyrr?” “Já, oftar en einu sinni”. “Á vetrardag hefðum við farið rneiri ferð en þetta og lxaft greiðari gang, er ekki svo?” spurði hún. "Já, við hefðum getað farið meiri ferð sjálfsagt. En frostið og snjórinn lxefði sorfið hart að þér, Nadía ’. “Það liefði nú ekkext gert. Veturinn er vinur Rúss- lands”. “Það er satt, Nadís, en hvílíka þó líkamsbreysti þarl maðurekki til að þola þá vináttu ! Eg befi xeði-oft verið viti í miklu meira en 40 stiga frosti á Síberiu-sléttunum. Þrátt fyrir “dakha” * minn hefi ég fundið frostkuldann leggja gegnum hold og bein og fæturnir ætluðn að frjósa í þrennum ullarsokkum. Eg ixefi vitað hestana mina alklædda þéttu islagi, sein útgufunin gerir æ þykkri og ég hefi séð anda þeirra umhverfast í ísströngla fast við nasaholurnar. Ég hefi jafnveiséð brennivín í flöskunni minni botnfrjósa,— en þrátt fyrir alt þetta pantsleðinn minn áfram eins og fellibyl- ur, þvi hvergi er þá þúfa, en eggslett, drifhvítt lxjarn eins langt og augað eygir. Engar ár, sem leita þarf eftir vaði á, er að óttast, og engin stöðuvötn, sem ferja þarf yfir, alt, alt er ís og snjór, akbraut hvervetna og hin ákjósanlegasta að því er færi snertir. En hvílíkar þrautir og þjáningar, Nadía! Um þær getur enginn gert sér lxugmynd, Inema þeir sem lagt hafa á Síberiu-slétturnar á vetri og aldrei komið aftur, en gengu til hinstu hvílu í einhverjum snjóskaflinum”. “Samt komst þú klaklaust af, bróðir”. “Já en ég er Síberíu-maður og vandist á barnsaldri á að fylgja fóður mínum á veiðar og þola vosbúð og kulda. En þegar þú, Nadía, sagðist hafa lagt á Síberíu-gaddinn ein- sömul, heldur en hætta við ferðina, fanst mér ég í anda sjá þig hníga aflvanaí fönnina, til þess aldrei framar að rísa á fætur”. “Hvað oít hefir þú farið yfir Síberíusléttirnar á vetri?” spurði Nadía. “Þrisvar, þesiar ég var að fara til Omsk”. “Og hvað ætlaðirðu að gera í Omsk”. “Ileimsækja móður mína, sem vænti eftir mér”. “Og ég ætla til Irkutsk tii föður míns, sem væntir eftir mér. Ég á að flytja honum síðustu kvejju frá móður minni Af því getur þú ráðið að undir þeim kringumstæðum mundi enginn lilutur aftra mér frá að hefja ferðina”. “Þú ert einbeitt stúlka, Nadía. Guð heföi haldið vernd- arhendi sinni vfir þér”. Allan daginn þeyttist vagninn áfram, en nýir ökumenn og hestar tóku við á liverri pðststöð. Arar fjallanna þuxftu ekkert að skammast sín fyrir þessa “ara” á þjóðveginum niðri á sléttunni. Hiðliáaverð, sem Strogoff galt fyrir liest- lámð og ríflegir drykkjupeningar, sem stungiö var í vasa ökumanna, voru ákjósanlegustu meðmæli, sem alt af voru samferða vagnihum .Það mátti ætla aðpóstafgreiðslumönnum þætti undarlegt að sjá tvo rússneska þegna fara þannig með fijúgandi ferð áleiðis til Síberíu, og ætla sér austur um hana eftir hið ný-auglýsta bann, en vegabréfið var óaðfinnanlegt og um ekkert að gera nema hleypa þeim fram hjá. *) Kápa úr hreindýrafeldum, lauflétt, en helztenginn kuldi gengur gegnum hana. Framhald. T OKUÐ TILBOÐ send undirskrifuð- ^ um og merkt “íender for Coal, Pnb- lic Buildings” um kolabyrgðir handa öllum eða nokkrum opinberum bygging- um Dominion stjórnarinnar verður veitt móttaka á þessari skrifstofu þangað til á fimtudaginn 18. Júlí næstk. Ég sendi varning til allra staða í landin. Athugið vel hvers þið þarfnist fyrir jólin og nýjárið. Sparið peninga. Að spara peninga er sama sem að innvinna sér peninga. Eyðublöð fyrir tilboðin og allar nauðsynlegar upplýsingar fást á þess- ari skrifstofu eftir fimtudaginn'27. Júní. Þeir sem tilboðin gera eru hér með varaðir við því að tilboðum verður eng- inn gaumur gefinn nema þau sé gerð á þar til ætluð eyðublöð og undirskrif- uð af þeim sem tilboðið geri persónu- lega. Hv-rju tilboði verður að fylgja við- urkend bankaávísun stýluð til the Hon- ourable the Minister of Public Works og verður upphæð hans að vera minst jöfn 5% af upphæð tilboðsins. Þessi upphæð tapast ef sá er tilboð gerir stendur ekki við tilboð sitt, ef þess er krafist, eða uppfyllir ekki þá samninga sem með því eru gerðir. Ef tilboð ein- hvers er eklti þegið þá sendist ávísunin aftur til útgefandans. Éngin skylda ber til að ganga að lægsta eða nokkru öðru tilboði. Að skipan E. F. E. ROY, Secretary. Department of Public Works, Óttawa, 26. J.úní 1895. Kaupið vindla og vin í inni alkunnu búð H. L. CHABOT Gegnt City Hall-513 Main Str. ^ATENri míCAV t fli o, i nftut MARKs COPYRIGHTS.#* CAIV I OBTAIN A PATEKT ? For a prompt answor and an honest opinion. wrlte to IVII; NN «fc CO., who have had nearly flfty years* experience in the patent business. Communica- tions strictly confldential. A Handhook of In- formation concerning Pntents and how to ob- tain them sent free. Álso a catalogue of mechan- ical and scientiflc books sent free. Patents taken through Munn & Co. receive speclal notlceinthe Scientific Ainericnn* and , thus are brought widely beforethe publicwtth- out cost to the inventor. This splendid paper, issued weekly, elegantly illustrated, has by íar the loigest circulation of any scientiflc work in the world. 93 a vear. Sample copies sent free. Building Edition, monthly, $2.50 a year. Single copies, ‘25 cents. Every number contains beau- tiful plates, in colors, and phot.ographs of new houses, with pJans, enabling builders to show the latest designs and secure contracts. Address MU2ÍN & CO., New Yohk, 301 Bboadwat, * # 1 # # I # # # # # # # # HLUTIR # # # # # # # # # # # # # # aM* nXt jVt aM/, A jMí. jéií. jji ifc _<Mf. V4. Afc sem eru í sjálfu sér vandaðir og aldrei breytast nema til batnaðar, verða óhjákvæmilega viðurkendir að lokum. Þetta er ástæðan fyrir að selst svo mikið af E. B. EDDY’S Eldspytum. IVortliern Paciflc JÁRNBRAUTIN. HIN ALÞÝÐLEGA BRAUT — TIL — ST. PAUL MINNEAPOLIS CHICAGO Og allra staða í BANDARÍKJUN- UM og CANADA, einnig til KOOTENAY gullnámanna Pullman Palaee Vestibuled svefnvagnar og borðvagnar MEÐ FÓLKSLESTUM TIL Toronto, Montreal, Og allra staða í AUSTUR-CANADA St. Paul, og Cbicago. Tækifæri til að fara í gegnum hin nafn- kunnu St. Clair-göng. Farangur er sendur yfir línuna, án tollrannsóknar. ÚTVEGUÐ~FARBRÉF Og lcáetu pláss með öllum helztu skipa- línum frá Englandi, og öðrum stöðum í Évrópu, Kína og Japan. HIN MIKLA MEGINLANDSBRAUT TIL KYRRAHAFSSTRAND- ARINNAR. Farbréf og upplýsingar fást hjá öllum umboðsmönnum félagsins eða H. J. BELCH, Ticket Agent, 486 Main St., Winnipeg. H. SWINFORD. General Agent, Winnipeg. CHAS. S. FEE, Gen. Passenger &Ticket Ag’t. St. Paul. orthern Pacific RAILROAD TIME CARD.—Taking effect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. w. ----- 131 JHiggin Street ---- gefur hverjum sem hafa vill X*——sem sannað getur að mjöl, gripafóður og eldivið «Y U },ann sejj; eKIci ódýr ari vörur, eftir gæðum, en nokkur annar í þessum bæ. I/Vateriown Marble & Granite Works. | W f Selur marmara og granit minjiisvarða, bautasteina, járngirðingar, é blómpotta, Etc., __ Legsteinarnir kostajl512,00 til $300,00. Fjögra — fimm feta háir ..' f legsteinar kosta $50.00 til $100,00, uppsettir í kyrkjugarðinum ”af f umboðsmanni félagsins án aukagjads. Mismunandi verð] eftir stærð og frágangi. Aðal-umboðsmaður félagsins er ÍSL. Y. LEIFUR, i Glasston, N. Dak. Dominion of Canada. ÁMsjanlir okeyPis íyrir milionir manna. 200,000,000 ekra 17 9 í hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypisfyrir landnema. Djúpr og frábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi, og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr bveitis af ekrunni 20 bushel, ef vel er umbúið. “ I inu frjósama belti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umbverfis- liggjandi sléttlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, engi og beiti- landi—innvíðáttumesti fláki í heimi af lítt bygðu landi. Málmnámaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanáma- landi; eldiviðr því tryggrum allan aldr. Járnbraut frá hafi til liafs. Canada-Kyrrahafs-jámbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial- brautirnar mynda óslitna jámbrautfrá öllum bafnstöðum við Atlanzhafí Ca- nada til Kyrrahafs. Sú braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eftir því endi- löngu og um hina hrikalegu, tignariegv fjallaklasa, norðr og \er n og um in nafnfrægu Klettaljöll Yestrheims. Heilnæmt loftslaq. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame- ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrogsumar; vetrinn kaldr, en bjartr og stað- viðrasamr; aldrei þokaog súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. Sambandsstjórnin í Canada gefr bverjum karlmanni yfirl8 áragömlum ogbveTjum kvennmanni, sem heflr fyrir familíu að sjá, 160 ekrur af Inndi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu og yrk það. A þann hatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábýlis jarðar og sjálfstæðr í efnalegu tilliti. IsJenzkar uýlendur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nii þegar stofnaðar í 6 stöð m Þeirra stoerst er NÝJA ÍSLAND, liggjandi 45—80 mílur norðr frá Winnipeg ’á vestrströnd Winnipeg-vatns. Vestr trá Nýja Islandi, í 30—25 mílna ijarlægð er aLFTAVATNS-NÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum er;mikið af ó- numdu landi, og báðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokkr hinna. ARGYLE-NYLENDAN er 110 rnílur suðvestr frá Winnipeg; ÞING- VALLA-NÝLENDAN, 260 mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NÝ- LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, og ÁLBERTA-NÝLEND- AN um 70 mílur norðr frá Calgary. en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. !! eíðast töldum 3 nýlendunum er mikið af óbygðu, ágætu akr- og beitilandi. Frekari upplýsingár í þessu efni getr hver sem vill fengið með því, að skrifa um það: H. M. SMÍTH, CommÍMsioiicr of’llominion Lnnds. Eða 15. Ti. Baldwinson, isl. umboðsm. Winnipeg - - - - Canada. North B’und STATION8. Soouth Bund Freight JNo.l 153. Daily St. Paul Ex. No.l07Daily. j St. Paul Ex.,] No.108 Daily. Freight No. 154 Daily. j 1.20p| 3.15p .. "Winnipeg.. 12.1hþl 5.30» 1.05p 3.03p ♦Portage Junc I2.27p 5.47» 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.40p 6.07a 12.22p 2.38p *. Cartier.... 12.52p 6.25» 11.54a 2.22p *.St. Agathe.. l.lOp 6.51a 11.31a 2.13p *Union Point. 1.17p 7.02a 11.07a 2.02p *Silver Plains 1.28p 7.19a 10.31a 1 40p .. .Morris.... 1.45P 7.45» 10.03a l.i2p .. .St. Jean... 1.58p 8.25» 9.23a 12.59p . .Letellier ... 2.17p 9.18a 8.00a 12.30p|.. Emerson .. 2.35p 10.15» 7.00a 12.20p . .Pembina. .. 2.50p 11.15» 11.05p 8.35a Grand Forks.. 6.30p 8.25p 1.30p 4.55a .Wpg. Junc.. lO.lOp 1.25p 3.45p Duluth 7.25a 8.40p Minneapolis 6.45a 8.00p ... St. Paul... 7.26 10 30p ... Chicago .. 9.35p MORRIS-BRANDON BRANCH East Bound f* 0 o *-> 3» a> m bC H o 3 £V 3 STATION8. W. Bound. h hfe a-g .3 8 £ * bc.0 1.20p 7.50p 6.53p 5.49p 5.28p 4.39p 3.58p 3.14p 21 p 25 p 17p 19p 2.5 7p 2.27p 1.57a Ú.12a l0.37a l0.13a 9.49 a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a 3.15p) Winnipeg . ,|12.J5p 1.30p 1.07p 12.42p I2.32p 12.14p 11.59a 11.38a 11.27a U.09a 10.55a lO.lOa L0.30a 10.15a lO.OOa 9.38a 9.21a 9.05a 8.58a 8.49a 8 35a 8.18a 8.00a .. .Morris .. * Lowe Farm *... Myrtle__ ...Roland. * Rosebank.. ... Miami.... * Deerwood.. * Altamont.. . .Somerset... *Swan Lake.. * Ind. Springs ♦Mariapolis .. * Greenway .. ... Baldur.... . .Belmont.... *.. Hllton.... *.. Ashdown.. Wawanesa.. * Elliotts Ronnthwaite *Martinville.. Brandon... West-bound passenger Baldur for meals. 1.50p 2.15p 2.4tp 2.53p 3.10p 3.25p 3.48p 4.0lp 4.20p 4.36p 4.51p 5.02p 5.18p 5.S4p 5.57p 6.17p 6.34p 6 42p 6.53p 7.06p 7.25p 7.45p 5.30p 8.00» 8.44a 9.81» 9.50» 10.23a 10.64» 11.44a 12.10p 12.61p 1.22p 1.54p 2.18j 2.52p S.25p 4 15p 4.53p 5.23p 5.47p 6.04p 6.37p 7.18p 8.00p trains stop at PORTAGE LA PRAIRE BRANCH. W. Bound East, Bound Mixed Mixed No. 143 STATIONS. No. 144 Every Day Everv Day Except Except Sunday. Stinday. 5.45 p.in. .. WinDÍpeg. H.lSa.m. 5.58 p.m *Fort Junction 11 00 a.m. 6.14 p.m. *St. Charles.. io 35 a.m. 6.19 p.m. * Headingly.. 10.28 a.m. 6.42 p.m. * White Plains 10.05 a.m. 7.06p.m. *Gr Pit Spur 9.42a.m. 7.13p.m. *LsSalle Tank 9.34 a.m. 7 25 p.m. *.. Eustace... 9.22 a.m. 7.47 a.m. *.. Oakville.. 9.00 a.m. 8.00 H.m. *. . .Curtis. . 8.49 a.m: 8 30 a.m. Port, la Prairie S.30 a.m. Stations marked —*_ have no agent Freight must be prepaid. Numbers 107 and 108 have througb Pullman Yestlbnled Drawing Rot'm Sleep ing Cars between Winnipeg, St. Panl and> Minneapolis. Also Prface Dining Cars Close connection at, Chicago with eastrru lines. Connection at Winnipeg Junction with trains to and from tiie Pacific costs For rates and full inforxnation con- cerning connection with other iines, etc. apply to any agent of the company.’or * CHA8.8. FF.E. H. RWINFOBD. G.P.&.T.A.. St.PMil. G 'o Agt Wng H. J BELCIT, Ticket. <\ ent, 486 Main Str., Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.