Heimskringla - 16.08.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.08.1895, Blaðsíða 4
HEWSKRISGLA 16. ÁGÚST 1895, \ Dagatal Heimskringlu. é 1895 S. M. - AUGUST - 1895 P. M. Fi. Fö. L. - - - - 1 * 3 4 5 6 7 8 9 lO 11 1» 13 14 15 16 17 18 19 30 31 33 33 34 35 36 37 38 89 30 31 Winnipeg. Mr. og Mrs. J, A. Blöndal misstu einkason sinn á 1. ári núna í vikunni Fred Swanson, MÁLARI. Eikarmálar, Betrekkir, Kalsominar. Býr einnig til Blyskeyttar rudur (Leaded Lights) úr allskonar skrautgleri, og hefir til sölu gler með alls konar litum og áferð, töluvert ódýrara en annarstaðar 1 bsen- um. Verkstæði : „ , 300Í Main Str. Heimili : . 649 Elgin Ave. Hr. Jón Jónasson, Jónasar organ leikara Helgasonar i Reykjavik, er ný- kominn til bæjarins að heiman. Fór af stað frá Reykjavík2. Júlí og kom um Quebec. 2900 uppskerustarfsmenn voru vænt- anlegir til bæjarins að austan í gær- kveldi á 6 fólkslestum, er hver hafði 10 fólksvagna. Von á öðrum eins hóp innan fárra daga. Mr. Nataniel Mortonson, vel þekt ur borgari í Ispham, Mich., og ritstjóri Superior Posten. sem í mörg ár hefir þjáðzt af gigt læknaði sig algerlega með Áyers Sarsaparilla og hefir aldrei fund ið til hennar síðan. Hið fyxsta af þessa árs hveiti, sem þreskt hefir verið í sumar, var til sýnis á samkomusal kaupmannafélagsins hér í bænum á föstudaginn var (9.Ágúsl). Náði það hæsta gæða stigiog vóg bush. mælirinn 64 pund. Þegar hárið er ekki vel passað, missir það gljáa sinn og verður flókið og þurt og losnar þegar það [er kembt, Til þess að fyrirbyggja þetta er bezt að brúka Ayers Hair Vigor. Hann gerir þennan fallega gljáa á hárið. sem er svo nauðsynlegur því til viðhalds. Sporöskjumynduð silfur-brjóstnál tapaðist á íslendingadaginn, líklega í sýningargarðinum, eða á leiðinni þaðan eftir akveginum til bæjarins. Nálin er merkt: S. B. A. Rífleg fundarlaun verða gefin finnanda. BjÖRO STEFáNSDÓTTIR, 713 Ross Ave. í Hkr. dags. 7. Júní síðastl. er þess gétið að nýlátin sé í Seattle konan Þór. unnn Ólafsdóttir frá Löndum í Húna- vatnssýslu og er undirskriftin : Bjarni Lúðvígsson og Margrét Lúðvígsdóttir. íþessum atriðum eru tvær villur, sem menn eru beðnir að leiðrétta. Þórunn sál. var frá Söndum í Miðfirði, Húna- vatnssýslu, !og undir tilkynningunni átti að standa: Mrs. Margrét Lúðvigs- son, en ekki Lúðvigsdóttir. Um eða yfir 200 manns sóttu hið fyrsta sunnudagsskóla pic-nic Tjaldbúð arsafnaðar í Elm Park. Venjulegar skemtanir fóru fram og auk þess söng- ur og ræðuhöld i samkomusalnum í garðinum. Eins og endranærjvar hring- reiðin ill-mótstæðilegt aðdráttarafl fyr- ir ungdóminn og enda þá sem eldri voru. Hnakkhestarnir allir og svo þessi makalausa maskínu-músiker fylg- ir, er meir en aðlaðandi þegar heitt er og ekkert sérlegt að starfa. Fjórða innleggsafborgun Commer- cial-bankans fallna hefir nú verið greidd. Alls er nú greiddur helmingur innleggs alls i bankann. Hr.S. J. Jóhannesson kom heim aftur úr Dakota-ferð sinni á þriðjudag- inn var. Hveitisláttur var byrjaður sumstaðar i vikunni er leið, en almennt var ekki byrjað fyrr en eftir síðustu helgi, en nú keppist hver við annan og gera ekki betur en hafa undan, eða við því bjuggust margir að fullhart yrði á því. — Það hraparlega slys vildi til fyr- ir fáum dögum i brekkunni fyrir aust- an (niður af) Mountain, að hestur með tvíhjóluðum vagni (Sulkv), er Vilhelm Þ. Einarsson (Þórarinssonar), nýkom- inn suður til uppskeruvinnu héðan úr bænum, hafði fælst, vagninn hvolfst og maðurinn orðíð undir honum. Enginn sá til, er slys þetta átti sér stað, en stuttu síðar var Mr. P. Bardal og Al- bert Jónssn þar á ferð og fundu mann- inn meðvitundarlausan. Hann hafði meiðzt mjög á höfði og kostast innvort- is, en ekki var álitið, þegar Mr. Jó- hannesson síðast frétti af sjúklingn- um, að hann hefði beinbrotnað. Hér með gefst til kynna vinum og vandamönnum fjær og nær, að drottni hefir þóknast að taka til sin mina ást- ríku konu, Arndísi Jónsdóttir, frá Grund á Akranesi, Borgarfjarðarsýslu, ísland. Hún dó 10. Ágúst eftir kvala- fulla mánaðarlegu að afstöðnum barns- burði. Allir sem til hennar þekktu vita hve mikið ég hefi misst. Útför hennar fór fram 12. Ágúst frá hinni 1. ísl. lút. kyrkju. Sveinn Sveineson, frá Borg í Miklaholtshreppi í Hnappa- dalssýslu, Islandi. Blaðið “ísafold” er vinsaml. beðið að taka upp þessar línur. S. S. r Islendinga-dags kjörseðill. íslendinga-dagur, 2. Agúst. Ingólfs-dagur Landnáms-dagur Leifs-dagur Nafn kjósanda Heimili (pósthús) Fylki eða riki.. Peningar lánaðir til að byggja kaupa eða endurbæta heimili manna, og til að hefja gamlar áhvílandi veðskuldir. Tveggja til fimmtán ára tími gefinn til afborgunar. Afborganir mán- aðarlega, sem er vanalegasti borgunarmátinn. Upplýsingar um skilmála vora fást kostnað- arlaust. Globe Saving & Loan Co. E. W. DAY Manager, 383 Main Str. Heyr! 0, Wathne! Áskorun um hjálp til að komast til Islands sendir félaus og heilsulaus “landi” vor oss frá Great Falls í Montana, dags. 3. Ág.,,og æskir að liðsbón sín sé birt í blaðinu. Til far- arinnar kveðst hann þurfa um $300:00 og langar til að vera búinn að fá það fé um jólaleytið í vetur. Þeir sem kynnu að gefa óskar hann að sendi peningana með Post Office eða Express-ávísunum. Hann getur þess að einn maður í Great Falls, Mr. C. S. Hanson, hafi þegar gef- ið sér $10.00 í þennan heimferðarsjóð. Addressa þessa manns er : Jacob Jóhanson, Care of Mr. C. S. Hanson, P. O. Box 667 Great Falls, Montana. Nokkur orð um heimflutningsmálið. Af því að ég er einn “bréfritaranna” sem hr. O. Wathne á Seyðisfirði svarar í 19. nr. Austra þ. á. Þá vil ég leyfa mér að fara nokkrum orðum um lieim- flutningsmálið (svo finst mér megi kalla það) eins og það horfir við í því formi sem það er hafið, í n. nr. blaðsins. Hvað það snertir að landssjóður fs- lands leggi fé fram til styrktar heim- flutningum Islendinga héðan að vestan. Þá er það auðvitað hagfræðisleg specu- lation fyrir hönd Islands að svo miklu leyti sem nægileg trygging fengist fyrir því, að þeir, sem sá styrkur væri veitt- ur, væru dugandi menn og ráðnir í þvi að setjast að á íslandi fyrir alvöru ; úr því að fólkið er svo fátt í landinu að til vandræða horfir, eða því sem næst. Og frá eiginhagsmuna-sjónarmiði þeirra sem héðan vilja flytja heim til ættjarð- arinnar, þá situr það illa á þeim að vera tillögunni um heimflutningsstyrk land- sjóðs mótfallnir. Ef tilboð hr. O. W. um að flytja fólk heim alla leið héðan að vestan, er bundið því skilyrði að landsjóður leggi þar til nokkurn styrk; þá er auðsætt að það mundi verða hagur fyrir landið að styrkurinn yrði veittur; með þvi að þá mundu langtum fleiri flytja heim en ella að öllum líkindum; og svo mundu pen- ingarnir (fargjöldin) með þvi móti renna inn i landið (ísland) að mestu eða öllu leyti; — auk þess sem það mundi verða talsverður hagur hverjum ein- stökum heimflytjanda að því erfargjald- ið yrði minna. Mér virðist þannig að mjög mikið mæli með tillögunni fyrir hag íslands beinh'nis, að sleptum öllum óbeinlinis- hag er af mundi leiða. En svo getur auðvitað verið spurs- mál um það, hvort réttara sé, og gagn- legra fyrir landið, að styrkja heimflutn- inga fólks héðan á þennan hátt, eða að verja sömu upphæð til styrktar ein- hverju gagnlegu fyrirtæki þar heima umfram það ákveðna; eða þá til að styrkja einhvern nýtan dreng héðan að vestan, til einhverrar fyrirmyndarfram- kvæmdar í atvinnuvegum landsins. En hvað sem þessu líður, þá er til- boð hr. O. Wathne’s hið drengilegasta í alla staði svo langt sem það nær, og til- laga hans þar að lútandi sömuleiðis, auk þess sem hún ber vott um sérstak- lega einstakann áhuga hans fyrir velferð Islands eins og alt hans starf þarheima. Hvað snertir það atriði tilboðs hr. O. W., að hann skuli flytja fólk heim til íslands frá Noregi eða Skot landi fyrir 10 krónur manninn, þá er nauðsynlegt að fá að vita, bæði hvað mikinn flutning að hver einstakur má hafa í fari sínu án sérstakrar borgunar; svo og hve mikið þarf að borga undir hver 100 pund, sem þar er framyfir. Einnig það, hvort fæði er að nokkru leyti innifalið i þessum 10 krónum; og ef ekki, þá hvað fæðið mundi kosta yfir daginn, eða fyrir alla leiðina. Og enn- fremur hvað mundi kosta far fyrir börn og unglinga á ýmsum aldri. Þessum atriðum vona ég að herra O. W. geri svo vel að svara i Austra sem allra fyrst, þar eð þau eru einnig þýðingarmikil fyrir oss hér vestur fró sem hyggjum á heimferðir. til þess að geta útreiknað allan kostnaðinn fyrir- fram. Enn fremur riður heimförum mjög mikið á að fá fyrirfram að vita svo ná- kvæmlega sem hægt er, á hvaða tíma að skip hr. O. W. verða ferðbúin frá þeim tilteknu stöðum á Skotlandi eða Noregi, svo að menn þyrftu ekki að kosta sig þar lengi. Ef til þess kæmi að stjómin heima skyldi veita heimflutninga fyrirtæki hr. 0. W. hinn áminsta styrk, svo að af því gæti orðið að hann flytti fólk alla leið héð héðan að vestan (t. d. ftá Port Arthur, sem 'er næsti lendingarstaður frá Winnipeg), þá þyrfti sem allra fyrst að auðið væri að auglýsa mönnum liér vestra hvað farið mundi kosta, og alt þar að lútandi, samkvæmt því er fram er tekið hér að framan, svo að menn hafi ekki alt of nauman undirbúnings- tíma. Farið frá Winnipeg til Port Arthur með járnbraut kostar um $13 (innan við 50 kr.). Ef svo mætti búast við að far- gjaldið þaðan til íslands (beina leið) yrði ekki öllu hærra en svo sem 50—60 kr. fyrir manninn, þá er enginn efi á því að farþegjar yrðu fleiri í boði en rúm yrði fyrir, nema að skipið yrði því stærra. Ég ætla að vonast til að hr. ritstj. Austra geri svo vel að hlutast til um að hr. O, Wathne leei hér framan ritaða grein, í hvaða blaði sem hún kann að birtast. Winnipeg, 5. Ágúst 1895. S. B. Jónsson. Hj óna-dj öfullinn. Smásaga eftir J. Magnús Bjarnason. I. Hún sat við gluggann i herbergi sínu, hún Kristin Snjólfsdóttir, studdi hönd undir kinn og starði óþreyjnfull witKProVerbs but don’t try to potoh np n lin(orinf oouf h or oold by trylnf npontnonUl romodioo. T»ko PYNY-PECTORAL »nd roliot !• cort»in to foiloir. Oum tho most obotinftto coufht, coldo, aoro throoto, In f»ct ovory form of thro»t, lunf or bronchifti infl»mm»tion la. ducod by oold. Larf* Boltlo. 38 Conta, ALL ^OTHEf^S Who Have UseÖ DalmoTaf\5oap Know T«*t ‘t 18 THE Best BabYs SOAP for healii\g- tk* uin.of flclic*1 5 g0Pe5. Bftby wu troubled with *ore« on head »n<i I tried “Palmo-Tar Soap." In t verjr »hort time the sore» disappeared, skin became nmootn ana white, and the child grot perfectly well. Maa. Holtemaií, Crediton. Only 25c. Ðig Cake. AMidnightWalk; with a colicy baby or a colicy stomach < isn’t plcasant. Éither can be avoided by keeping a bottle of Perry Davis’l I’ain Kir.r.HR on the medicine shelf. It is invaluable in sudden attacks of Cramps, Cholera Morbus, Dysentf ry and Diarrhœa. Just as valuable for all extemal p " I)08K—One teaapoonful in a half gia út á strætið — J.-strætið í Winni- peg. Hún var á bezta aldri, hún Krist ín, eða, sem sumir kölluðu, Mrs. John- son, því íslenzka nafnið hennar hafði að mestu leyti misst gildi sitt strax eftir að hún kom til Ameríku, — já, hún var á að gizka 25 ára gömul. Hún var fremur lág vexti, en holdug, andlitið alls ekki frítt, en þó einkennilegt og lýsti einhverju óskiljanlegu samblandi af tilfinningasemi og kæruleysi. Hún hafði gifzt mjög ung og átt ekkjumann á fímtugsaldri. Ein sins liðs hafði hún komið vestur yfir hafið, og nú var heilt ár liðið síðan, en nú átti hún von á manninum sínum, sem af einhverri or- sök hafði ekki getað orðið henni sam- ferða vestur, Já, hún átti von á hon- um með innflytjendahópnum íslenzka, sem væntanlegur var til Winnipeg á hverri stundu. Það var líka meira, er hún átti von á—nefnil. töluverðum arfi. Kristín hafði alt af, eftir að hún kom til Winnipeg, búið í herbergí út af fyrir sig, og unnið sem daglaunakona í þvottahúsi en lítið hafði hún dregið saman af peningum, því mest alt kaup hennar fór fyrir fallegu kjólana hennar, og annað sem prýtt getur unga og glys- gjarna konu. Hún hafðieignast marga vini á þessu eina ári—vini, sem voru óþreytandi á að fullvissa hana um það, að hún gengi verulega í augun á ungu þiltunum, að það væri sérlega leiðin- legt að hún væri gift og ætti þar ofan á kaupið aldraðan mann, — hún sem var svo ung og blómleg. Það var ósköp leiðinlegt. Beztu vinirnír hennar voru þau systkinin, iiann Albert Bergsson, að öðru nafni Mr. Albert, og hún Júlíana Bergsdóttir, sem almennt var kölluð Mrs. Goodman. Júlíana héltgestgjafa- hús í Winnipeg, og þangað kom Krist- ín iðuglega á kvöldin fyrst framan af, og æfinlega var henni svo fylgt heim ti^ sín, og maðurinn. sem fylgdi henni heim, var æfinlega sá sami—hann Al- bert. 0g fólk var farið að pískra um það sín á milli, að væri Kristín ekki gift, þá mundi óhætt að fullyrða að Al- bert og hún væru harð-trúlofuð, enda væru þau ekki svo óhjónaleg—bæði svo makalaust fjörug og ung. Albert var liðlega vaxinn og snyrti- maður hinn mesti, var sérlega bliðnr í máli og Lafði ætíð reiðubúið bros á vör- unum við ókunnuga. Hann var einn af þeím mönnum, sem aldrei virðast_ bafa neitt sérlegt fyrir stafni, en eru þó æfinlega vel til fara og hafa meir eða minna af peningum í vösunum til að hringla í. Hanu var í orðsins fyllstu merkingu, það sem Ameríkumenn kalla “dudc”. Eftir þessum manni var Kristin að bíða, þar sem liún sat við gluggann í herberginu sínu með hönd undir kinn og starði út á götuna. Hún beið ekki lengi. Alt í einu skauzt hann yfir göt- una, opnaði framdyrnar á húsinu og gekk óboðið inn í herbergi hennar. Emigrantar eru komnir”, sagði hann, og tók um loið undur vingjarnlega í hönd hennar. “0/t. dear, oh, dear ! eru þeir komn ir”. sagði hún og varpaði mæðulega öndinni. “Já, þeh' eru homnir ; ætlarðu ekki að koma strax ofan á emigrantahús- ið?” Framhald neest. Cure Biliousness. Sick Head- ache, Dyspepsia, Sluggish Liver and all Stomach Troubles. JheA^t o>(Urins'_ SCUTKA.^HIUMATISM > • -Ncurmíia • >AIN5 inBackokSiíC A 0\ ANV MISCULM(|VmG • Ije's in'Usinc yV\ENTH0L ; Plaster Nærri dauðans dal. UNG STÚLKA FRELSUÐ FRÁ DAUÐA OG GRÖF. Föl, niðurdregin og veikluð. Hafði stöðugt kíghósta. Henni fór alt af versnandi. Eftirrekta vert fyrir allar mæður í land- inu. Tekið eftir Cornwall Standard. Það er nú orðið algengt að heyra fólk ljúka lofsorði á Dr. Williams Pink Pills, og það er engin undur þó lyfsal- arnir selji mikið af þeim, og að sala þeirra aukist. Vér gætum gefið mý mörg dæmi upp á að mönnum hafi þeg- ar batnað af Pink Pills, er yður er þeg- ar svo kunnug mörg af þeim að engin þörf er á að taka það upp liér. En það kemur fyrir endur og sinnum tilfelli sem eru svo eftirtektaverð að það er sérstök ástæða til að minnast þeirra og af því eitt svona tilfelli er á dagskrá nú sem stendur þá segjum vér hér frá þvf almenningi til hagsmuna. Fyrir noklcrum árum fór stúlka ein 14 ára, dóttir Mr. Leon Dore, sem er vel þekkt- ur og vel metinn borgari í Cornwall, — að verða var við óvanaleg sjúkdóms- einkenni sem móðir hennar var mjög grunsöm um. Hún var einmitt á háskalegasta aldri, og var því tafar- laust sent eftir lækni sem gerði alt sem hann gat til að hjálpa henni. Tilraun- irnar virtust verða árangurslausar og Var aðeins skuggi þess sem hún hafði verið áður. Are Purely Vegetable, elegantly Sugar-Coated, and do not gripe or sicken. Act gently but promptly and thoroughly. “The safest family medicine.” All Druggists keep ains. [»m of wateror milk (warm'if'conTenlent). viku eftir viku fór henni versnandi, og að lokum augljóst að hún mundi ekki lifa. Hún fékk mjög slæman hósta og vesalings stúlkan, sem áður hafði verið holdug og hraust upplitsfalleg oggreind- arleg drógst altaf upp og var að loknu ekki annað en beinin. Móðir hennar var orðin nærri vonlaus um bata, þar eð læknarnir gátu með enga móti gert nokkuð að. Að lokum fór hún að hugsa um að reyna Pink Pills. Hún fékk sér eina öskju, og lét dóttur sína brúka úr þeim, en þar eð henni batnaði ekkert af þeim svo sjáanlegt væri, var hún rétt við að hætta við þær þegar nábúi henn- ar lagði að henni að reyna pillurnar bet- ur, þar eð ein askja væri ekki nægileg raun. Þegar önnur askja var uppgeng- in var bati merkjanlegur og það glaðn- aði um leið yfir fólkinu á heimilinu, og fleiri hvatir frá öðrum þurfti ekki til að halda áfram með pillurnar í nokkra mánuði og stúlkunni fór alt af batn- andi, og varð að lokum alheil. Nú er hún fjörið sjálft og í bragði og hraustleg eins og hún var en hún varð veik. Þeir sem sáu hana meðan hún var veik og hafa séð hana síðan eru al- veg forviða á breytingunni. Mrs Dore sagði fregnrita blaðsins Standard leyfi að opinbera í blaðinu alla sögu dóttur sinnar. Hún sagðist ekki geta lofað þctta meðal nógsamlega fyrir ágæti þess og áhrif þau sem það hafi haft íi dóttur sína og hún vonaði að þessi saga gæti orðið til góðs fyrir almenning Þegar fregnritinn var búin að færa of- angreinda sögu í letur fór hann til Mrs. Dore og las hana upp fyrir henni, og bað hana oð segja sér hvort hún væri rétt færð í letur og sagði hún þá að hún vildi gjarnan taka enn sterkara fram ágæti þessara pilla heldur en gert væri. Hún sagði ennfremur að Pink Pills hafa gert sjálfri sér mikið gott. Hún hafði um tíma þjáðs; af influenza og bættu pillurnar henni fyllílega. Dóttir hennar lét einnig í ljósi álit sitt á þessu meðali. Ungar stúlkur, fölar og fjörlausar, •sem hætt er við hjartveiki og eru tauga- veiklaðar ættu þegar að fá ser Dr. Will- iams Pink Pills, þær bæta blóðið á stuttum tíma, og gera útlitið hraustlegt þessar pillur lækna alla sjukdoma sem koma af skemdu blóði, og veikluðu taugakerfi. Þær eru óyggjandi við sjúkdómum sem eru einkennilegir fyrir kvennfólk. Tilbúnar af Dr. Williams Medicine Co. Brockville, Ont. Schenectady N. Y. og seldar í öskjur, (aldrei lausar eða í tylftatali) 50 cts. askjan 6 öskjur fyrir $2.50. Fást hjá öllum lyfsölum og Dr. Williams Medicine Co. með pósti frá báðum áðurnefndum stöðum. Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. & B. tinmerh sé & plötunni. Tilbúið af Thb Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. Fruit Store. Munið eftir aldinabúðinni 405 ROSS AVE. Þar fáið þið nú, eins og áður, ALLSKONAR ALDINI, KALDA DRYKKI, ÍSRJÓMA, KAFFI, SÚKKULAÐI, VINDLA, TÓBAK, SKÓLABÆKUR, RITFÆRI, LEIKFFÖNG og ýmislegt fleira. Vörur vandaðar og með vægu verði. John Hall. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HAILDORSSON, Park River — N. Dak. ÞURFUM AÐSTOÐAR áreiðanlegra manna í öllum pörtum landsins (búsett- um eða umfarandi) til að selja ný-upp- fundið meðal og til að íesta upp auglýs- ingar á tré, girðingar og brýr í bæjum og sveitum. Vinnan er stöðug. Kaup: prócentur, eða $65 um mánudinn og ferðakostnaður; peningarnir lagðir inn á hvaða banka sem vill undireins og byrjað verður. Frekari upplýsingar fást hjá The World Med. Electrie Co. P. O. Box 221. London, Ont., Canada. Ljósmyndarinn John McGarthy mælist til að þér gangið ekki framhjá sér. Hjá honum fást myndir í fullri líkamsstærð; rayndir af húsum teknar þegar um er beðið gamlar myndir end- urnýjaðar og stækkaðar eftir vild. Alt verk vel leyst af hendi. Dlilton N. Dak. Bjór og Porter um hitatímann: BASS & COY’S HVÍTÖL GUINESS STOUP SCHLITZ ÖL PABST ÖL davifs TORONTO ÖL LABATT LONDON OL DREWRY’S ÖL PORTER & BUCKBJÓR Etc. Etc . Fljót afgreiðsla lijá H. L. CHABOT Gegnt City Hall--518 Main Str. Telephone 241. mí CAVtAI ð, I ríAUt MARKS W COPYFUGHTS.^ CAN I OBTAIN A PATENT ? Por a “í1 ttn honest opinion, wrlte to MIJNN dc (,()., who have had neftrlvflfty yeara* experienoe m the patent bnilneat. Ooramunica- tiona strlctly confldontial. A Ilandhook of In- formation concernina Patents and how to ob- tain them sent free. Also a catalogue of mcchan- lcal and scientifle books sent free. Patents taken throuifh Munn & Co. recelve snecial notlcein the Hclontlflc Amerirnn, and thua are brouffht wldely beforethe publlcwith- out cost to the invontor. This splendid paper, issued weekly, eieRantly lllnstrated, has by far the larvest circulatlon of any scientiflc work in the San‘Ple conles sent free. Bntldtnff Editlon.inonthly, fiöO a year. 8inf?le copies, cents. Every number contains beau- tiful Pletes. m oolora, and phot.OKraphs of new houses. wjth plans, enabllntr buHders to show tho latest (leslRiiH and secure oontracts. Address MU^N ií CO„ Nilw Yohk, 361 Buoádwat. THf. PERFECT TF,A THC Fli4/:»T TCA IN THC WOSLD TROM THE TfA Pt.ANT TO THE CUP 1N IT3 NATIVE PUFlfV. •* Monsoon ” Te íi is packed mnlrr the supervision of the Tea growers, and i* ad vcrtiscd and sold bv them as a saxnplcof the best qualitiesof Indian and Ceylon Teas. For that rcason tliey sce that none but tho vcry fresh leaves into Monsoon packagcs. Thntiswhy "Monw'c-n.’ the perfectTea, canbe iold at thc san.e price as inferU>r tea. It is pnt up in sealcd cnddíes of lA lb.. i Ib aml 5 i!is , ancl aold in thrce tlavours at 40C., 500. and 6oc. m H:»\ East, Toronto jid 13 Front St*

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.