Heimskringla - 21.02.1896, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.02.1896, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 21 FEBRÚAR 1896. Mikael Strogoff, eða Síberíu-íorin. Eftir Jules Verne. gáta Tartararnir hvorki brúkad báta eða fleka. Þá var ekki tilhugsandi að þiir kæmu á ísnum. Þó jakarnir væru má- ské svo þéttir, voru þeir ekki nógu sterkir til að þola óslitna hermanna röð. Fljótið virtist banna alt áhlaup úr þeirri átt. Það mátti virðast að OgareflT litist illa á þetta, þar sem það lofaði svo góðu fyrir borgarmenn. Honum fanst samt ekkeit til um það. Föðurlandssvikaranum var það vel knnn ugt, að enga tilraun átti að gera til að komast yfir fljótið, að allur viðbúnaður Tartara fyrir liandan það var gerður í þeim tilgangi einum, að villa borgarmönnum sjónir. En um klukkan 10 um kvöldið brá svo undarlega við, að áin, sem t'l þessa hafði verið bráð-ófær, var nú slarkfær vel. Þetta undruðust borgarmenn og leizt ekki á. Fijótið var alt í einu orðið lireint og jakalaust. Þar sem bakkanna á milli var óslitin hrönn af ís fyrir fáum stundum, þar voru nú ekki nema örfáir jakar sýnilegir í senn. Og þessir fáu, sem nú voru á ferðinni, voru ólikir þeim alveg, sem fram hjá fóru um undanfarna daga. Þessir voru sléttir og flatir, eins og væru þeir brot af lagísfláka, þar sem hinir höfðu verið í háum, ó- sléttum hrönnum og í öllum myndum. Þessar einkennilegu fréttir færðu liðsforingjar stórher- tognnum. Yar þá getið til að stífla hefði myndast einhvers- staðar í mjódd í fljótinu,að Jagís hefði þámyndazt neðan við hana og þnðan væru þessir jakar, sem uú væru á ferdinni. Lesendunum er kunnugt að þetta var rétttil getið. Alt í einu, á svona óvæntan hátt, var Törturunum þannig gefið tækifæri til að fara yflr fljótið. Af því var auð- sæ þörfln á þeim mun öllugri verði fram með fljótinu. gvo leið til miðnættis, að ekkert sögulegt gerðist. Anst- ur frá borginni fyrir handan Bolchaia-hliðið heyrðist ekkert nó sást. Ekki allra minstu ljósglætu lagði út úr myrkviðnum austurundan, sem nú var óaðgreinanlegur frá biksvörtu skýja hafinu ytir höfði manna. Aftur á móti hlikuðu ljós liér og þir fyrir handan fijótið, hurfu ýmist eða komn f ljós og voru á sífeldu flökti fram og aftur. Það var ö!l ástæða til að ætla, að þar stæði eitthvað mikið til. Irkutsk-megin við fljötið, bæði upp og niður með því, heyrðist dimmur skarkali og þytur. Var það sönnun fyrir því, að Tartararnir voru á ferli og biðu eftir bendingu úr ein- hverri útt. Svo leið annar klukkutími, að ekkert gerðist. Klukkau stóra á dómkyrkju-turninum var í aðsigi með að slá 2 um nóttina. Og jim sást enginn vottur þess né heyrðist, að áhlaup á borgina væri fyrir hendi. Stórhertoginn og herforingjar hans voru farnir að hugsa að alt þetta væri misskilningur. Hafði það virkilega verið ásetningur Tartaranna að gera áhlaup í náttmyrkrinu ? Kæstu nætur á undan hafði verið miklu meiri ókyrð í búð- nm Tartaranna. Byssuskot höfðu þá riðið af öðru hvoru, en núna var alt hljótt eins og gröfln. Samt kom þeiin ekki í Lug að ganga til sveíns. Þei r biðu allir, stórhertoginn, Yor- anzoff liershöfðiugi og aðstoðarmenn þeirra, tilbúnir að skipa fyrir sem þyrfti. Þess hefir verið getið, að OgareflT hafði bústað í höll- ínni. Herbergi hans, stórt og mikið, vará fyrsta sal, og víti fyrir glugganum, sem var á hjörum, var stór pallur. Efgeng ið var út á hann og eft;r honum örfá fótmál, blasti við fljótið rétt Irarn undan. Það var koldimt í lierbergi Ogarefls, en samt var hann Þar inni. Hann stóð hreyfingarlaus við gluggann og beið stumlarinnar, því iiann einn og engin annar átti að gefa merkið, er hleypti Törturunum af stað. Eftir að hafa gert það, og þegar meginhluti borgarmanna tæki til að verja borgina, var fyrirætluu hans að laumast burt, komast til sinna manna og reka smiðshöggið á. Nú grúfði hann sig í skugganum, eins og villidýr, sem er í þann veginn að hreinma herfangið. Fáum mínútum fyrir klukkan 2 gerði stórhertoginn boð eftir Mikael Strogoff—það var eiua nafnið anðvitað, sem svikarinn gekk undir,—og æskti eftir að liafa tal af honum. Einn þjónninn gekk að herbergisdyrum hans, en þær vorn læstar. Ilann kallaði, en fókk ekki svar. Ogaraíf gætti þess vel að láta ekkert heyrast til sín. Stórhertoginn þess vegna fékk þá fregn, að sendiboðinn yæri ekki í höllinni þá í svip. Svo sló dómkyrkjuklukkan 2. Nú var hin ákveðna stund komin, þegar Tartararnir skyldu hefja fals-áhlaupið, sem fyrirhugað var. Ivan Ogareff opnaði gluggann, gekk út á pallinn og þang “ð sem áin blasti við angum lians. Það var þungur straumur í Angara og var að heyra sem fossnið þaðan, sem brúarstólparnir gömlu stóðu og heftu framrás straumsins. Ogarefl tók eldspítu upp úr vasa sínum, kveikti á henni og svo á hönk af togi, sein fínu púðri liafði verið dreift um. Svo kastaði hann hönkintii í fljótið. Það var að rúði Ogareffs, að steinoliunni allri hafði verið Lelt í tljótið. Og það var engiu þurð á steinolíu í þessari grend. Steinolíulindir voru margar á litlu sviði npp með fljótinu aö austan. Þetta vissi Ogareff, og þessum ógurlegu vopnum vildi hann beita, til aðslá eldi í borgina. Upp með anni voru mörg kéröld full af olíu og þau tóku Tartarar að boði Ogareffs. Kéröldin, eða byrgin, sem olían var geymd í, Voru þannig sett, að ekki þurfti annað en brjóta gat á einn ^egg, til þess olían öll rynui út i fijótið. Þetta hafði verið gert fyrir fáum klukkustundum síðan, ogþettavar ástæðan til þess, að flekinn, sem b ir þau Strogoff os Nudíu og fregn- fitana, flaut ekki á vatni, heldurolíu. Olían flóði í stór- straumum úr keröldunum út í fljótið og dreifði sór um það í þykkulagi bakkanna á milli. Þetta er sýnishorn af hernaðaraðforð ívan Ogareffs ! í flokki Tartavanua var hann sannur Tartari sjálfur, og það í sokn gegn landsmönnum sínum. Toghönkinni sem sagt hnfði verið kastað út á Angara- fljótið. Og á næsta augní.bliki, eins og rafmagnsfiaug hefði farið um loftið. var alt fljótið í einu báli bakkanna á milli og UPP og niður eftir því, svo langt sem sást. Bláir eldstólpar stigu upp af ánni bakkanna á milli og kafþykkur reykjar- og gufumökkursteig hátt í loft upp. Þeir fáu jakar, sem voru á ferðinni niður ffjótið, lentu auðvitað í þessu ógna olíuflóði og báli og bráðnuðu eins og vax á eldheitum ofni. Heyrðist suðan langar leiðir er þeir voru að uppleysast. Samtímis og þossi ógna-eldur kont npp, hófst skothríð bæði fyrir sunnan og norðan bæinn. Margar þúsundir Tart- ara réðu nú á virkisneggina og að baki peirra voru fallbyss- urnar, sem létu sprengikúlur dynja á húsunum í nágrenninu. Það voru flest timburhús og kviknaði í þoim á augnabliki Náttmyrkrið var rofið. BáJiðáánni og liúsin í loga lýstu upp meginhluta bæjarins oi> nágreunið alt. ö m síðir!” varð Ogareff að orði. Hann liafði góðar ástæður til að fagna. Eáð lians höfðu tekizt eftir óskum, hræðileg eins og þau voru. íbúar bæjar- ins voru nú virkilega milli tveggja elda, — þurftu í senn að verjast eidinum á fijótinu og skothríð og áhlaupi Tartaranna úr tveimur áttum. Eidklukkurnar gullu við hátt í öllum áttum og kölluðu menn út til að verjast eldsvoðanum. Það stóð heldur ekki á að menn hlýddu. Allir sem vetlingi gátu vaidið hlupu fram, sumir móti Törtununum, en aðrir niður að fljótinu til að berjast við eldinn, sem ástæða var til að ótt- ast að innan skams bærist um allan bæinn. Bolchaia-hliðið var sem næst verjulaust. Þar voru eftir- látnir að eins örfáir menn. Og að ráði svikarans voru þessir fáu menn teknir úr flokki útlaganna, í því skyni auðvitað, að síðarmeir mætti hlaða sektinni á herðar þeirra, kenna þeim um að borgin var unnin. Ogareflf fór inn í herbergi sitt sömu leið og hann fór út úr því, um gluggann. Nú var það alt upplýst hornanna á milfi af bálinu frá ánni. Hann hafði þar lítið viðnám, en bjóst til burtferðar. Hann var rétt kominn inn í það, þegar kvennmaður kom hiauapndi inn í það, rennandi vot frá hvirfli til ilja og með slegið hár og alt í óreglu. “Sangarre !” hrópaði Ogareff upp yfir sig öldungis hissa. Að það væri um aðra konu að ræða, var nokkuð sem honum kom ekki í hug. En það var ekki Sangarre. Það var NADÍA ! A augnablikinu þegar hún rak upp hljóðið á jakanum, af því hún sá eldinn hlaupa eftir ánni, hafði Strogoff þrifið hana i faðm sinn, steypt sér í kaf í strauminn og synt í kafi upp að bryggjunni. Það var eina lífsvonin og tókst tilraun- in vel, enda voru ekki nema sem svaraði 30 föðmum til efstu bryggjunnar í bænum. Innan stundar stóðu þau bæði á bryggjunni. Að lyktum hafði Mikael Strogoff náð takmarldnu. Hann var í Irkutsk. “Nú skulum við hraða ferðum til governors-hall arinnar” sagði hann tafarlaust við Nadíu. Og innan 10 minútna höfðu þau hroðið sér veg nm mannþröngina alt að hallar- dyrunum. Ægilega langar eldtungur sleiktu utan hallar- veggina, en unnu ekkert á. Veggirnir voru úr steini. En niður undan höllinni á fljótsbakkanum var lieil húsaröð í báli. Höllin stóð opin og því vandræðalaust fyrir þau Strogoff og Nadíu að komast þar inn. Og af því fát var á öllum og alt í uppnámi, tók enginn eftir þeim, eða þvi, að vatn draupaf hverjum þræði á fötum þeirra. I gestasalnum stóra var alt á ferð og flugi. Undirfor- ingjar ruddust um fast, til að komast inn og fá skipanir um hvað næst ætti að gera, og hermenn ruddust um eins fast, til að komast út og sjá um að skipunnnum væri fram fylgt. í þessum.æðandi straum manna aftur og fram urðu þau Mikael og Nadía aðskila og héldu sitt í hvora áttina. Nadia hljóp eins og hálf-sturluð aftur og fram og leitaði að félaga sínum, jafnframt þvi sem hún bað einhvern við- staddanað vísa sér áfund stórhertogans. I ósköpunum sem á henni voru hratt hún opinni hurð og hljóp inn í herbergið, sem alt var uppljómað af eldiuum í ánni, Vissi hún þáekki fyrri til, en að hún stóð frammi fyrir manninum, sem hún fyrst hafði mætt í Ishim, og sem hún síðast hafði séð í Tomsk. Hún stóð þar frammi fyrir erki-svikaranum, sem innan fárra mínútna ætlaði að leiða óvigann her Tartara inn um verjulítið borgarhlið og þannig svíkja borgina á sitt vald og emírsins. "Ivan Ogareff !” hrópaði hún. Svikarinn hrökk við, er hann heyrði sitt rétta nafn nefnt Kæmist það nú upp hver hann var, yrðu öll hans ráð til einskis. Það var ekki nema um eitt að gera nú, — að drepa stúlkuna sem hafði nefnt hann. Ogareff tók stökk í áttina til Nadíu. En hún með veiði- mannahnífinn i hendinni hopaði undan og ásetti sér að verj- astmeðan kostur væri. Þeir vilja ekki reykja neitt annað.meðan þeir geta fengið Old Chum, jafnvel þó þeir þurfi að fá það til láns, því þeir fá ekkert tóhak sem þeim fellur eins vel, og sem gefur eins kaldan og mildan reyk. D. Ritchie & < o ManufacturerH MÖSlTRKAL. The American Tobacco Co’y of Canada, Ltd. Successors. Hann W. Blackadar, eldi. Einnig eldivið af mörgu tagi, þurran sem sprek og harðan .............1..• sem grjót, alt fyrir neðan sann- gjarnt verð. Gott viðmót. Áreiðanleg vigt. Flutt þangað sem óskað er og sett þar sem um er beðið. — Gunnar Sveinsson vinnur í búðinni. 131 Higglns Str. Islendingar i Selkirk! Það vinnur enginn íslendingur sem stendur í búð þeirra félaga Moody og Sutherland} en það þarf ekki að aftra neinum, því Mr. Moody talar íslemku reiprennandí. Finnið hann að máli þegar þið þurfið að kaupa eitthvað af járn eða blikkvarn ingi. — Hann selur hinar nafnfrægu Grand Jewel Stove’s og að sjálfsögðu hitunarofna á allri stærð, Upplag mikið af likkistum á allri stærð og alt sem þeim til heyrir Mjöl- og fóður- verzlun Stórt upplag af Lake of theWoods kveitimjöli æfinlega fyrirliggjandi. MOODY 3 SUTHERLAND HARÐVÖRUSALAR. Evaline Street. — — — — West Selkirk. “Ivan Ogareff !” hrópaði hún aftur og það svo hátt sem hún gat-. Hún var þess fullviss, að heyrðu menn úti fyrir þetta andstyggilega nafn, stæði ekki áhjálpinni. “Haltu þér saman !” sagði Ogareff heiftarlega, en í lægri róm, og nísti tönnura. “Ivan Ogareff !” hrópaði hún enn og miklu hærra en áður. Hatrið og fyrirlitningin hafði veitt rödd hennar tí- falt afl í augnablikinu. Ogareff ærðist af bræði og gerði annað áhlaupið nieð dagganð í hendinni, og hopaði Nadía þá undan út í eitt horn- ið. Þar var hún í kreppu og sýndist öll von úti, þegar Og- areff alt í einu var hafin hátt á loft og kom niður aftur flatur á gólfið. “Mikael!” hrópaði Nadía með fögnuði. Það var Strogoff, sem valdur var að falli svikarans, Hann einn hafði heyrt hróp hennar og lét ekki bíða að ganga á hljóðið. Harin mátti heldur ekki seinna koma. "Vertu óhrædd, Nadía”, sagði hann og tók sér stöðu svið frammi fyrir hcnni. “En, bróðir, vertu varkár”, sagði hún. “Svikarinn er vopnaður ! Og hann hefir sjónina!” Ogareff spratt fljótt á fætur og taldi sér sigurinn visan í viðureign við blindan mann. Hann réðst á hann undireins og hann komst á fætur. Strogoff rétti fram annan handlegginn einugis, þreif hnífinn úr höndum Ogareffs og fleygði honum flötum á ný. Ogareff æröist af reiði jafnframt og hann skammaðist sín, er hann alsjáandi stóðst ekki átök annarar handar blinda mannsins. Hann mintist þess þá. að hann hafði sverð á belti sér og hugði að hagnýta það. Hann kippti því snögglegaúr sliðrum og réðist á Strogoff í annað sinn. Strogoff vissi á hverju liann átti von. En hann var blindur! Það var bara sjónlaus maður, sem Ogareff átti við og hafði ekki svo mikið sem sverð. t>að var ójafn leikur, og enginn efi á að Ogareff mundi bera sigur úr býtum. Það gat ekki öðruvísi verið. Svo hugsaði Ogareff sjálfur. Nadíu leizt ekki á þenuan leik. Hún hljóp af stað fram að dyrunum og hrópaði um hjálp. "Láttu aftur dyrnar, Nadía, og láttu mig einan um hit- una! Kallaðu á engan mann ! Sendiboði keisarans hefir ekkert að óttast í þetta skifti af hálfu erkisvikarans ! Lát- um hann koma. ef hann þorir ! Ég er tilbúinn !’ þannig talaði Strogoff, og lét bá Nadía af að kalla. I millitíðinni bjó Ogareff sig undir áhlaupið. Hann heykti sig sarnan eins og tígrisdýr, sem er að búa sig til að stökkva, en ekki sagði liann eitt einasta orð. Hann varaðist að stíga svo þétt niður, að skóhljóð heyrðist og hann auk- heldur hélt niðri í sér andanum. Hann vissi að hann átti við blindan mann og vildi gjarnan fara svo laglega að. að hann heyrði ekki heldur. Það var um að gera að geta komið lagi á Strogoff áður en Jiann væri við því búinn og það eina lag átti að hrífa. Honum kom ekki í hug að berjast, að gefa sínum blinda andvígismanni drengilegt tækifæri til að verja sig. Hann ætlaði sér að myrða hann hreint og beint, myrða manninn, sem hann stal nafuinu frá. Nadía horfði með ósvikinni aðdáun á Strogoff, en bæði var hún hrædd og þó vongóð, Hún styrktist í voninni af því að Strogoff var svo rólegur og hægur, rétt eins og ekk- ert væri um að gera. Það eina vopn sem hann hafði var Sí- beríu-linífurinn stóri á móti hinu langa riddara-sverði svik- arans. Vitaskuld var Strogoff blindur og sá ekki sverðið, en Nadíu fanst einhvernveginn eins og almættishöndin og alt- sjáandi augað stýrði Strogoff. Eða ef ekki, hvernig var því varið, að hvernig sem Ogareff læddistí kringum hann, sneri Strogoff sér þannig, að liin sjónlausu augu hans liorfðu alt af í sverðseggjarnar V Ogareff liorfði einnig á andstæðing sinn og honum var ekki rótt í skapi. Þessi maknlausa rósemi blinda mannsins hafði ónotaleg áhrif á hann. Hann reyndi alt af að telja sér Framhald. Fádæma niðurfærsla á fatnaðarverði öllu í þessari búc um næstu 15 daga. Núverandi eigandi búðarinnar er að hætta, en áður en hann geti það, þar hann að minka vöruupplagið um helming og þar þarf mikið til. Einhneft nærföt - - 50c. Utanhafnar-buxur - $1.0( Alullarnærföt - - - $1.25 Ullarbuxur - - - _ $i.2£ Yíirskyrtur 50, 75 og 90 cts. Mjög vandaðar buxur $1.5( og $1.00 $2.00 og yfir Skygnist um í gluggunum á horninu næsta fyrir austan Hotel Leland o( suðaustur af City Hall. W. Finkelstein 510 Main Street - - - Winnipeg. Dominion of Canada. Álsjarto okevPis fr™ millonlr manna. 200,000,000 ekra 1 hveti og beitilandi í Manitoba og Vestr-territóríunum i Canada ókeypisfyr landnema. Djúpr og frábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skúgi r meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 buslieí i vel er umbuið. ~ ’ í inu /rjósama belti í Rauðárdalnnm, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfii liggjandislettlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi engi og beit landi—inn víðáttumesti fláki í heimi af lítt bygðu landi. ’ Málmnámaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af kolanám: landl;eldiviðr þvi tryggrum allan aldr. Járnbraut frá hafi til hafs. Canada-Kyrrahafs-járnbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonia brautirnar mynda óslitna jámbrautfrá öllum hafnstöðum við Atlanzhafí Cé nada til Kyrrahafs. Sú brautliggrum miðhlut frjósama beltisins eftir því end löngu og um liina hrikalegu, tignariegu fjallaklasa, norðr og ver og um ín nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims. Heilnœmt loftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Am ríku. Ilreinviðri og þurviðri vetrog sumar; vetrinn kaldr, en bjartr og stai viðrasamr; aldrei þokaog súld og aldrei fellibyljir, eins og sunnar í landinu. Sambandsstjórnin i Canada gefr hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hvexjum kvennmanni, sem hef fiyrr familíu að sjá, 16 0 ekrur af Inndi g ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu ogyi A þann hatt gefst hverjum manni kostr á að verða eigandi sinnar ábúl ðar og sjalfetæðr í efnalegu tilliti. íslenzkar uýlendur í Manitoba og eanadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í 6 stöð i Þeirra stœrst er NY.TA ISLAND, liggjandi 45-80 mílur norðr frá Winnipeg vestrstrond Winnipeg-vatns. Vestr frá Nýja Islandi, í 30-25 mílna fiarlæt er ALFTAVAINS-NÝLENDAN. í báðum þessmn nýlendum er mikið af < numdu landi, og baðar þessar nýlendr liggja nær höfuðstað fylkisins, en nokl lnnna. ARGA LE-NYLENDAN er 110 mílur suðvestr frá Winnipeg- ÞINC VALLA-NYLENDAN, 260mílur norðvestr frá Winnipeg; QU’APPELLE-NV LENDAN um 20 mílur snðr frá Þingvalla-nýlendu, og ALBERTA-NÝLENI A.N ,lnJ..70 mílur. norðr frá Calgarv, en um 900 mílur vestr frá Winnipeg. BÍðaBttöldum 3 nýlendunum er mikið af öbyprðu, ágætu akr- og beitilandi. Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með því t sknfa um það: H. M- SMITH, Coinmissioiicr of Dominion Lands. Eða 13. L. Baldwinson, ísl. umboðsm. Winnipeg‘ Canada. Sclentiflo Amerlcan OAVCATS, TRADE MARK8, DESIQN PATENTS, OOPYRIQHT8, etc. Por lnformatlon and free Handbook wrlte to MUNN & CO., 361 Broadwat, New Yoric. Oldest bnreau for securlng patcnts ln America. Every patent taken out by us ls brouRht before the publlo by a notlce glven íree of charge lu the ffientific §mmtm Lai worl xnan rgest clrculatlon of any sclentlflo paper In the >rld. Splendidly Ulustratcd. No lntelligeut man should be wlthout It. Weeklv, A3.0Oa year; $1.50 slx months. Address, MUNN & CO.# Publishers, 361 Broadway, New York City* Gullrent úr fyrir $7.50 Viltu fá góð kaup ? Viltu fá hið besta úr Sem fæst fyrir þetta verð? Hik- aðu ekki við að segja já. Sendu okkur þessa aug- lýsingu með nafni þínu og utanáskr- ift, og láttu okkur vita hvort þú vilt kvenmanns eða karlmanns, open eða hunting Case- úr, og viðskulum senda þér hið besta úr sem hægt er að fá fyrir þetta lága verð. — Urin eTu gullrend með 14 k. gulli, og verkið gott American Nickelverk.. sem ver ábyrgj- umst að endist 20 ár. Úrið gengur reglu- lega og vel og lítur út eins og $50.00 úr. Þú skoðar úrið hjá Express Agentinum og ef það er eins og því er lýst og þú á- lítur það kaupandi, þá horgar þú hon- um $7 50 (heildsöluverð), og burðargiald á því.—Ef þér lýzt ekki á það, þá taktu það ekki. Við viljum selja fljótt og mik- ið með litlum gróða á hverju fyrir sig. Við seljum að eins góð úr. Þegar þú biður um úr. þá strykaðu út það sem þú vilt ekki hafa af því sem á eftir kemur : Send me—Hunting—OpenFace—Gentt —Ladics—Watch. — Ef þú vilt fá $3.50 festi með úrinu fyrir 50c. þá láttu þess getið. — Sendið til The l’niversal Watch i Jewelery Manuf. Co. Depot 68—508 Schiller Theatre. [Verðlisti frí.] Chicago, 111. orthern Pacific RAILROAD TIME CARD.—Taking effect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. I^orth B’und STATIONS. feoouth KUid Freight JNo. ] 153. Daily St. Paul Ex. No.l07Daily. j Keb W *« P Í £8 ^ T—1 4-i C ^ !i£ 4- Cð •cs >- v—t 1.20p| 3.15p .. Winnipeg.. 12.1bþ 5.á0a l.Oop 3.03p *Portage Jv.nc 12.27p 5.47a 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.40]) 6.07a 12.22p 2.38p *. Cartier.... 12.52p 6.25a 11.54a 2.22p *.St. Agathe.. l.lOp 6.51a 11 31a 2.13p *Union Point. 1.17p 7.02» 11.07a 2.02p *Silver Plains 1.28p 7.19a 10.31a 1.40p .. .Morris.... 1.45P 7.45a I0.03a 1.12p .. .St. Jean... 1.68'p 8.25a 9.23a 12.59p . .Letellier ... 2.17 p 9.18a 8 OOa 12.30i> .. Emerson .. 2.35). 10.15a 7.00a 12.20p .. Pemhina. .. 2.50p 11.15» 11.05p 8.35a Grand Forks.. 6.30þ 8.25p 1.30p 4.55a .Wpg. Juuc.. lO.lOp 1.25p 3.45p Duiuth 7 25a 8.40p Minneapolis 6 30a 8.00p .. .St. Paul... 7.10 10.30p ... Chicago . 9.85p MORRIS-BRANDON BRANCH East Bound S'g ifte <L 0 «. o I- - « W M >-• o« r— CL 3 8TATIONS. .20p(3.15| [ VVinnipeg ..112.16) W. Boucd. sÞ; a. rL m S 0 C C .50p .5bp .49p .23p .39 p 1.58p U.14p 11.21p l7.25p 2.17p 2.19p 2.57p 2.27p 1.57a 1.12a 0.37a 0.13a 9.49a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a 1.30p 1.07p 12.42p 12.32p 12.14p 11.59a 11.38a ll.27a 11.09a 10.55a 10.40a t0.30a 10.15a lO.OOa 9.38a 9.21 a 9.05a 8.58a 8.49a 8 35a 8.18a 8.00a .. .Morris ... * Lowe Farm *... Myrtle... ...Roland. * Rosehank.. ... Miaml.... * Deervood.. * Altamont... . .Somerset... *Svan Lake.. * Ind. Springs ♦Mariapolis .. * Greenway .. ... Baldur.... . .Belmont.... *.. Iíilton.... *.. Ashdown.. TVawanesa.. * Elliotts Ronnthvafte *Martinville.. Brandon... 1.50p 2.15p 2.4 Ip 2.53p 3.10p 8.25) 3 48p 4.0lp 4.20p 4.36p 4.51p 5.02p 5.18p 5.34p 5.57p 6.17p 6.34p 6.42p 6.53p 7.05p 7.25p 7.45p 5.3 8.0 8.4 9.8 9.5 10.2 10.6 11.4 12.1 12.5 1.2 1.5 'J.l 2.5 8.2 41 4.G 5.2 5.4 6.0 6.8 7.1 8.0 West-bound passenger trains stop Baldur for meals. POR TAGELA PRAIRE BRANCH. W. Bound East Bound Mixed Miied No. 143 STATIONS. No. 144 Every Day Everv Day Exc<‘pt Sunday. Except. Sunday. 5.58 p.m *Port Junctioi. i l 'ö5 a. 6.14 p.m. *St. Cliarles.. U.29a. 0.19 p.m. * Headingly.. U.2ca 6.42p.ni. * White Pláins lö!67a. 7.06p.m. *Gr Pit Spnr J0.32a 7.13p.m. *LaSalleTauk 10.24 a. 7.25 p.m. *.. Eustace... jo.ita 7.47 a.m. *.. Oakville.. 9.48a! S.OOa.m. *. . .Curtis. . . 9.84a, 8.30 a.m. Port.la Prairle 9.15 a. Numbers 107 and 108 iiav*- thn Pullman Vestibuled Ilraving Room g ing Cars between Wimiipeg, St. Pau] Minneapolis. Also Palace Dirirg < Close cnnnection at Chicapo vi ith áai lines. Oonnection at VVinnipeg Jun< with trains to and from thc Pacific c For rates and full inforimition cerninv connection -w ith nther lines aPPly to any agent of the companv ’r CITAS. S. FEE. H. SWINFOR G.P.&.T.A., St.Pf nl. G ii Agt V CITY OFFICE 486 Maln Str., Winnlpi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.