Heimskringla - 19.03.1896, Side 4
HEIMSKRINGLA 19. MARZ 1896.
Séra Friðrik J. Bergmann
hefir gert nokkrar athugasemdir í Lög-
bergi við “bréf mitt til Argylesafnaða”
(Hkr. 14. f.m. og 5, þ. m.). Þessum at-
hugasemdum neyðist ég til að svara
nokkrum orðum. Séra Friðrik skiftir
grein sinni í 10 atriði.
1, I bréfi mínu til Argylesafnaða
stendur: “Orsökin til þess, að ég sagði
yður (Argylemönnum) upp prestsþjón-
ustu minni 1893 og tók köllun Winni-
pegsafnaðar var sú : Winnipegsöfnuður
hafði þá meiri þörf á prestsþjónustu
minni en þér, og mér fanst það vera
skylda mín að vera þar, sem þörfin var
mest.” Þessi orð vill sóra Friðrik
vefengja. Hann þykist þekkja betur
hugsanir mínar og tilfinningar heldur
en ég sjálfur. En ég efast mjög um
alskyggni prestsins á Garðar, þótt eigi
sé hægt að efast um illvilja hans til
mín. Af því að ég í “bréfi mínu til
Argylesafnaða” hef farið nokkrum orð-
um um samvinnu mína og safnaðanna,
þá þarf ég eigi að fjölyrða meir um
þetta fyrsta atriði séra Friðriks, Að
eins get ég þess, að hann fer með hrein
og bein ósannindi, þar sem hann segir,
að ég “hafi ætlað undir öllum kringum-
stæðum að fara frá þeim—eitthvað út í
buskann—þóttengin köllun hefði kom-
ið úr neinni átt,”
2—7 atriði í grein sóra Friðriks eru
öll um sama efni: Afskifti forseta og
vara-forseta kyrkjufélagsins af prests-
kosningunni í Argyle vorið 1893. Ég
sagði í “bréfi mínu til Arpylesafnaða,”
að forseti og varaforseti kyrkjufélagsins
hafi unnið á móti kosningu séra Björns
B. Jónssonar í Argyle vorið 1893. Kyr-
kjufélagsstjórnin hefur tekið sig saman
um að mótmæla þessu. Og meðlimir
hennar koma fram á ritvöllin í réttri
röð eftir embættistign sinni. Fyrst
kom forsetinn sjálfur. Og nú í Lögbergi
seinast (12. þ.m.) kom varaforsetinn
fram með skrifara kyrkjufélagsins við
hönd sér. En skrifarinn hefur gjörða-
bók kyrkjufélagsins undir hendinni til
þess að minna á skrifaraembætti sitt.
Skrifaranum sæmir því eigi vel að segja
ósatt um gjörðabók kyrkjufélagsins
1893. Hann segir að ég hafi “skrásett”
þingtíðindin 1893. Það er ósatt. Mr.
Einar Hjörleifsson gjörði það. Þetta
stendur í þingtíðindunum sjálfum, svo
hér er um vísvitandi söguleg ósannindi
að ræða. Og á þessum sinum eigin
ósannindum byggir hann svo röksemda-
leiðslu sina. Skrifarinn hefur ef til vill
álitið, að hann yrði að skrifa þannig,
þar sem bréf sitt væri aðeins fylgiskjal
með grein séra Friðriks.
TJm kosningu séra Björns í Argyle
vorið 1893 verð ég fara nokkrum orðurn.
Og með því svara bæði séra Friðrik og
séra Jónasi í einu.
Forseti og varaforseti vildu auðvit-
að ráða því, hver yrði prestur í Argyle
vorið 1893. Þeir vildu að það yrði séra
Steingrimur Þorláksson, en sóra Björn
B. Jónsson vildu þeir setja til Nýja ís-
lands og Selkirk. Ef kosningin í Argyle
hefði farið fram fyrir kyrkjuþing 1893,
þá hefði séra Björn að öllum líkindum
verið kosinn þar. En fyrir ahrif frá
forseta og varaforseta kyrkjufélagsins
var kosningunni frestað framyfírkyrkju
þing. Forseti kyrkjufélagsins lagði
svo til í ársskýrslu sinni, að séra Björn
yrði gerður að missions presti fyrir
hyrkjufélagið. Og varaforseti fylgdi
því máli fram með þeirri ástæðu, sem
ein þaggaði niður öll mótmæli. Vegna
þeirrar ástæðu studdi ég eindregið til-
lögu forsetans um missions-prestinn,
þegar hann var búinn að láta ársskýrslu
sína flytja hana inn á kyrkjuþing. Séra
Jónas bendir á þessa ástæðu í Lögbergi
með þessum orðum : “ forseti fjœrverandi
og njúkur ráðlagði miesiont-köllunina.”
Fyrir ástæðu þessari urðu allir að
beygja sig bæði ég og aðrir. Þetta
skýrist þannig : Forsetanum var mis-
sions-köllun séra Björns mesta kapps-
mál. Hann var sjálfur fjærverandi og
sjúkur. Og það gat haft áhrif á heilsu-
far hans, ef þessi tillaga hans hefði
verið felld á kyrkjuþinginu. Af þessu
studdi ég að missions-köllun séra Björns.
í einni ræðu minni í því máli á þinginu
benti ég á, að Argylemenn skyldu kjósa
séra Björn eftir sem áður, Þeir hefðu
rétt til þess. Mr. Einar Hjörleifsson
tók þá lauslegan útdrátt úr sumum
ræðum þingmannanna. Hann minnist
á þessi orð mín, en tilfærir þau alls eigi.
Með sínum eigin orðum segir hann frá
efninu i ræðu minni, og hefur hann eigi
náð því alveg rétt. Séra Jónas hefir
tilfært þessi orð Einars í kyrkjuþings-
fréttunum, og segir, að það sé mín
“eigin orð.” Sóra Jónas hefði átt að
sjá, að hin tilfærðu orð geta eigi verið
mín “eigin orð.” Þau eru óbein en
ekki bein ræða. Séra Jónassegir, að ég
hafi sjálfur “ skrásett” þingtíðindin.
Eins og ég áður tók fram, þá bókaði Mr.
Einar Hjörleifsson þingtíðindin 1893.
Fundargjörningurinn var svo prentaður
í Lögbergi. Og eftir Lögbergi færði ég
hann inn i gjörðabók kyrkjufélagsins.
Allar útdráttur úr ræðum kyrkjuþings-
manna er óáreiðanlegur og ófullkominn
vegna þess, að orð manna eru eigi til
færð orðrótt. Svo eru eigi bókaðar
nema sumar ræður þingmanna. Ræð-
urnar eru eigi bókaðar í heild sinni,
heldur “smápartar” úr þeim. Þeir eru
oft slítnir úr réttu samanhengi og þeim
breytt á allan hátt.
Séra Friðrik neitar því, að hann liafi
viljað gera séra Björn að presti í Selkirk
og Nýja íslandi. Það hafi hann aldrei
viljað hvorki fyr nje síðar. Ójú. Og
aðferðin sýnir allt kyrkjustjórnarstarf
hansi spegli. í sept. 1893 fór hann til
Nýja íslands til þess að styðja að kosn-
ingu séra Odds V. Gíslasonar, sem nú er
prestur í Nýja Islandi og Selkirk.
Kosningu þeirri var framgengt, og séra
Oddurlvar látinn vita um hana. Laug-
ardaginn 27. Jan., 1894, fór séra Friðrik
ofan til Selkirk og bauð Selkirksöfnuði
séra Björn B. Jónsson. Auðvitað vissi
séra Björn ekkert um þetta. ' Séra
Friðrik fékk komið því til leiðar, að Sei-
kirksöfnuður sendi sóra Birni köllunar-
bréf í byrjun Febrúarm. Séra Björntók
auðvitað aldrei þessari köllun. Hann
vildi eigi taka Selkirk og Nýja ísland
frá séra Oddi, þótt séra Friðrik legði þar
allt sitt fylgi fram, og segði, að séra
Oddur kæmi ekki vestur. Þessi aðferð
er einkennileg fyrir séra Friðrik.
8. og 9. atriðið í grein séra Friðriks
er um afskifti hans af prestkosningar-
máli Argylemanna í vetur. I bréfi mínu
til Argylesafnaða stendur : “Forseti og
varaforseti vilja ráða því, hvern þer
kjósið fyrir prest yðar. Þeir hafa boðið
ykkur prastsefni. Og séra Fr. J. Berg-
mann fór vestur til ykkar í þeim erinda-
gerðum.” Séra Friðrik viðurkennir
þetta í grein sinni. Hann játar að hann
hafi farið vestur til.að “benda söfnuðun-
um á” prestsefni og snúa söfnuðunum
frá því að bíðja mig að vera í vali við
prestkosninguna.því að hann hafi “meiri
trú á” prestsefni sínu en mér. En svo
bætir hann við : “Það hafði enginn
prestur gefið mér neitt umboð til þess.’’
Hér segir sóra Friðrik að líkindum heila
setningu sanna. Hann virðist hræddur
við að hafa boðið prest, án þess að hafa
haft “ umboð til þess,” og þess vegna
vildi hann eigi iiafa tilboð sitt í hámæl-
um. En hann hafði heldur ekkert um-
boð frá séra Birni, þegar hann bauð
séra Björn Selkirksöfnuði í Jan. 1894.
Hann ætti því að vera farinn að venjast
við slíkt.
10. og seinasta atriðið í greiu sóra
Friðrikseruhinar venjulegu dylgur hans
til Tjaldbúðarsafnaðar og prests Tjald-
búðarinnar. Það er nú meir en ár síðan
að formenn kyrkjufélagsins hófu opin-
berlega árásir sínar gegn Tjaldbúðar-
söfnuði. Síðan hefir þeim verið fram-
fylgt bæði á kyrkjuþingi og utan þings.
Ég hef ekki svarað einu einasta orði
fyrir mína hönd eða safnaðarins. En
nú neyðist ég til að rita sérstaka grein
um það mál. Um kosningarmálið’í
Argyle ætla ég eigi framar að rita,
nema ég verði neyddur til þess af nýjum
ósannindum frá mótstöðumönnunum.
Hafsteinn Pétursson.
Nokkuð nýtt.
FLEISCIIMANN OERKÖKUR.
Spyrjið þá sem þér verzlið við um prís-
ana sem við bjóðum.
EFTIR
C. HOSTRUP
verða leiknir í
UNITY HALL
(Cor. Pacific Ave. & Nena St.)
Laukardaginn kemur 21 .þ.m
kl. 8 e. h.
Inngöngumiðar verða til sölu hjá Mr.
G. P. Thordarson á
Scandinavian Bakery
(587 Ross Ave.)
Og kosta 35c. fyrir fullorðna og
20c. fyrir börn innan 12 ára.
Fyrir alla muni ættu menn að vera
komnir í sæti sín fyrir kl. 8 því leikur-
inn er mjög langur, og verður því ekk-
ert beðið fram yfir tiltekinn tíma.
Niðurl. frá 2. bis.
er meinilla við að braut yrði bygð norð-
ur, því að hún mundi draga mjög verzl-
un frá Port Arthur, Montreal, Quebec
og jafnvel frá Boston, New York og víð-
ar. Hver er sjálfum sér næstur. Við
Vestur-Canada menn eigum að berjast
fyrir járnbraut norður að flóanum, því
okkur ber að koma afurðum landsins
með sem minstum kostnaði á heims-
markaðinn. Sá sém þekkir flutnings-
taxta C. P. R. félagsins, veit, að miklu
munar í burðargjaldi á 800 mílum, og
maður veit að hin miklu öfl eystra, auð-
ur og völd, vilja draga alt til sín, og
kæra sig kollótt þótt við borgum dollar
fyrir 50c. virði, né þeir vildu unna okk-
ur að geta sparað 50c. af dollarnum með
því að hafa fyrirkomulagið öðruvísi ef
það dragi frá þeim, þótt óbeiniínis væri.
Það ættiengum frekar en Manitoba
mönnum, að vera ant um að fá járn-
braut norður að flóanum, og stjórn
fylkisins ætti að gera alt sem í hennar
valdi stendur til þess að fylkið fái þessu
aðal nauðsynja málibændalýðsins kom-
ið í framkvæmd.
Það liggur lika í augum uppi, að
það yrði fylkinu bæði í tilliti til at-
vinnu, innflutninga, og sér í lagi við
peningasparnaðinn í flutningsgjaldi,
það mesta framfaraspor í almennu
hagnaðar-áttina fyrir hina fullorðnu
kynslóð, að minsta kosti, sem það gæti
stigið.
Winnipeg.
Tjaldbúðarsöfnuður heldur safnað-
arfund í kvöld (19. marz)íTjaldbúðinni.
Mr. Jónas Danielsson, 120 Lydia
Str., hefur aðal útsölu á Þjóðólfi hér í
bænum.
Hra. J. W. Finney brá sér til Pem-
bina á þriðjudaginn, með Northern Pa-
cific lestinni
Jóhannes kaupmaður Sigurðsson,
að Hnausum, ásamt Mrs. Sigurðsson,
dyelur hér í bænum um stund.
Séra J. B. Silcox, sem nú er prestur
í Chicago, flytur fyrirlestur hór í bæn-
um, í CentralCongregationalkyrkjunni,
á fimtudagskvöldið kemur, 26. Marz.
John Nankivell, sá er fyrir skömmu
gerði alvarlega tilraun að myrða félaga
sinn, Wm. Smith, og stuttu áður til-
raun til að drepa formannstrætisbrauta-
fólagsins, var hinn 16. þ. m. dæmdur í
æfílangt fangelsi.
Ný-íslendingar all-margir komu til
bæjarins fyrir síðustu helgina. Meðal
þeirra sem. vér höfum orðið varir við
eru : Kristján Liftnan, Gimli : Sigur-
mundur Sigurðsson og Hjörleifur Hjör-
leifsson, Arnesi.
NÆST ?
“Það er margt likt með skyldum,”
segir gamalt máltæki, en að það sé æfin-
lega rétt látum vér ósagt. Það er sagt
að kölski gamli só ekki sjálfum sér sam-
þykkur. Það sama má með sanni segja
um Lögberg, þegar það talar um stjórn-
arstyrk Hkr., eins og annars oftar.
Hvað sú upphæð er mikil, sem Heims-
kringla fær frá sambandsstjórninni, er
alt undirástæðumLögbergs komiðí það
og það skiftið. Það er ekki langt síðan
það sagði hann 82,000,00,'eða því sem
næst, en nú í síðasta blaði er hann hrap-
aður ofan í $1400, og jafnframt gefið í
skyn, að það muni vera rétta upphæðin.
Hverjar skyldu tölurnar verða næst ?
íofla-pstiateiili.
Óvinurinn og eyði-
leggjarinn.
Ungir og gamlir íinua til
hans.
Paines Celery Compound
losar alla íjötra- '
Mr. Garrett yerður eins og
nýr maður.
Velþektur rithöfundur segir. að
meltingarleysi só “voða-gestur á heim-
ilinu”. Það er áreiðanlega þungbært
stríð og eyðileggjandi fyrir mikin hluta
mannkynsins. Þennan eyðileggjara og
óvin 'sigrar Paines Celery Compound
með sínum mikla læknandi krafti og
leysir menn frá hinum voðalaga afleið-
ingum þessa sjúkdóms
Nú er ef til vill hinn versti tími árs-
ins fyrir þá sem eiga vanda fyrir þessa
sýki. Það þarf að styrkja taugarnar
og hreinsa blóðið, svo það geti runnið
hreint og nærandi í æðunum, og það
þarf að hressa magann svo hann vinni
sitt verk.
Þetta er auðvelt að gera með Cele-
ry Compound. Það styrkir líffærin og
lætur þau vinna sitt verk. Mr. Joseph
Garrett frá Garretton, Ont, skrifar
þannig :
“Eg lá í rúminu marga mánuði og
gat hvorki unnið, etið eða sofið. Loks-
ins ráðlagði kunningi minn mér að
reyna Paines Celery Compound. og
gerði óg það. Aður en fyrsta flaskan
var þrotin fann ég mikinn mun á mér.
Ég get nú etið og sofið og unnið eins og
hver annar. og ég get með sanni sagt
að Paines Celery Compound er mjög
merkilegt me.ðal, og verðskuldar hrós
hjá öilum. Ég ráðlegg öllum, er þjást
af meltingarleysi. að brúka það, og eins
þeim sein þurfa blóðiireinsar.di meðal.
Lesið auglýsingu E. Knight & Co.
í þessu blaði.
Hra, Jón Guðnason á Gimli var á
ferð hér í bænum um síðustu helgi.
Þau hjónin Víglundur Jónsson og
lngibjörg Jónsdóttir, að 253 Rietta Str.
hér íbænum, mistu yngsta barn sitt
Þorleifi Sigurbjörgu, tæplega 11 mán.
gamla, hinn 10 þ, m.
Mr. og Mrs. Skafti Brynjólfson,
sem hér hafa dvalið síðan skömmu eftir
nýjár, héldu heimleiðis á þriðjudaginn
var. Fóru með Northern Pacific braut-
inni til Pembina og þaðan vestur,
Hra. Jón Jónsson frá Garðar, sem
hér hefir dvalið um tvo mánuði og verið
undir umsjón augnalæknis, fór heim
aftur á þriðjudaginn var. Var þá bú-
inn að fá bót meina sinna svo, að lækn-
irinn hélt honum óhætt. ef hann væri
varkár.
Því fyr sem þú reynir að slökkva
eldinn því betur gengur þér. Því fyr
sem þú ferð að brúka'Ayers Sarsaparilla
til að hreinsa blóðið, því auðveldara
læknast. Dráttur er háskalegur í báð-
um tilfellum. Vertu viss um að taka
Ayers Sarsaparilla og enga aðra.
Hra. Jóhann Th. Oddson, sem búið
hefir i Alftavatnsnýlendunni í grend við
Lundar P. O., kom til bæjarins um
helgina' var og var þá á leiðinni til
Dakota og er alfiuttur þangað. Fram-
vegis ''erður addressa lians, Mountain
P.O., Pembina Co.. N. Dak.
Herbert Booth, formaður sálarhjálp-
arhersins í Canada, kom til bæjarins á
sunnudaginn var, og var þá á leið vest-
ur að Kyrrahafi til að kveðja, því hann
er á förum úr Canada samkvæmt skip-
un föðurs síns. Hann kvcður hér 29.
og 30. þ. m.
Hra. Thorsteinn Péturson, sem meir
en árlangt hefir verið verzlunarþjónn
hjá W. H. Eaton í West Selkirk, kom
tíl bæjarins alfluttur á sunnudaginn
var, þar Eaton hefir selt verzlun sína.
Tekur hann nú til við sinn gamla starfa
sem prentari hjá prentfélagi Heims-
kringlu.
Gengur furðu næst. Miss Annetto
N. Moen, Fountain Minn., segir : Ay-
ers Cherry Pectoral hefir reynst mjög
vel við að lækna börnin hans bróður
míns, sem voru mjög veik af kvefi.
Það var alveg furða hve fljótt þeim
batnaði eftir að þau fóru að brúka þetta
meðal.
Jón Jónsson Sigurðssonar frá Bót í
Hróarstungu í Norðurm.-sýslu, efnis-
maður 19 ára gamall, lózt hér í bænum
úr diphtheria á sunnudagskvöldið 15. þ.
m. TJtförin fór fram frá heimili foreldr-
anna, 356 Maryland Str.,á þriðjudaginn
var, að viðstöddum fjölda af ættingjum
og vinum.
Villhra. Þorgrímur Guðmundsson,
sem einu sinni átti lieima vestur á
Kyrrahafsströnd, gera svo vel og finna
ritstj. Hkr., ef hann er í bænum, eða
rita honum, ef hann er utan bæjar. Þeir
sem kýnnu að vita um heimili þessa
manns eru einnig beðnir svo vel gora og
tilkynna það á skrifstofu Hkr.
Stephan kaupmaður Sigurðsson, að
Hnausum kom til bæjarins á fimtudag-
inn var og fór á laugardaginn af stað til
Detroit og annara staða, í verzlunar
erindum og um leið í skemtiferð. Helztu
staðirnir, sem hann stansar á, oru:
Ottawa, Toronto, Detroit, Cincinnati.
Chicago, St. Paul og Minneapolis.
Hann gerir ráð fyrir að koma hingað
aftur um mánaðarlokin.
Einn efnabóndinn í Argyle, hra.
Jón Friðfinnsson, heilsaði upp á oss á
mánudaginn var. Kom til bæjarins á
laugardag og fór vestur aftur í gær.
Hann segir líðan manna í byggð sinni
alment góða. Óskar hann eins og aðrir
að vorið komi snemma í ár, þvi mikið
af landi er óplægt, en alla langar til að
sá eins miklu af hveiti eins ogífyrra,
en- sem verður mögulegt því að eins að
snemma vori. Hann gat þess að Hra.
G. W. Simonson væri nýkominn heim
úr ferð vestur á Kyrrahafsströnd.
BUCKLENS ARNICA SALVE.
Bezta smyrsl sem til er við skýrðum,
mari, sárum. kýlum, útbrotum, oólgu-
sárum, frostbóígu, líkþornum, og öil-
um sjúkdómum á hörundinu. Læknar
gylliniæð, að öðruin kosti ekkikrafist
borgunar. ‘ Vér ábyrgjumst að þetta
meðal dugar í öllum þeim tnfellum sem
talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen
ingana tii baka.—-Askjan kostar 25 cts.
Fæst í öllum lyfjabúðum.
Fftce*,»clic, Sciatlc
IMíns* lícurnlslc ií*ains*
pain in the Hi«lc, ctc.
Promptly Iiellevod and Cured by
l The “D. & L.”
Menthol Plaster
0 ITavlng u«ed your D. A L. Mer.tliol Planter
a for sovcre juiin in the back ainl lumbu<ro, I
* unh08itatiii"ly reeommend same an aRiifo,
jfy lure and rajdd remedy : In faut. they act llko
^ magic.—A. Lapoints, Elizabethwwu, Ont.
0 I*rlco
d DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd.
a Proprietors, Montreal.
“Kappræðufélag Winnipeg-íslend-
inga” heldur kappræðufund fyrir opn-
um dyrum, í Unity Hall, miðviliudag-
inn 25. þ. m. kl, 8 e. h.
Hinn 15. p.m. voru gefin saman í
hjónaband af séra Hafsteini Péturssyni
Mr. Halldór Jónsson, skipstjóra Hall-
dórssonar á Oddeyri við Eyjarfjörð, og
Mrs. Elin Helgadóttir. Daginn eftir
(mánudaginn hinn 16.) lögðu brúðhjónin
af stað með Northern Pacific brautinni
til Duluth, sem er heimili brúðgumans,
er þar stýrimaður á farþegja gufuskipi,
er gengur um Superior-vatn. Hkr.
óskar brúðhjónunum allrar hamingju.
Hra. J. P. Sólmundsson kom heim
í vikunni sem leið úr ferð um Nýja-
Island. Segir hann það helzt markvert,
að á Gimli er byrjað að smíða gufubát
fyrir þá Hannesson hræður, og að á
síðasta sveitarráðsfundi var samþykt
að verja $150 til að festa kaup í áhöld-
um sem tilheyra smjörgerðarhúsi.
Ahöld þau kosta minst um $300. Hug
myndin hvað vera að koma upp smjör-
gerðarhúsi á Gimli næsta sumar.
í Free Press á þriðjudaginn er sagt
frá að Jónas Oddsoii í Selkirk hafi slas-
ast svo að tvísýnt sé að hann lifi, í skógi
8 mílur austur frá bænum. Tréð sem
hann var að fella féll ofan á hann og
skaðaði hann á höfðinu. — Á þriðjúdag
inn var kom hra. Skúli Stefánsson í
Selkirk til bæjarinsog segir, að nafn Is-
lendingsins, se m getið er um að ofan,
sé Ingjaldur Árnason. Hann kjálka-
brotnaði, ef til vill er ann-
að kinnbeinið brotið og hann hruflaður
mikið á höfðinu. Heldur liafði hann þó
verið í afturbata að virtist á þriðju-
dagsmorguniun.
Spámaður mikill, nokkurs konar
Daniel hinn annar, hefir verið hér í bæn-
um um undanfarinn tima og rekið trú-
boð og kraftaverka lækningar í því
sambandi. Meðal annaraspádóma hans,
eða öllu i.eldur staðhæfinga, sem hann
byggir á spádómum ritningarinnar, er
það, að innan skamms skelli áhinhræði-
legasta styrjöld, er heimurinn þekki, í
Európu, og að í þeim hrikaleik yfirbugi
Erakkar Þjóðverja; að 1904 taki nokk-
urskonar Napoleon við stjórn heimsins,
er ráði einvaldur og verði þá vont að
lifa, því hann taki af lífi tugi þúsunda
kristinna manna. Sá leikur helzt við
til 1908, að Kristur sjálfur kemur og
þúsund ára ríkið hefst. Það eru til í
bænum þó nokkrir menn, sem standa á
því fastar en fótunum, að þeir hafalækn-
ast af langværandi meinsemdum á yfir-
náttúrlegan hátt með hjálp þessa spá-
manns. Nafnhanser: séraChristmas—
Kristsmessa, eða Jól,—séra Jól! Hann
kveðst hafa unnið að guðlegum krafta-
verkalækningum í 16 ár.
“ Andbýlingarnir ” hafa nú verið
leikniríþrjú kvöld, og eftir almenna
dómnum fellur mönnum ritið vel í geð.
Ogyfírhöfuð þykir leikendunum hafa
tekist vel að sýna persónurnar í ritinu.
Það mun óhætt að segja að allflestir
séu samdóma í því, að O. S. Þorgeirson
hafi leikið langbezt, enda sannast að
hann lék hinn gortsamalautenant snild-
arlega, enda þótt máske mætti segja að
nærri liggi að hann “yfir-drífi“ leikinn,
þar sem fyrst hann héyrir hina ósýni-
legu rödd. En þegar þess er gætt
hvernig búningur lautenantsinsoglynd-
iseinkunnir hans gáfu gott tækifæri að
leika, þá efumst vér um aó Mr. Thor-
geirson hafi leikið belur en Pétur Tær-
gesen lék Klint. í þeirri “rollu” liefir
hann tiltölulega lítið tækif*r' til að
koma fram stór-breyttur og þar sem
hann á að vera meðleikondum sínum
ósýnilegur hefir hann óvenjulítið að
gera, en verður að treysta á tilburði og
látbragð nærri eingöngu. Það tókst
honum líka ágætles8" Þeir leika æfin-
lega vel, Guðmundur bakari Thordarson
og Jón A. Blöndal, en í þetta skifti
höfðu þeirtæp8St þær "rollur”semþeim
eru eiginlegar, til þess að gera sitt hið
bezta. Það er hvorttveggja að Miss K.
Stephanson lék madömu Smidt snildar-
lega, enda dáðust fiestir að því, live
náttúrlega hún lék það “stykki.” Miss
G. Freeman gerði líka prýðilega það
litla sem hún hafði að gera. Það er í
annað skifti sem hún kemur fram á
leiksviðið og í hvorttveggja skifti hefir
bún haft litið að gera, en það litla hefir
hún gert svo ágætlega vel, að það væri
rétt að gefa henni tækifæri í Þyngri
“rollu.”—Aðsóknin hefir verið góð.
Húsið varaðvísu|ekki fult fyrstakvöld-
ið, en þá fékk leikurinn og leikendurnir
svo góðan vitnisburð, að á laugardags-
kvöldið var húsið troðfult og aftur á
þriðjudagskvöldið.
Meðalið bjargað lífi hans.
Mr. G. Caillonelle, lyfsali í Beaversville,
111., segir : “Ég á líf initt aö þakka Dr.
Kings New Discovery. Eg fékk influ-
enza og reyndi alla lækna í nágrenninu,
en það var árangurslaust, og mér var
sagt að mér gæti ekki batnað. Eg hafði
Dr. Kings New Discovery í búð minni
og sendi ég eftir einu glasi, og fór að
brúka það, og frá því ég byrjaði á því.
fór mér að batna. og þegar ég var búinn
úr þremur glösum, var ég orðinn frísk-
ur. Eg hefi það ætíð í búðinni og heima
hjá mér.Fáið að reyna það fyrir ekkert.
Til í öllum Iyfjabúðum.
Skor og Stigvjel!
Ny og endingargod.
Með lægsta verði.
Ástæðan fyrir því að við getum selt með svo ofur lágu verði er sú,
að vér höfum lítil útgjöld, lítinn kostnað. Við erum á röngum stað á
Main street til þess ad gera mikla verz'.un, en á réttum stað til þess að
geta selt með iágu verði. Búðin er austanverðu í Main street á móti
Portage Avenue.
E. KNIGHT&CO.
431 MAIN STREET.
Lyf við höfuðverk.
Sem meðal við allskonar höfuðverk hefir
Electric Bitters reynst óviðjafnanlegt
meðal. Þeir lækna fyrir fult og alt, og
hinu versti höfuðverkur lætur undan
þeim. Vér ráðleggjum öllum sem veikir
eru að fá sér glas af honum tif reynslu.
Electric Bitte.rs lækna viðvarandi ó-
hægðir með því að styrkja og örfa inn-
yflin, og fáir sjúkdómar geta til lengdar
staðið á móti áhrifum þessa meðals.
Reyndu það einu sinni. 50c. og $1.00.
I öllum lyfjabúðum.
Sérstakir litir fyrir baðmull-
ar-dúka.
Fallegir og sterkir Diamond-litir,
sem ekki láta sig—sérstaklega gerðir
fyrir baðmullardúka og dúka úr blönd-
uðu efni. Þægilegir meðferðar, ásjáleg-
ir og hinir beztu sem fást.
Baðmull er úr jurtaríkinu. og ull
úr dýraríkinu, af því leiðir að hvort um
sig útheimtir mismunandi litartegundir
Hinir sérstöku baðmullarlitir, sem
tilheyra Diamond Dye, svo sem Turky
rautt, brúnt, dumbrautt og purpura-
rautt, gult, orange og nokkrir aðrir lit-
ir, eru sórstaklega tilbúnir fyrir baöm-
ullardúka. Þessir litir eru svo sterkir,
að þeir þola bæði þvott ,'og sólskin.
Eigðu það ekki á hættu að eyði-
leggja dúkana þína með ónýtum litum,
sem ýmsir búðarmenn bjóða i stað Dia-
mond Dye. Biddu um Diamond Dye
og brúkaðu þá samkvæmt forskriftinni,
þá máttu vera viss um að alt gengur
vel.
gtórbreyting á
munntóbaki.
TUCKETT'S
T & B
Mahogany.
er hið nýjasta og bezta.
Gáið að því að T. & B- tinmerk
Bé á plötunni.
Tilbijið af
The Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd.
HAMILTON, ONT.
Positively Cures
COUGHS and COLDÖ
in a surprisingly short time. It’s a sci-
eutific certainty, tried and true, soothing
and healing iu its effects.
W. Q. McComber & Son,
Bouchette, Que.,
roport ln n Mtor tlint Pyny-Pectoral cured Mrs.
C. Garceuu ol' clironlc rol«l in chestand bronchial
tub' H. aad a!»o ruied W. G. McCombor of a
luii;f-staiidiu, cold.
•us. j. ii. in rij,
528 Vonge St., Toronto, writes:
" Aa r. ycueiol cuuch and lunc ayrup Pj'ny-
Peetoial i.i a most invuliiiihlo propuration. It
liaa riven tho utinost naiisfaction to all who
havo ti ied lt, niauy liaviujj npoLen to me of the
.bcmiíiia deiived rrom ita uso in thelr íamilies.
it ia Hiiitnblo for old or younjr. b< injí pleasant. to
llie ta?te. its 81*lo with me haa* beon vvondorful,
an'l I can flhvays rccommend it as a safo aad
iciiuble couyli medicine.*'
Lnrixc ItoátlO. 2.> Cts.
DAVI5 & LAWRENCE CO., Ltd.
Sole Proprietors
Montreal
Allir á siglingu til beztu
Skraddarabúðarinnar
PEACE & OO.
566 lllain Str.
horninu á Pacific Avc.
Fötin sniðin, saumuð, 0g útbúin
eins og þér segið fyrir.
Peace & Co.
566 Main Str.
S. Anderson,
651 Bannatyne Ave.
(Corner of Nena Str.)
hefir fengið inn miklar byrgðir af
Veggja-pappír
sem hann selur með langtum lægra vcrð
en nokkur annar pappírssali í þessum
bæ. Hann hefar 125 mismunandi teg-
undir, sem liann selur frá 5c. upp í 30c.
rúlluna.
Til sölu.
Tvær lóðir nálægt C. P. R. braut-
arstöðinni i West Selkirk með húsi, á
stærð 12X16, alt fyrir $250, en er $350
virði, Ilúsið Jer vel bygt og hentugt
fyrir litia familíu.
Lysthafendur snúi sér til
Chas. Popham
P O. Box 113 - - - West Selkirk.