Heimskringla - 23.03.1896, Side 2
HEIMSKRINGLA 26. MARZ 1896.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The Heimskringla Prtg. & PubL Co.
•• ••
Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] § 1.
• •••
Uppsögn ógild að lögum nema
kaupandi só skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist í P. 0. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
editor.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• • ••
Office :
Corner Ross Ave & Nena Str.
P. O. Itox 305.
I>ingi frestað,
Þangað tilá þriðjudaginn 17. þ. m.
hugðu allir að þingi yrði slitið á fimtu-
daginn, eins og gert hafði verið ráð fyr-
ir. En þá, á þriðjudag, kunngerði
Greenway, að hann á fimtudaginn ætl-
aði að fresta samkomu þingsins til 16.
Apríl. sem hann og gerði. Þar við sit-
ur þá, að þingi er frestað til fimtudags,
16. April.
Ástæðuna fyrir þessu sagði Green
vray þá, að stjórn sín hefði fengið boð
um að taka þátt í fundi, sem hafður
yrði hér í bænum, til að ræða um skóla
málið. Aðrar frekari útskýringar vildi
hann auðvitað ekki gefa. Og af því
hér eru enn engin tiltæki til að beita
X-geislum Röntgens áhöfuðkúpu hans,
og sjá, ef unt er, hverjar fyrirætlanir
hans eru, þá getur Iheldur enginn gizk-
að á hvernig hann muni taka í miðlun-
armálin, sem rædd verða á fundinum.
Það eru sumir með því, að hann muni
bjóða eitthvað, en hverjar ástæður liann
ætti að hafa nú fremur en áður er ó-
séð. í vetur þegar kosningasóknin
stóð yfir sagði hann bæði sjálfur og
lautenantar hans, að stjórnin væri fús
til að gera einhverjar umbætur. Á
fundi í North-Brandon-kjördæminu á
gamlársdag, sagði Sifton dómsmála-
stjóri á þessa leið: “Vér erum tilbún-
ir að athuga hvaða helzt breytingar á
meðferð sem hefðu þau áhrif að kaþól-
ikar sættu sig við lögin. Vér skulum
gera alt sem er sanngjarnt, alt sem
ekki haggar grundvallaratriðum lag-
anna”. *
Þannig talaði formaður mentamála-
stjórnarinnar á fundi í Douglass á
gamlársdag, og í þessu hafði hann og
stjórnin óefað haft eindregið fylgi and-
stæðinganna á þingi, að undanteknum
liklega kaþólsku þingmönnunum. Ræð-
ur þeirra Roblins og Fishers voru ein-
mitt og ekkert annað en áskorun að
gera eitthvað í sömu átt og Sifton ótil-
kvaddur sagði að stjórnin væri fús til
að gera. Og það er öllum kunnugt
hvernig stjórnin enti þau orð sín eftir
á þing var komið. Þeir sem hafa þá
von að Greenway verði þjálli nú og fús
til að bjóða eitthvað sem er sanngjarnt,
og, það sem mestu varðar. þá einnigfús
til að enda þau loforð, þeir hafa hærri
hugmynd um orðheldni hans, heldur en
ástæða virðist vera til í þessu máli,
þegar litið er á sjálfboðin loforð fjTÚr
kosningar, og breytnin á eftir, þegar
málið var rætt á þingi.
Með þessu boði‘til Greenways um
aðmæta þar til kjörnum ráðherrum
sínum á fundi, hefir sambandsstjómin
gert hreint fyrir sínum dyrum í þessu
máli. Það er í fjórða skiftið að fylkis-
stjórninni er gefin kostur á að gera ein-
hverjar umbætur, svo ekki þurfi að
grípa til þess óyndisúrræðis, að taka
fram fyrir hendurnar á fylkisstjórninni
með sérstökum lögum frá sambands-
þingi. Neiti hann öllu slíku, neiti hann
að bjóða “anything in reason”, eins og
hann lét Sifton komast að orði, þá
verður ábyrgðin á lians herðum þyngri
miklu en á herðum sambandsstjórnar-
*) “We are prepared to consider any
changes in method that will make it
acceptible to Roman Catholics. We wiil
do anything in reason, anything that
will not compromise principle---”. —
— Eftir útdrætti ræðunnar í “Free
Press”.
innar, í tilliti til hinna happalausu um-
bótalaga, verði þau viðtekin. Þetta
hlýtur hann að sjá, eins og allir aðrir.
Hann hefir, eða hans hægrihandarmað-
ur, sem gildir það sama, og hann hefir
enda sagt eitthvað i sömu átt sjálfur á
fundi í Deloraine, fyrstu dagana í Jan.
síðastl., — hann hefir sagt stjórnina til-
búna að gera sanngjarnar breytingar;
hann hefir nú fengið áskoranir og hón-
arbréf um að gera þetta, sem hann hefir
sagzt tilbúinn að gera fjórumsinnum ;
hann hefir rætt viðSirDonaldA. Smith,
sem lagði að honum eins vel og
hann kunni, að gera nú ríkisheildinni
það gagn, að breyta lögunum að ein-
hverju leyti, svo umbótalagafrumvarp-
ið mætti hverfa úr sögunni. Þegar á
þetta er litið, þá getur engum dulist, ati
þverneiti hann enn að gera nokkuð, þá
ber hann ábyrgðina fremur en þeir, er
samþykkja umbótalögin, það því frem-
ur, sem hann hefir sagzt tilbúinn að
gera “anything in reason” í þá áttina.
Að hinu leytinu, sem sagt, er ekki
sýnileg nokkur ástæta til að vona að
hann verði betri viðfangs nú en að und-
anförnu. Líkurnar eru allar þvert á
móti þær, að ha.nn sé með þráa sínum
að reyna að hjálpa Laurier í veldisstól-
inn. Stefna Lauriers er auðsén í því
efni. Hann hefir ekki með einu orði
gefið til kynna, að hann sé andvígur
því að bætt sé hlutskifti kaþólíka í Ma-
nitoba. Hann hefirað eins stungið upp
á að umbótalagafrumvarpið sé lagt til
siðu um 6 mánuði, í því skyni auðvitað,
að fella stjórnina, svo að hún víki úr
völdum. Að hann og hans ‘liberölu’
kaþólikar séu eftir sem áður hlyntir
því, að bætt séu kjör kaþólíka hér, er
auðsætt af vörninni, sem ‘liberal’ blöð-
in frönsku undantekningarlaust færa
fram fyrir þá sem mæla með 6 mánaða
geymslu frumvarpsins. Vörnin, sem
þau hafa að færa, er sú og ekkert ann-
an, aö frumvarpið gangi ekki nógu langt,
með öðrum orðum, að það sé bara mynd
af umbótalögum og ekkert annað. Af
þessari almennu skoðun kaþólskra ‘li-
berala’, má geta nærri hvort umbætur
fyrir kaþólika í Manitoba verða ekki
sjálfsagðar og í fullri meiningu á dag-
skrá þeirra, ef Laurier skyldi ná völd-
um í næstu sókn, nokkuð sem sárlitlar
líkur eru fyrir. Hvernig sem alt fer,
er þess vegna efalitið, að umbæturnar
koma, og úr því svo er, er lifsspursmál-
ið, friðar og samlyndis vegna, að þær
komi úr réttri átt, frá fylkisstjórninni.
Og þar sem sambandsstjórnin er nú svo
oft búin að biðja um tilslökun, þá sýn-
ist það vera á valdi Greenways að
bjóða það eitt, sem honum þykir sann-
gjarnt, fullviss þess, að boðið mundi
þegið, umbótalögin lögð á hilluna, tví-
skiftir skólar fyrirbygðir, en kaþólikum
gert mögulegt að hagnýta skólana, án
þess að brjóta lögin eins og þeir nú
gera og með vitorði stjórnarinnar.
Greenway eflaust hugsar að Jþað verði
aðgöngubetra að gera nauðsynlegar
breytingar fyrir Laurier, ef hann nær
haldi á stjórnartaumunum og er að
líkindum að bíða eftir því. En þrátt
fyrir alla úmönnun 'liberala’ að koma
núverandi stjórn í ónáð í sambandi við
umbótalögin, eru helzt engar líkur til
að ‘liberals’ verði yfirsterkari í komandi
sókn. Bíði Greenway þess vegna með
að gera réttarbætur þangað til Laurier
kemst að völdum, má hann eins víst
bíða 5 árin enn. Og er þá honum ein-
um um að kenna, ef hann þrátt fyrir
orð Siftons um að gera “anything in
reason” leyfir umbótalögunum skaðlegu
að öðlast lagagildi.
Það er á valdi Greenways einusinni
enn, að segja “hingað og ekki lengra”
með umbótalögin. Ráðgátan er: vill
hann hagnýta það vald eins og manni
sæmir.
Það er dýrt drottins orðið. Það er
dýrt lagasafnið, sem búið var til á
þessu þingi. Þingið sat 43 daga alls,
en þar af voru 6 sunnudagar. Virkir
dagar voru þess vegna 37 og fyrir þá
37 daga vinnu fékk hver þingmaður
8600, eða að heita má 816,21 á dag að
meðaltali, að undanteknum þingforset-
anum. Hans laun voru að meðaltali
843,25 um daginn, — $1600 íyrir 37
daga vinnu. Þó þessi laun hefðu ver-
ið færð niður um þriðjung, eins og
Roblin hélt fram að ætti aðgera,verður
ekki betur séð en þingmennirnir samt
hefðu verið fullsæmdir af daglaununum
Og þegar stjórnin sjálf kyartar yfir
vandræðunum að láta tekjurnar
hrökkva fyrir útgjöldunum, þá sýnist
ekki betur en hún gæti tahð sig sæmi-
lega ‘liberal’, ef hún borgaði þingmönn-
unum nálega 810 um daginn, — helm-
ingi hærri laun en þingm. fá í Norð-
ur Dakota. Þriðjungs niðurfærsla
launanna hefði numið 88,400 og fyrir
þá upphæðhefði máttbrúa marga keldu
og gera slarkfæran margan brautar-
kafla í útsveitum, þar sem umferð er
htt möguleg vegna vegleysis. En
stjórnin vildi ekki þýðast neina slika
uppástungu, þó henni gæfist kostur á
því tvisvar sinnum.
Lögin, sem þingið samþykti, voru
samtals 35 og eru þau að sama skapi
kostbær fylkinu. Að frádreguum laun
um þingritara, dyravarða og annara
þjóna, sem skrifstofustörfum gegna og
öðru, kostar hvert lagasafn fyrir sig yf-
ir $714 að meðaltali. Og þegar athug-
að er að mörg þessi lög eru ekki annað
en smávægilegar breytingar, eitt eða
svo orð numið burt hér og annað sett
inn, þá verður meðalverðið æði-hátt og
sem auðvitað stafar af liinum hófieysis-
lega háu þingmannalaunum. Til dæmis
um það hve stórvægileg sum þessi laga
söfn eru, má geta þess að eitt þeirra
samanstendur af 29—segi og skrifa
tuttugu og níu—orðum, að undantekn-
um formálanum og eftirmálanum sjálf-
sagða, er segir hvenær þessi lög skuh
öðlast gildi. Þessi lagabálkur (!) er sá
orðfæsti í safninu, en mörg önnur lög
eru orðfá, eins og gefur að skilja þegar
ekki er um nema lítilfjörlegar orðbreyt-
ingar að gera.
Meðal hinna þýðingarmestu laga
frá þinginu eru þessi:
Um sameining laganna áhræarndi
sölusamninga að þvi er allskonar
verzlun snertir.
Um styrkinn til Lake Manitoba
Ry, & Canal félagsins, — Dauphin-
brautarinnar.
Um sveita-.hagl-ábyrgð, — leyft að
hækka gjaldið fyrir hverja ekru úr \ í
1 cent.
Um breytingar á lögunum áhrær-
andi smjörgerðarfélög, — ákveðið að
félagið sé juridisk persóna með ákveðn-
um réttindum og valdi, undireins og
félagsmenn hafa fengið stjórninni í
hendur skilríki fyrir því, að þeir séu í
félagi til að stofna smjör- eð.\ ostagerð-
arhús.
Um breytingu á lögunum áhrær-
andi virðingu lands og eigna,, áhrær-
andi meðferð lands, er selt hefir verið
fyrir ógoldnum skatti. Um þetta mál
og fieira það ábrærandi eru tveir laga-
bálkar og snertir annar þeirra einkum
Winfaipeg-bæ. Er í þeim bálki meðal
annars ákvæði um “verzlunarskattinn’,
er ekki má vera meiri en 61%.
Um breytingu á lögunum áhrær-
andi dýralækna, ákvæði um það.hvaða
skilyrðum það er bundið, að fá að
stunda dýralækningar í fylkinu.
Um breytingu á County Court-lög-
unum, ákvæði um það, undir hvaða
kringumstæðum menn geti vísað máli
frá County Court fyrir yfirréttinn.
Um breytingar á lögunum áhrær-
andi skatt á erfðafé, húið svo um, að
fylkið tapi ekki þeim tekjum, þó bú-
andinn, sem féð lætur eftir sig, hafi
v«rið heimilisfastur á dánardegi utan-
fylkis.m. m.
Um breytingar á hailsuumsjónar-
lögunum, — leyft að eyf leggja hús, er
sóttnæm veiki hefir komið upp í undir
vissum kringumstæðum, og ákvæði
um borgun fyrir þau ásamt innan-
stokksmuna eða varninus.
Um breytingu á lögunum, sem
eiga að veita húsasmiðum og vinnu-
mönnum við húsabyggingar tryggingu
fyrir, að kaupið verði goldið. Er á-
kveðið að "lien” skuh undir öllum
kringumstæðum setjafasta alla ógoldna
upphæð fyrir húsasmíðið, en laun verk-
manna allra að sitja fyrir öllum öðrum
skuldum og undir öllum kringum-
stæðum.
Um breytingu á lögunum um liús-
bónda og vinnuhjú. Er ákveðið að
lögin um undanþágu frá lögtaki séu
ekki í gildi þegar um ógoldin laun
vinnuhjúa er að ræða.
Um breytingu á friðunarlögunum.
Ákveðið að framvegis skuli aðkomandi
menn borga $50 í fylkissjóð fyrir leyfi
til að skjóta dýr eða fugla í fylkinu.
Leyfið var áður $25. Enn fremur er
numið úr gildi ákvæðið um að gestur
hjá einhverjum búanda í fylkinu megi
skjóta án sérstaks leyfis.
• •© ® » 9 ®
o 1 ” MENTHÖL
aLs PLASTER
I have preseribed Mentbol Planter in a number
ofcaíiesof neuralKtc aud rlieumatic paiii»t*and
am very much pleased with the effects and
pleasantness of its applicatíon.—W, 11. Cakpen-
Tkíi, M.D., Hotel Oxford, Boaton.
1 have uscd Menthol Plastera in several cases
of muscular rheumatism, and find in evory cas«
that it ffave alinostlnstant and permanent relief.
—J. II. MooRE M.D., Washinjrton, D.C.
It Cures Sciatlea, Luinbaifo, Neu-
ralgla, Fainsi in Back or Slde, or
any Muscular Pains.
Price I Davls & Lawrence Co., Ltd,
2ðc. I Sole Proprietors, Montreal.
• • • •
• • • •
Pólitiskt öfugstreymi.
Ef maður fylgir þingtíðindunum
með gaumgæfni.þingtíðundunum hver-
vetna, dylst manni ekki að margt er
gert, sem sýnir og sannar, að það er
“flokkurinn”. sem stjórnmálamennirnir
bugsa um engu síður en þjóðarheildin
og ekki ósjaldan að fyrsta umhugsunar-
efnið sé velferð flokksins. Sérstaklega
á þetta sér stað þegar kosningar eru í
nánd og til einhvers er að vinna. Þessi
aðferð er hlífðarlaust opinberuð í bréfi
sem hinn nafnkunni blaðamaður og
fregnriti blaðsins “Times” í London, hr.
G. W. Smalley, í New York reit Times
fyrir skömmu áhrærandi iofsóknina sem
Mr. Bayard, ráðherra Bandaríkjanna á
Englandi hefir orðið fyrir af hálfu re-
públíka, út af ræðu er hann í haust er
leið flutti í gildi í Edinborg. Kafli úr
þessu fregnbréfi er á þesss leið :
“Það eru aðrar orsakir til þessa
uppþots og önnur áhrif, sem völd eru
að heiftaræðinu á móti Mr. Bayard, í
sumum stöðum að minsta kosti. Hann
hefir fengið á sig óvild Ira og á þann
hátt, að hann hefir flutt vináttuboðskap
á Englandi. Mr. Barrett, sem flutti
kærumálið gegn Bayard á þingi, hefir
gerzt málgagn þessara illviljuðu írsku
manna. Hann er einn af fulltrúunum
frá Massachusetts, sem fyrrum var í
fremstu röð ríkjanna í lýðveldinu, sem
ekta ameríkanskt ríki, en sem nú telur
40 menn írska af hverjum 100 í ríkinu.
Irskir menn, eða írsk-ameríkanskir,
hafa eina hugmynd og einungis eina um
það, hverjar séu skyldur ráðherra
Bandaríkja á Englandi. Og hugmynd-
in er sú, að I.ann sé þar í þeim tilgangi
einum að kveikja óróa, að etja saman
Bretum og Bandaríkjamönnum, Irum
til gagns og skemtunar. Það er þeirra
skoðun, að hann sé á Englandi i því
skyni, að koma þjóðunum í hár saman.
Hann á, með öðrum orðum, að hugsa
um írland og hag þess fyrst og fremst,
en hvorki um hag Bandaríkjaþjóðar né
þeirrar stjórnar, sem hann vinnur fyrir
Ef ;rétt væri virðist þeim, að honum
bæri að hlýða boðumsendum frá stjórn-
arnefnd írska þjóðfélagsins i Chicago,
en alls ekki boðum Bandaríkjastjórnar
í Washington. Vilji hann ekki fylla
flokk morðvarga og dynamite-bera og
viðhafa hótanir til að ná þeim piltum úr
brezkum dýflissum á augnablikinu, er
honum úthúðað fyrir vöntun á amerík-
önskum anda, og ef hann neitar að ger-
ast verkfæri Clan-na-Gael-félagsins, er
hann forsmáður sem verkfæri aðalsins
á Englandi. Þetta eru örlög Mr. Bay-
ards. Þetta voru einnig örlög fyrir-
rennara hans, Mr. Lowells og Mr.
Phelps. Að korna sér vel og ná alþýðu
hylli á Englandi, að vinna að friði og
vináttu þjóðanna, að vera löghlýðinn
og trúr starfsmaður Bandaríkjaþjóðar
og stjórnar og framfylgja stefnu henn-
ar með dugnaði, að gera þetta, það er
lagið til að ávinna sér hatur írlendinga
í Ameríku. Þetta hatur hefir Mr. Bay-
ard nú áunnið sér og af því drekkur
hann”.
Þetta sýnir fyrst og fremst hvaða
áhrif Irar hafa á löggjöfina, eða þá sem
löggjöfinni ráða. Og þegar menn svo
lita ofan í kjölinn, sjá menn eigi síður
glögglega hvaða áhrif þetta mál á að
liai i á forsetakosningarnar. Hefðu
þær ekki verið svona nærri landi, er
eins víst að repúblíkar hefðu enga til-
raun gert til að eyðileggja Bayard. En
af því þær eru fyrir dyrum má ekkert
spara, en gera veður úr öllu sem sveigt
getur atkvæði hinna írsk-ameríkönsku
kjósenda. Eáist fjöldi þeirra yfir til re-
públíka, þá gerir ekkert til þó eyðilagð-
ur sé sá stjórnmálamaður Bandaríkja,
er í stöðu sinni sem ráðherra'á Eng-
iandi hefir fengið orð fyrir að vera einn
hinn færasti, ef ekki alveg sá færastí,
sem þangað hefir verið sendur í sömu
erindum. Viðurkenningu áþekka þess-
ari fekk hann enda hjá repúblíkum sjálf
um alt til þess þeir þóttust sjá tækifæri
til að hagnýta hann sem hræðu í flokki
írskra kjósenda.
Þessu lík er aðferðin hvar sem mað-
ur lítur. I Canada er ekkert gert nema
etja saman Orangemönnum og kaþólík-
um og meta með nákvæmni hvernig
atkvæði falli, ef þetta eða hitt verði
gert, eða ekki gert. Um gagnlega lög-
gjöf eða tal um löggjöfer ekki að tala.
Það er skólamálið, hvar sem maður lít-
ur, og ekkert annað, þrátt fyrir að allir
eru fyrir löngu síðan orðnir uppgefnir
að hugsa og heyra um það. Ef þetta
bragðið dregur 10 atkv. frá þessari hlið-
inni, þá er sjálfsagt að koma með ann-
að er dragi 20 frá hinni. Þetta er leik-
ur stjórnmálamannanna með skólamál-
ið, þangað til báðir flokkar eru orðnir
svo flæktir í því, að þó þeir vildu geta
þeir naumast losað sig.
Hvað þetta mál snerti, vs.r það rétt
dregin mynd, sem nýlega birtist í blað-
inu “World” í Toronto. Alþýðan í Ca-
nada byrtist þar í mannslíki, og mað-
urinn er sofnaður, úttaugaður af
þreytu út frá skólamálinu. Á höfði
hans stendur Sir McKenzie Bowell og
þeytir lúður og lagið sem hann spilar
heitir skólamálið; á öxlinni sem upp
veit stendur D’aulton McCarthy og
lemur trumbu eftir tónstigunum í lag-
inu: skólamálið. Við eyrað á hinum
sofandi manni stendur Laurier og spil-
ar skólamálslagið á silfur-kornet og
og beitir hljóðfærinu þannig, að hinn
hvelli hljómur má til að ganga inn í
eyra hans. Samt vaknar ekki hinn sof-
andi maður. Það þarf nýtt lag við
nýtt málefni, málefni sem alþýðu er við
komandi, til að vekja hana til umhugs-
unar um það, sem löggjafarnir eru að
gera. En á meðan ekkert er gert nema
trumba það lag, sem ekki er til annars,
en að etja saman Orangemönnum og
kaþólíkum.á meðan hallar alþýða sér á
eyrað og sefur.
Á þetta öfugstreymi minnist blaðið
“The Week” í Toronto 13. þ. m. og er
svo óþolinmóð orðin yfir þvi, að hún
óskar að annar Cromwell vildi risa á
fætur og gera ræka úr þingsalnum
þessa ónytjunga, sem þannig fara með
opinber mál. “Mest áríðandi málun-
um” segir blaðið “er skotrað til síðu,
svo að Grand Masters í Orangefélögun-
um og fanatiskum kaþólskum prestum
gefist tækifæri til að verða nafnkunnir.
Kappræðurnar um fínanzmálið, mest
varðandi málefni þingsins, voru daufar
og óskemtilegar. Andstæðingarnir, er
hafa góða og gilda ástæðu til að kvarta
yfir algerðri vöntun á þeirri stefnu
stjórnarinnar, er leiði til velmegunar,
létu fínanzmálið fara framhjá án þess
að gera nokkra athugasemd eða uppá-
stungutil að greiða atkvæði um. I
þess stað fara þeir í háa rifrildi um sér-
staka skóla í Manitoba, í þeirri einlægu
von, áð þeir með því geti felt stjórnina
á því máli, sem útheimtir varkárni og
tilslökun frá öllum hliðum og sem, ef
haldið er áfram í sama horfi og nú,
hlýtur að leiða til úlfúðar og sundr-
ungar. I stuttu máli, öll hin stjórn-
fræðislega skynsemi ríkisins er hlaupin
á glapstigu”.
í stað þess að eyða tímanum þann-
ig til ónýtis, vill blaðið að þingmenn
fari að hugsa og ræða um mál, sem aL-
menning varða og taka upp meðal ann-
ars þessi:
“1. Útvegið innflytjendur, áhúðar-
menn á vort .ónumda land. Auglýsið
það sem vér höfum að bjóða.
2. Byrjið á nýjum opinberum störf-
um. Meðal þeirra má nefna skipaleið-
ina frá Montreal til stórvatnanna um
Ottawa. Greiðið götu norðvesturhér-
aðanna að hafnstað þar vestra og stytt-
ið þannig leið þeirra til Evrópn. Ef
hvorugt þetta á viðyður, því þá ekki
að dýpka skiþaskurðina sem nú eru,
enn meir. Það er óefað nauðsynjaverk.
3. Hvað lengi ætlið þér að láta nám-
ur vorar, gull, nickel, járn og kol,
liggja arðlausar? Er enginn vegur
sýnilegur til að hagnýta þessar eignir
vorar ?
4. Hvað eruð þér að gera til þess að
opna nýja verzlunarvegi ? Hvað um
miljónirnar i Kína, sembíða eftir cana-
diskum vinnuvélum og jarðyrkjuverk-
færum ? Getum við ekki verzlað meir
en við gerum við Ástralíumenn? Hvað
um Vest India-eyjarnar ? Hvers vegna
er nautpenings verzlun okkar við Eng-
lendinga glötuð?
5. Hvað eruð þér að gera í tilliti til
landvarna? Bretar verja 45 milj. Jdoll-
ars til herskipasmíðis og öllum þeim
peningum verður eytt á Englandi með-
al 3nskra verkmanna. Getið þér ekki
gert neitt í líka átt ? Ef Afghanir geta
sjálfir smíðað hríðskota sína, því getum
við það ekki? Því skyldum við, ekki
hafa okkar eigið Cordite—verkstæði?
Komið þessum verkstæðum upp ein-
hversstaðar þar sem óþægilegt er fyrir
aðsækjandi óvini að komast að þeim,
og getum við þá búið til okkar eigin
vopn og ef nauðsyn her til enda fall-
byssur. Hvers vegna skyldum vér
kaupa alt þetta í útlöndum? Gefið
verkalýðnum okkar þessn atvinnu. Gef-
ið handverLsmönnunum okkar og lærðu
mönnunum tækifæri til að .fá atvinnu í
föðurlandi sínu. Hér skyldu einnig
slegnir smápeningar úr nickel og í þeim
tilgangi stofnað peningamótunarhús.
Sannarlega eru þetta málefni sem
verðara er að rætt sé um, heldur en
það hver skuli ráða meiruj í Canada
Vilhjálmur af Orange eða páfinn í
Rómaborg”.
Hvað seg'ja blöðin:
Það kom hik á efrideild Bandaríkja
þjóðþingsins um daginn, þegar áformað
var að samþykkja neðrideildar tillöguna
áhrærandi Cuba-málið og þegar Spán-
verjar fyrir alvöru fóru að hvessa sig
og hóta hörðu. Það kom líka hik 4
Bandarikja-blöðin hvervetna um sömu
mundir, eltki af þvi að þau væru hrædd
við Spánverja, lieldur af þvi‘ að erfitt
gæti orðið að réttlæta gerðir þjóðarinn-
ar, ef hún steypti sér í stríð undir
kringumstæðum eins og hér er um að
gera. Það er einkennilegt alveg hvað
sammála fiest hin stæi'ri blöð um þver
og endilöng Bandáríkin urðu þegar
þeim virtist full ástæða til að ætla að
hugur og vilji fylgdi máli lijá Spán-
verjum. Þeim virtist þá, að nóg væri
að gert, er báðar þingdeildir höfðu lát-
ið í ljósi velvildarhug til Cubamanna, og
ekki svo fá, sem þá Iiéldu fram, að
ekkert væri unnið við það, þó stjórnin
formlega viðurkendi uppreistarmenn-
ina, sem sjálfráða þjóð, er héldi áfram
lögmætum hernaði gegn ofríki.
Sem vott þess, að blöðin hafi verið
rétt yfirgengilega samdóma í þessu máli,
setjum vðr hér álit nokkurra blaða á
ýmsum stöðum í Bandarikjum, í sem
fæstum orðum sagt: Börtland (Maine)
Advertiser” sagðiað uppreistarmenn-
irnir hefðu ekki sýnt þá stjórn hjá sér,
sem ætti viðurkenningu skilið. “Boston
Herald” sagði að viðurkenningin ein
mundi lítið gagn gera Cubamönnum.
Providence “Journal” sagði reiði Spán-
verja rettláta og ekki við öðru að búast
þegar ein þjóð færi að skifta sér af mál-
um annarar þjóðar. New York “Times”
sagði, málið hið alvarlegasta af öllum
málum Bandankja við erlendar þjóðir,
og líkt var í flestum New York blöðun-
um.. Philadelphia “Ledger” sagði að
þó Cubamenn ættu að eiga vísa velvild
Bandaríkjamanna, þá væri sjálfsagt að
líta í kringum sig með athygli, áður en
Spánverjum væri gefin ástæða til að
halda í hernað. Baltimore ‘ Sun” segir
að þetta mál gæti orðið orsök í stríði og
þessvegna áriðandi að það væri rætt
með gætni og gaumgæfni. Washington
“Amencan” sagði að þingið hiypi svona
á sig, af því það væri ábyrgðarlaust.
New Orleans “Picayune” sagðiað Cuba-
menn þyrftu að verða sjálfsæð þjóð
áður en þeir yrðu viðurkendir og að til-
laga þingsins væri meiningarleysa,
nema ætlast væri til að Bandaríkin
gerðu stríðþeirra að sínu stríði og héldu
í hernað. Springfield (Ohio) “Republi-
can” sagði það væri stjórnarinnar en
ekki þingsins að segja hvert Cubamenn
skyldu viðurkendir, eða ekki, og að
stjórnin þurfi að fara einkar gætilega
út í það mál ag afla sér fyrst allra
nauðsynlegra upplýsinga áhrærandi á-
standið á Cuba, Indianapolis “News”
sagði að Congress vildi máske koma
þjóðinni af stað í hernað og mitt í því
æði að slengja silfur-málínu á hak al-
þýðu, “en að fólkið só farið að þreytast
á þesskyns ráðsmenzku”. Chicago-
blöðin: “Times-Herald”: að viðurkenn-
ing værieyjarskeggjum algerlega gagns-
laus; '‘Reoord”: að tillagan geti orðið
gagnlegt vopn í komandi kosningasókn;
“Journal”: að ómögulegt væri að rótt-
læta hluttöku Bandaríkjanna í stríði
Cubamanna; það sé mál komið að neffl*
staðar og líta í kringum sig. KansaS
City "Star”( sagði að Bandaríkjastjórn
hefði skyldum að gegna gagnvart öðrum
þjóðum, en sem þjóðþing nú væri að
troða undir fótum. San Francisco
“Post” sagði ætíð hægt að sá til hvirfil'
bilja, en óhægra að fást við þá, er þeh
væru fullþroskaðir og til uppskeru
kæmi. Seattle “Times” sagði að Banda-
menn mættu ekki augnablikslanga
stnnd hugsa um að stofna þjóðinni í
vanda, er leitt gæti til hernaðar, Ef
Bandaríkjamenn hugsuðu sér framvegi3
að þrengja sínam vilja upp á allíir
heimsins þjóðir, hlytu þeir að verða
viðbúnir að framfylgja þeim kröfuni
sínum með holmagni á vígvelli. Þeii'
menn, sem mæltu með slíkri stefnu
vissu augsælega ekki hver saga þjóðar-
innar er.
í sambandi við þetta tilgreinir síð'
astnefns blað álit hins nafnkunna lýð'
valdsinna á Spáni. Emilo Castelar, þar
sem hann var að tala við fregnrita blaðs
eins í Bandaríkjum. Karl sagði meðal
annars þetta: “Yðar herskáa auðvalJ
langar til að umhverfa iðnaðarþjóð yðar
í hernaðarþjóð. En með sigri í þeirri
grein mundi lýðveldið deyja, eins og
lýðveldi Grikkja fyrir aðgerðir AleX'
anders mikla; eins og í Rómaborg fyr,r
aðgerðir Cesars; eins og á Frakklandi
fyrir aðgerðir Napoleons. LýðveU1
sem legði í herferð gegn jafn ósigrandi
þjóð og Spánverjar eru, mundi þeim
mun fyrri líða undir lok. Því Spán*
verjum er sama þó þeir legðu út ^
enda 20 ára stríð”.