Heimskringla - 23.03.1896, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.03.1896, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 26 MARZ 1896. Kotungurinn, - - - eða - - - Fall Bastílarinnar. Eftir ALEXANDER DUMAS. “Það má hamiugjan vita”, veinaði Pitou, sem sannast s agt hafði aldrei gert sér hugmynd um að preststaða með “frænku” fyrir biístýru væri nokkur jarðnesk paradís. “Það er ekki annað til en taka því, sem forsjónin lætur að hönd- um bera!” Hann lyfti augum til himins og stundi við, er hann rak þennan endahnút á setninguna. “Forsjón! segir þú”, sagði kerlingin vond aftur. “Ég þykist sjá að þú heflr náð í eitthvað af þessum nýmóðins hugmyndum um heimspeki”. “Það getur ekki verið, frænka. Því ég kemst ekki í heimsspekisbekkinn fyrr en ég er laus úr málsnildarbekkn- um og ég er enn ekki nema á þriðja stiginu þar!” “Spaugaðu, spaugaðu!” sagði kerling, sem skildi orða- tiltæki skólastráka jafnt og hún skildi grísku. “Ég á við heimspeki þessafa heimsspekinga, en ekki þá heimspeki sem guðrækinn prestur leyfir inngöngu í sitt heilaga hús! Þú ert naðra og hefir verið að naga fréttablöðin, þar sem þessir hræðilegu rithöfundar smána konung og drottningu og kyrkju! Hann er glataður!” Þegar hún sagði að Pitou væri glataður, var það í raun og veru merking orðanna, að hún væri eyðilög í fjármuna- legu tilliti. Sá ógna háski vofði nú yfir. Hún tók þess vegna það ráð, að hlaupa yfir til Fortiers ábóta, fá upplýsing- ar í málinu, og, ef unt væri, að brúa þessa vilpu. 3: KAPÍTULI. Byltingagjarn bóndi. Burtför kerlingar hafði frið og ró i för með sér fyrir Pi- tou, einar fimtán mínútur að minsta kosti. Þau augnablikin þurfti hann líka að hagnýta. Fyrst byraði hann á því, að safnasaman brauðmylsnu og mjölögn til að gefa eðlunum sínum, því hann var náttúrufræðingur og hafði æfínlega ein- hver skriðkvikindi í búri. Svo veiddi hann nokkrar flugur handa maurunum sínum og að því búnu fór liann að hugsa um sjálfansig. Opnaði búrið og brauðskrínu kerlingar og fókk sér bita. Matarlyst hans hafði vaxið jafnframt leíðind- unum út afburtrekstrinum úr skólanum. Eftir að liafa búið alt undir að fá sér ærlega máltíð, sneri hann fram að dyrum og tók sér þar sæti, til þess gamla konan kæmi ekki að honumóvörum. Á meðan hann sat þar, fór lagleg stúlka fram hjá, ríð- andi á þéttvöxnum hesti, og reiddi tværaldinakörfur. íþeim hafði hún í þetta skifti : í annari dúfur, en í hinni hæns. Þessi laglega stúlka var Katrín Billet. Hún brosti við Pitou er hiin sá hann og nam staðar eitt augnablik. Eins og venja hans var þegar hún leit við honum, kaf- roðnaði har.n. Hann sagði ekkert, en sat og góudi gapandi á meyna, sem i hans augum var ímynd kvennlegrar fegurðar á fylsta stiei. Hún leit alt í kringum sig, brosti svo við honum aftur og kinkaði kolli og það gerði hann líka. Og svo hélt hún áfram aftur. Svo niðursokkinn var Pitou í umhugsun um meyna, að hann tók ekki eftir því, að gamla konan var komin aftur af fundinum við prestinn. Hann vissi þess vegnaekki fyrri til, en kerlingin nábleik af bræði þreif um handlegg hans. Pitou lirökk upp af unaðsdvala sínum undireins og kerl- ing tók á honum, og það geiði hann raunar æfinlega, rétt eins og rafmagnsneista hefði verið bent á haun. Hann sneri sér tíjótlega við og sá sér til ósegjanlegrar hörmungar, að kerling liélt upp til sýnis þeirri hönd lians, sem hafði að geyma ríflega brauðsneið með tveimur vænum smjörsköfum áoghvítum osti í ofanálag. Kerling orgaði af bræði og Pi- tou veinaði af stjórnlausri hræðslu. Hún lyfti upp hinni hendinni, líkari kló á hræfugli, en hönd á menskri verj, og Pitou ósjálfrátt lét höfuðið síga. Svo slepti hún honum og tók sprett til að ná i gólfsópinn. Samtímis íieygði Pitou brauðinu og tók á rás líka, en bnrt frá húsinu og án pjss að fiytja nokkra skilnaðarræðu. Þessi tvö hjörtu þektu hvort annað. Þau vissu bæði að framvegis gat ekki verið um sambúð þeirra að ræða, Angeliquo þausnaðist inn í kofann og tvílæsti dyrunum. Og skrjáfið í lyklunum og skránni herti enn meir á forð flóitamannsins. Hann hljóp nú sem mest mátti hann. Afleiðingin af öllu þessu varð altönnur en þau Pitou og frænka hans gátu haft hugmynd um. Pitou, sein sagt hljóp eins og skollinn sjálfur og allir hans árar væru á hælum honum, og var fyrr en hann varði kominn út fyrir takmörk þorpsins. Þegar hann snaraðist fyrir kyrkjugarðshornið vissi hann ekki fyrri til, en hann rak sig á hest á brautinni. “Hamingjan góða!” var þá sagt með hljómþýðri rödd, sem Pitou þekti ofur vel. “Hvað ertu nú að fara monsér Pitou? Þú hræddir okkur svo, að Junker fór að naga bit- ilinn!”. "Æ, ungfrú Katrín ! Mikil óskapa ógæfa er yfir mér!” sagði Pitou án þess að svara spurningu henuar. “Þú liræðir mig. Hvað gengur á?” spurði Katrín og stansaði Junker á miðri brautinni, “Eg get ekki orðið prestur!” svaraði Pitou sorgmæddur, eins og væri hann með því að koma upp um sig óbætanleg- um glæpum. “Þú vilt ekki verða það!” sagði mærin og skelli-hló í staðin fyrir að harma yfir óförunum, eins og hann bjóst þó við. "Vertu þá hermaður”, sagði hún. “Þú mátt ekki gera þetta veður af svo litlu efni. Mér datt ekki annað í hug, en að frænka þín hefði farið til og slitið af sér fjötur lífsins !” “Kringumstæðurnar eru nú nokkkumveginn þær sömu fyrir mér, því hún hefir slitið sambúð við mig—rekið mig burtu úr húsinu!” “Herratrúr! Nei, þar er munurá! Eins og nú er hefirðu ekki þá ánægju að syrgja hana!” sagði Katrín og hló meira en áður, það svo, að Pitou þótti nóg um. “Þú átt gott að geta hlegið svona. Það sýnir að þú átt gott hjarta, en sem sorgir annara vinna ekkert á”. “Hvernig veiztu það, að ég findi ekkert til, ef þú værir háður nokkurri verulegri sorg ?” “Virkilegri? Hvað er virkileg sorg, ef ekki það, að eiga ekki eina flugfjöður?” “Alt þér fyrir beztu" “En hvað um að liafa eittlivaðofan í sig?” spurði Pitou. “Maður verður að hafa eitthvað til að borða, og ég er æfin- lega þurftugur 1” “Ertu ekki hneigður til vinnu?” “Hvaðáég að gera? Bæði frænka mín og •faðir’ Fortier hafa sagt mér hundrað sinnum, að ég sé ekki til neins ! Ó, ef ég hefði verið settur til að læra hjólagerð eða húsasmíð í stað þess að reyna ðð gera úr mér prest! Svei því ef ég hugsa ekki, ungfrú Katrín, að einhver ógæfa fylgi mér!” og hann baðaði út höndunum í ráðaleysi. “O jæja”, sagði Katrín, sem eins og aðrir hafði heyrt raunasögu munaðarleysingjans. ‘Það er ef til vill eitthvað satt í því, sem þú segir, veslings Pitou! En þó er eitt ráð sem þú gætir reynt”. “Æ, segðumér hvað það er!” sagði Pitou biðjandi. Hann fagnaði þessari hugmynd hversem hún var, eins og maður sem er að drukkna f«gnar að finna þó ekki sé nema strá, til að styðja sig við. “Þú heflr góðan umsjónarmann, þar sem Dr. Gilbert er. Sonur hans var skólabróðir þinn”. “Ja, ég skyldi nú segja það! Ég hefi þó.svei mér, feng- ið marga flenginguna fyrir hann!” “Því ekki að biöjaDr, Gilbert ásjár. Hann mundi ekki hrinda þér frá sér”. . “Það gæti nú verið gott, ef ég liefði hugmj»nd um heim- ili hans. En máské faðir þinn viti hvar hann er, af þvi iiann liirðir landeign hans”. “Getur vel verið. Ég veit að liann sendir sumt af land- skuldinni til Ameriku. en meginhlutinn er lagður á banka hjá lögmanninum í bænum”. “Það er langt ti-1 Ameríku” sagði Pitou. “Hvað? Þú ert þó ekki að liugsa um að fara til Ame- ríku?” spurði mærin felmtsfull. “Ég til Ameríku ! Nei, langt frá! Frakkland er nógu gott handa mér, bara ég gæti fengið nóg að éta og drekka”. “Jæja, þá”, sagði hún og þagnaði síðan. Og svo þögðu bæði um stund. Pitou hafði sökt sér niður í svo djúpa hugsun, að Fortier ábóti hefði sannarlega orðið hissa að sjá hann eigasvo mikla alvöru til. í fyrstu var hugsunin nokkuð þokukend, en svo smá-skýrðist húnog varðglögg, þó hún svo sma dofnaði aft- ur og yrði óljós að síðustu. Junker hafði lialdið af stað aftur á heimleiðina, og Pitou, niðursokkinn í hugsanir sínar gekk við hhð hestsins og hélt annari hendi um körfuna. Katrín var hugsandi ekki síður en samferðamaður hennar og lét taumana liggja lausa. Hún var ekki hrædd umað Junker fældist. Fyrst og fremst var engin ófreskja á veginum til að fæla hest, og í öðru lagi var Junker ekki eins gjarn á aðhlaupa og hippogriffarnir* gömlu. Göngumaðurinn staðnæmdist jafnsnemma og hesturinn, án þess hann eiginlega vissi af því,—en það gerði Junker ekki fyrr en hann kom heim að húsi Billets bónda. “Halló! Ert það þú, Pitou?” kallaði herðabreiður, þrek- legur maður, er stóð við vatnstrogið þar sem Junker nú var í óða-önn að svala þorsta sínum. “Já, það er ég sjálfur, herra Billet”. “Hann hefir orðið fyrir nýju slysi”, sagði þá Kata, sem um leið henti sér af hestinum ög var alls ófeimin þó sæust öklar hennar og upp um mjóaleggina! “Hún frænka hans hefir vísað honum á dyr”. “Hvað hefir hann nú gert þeirri ofstækis-uglu til ama ?” spurði bóndi. “Það lítur svo út að óg só ekki nógu vel að mér í grísku!’ svaraði Pitou, som hór fór með lýgi. Það var latínan sem varð honum að fótakeöi. “Og til hvers áttirðu að vera vel að þér í grísku?” spurði Billet. "Til þess að geta útskýrt Þeokrítus og lesið Ilions- kviðu!” svaraði Pitou. “Hvorttveggja kemur sér vel, ef maður vill verða prestur”. “Slúður !” sagði Billet. “Þarft þú að kunna grísku og latinu? Kann ég móðurmál mitt, — að lesa það ogskrifa? Ekki mikið! Og þó hindrar það mig ekki frá að plægja, sá og uppskera! ’ “En þú, herraBillet, ert jarðyrkjumaður, en ekki prest- ur. “Agrikólus”, segir Virgilius.....”. “Meturðuekkí bóndann til jafns við lærðan skrifstofu- snáp, þremils kórstjakinn !” tók Billet fram í, “þá ekki sízt þegar þessi Agrikolus á hundrað ræktaðar ekrur í sólskininu og þúsund Louisa í skugganum. Fyrr er nú hroki!” “En mér hefir æfinlega verið sagt”, svaraði Pitou bros- andi, “að prestar hefðu allra manna þægilegast líf. Þó er það satt, að ég trúi ekki.öllu sem ég heyri”. “Þú hefir alveg rétt, drengur minn, það er fast dsett, — þar sérðu að óg get samrímað, ef ég tek mig til. Mér dettur í hug að það sé í þvi efni í eitthvað meira en bóka-béus og að það só skollans heppilegt að þér gefst tækifæri til að reyna eitthvað annað, sórstaklega á þessu skeiði æfinnar. Sem bóndi veit ég ætíð hvaðan vinduriun stendur, og ég segi þér satt, að prestarnir eru ekki öfundsverðir. Þú kemst að raun um það, lærðurog ráðvandur piltur eins og þú ert, (hér hneigði Pitou sig í þakklætisskyni fyrir að vera nú kallaður ‘lærður’ í fyrsta skifti), að þú kemst af ekki síður, þó þú sért hempulaus”. Katrín, sem var að taka dúfurnar og hænsnin úr körf- unni, hlýddi með athygli á samtalið. “En það sýnist vera vandræðaverk að vinna sór fyrir lífsnauðsynjum”, sagði Pitou. “Hvað kantu að gera?” spurði Billet. “Eg get búið til fuglagildrur og (snarað kanínur og ég ge( hermt eftir söngfuglunum, eða hvað segir þú um það, jómfrú Katrín?” “Hann getur blístrað eins og þröstur”, svaraði mærin. “Ja, en það er léleg atvinna að blístra”, sagði bóndi. “Einmitt það sem ég hefi sagt við sjálfan mig. Hvert i glóandi!” “Nú, þú kant þá að blóta! Það er þó æfinlega karl* mannlegur lærdómur!” sagðiBillet. “Æ, talaði ég ljótt? Eg biðfyrirgefningar, herra Billet. “ Ja, vertu ekki að þvi arna!” sagði bóndi, “Eg leysi stundum ofan af skjóðunni sjálfur! Þrumur og eldingar!” sagði hann svo við Junker. “Geturðu ekki verið kyr.' Þess- ir skollans percheron-hestar mega alt af til með að vera að éta og rikkja í taumana. Ertu latur?” spurði hann svo piltjnn. “Ja, ég veit ekki! Eg hefi aldrei unnið að öðru en læra grísku ög latínu og er það sannast að hvorugt málið eykur mór vilja”. “Það var þó betra! Það sýnir að þú ert ekki eins heimskur einsog ég hafði gert mér hugmynd um”, sagði Billet. Pitou sperti upp augun eins og mest mátti. Hann hafði aldrei fyrr heyrt þvíhkar hugmyndir, svo algerlega gegnstríð andi öllu, er honum til þessa hafði verið kent. “Það sem ég á sérstaklega við”, hélt Billet áfram, “er það, hvort þú ert úthaldslitill!”. “Úthaldslítill! Ég sem get farið þrjátíu milur i spretti, án þess að finna til þreytu”. “Gott ! Það dregur saman með okkur. Ef við æfum þig vel og gerum þig magrari, getum við máské grætt fó á þér, sem hlaupa-ganta!” “Gora mig enn magrari! sagði Pitou, “Þó það. Ég hélt óg væri sæmilega magur eins og er” “Þú ert í sannleika féþúfa, eins og þú ert, vinur minn! ” sagði ^illet og skellihló' Hér rak ein undrafróttin aðra fyrir Pitou. Aldrei á æfi sinni hafði hann verið metinn svona mikils fyrri. “í stuttu máli, hvernig geðjast, þér að vínnu” spurði Billet, “Ekki veit ég að tarna”, svaraði Pitou. “Ég hefi aldrei gert neitt.” Kata hló, en faðir hennar tók þessu svari með alvöru. “Þetta grefils‘lærða’fólk !” sagði hann vondur og steytti hnefana í áttina til þorpsins. “Sjáum nú hvernig það kenn- ir ungmennunum að þekkja þann veg, sem þau eiga að ganga, — kenna þeim leti og iðjuleysi. Til hvers eru þvílík hengsli fyrir bræðurna? Það hefði óg gamnn aðvita”. “Ekki til neins, en það vill nú svo vel til að ég á enga bræður !” “Þegar ég segi bræður, þá á ég við alt mannkynið”, *) Hippogriff—vargur einn í goðatrú Grikkja, hálfur hestur og hálfur dreki. Þýð. Þeir vilja ekki reykja neitt annað.meðan þeir geta fengið Old Chum, jafnvel þó þeir þurli að fá það til láns, því þeir fá ekkert tóbak sem þeim fellur eins vel, og sem gefur eins kaldan og mildan reyk. itcliic & C« Mamifactnrerí* JIOHTREAIi. The American Tobacco Co’y of Canada, Ltd. Successors. ©DaÐ ^mmmmmn m mmmmm^ Pappírinn sem þetta ^ er prentað á er ^ búinn til af | The E. ð. EDDY Co. | y Limited, Hull, Canada. ^ S Sem búa til allan pappír ^ fyrir þetta blað. ^ %mmmmm iu mmmmmm^ Hann W. Blackadar. _ eldi. Einnig eldivið af mörgu 1 1 Hsggins Str. tagi, þurran sem sprek og harðan ....1 iHi......' •—— sem grjót, alt fyrir neðan sann- gjarnt verð. Gott viðmót. Áreiðanleg vigt. Flutt þangað sem óskað er og sett þar sem um er beðið. — Gunnar Sveinsson vinnur í búðinni. ílslendingar i Selkirk! □Það vinnur enginn Islendingur sem stendur i búð þeirra félaga Moody og Sutherland, en það þarf ekki að aftra neinum, því Mr. Moody talar íslenzku reiprennandí. Finnið hann að máli þegar þið þurfið aðjkaupa eitthvað af járn eða blikkvarn ingi. — Hann selur hinar nafnfrægu Grand Jewel Stove’s og að sjálfsögðu hitunarofna á allri stærð, Upplag rnikið af líkkistum á allri stærð og alt sem þeim til heyrir Mjöl- og fóður- verzlun Stórt upplag af Lake of the Woods kveitimjöli æfinlega fyrirliggjandi. MOODY á SUTHERLAND HARÐVÖRUSALAR. Evaline Street. — — — — West Selkirk. Dominion of Canada. AMlisjart okevPis illonlr manna. 200,000,000 ekra I hvetiog beitilandi í Manitoba og Vestr-territórínnum iCanada landnema. Djupr og frábærlegafrjósamr jarðvegr, nægð af vatni og skógi ov megmhlutinn nalægt jarnbrautum. Afrakstr hveitis af ekrunni 20 busheí if vel er umbuið. I el í inu frjósama belti í Rauðárdalnum, Saskatchewan-dalnum, Peace River-dalnum og umhverfis- hggjandislettlendi eru feikna-miklir flákar af ágætasta akrlendi, eng“og beiti- landi—ínnviðattumesti flaki í heimi af líttbygðu landi. B g U1 Málmnámaland. Gull, silfi, járn, kopar, salt, steinolía o. s. frv. Ómœldir flákar af landi; eldiviðr því tryggrum allan aldr. kolanama- Járnbraut frá liafi til hafs. Canada-Kyrrahafs-jámbrautin í sambandi við Grand Trunk og Inter-Gol^ioi brautirnar mynda óslitna jámbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzbafí nada til Kyrrahafs. Su braut liggr um miðhlut frjósama beltisins eftir bví endl" longu og um hma hnkalegu, tignariegu fjallaklasa, norðr og ver og um in nafnfrægu Klettafjöll Vestrheims. 11 Heilnœmt loftslag. Loftslagið í Manitoba og Norðvestrlandinu er viðikent ið heilnœmasta í Ame ríku. Hreinviðri og þurviðri vetrog sumar; vetrinn kaldr en biartr áTa viðrasamr; aldrei þokaog súld og aldrei fellibyljir, eins og’sunnar í landinu Sambandsstjórnin í Canada gefr hverjum karlmanni yfir 18 ára görnlum og liverjum kvennmanni sem hefl, fiyrr familiuaðsja, ’ Ilenl 160 ekrur af Inndi g ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi búi á landinu ogvrk tJsiwiStfiLSsgwir™ko,,r ° *ð verð* eis‘mu ei"“' Islenzkar uýle.ndur í Manitoba og canadiska Norðvestrlandinu eru nú þegar stofnaðar í fi stöA ,v, Þeirra stœrst er NY.TA ISLAND, liggjandi 45-80 mílur norðr ?ra Winóneg ^ vestrstrond \\ mmpeg-vatns. Vestr frá Nýja Islandi i 30—25 iS a er aLFTAVATNS-NYLENDAN. í báðum þesstim nýlendum er mikfð K LENDAN um 20 mílur suðr frá Þingvalla-nýlendu, ogALBERTA íjyi f* AN um 70 mílur norðr frá Calgary, en um 900 mílur vestr frá Winninec siðast toldum 3 nýlendunum er nnkið af obygðu, ágætu akr- og beitilandi * Frekari upplýsingar í þessu efni getr hver sem vill fengið með bví sknfaumþað: b Commissloner of Dominion l.ands. Eða 13. L. Baldwinson, ísl. umboðsm. Winnipeg .... Canada. Gullrent úr íyrir $7.50 Viltu fá góð kaup ? Viltu fá hið besta úr sem fæst fyrir þetta verð ? Hik- aðu eltki við að segja já. Sendu okkur þessa aug- lýsingu með nafni þínu og utanáskr- ift, og lá ttu okkur vita hvort þú vilt kveíimanns eða karlmanns, open eða hunting Case- úr, og viðskulum senda þér hið besta úr sem hægt er að fá fyrir þetta lága verð, — Úrin eru gullrend með 14 k. gulli, og verkið gott American Nickelverk., sem ver ábyrgj- umst að endist 20 ár. Úrið gengur reglu- lega og vel og lítur út eins og $50 00 úr. Þú skoðar úrið hjá Express Agentinum og ef það er eins og því er lýst og þú á- lítur það kaupandi, þá borgar þú hon- um $7 50 (heildsöluverð), og burðargjald á því.—Ef þér lýzt ekki á það, þá taktu það ekki. Við viljum selja fljótt og mik- ið með litlum gróða á hverju fyrir sig. Við seljum að eins góð úr. Þegar þú biður um úr, þá strykaðu út það sem þú vilt ekki hafa af því sem á éftir kemur : Send me—Hunling—Open Facc—Oents —Ladies—Watch. — Ef þú vilt fá $3.50 festi með úrinu fyrir 50c. þá láttu þess getið. — Sendið til The Universal Watch & Jewelcry Manuf. Co. Depot 68—508 Schiller Theatre. [Verðlisti frí.] Chicago, 111. _ CAVEHT8, _ trade mahks, OESICN PATENTS, _ , . COPYRICHTS, etc. For Inrormíitlön and froe Handbook wrlte to MUNN & CO.. 861 Broadway, New Yore. Oldest bureau for securing patents In Ameriea. Every patent taken out by us is broupht before tlie publlc by a notice given íree of cliarge iu the f'fkutífic Júittticnu Largest clreulatfon of any sclentiflc paper In the irld. Splendidly illustrated. No illustrated. No* intelligent thout lt. Weekly. $3.00 a year; $1.50 six months. Address, MUNX & CO.. FUHI.KHFR.U ?»ííí Ttnr.aslro.ig X'__1- ld. Splendidly________ man shonld be without it. rUBUsiiEss, 361 Broadway, New York Clty, N orthern Pacilic RAILROAD TIME CARD.—Taking cffect Sunday Dec. 16. 1894. MAIN LINE. North B’und STATIONS. Soouth Bund Freight No.' 153. Daily St. Paul Ex. No.l07Daily. St. Paul Ex.,'] No.108 Dally. Freight No. 154 Daily. j 1.20pi 3.15p .. Winnipeg.. 12.15þ| 5.30a l.Uop 3.03p *Portage Junc 12.27p 5.47a 12.42p 2.50p * St.Norbert.. 12.40p 6.07a 12.22p 2.38p *. Cartier.... 12.52p 6.25a 11.54a 2.22p *.St. Agathe.. l.lOp 6.51« 11 31a 2.13p *Union Point. 1.17þ 7.02» 11.07a 2.02p *Silver Plains 1.28p 7.19a 10.31a 1.40p .. .Morris.... 1.45p 7.45a 10.03a l.i2p .. .St. Jean... 1.58p 8.25a 9.23a 12.59p . .Letellier ... 2.17p 9.18a 8 00a 12.30p .. Emerson .. 2.35p 10.15a 7.00a 12.20p . .Pembina. .. 2.50p 11.15a ll.Oip 8.35a Grand Forks.. 6.30p 8.25p 1.30p 4.55a .Wpg. Junc.. lO.lOp 1.25p 5 Duluth 725a 3 Minneapolis 6 30a 3 .. .St. Paul... 7.10„ 10 ... Chicago . / 9.85p MORRIS-BRANDON BRANCH East Bound H 'Ö © 'A a w o © GQ STATIONS. W. Bound. a. ~ (L fí oo 2 fl ° c8 GQ 00 .20p\3.15| ( Winnipeg ..|12.i5p .50p ■58p .49p .23p •39p 1.58p 11.14p 11.21p I7.25p ? 2.19p 2.57p 2.27p 1.57a 1.12a 0.37a 0.13a 9.49a 9.39a 9.05a 8.28a 7.50a 1.30p .. .Morris .... 1.50p 1.07p * Lowe Farm 2.15p 12.42p *... Myrtle... 2.4li> 12.82p ... Roland. . 2.53p 12.14p * Rosebank.. 3.10p ll.ðöa ... Miaml.... 3.25i> 11.38a * Deerwood.. 3.48p 11.27$* Altamont.. 4.0lp ll-09a . .Somerset... 4.20p 10.55a *Swan Lake.. 4.30p lO.lOa * Ind. Springs 4.51p l0.30a *Mariapolis .. 5.02p 10.15a * Greenway .. 5.18p 10.00» ... Baldur.... 5.34p 9.38a . .Belmont.... 5.57p 9.21a *.. Hilton.... 6.17p 9.05a *.. Ashdown.. 6.34p 8.58a Wawanesa.. 6.42p 8.49a * Elliotts 6.53p 8 35a Ronnthwaite 7.05p 8.18a *Martinville.. 7.25p 8.00a .. Brandon... 7.45p West-bound passenger trains stop Baldur for meals. 5.30p 8.00a 8.44a 9.31a 9.50a 10.23a 10.64a 11.44a 12.10p 12.51p 1.22p 1.54p 2.18p 2.52p 3.25p 4 15p 4.53p 5.23p 5.47p 6.04p ö.37p 7.18p 8.00p POR TAGELA PRAIRE BRANCH. W. Bound Mixed No. 143 Every Day Except ’ Sunday. STATIONS. 5.45 p.m. 5.58 p.m 6.14 p.m. 6.19 p.m. 6.42 p.m. 7.06p.m. 7.13p.m. 7.25 p.m. 7.47 a.m. 8.00 a.m. 8.30 a.m. .. Winnipeg.. *Port Junction *St. Charles.. * Headingly.. * White Plains *Gr Pit Spur *LaSalle Tank *.. Eustace... *.. Oakville.. *. . .Curtis. . . Port.la Prairie East Bou Mixed No. 144 Every Di Except Sunday. 12.10p.m . 1 55 a.m 11.29 a.m 11.21 a.m 10.57 a.m 10.32a.m, 10.24 a.m 10.11 a.m 9.48 a.m 9.34 a.m 9.15 a.m Numbers 107 and 108 iiave ttírou Pullman Vestibuled DrawingRoom Sle ing Cars between Winnipeg, St. Paul a Minneapolis. Also Palace DÍDÍng Ca Close connection at Chicago with eastí lines. Connection at Winnipeg Juncti with trains to and from the Pacific co« For rates and full information c< cerning connection with other lines el apþlý to any agent of the compaDv ’or CHAS. S. FEE. H. SWJNFORD G.P.&.T.A., St.Paul. G n Agt Wi CITY OFFICE 1 486 Maiu Str., Wicnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.