Heimskringla - 09.04.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.04.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 9. APRÍL 1896. *z*z*z*z*zmz*z*z*z*z*z*z** M * M * H # M # M # # M * M *z*z*z*z*z*z*z*z*z*z*z*z** Fluttur til 598 Main Str. 598 Það er einatt ómissandi að hafa úr í vasanum og klukku á heim- ilinu og enda gullstáss til skrauts. Nú er tækifærið. Komið í nýju búðina með nýju og gömlu vör- unum og veljið úr því sem til er. Til dæmis sel ég : Waltham úr í Silveroid kassa fyrir $8.00. Vekjaraklukkur í Nickle kassa, bezta sort á $1.25. Og Átta daga slagklukkur fyrir $4.50. H * M # M # M # M # M # (a. THOMAS.s Winnipeg. Hra. Gestur Oddleifsson, frá Geysir, Man., kom til bæjarins um fyrri helgi og dvaldi í bænum vikutíma. Hra. Jón Kjærnested, sem í vetur hefir verið kennari á Kjarnaskóla í N. íslandi, kom tilbæjarins á laugardag- inn var. Öldruð hjón, barnlaus, geta fengið3 loftherbergi til leigu. Leigan borgist 1 vinnu. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Heimskringlu. Hra. J. Magnús Bjarnason, skóla- kennari að Geysir, Man., kom snöggva ferðtíl bæjarins á fimtudaginn var í þeim erindum að útvega sér eignbróf fyrir húsi og lóð hér í bænum. Hra. S. G. Northfield, sem í vetur hefir verið á listaskóla 1 Valparaiso, Indiana, er nú fluttur til Chicago og er addressa hans þar: 948 W. 15th Place, Chicago, 111., U.S. A. Hra. Jón Landi, bóndi í Argyle, kom til bæjarins á fimtudaginn var og og dvaldi vikulangt. Þegar hann fór að heiman var vorvinna ekki byrjuð enn, þó algerlega só snjólaust þar vestra og það fyrir löngu síðan. Hinir maka- lausu umhleypingar og kuldi gera það að verkum að jörð er ekki plógþýð fenn. Vígsluhátíð Hnausabryggjunnar fer fram á laugardaginn kemur (11. Apríl). Bryggjan var fullgerð í lok Febrúar síðastl., en smiðshöggið verður rekið á hana á laugardaginn, í viðurvist f jölda manns, að vænt er eftir. Það er siður hér í landi við slík tækifæri að reka gullinn naglaítré hvort heldur er á járnbraut eða stórvirki af öðrum teg- undum og frá þeim sið verður ekki vik- ið í þetta skifti. Stephan kaupmaður Sigurðsson frá Hnausum kom til bæjarins á föstudag- inn var úr ferð sinni austur og suður um land. Fór hann lengst til New York og dvaldi þar 2 daga. Á heim- leiðinni kom hann til Chicago og dvaldi þar 2 daga og gisti hjá herra Jónasi Jónssyni, sem ekkert sparði til þess að gera honum dvölina í borginni skemti- lega. Var hann lengst af á ferð með Mr. Sigurðsson þessa 2 daga og sýndi honum alt það markverðasta sem til er í tröllborginni. Hann hitti og Jón rit- stjóra Ólafsson, Stefán Pétursson og Árna Jónsson, er allir sýndu honum hina mestu gestrisni og velvild. Þess- um heiðursmönnum öllum biður hann Hkr. að flytja innilegt þakklæti sitt fyrir viðtökurnar og skemtunina, sem þeir veittu honum. — Mr. Sigurðson hélt heimleiðis á sunnudaginn var. Aldrað íólk. Aldrað fólk sem þarf medöl til að halda ínnýflunum í reglu fær ekki betra meðal en Eleetric Bitter. Þetta meðal er ekki æsandi og inniheldur ekki Wis. key eða áfengi. en er að eins örfandi og styrkjandi. Það hefir áhrif á magann og þarmana og Wálpar líffærunumtil að vinna verkið. Electric Bieters eykur matarlyetina og bætir meltinguna. Það er einmitt meðalið, sem gamalt fólk þurf. Verð: 50 cts. óg $1 flaskan, í öllum lyfjabúðum. Stovels Pocket Directory er útkom- ið fyrir April og er kverið fult af fróð- leik eins og endrarnær, enda betra, því ýmsum mjög áriðandi upplýsingum hefir verið bætt við. Kostar 5 cts. Hjá öll- um bóksölum. Hr. Sveinn Sveinsson og Miss Joko- bína Jónasson eiga bréf á skrifst. Hkr. Nokkuð nýtt. FLEISCEMANN GERKÖKUR. Spyrjið þá sem þér verzhð við um prís- ana sem við bjóðum. Annan þriðjudag (23. Apríl) eiga bæjarmenn að staðfesta eða fella auka- lög bæjarstjórnai’innar um að veita iðn- aðarsýningarfélaginu $30,000 lán. til að auka sýninga-byggingarnar, prýða garðinn, o. s. frv. Það er vonandi að enginn Islendíngur sem atkvæðisrétt hefir neiti að veita þessa upphæð. Sýn- ingin má ekki standa í stað ogþví síður að ganga saman, Hún parf að vaxa og verða fullkomnari ár frá ári. Hra. Baldvin Árnason frá Gimli kom til bæjarins um síðustu helgi. Hef- ir hann nú selt greiðasöluhús sitt á Gimli, “Travellers Home”, herraBene- dikt Jónassyni, erheldur áfram greiða- sölunni. Hann segir að kappsamlega sé unnið að smíði gufubátsins á Gimli fyrir þá Hannesson Bros., og sé ytra smíðið vel á vegkomið. Báturinn hefir 50 feta kjöl, verður traustur vel og á að ganga 10—12 mílur á kl.stund. Just for the fun of it! hef ég ákvarðað að lækka stórkostlega verð á öllum vörum um einn mánuð,frá Apr. 1. til Apr. 30. Að auglýsa hið niðursetta verð á öllu er ómögulegt en ég fullvissa um að þetta verður sú yfir- gripsmesta verðlækkun sem nokkur hefur enn gert. Skilyrðið fyrir að geta keypt með þessu verði er að borgað sé út í peningum og minst einn dollar í einu, einnig að kaupendur hafi skift við mig áður. Með vinsemd. T. Thorvaldsson. Löndum vorum í Dakota er bent á, að hinn góðkunni húsbúnaðarsali, hra. O. Dalby i Edinburgh, er orðinn um- boðsmaður fyrir nafnfrægt málolíufélag í St. Louis, Mo., og hefir máloliu þess frsmvegis á boðstólum, ásamt tilbún- um farfa fyrir húsgólf o. s. frv. Áður en langt líður mun þessi málolía greini- lega auglýst í Hkr. I millitíðinni má segja það í fáum orðum, að Mr. Dalby hefir hentugleika á að selja málolíu als- konar að minsta kosti eins ódýrt og nokkur verzlunarmaður í Norðr-I)akota. Einmitt núna er Mr. Ðalby líka að fylla búð sína með húsbúnaði með nýj- asta sniði. Hann á von á “Carload” af þess kvus varningi hinn 15. þ. m. Næstu daga á eftir verður þess vegna til vinnandi að bregða sér til Edinburgh, þó ekki sé nema til að sjá hvað hann hefir. Af því hann kaupir aldrei minna en “Car-load” í senn getur hann selt húsbúnað ódýrar en allir aðrir í grend- inni, sem ekki kaupa nema litla slatta í einu. Málafærslumaður Magnús Brynj- ólfsson í Cavalier, N. Dakota, kom til bæjarins snöggva ferð á þriðjudag. var. Læknaskóla-stúdentarnir M. B. Halldórson og Ólafur Björnson fóru suður til Dakota, að loknu læknaprófi á laugardaginn var. M. B. Halldórson tók sitt fyrsta próf og náði fyrstu ein- kunn. Ólafur Björnson tók "inter- mediate”-prófið og náði einnig fyrstu einkunn, var hæstur allra í þeim flokki stúdenta og náði hæztu verðlaununum (Scholarships) $75,00. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu- sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist borgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. Þann 11. þ. m. verður kappræða á mill Mr. Sig. Vilhjálmssonar og Mr. Jóh. Eiríkssonar á North West Hall, Kappræðu-efnið er: fastheldnin hefir haft meir spillandi áhrif á heiminn og mannlífið en bætandi. Einnigsamsöng- ur og þvi hkt. Inngangur verð- ur seldur 15 cents fyrir tullorða en 10 fyrir börn. — Arðurinn af samkomunni gengur til fátæks fjölskyldumans sem lengi hefir legið veikur. Dánarfregn. Með sárum söknuði læt óg undir- ritaður hér með ættingja og vini fjær og nær vita, að þann 21. f. m. þoknað- ist hinum alvísa höfundi tilverunnar að kalla burt til sinna himnesku bústaða mína hjartkæru heitmey, Petrínu Soffiu Arngrimsdóttir, að ný afstöðnum barn- burði. — Jafnframt þessari tilkynningu yotta ég hér með mitt virðingarfylsta og innilegasta þakklæti hinum mörgu hér í Gimli-bæ og grendinni, sem á all- an hátt sýndu mér og hinni burtsofn- uðu hjálp og aðstoð, huggun og hlut- tekning í veikindum hennar og sorg minnD Og bið þann algóða föðurinn að launa einum og sérhverjum það þeg- ar þeim mest á liggur. Gimli, 2. April 1896. Baldvin Andebson Tveimur bjargað. Mrs. Phoebe Thomas, í Junction City, 111., var savt af lækninum, sem stundaði hana, að hún hefði tæringu, og að það væri engin lífsvon fyrir hana, en tvö glös af Dr. Kings New Discovery læknaði hana, og bjargaði lifi hennar. Mr. Thomas Eggers, 139 Florida Str. San Francisco, leið af vondu kvefi, sem leit út fyrir að mundi verða að tæringu, hann reyndi ýms meðul. en ekkert dugði fyr en hann fékk Dr. Kings New Dis- covery, sem læknaði hann á tveimur vikum' Svona löguð sjúkdómstilfelli eru það sem sanna hversu óyggjandi þetta meðal er viðkvefi og hósta. Ein flaska til reynslu ókeypis. Vana stærð 50c. og $1.00. Stúlkur vantar í vist. Ég hefi nú nógar og góðar vistir fyrir stúlkur og gott kaup. Notið tækifærið sem fyrst. Guðbjörg Þorbergsdóttir. Á horninu á Nellie Ave. og Ness Str., Winnipeg. Á sunnudagskvöldið kemur verður sungið duet í Tjaldbúöinni, meðan sam- skot eru tekin. 2. þ. m. andaðist úrlungnabó Igu á St. Boniface spitala hér í bænum ung stúlka, Sigurbjörg Guðmundsdóttir að nafni. Hún var bróðurdóttir Mr Brynj- ólfs Teitssonar í Fort Rouge. Jarðar- förin fór fram frá Tjaldbúðinni 4. þ. m. I. O. F. Frá byrjun yfirstandandi mánaðar til loka Maí mán. næstk. verða nýir meðlimir teknir inn .í Forester-stúkuna “ísafold”. með sérstaklega góðum kjör- um. Nánari upplýsingar gefa embættis- menn stúkunnar. J. Einarsson R. S. ísl. Oddfellows stúkan “Geysir” ætl- ar að halda samkomu seint í þessum mánuði. Nánar auglýst í næsta blaði. Óhlutvandir menn. Láta oft úti ónýtan varning til við skifta manna sinna. Það eru margir óhlutvandir menn viðverzlun. Þeir hugsafyrst og sein- ast um að græða sjálfir. Þessir menn hugsa ekkert nm við- skiftamenn sina, en gripa hvert tæki færi sem að höndum ber, til þess að skifta ónýtum vörum fyr'r vandaðar og reyndar vörur, sem beðið er urn. Margir af þessum mönnum reyna til að koma út ónýtum litum við al- menning, þegar beðið erum hina frægu Diamond liti. Hafið gát á þessum rnönnum, og þegar þið komist að því, að þeir gera tilraun til að svíkja yður, þá farið og skiftið við einhvern annan. Diamond Dyeseruseldar fyrirsama verð og ónýtir litir, 10 cents deildin. Diamond litir eru óbrigðulir, en aðrir ónýtir og ódýrir litir eyðileggja það sem litað er os gera þig graman í skapi. Ef þú getur ekki fengið Diamond Dye þar sotn þú verzlar, þá sendu til okkar, og við skulum við senda litina með pósti. Wells & Co., Montreal. Skemti-samkoma verður haldini Northwest Hall LAUGARDAGINN 11. Þ. M. kl. 8 e.h, Program: 1. Violin Solo Wm. Anderson. 2. Solo, Stephen Anderson. 3. Duett. Fr. Swanson og Miss Benson. 4. Kappræða. S. Vilhjálmsson og Jóh. Eiríksson. 5. Vialin Solo. Paul Dalman. 6. Frjálsar umræður um kappr. 7. Solo. Stephen Anderson. 8. Duett. Fr. Swanson og Miss Benson. 9. Violin Solo. Wm. Anderson. Ágóðanum verður varið til styrkt- ar fátækum, veikum landa. Prentarinn náði sér aftur eft- ir miklar þjáningar. Mr. E. P. Robins þjáðist í mörg ár.— Gat ekki batnað á sjúkrahúsun- um—Var alveg eyðilagður maður Kom þó til aftur. Tekið eftir Welland Telegraph. Heimurinn virðist nú á dögum að hafa mikla tilhneigingu til að raða öll- um hlutum niður sem hentugast, bæði í vísindalegum og verzlunarlegum efn- úm. Fréttirnar og nýungarnar eru einnig að færast í sama horf. Hvert blað hefir sinn fregnrita til að safna fréttum frá vissum héruðum. Umnokk- urn tíma hefir fregnriti frá Welland Telegraph verið að komast eftir því, hvernig eínum af prenturum blaðsins heflr gengið að lækna sig á einkennileg- an hátt af mjög slæmri gigt, sem hefir þjáð hann um langan tíma. Það var fyrir átján árum, að Mr. E. P. Robins, sem þá var við blaðið Telegraph fór alt í einu að finna til sárra gigtarverkja, sem hleyptu bólgu í lík- amann á ýmsum stöðum. Hanukomst með illan leik heim til sín, og er læknir- inn fór að skoða hann. gaf hann það út að þetta yæti að eins slæm gigt. Hann lá í rúminu sjö vikur og var á meðan undir umsjá hinna beztu lækna Á þessum tíma batnaði honum svo að hann gat aftur tekið til starfa. Um nokkur ár á eftir var hann stundum töluvert þjáður af þessari gömlu veiki, og hugði hann þá að gott væri fyrir sig að breyta um verustað. Af þessu leiddi það að Mr. Robins fór að ferðast til ýmsra staða í Ameríku. Stundum var hann nokkurnveginn heilsugóður, en aftur annað slagið mjög slæmur. Sein- ast settist hann að í New York árið 1888. Hann stundaði nú starfa sinn um tvö ár, án þess að finna mikil til hins gamla kvilla, þangað til alt í einu að hann varð aftur yfirkominn og hefir hann mátt heita ósjálfbjarga þangað til fyrir tveimur mánuðum síðan. Mr. Robins batnaði að vísu um stund eftir að hafa hvílt sig lengi, en undireins og hann fór að reyna á sig lenti alt í sarna horfið. Honum fór nú smá versnandi og loks fór hann án þess að hann þó liefði von um í hið svo kallaða “Sister” sjúkrahús. Þegar hann var búinn að vera þar í marga mánuði var hann sondur þaðan með þessum hræðilega vitnisburði: “Ólæknandi”. Það var meira af skyldurækni, en af von um bata, að hann reyndi önnur sjúkrahús í bænum, en það reyndist alt gagnslaust, og með þá sannfæringu að öll viðreisnar von væriúti, lagði liann af stað heimleiðis í Febrúar 1893, ólíkur sjálfum sór og óþekkjanlegur fyrir þá sem áður höfðu séð hann. Heima hjá föður hans, Jarnes W. Robins lá hann í rúminu þangað til komið var fram á sumar, að hann skreiddist á fætur fá- einar mínútur í senn og varð þó að brúka hækjur. Þegar aftur fór að kólna um haustið fór honum að versna. Honum var oft ráðlagt að reyna Pink Pills. Að lokum fór hann að reyna þær í síðastl. Besembermánuði. Við fyrstu öskjurnar batnaðihonum ekkert, en aðrar öskjurnar gerðu breytingu til batnaðar. Hann hélt áfram og daglega komu batamerki í ljós. Gigtin rénaði smám saman osj hefir ekki gert vart viö sig síðan. I síðastl. Marzmánuði var Mr. Robins aftur farin að vinna, og hefir ekki tapað einum degi síðan, og er nú einn af hinúm kátustu kunningjum sein vinna í þeirri skrifstofu. Mr. Ro- bins er alþektur igrendinni, og þó liann sé ekki sterkur eins og Herkúles, þá hafa Pink Pillssamtgefið honum krafta sem hann hafði árangurslaust reynt að afla sér með því að eyða til þess hundr- uðum dollars skifti. Hann segist al- veglaus við þessa sýki sína og getur nú etið cg drukkið og sofið með mestu ró- semi. Mr. Robins rnælir sterklega með Pink Pills. Dr. Williams Pink Pills uppræta sjúkdómana og gera likamann hraust- an og heilbrygðann. Við limafallssýki, mænuveiki, riðu, mjaðmagigt, gigt, kirtlaveiki, heimakomu, o. s. frv., eru þær öllum meðulum betri. Þær eru einnig óyggjandi við sjúkdómum, sem eru einkennilegir fyrir kvennfólk og gera útlitið hraustlegt og fallegt. Karl- menn sem of þreyta sig ættu að brúka þær einnig. Þær eru seldar í öllum lyfjabúðum fyrir 50 cents askjan, 6 öskjur fyrir $2,50, ,frá Dr. Williams Medicine Co., Brockville, Ont., eða Schenectady. N. Y. Gáið að eftirstæl- ingum, sem sagðar eru “alveg eins góðar”. I Mm greipm. Yinir hennar héldu að dauðinn stæði fyrir dyrum. / Astandið ískyggilegt. Misheppnaðist hvað eftir annað. Þangað til farið var að brúka Paines Celery Compound. Mrs. Irvine læknaði sig með þessu merka meðali. Markvert bréf. Lá fyrir dauðanum í nýrnaveiki, taugaveiklun, svefnleysi og eðlilegum afleiðingum þess. Vinir Mrs. Irvine voru í engum vafa um að hún var í voða, og létu það líka á sér heyra. Læknar og meðöl þeirra dugðu ekkert og vanaleg patent meðöl ekki heldur. Seinast var afráðið að reyna Paines Ce- lery Compound. Skoðið afleiðingarnar, þið sem efist! Fjórar flöskur af Paines Celery Compound læknuðu og björguðu úr dauðans greipum konu.og móður, er álitin var ólæknandi.. Óræk sönnun fyrir því, að allir sem veikir eru ættu að brúka Paines Celery Compound. Mrs. Irvine, sem á heima í St. John. ,N. B., skrifar á þessa leið: “Eg hefi þjáðst af nýrnaveiki i meir en tíu ár, og hefi ég á þeim tíma reynt ýms meðöl og marga lækna áp þess mér þó batnaði nokkuð við það. í síðastliðna sex mánuði hefi ég reynt mjög mikið á mig. næturvökur og of þreyta lömuðu mig. Eg var yfirkomin og vinir mínir sögðu mér að ég væri bráðum frá. Eg afréð að reyna Paines Celery Compound, og brúkaði alt að því fjórar tíöskur. Veikindi mín bötn- uðu, ég varð styrk og hress, og yfir höf- uð er ég nú við góða heilsu. í einu orði sagt, ég er orðin heilbrigð og vil að öðr- um Sé gert það kunnugt”. S. Anderson, 651 Bannatyne Ave. (Corner of Nena Str.) hefir fengið inn miklar byrgðir af Veggja-pappír sem hann selur með langtum lægra verð en nokkur annar pappírssali i þessutn bæ. Hann hefar 125 mismunandi teg- undir, sem hann selur frá 5c. upp í 30c. rúlluna. Póstflutningur. LOKUÐUM TILBOÐUM, sera stíluð eru til Postmaster General, um flutning á pósti milli eftirfylgjandi staða um fjögur ár frá fyrsta Júlí næstkomandi, verður veitt móttaka þangað til á há- degi föstudaginn 1. Maí næstkomandi: BALMORAL og Pleasant Home, via Greenwood og Foxton, einusinni í viku. Vegalengd 18 mílur. BALMORAL og Stonewall, þrisvar i viku. Vegalengd 8 mílur. COOKS CREEK og Winnipeg via Oak Bank og Springfield tvisvar í viku. Vegalengd 22 milur. DOMINION CITY og Emerson sex sinnumíviku. Vegalengd 10 mílur. DUNARA og Selkirk, via Clandeboye og Kipiegun (nýtt pósthús) tvisvar í viku., Vegalengd 16| mílur. ICELANDIC RIVEIt og Selkirk, via ! Geysir, Árnes, Hnausa, Gimli, Husa- vick og Nettly Lake, einusinni í viku Vegalengd 78 milur. LANGENBURG og járnbrautarstöð- inni tvisvar í viku. Vegalengd | mílu, Prentaðar upplýsingar viðvíkjandi samningi um ofangreindan póstflutning og eyðublöð fyrir tilboðin fást á póst- húsinu :í Winnipeg. Post Office Inspectors Offiee, Winnipeg, 13. Marz 1896. W. W. McLeod, Post Office Insþector, Vier faum - = = i dag = = - 60 pör af kvenskóm með ristarböndum Sem verða seldir fyrir 85 c. 60 pör af kven-Oxfordskóm 1,00 Há stígvél fyrir karimenn 1,50 Seljast vel Góð kjör .....- - Góð stígvél E. KNIGHT&CO. 431 MAIN STREET. ANDSPÆNIS PORTAGE AVE. P. S. Ljós í gluggunum alt kvöldið. Tætifæri! Tœkifœri! Notið það. Því að nú er óvanalega gott tæki- færi, bæði fyrir konur og karla (ladies and gentlemen), til að fá sér vandaðan og ódýran klæðnað fyrir vorið. Heimsækið Mr. og Mrs. S. SWAN- SON að 164 Kate Str. og segið þeim hvað yður vantar, og verið viss um, að þau gera alt, sem hægt er að gera, til að fullnægja óskum yðar. Þau sauma alt, sem yðurvantar, leysa 'þaðfljótt og vel af hendi, og gera það mjög ódýrt. Þar er einmitt tækifærið. Notið tækifærið. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HÁLLDORSSON, Park River — N. Dak. Kennari getur fengið stöðu við Thingvalla skóla fyrir 6 mánuðl; kennslan byrjar 15.Apr. næstkomandi. Umsækjandi verður að hafa staðist próf, og fá “certeficate” sitt samþýkt af kenslumálastjórninni í Re- gina. Gott kaup borgað kennara sem heldur 1. eða 2. class certificate. Send- ið tilboð yðar strax. Öllum umsóknum svarað fijótt. Churchbridge, Assa, 29. Febr. 1896. G. Narfason. Allir á siglingu til beztu Skraddarabú ðarinnar PEACE Sc CX>. 5<><> llain Str. horninu á Pacific Ave. Eötin sniðin, saumuð, og útbúin eins og þér scgið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. TILI30Ð. INDIAN SUPPLIES. T OKUÐ TILBOÐ, sem sendist undir- -LJrituðum og merkt "Tender for In- dian Supplies” verður veitt mottaka á þessari skrifstofu þangað til á hádegi þriðjudaginn 21. Ápríl 1896. Verkið sem vinna á er aðflytja varning, sem útbýtt verður meðal Indíána á fjárhagsárinu, semendar 30, Júní 1897, til ýmsra staða í Manitoba og Norðvesturlandinu. Form fyrir þessi tilboð ásamt öll- um upplýsingum þeim viðvíkjandi fást hjá undirrituðum og hjá Indian Com- missioner í Regina og Indian-skrifstof- unni í Winnipeg. Engin skylda er til að viðtaka lægsta tilboð eða nokkuð annað tilboð. Ekkert blað hefir leyfi til að prenta þessa auglýsingu nema með samþykki Queens Printer; aðrir en þeir sem hann hefir beðið að taka þessa auglýsingu til meðferðar fá enga borgun fyrir hana. HAYTER REED, Deputy Superinteudent-General of Indian Affairs. Department oflndian Affairs, Ottawa, March, 1896. FOR THE HðME. PRANK LESLIE’S P OPULAR MONTHLY Contalns each Month : Orlglnul Water Color Frontlsplece; 128 Quarto Pages of Reading Matter; 100 New and High-class lllustra- tion.s; More Literary Matter and llkistra- tlons than any othcr Magazine in America. 25 cts.; $3 a Year. Frank Leslis’s Pleasant Hours FOR BOYS AND CERLS. A Brlght, Wholesome, Juvenflo Monthly. Fully illustrated. Tho best wrlters for young peoplo oontribute to it. 10 cts.; $1 a year. SEILD ALL SUBSCRJPTIOWS T0 The Ileimskringla l rlg. k I’ubl. Co. You want to get Frank Letlie’s Popular Montbly and the Heims- kringla one year for $4.25 ’ Undoubtedlythe Best Ciub Otfers ty Send to Frank Leslie’s Fublishina Tlouae, N.7., for New Hluetrated. Premium Líst, Free.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.