Heimskringla - 30.04.1896, Síða 1

Heimskringla - 30.04.1896, Síða 1
X. ÁR. NR. 18. Heimskringla. WINNIPEG, MAN., 30. APRÍL 1896. JMYTT TÆKIFŒRI Fyrir- kaupendur Heimskringlu. Nýir kaupendui- fá Heimskringlu frá byrjun April til ársloka ásamt Öldinni frá byrjun (fjóra árganga), sem inniheldur ýms- ar sögur og fróðlegar ritgerðir, fyrir SiSí.oO. Allír knnpendnr sem hafa borgað yfirstandandiárgang og allir sem borga oss nú upp að síðastl. Jan. (’96) eða senda oss minst $2.00 upp í gamlar skuldir, ef stærri eru, geta feng- ið eina eða fleiri af bókum þeim, sem hér eru taldar, með því að senda oss, auk borgunar fyrir blaðið, upphæð þá, sem sett er aftan við nafn þeirrar bókar eða bóka, sem þeir velja sér : Beauties and Wonders of I.and and Sea, 324 bls.....35c. History of the Civil Wor, 413 bls..................15c. Poultry Book, 224 bls..............................lOc. Horse Book, 178 bls................................10c. Guilivers Travels Idle Thought of an Idle Fello’.v The Chimes (Dickens) Widow Bedott and Mr. Crane Hovv Widow Bedott popped the question to elder Sniffles Allar þessar 5 bækur fyrir..15c. Dessar bækur eru fróðlegar, þarfiegar og skemtilegar og eru góð eign fyrir jafnlitla peninga. “Horse Book” og "Poultry Book” eru ómissandi fyrir bændur og enda fieiri. “Beauties and Wonders of Land and Sea’’ er náttúrufræðisbók með myndum, og höndlar mest um dýraríkið. Smásögurnar eru allar framúrskarandí hlægilegar enda ritaðar af nafkunnum ‘grínistum’. “Gullivers Travels” þekkja ýmsir, það er napurt háð sem varla á sinn líka. 'Idle Thought of an Idle Fellow’ er eftir hinn nafnkunnasta ‘grínista’sem nú er uppi á Englandi, Jerome K. Jerome, og er eins og flést sem hann ritar, afar hlægilegt. “The Cliimes” er draugasaga eft- ir Charles Dickens ; nafn höfundarins er nægilegt meðniæli með henni. Sögurnar af “Widow Bedott” eru óviðjafnanleg- ar í sinni röð. Máltæki eitt segir : hlátur og langlífi eru oft- ast samfara. Ef þið hafið hug á að verða langlíf, þá reynið ofangreindar bækur. Þeir sem boi'ga þennan árgang (10.) að fullu, eða beir sem borga upp gamlar skuldir og um leið fyrir þennan árgang, og þeir sem gerast nýir kaupendur og borga fyrirfram, fá einnig fritt söguna. Mikael Strogoff, innfesta í góða kápu. Sagan er nú öll komin út og er 361 bls. að stærð, i áttablaða broti. Eins og mörgum er kunnugt, er þetta ein hin bezta saga, sem lögð hefir verið út á íslenzku, og ættu menn því að nota tækifærið og ná í hana áður en hún gengur upp. (Að eins 150 eintök eftir). Þessi tilboð standa til 1. Júli næstkomandi, ef upplagið af ‘Strogoff’ verður ekki gengið upp fyrir þann tíma. Engar premiur verða sendar til Islands, nema borgað sé fyrir þær sérstaklega. The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. FRETTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG 23. APRÍL. Flóðin í Quebec hafa valdið eigna- tjóni svo skiftir milj. dollars, aðsagter. Hafa þar aldrei um langan tíma komið jafnmiklir vatnavextir. Flóðið er nú að réna. Demókratar i Alabama hafa á al- mennum fundi afróðið að biðja um frí- sláttu silfurs. Fulltrúar þess ríkis á Chicago-fundinum eiga að gefa atkv. sin þei’m manni fyrir forsetaefni sem því máli or hlyntur og öðrum ekki. Það er fullyrt í frognum frá Þýzka- landi að virkilegt sóknar og varnar samband sé ákomið milli Transvaal og Orange fríríkis-manna. Og fylgir það sögunni að stórkostlegt strið sé fyrir hendi í Suður-Afríku. ef Bretar ekki láta Transvaal-menn fá öll þau völd er Þeir vilja. Austurrikis keisari afhjúpaði í gær myndastyttu Mozarts, hjá einu mesta söngleikhúsinu í Vinarborg, í viðurvist fjölda mesta af stórmennum úr öll- um óttum. Þrjúhundruð merkir Bandaríkja- menn komu saman á fundi í Washing- ton í gær til að ræða um allslierjar sátt- arrétt til að úrskurða öll þrætumál þjóðanna, með sérstöku tilliti til ensku- mælandi ættbálkanna. Það þótti ekki álitlegt að afvopna stórþjóðirnar eða fá þær til að gera það enn sem komið er, yfir höfuð að tala, en ræðumönnunum kom saman um að það væri tilfækilegt að koma í veg fyrir stríð nú þegar milli enskumælanði þjóðanna. Það mælti alt með því að þær væru komnar þeim mun lengra óleiðis en hinar, að þær gætu hafið það verk, sem yrði alment á sínum títna. Sagt er að mannskæð orusta milli Breta og Súdan-manna flafi átt sér stað nýlega t grend við Kartúm og að 500 manns hafi fallið af Súdan-mönnum. Bretar háru sigur úr býtum. FOSTUDAG 24. APRÍL. Sambandsþing Canada verður rofið í dag. Kosningar fara fram 23. Júní næstk. en ekki 16. Júní eins og getið var um í síðastabl. Seinustu fregnir frá Cuba segja að einu héraðinu i grend við Havana, hafi 1,000 Cuba-menn lagt niður vopnin og skilmálalaust gengið á ltendur Spán- verjum. Hungursneyð er sögð í á- kveðnum héruðum á eyjunni.. Á Frakklandi stendur alt fast enn. Ráðaneytið hefir ekki sagt aí sér og það or talið að eina tiltækilega ráðið til að greiða úr flækjunni só það, að Faure forseti segi af sér, með þeim skilmálum auðvitað, að hann verði endurkosinn ;nnan fárra daga. Það er sagður eini vegurinn til að fástjórnarskránnibreytt svo, að efrideild megi lúta valdi full- trúadeildarinnar. Ef hann sogir af sér á alt að vera tibúið til að samþykkja á fáum stundum nauðsynlegar stjórnar skrárbreytingar. Að þvi búnu má kjósa forseta á ný og þá er alt búið. Þriggja daga minningarhátíðSkake- spears hefir staðið yfir ó fæðingarstöð hans, Stratfórd-on-Avon á Englandi (var fæddur 23. Apríl 1561). í þessu hátiðahaldi tóku þeir jafnan þátt Bretar og Bandarikjamenlj. í gær var þar vígt leikliús og Museum sem tileinkað er Shakespeare og meistaraverkum hans, Telegraf-þráðurinn milli Buluwayo í Matabelalandi og Góðrarvonarhöfða hefir r.ú verið högginn svo engar fregnir eru fáanlegar fyr en gert verður yið vír- inn. Flokkur manna með öflugan vörð um sig hefir þegar verið sendur til að gera við fréttaþráðinn. Þegar síðast fréttist höfðu Matabela-menn ekki gert áhlaup á þorpið. LAUGARDAG 25. APRÍL. Sir Donald A. Smith var kjörinn umboösmaður Canadastjórnár á Eng- landi, á fundi ráöaneytisins i Ottaw gær.—Sir McKenzie Bowell er stjórnar- formaður enn, þó búist sé við á hverri stundu að hann víki og að Sir Charles Tupper taki við. Um 5,000 manns gengu með blys, hljóðfæri o. þvl. um strætin í Montreal til að heilsa Laurier. Efrideild Frakka sá sig um hönd i gær. Afréði þá að samþykkja fjárveit- inguna til að borga fyrir herkostnað á Madagaskar. Þó lítið sé er það vinn- ingur fyrir stjórnarformanninn, Buor- geois. Strax á eftir var í efrideildinni borin fram uppástunga um undirritun stjórnarskrárinnar, en hún var þegar feld moð 214 gegn 33 atkv. Að öðru leyti eru ástæðurnar óbi-eyttar, og þykir ekki ólíklegt að endir þrætunnar verði sá, að þingið verði rofið. Weyler herstjóri á Cuba hefir aug- lýst, að allar sakir skuli gefnar upp, ef uppreistarmenn vilji leggja niður vopnin innan 20 daga. Þeir sem ganga að boðinu eiga að gefa sig fram við hina ýmsu herforingja Spánverja í hér- uðunum. Það er ekki búist við að margir renni á þetta agn. Telegrafsamband komst á um stund í gær milli Góðrarvonarhöfða og Bvlu- wayo, en ekki nema um stund. A þeim litla tíma fréttist að um 300 Ev- rópumenn hefðu gert áhlaup á Mata- bela-menn, en máttu hörfa undan um síðír. Orustan var hin skæðasta. en óvíst hve margir féllu. MÁNUDAG 27. APRÍL. Eftir fregnum frá London að dæma er lítil ef nokkur von til að samþykkt verði á þessu þingi Breta lögin sem banna innflutning kvikfónaðar frá út- löndum. Þær fregnir falla engum í Canada illa. Sir Henry Parkes, mikilliæfur mað- í Ástralíu og stjórnarformaður í New South Wales-héraðinu þrisvarsinn- um, lézt í Sidney í Ástralíu á laugar- daginn var, 81 árs gamall. Félag er komið á laggirnar (á j>app- írnum) með $178 milj. höfuðstól. til að gera óslitna skipaleið frá Dulutli norður að Hudsonsflóa. I félaginu eru sagðir auðmenn í Duluth, St. Paul, New York og Pliiladelphia. Á þjssari leið þarf að gera skipaskurð alt að 200 railur á lengd og á einum stað, ekki alllangt norðvestur frá Duluth. á hann að liggja i jarðgöngum á 3J mílu sviði. Skurð- urinn á að verða 150 feta breiður og svo djúpur að eftir honum fljóti gufuskip, er rista 8 fet. Skurðurinn á að verða fullgerður að 6 árum liðnum.—*Það er ekki ástæðulaust að ímyhda sér að það verði ráðagerðin. en ekki skurðurinn sjálfur, sem verður fullgerð eftir 6 ár. Eldsvoði mikillí námabænum Cripple Creek i Colorado, á laugardaginn Eignatjón um $t milj. Herafli Spánverja á Cuba er nú eftir ný-útkominni bók um það efni í Madrid, 238,295 menn, —hefir verið aukinn svo nemur 36 þús. hermönnum síðan á nýári. Kruger forsetii Transvaal lýðveld inu hefir ákveðið að heimsækja Breta sumar, samkvæmt boði Chamberlains útríkjastjóra. A níu mánuðum, sem af voru fjár- hagsárinu í lok siðastl, Marzmán., voru viðskifti Canadamanna við útlönd rúm- lega $11& milj. meiri en á sama tímabili ifyrra. ÞRIÐJUDAG, 28. APRÍL. Sir Charles Tupper tók við for- menusku Canadastjórnar í gærkveldi seint. Það er mælt að hann skifti um 4 ráðherra; að út fari Daly, Ouimet, Desjardins og ef til vill einn til, en að í þeirra stað komi Hugh J. Macdonald, Merodith yfirdómari í Ontario, Chap- leau fylkisstjóri í Queéec og A. R. An- gers. En alt þetta eru ágízkanir. Þrátt fyrir bann stjórnanna ímörg- um ríkjum í Norðurálfu, eru verkmenn að húa sig undir hátíðaliald mikið, sem fram skuli fara 1. Maí. Gufuvaguinn, sem dróg Atlantic Express-lestina á C, P. R., hljóp y/'spor inu á mánudaginn fyrir austan Port Arthur. Vélastjórinn einn beið bana. Keisari Kinverjauna hefir gefið út skipun um að byggja skuli járnbraut frá Peking suöur til Hankow. Vega- lengdin er um eða yfir 500 milur enskar. Fellibylur olli iniklu eignatjóni í Kansas ígær og 11 manns biða bana. MIÐVIKUDAG, 29. APRÍL. Dómstólarnir í Transvaal liafa úr- skurðað 3 enska hermenn og 1 amerik- ana (Bandarikjamann) dauða seka, af þvíþelr hafa játað á sig að hafa geri samsæri gegn Transvaal-stjórninni og beðið Dr. Jameson að koma með liðs- afla sór til hjálpar, af því þeir óttuðust áhlaup Bóaranna á Johannesborg. — Fregn þetsi hefir kveikt æsingar miklar bæði í London og Washington, en það er alment álit stjórnanna, að dómurinn sé gerður svona harður til þess miskun- semi Krugers sýnist vera svo miklu meiri, er hann, sem vant er, gefur mönnum öllum líf og ef til vill ekki nema fárraára fangelsi. Ibúar Parisarborgar eru nú taldir 2,511,455. Bourgois-stjórnin á Frakklandi er enn við völdin að nafninu, en alt stend- ur fast og nýtt raðaneyti meðM. Meline í forsetasæti er tilbúið að taka við stjórninni hvenær sem vill. En svo eru horfurnar illar að búist er við þingrof- um á hverjum degi. Sönnun þykir fengin f.yrir því, að X-geisIar Röntgens eyði diphtheriu- bakterium. Kemur sú fregn frá Mis- souri-háskólanum. Kraftaverkakenningin- Hún útbreiðist furðanlega í Ame- ríku “Mirakel”-trúin, og sannast i því sem fleiru að satt er það sem Barn*m sálugi, ‘Circus Barnum’, sagði um Ame rikumenn, að þeir hefðu ánægju af að láta gabba sig. Það eru einkum þrjár trúflokka deildir, sem haldast í hendur og eru samtaka í að prédika krafta- verkatrúna. Fyrst er að telja kaþólsku kyrkjuna, sem alt af hefir ný ogóvið- jafnanleg kraftaverk til að sýna og segjafrá, Næst henni gengur “kristi- lega heimspekingafélagið”. Það lætur ekki sitteftir liggja að útbreiða trúna á kraftaverk, einkum að því er sjúkdóms lækningar snertir. Reyndar gengur þeim bezt, enn sem komið er, að drepa þá sem þeir ætla að lækna, en það er þá því einu að kenna, að hinn sjúki hefir ekki nógu - sterka trú. Þriðja stór- deildin, sem farin er að útbreiða krafta- verkatrúna, er islenzka lúterska kyrkju félagið, eins og sjá má í síðasta blaði Lögbergs. Er þar byrjað á hvalsög- unni og er það vel til fallið, því séu menn tilbúnirað trúa lienni, þá má ó- neitanlega bjóða þeim flest, hversu blandið sem það kann að virðast. Mik- ið gagn væri það þessari ný-kristni, ef þessnr þrjar trúflokkadeildir gætu kom- ið sér saman um að ganga í sambaml, til sóknar gegn vantrúnni á krafta- verkin. 8ú aggregfitton gæti orðið enda tilkomumeiri frá sjónarmiði áhorfand- ans, en sáluhjálpatherinn með öllum sinum ærslum. Kraftaverkasýningarn- ar, sem sú þrenning gæti útbúið og sýnt um þvert og endilangt landið, gætu enda orðið á við ‘Barnums Cir- cus’, ef ekki enn meira aðdráttarafl. Það má geta nærri hvort margur mað- urléti ekki “kvartinn” með glöðu geði fyrir t. d. að sjá loddara þessarar ný- kristnilJíka ‘‘rollu” þeirra Jónasar og hvalsins! Karlmanna drengja 02T fatnadir. Farðu hvert sem þú vilt en þú færð aldrei eins góð kaup eins og lijá Walsh. Aldrei áður hafa föt verið seld eins ódýrt og þau verða nú seld ÞVÍ Þetta eru sýnishorn af verðinu: Handa karlmönnum. Aðflutt karimanna föt iir einskeftu grá,brúnetc. fóðruð með satin $8.50 Halifax vaðmálsföt af ýmsum litum með vönduðu fóðri af öllum stærðum $4.50 sergeföt $3.15. Unglingaföt. Vaðmálsföt með ljósum og dökkum litum, og góðu fóðri. Stærðir frá 31 til 35 $2.50 verða seld fyrir $4.00. Föt úr ensku og skozku vaðmáli og einskeftu vönduð og útlitsfalleg $7.50 Blá sergeföt $2.95. Fyrir drengi. Canadisk vaðmálsföt fyrir drengi upp að níu ára aldri $2.25. Drengjaföt úr skozku efni með ný- asta sniði af öllum stærðum $3.00. Blá sergeföt fyrir $1.00. Sumaryfirhafnir, gráar, Brúnar og dumblitar á $4.50 5.50 og $7.50. Mellissa og Rigby vatnsheldar káp- ur með slagi eða án þess $8.50 til $11.50' Vax kápur og Mackintosh frá $2.00 til $7.50 Buxur. 500 vaðmáls og einskeftu buxur 75 cents og yfir. Hattar. 10 tylftir af stífum liöttum af ym- sum litum 25c 50c eru $1.50 til $2.00 virði 7 tylftir af linum höttum á 75 og $1.00 það erhálfvirði. Skyrtur,kragar, hálsbindi, sokkar, uppihöld etc. með niðursettu verði. Mr. Hjörtur Lindal vinnur í búðinni. 515 og 517 Main St. Gegnt City Haíl. Korðmenn dánir. I Kristjaniu er ný látinn hinn nafn kunni háskólakennari við Kristjaniu- háskólann, Fredrik Wilheltn Klump Bugge, 58 ára gamall; dó úr heilaslagi. Hann var vigður byskup í Kristjaniu byskupsdæmi fyrir eitthvað 2 árum siðan. í California er ný látinn Norðmað- urinn J ames Do Reymert, 75 ára gam- all. Hann er nafnkunnur fyrir það einkum. að hann var ritstjóri fyrsta blaðs Norðmanna. sem út kom i Ame- ríku. Hét það ‘Nordlyset’ (Norðurljós- ið), og byrjaði að koma út árið 18"i7 i norskri nýlendu, Norway, íRacine County í Wisoonsin. Sendið fjögur cents FYRIR SEX FALLEGAR DÚKKUR MED SEX KLÆÐNUÐUM. Þeir sem búa til Diamond Dye liafa mjög fallogr leikfang, sem þcir senda til allra þorpa, bæja og borga í Canada. Þessi leikföng eru kölluð Diamond Dye Dolls. Sex af þessuin Dúkkum, með sex auka klRiðnuðum verða sendar hverj- um sein sendir fjögur cent i frímerkj- um til undirritaðra. Þessar dúkkur eru mjög fallegar útlits og uppáhald barnanna. Þegar þú sendir eftir dúkkunum, þá biddu um að sendti þér spjald með fjörutíu og fimtn sýnishornum af l’tuðu klæði, og bók með fyrirsögninni um hvernig eigi að lit-a með Diamond lit- um. Þetta fæst endurgjaldslaust.— Wells & Rioliardson Co., 200 Mountain Street, Montreal. komu og kveldveislu í húsi Mr. Erlindar Þórðarsonar á Maryland Str. Var til gleðinnar boðið, auk meðlima félagsins sjálfs, ymsum mönnum úr söfnuðinum og nokkrum utansafnaðarmönnum. Fóru veitingar fram með risnu mikilli, ognaumast munu menn geta skemt sér á fr.iálsari hátt en þar var gjört. Aðal- skemtanir voru samsöngvar, einsöng- var (solos), hljóðfæra samspil, ýmsir al íslenzkir alþýðuleikir, danz og ræðu- höld. Var ekki sjáanlegt annað en allir færu þaðan liarðánægðir með byrjun sumarsins, þrátt fyrir það að veðrið var eitthvert hið leiðinlegasta sem nátturan hefir lftist að bjóða mönnum nú um tíma. Alls mun hafa verið hér saman- komnir yfir 50 boðsgestir, og komu þó margir eigi sökum yfirferðarinnar og veðursins. Það er fagurlega og vel hugsað af hverjutn þeim Vestur-íslendingum sem gjöra sér ámök til að viðhalda saklausri endurminingu þjóðflokks sins hér í landi um alþýðu hátiðisdaga og skemtanir á íslenzka vísu. Er það reyndar ekkert ýkjum líkt, þar sem íslenzk kvennfélög fjalla með fyrirtækin. Það hefir eltki getað annað en sést við og við, og mun að líkindum sjást betur fratnvegis, að að kvenfélögin her i bæ, og yfir höfuð. hafa fleira til síns ágætis en vamma sinna, og að hver sá félagsskapur, sent hefir þau nteðsér vinnandi, stendur betur að vígi í framsókn sinni en ella. Hálfömurlegt er reyndar af og til. að minnast þess i sambandi við liðna timan,hvestarfsemi þeirrahefir í ýmsum atvikum verið miður þökkuð og virt ett verðugt hefir verið. En nú virðist eitts og sum önnur félögætli að fara að glóra frekar í hvaö þau eiga kvennfélögun- um að þakka. N. N. Sumardagiirinn fyrsti Á sumardaginn fyrsta hélt kvenn- félag Tjaldbúðarsafnaðariiis skemtisam Spurningar og svör. Spurningar: 1. Hafa stjornarnofndarmenn verzl- unarfélags brotið rétt á verzlunarstjóra eða sýnt honum nokkra ósanngirni og óvirðingu með því, að halda fram, að ársreikningar (bækur) félagsins væru yfir skoðarir, einkum þar sem það er skýrt tekið fram í félagslögunum. að „stjórnarnefndin skulí hafa náLvæmt eftirlit með liag og reikningsfærslu fél- agsins, og rannsaka reikninga þess nær sem henni þikir þurfa"? 2. Er ekki sú ástæða verzlunarstjóra t meiralægi léleg, og framkoma hans fremur óviðkunnanleg, er hann setur sig af alefli á móti því, að verzlunar- bækur félagsins sé yfirskoðaðar, vegna þess, að hann álíti, að það, að láta yfir- skoða bælcurnar, sé eingöngu sprottið af ástæðulausri tortrygni og illgirni við sig en alls engri nauðsyn ? 3. Þó nú verzlunarstjóri virkilega áliti þetta—að bókayfirskoðunin væri eingöngu sprottin af ástæðulausri tor- trygni og illgirni við sig—,ætti þad þá ekki einmitt að vera hvöt fyric hann, til þess að stuðla að því eftir megni, að bókayfirskoðunin færi fram, og það sem fyrst, svo að honum með því gæti gefist kostur á að sýna og sanna, að ,,tortriggni“ stjórnarnefndarmanna væri á alls encum rökum byggð? 4. Er reikninga-yfirskoðun annars ekki gömul og góð siðvenja i flestum eða öllum félögum, sem á annað borð nokkra bókfærslu hafa? 5. Getur ekki bókayfirskoðun farið fram um eða létteftir að hlutaðeigandi félag hættir tilveru sinni? 6. Er ekki vanalegt, að öll bréf, sem sem rituð eru til eins félags, og aðeins snertandi málefni þess, sé, ásamt öðrum skjölum og skilríkjum, geymd hjá ritara félagsins, en ekki forseta þess? Svb. Friðbjörnsson. Scör. 1. Það er síður en svo sé. Lað er bara sjálfsagt að yfiskoða reikninga eins félags einusinni á ári. 2. Heldur virðist það vera. 3. Svo sýnist það víst. 4. Jú, í öllum félögutn, að því er oss er kunnugt. 5. Þarf að fara fram dður en það hættir að vera til, en svo getur hún auðvitað farið fram síðar, ef einhver fyrrverandi félagsmaður vill kosta fé lil þess og ef hann þá hefir bækurnar. 6. Það er undir því komið hvort bréf þau sem um er talað hafa voriö lesin á félagsfundi eða ekki. Undir öllum kringumstæðum ætti einhver í félaginu að geymá áríðandi bréf, en eins og spurningin liggur fyrir, er ómögulegt að segja það skyldu félags-itarans að geyma þau. Það er auðvitað hans að geyma bréf, sem lesin hafa verið og rædd á fundi, en séu engin ákvæði um að liann geymi öll áríðandi bréf félags- ins, getur hann ekki verið skyldugur til að geyma önnur bréf en þau, sem kom- ið hafa fyrir félagsfund, eða borist hon- um sjálfum. VKITT RÆ.STU VERBLATIN A HEIMSSÝNINGUNN DR VWCíí W CRE4M BAKING P0WDIR . IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar Jowder. Ekkert álún, ammonia eða ðnnur óholl efni. 40 ára veynslu.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.