Heimskringla - 16.07.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.07.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 16 JÚLÍ 1896. j Heimskringia • PUBLISHED BY • The Heimskringla Prtg. k Publ. Co. • •• •• 5 Verð blaðsina í Canda og Bandar.: • $2 um árið [fyrirfram borgað] • Sent til íslands [fyrirfrain borgað Jj af kaupendum bl. bér] $ 1. J •••• 2 Uppsögn ógild að lögum nema • kaupandi sé skuldlaus yið blaðið. • ••• • Peningar sendist í P. O. Money • Order, Registered Letter eða Ex- • press Money Order. Bankaáyis- ® anir á aðra banka en í Winnipeg • að eins teknar með afföllum. • • •• • EGGERTJOHANNSSON v EDITOR. • EINAR OLAFSSON • BUSINESS MANAGER. 2 •• •• • Office : • Comer Eoss Ave & Nena Str. P. O. Box 305. Laurier við stýrið. Sir Charles Tupper sagði af sér á þriðjudaginn 7. Jiilí, en af því eitthvað bar á milli hjá honum og Aberdeen landsstjóra var uppsögnin ekki tekin gild þann daginn, ekki fyrr en kl. 5.j að kvöldi hins 8. Jiilí, — rétt tveim vikum eftir að úrslit kosninganna urðu kunn. Ekki verður því þess vegna borið við, að conservativar hafi setiö að völdum lengur en góðu hófi gengdi eftir að kunnur varð sá vilji þjóðarinnar, vilji hins fransk-kaþólska hluta þjóðarinnar, að þeir yikju fyrir liberölum. Þegar litið er á, að liberalir áður þurftu meira en mánuð til að búa sig til burtferðar, eftir 5 ára stjórn, virðist það benda á að conservativar viðhafi meiri reglusemi,að þeir eru albúnir til burtferðar á tveimur vikum, eftir 18 ára stjórn. Þessi iiraði bendir óneitanlega á að þeir hafi miklu minna til að hrinda í lag, eftir 18 ár, en Mackenzie-stjórnin eftir 5 ár, eða þá hinsvegar að conservativar eru þeim mun stórvirkari, — nokkuð sem stjórn- málaftefna beggja flokka út af fyrir sig líka virðist benda á. En hvað sem því • líður þá er þetta víst, að þeir eru gengn- ir af stjórnarbekkjunum í Ottawa — í bráð. Sama kvöldið var sendiboði sendur til Arthabaskaville í Quebecfylki, heim- ili Lauriers, til að sækja hann og fá hon um í hendur stjórnartaumana. Daginn eftir (fimtudag 9. Júlí) kom hann til Ottawa og tók við stjórninni. Aður hafði hann ráðið meðráðeudur sina, — ráðherrana, og stóð þessvegna ekki á neinu, nema fá þá endurkosna og sem ganga má úr skugga um að gengur vel, enda þótt kndlega kunni að vera unnið á móti sumum þeirra, því að það getur verið gagn og er undir öllum kringum- stæðuin álitinn sérstakur heiður að hafa ráðherra í stjórninni fyrir fulltrúa á þiugi. Á laugardaginu 11. Júlí tók Lauri- er formlega við stjórninni, er hann af- lagði embættiseiðinn, en ekki gat hann auglýst meðráðanefnd sína fyrr en á mánudag. Þessir eru í ráðaneyti Lau- riers : Forseti ráðsins Wilfred Laurier; formaður verzlunarmála Sir Richard Carthwright, dómsmálastjóri Sir Oliver Mowat, hermálastjóri Dr. Borden, fjár- málastjóri W. S. Fieldings, sjómála- stjóri L. H. Davies, ráðherra opinberra starfa J. Israel Tarte, ráðherra járn- brautamála A. G. Blair, ráðherra ak- urvrkjumála Sidney Fisher, póstmála- stjóri W. Mulock, tollmálastjóri W. Pntterson, ríkisritari R. W Scott, In- land Revenue Sir Henry Joly, Solicitor General Chas. Fitzpatrick, innanríkis- stjóri er ónefndur enn. — I ráðaneyt- inu eru og C. A. Geoffrion og R. R. Dobéll, en hafa engan ákveðinn starfa. Á Mánudag 13. Júlí 1896 tók Laurier stjórnin formlega við völdum, því þá voru fengnir allir ráðlierrarnir nema einn (sá frá Manitoba). Það eru líkur til dú sð Greenway taki inuan- ríkisstjórnina, að minsta kosti má telja víst að honum verði boðið það. Og austur fór hann á Laugardaginn var. Fór þá til St. Paul og þaðan á Sunnu- dagskvöld áfram austur.—Undireins og ráðaneitið varmyndað hafði það furidog var afráðið að hafa ráðherra kosningar C. Ágúst næstk., ef til kosninga komi,— útnefninga fundur, 30. Júlí. Þá var og ákveðið að kalla þingið saman 19 Águst, til að kjósa þingforseta, o. s. frv. En formlega verður þingið ekki sett fyrri en á fimtudaginn 20. Ág. Þannig er þá komið að því að reynd verður hin kyn-marga stjórnarstefna ‘liberala’. Það má mikið vera ef hún tekur ekki einhverjum stakkaskiftum þegar til kemur. Það sýnist enda ó- mögulegt annað en hún breytist að ein- hverju leyti. Hvað toll og viðskiftamál snertir, þá er það víst, að ekki getur hvorttveggja verið samfara : “Free trade” eins og á Englandi” og “unre- stricted reciprocity” við Bandaríkin. Önnurhvor þessi stefna verður að víkja. Sama gildir er til skólamálsins kemur. Það tjáir ekki mikið lengur að viðhafa tvæ? gagnstríðandi stefnur í því máli, — að telja mönnum í Mani- toba og í öðrum protestanta-kjördæm- umtrúum, að ekkert verði gert fyrir minnihlutann (kaþólíka) í Manitoba, og að þess vegna sé lífsspursmál að hafa ‘liberal’-stjórn, en samtímis að telja mönnum í kaþólsku kjördæmunum trú um að enn betur verði gert við minni- hlutann í Manitoba, en fyrirhugað var hjá Tupper-stjórninni. Önnurhvor stefnan verður að víkja. annaðhvort þetta loforð að reynast tál. Hvort þeirra það verður látum vér ósagt. Líkurnar sér hver maður, og það næg- ir. Ástæðurnar eru þessar, að Quebec- fylki eitt ræður úrslitunum, ræður Ca- nada í heild sinni, eins og stendur. Quebec erkaþólskt fylki aðallega. Frek- ari skýringar eru ónanðsynlegar. Lik- urnar á því hvort loforðið reynist tál, eru auðsæar þegar þessa er gætt. I sam bandi við skólamálið má og geta þess, að sagt hefir verið að Laurier ætlaði að fá fulltrúa frá páfanum til að koma hingað og setjast áráðstefuu með iiinni fyrirhuguðu rannsóknarnefnd. Reyn- ist það satt, er auðyitað að úrskurði sendiboðans frá Rómaborg verður hlýtt verður fullnægt. En svo er engin vissa fyrir að þetta sé nema flugufregn, en aftur á móti er það víst, að páfinn á nú innan skamras að fá greinilegar fregnir af ástandinuí Manitoba. A leiðinni til Rómaborgar eru nú tveir duglegir menn og valdmiklir í Ayrkju- málum. Það eru þeir Langevin erkibyskup í St. Boniface, Manitoba og Satolli kardináli frá Bandaríkjunum. Ef fregnunum er að trúa á kardinálinn að minnast á þetta mál við páfann, ekki síður en erkibyskupinn. Það er sem sé sagt að hanu eigi að flytja boð- skap frá Laurier. Sem stendur bendir þess vegna alt á, að “hinn heilagi faðir” í Rómaborg eigi nú fyrir alvöru að leggja hönd á plóginn og hjálpa annað- hvort Joseiih Martin til að verjast kaþ- ólíkum, eða Wilfred Laurier til að út- vega minnihlutanum “fullnaðarrétt- indi”. Að h vorri stefnunni “hinn heilagi faðir” muni hneigjast, það getur hver einn getið á. Því hefir verið fleygt fyrir um und- anfarinn tíma, síðan kosningaú rslitin urðu kunn, að “liberalir” nú mundu ætla að breyta um hina viðteknu stefnu sína. að því er snerti almenn framfara- mál innan ríkis. Það er með öðrum orðum, sagt að [ieir hugsi sér að verða framkvæmdarsamir menn og gera eitt- hvað stórt. Meðal annars er sagt að þeir muni taka vel í málið að fá hrað- skreiða gufuskipa línu stofnaða, milli Canada og Englands, að þeir muni hafa í hug að fá byggða járnbrautina frá McLeod í suður-Alberta vestur um Klettafjöll, um Hrafnhreiðursskarð, vestur í Kootenai-námahéraðið, m. fl. Það hefir enda verið sagt að þeir hafi hugfast að fá bygða hina lengi þráðu járnbraut norður að Hudsons-flóa. Stefnuskrá þeirra ber ekki vott um neinn slíban framsóknaranda, en svo er ekki að marka það. Þeir eru æfðir i að breyta um stefnu, — að láta byr ráða siglingu. Og það er enganveginn ólík- legt að þeir séu farnir að sjá það og skilja að vesturlandið útheimtir stór- huga, starfandi stjórnara. Þeir hljóta að reka sig á það, að vesturlandið er nú farið að fá það bolmagn, að þeir mega til að bjóða því eitthvað annað en þeir hafa haft á boðstólum að undan- förnu. Það er ekki viðeigandi öllu lengur að s»gja vestmönnum að aust- menn séu búnir að sökkva ofmiklu af fé sínu hér vestra til þesS, að þeir haldi því áfram lengur. Seinasta sóknin hef- ir máske opriað augu þeirra svo, að þeir nú sjái að það er ekki mögulegt lengur að fara með vesturlandið eins og þurfa- ling, sem alt þurfi að sækja til austur- fylkjanna. Hún sýndi það seinasta sóknin, að meun vestra vita hvað þeir þurfa, hvað þeir mega til með að fá, og að þeir meta og skilja stefnu flokkanna. Þó þess vegna stefnuskrá liberala bendi ekki á neina löngun til íramsóknar, þá eru þessar fregnir um fyrirhugaða stefnu þeirra í framfara-málum enganveginn ótrúlegar. Og alls vegna væri óskandi, að þær fregnir reyndust sannar. Reyn- ist þær sannar, þýðir það ekkert annað en það, að liberalir viðtaka stefnu con- servativa hvað öll slík mál snertir og mun enginn conservativa klagayfir því. Þannig lyktaðí þá sókninni, sem Laurier hóf fyrir 10 árum síðan, — þeg- ar Louis Riel var "hengdur. Það var þá að hann og Mercier tóku höndum saman í þeim tilgangi að spana menn upp í trúar og þjóðflokka stríð. Þeir á- litu að Louis Riel hefði verið hengdur, ekki fyrir það að hann tvívegis gerðist landráðamaður og steypti landinu í blóöugt stríð, heldur fyrir það að liann var af frönskum ættum ! Þess vegna var skorað á menn að hefna nú föður- landshetjunnar og frelsisvinarins! morð- vargsinsLouis Riel. Áskorunin hreif. Quebec snerist gegn conservatívum og hefir fylt flokk ‘liberala’ síðan og aldrei betur en nú síðast.og sem ekki er ónátt- úrlegt, því auk þjóðflokkastriðsins hafði nú Laurier trúarstríðið, sem þeir vinir hans og fóstbræður í Manitoba, Martin, Greenway & Co., bjuggu til handa honum og sér. Það er eftir að vita hvernig Laurier nú notar þessi eituryddu vopn, sem hann hefir smíðað og látið smíða handa sér. Það má gera of mikið að öllu. Það getur farið svo að þessi vopn snúist í hendi hans og verði honum sjálfum að bana. Fransk- ir menn og kaþólskir i Quebec guma um það nú, að þeir, og þeir einir ráði ríki. en það er einmitt líklegasta meðal- íð til að fella þá því “illur fengur illa forgengur”. Það þarf að halda vel á og greiða vel úr vandamálum, ef sigur sem þannig er fenginn á að reynast happadrjúgur. Mannlast. ypgilegri inn held- 1 að níða 'ini, sem . i jxjirra Það hefur fyrir löngu verið viður- kendur óræltur vottur um illan málstað, rö ausa andstæðing sinn, eða andstæð- iuga, ef fleiri eru en einn, níði. Þess meira sem níðið er, þess verri er þá auð- vitað málstaðurinn. Það er hvort- tveggja að málstaður “liberala” er lé- legur, í öllu sein að virkilegum stjórn- málum lýtur, því sigur þeirra í þetta sinn er langt frá að vera nokkurri ær- legri stjórnmálastefnu aö þakka, enda þarf aldrei annað til að sannfærast um hve málstaður þeirra er algerlega einskisverður, en að hlnsta á tal ‘libe- rala’ eða lesa ritgerðir í blöðum [jeirra, á eftir hverri einustu kosningasókn. Þar er ekkert annað en æruleysis mann- last um einstaklinginn eða heilan flokk manna, eftir því sem á stendur, eftir því hvert talað er um einn eða fleiri. Blöðin sem útkoma á enskri Uiagu eru all optast full andstyggileg og á eftir hverri kosningasókn, en : þó eru sum blððin sem flo ur uppi á útlenduiu málu einstaka menn og alla í h. ekki segja já og amen við uppSstungum, óærlegum jafnt og ær- legum. Þessum hrædýrum í manns- mynd getur aldrei komið í hug, að and- stæðingur sinn, eða andstæðingar siriir hafi skoðun á landsmálum og því síður að þeir eigi heimtingu á að skoðanir þeirra séu haldnur virðingar verðar. Sjálfir krefjast þeir að hafa fyllsta mæli af því málfrelsi og því ritfrelsi, sem þetta frjálsa land getur veitt.en andvígismenn sína alla mundu þeir svifta'þessu frelsi, ef þeir þyrðu eða gætu. Að dómi þess- ara “frjálslyndu”(!) mannlastara eru andstæðingar læirra allir óbótamenn á einn eða annan veg, sem ekkert, tilkall eiga til mannréttinda. Um hverjar kosningar og á eftir þeim, skifta þeir andstæðingum sínum í tvo flokka og tvo flokka einungis, þá sem eiga að hvetja aðra til að brjóta lög og rétt og þá sem svo eiga að verða til að brjóta lög og rétt fyrir annara orð; þá seir. gefa og þá sem þiggja inútur. Aðra stétta skifting viðurkenna ‘frjálslyndu’ menn- irnir ! ekki í flokki andstæðinga sinna, ef orðum þeirra er að trúa. Þeir þora sjaldnast að ganga þannig í berhögg með sakargiftir sínar og svívirðingar gegn einhverjum ákveðnum manni, — vita sem er að það yrði afleiðinga slæmt, en dylgjurnar og hrakyrðin eru þau sömu. Aftur á móti hika þeir ekki við að bera fram kærur siuar þegar þeir tala um heildina, — en þá eiga allir óskilið mál og enginn getur sótt kvikindin að lögum. Þess vegna eru þeir óragir að ausa sínum óendanlega saur á allan helming þjóðarinnar og berja svívirði- legustu brígslum. Taki einhver sig til og biðji þá að sanna nokkuð slíkt á sig, er sá hinn sami æfinlega undanþeginn. Með þvilikum feluleik forða þessir mannorðsþjófar sér undan réttlátri húð- stroku. Það má virðast.að sé það satt að allur helmingur heillar þjóðar sé þannig að ekki fáist atkvæði nema keypt eða falsað, — þá má virðast að hinum helm- ingnum sé hætt. Það mundi flestum skynsömum mönnum koma til hugar, að sé helmingur þjóðarinnar þannig, þá sé öll þjóðin þannig. Það er liinn eini eðlilegi hugsanagangur. En það sjá ekki þessir mannlastarar eða leigutól þeirra. Til þess vantar þá vit og skilning. Sem lítinn vott þess hvernig þessir “samvizkulausu” mannlastarar snúa málunum við að vild, þegar hugsanlegt þykir að einhver verði til að trúa ein- hverju af lygunum og níðinu, þarf ekki annað en athuga ummælin um kjósénd- ur i heild sinni, sem greiddu atkvæði við síðustu kosningar, en sem ekki áttu lengur heima í kjördæminu. Þeir eru látnir heita “bófax”, “atkvæðafalsarar’’ og “illþýði” og hver er orsökin? Sú, að Joseph Martin varð undir í sókninni í Winnipeg. Til þess að sjá á hverju þessi ummæli nú eru bygð, er gaman að at- liuga hvað málgagn Martins, “Trihune” segir um þessa aðkomandi menn á raánudagskvöldið 22. Júní, — kvöldið næsta á unclan kosningadegi. Þa.ð seg- ir að conservativar gumi um fjöldann af utanhéraðs mönnum, sem þeir eigi vísa, en bætir svo við þeirri athugasemd að liberalir hafi haft umboðsmenn á að' komandi lestum undanfarna daga til að fregna hver þeirra Macdonalds eða Mar- tins ætti þar fleiri atkvæði. Og svo segir blaðið frá árangrinum af þeirri at- kvæðaleit á sunnudaginn og mánudag- inn (21. og 22. Júni), sem fylgir: “Á lestinni að vestan i gær voru 2 atkv. fyrir Macdonald, ekkert fyrir Martin. Á lestinn að austan í dag voru 28 atkv. fyrir Martin og 12 fyrir Macdonald. Á lestinni að vestan í dag voru 20 atkv. ) fyrir Macdonald og 13 fyrir Martin.’ Þá voru þessir menn ekki nefndir “bóf- ar”, "atkvæðafalsarar” eða “illþýði”. Það voru þá alt góðir menn og heiðar- legir af því Tribune viðurkendi að þar voru fleiri Martin-menn, en Macdonalds menn. En af því Martin komst ekki að þrátt fj-rir fleirtölu þessara aðsLota- dýra í sínum flokki, snúa nú þessir drenglyndu ! “frjálslyndis”-framsöga- menn blaðinu þannig við, að allir þessir aðkomumenn hafi fj’lgt Macdonald og umhverfast því í “bófa” o. s. frv. Þann- fara þessir mannlastarar með sjálfa sig í gapastokkinn áður en þeir vita af. — Skyldu ekki einn eða tveir af þessum “bófum” hafa slæðst til Nýja-Islands og greitt atkvæði fyrir McDonell, 23. Júní síðastl? Það kvikindi er ekki á skriði milli himins og jarðar, sem viðbjóðslegra er og fyrirlitningar verðara, en þau hræ í mannsgerfi, sem, hvort heldur þau eiga sæti á þingi eða í kyrkjufélagi kristinna manna, eða ekki, iðka þá list að lasta meðbræðurna, og bera út óhróður um sér meiri og betri menn. Þeir menneru í raun réttri ekkert annað en umfarandi S'inrvonnur,—rennur til að dreifa um ali . iitrð r öllum þeim saur, öllu því 8o: p 02 skólpi. som í þær er steypt. Það eiu þesskyns tilverur. sem ætíð og æfínlega eru tilbúnar að halda því fram að það sé enginn ærlegur maður til og engin dygðug kona. Þessar tilverur hafa ekki nema sitt eigið náttúrufar, sínar egin eftiilanganir og óskir, fyrir mælikvarða. Þær þekkja ekki annað til samanburðar og á þann mælikvarða mæla þær svo alla aðra menn og þar af leiðandi leitast þær svo við að draga alla aðra niður á sitt eigið óþverralega stöðusvið. Getsakirnar sem þær gera öðrum og útmálum þeirra á breytni annara, lýsa þess vegna eins vel og lýst verður, hvað þessar mannfélagsnöðrur rnundu aðhafast, ef þeim gæfist tækifæri að vinna verk þeirra manna, sem þær i sífella spú galli sínu og eitri á. Því miður hafa hegningarlögin ekki enn ákveðið sérstaka hegningu fyrir 3taðlaust mannlast, slúður og lygar. En víst verðskutyar þó sá maður þunga hegnjngu sem vaknar til þess á hverjum morgni, að lasta alla menn sem ekki eru klíkubræður hans, bera á þá lognar sakargiftir og leitast við að svifta þá tiltrú og mannorði, — og sem sofnar út frá þessu verki á hverju kvöldi, en sem, sé til hans telcið, hefir þá vörn ætíð á reiðum höndum: “Annar sagði mér”. Því miður hafa hegningarlögin ekki enn ákveðið hvað gera skal við þetta nöðru- kyn, þó auðsætt sé hve nauðsynlegt er að því sé haslaður völlur til að spú eitii sínu og ólyfjan á. Gull og silfur. I siðasta blaði sýndum vér hvernig atkv. frá hinum ýmsu ríkjum féllu í gull- og silfurmálinu á þjóðfundi repú- blíka í St. Louis. Til samanburðar setjum vér hér samskonar atkvæða- greiðslu á þjóðfundi demókrata í Chi- cago 9. Júlí. Yið þann samanburð sjá menn greinilega hvernig aðferð hefir verið viðhöfð í héruðunum, er verið var að útvega fulltrúa á þjóðfundinn, því atkvæðin á fundinum sýna skipun þeirra, er heima í héruðunum kusu fundarmenn, og ekkert annað. Fylgjandi skýrsla sýnir þá atkvæða- greiðslu hinna ýmsu ríkja : Atkv. með Ríkin Silfri Gulli Alabama 22 00 Arkansas 16 00 Calífornia 18 00 Colorado 8 00 Connecticut 00 12 Deleware 5 Florida1 5 3 Georgia 26 00 Idaho 6 00 Illinois 48 00 Indiana 30 00 Iowa 26 00 Kansas 20 00 Kentucky 26 00 Louisiana 16 0 Maine. 2 10 Maryland 4 12 Massachusetts 3 27 Michigan 28 0 Minnesota* 6 11 Mississippi 18 00 Missouri 34 00 Montana G 00 Nebraska 16 00 Nevada 6 0 New Hampshire 8 8 New Jersey 00 20 New Mexico 6 0 New York 00 72 North Carolina 22 00 North Dakota 6 00 Ohio 46 00 Oregon 8 00 Pennsylvania 00 64 Rhode Island 00 8 South Carlina 18 00 South Dakota 00 8 Tennessee 24 00 Texas 30 00 Utah 6 00 Vermont 00 8 Virginia 24 00 Washington-ríki .... 5 3 West Virginia 12 00 Wisconsin 00 24 Wyoming 6 00 Borgin Washington 6 00 Alaska 10 6 Arizona 6 00 Oklahama 6 00 Indian Territory.... 6 0 Alls 628 301 Atkv. alls 930 Uppreistin á Krít. Styrjöldin á Cuba, svo nálægt mönnum hér vestra, veldur því að menn gefa því lítirin gaum, að sams- konar styrjöld stendur yfir á hinum söguríka hólma í austanverðu Jmiðjarð- arhafi—hólmanum sem heitinn hefir verið Krítarey, Er sú styrjöld þó í raun réttri engu þýðingarminni og til- tölulega engu tilkomuminní, en er styrjöldin á Cuba. Það kannast flestir Islendingar við Krítey af sögunni. Það er frjóvsamt land, en fjalllent mjög, og er þar að heita má eilíft sumar. Á eynni er Iða- fja.ll hæsti hnjúkurinn (7,674 fet yfir sjávarmál) og á því f jalli segir goðasaga Grikkja að Júpiter hafi viðhafzt, er hann á æskuárum sínum æfði bóglist og dýraveiðar á Krít. Saga Krítar hefst með goðasögu Grikkja og er að sjá að inentun hafi þar verið á háu stigi löngu fyrir Krists daga. Það er talið til að árið 1300 f. K. liafi Kríteyingar fengið sinn fyrsta lagabálk, þann sem helgaður er Minos konungi, er síðar á að hafa orðið dómari í undirheiinum (í Hades). Árið 87 f. Kr. tóku Rómverj- ar eyna herskildi og var hún þeirra eign lengi síðan. Feneyingar (Feneyja lýðveldið svo kallaða) eignuðust liana árið 1204. Keyptu hana þá. Árið 1669 hertóku Tyrkir hana og hafa þeir hald- ið henni í úlfakreppu sinni síðan. Hefir eyjarbúum sviðið það, aðvera svo háð- ir Tyrkjum og fóþúfa þeirra, því þeir allir, eða því sem næst, eru grískir að ætt, hafa gríska mentun og vilja vera Grikkir og ekkert annað. Það er líka sannast að þeir hafa verið Tyrkjum ó- þjálir í öllu sem þeir hafa orkað, þó til þessa hafi þeir alt af neyðzt til að bera ok þeirra. Óoirðir eru þar sifeldar og smá tipphlaup eru daglegt brauð, rétt eins og í Suður-Ameríku. Árið 1867 unnti þoir sér fyrst gagn með uppreist, —styrjöld sem stóð árlangt. Stórveldi Norðurálfu þvinguðu þá Tyrkjann til *) Einn þaðan greiddi ekki atkv. að lina ögn á viðjunum og fengu cyjar- skeggjar Jþá "mynd af sjálfsforræði, en sem var meira í orði en á borði. Var styrjöldin, er þannig endaði, hafin í þeim tilgangi, að slíta eyna úr höndum Tyrkja, en ganga Grikkjum á Hönd. Tíu eða ellefu árum siðar, á Berlínar- fundinum, var enn meir rýmkað um böndin og varð þá sjálfsforræði Krít- eyinga viðunanlegt. Þeim var veittur kosningaréttur og kjörgengi og þiug til að stjórna, og ákveðið að svo margir þingmenn skyldu kristnir vera og svo margir Múliamedstrúar. Atkvæða- greiðsla skyldi fara fram á seðlum, svo enginn þyrfti að óttast afleiðingarnar, af því að hrópa upp nafn þess er hann kaus. Tyrkir réðu hver landstjóri var <jg skyldi embættistími hans ekki skemmri en 5 ár, í því skyni að verja eyjarskeggja fyrir æðisgangi áleitinna og gírugra ‘pasha’frá Konstantinopel. Það er oinkennilegt við styrjaldir afiar á Krít, að þær byggjast ekki á þjóðflokka-krit. Því, sem sagt, Krít- eyingar nálega allir eru Grikkir að ætt og Grikkir í hugsunarhætti. Það sem skiftir þeim í tvo andvíga flokka, í eitr- aða, ofsafulla óvinaflokka, eru trúar- brögðin. íbúar eyjarinnar eru um 310 þúsund, og af þeim eru 270 þúsundir kristnir (grísk-kaþólskir), en 70 þús. eru Múhamedstrúar. Hinir kristnu vega að hinum, af því þeir eru svívirð- ing ættar sinnar og vilja ekki hverfa aftur til réttrar trúar. Hinir láta sér engu síður ant um að drepa þá kristnu, —hund-heiðingjana, sem ekki vilja taka . rótta trú og tilbiðja Allah. Þetta er rót allra styrjaldanna á eynni. þó stjórnmál ráði á stundum meira þegar af stað er komið, ekki sízt, ef styrjöld- in verður framlialdandi. Þetta ástand tóku 8tjórnmálamenn til greina, er þeir veittu þeim sjálfsforræðið á Berlínar- fundinum 1878. Þess vegna bjuggu þeir svo um, að valdsmenn allir á eynni skyldu hafa annan jafningja sinn hvað völd snerti, en andvígismann í tilliti til trúarbragða. Með þessu móti, að hver valdsmaðurinn héldi aftur af öðrum, átti að halda jafnvæginu í stjórnmálum og trúmálum, en það reyndist ómögu- legt. Krfteyingar hafa að jafnaði gert jörlum sínum lífið óbærilegt. Hafa ýmist felt lagafrumvörp þeirra á Krít- eyjarþingi, eða komið þeim í ónáð við soldán með undirróðri heima í Konstan- tínópel. Satt sagt hafa þeir oftast gert hvorttveggja í senn, og í því efni hafa þeir verið furðu samtaka Múhameds- menn ogkristnir. Lyktaði þetta sjálfs forræðis tímabil með því, að sá flokkur- inn sem undir varð í almennri kosninga sókn 1888 gerði uppreist og sendi á- skorun til soldáns um að senda til Krít eyjar dugandi mann fyrir jarl. Soldán veitti þá bæn með fúsum vilja. Sendi hinn nafntogaðahermann, Shakir pasha 20 þús. hermenn til Kritar, og með hon- um skipun þess efnis, að sjálfsforræði eyjarskeggja væri upphafið, en að her- vald yrði ríkjandi á eynni um óákveð- inn tima.. Siðan hefir aldrei gróið um heilt á eynni og að því er séð verður, er nú tilgangur kristinna manna að láta skríða til skara, — að halda áfram upp- reistinni til þess slitið er sambandinu við Tyrki og fengin vernd stjórnarinnar á Grikklandi. Jarlinn, sem nú er a eynni, George pasha Beowitch, gerir sitt til að stilla til friðar og lofar stjórnar- hót í umboði soldáns. En til þessa hafa uppreistarmenn neitað öllum samn ingum. Þeir vitanlega hafa eskki bol* magn móti Tyrkjum, ef þeir dyngja þangað herafla, en það hafa þeir ekki gert til þessa. — þora það ekki fyr’r stórveldunum. Þeir hafa þar setulið og herskip nokkur til landvarna og liefir sá liðsafli enn verið látinn nægja, af Þvl' sem sagt, að Tyrkir hræðast stórveldin- Þetta sórstaka mál Kríteyinga hefir nýlega orðið að umtalsefni á þingi Breta á sama hátt og Cubamálið á Bandaríkj' aþingi. Hefir það sýnt sig þar að h- beralirog “union-istar” (Chamberlains- flokkurinn) eru nokkurnvegin eindrcgn- ir með því, að Bretar taki í strenginn með Kríteyingum og enda gangi víga, ef svo vill verkast. Stjórninn1 lízt ekki á það. Vill ganga eins lang^ og hin önnur stórveldin, en lengra ekk1’ af því onginn hlutur sé auðveldari en a^ kvcikja á þanri hátt liið væntanleSa Evrópu-bál, ef ófimlega er tekið í máli En það langar eDga eina stjórn í rópn til að bera fyrstu eldspítuiia a púður húsinu. Þeirri varkárni er Pa ið þakkn, að það niikla blóðbað, selU allir búast við, er enn ekki hatið. cn svo er það þá líka þeirri varkárni að þakka' að eftir allari þerinan tima ríða Ty1^11" við einteyming í Armeníu og drepah>na verjulausu vesalinga lægar þeim ræ^ur svo við að horfa. Spursmálið er, hve\j þeim verðar lejdt að fara þannig 1)3 Kríteyinga.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.