Heimskringla - 20.08.1896, Qupperneq 1
Heimskringla.
X. ÁR. WINNIPEG, MAN., 20. ÁGtJST 1896. NR. 3.4
DÁINN
ÓLAFUR GUDMUNDSSON,
Firði, Mjóafirði, Suðurmúlasýslu.
Hann andaðist hinn 5. Maí síðastliðinn, 66 ára að aldri, að
heimili sínu eftir 6 vikna þunga legu, og voru sullar í lifrinni bana-
mein hans.
Jarðarförin fór fram 16. Maí að Firði, sem ekki er lengur
kyrkjustaður, í viðurvist um 70 manns, vina og vandamanna, og
var hin myndarlegasta. Sérstakur grafreitur með klukkuporti var
bftinn út fyrir hann, og gröfin hlaðin upp, um 3| alin á hvem veg,
en kistan var skreytt blðmsveigum, og leturböndum, í nafni bama
hans og ekkju, ásamt haglega gerðum silfurskildi og var fæðingar-
dagur, giftingardagur og dánardagur hins látna letrað á skjöldinn.
Ólafur sálugi var fæddur 29. September 1830 að Urriðavatni
I Fellum, Norðurmúlasýslu, en flutti þaðan á unga aldri með móður
sinni, Önnu Jónsdóttur, að Firði í Mjóafirði, eftir lát fyrri manns
hennar, Guðmundar Sturlusonar. Þar ólst hann upp hjá stjúpa sín-
um, Einari Halldórssyni, seinni manni móður hans, og var hann
jafnan í Firði síðan. Bjó þar eigin búi því nær 40 ár.
Ólafur sál. kvæntist 7. Júní 1861, Katrínu Sveinsdóttur,
frá Kyrkjubóli í Norðfirði, og lifir hún mann sinn. Þeim varð tíu
bama auðið og era níu þeirra, á lífi, tvær dætur og sjö synir. og eru
tveir þeirra í Ameríku, Guðmundur Ólafsson, bóndi í Que’AppeÍle-
nýlendu, og Einar Ólaísson, ráðsmaður Heimskringlu.
Ólafur sál. var starfsmaður mikill og hagsýnn mjög, enda
græddist honum fé tðluvert þr&tt fyrir mörg og stór útgjöld til upp-
fræðslu bama hans og fleira. Hann var maður hversdagslega stiltur
þó skapstór væri, og hafði manna bezt vald á sjálfum sér. Vinfast-
ur var hann, en ekki mjög mannblendinn, og hélt trygð við flesta
æskuvini sína til hins síðasta, þrátt fyrir sundurleitar skoðanir í ýms-
um míiliun og önnur atvik, er oft valda misklíð. Á heimiii var
hann hinn umgengnisbezti, ætíð umhyggjusamur, ástkær eiginmað-
ur, og eiskandi faðir.
Ólafur sál. var mikill maður fyrir sér, og gæddur góðum
andlegum hæfileikum, sem snemma gerðu vart við sig. Var það
þegar & æskuárum hans, að séra Einar prestur á Dvergasteini í Seyð-
isfirði og síðar í Vallanesi, þóttist finna hjá honum svo miklar gáfur,
að honum fanst sjálfsagt að setja hann til náms, og mun það hafa
verið mest fyrir milligöngu Einars prests, að Ólafur sál. var sendur
að heiman til að “læra undir skóla.” Þessi námstlmi varð þó ekki
langur, því of ungur mtn hann hafa verið settur til náms, og mest
fyrir heimþrá kom hann heim aftur í Fjörð eftir stntta buítuvera,
og gerði síðan enga tilraun til að búa sig imdir skóla, en af sjálfs-
dáðum naitt hann flest það er þá var tízka að nema, og & öllum tím-
um æfi sinnar las hann mikið af góðum ritum, bæði á íslenzku og
dönsku, og þó einkum þau, er lutu að náttúiufræði.
Minning Ólafs sál. mun lengi lifa hjá þeim, sem tækifæri
höfðu til að kynnast houum, hvort sem þeir vora fátækir eða ríkir,
og flestir þedrra munu jafnframt finna til þess, að gamall og dreng-
lyndur stríðsmaður er nú fallinn undir merki því, er hann aldrei
hafði bopað fr&, — merki dugnaðar og mannkosta.
Stormur.
Lopt um gráu skugga-ský
skúrum spá; ill-lyndur
drynur háu eikum í
austan þrái vindur.
Ræðst með bræði’ í bjargarfang,
brögðum skæðu þrífur.
Jötna-æðis eykur gang,
af benni klæði rífur.
Voða-skæðum byljum blæs,
brotna’ á svæði eikur;
þýtur, æðir, orgar, bvæs, —
alt á þræði leikur.
Umrót spillir orðnri braut;
en eftir trilling nætur,
sól þá gyllir skógar-skraut
sköpin stillast lætur.
Hulda.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
FIMTUDAG 13. ÁGÚST.
Kona ein i St. Paul, Minn., hefir
verið skipuð lögregluþjónn með fuUu
valdi til að taka menn fasta.
Laxagengd í Frazer-fljótið í British
Columbia er ómunalega mikU. Niður-
suðuhúsin bafa ekki undan og ganga þó
Viðstöðulaust sólarhringinn út.
Wm. J. Bryan hóf kosningasókn
sina í New York í gærkvöldi með snjallri
ræðu í Madison square Garden. Skál-
inn er stór en þó fengu miklu færri að-
gang, en vildu. Bryan var tekið vel.
Þeir fjölga dagsdaglega Bandaríkja-
mennirnir, sem vilja koma fé sinu á
vöxtu í Canada, bæði að leggja gull-
peninga & banka og kaupa skuldabréf
ákveðinna stjórndæma og verzlunar eða
iðnaðarfélaga. Þeir eru augsýnilega
orðnir hræddir við Bryan.
Bandaríkjastjóm befir að sögn við-
urkent auðugustu guUnámurnar á Al-
aska eign Canadastjórnar, innan landa-
mæra Canada. Að minsta kosti hefir
Canada stjórn nú tekið við löggæzlu og
stjórn í þvi héraði.
Það er áætlað að alt að 1,000 manns
í New York bafi dáið úr hita í borginn
á síðastl. vikutíma. Þar var sami hit-
inn í gærdag — áttundi í rennu. Það
minnast engir jafn-ægilegrar hitatíðar
1 norður-Bandaríkjunum og þessarar.
Bandaríkjastjórn hefir fengið klag-
anir fyrir að láta afskiftalaust það til-
tæki banka i Canada að neita að taka
Bandaríkjasilfur eða silfur-seðla nema
með afföllum. Hefir hún svarað því, að
það sé ekki nema eðlilegt og að þar sé
ekkert kvörtunarefni, að Canada pening
ar mæti afföUum í Bandaríkjunum nema
;í nágrannabygðum við landamærin.
■Þar gangi þeir jafnt og Bandaríkjapen-
ángar og það geri Bandaríkjapeningar
einnig í Canada nærri Ununni, — gangi
þar manna á milli jafnt og Canada pen-
ingar. — Hún segir þess vegna ómögu-
legt að kvarta.
FÖ8TUDAG 14. ÁGÚST.
Blöðin á Englandi segja að ræða
Bryans í New York hafi verið fínans-
villukenning frá upphafi til enda og
ekkert annað.
Útlend verzlun Frakka er að öllu
samlögðu S57 2/3 milj. meiri en f fyrra.
Hraðfrétt til blaðsins: “Aften Post-
en” í Christianiu i Noregi, í gær, segir,*
að Nansen sé kominn til Vardö norðar-
lega yið Noreg, á skipinu “Windward”,
er sent var norður að Franz-Josefslandi
til að sækja þá Jackson og Farnsworth,
er þar hafa setið árlangt.
Hon, John G. Carlisle, fjármála-
stjóri Clevelands og senator John Pal-
mer ( Chicago, eru tilnefndir sem álit-
legustu forsetaefni hinna sönnu demó-
krata, er hafa þjóðfund sinn í Indiana-
polis 2. Sepc. næstk.
Skýstrokkur oUi mann- og eignatjóni í
Pennsylvania í gær. Sópaði öllu burtu
i dalverpi einu.
Tvö skip rákust á á Lawrence-fljóti
aftur i gær, — vöruflutningsskipið Nep-
tune, á austurleið, 'og ‘Skandinavian’
AUan-línunnar á vesturleið. Það var
niðmyrkurs þoka á og bæði skipin fóru
ósköp hægt. Mannskaði varð enginn
og skemdir litlar néma á ‘Neptune’.
Sifton dómsmálastjóri í Manitoba
hefir verið í Ottawa undanfarna daga
og setið á fundi með Laurier. Er nú
sagt vist að hann verði innanriklsstjóri,
en ekki fyrr en útkljáð er skólamálið.
Sir John Milais, forseti málarafé-
lagsins iLondon: Royal Academy, lézt
í gærdag eftir langa •og þunga legu, 67
ára gamaU. — Á fáum mánuðum hefir
þessi nafnfræga stofnun mist tvo for-
menn sína, — í vetur er leið Sir Fred.
Leighton og nú eftirmann hans Sir
John Milais.
Stjórn Breta hefir náðað 4 dyma -
mite-féndur, er dæmdir voru í æfilangt
fangelsi fyrir 10—12 árum síðan, og iát-
ið þá lausa. Tveir eru írskir en tveir
Bandaríkjamenn af írskum ættum.
LAUGARDAG, 15. ÁGÚST.
Fjármálastjóri Breta, A. J. Bal-
four, gaf það í skyn á þingi í gær, a ð
innan skamms yrði Venezuela-þrætan
friðsamlega útkljáð, — kvaðst vona það
af snöggu yfirliti yfir síðasta bréf
Bandaríkjastjórnar um það mál.
Það hefir verið tekið til þess. að
Bryan hafði New York-ræðu sína rit-
aða og las liana svo, — tekið til þess af
því maðurinn er nafntogaður fyrir
mælsku, en hann kvaðst hafa gert það
af þvf hún yrði prentuð orðrétt og
vUdi hann þess vegna að engar villur
yrðu í henni, en sem óumflýjanlogar
væru þegar talað væri upp úr sér.
$7J milj. virði af gulli hefir veri ð
grafið úr jörð í Colorado á siðastl. 6
mánuðum.
Bandarikjamenn margir eru farnir
að láta illa við flótta samþegna sinna
með gull sitt til Canada. Þykir ódreng
legt að flýjajþótt útlitið sé ljótt, en
sæmra að standa Jast fyrir og ber jast
og vinna sigur.
Eftir siðustu fregnum úr Matabela-
landi í Afríku, eru appreistarmennirnir
farnir að gugna og vilja nú gjarnan
semja um frið. Segir skeyti frá Bulu-
wayo að Cecil Rhodes leggi at stað það-
an á fund svertingja í því skyni í dag.
—15. Ágúst.
MÁNUDAG, 17. ÁGUST.
Rússakeisari er í þann veginn að
feggja af stað í kynnisferð um alla Ev-
rópu.
Málmtekja í British Columbia í ár,
að kolum undanteknum, er áætlað að
nemi 812 milj. Gull og silfur tekja í
því fylki í fyrra nam meir en 85 mUj.,
og í ár er óhætt að segja að þrir menn
vinni að gulltekju fyrir einn í fyrra.
Sonur Sewalls, varaforsetaefnis silf-
uríta, er farinn að vinna á móti föður
sínum, en fyrir MeKinley.
Þingi Breta var slitið á föstudag-
inn. I yfirliti yfir það sem gert var,
harma blöðin flest hvað afreksverkin
eru fá og smá og þykir þeim mun til-
finnanlegra af því stjórnin hafði svo
mikinn Uðsafla á þingi,
Hooke Smith, innanríkisstjóri Cleve-
lands, hefir ákveðið og auglýst, að
harAi fylgi þeim Bryan og silfurítum
að vígum í sókninni. Af þessari skoð-
un hans leiðir, ad fátt er milli hans og
Clevelands og hefir verið sagt að hann
mundi víkja, en ekki er það þó orðið
enn.
Li Hung Chang heimsótti Glad-
stone á laugardaginn og ræddu þeir
saman } kl. stundar,—höfðu túlk,
þvi Li talar ekki enska tungu og ekkert
Norðurálfumál. Meðal annars sagði
Li Gladstone að járnbrautir væru lífs-
spursmál i Kína, og að hann áformaði
að vinna að útbreiðslu þeirra. Þeir
voru fótógraferaðir á einu spjaldi áður
en þeir skildu.
Verkstæðiseigendur í JBandaríkjun-
um eru farnir að leggja árar í bát, —
hætta vinnu til þess eftir kosningar.
Aðalástæða þeirra er tvísýnið sem er á
að gullsinnendur verði í meiri hluta.
Háyfirdómari Breta, Russell lá-
varður, kom til New York í gær i þeim
tilgangi að mæta á ársfundi lögfræð-
ingafélagsins í Bandaríkjunum, Hann
dvelur í Ameríku til þess snemma f
Október og ferðast um austur-Canada
á þvi tímabili.
ÞRIÐJUDAG, 18. ÁGÚST.
Gufuketilií sögunarmylnu í Fort
McLeod í Alberta sprakk í gær og létu
3 menn þar lífið. Húsið og vélarnar
sundruðust algerlega.
Manitoba-ráðlierrarnir, Sifton og
Watson, efu á fundi í Ottawa með
Laurier á hverjum degi. Er sagt þeir
munivera að semja um skólamálið og
—f því sambandi um innanríkisstjórn-
ina.
Kvennfólk í Bandarfkjunum ætlar
nú að draga út í fyrsta skifti og viuna
að pólitiskum málum með gull-demó-
krötum, Sem nærri má geta gedur
ung og falleg stúlka orðið skæð sem
•canvasser’.
Vilhjálmur Þýzkalandskeisari hefir
enn þá jafn tnikla löngun til að auka
herskipastól sinn. Hefir ákveðið að
biðja þingið um 100—150 milj. ríkis-
mörk í því augnamiði.
Hermálastjóri Þjóðverja, Bronsart
von Schellendorf, var vísað frá völdum
á laugardaginn, og keisaranum kent
um. Er þetta sagt /yTsta sporið til að
reka burt alla þá menn úr ráðaneytinu,
sem leyfa sér að andæfa kröfum keisar-
ans þegar svo viU verkast.
BanAaríkjastórn segir að á siðastl.
ári hafi i öllum löndum verið slegnir
silfurpeningar að nýju (ekki úr gömlum
peningum) 100,069,000. Mexico var þar
fremst í flokki með $24.832.350. Næst
geugur, eftir upptaldri röð, Japan,
Kina, Spánn. Á Englandi voru slegn-
ir $5,821,157 og í Bandarikjunum $5,
698,000.
Dr- Nansen lagði af stað í gær frá
Vardð 'til Kristjana.
Naosen kominn heim.
Hinn 13. þ. m. komu skeyti úr
norður-héruðum Noregs tii fréttablað-
anna í Christiania og víðar, að Frið-
Þjófur Nansen væri kominn til Vardö á
á skipi Breta “Windward”, norðan frá
Franz-Josepslandi. f fyrstu var þetta
ætluð flugufregn, en siðan eru komnar
greiniiegri fréttir, svo víst er, að mað-
urinn er aftur-kominn og óskemdur-
eftir síaa löngu útivist.
Enn sem komið er, meðan Nansen
ekki kemst til Christiania, er ferðasaga
hans æði mikið í molum. Það verður
þó séð af hinum slitringslegu telegrams,
að á skipi sinu “Fram” komst hann
fjórum stigum nær norðurskautinu, en
nokkur annar, sem þreytt hefir við að
komast þangað. Hafði hann komist
lengst norður á 86. 15 norður breiddar,
nokkurnveginn í liá-norður frá Ný-Sí-
beríu-eyjunum. Á allri þeirri ferð sá
hann aldrei land, — ekkert nema ís og
snjó, en ísinn talsvert brotinn, miklu
meira brotinn en Nansen gerði sér hug-
mynd um, því hann átti helzt von á ó-
slitinni íshellu, að minsta kosti á stór-
um ílákum. I þess stað rak hann sig á
stóra fláka af auðum sjó, þar sem dýpi
var vfða um tvö þúsund faðma (3.800
metra. Þar sem hann kannaði tók
hann eftir því, að sjórinn hlýnaði að
mun aftir að hann sökti lóð sinn 190
metra og gat hann til að það væri golf-
straumnum að þakka.
Hann telur að það eitt hafi bannað
sér að halda áfram ferðinni og ná á
norður-heímskautið, adskortrhafi verið
bæði á hundum til dráttar yfir ísinn og
smá-bátum til að færa sig og förunauta
sína yfir vakirnar. Og af þyí hann
vantaði hvorttvegja neyddist hann til
að snú aftur svo tiltölulega nærri tak-
markinu.
Sjálfur yfirgaf hann “Fram”, ásamt
laut. Johanson, 14. Marz 1895 og fór á
hunda-sleðum og fótgangandi eftir
ísnum f áttina til Franz-Joseps-lands
og skamt norður undan því landi fundu
skipverjarnir á “ Windward ” hann.
Hann yfirgaf “Fram” á 84. stigi n.br-
og býst hann við að skipið reki fyrir
isnum og nái að lyktum til Spitzbergen.
Sú hafði verið stefna þess frá því hann
snéri aftur. Þegar hann skildi við fé-
laga sína á skipinu leið þeim öllum á-
gætlega og frá upphafi til enda haíði
“Fram” reynst ágætlega. — Ferðin á
sjó og ísum hafði gengið ágætlega og
þrautalaust, en ferðir hans á landi f Sí-
beríu og á Nýju-Síberíu eyjunum, höfðu
verið erfíðari, en menn höfðu gert sér
grein fyrir. En árangurinn af þeim
ferðum frá vísindalegu sjónarmiði segir
hann geri meira en vega á móti þraut-
unum. — Um haustið 1894 náði hann
til Franz-Jósefs-lands, bygði þar stein-
hús fyrir sig og félaga sína og bjó í því
allan veturinn.
Um það bil er Nansen nær til Christ-
ianiu aftur hefir hann verið burtu sem
næst 3 ár og 2 mánuði,— lagði út þaðan
í norðurförina 24. Júní 1893.
Áður en langt líður koma að vænd-
um fulikomnari og fróðlegri fréttir af
þessari ferð heldur en þessir fyrgreindu
molar. — Það er sögð von á “ Fram ”
til Noregs nú á hverjum degi.
Vinnumannaeklan !!
Þegar jafnlítið er unnið eins og hér
er gert nú og þegar menn hundruðu m
saman eru aunaðtveggja atvinnulausir,
eða svo gott sem atvinnulausir, þá lit-
ur það einkennilega út að heyra alla
ropa um vinnumanna eklu. En það er
það sem menn venjast nú ekki síð-
ur gera en í fyrra. í fyrra var sagt að
bændur þyrftu að fá 5000—6000 fleiri
vinnumenn, en fáanlegar væru i fylk-
inu, og með sama gengu atvinnuum-
boðsmenn og fylkisstjórnin í ‘bandalag,
til að útvega mennina í Ontario og ann-
arsstaðar eystra, — atvinnuumboðs*
mennirnir, að leita uppi mennina og
fylkisstjórnin að votta, að hér væri
virkilega þörf á þessum fjölda. Cg svo
komu um eða yfir 5000 verkamenn að
áustan, sem þrátt fyrir stórniðursett
fargjald borguðu C. P. R. félaginu um
eða yfir $200,000 fyrir flutninginn. '
I ár er ekki hægt að halda fram að
þörf sé á 5—6 þúsundum. Það vita
allir að uppskeruhorfurnar eru ekki
vænlegar og að sáðvar í talsvert minna
ekratal i vor en í fyrra. En fylkis-
stjórnin heldur því þá samt fram, að
enn þurfi bændur í Manitoba að fá 2000
vinnumenn umfram þá alla sem fáan-
legir í fylkinu. Og enn eru atvinnum-
boðsmenn komnir austur til að smala
og núáhverjum degi von á vinnu-
mönnum í hundraðatali. í millitíðinni
ganga menn atvinnulausir í hópum hér
í bænum, og fá ekkert til að gera,
nema dag og dag í senn, Og allir
þessir menn tala um það hvað nú verði
til varnar. Það sé þýðingarlaust að
leita til Dakota, eins og svo margir
hafa gert um uppskerutímann ; þar sé
ekkert að hafa nú. Og það óneitanlega
vakir fyrír þeim flestum, að líict sé á-
statt í Manitoba, að útsveitamenn sjálf
ir hafi all fiestir nægilegt vinnuafl til að
slá og hirða kornakrana.
Þeim svíður þess4vegna að vita til
þess, að fylkisstjórnin og nærri allir, er
nokkuð hafa að segja’ skuli ljá sig til að
taka frá meim þá fáu mola, sem hrjóta
kunna af borði bóndans um uppskeru-
tímann, oggefa þá mönnum austan úr
Ontario og öðrum héruðum landsins og
sem halda burt héðan undireins og þeir
hafa náð í fcitustu bitana.
Allshei jar bandalag eins og þetta
getur ekki verið gert nema í einum til-
gangi, —JlHiiru, að halda niðri kaupinu.
Það má æfiulega óttast tilraunir til að
færa það upp, en það þola bændur vit-
anlegajekki nú, þegar hveitiverðið er
svo lágt og litlar ef nokkrar umbætur
sýnilegar á næstu mánuðum. En eins
og ástandið £er nú sýnist lítil ástæða til
að óttast ‘skrúfu’, á meðan svo margir
fá ekkert verulegt að starfa, en vetur á
næstunesjum. Að minsta kosti sýnd-
ist hyggilegra og undireins drengilegra
að gefa öllurn sem í fylkinu eru og vilja
og þurfa að ganga út í vinnu, fyrsta
tækifærið og bæta svo f skarðið að cins
eftir þörfum. En að sópa inn þúsund-
um manna að austan og láta þá sitja
fyrir öðrum.ráða þá áður en þeir koma,
á meðan verkmenn í fylkinu ganga
vinnulausir, það er öfug stjórnaraðferð
og óheppileg sem framast má verða fyr-
ir fylkið.
Það sýnist ástæða fyrir verkmanna
félag bæjarins að taka þetta mál til al-
yarlegrar íliugunar og umræðu á fund-
um sínum.
Er Parnell á lífi ?
Eins og kunnugt er er það alment
álit, að Charles Stuart Parnell sé búinn
að liggja í gröf sinni siðan 1891. Þess
vegna bregður mörgum kynlega við, er
stungið er upp á að hann sé lifandi enn.
Höfundur þeirrar uppástungu er móðir
hans, sem borin er og barnfædd í Ame-
ríku og sem búið hefir í Bordentown, N.
J., í fjölda mörg ár. Hún er nú að
flytja alfarin til írlands til að eyða þar
æfi sinni. í viðtali við fregnrita blaðs í
New York lét hún í ljósi þá trú sina, að
Parnell væri á lífi enn. Fyrst og fremst
segir hún það ómögulegt, að sú veiki
hefði orðið banamein hans á stuttri
stundu, sem sagt var að þjáði hann. Og
í öðru lagi byggir hún skoðun sina á þvf,
að enginn maður sem þekti Parnell.fékk
að sjá likið áður en það var grafið. Hún
gat þess og, að nafnkunn heiðurskona á
írlandi hefði ritað sér það, að stuttu eft-
ir að Parnell átti að hafa verið grafinn.
hefði hún séð hann sjálfan standa f
skugga af líkhelli einum i kyrkjugarð-
inum og horfa á fólkið sem þá var að
bera blóm á leiði hans. Konunni varð
svo hverft við, að hún hneig í ómegin,
en er hún raknaði við var Parnell á
burtu. — Móðir hans segir ekki ólik-
legt að aðþrengjandi skuldir og sorg yf-
ir ógæfunni sem fylgdi honum, hafi
knúð hann til að taka það ráð að látast
deyja, fá annað lík grafið í sinn stað, en
hverfa svo algerlega úr sögunni, eins eg
væri hann virkilega dauður. Þetta seg-
ist hún byr ja að ranns&ka undir eins og
til írlands komi.
Jón Olafsson
hefir nú tekið að sér umsjón einnar
deildarinnar í “Newberry”-bókasafninu
mikla í Chicago,—tók við því starfi hinn
10. þ. m. Að honum líki verk sitt vel
má ráða af þessum orðum i stuttu bréfi
er hann reit vini sinum hór í bænum :
“Það er það skemtilegasta og hugðnæm-
asta verk, sem ég hefi unnið að um mina
daga.” í þessu bréfi minnist hann lítið
eitt á hitann mikla, sem gengið hefir yf-
ir norður-Bandaríkin um undanfarinn
tima og segir svo: “ Alt að 170 dáið hér
á dag, þar af um 35 af sólsting og meiri-
hluti hinna af afleiðingum hitans. Aðr-
ir hafa orðið vitlausir af hita. Enginn
maður getað sofið á nóttunni fyrir hita.
Adressa Jóns er nú :
Mr. Jón Ólafsson
Newberry Library,
Chicago, 111.
MINNEOTA, MINN., 10. ÁGÚST, '96.
(Frá fréttaritara Hkr.).
Tíðarfar: Ómuna hitar hafa geng-
iðalla síðastl. viku ; hiti í skugga hefir
verið frá 75—102 stig. Á Iþriðjudaginn
var sunnanvindur, sem gerði allmikinn
skaða á ökrum. Þann dag var 102
stiga hiti í skugga.
Hveiti og hafra skurður er að mestu
búinn hór.
Siðastliðið vor dó hér unglings-
drengur, Karl Júlíus að nafni, sonur
þeirra hjóna Þórodds S. Eastmans og
Önnu 'Björnsdóttur.
‘Dagsbrún’ hefir náð hér mikilli út-
breiðslu og vínfengi heunar fer alt af
vaxandi hór um slóðir. Lesendur heun
ar álíta að hún ætti að eiga heima á öll-
um íslenzkum heimilum, því hún sé rit
er ryðji úr vegi hindurvitnum og hjá-
trú. að hún dragi fram fyrir sjónir
manna hræsni presta og lesti biblíunn-
ar.
Mikilsverð forskrift.
Morrison ritstjóri “Sun” Worthing-
ton Ind. skrifar: “Electric Bitters er
gott nicðal. og ég get með ánægju mælt
með þvi. Það læknar óhægðir og höf-
uðverk, og kemur líffærunum í rétt lag.*’
Mrs. Annie Stehle 2625 Cottage Grove
Ave. Chicago var orðin mjög af sér
gengin, gat ekki borðað eða melt nokk-
Urn If,at. °8 hafði slæman höfuðverk,
sem aldrei linaðist, en sex flöskur af El-
ectric Bitters læknuðu hana algerlega.
\ erð 50c. og $1.00. Fæst í öllum lyfja-
buðum.