Heimskringla - 20.08.1896, Side 2

Heimskringla - 20.08.1896, Side 2
HEIMSKRINGLA 20 ÁGÚST 1896. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. 4 Pnbl. Co. •• •• Verð blaðsina í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. •••• Uppsðgn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAI^SSON BU8INESS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P. O. Box 305. Eitthvað rang . Pað er óneitanlega eitthvað rangt við stjórnarfyrirkomulagið á meðan minnihluti atkvæðanna getur ráðið hverjir skipa stjórn landsins. Það hafa margir fundið að fyrirkomulaginu þeg- ar þeir hugsa um það eitt eða taka það eitt til greina, að eitt einasta atkvæði myndar meirihlutann, sem allir hinir (einum færri að eins) verða svo að lúta. Það fyrirkomulag þykir illt og þvi hafa svo margir hagfræðingar lagt sig öftir að athuga hvemig megi fara að þannig, að hinn virkilegi minnihluti fái for- mælendur sinna skoðana á þingi og öðr- um slíkum samkomum manna í réttu hlutfalli við tölu þeirra í samanburði við tölu meiri hlutans. Sé það rang- látt að alt að því helmingur þjóðarinn- ar verður að lúta í lægra haldi og beygja sig undir ok örfárra manna,sem mynda meirihlutann, hvað skal þá segja um það, er meirihluti þjóðarinnar eða kjósendanna, verður að beygja sig undir ok minnihlutans ? Einmitt það er það, sem Canada- menn mega sætta sig við í þetta skifti. Meirihlutinn verður að lúta minnihlut- anum. Minnihluti atkvæða hefir nú eins og svo oft áður annarsst. og í Ca- nada, náð meirihluta þingmannanna og —tala þeirra ræður hvor stjórnina hefir á hendi, eins og fyrirkomulagið er nú. Á sambandsþingskjörskrá 1 Canada voru nöfn 1,858,785 kjósenda, en komu ekki fram nema eins og hér segir: Atkv. greidd. í Ontario................420,026 “ Quebec ...............216,583 * • Nova Scotia...........100,695 “ New Brunswick ......... 66,800 “ Prince Edw. Island....18,672 “ Manitoba............... 32,884 “ British Columbia...... 17.762 “ Norðvesturhéruðunum 17,789 Alls 890,711. Af þessari upphæð fengn eindregnir conservatívar 413.006 atkvæði; ‘liberal- ar’ og þeir af patrónum og óháðum mönnum, sem með þeim eru taldir sem vísir fylgismenn 397,194 atkv., allir aðr irflokkar, patrónar, McCarthy-ítar og óháðir menn 80,511 atkv. Séu frá þess um hóp dregnir þeir menn, sem nokk- urnveginn eru vísir að fylla flokk con- rervatíva, — eins vísir þeim megin og eru þeir menn úr sama flokki sem að ofan eru taldir með 'liberölum’, þá fjölga atkvæði conservatíva svo nemur 21, 455 og verða þá samtals 434,461. Þá eru eftir 59,156 atkv., sem féllu til pat- róna, er sendir voru af örkinni ýmist iil að buga ‘liberala’. eða conservatíva- sækjendur og fengu þeir til samans 27, 725 atkv. Annar flokkurinn sem með hvorugum'eru taldir.eru McCarthy-sinn ar, er fengu samtals 20,674 atkv., og þriðji flokkurinn samanstendur af alls- konar mönnum, er fengu samtalslO, 747 atkv. Þegar athugað er að Mc- Carthy-sinnar vorusendirút í þeimeina tilgangi að véla conservatíva og ná í þeirra atkvæði, þá er að virðist ekki of sagt þó gert sé ráð fyrir að conservatí- var eigi helminginn af þessum 59,146 atkvæðum, sem hvorugum aðal-flokkn- um eru helguð, eða 29,573. Séu þau lögð við áður framtalin atkv. conserva- tíva, verður tala conservativa atkv. sem fram kom i síðustu [kosningum, 464,034 á móti 426,677, sem þá verða -iiberal-megin—að eyddum öllum auka- flokkunum. Sé þannig talið, eru con- servatíva-atkvæðin, sem fram hafa komið 27.357 fleiri, en atkvæðin sem liberalar’ fengu. Hvernig sem tölunum er velt eru conservatívar á undan. Einsamlir hafa þeir nærri 16000 atkv. umfram ‘liber- ala’ og alla vísa fylgismenn ‘liberala’ í flokki patróna og óháðra. Og séu con- servatívum taldir þeir menn úr sömu aukaflokkum, sem víst þykir að verði þeirra megin, og sem ekki er nema sanngjarnt þar sem ‘liberölum’ eru taldir nokkrir þeirra, þá hafa conserva- tívar 37,267 atkv. um fram ‘liberala’, Og samt nru þeir í minnihluta á þingi "Liberalir” eru þar þeim mun liðfleiri, að þeir hafa 13 fylgjendur umfram con- servativa og alla auka-flokkana til sam- ans, eða svo er talið : 113 á móti 100. Að þetta og þvílíkt getur átt sér stað sýnir, að ábótavant er enn, að nið- urjöfnunin er hvergi nærri eins full- komin og réttlátt eins og hún ætti að vera. Galdurinn er, að sjá meinabót- ina sem hrífur og að afla hennar. í sambandi við þetta er fróðlegt að sjá hvernig atkvæðin skiftust í Mani- toba, af því þessi skýrsla er tekin eftir háttstandandi st j órnarembæ t tismanni í Ottawa, sem hefir á hendi það verk að safna slikum skýrslum. Það er þess vegna hættulaust að fara eftir þessari skýrslu : 1 Winnipeg fengu conservatívar 2,961 atkv., en ‘liberalar, 2,835. í Selkirk fengu 'conservatívar 1,712 atkv., en ‘liberals’ 1713. í Provencher fengu conservatívar 1476 atkv., en ‘lib.’ 810. í Lisgar fengu conservatívar 2,603 atkv., en ‘lib., 2,657. í Brandon fengu conservatívar 2, 738 atkv., McCarthy-sinnar 3,073, pat- rónar 1002. í Macdonald fengu conservatívar 2,436, ‘lib.’ 2,038, patrónar 1,259. í Marquette fengu couservativar 1533 atkv., ‘liberalar’ 1466, patrónar 472. Gjaldeyris-málið. Bandarikjamenn margir eru með því marki brendir að vilja ekki takaupp þá siði sem í öðrum rikjum gilda. nema þau ríki skari stórkostlega fram úr. Heldur ekki langar þá til að sniða lög sin eftir lögum annara þjóða, enda þó samskonar lög séu viðurkend góð og al- þýðu í Bandarikjunum gagnleg. Þetta er afsökunarvert, ekki sizt þegar hin æskilegu lög sem þénað gætu sem fyrir- mynd eru í gildj og eiga uppruna sinn hjá smáþjóðunum í samanburði við Bandaríkja-þjóðina. En það sannast æði oft málshátturinn, að það sé oft að finna i koti karls, sem ekki er í höll konungs. Það er eitt það lagasafn í gildi í Ca- nada, sem Bandarikjamenn oft og ein- att hafa dást að og sýnt fram á, að samskonar lög mundu hin gagnlegustu í Bandaríkjum, Það eru bankalögin. Á ársþingum bankafélaga allra i Banda ríkjum hefir það mál verið rætt á und- anförnum árum og niðurstaðan, sem fínanzfræðingarnir hafa komizt að, er ávalt sú, að Bankafjrrirkomulagið í Ca- nada sé svo nærri því að vera alfull- komið, sem framast má verða. Og.á síðastl. tveimur ársþingum hafa virki- lega komið fram uppástungur um að búa til nýtt bankalagasafn fyTÍr Banda ríkin og sníða þau að sem mestu leyti eftir bankalögunum í Canada. En við það situr svo enn. Mönnum leizt ekki á að sníða bankalög fyrir hin voldugu Bandaríki eftir samskonar lögum í jafn litlu ríki, tiltölulega og Canada er. Og nálgaðist frumvarpið Canada-lögin tals vert, sern fínanzfræðingarnir voru að bögglast með, en sem ekkert varð úr, á Baltimore-fundinum í fyrra. Þannig stendur það mál í stað, en í millitíðinni ærast menn og tryllast út af silfurmál- inu, en sem aðal-aflið mundi dragast úr væri þar áþekt bankafyrirkomulag og er í Canada, — svo eftirgefanlegt, Jað að það getur aldrei orðíð algerð pen- ingaþröng í nokkru héraði, þar sem úti bú einhvers stórbankans er stofnsett. En þessi sífeldu ummæli um bank- ana í Canada [er heiður sem Canada- menn með réttu geta stært sig af. Og í þessari sókn í Bandaríkjunum er Ca- nada-bönkunum liælt svo mjög, að hjá því getur ekki farið, aðCanada hafi hag af því, og fj-rir vasann er það meira virði en allur heiðuiinn. Bandaríkja- blöðin eystra flj-tja dú í hverri viku meira og minna af ritgerðum sem snerta Canada-fyrirkomulagið og við samanburðinn á þeirra eigin fyrirkomu lagi verður hagurinn >llur Canadameg- in. í langri grein um þetta mál, fór- ust verzlunarblaðinu ‘Commercial’ í Buffalo, New York, þannig orð, 4. þ. m.: “Vér hérmegin línunnar megum í mörg ár berjast við allskonar villidýr vanþekkingarinnar, við missýningar ogvið óráðvendni, áður en vér fyrir kostbæra reynslu fáum í gildi eins góð fínanz-lög og í gildi eru hjá vinum vor- um i Canada”. Samskonar ritgerð, en orðfleiri miklu og vandaðri að öllum frágangi, birtist f Júlí-útgáfu tímarits- ins ‘Appletons Popular Science Month- lý”. Og niðurstaðan þar verður sú sama, að bankafyrirkom ulagið í Cana- da sé ómælilega miklu betra en í Banda ríkjunum. Þeir sem um þetta rita eru þeirrar skoðunar, að væri fj-rirkomu- lagið líkt og í Canadá mundi silfuræðið, sem núætlar öllu að eyða, helzt ekki vera w; eðaeftil, þá samt svo vægt, að þess gætti ekki. Það eru allmiklar líkur til að Cana- da hafi eins mikið gott af silfur-æðinu, eins og Bandaríkin hafa illt af því og misskilningnum öllum í því sambandi. Pyrst og fremst streyma menn nú á hverjum degi meðpeninga sína á bank- ana í Canada og það lengst [sunnan úr suðurríkjum. Það er vottur um traust sem er meira en lítilsvirði. og það er ekki ólíklegt að af því leiði, að afgjald peninga lækki er fram liða stundir, — ef þeir liggja nógu lengi, og sem komið er undir kosningaúrslitunum. I öðru lagi eru nú auðmenn og meðalgangarar (Brokers) úr Bandaríkjunum að streyma til Toronto og Montreal og aðrir að skrifa þangaö—og allir í einum og sömu erindum—, að kaupa skuldabréf fylkja, bæja. sveita, eða almennra hlutafélaga. Eins og stendur þora þess ir menn ekki að hætta peningum sínum i Bandaríkjunum, en draga þá burt þaðan jafnótt og þeir losna. Að þessir- menn þá flýja til Canada er gagn fyrir ríkið og meira en svo, að það verði met- ið sem verðugt er i upphafinu. Jafn- framt er það órækur vottur þess, að Bandarikjamenn bera traust til banka fyrirkomulagsins í Canada, því þaðer því að þakka fremur en þeim sannleika, að gull er varðmiðill í Canada, að þeir flýja hingað þegar þeir eru hræddir við silfuræðið heima. Þeir álita sem sé, að eins og fyrirkomulagið er í Canada ggti silfuræðið ekki náð þeim viðgangi sem það hefir náð í Bandarikjunum, ©g þess vegna auðvitað, að hér er ekki til sú á- stæða sem er svo víða til í Bandaríkj- unum, þar sem smá-bankar einir rikja, er ekkert bolmagn hafa og geta þess vegna ekki hjálpáð þegar i nauðirnar rekur. Og einmitt í þeim héruðum þar sem bankarnir eru smæstir, og þar sem gyðinga-eðli eigendanna samtímis kemur eðlilega græskulegast fram, þar einmitt er silfuræðið stórkostlegast. Þó Canadamenn kunni að mörgu leyti að hafa meiri hag en óhag af silfur æðinu, — af þessum Bryanismus, sem veltir sér eins og flóðal'H j-fir Banda- ríkin, þá hafa þeir þó . ... u atriði og það ekki smá óhag af ]• í. ef Bryanis- mus þessi nær yfirhö. • ni. Canada- menn hafa keypt sér á 1. ;A—lífsábyrgð eldsábyrgð, skipaábyrp •' !j-saábyrgð o. s. frv., hjá ábj-rgðarfcl. m upp á svo skiftir hundruðum n ii/na dollars. Komi silfurítar því í lö, . nð 50 cents virði af silfri gildi dolla . í Bandaríkj- unum—þýðir það auðviiaó það, að Ca- nadamenn fá félögunum 50 'cents fj-rir hvern dollar. en ekki heldur meira, nema ef þau vilja svo vel gera og lofa viðskiftavinum sínum í Canada að borga þeim ábyrgðarféð i gulli, Það hafa þauekki gert enn, að undanteknu einu. Auðvitað er það á valdi Canada- stjórnar að skuldbinda félögin til að greiða féð í gulli eða gulls í gildi, en þó hún nú tæki það ráð, þá nær sú skuld- binding ekki til nema þeirra ábyrgða, er ritaðar verða eftir aðsú skuldbinding er gefin, — nema sem sagt, að félögin vilji svo vel gera. Eitt stóra lifsábyrgðarfélagið. ‘The New York Lifi’, hefir nú þegar verið svo einlægt að senda öllum sínum hlut- höfum aðvörun þess efnis, að verði Bryan kosinn forseti, hljóti það að borga allar skuldir sinar með 50 centa dollurum popúlista. Hvað þetta gjaldej-rismál snertir og áhrif þess á yfii standandi tíma, þá er það sannur vottur um áhuga, hvað mörg félög og stofnanir, sem ekki eru bundin einum flokki fremur en öðrum, leggja sig nú fram til að greiða úr silf- ur-misskilningnum. Lífsábyrgðavfélög, bygginga- og lánfélög o. s. frv, vinna nú eins og þau hafa aldrei áður unnið í forsetasókn, og án þess nokkur hafi hvatt þau til framgöngu. Bókstaflega öll tækifæri eru gripin til að útbreiða kenninguna. Til dæmis er þess getið, að í New York er samnefnt lífsábyrgð- arfélag að byggja stórhýsi eitt. Eins og alment er, er húsið á meðan það er í smíðum umkringt með hárri girðingu. Á þessa girðingu er skráð með stóru letri : “Sextán móti einum, að maður- inn sem á marga dollara sveltur ekki, þó verð þeirra sé rýrt um helming”. “Sextán móti einum, að handverks- maðurinn og daglaunamaðurinn svelt- ur, ef laun þeirra eru goldin með 50 centa dollar”. Og á öðrum stað : “Þegar sex þumlungar gera eitt fet, þegar átta únz ur gera eitt pund, þegar sextán pottar gera eitt bushel, þágera fimmtíu cents einn dollar, og þá stjórna popúlistarnir Bandaríkjunum”. “Greiðið atkvæði með góðum og gildum peningum !” Það líta flestir á þessi orð á girð- ingunni, þegar þeir ganga hjá og marg an vekja þau til umhugsunar. Þetta er bara eitt sýnishorn af þvi, hvernig enda félög sem annars taka aldrei þátt í stjórnmálum ganga til verks og hag- nýta öll tækifæri nú. Silfur, og þýðing atkvæðagreiðsl- unnar á þjóðfundinum í Chicago. í 29. nr. Hkr. þ. á. hafið þér skýrslu yfir atkvæðagreiðslu fulltrúa demókrata á þjóðfundinum í Chicago. Þér segið að sjá megi af henni greinilega hvaða að ferð hafi verið viðhöfð með að útvega þessa fulltrúa, að atkvæðagreiðsla á fundinum sýni skipun þeirra er heima í héruðum kusu fundarmenn, og ekkert annað. Mér er nú ókunnugt hvað þér mein ið með þessari áminstu 'aðferð’, en ég vil reyna að sýna lesendum Hkr. hvers- konar skipun það er, og af hverju hún er sprottin þessi atkv.greiðsla, því hún virðist vera gerð skynsamlega og hafa mikla þýðingu. Vér sjáum að með frísláttu silfurs greiddu atkv. að parti, eða öllu leyti, þessi riki: Alabama, Arkansas, Florida, Georgia, Illinois, Indiana, Iowa, Kan- sas, Kentucky, Louisiana, Maiyland, Delaware, Mississippi, Missouri, Ne- braska, North Carolina, Ohio, Sonth Carolina, Tennessee, Virginia og West Virginia. Þessi 21 ríki gáfu meginhlut þeirra atkv., sem greidd voru, með frí- sláttu silfurs, eða 454 atkv.|af 628. Þessi 21 ríki gera meginpart af akuryrkju- landi Bandarikja og innihalda hina margbreyttustu náttúruauðlegð, sem hægt er að finna og framleiða; hér um bil alla þá hluti, sem þarf til lífsviður- halds og lífs þæginda. Þau ríki sem greiddu atkv. með gulli og móti frísláttu silfurs, voru með al annara : New York, Pennsylvania, Maine, Connecticut, Massachusetts, New Hampshire, New Jersey, Vermont og Rhode Island. Þessi 9 strandríki gáfu meginhluta þeirra at.kv. er greidd yoru móti silfur-frísláttu, eða 229 atkv. af 301. Þessi ríki eru ekki rík af nátt- úruauðlegð, en þau 9 hafa aftur annað, það er: aðseturstaði banka, lánfélaga, járnbrauta og verksmiðjueigenda.Þessi 9 ríki hafa meginafl auðvaldsins í Bandaríkjunum, en hin 21 hafa megin- kraft framleiðslunnar. Nú skulum vér taka fyrir fjárhags- skýrslur Bandaríkjanna yfir tímabilið frá 1880 til 1890 og sjá hversu jafnt só á komið með auðsafn eða vellíðan þessara tveggja ríkjaflokka. Eg vil taka það fram, að ég hefi hér skilið eftir þau ríki, sem framleiða silf- ur, því það mætti álítast, að þau væru að hugsa um sinn eigin hag án tillits til þjóðarinnar. Einnig skil ég eftir þau ríki, sem aðallega framleiða timbur, því þau með sinn 82,00 verndartoll á hver 1000 fet, geta naumast komið inn i þenn- an samjöfnuð. Líka skil ég eftir þau ríki og territories, sem ekki voru aðal- lega bygð 1880, af sömu ástæðu. Hin þrjú aðalöfl er skapa fram- leiðslu eru: land, vinna, peningar eða höfuðstóll. Af landi höfðu þessi 21 ríki 985,635 ferh. milur, en þessi 9 ekki nema 168,- 665, eða 6 á móti 1 í hag hinna fyrri. Fólkstal var 1880 í hinum 21 rikjum 28,242,922, en í þessum 9,14,507,407 eða 2 á móti 1 í hag hinum fyrri. Matsfé eigna í hinum 21 ríkjum árið 1880 var $6,889,554,628 og þessara 9 síð- ari $7,559,928,915, eða nærri jöfn öfl hvað stofnfé snertir. FramJeiðslu ríkin höfðu því 6 faldan land-kraft, tvöfaldan vinnu-kraft og nærri jafnan höfirðstól til að byrja með, og hefðu þess vegna átt að græða í það rninsta 10 falt við auð-ríkin á tímabil- inu milli 1880 og 1890. Eu það fór öðru- vísi. Auð-ríkin, eða þessi 9, græddu tvöfalt við hinríkin. ÞeSsi 9 græddu, samkvæmt matverði, $3,054,762,722, en hin $1,698,195,657. I samanburði við öll Bandaríkin, höfðu framleiðsluríkin 56% af allri fóiks- tölu 1889, en gátu unnið að eins 23% af allri verðhækkun eignanna. 9 auðriki höfðu að eins 29% af allri fólkstölu, en græddu þó 41% af allri verðhækkun eignanna, Fólkið fjölgaði um 20% í auð ríkjunum og 22% í framleiðslu-ríkjunum. Skuldir jukust nálægt fjórum sinnum meir i framleiðslu-rikjunum en auð-ríkj- unum. Vér sjáum nú glögglega, að hér er ójafnt ákomið. Einn hluti landsins, eða einn flokkur fólks, hefir miklu erviðara fyrir að vinna sér fjrrir velmegun, en hinn. Eitthvert hulið afl dregur vel- ferð frá einum parti til hins. Ríkdómur náttúrunnar hefir lítið að segja. Auð legð sú er hún og jarðyrkjumaðurinn eða verkmaðurinn framleiða, hverfa jafnóðum og dregst þangað sem ormur gullsins seiðir hana. Verkamaðurinn stendur uppi með bara sínar lifsnauð- synjar þó hann erfiði án afláts. En nú stansar hann og hugsar um hvernig ástæðurnar séu, og hvert hægt sé að ráða bót á þeim og tilraunir til umbóta koma íram. Á Chicago fund- inum greiða þeir málsaðilar, sem verða fyrir ójöfnuði, atkvæði með frísláttu silfurs. Atkvæðagreiðslan er spegill hugsana þeirra, er sendu fulltrúa þang- að. Hún er bergmál radda þeirra, er hrópa um jafnrétti milli auðs og al- múga. Einhver kann nú að spyrja, hvað fríslátta silfurs hafi að gera við þennan mismun? Við skulum sjá. Annar þess- ara rikja-flokka lifir mest megnis á fram leiðslu og iðnaði eða aðallega jarð-rækt. En hinn ríkja-flokkurinn mest megnis af vöxtum af peningum. Sá ríkja-flokk- urinn, sem lifir af vöxtum peninga, græðir stór mikið meir en sá, sem lifir af framleiðslu og iðnaði. Það er jafn- vel ekki séð, ef skulda aukning og fólks- fjölgun er tekin til greina, annað en framleiðslu ríkin hafi tapað á umræddu tímabili, og orsökin er, að rentuberandi skuldabréf, gefa meiri hreinan ágóða en landbúnaður og iðnaður. Með öðrum orðum: peningar eru of dýrir eða fram- leiddar vörur of ódýrar, til þess að geta gefið jafnan hag, svo hinn hreini ágóði dragist þangað sem renturnar fara. Þannig dregst auðurinn frá almúganum og safnast til hinna fáu auðmanna. Nú gerir gnægð peninga þá ódýr- ari og vörur sem seldar og kejcptar eru fyrir þá aftur á móti dýrari, en skortur á peningum gerir þá dýra, en vörurnar ódýrari. Ef silfur stendur jafnhliða gulli sem gjaldeyrir, gerir það gjaldeyr- inn tvöfalt meiri, en ef silfur er tekið burt og gull að eins haft, og gerir það gjaldeyTÍnn helmingi minni. Þannig gerir gull “standard” dýra alla peninga en varning framleiddan ódýran, en frí- slátta silfurs gerir peninga ódýra, en framleiddan varning aftur dýrari. En silfur getur ekki staðið jafnhliða gulli, nema það fái sömu lagaréttindi til myntar, nefnil. ótakmarkaða frísláttu eins og gull hefir. Þessi frislátta var í lögum í Bandarikjunum þar til 1873. þá var hún fyrst takmörkuð, og siðan alveg úr lögum numin, en ekki samt með algerðum vilja þjóðarinnar. Það voru margir merkir menn, sem mót- mæltu þvi harðlega og sögðu að það hefði eyðilegging í för með sér. Það er máské ekki gott að framsetja álit þeirra betur með sem fæstum orðum, en með því sem J. G. Blaine sagði, 'og sem ég hefi áður skýrt frá i Hkr. Hann sagði: “Eyðilegging silfurs sem peninga og stofnsetning gulls, sem hins eina verð- miðils, hlýtur að hafa eyðileggjandi á- hrif á allar eignir nema rentuherandi skuldabréf; þau hljóta að verða verð- meiii og ná ósanngjörnum hagnaði yf- ir aðrar eignir. Ef, eins og skýrslurnar sýna. að til séu nálægt 7 þúsund milj- ónir dollars af gulli og silfri slegnu og óslegnu í heiminum, nokkurnveginn jafnt af hvoru, þá er ómögulegt að taka helming þess burt án þess af því leiði stórkostlegt eignatjón fyrir milj- ónir manna”. Það eru nú liðin eitthvað um 20 ár SÍðan þetta var talað, og við getum þvi tekið reynslu þess tíma til yfirvegunar og séðhvað sagan skrásetur. Arið 1873 var bóndanum borgað fyrir liveiti bush. $1,10; árið 1889 fékk hann að eins 69 cents; árið 1893 var það bara 54 cts. Árið 1873 gaf ekran af sér $15,50 í hveiti mais, höfrum, b'ómull eða heyi, að jafnaðartali. en árið 1893 að eins $8. — Verðfall á 20 árunum þess vegna sem næst helmingur á framleiddum varn- ingi. Þar fyrir hefir verzlunarkraftur þess hluta fallið um helming á því tíma bili, og getutn vér þyí séð að það hefir ákafleg áhrif á borgunarafl þjóðarinn- ar. — Sá sem hefir skuld að borga þarf helmingi meira af vörum til þess, en hann þurfti fyrir 20 árum síðan. Bónd inn hefir nú helmingi minni peninga til að verzla með; verzlunarmaðurinn fær frá honum helmingi minni verzlun og hefir tiltölulega minni ágóða. Verk- smiðjueigandinn selur tiltölulega minna af varningi sínum og gefur þeim mun minni atvinnu og hefir minni hagnað. Flutningafélög hafa minni flutniuga og þjóðin minni hagnað af út- og innflutt- um varningi í samanburði við fólkstöl- una. I fáum orðum: Þetta ákaflega verðhrun vörunnar orsakar almenna verzlunardeyfð, eða sem menn kalia “daufa tíma’,. Áhrifin koma fram fyrst á jarðyrkjumanninum, bóndanum, fyrst vegna þess, að hann er fyrsta hönd, sem verzlar með framleiclchir vör- ur, og í annan stað vegna þess, að liann yfir höfuð að tala hefir minstan höfuð- stól. En á sínum tíma koma þau engu síður skaðlega fram á verzlun og iðnaði iandsins. Um undanfarinn tíma hefir svo til- hagað í Bandaríkjiunum, að flest fjrir- tæki hafa verið stofnuð að miklu leyti með lánsfó. Maður sem setur upp verzlun, stofnar verksmiðju, byggir skip, eða kemur á fót öðru fj'rirtæki, tekur vanalega ekki minna en helming höfuðstólsins til láns. Sá sem lánar peningana álítur óhult að lána helming af stofnverðinu á móti tryggingu í allri upphæðinni, og hinn sem á eignina álit- ur óhult fyrir sig að taka til láns þessa upphæð. En þessi ákaflega verðlækkun og þar af leiðandi verzlunardeyfð, sem áð- ur er sýnd, gerir halla á reikninginn. Fyrirtækið gefur helmingi minni ágóða höfuðstóllinn, stofninn, fellur í verði, En það gerir samt ekki skuldin ; þvert á móti liækkar hún. Að eigandanum sofandi eða vakandi vex hún stöðugt. og hafa víst allmargir íslenzkír landtak- endur fengið tilfinnanlega að kenna á því. Þeir hafa ekki getað borgað rent- urnar, skuldin hefir hækkað, og fyrir það að peningaþröng var og þeir dýrir, var ekki hægt að endurnýja lánið. Og endirinn verður sá stundum, og hefir orðið í mörgum tilfellum, að eignin fell- urí hendur lánfélaga undir lögtaki skulda. Nú þegar svona er ástandið, dregur það til þess, sem ekki bætir um, nefnilega það, að auðmenn sækjast eftir að leggja peninga sína í rentuberandi skuldabréf, sem eru vel trygð, svo sem “bonds ” og önnur slík, en vilja síður leggja þau í atvinnugefandi iðnaðar fyrirtæki, sem virðast ekki borga sig vel og vera völt eign. En ef þeir gera það, dregur til þess, að þeir vilja tryggja sér sinn ágóða, með því að mynda einstjórnarfélag yfir þá iðnaðar- grein, og þar með ráða vöruverðinu. Með öðrum orðum: Þeir mynda einok- unarfélag. Þetta er nú einmitt hið yfirstand- andi ástand. Prisar á framleiddum varningi hafa stöðugt lækkað síðan 1873, hvort heldur demókratar eða republi- kanar hafa verið við völdin og orsakað, eins og áður er sýnt, almenna verzlunar deyfð. Vér þurfum nú ekki lengur að hyggja álit vort á spádómum, heldur höfum vér sögulega reynzlu; hina full- komnustu sönnum. En það er enn ekki komið eins langt og getur farið til eyði- leggingar, ef ekki er við gert. Og skul- um vér nú snúa huga vorum að auðsafni i einstakra hendur, og þar af leiðandi fá- tækt almúga. Vór skulum sjá hvar komið er og hvar lent getur, ef ekki er við gert. Ástandið í Bandarikjunum er og hefir verið nú að undanförnu, verzlun- ardeyfð og “daufir tímar”. En engir neyðar timar. Bændurnir eiga flestir lönd sín og hafa nóg til síns viðurværis. Þeir hafa bara þurft að fara á mis við sumt af lífsþægindum, og líkt er ástatt með vinnulýðinn. I sumum öðrum löndum, sem leng- ur hafa haft gull-“standard”, er öðruvisi ástatt. Vér skulum taka til dæmis England. Það þekkir hver maður á- stand írlands, undir stjórn Englands, og bændaflokkurinn og vinnulýðurinn á Englandi er mjög lítið betur á sig kominn en hÍDÍr sömu flokkar á írlandi. Fáeinir auðmenn eiga svo að kalla alt landið. Bændurnir eru leiguliðar, og og lifa við skort. Fjöldinn af vinnu- lýðnum með hið einfaldasta viðurværi, veit ekki, sem sagt, hvað hann á að fá til næsta máls. Niðurlag á 4. bls. Hið þrefalda samband sem sigrað heíir í allri þraut Hin þrjú miklu Suður-Ame- ríku-lyí bregðast aldrei að lækna gigt, nýrnaveiki og hina vestu tegund melting- arleysis. Hin þrjú miklu Suður-Ameríku-lyf hafa verið reynd við margan harðan ó- vin, en aldrei enn hafa þau brugðisr. Ef vér tökum Sjuth American Rheumatic Cure, þá er sagan um lækning sjúkl- inga þeirra er lyf það hefir læknað, sem æfintvri eitt. Mr. D. Dessnetels frá Peterboro, var svo voðalega þjáður af gigtveiki að hann var tíu sinnum hvað eftir annað brendur á ýmsum stöðum í þeirri von, að hrekja sjúkdóminn úr íkamanum- Hendur hans afmynduð- ust allar og fingurnir krepptust. Utan- um vinstri fótinn var gerð steypa af Plaster of Paris og látið sitja mánuðum saman. Eina vikuna eftir að hann fór að brúka South American Rheumatic Cure, var hann sem nýr maður og á skömmum tíina var hann albata. Þegar tala skal um South American Kidney Cure, þá er það ólíkt pillnm, dufti og öðrum þesskonar meðulum þvi að það leysir undireins upp þvagsýkina og hin hörnuðu efni, sem sýkinni valda, og þegar líkaminn losnar við þau, þá er batinn fenginn. Mr. D. J. Locke frá Sherbrooke í Quebec segir, að hann hafi eytt yfir $100,00 við nýinaveiki og ekk- ert batnað. Þegar hann var búinn að taka nokkrar inntökur af South Áme- rican Kidney Cure þá fann hann furð- anlegan bata ogeins oghann segir sjálf- ur: "Eg hef nú tekið þrjár flöskur og álít mig allækuaðann”. Hin versta tegund af meltingarleysi læknaðist af South American Nervine. Það verkar á taugakeifin sem liggja neðst í hoilanum eri þaöan spretta allar tegundir taugaveiklanar og óregla í maganum. Mrs. H. Staploton, Ving- ham, Ont., segir: Árum saman hafði ég þjáðstaf taugi.veiklun og liöfðu liinir bestu læknar i Canada og Englandi fengist við það. Mér var aáðið að taka South American Nervine, og cg verð að íáta, að ef að ég hefði ekki gert það, þá leföi ég ekki verið lifandi fram á þenn- an dag. Eg skal aldrei vera án þess.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.