Heimskringla - 20.08.1896, Page 4
HEIMSKRINGLA 20. ÁGÚST 1896,
VKITT
HÆ8TU VBRÐLAUN A HBIM88ÝNINOUNN
Dlt
w CREAM
B4NNG
POWDER
IÐ BEZT TILBÚNA
Óblðnduð vínberja Cream of Tartar
Jowder. Ekkert álún, ammonia eða
ðnnur óholl efni.
40 ára '■eynalu.
Nokkur blðð af Þjóðólfi bárust oss
í gær. Engar stór fréttir. Tið fremur
góð á suðurlandi nú, en grasvöxtur
lakara lagi.
Herra Sigurður J. Vidalfrá Hnaus-
um kom til bæjarins á mánudaginn var
og fór á þriðjudaginn til Portage La
Prairie, þar sem hann býzt við að stað-
næmast um stund við uppskeru.
Ný-íslendingar allmargir komu til
bæjarins á mánudaginn. Meðal þeirra
höfum vér orðið varir þessa Árnesinga
Mr. og Mrs. Össurson, Ingveldi Hjðr'
leifsdóttur, Sigurjón Sigurðson í Árnesi
og Jón Jónson á Birkivöllum.
Winnipeg.
Hra. Páll Jakobson í Mikley heils-
aði upp á oss á mánudaginn.
Jóhannes kaupmaður Sigurðsson
að Hnausum kom til bæjarins um helg-
ina var.
Sambandsþingmenn margir fóru
austur á sunnudaginn var. Meðal þeirra
var Hon. H. J. Macdonald.
Mr. Eggert Jóhannsson, ritstj. Hkr.
brá sér suður til Dakota á þriðjudaginn
var. Kemur aftur um næstu helgi.
Fyrirlestur sá er Mrs. M. J. Bene-
dictsson flutti í Unity Hall fyrra þriðju-
dagskvðld, var allvel sóttur.
Þó hveitiskurður byrjaði víða i
fylkinu um og eftir 1. þ. m., er upp-
skeruvinnan ekki almenn orðin fyrri en
nú þessa dagana.
í dag er almennur fridagur fyrir þá
sem vilja í bænum, Er það fridagurinn
sem bæjarstjórnin á hverju ári gefur
þjónum sínum.
Sænskur maður hér í bænum fór
nýlega til Duluth, St. Paul, Minneapolis
og fleiri staða í Minnesota og Dakota, í
atvinnuleit. Hann kom heim aftur á
laugardaginn og vill láta þess getið, að
það sé þýðingarlaust fyrir menn að
leita þangað eftir atvinnu.
Það var rangt, er sagt var i síðasta
blaði, að þrir bændur úr Qu’Appelle
dalnum hefðu komið til bæjarins. Það
var bara einn af þremur nefndum, Páll
Jónsson, sem kom. En allir þeir sem
nefndir voru biðu skaða af haglélinu*
eins og frá var skýrt.
Það er útlit fyrir að í vetur kom-
andi verði harðkolin seld á $10 tonnið
hér í bænum, i stað $8.50 tvo undan-
farna vetur. Er verðaukinn því að
kenna, að félag í New York hefir náð
haldi á öllum harðkolafélögunum og
takmarkar kolatekjuna, en hækkar
verðið í sífellu.
Verkamannadagurinn (löghelgidag-
urinn) verður i ár haldinn hátíðlegur
annan mánudag (7. September). Sam
komustaður i Elm Park.
Þessir eiga bréf á skrifstofu Hkr.:
Jón K. Reykdal, J. Th. Jóhannesson,
O. F. Anderson, Bjarni Torfason, Jón
Jónsson, og Miss Vilborg Ámadóttir.
Hr. E. Ólafsson, ráðsmaður Hkr.,
brá sér vestur í Qu’Appelle-dal á fimtn
daginn var. Þaðan fór hann norður í
Þingvallanýlendu. Er væntanlegur
heim um næstu helgi.
Hr. Gunnar Gíslason frá Birkivöll-
um í Árnesbygð, sem dvalið hefir hér í
bænum mánaðar tíma, fór heimleiðis á
laugardagskvöldið. Hann hafði verið
mjög lasinn meira en vikutíma. Þjáð-
st af g igt.
Haglél olli stórtjóni á 40 milna
langri spildu, i grend við Portage La
Prairie, í vikunni sem leið. Er sagt að
margir bændur hafi þar mist alla sina
uppskeru og sagt að ekki nema fáir
þeirra hafi haft akrana í haglábyrgð.
Alt-læknandi meðal.
James L. Francis, bæjarráðsmaður
í Chicago, segir: “Eg álit Dr. Kings
New Discovery óbrigðult meðal við
hósta, kvefi, og lungnaveiki þar eð ég
hefi brúkað það á heimili mínu í næst-
liðin fimm ár, og aldrei þurft á lækni að
halda.”
Séra John Burgus, Keokuk,_ Iowa
skrifar : “Eg hefi verið prestur í bysk-
upakyrkjunni í 50 ár eða meira, og hefi
ég aldrei haft neitt meðal sem hefir haft
jafngóð áhrif á mig og bœtt mér eins
fljótt eins og Dr. Kings New Discovery.’
Reynið þetta frábæra hóstameðalþegar
Flaska til reynslu ókeypis í öllum lyfja-
búðum.
Lrs. Gillies frá Glonboro kom til
bæjarins á laugardaginn og fór vestur
aftur á mánudaginn. Var hún að sækja
dóttur sína, Júlfönu, 6 ára gamla, sem
um síðastl. 3 mánuði hefir legið á sjúkra
húsi bæjarins, í innvortis meinsemd, en
sem læknarnir treysta sér ekki til að
ráða bót á.
Á bæjarráðsfundi á mánudagskvöld-
ið var, var rifist um það í 3 klukku-
stundir, hvort verkfræðingur bæjarins
skyldi rekinn eða ekki. Róstunni lauk
svo, að tveir menn að eins greiddu at-
kvæði með bartrekstri, uppástungu-
maður og stuðningsmaður, — McCreary
og Bannerman.
Frostvart varð að sögn á ýmsum
stöðum í fylkinu að morgni sunnudags-
ins 16. þ. m. Þegar þetta er ritað
(þriðjud.) eru samt engar fregnir fengn-
ar, þó telegraferað hafi verið i allar átt-
ir, er gefi til kynna að skaði hafi hlotist
af. — A nnars óvanalega kalt að nætur
lagi nú um vikutíma.
Hra. Ólafur Einarsson frá Milton,
N. Dak., kom til bæjarins á fimtudag-
inn var úr skemtiferð heim til íslands.
Með honum kom hra. Snjólfur Jóhann-
son, sem áður hafði verið í Dakota, en
farið til íslands í þeim tilgangi máské
að setjast þar að. Þeir héldu áfram
ferð sinni heimleiðis næsta dag.
Mrs. Benedictson biður oss að geta
þess, að hún tekur að sér að skrifa með
skrautletri (Automatics haded) allskon-
ar, svo sem afmælisvisur, lukkuóskir,
eftirmæli, heimboð og vinarkveðjur.
Einnig fögur einkunnarorð, sem menn
vildu hafa i umgjörð og hengja upp á
vegg. Lika nöfn undir myndir. Svo
fyrir piltana hattamerki, og bókmerki
fyrir alla, með þeim orðum er þeir sjálf-
ir kjósa er panta.
Allar pantanir verða afgreiddar ná-
kvæmlega eftir beiðni. Það borgar sig
að heimsækja Mrs. Benedictson til að
sjá hennar fögru skugga-skrift. Hún
er sú eina í borginni og þó víðar sé leit-
að i Canada, sem kann þessa iþrótt.
46 Winnipeg Ave.
Sjerstakt.
Yér erum svo fegnir að hafa nú fengið steintrðð slétta
og gðða fyrir framan búð vora að vér ætlum nú að
minnast þess með því að gefa öllnm viðskiftavinum
sem kaupa
Hneppta kvennskó, sem kosta $ 1,50
Reimaðir skór fyrir kvenfólk 75c.
Kvennskór, stærð 4 til 4|, fást með sérlcga góðum kjörum
þar eð vér höfum nýlega kepyt mikið upplag af þeim.
Karlmannaskór stærð 7 fást með sömu kjörum.
KOMIÐ TIL
E. KNKSHT & ©O.
351 flain Str.
Andspænis Portage Ave.
Gráið að merkinu : Maður á hrafni,
Kappróður.
Fjórir Winnipegmenn, sem róa sam
an, hafa i sumsr unnið hvern sigurinn á
fætur öðrum. Fyrst á Minnetonka-
vatni hjá Minneapolis, í fyrri viku í
Brockville, Ontario og í vikunni sem
leið í Saratoga i New York ríki. Eru
nú “Champions of Canada” og “Champ-
ions of America.” Þessir fjórir menn
ern : Chárles L. Marks, Charles John-
ston, William J. K. Osborne, John C.G,
Armytage. Þeir eru væntanlegir heim
á mánudaginn kemur, og verður þeim
fagnað mikillega. Er nú talað um að
skjófa saman fé og senda þá til Eng-
lands í vor er kemur til að þreyta kapp.
róður við Henley-ræðarana á ánni
Thames. — Þessir fjórmenningar hafa
verið beðnir að koma til Vancouver i
British Columhia og taka þátt í kapp-
róðra-hátíð, sem þar stendur yfir tvo
eða þrjá daga samfleytt, í September
næstkomandi.
I. O. G. T.
Umbaðsmaður stúkunnar Heklu.
Mr. G. Johnson setti eftirfylgjandi með
limi í embætti fyrir komandi ársf jórð-
ung:
Fyrv. æðsti T., B. M. Long, Æ. T.
Mr. Joh. Bjarnason, V. T. Miss G. G.
Lundal, G. U. Mr. T. Thomas, R. Mr.
C. Jhonson, A. R. Mr. Ó. Ólafsson, F
R. Mr. Þ. Sigvaldason, G. Miss Þ. Ind-
riðadóttir, K. Mr. St. Sigurðsson, D.
Miss Þ. Eiríkson, A. D. Miss M. F.
Árnason, V. Mr. J. Hallson, U. V. Mr.
P. Tomson,
Góðir og gildir meðlimir stúkunn-
ar nú 146.
Hastarlegur dauði í
vikunni sem leið.
Ef að ástandið væri ekki svo háska-
legt, þá mætti segja að hin mörgu
dauðsföll af hjartveiki, sem fyrir koma
í viku hverri yfirgnæfi dauðsföllin vik-
una áður. Aldrei áður fyrr hefir verið
meiri þörf á að draga upp hið rauða
flagg háskans og skora á karla og kon-
ur í öllum stöðum lífsins að hafa við
hendina eina flösku af Dr. Agnews Cure
for the Heart. Hvað litið sem ber á
hjartveiki, þá læknast það innan hálfr-
ar stundar af meðalí þessu. Mr. L. W.
Law frá Toronto Junction þjáðist af
rengslum fyrir hjartanu svo við and-
öfum lág í 18 mánuði, en þetta hið á-
gæta lyf læknaði hann fyrir fult og alt,
og er það eitt af Ihinum þúsund aæm-
um, sem til mætti færa.
Raffle °g Dans.
«»*
BYCYCLE,
mjög sterku og í góðu standi, verður
raflað á NORTH WEST HALL
Miðvikudaginn 23. Sept. næstkom.
kl. 7 e. h.
Ókeypis dans á eftir fyrir alla þá sem
keypt hafa raffle-tickets.
Hjólið er til sýnis hjá Mr. Wm.
Anderson, Lydia Str,, sumeiunig heflr
tickets til sölu.
Tickets 25 cts.
Kennara
vantar við Baldurskóla frá 1. Nóvem-
ber þ. á. til 1. Maí 1897, = 5J mánuð.
Umsækjendur geti þess hvort þeir hafi
tekið kennarapróf, eða hafi tímabils-
leyfi, og tiltaki mánaðarlaun. Tilboð-
um veitt móttaka af undirskrifuðum
til 1. Október næstkomandi.
Hnausa, Man., 20. Júlí 1896.
0. O. Aknmess,
Sec. Treas.
I BRISTPL’S ~7_
BRISTQL’S |
BRISTOL’S
Sarsaparilía
and
cm PH.X.S
The Greatest of all Liver,
Stomach and Blood Medicines.
.A 8PECIFIC FOR
Rheumatism, Gout and
Chronic Complaints.
They Cleanse and Purify the
Blood.
All Druggists and
Gencral Dealcrs.
Tíu ára kvef.
Læknað með $2,40 kostnaði.
Merkileg sönnun fyrir því
hvað Dr. Agnew’s Cat-
arrhal Powder getur
gert.
Kvef, sem rótfestist í líkamanum,
er vanalega álitið langvarandi og ólækn
andi. En það er aít undir atvikura
komið. Henry W. Francis, sem er
vinnumaður Great Northern Telegraph
Co. frá Brampton, Ont., hafði stórlega
þjáðst af kvefi í höfðinu í tíu ár. Hann
segir: "Eg reyndi öll hugsanleg meðöl
á þessum árum og sókti hvern læknir-
irinn á eftir öðrum, en það dugði lítið
eða ekkert. Sá ég þá auglýst Dr. Ag-
new’s Catarrhal Powder og fékk mér
ögn til reynslu, og batnaðimér svofljótt
af því, að ég hélt áfram að brúka lyf
það þangað til ég var búinn með fjórar
flöskur, en þá var mér líka algerlega
batnað. Fyrir þessar fjórar flöskur
borgaði ég $2,40, en tiu árin áður hafði
ég eytt mörgum dollurum á ári, en eng-
an bata fengið.”
Ný ljósmyndastofa á
Mountain.
Frá 10. Ágúst til enda mánaðarins
verð ég á Mountain P. O., N. Dak., og
tek ljósmyndir i nýja samkomusalnum
þar, sem hefir verið smíðaður með sér-
stöku tilliti til þess, og verður eins góð
myndastofa og í stærri bæjum gerist.
Þó sumir af skiftavinum mínum
þurfi nú lengra að sækja til mín en að
undanförnu, þá vonast ég eftir að geta
bætt þeim það upp með þeim mun betri
myndum, sem ég hef nú betri tæki til
að gerti þær en áður.
J. A. Blöndal.
Silfur.
(Niðurlag frá 2. bls.)
Þessi og önnur dæmi hefir Banda-
ríkjaþjóðin fyrir augunum. Hún sér,
eða þeir af henni, sem athuga ástandið
og skilja eðli auðsafns, sjá hvert lent
getur ef ekki er við gert. Tímabilið
milli 1880 og 1890 sýnir bara byrjun
auðsafns í fárra manna hendur. Undir
sömu kringumstæðum heldur það áfram
með sívaxandi afli, eftir því sem auður
safnast meir og meir saman, Það má
glöggt sjá vöxt hans og og þroskun síð-
an 1890. Ameríkanska þjóðin er fram-
takssöm þjóð, og þeir af henni, sem nú
sjá og skilja ástandið, hafa alls ekki f
huga að leyfa því að komast í sama horf-
ið og nú er á írlandi. Þeir áforma held-
ur að halda sínum eigin löndum, eign-
um, lifsþægindum og mentun. Þeir
vita að “ekki er ráð nema í tima sé tek-
ið”, að það er kominn timi til að stöðva
afl auðsafnsins, til þess að þeir geti
haldið sínu eigin og afkomenda sinna
frelsi framvegis. Auðsafn er enn ekki
neinstaðar komið nærri á það stig, sem
það getur farið, og sagan sýnir að það
hefur farið. Það hefir máske hvergi
enn haft mjög drepandi áhrlf á mentun
almennings. Einn merkur rithöfundur
segir: “Peningar em hið mikla hjól við-
skipta- Þeir eru æðar og sinar félags-
skapar; lífsafl iðnaðar og frumafl menn-
ingar og mentunar. Þeir eru eins nauð-
synlegir fyrir upphefð og menning
mannkynsins, eins og Oxygen er fyrir
dýralífið”. Eins og mentun var ófull-
komin á þeim tima, sem peningar ekki
voru til, eða i ófullkomnu formi, á með-
al hverrar þjóðar fyrir sig, eins getur
líka mentun horfið frá þeim flokki, sem
ekki hefir peninga, og ekki getur notið
þeirra hagkvæmni í viðskiptum, sem
peningar gefa. Vér höfum dæmi þess í
veraldarsögunni. Eitt þeirra eru Róm-
verjar á dögum Cesars. Þegar einn
flokkur manna verður fátækur og hefir
ervitt uppdráttar, verður hann að verja
öllum sínum tíma til þess að vinna sér
inn lifsnauðsynjar, og börn þeirra verða
að gera hið sama. Við það tapar ung-
dómurinn mentun, svo eftir því sem
þrengir að, mann fram af manni, verð-
ur fólkið óupplýstara, og af því það hefir
svo erfitt uppdráttar, kemur óánægja.
Hugsun þess stefnir að því að hjálpa
sér sjálfum, en hverfur frá þjóðvirðing
FVERY FAMILY
SHOULD KNOW THAT
/A
X^VEGETABLE •J"‘«V
PAIN-Aj
m lvv '
!■ a TffTJ remarkable remedy. both for IN-
TXRNAIi and XXTBBNAI. nee, and non-
derful ln its qulok actlon to rcUeve dletreee.
PAIN-KILLER Throaí, Coughg*
KÆ--S"7' truuu*“’
PAIN-KILLER M JZSisz
HirkncH«, Hlrk Hrndnrlie, l»nin fn Iho
Uuckor fclde. RheumallHin and MenrulKlu,
A Tfí-TTTÍ T FR *■ ttnqumttonablt tho
rAIll IKKHT LINIAIENT
M 4 IDf*. Itbrlnir* spuedt and pkrmanrnt belikp
ln sll cnseu of ItruÍM H, Cut», Hprainu, Hevere
Itumx, ete*
PATN-TTTT T FR ,s th* w*n tHed »ní
I AlD truiMU rrlrnd of the
Merhnntr, Fnrmrr, Plunlrr, Hullor, w»dln
fMtsll d«SSM wantiiift a tiMMllclnc hlways athand.
andBArr.ToURP lutrrnully or externally with
••rtaintr of fflief.
Bewnr* of ImiUtlons. T*k« none but tha p* nulu*
••Fkkky DAVIY. ' hold «*ver.r*lier«i; 'Jöc. big botU«.
Verjr laigc iaiu.c, Uí.
og háleitari hugsun. Loks verður það
flokkur af viltum skríl sem gerir alt það
er afl hans orkar til þess að hjálpa sér
sjálfum en kollvarpa öllum yfirráðum.
Ég hefi áður sýnt, að nægir og ó-
dýrir peningar dreifa auðnum til al-
múgans, því þeir gefa framleiðslumann-
inum og verkamanninum meira fyrir
sinar vörur og vinnu, en of litlir og
dýrir peningar draga hann i hendur ein-
stakra manna. Þannig eru það dýru
peningarnir sem vinna að niðurdrepi
mentunar og mannúðar, en hinir ódýru
best útdreifðu peningar, eru mentunar
og menningar afl heimsins.
Áður en ég sleppi þessu atriði, vil
ég reyna að útskýra hvað meint er með
ódyrum og dýrum peningum, því ég
held að Islendingar séu óvanir því orða-
tiltæki. Odýrir peningar meina ekki
verðminni peninga í sjálfu sér, sem pen-
ingar, ekki heldur meina dýrari pen-
ingar verðmeiri peninga í sjálfu sér, sem
peningar. (Ónýtir peningar, eða pen-
ingar með afföllum, koma þessu máli
ekki við, það eru ekki góðir peningar).
Heldnr dregst þetta orðtak, dýrir og ó-
dýrir penigar, út af verki því er pen-
ingar eiga að framkvæma. Ætlunar-
verk peninga er að gera mönnum sem
hægast með að skiptast á nauðsynjum
sínum, svo að sá sem hefir eitthvað að
selja, geti látið það frá sér, sem fyrir-
hafnar minst og fengið það sem hann
þarfnast aftur sem fyrirhafnar minnst.
Peningar eru miililiður milli þessara
nauðsynja. Þeir eru sem ávísun ann-
ars hlutarins upp á hinn, og því léttara
sem er að fá þessa ávísun, því léttari
verða viðskiftin. Til þessa þarf góða
peninga og svo dreifða á milli manna.
að ekki þurfi að sækja þá langt að og en
síður að kanpa þá til þessa ætlunar-
verks. Því þá tapast partur af hag-
kvæmni þeirri, sem peningar eiga að
veita, þá verða þeir dýrari en þeir ættu
að vera. Þessi mismunur á framboði
og kostnaði á framboði peninga, sem
fer mikið eftir gæðum þeirra, gerir þá
það, sem við köllum dýra og ódýra.
S. Eyólfsson.
Gardar, 1. Ágúst 1896.
Læknarnir gengu frá að
lækna hana.
MERKILEG REYNSLA MRS. SA-
LOIS FRÁ ST. ;PIE.
La Grippe ásamt lungnabólgu höfðu
komið henni á grafarbakkann.
Allur líkami hennar var gagn-
tekinn af kvölum. Maður henn-
ar flutti hana heim til að deyja
þar—en nú er hún við góða heilsu
í litla, laglega þorpinu St. Pie í
Bagot County, er eitt hið farsælasta
heimili í öllu Quebec fylki.og orsökin að
allri þessari farsæld er hin ómælanlega
náðargjöf heilsan, sem þakka má brúk-
un á Dr. Williams Pink Pills. Mrs
Eva Salois er kona sú sem með þeim
var hjálpað, og segir hún sögnna á
þessa leið: “Eins og fleiri Canadamenn
fór ég með bónda mínum frá Canada til
Bandarikja í von um að betra hag okk-
ar og settumst að í Lowell, Mass. Fyr-
ir nálægt ári siðan eignaðist ég ljóm-
an'di fallegan dreng, en þegar ég lá á
sæng fékk ég la grippa veikina og varð
úr þvi lungnabólga. Mér var vel hjúkr
að og hafði góða læknishjálp, en þó að
mér batnaði lungnabólgan, þá gat ég
ekki orðið heil heilsu, en varð einlægt
veikari og máttminni. Eg gat ekki
sofið á nóttinni °g varð svo taugaveikl-
uð að ég skalf og hljóðaði við hvern
minsta hávaða. Eg gat ekki borðað og
var orðin sem heinagrind. Allur lík-
aminn engdist sundur sg saman af
kvölum, svo mér er ómögulegt að lýsa
því. Það dróg svo af mér að læknirinn
varðvonlaus ogvildi fá annan læknir
að ráðgast við. Ég bað um að fá eitt-
hvað til að lina kvalirnar, en alt kom
fyrir ekki. Þegar læknarnirhöfðu ráð-
ið ráðum sínum, sagði læknir minn við
mig: Þér þjáist ákaflega, Jen það verð-
ur ekki lengi. Við höfum reynt alt
hugsanlegt og getum ekki meira. Það
lágþvf eitt fyrir mér, að búastjdauða
mínum, og mundi hafa tekið því fegins-
hendi til þess að losna við kvalirnar,
hefði ekki verið hugsunin um að skilja
við mann minn og barn. Þegar maður
minn heyrði hvað læknarnir sögðu, þá
sagði hann að við skyldum þegar snúa
aftur til Canada, og þótt ég væri veik
og þjáð, þá héldum við heim til okkar.
En vinir okkar hérna hvöttu mig til að
taka Pink Pills Dr. Williams þangað til
ég gerði það. Útvegaði bóndi minn
þær. Þegar ég var búin að brúka þær
í nokkrar vikur fór mér að skána, og
upp frá því batnaði mér stöðugt. Nú
er ég alveg kvalalaus. Ég borða vel og
sef vel og er nærri því eins hravst og
þegar ég var upp á mitt bezta, og þessa
endurnýjuðu heilsu og hraustleika á ég
að þakka hinum undursamlegu verkun-
um Pink Pills Dr. Williams.og af þakk
lætistilfinningu hvet ég fastlega alla
sjúklinga að reyna þær.
Dr. Williams Pink Pills búa til
nýtt blóð, styrkja taugarnar og hrekja
þannig sjúkdóminn út úr líkamanum. í
hundruðum tilfella hafa þær læknað.
þegar engin önnur meðöl dugðu og eiga
þær því kröfu til þess að vera furðuverk
hinnar nýrri læknisfræði. Hinar ekta
Pink Pills eru að eins seldar í öskjum
með merkinu : Dr. Williams Pink Pills
for Pale People. Verndið yður frá svik-
um með því að hafna öllum pillum sem
ekki hafa merki þetta ‘registerað’ á
öskjuna.
BUCKLENS ARNICA SALVE.
Bezta smyrsl sem til er við skýrðum,
mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu-
sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll-
um sjúkdómum á hörundinu. Læknar
gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist
borgunar. Vér ábyrgjumst að þetta
meðal dugar 1 öllum þeim tilfellum sem
talin hafa verið, ef ekki borgum vér jJln
ingana tii baka. — Askjan kostar 25 cts.
Fæst í öllum lyfjabúðum.
MICA ROO.FING.
Hr. W. G. Fonseca. í haust er leið
var eitt ár liðiðsiðan ég þakti heflimyln-
una mina með Mica-þófa, sem þér hafið
til sölu, og tjargaði ég það ekki fyr en
nærri sex mánuðum eftir að það var
lagt, en þrátt fyrir það þó rigningasamt
væri bar ekkert á leka og ekkert hafði
þekjan skemst við tjöruleysið. Þetta
þak þolir bæði hita og kulda. R. D.
Paterson. Þetta Mica á ekkert skylt
við hið svokallaða Metal Brand Ready
Roofing. W. G. Fónseca,
Allir á siglingu til beztu
Skraddarabúðarinnar
PEACE & OO.
56« Main 8tr.
horninu 4 Pacific Ave.
Fötin sniðin, saumuð, og útbúix
eins 0g þér segið fyrir.
Peace & Co.
566 Main Str.
ÍSLKNZKK LÆKNIR
DR. M. HALIDORSSON,
Park River — N. Dak.
T >•( M PERFECT TEA
noM tf« p* ant to thf: “fca cuh
|N IT3 NATIVF.
‘ Mou»oon ’ Teítis ;v.. kfd i* d-T th»; ^Mpcrvísion
'flbe’VvM Lfrowfi's. an»?' ulv. •' »s« d aivdsoUI by them
1 ic i -i 1 1 • ’ ;i ssuTVPÍc.’I bi- UU» • J iv .ot lndian And (’cylon
!*. ;is Foi* tlmi rc;. ...p tb ' : sc'o th.nt none but the
cry L c 'b Uatvcs go 1 mto ^.onsotu* p«»« ’r.'i^es.
Tj. Mix^on,1 1 hc nci r.*ct Tea, can be
V ,it tbc ,sun . pru'. : íiS :i,iv riv»r t«; 1.
Tt tu.f 1. > 'n s »■•'»1 -.t c; ..U of V' lb 1 !b and
•• ..rd m»M •»» tL-. «í |;.iv«> ;rs iit 4tK ., 50C. íind 'j-jC.
.-.•p «• t«-'l bim 10 u •' e
- - .P» st.
Kosta minna en ódýrasta blýhvita. Endast 5 ár
Hammar Paints
eru þétt i sér. Þau eru sett saman á réttan hátt úr blýi og zinki, eru
endingargóð og fást með öllum litúm. Þú gerir málið þitt hreint, end-
ingargott og fallegt með því að hræra saman við það nýja Linseed olíu.
Engin önnur olía dugar. 4 pottar af þykku (Hammars) máli og 4 pott-
ar af hreinni Linseed olíu gera 8 potta af bezta máli, sem kostar að eins
fl.lO fyrir hverja 4 potta.
O., DALBY selur alls konar húsgögn, veggjapappír, málolín og gler
etc. Ég kaupi heil vagnhlöss af varningi í einu og spara þannig við-
skiftavinum mikla peninga. Komið og talið við mig.
O. DALBY,
Edinburgh, N. Dak.