Heimskringla - 05.11.1896, Blaðsíða 2
HHIMSKRINGLA 5 NOV. 1896.
Heimskringla
PUBLISHED BY
The HeimskrÍDgla Prtg. 4 Pttbl. Co.
•• ••
Verð blaðsina í Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $ 1.
• •••
Uppsögn ógild að lögum nema
kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist i P. O. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSIKESS MANAGER.
• • ••
Office :
Corner Ross Ave & Nena Str.
P. O. Itov »05.
Norðurför Nansens.
Bók hans um norðurförina er keppi-
kefli fyrir bókaútgefendur. Bókaút-
gáfufélagið Archibald Constable & Co.
í London hefir keypt útgáfuréttinn í
enskutalandi löndum og borgar fyrir
það 50 þúsundir dollars. Er það sögð
mesta upphœðin sem félagið nokkru
sinni hefir greitt fyrir handrit af einni
bók, sem ekki er frumrituð á ensku.
Fyrir þýzka útgáfuréttinn fær Nansen
10 þús. dollars, og félag f Paris er að
semja um kaup á handritinu fyrir sömu
upphæð og Þjóðverjar gefa. Alls fær
því Nansen 70 þús. fyrir útgáfuréttinn
í enskutalandi, þýzkutalandi og frönsku
talandi löndum, eða um 260 þúsund
krónur. Hvað mikið hann fær fyrir út
gáfuréttinn í Danmörku, Svíþjóð og
Noregi er óvíst, en víst er það að neitað
var boði um 86,500 krónur, sem bóka-
útgefandi einn, Jón Grieg, í Bergen í
Noregi, bar fram.
Hin nýja stjórn.
Á meðan Laurier og hans fylgéndur
skipuðu sæti til vinstri handar við for-
seta á þingi og í öllum þeirra ræðum og
ritum var aldrei þurð á sakargiftum
á hendur þáverandi stjórnar. Tollmála-
stefna hennar var sögð eyðileggjandi,
reikningar hennar áttu að sýna alt ann-
að en vera bar, og henni var borið á
brýn að hún seldi opinber verk þeim
mönnum. sem eitthvað vildu þægjast
henni eða hennar umboðsmönnum fyrir,
Þessu líkar voru kærurnar í það óend-
anlega. Jafnframt sýndu þessir menn
fram á, að það mundi verða eitthvað
annað ofan á, ef þeir sjálfir næðu stjórn-
taumunum. Að auki höfðu þeir og spar-
semis-ópið æfinlega á takteinum að sjálj
sögðu. Af öllu þessu er ástæða til að
vona, að þessir menn geri betur. en þeir
sem viku frá. Þeir tóku við völdunum
fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og
hafa síðan háð eitt þing. Vitaskuld
er það ekki lángur tími, en það er líka
sannast, að enn sem komið er, bendir
reynslan á að vonirnar, sem kjósendur
þeirra treystu á og sem þeir auðvitað
treysta á enn, séu nokkuð nærri því að
vera tálvonir.
Vestur-Canada hefir aldrei átt neins
góðs að vænta af hálfu “liberala.” Á
öllum tímum og við öll tækifæri and-
æfðu þeir öilum fjárveitingum til fyrir-
tækja vestan stórvatna. Þó var það
stundum, einkum síðari árin, að þeir
vildu birtast í ljóssins engla líki fyrir
mönnum hér vestra, þegar fjárframlög
engin voru í veði. Menn hér vestra
kvörtuðu um tollinn á akuryrkjuvélum
o. s. frv. Það hagnýttu þeir og létu
svo klingja, við öll tækifæri, að tollur-
inn af akuryrkjuvélum o. þv.l., mætt1
til með að fara og það tafarlaust. Og
póstmálastjóri Lauriers nú, Mr. Mulock,
fór einu sinni svo langt, að hann bar
upp á þingi tillögu þess efnis, að num-
inn skuli tollur af hveitibandi. Auðvit-
að greiddu allir “liberalir” á þingi atkv.
með þessu. í síðastl. Sept. bar N. F.
Davin, frá Regina, upp þá tillögu á
þingi, að stjórnin lofi að nema toll af
akuryrkjuvélum þegar hún setjist við
að breyta tollinum. Á móti þessugreiddu
ftllir “liberals” atkvæði!! Eftir öll lof*
orðin, svo marg endurtekin, um að af-
nema þennan toll, vildu þeir ekki lofa
neinu ákveðnu þegar til kom. Laurier
hefir máske hugsað til þess, að hann
fyrrum hafi lofað vinnuvélasmiðunum
í Toronto og víðar, að taka toll af óunna
efninu, samtímis og hann lofaði bænd-
unum að afnema tollinn. En hvað sem
því líður, þá stóðu þeir þannig við þau
loforð, þegar á var hert. Það sem var
lífsspursmál að gera undireins á meðan
þeír skipuðu vinstrimanna bekkina, er
nú ekki svo mikið lífsspursmál að þörf
sé að lofa afnámi tollsins eftir eitt eða
svo ár. Það er með öðrum orðum undir
atvikum komið, hvert tollinum verður
aflétt eða ekki., En svo er um fleiri at-
riði að því er tollmál snertir. Þeir voru
öruggir og heimtufrekir á meðan þeir
voru ábyrgðarlausir, en nú vita þeir
ekki hvar eða hvernig á að byrja og hafa
svo fundið upp á að skipa nefnd til að
rannsaka hvort mögulegt er að gera það
sem þeir ár eftir ár sögðu sjálfsagt’
sögðu lifsspursmál að gera.
Reikningsfærsla þeirra er ekki orð-
in löng enn, en þó sýnir hún í einu at-
riði nokkuð það, sem aldrei fyrri hefir
þekst í þingsögu Canada. Gjalda-áætl
un þeirra á yfirstandandi fjárhagsári er
$44,894,986, en þar eru 400 þúsundir doll-
ars undandregnar. Yæri áætlunin rétt
tilfærð væri hún $45,294,000. Þeir sem
sé gleymdu að tilfæra kostnaðinn sem
leiðir af þinginu sem haldið verður í vet-
ur, en sá kostnaður er vanalega um
$400,000. Þegar þeim var bent á þetta
á þinginu, fann Laurier upp á að halda
fram, að það væri ekki þörf á að birta
þá upphæð, því þann kostnað mætti
stjómin greiða án þess að biðja um sam-
þykki þingsins. Þó þetta só satt, þá
sýnir þingsaga rikisins, að þessi kostn-
aður hefir æfinlega verið framtalinn ;
áætlanaskrá stjórnarinnar. Að undan
þiggja hann nú er bein tilraun til að
draga menn á tálar, að gefa í skyn að
gjöldin séu þeim mun minni. I sama
tilgangi lætur fjármálastjóri Fielding
það boð útganga, að á fyrsta fjórðungi
fjárhagsársins hafi gjöldin verið bara
$4,600,000, en tekjurnar $8,846,000. Með
þessu sýnir hann tekjuafgang.sem svarar
fullum 4 milj. dollars og stærir sig af
sem við mátti búazt. En hann segir
ekki frá því, að þingið samþykti ekki
fjárlögin fyrri en seint á þessu tímabilií
að hann hafði þess vegna ekkert fé til að
greiða áfallnar og áfallandi skuldir með,
nema þá upphæð sem landstjóri leyfði
að tekin væri til láns. Því síður sagði
hann í þessari hagskýrslu frá því,
hvað miklar skuldir voru áfallnar, en
sem hann ekki var búinn að greiða, er
skýrslan kom út, og sem sagt, sem hann
vegna fjárskorts gat ekki greitt jafnóð-
um og þær féllu í gjalddaga. Fielding
er þaulæfður fínans-missýningamaður
frá Nova Scotia og hann ætlar augsýni-
lega að æfa þá iþrótt í Ottavra engu síð-
ur en í Halifax. Það sýnir fyrsta hag-
skýrslan hans.
Ekki eru þeir ‘liberölu’ heldur sjálf-
um sór samkvæmari, að þvi er sparsemi
snertir. Þeir sýna þar eins og í öðrum
greinum, að “það er hægra að kenna
heilræðin en halda þau”. Sem lítilshátt-
ar vott þess að svo sé, má geta þess, að
þeir hafa ávítað fyrirrennara sína, á
þingi og utan þings, fyrir að hafa svo
marga ráðherra, og sýndu jafnframt
fram á hvernig þeir vildu hafa það. Svo
komust þeir að og héldu tölunni óskertr'
og — bættu þar að auki við laun tveggja
manna tilheyrandi ráðaneytinu. svo að
hver um sig nú hefir $7,000 um árið,
þar sem fyrrennarar þeirra höfðu $5,000
hver. Þeir kröfðust að lækkuð væru
laun landstjórans, en eru mótfallnir allri
slíkri breytingu nú. Þeir ávítuðu fyrir-
rennara sína fyrir að kaupa lögfræðing%
til að standa fyrir málum hins opinbera.
Það sögðu þeir dómsmálastjórinn og að-
stoðarmaður hans ætti að gera. Þetta
var eitt af því sem þeir ætluðu að hrinda
í lag undir eins og hamingjan, loforða
safn og skólamálið hefði fleytt þeim upp
á veldisstólinn. Þeir hafa nú skipað
Fred. Peters, stjórnarformann í Prince
Edw.-eyju, málafærslumann hins opin-
bera. til að losa formenn dómsmála-
deildarinnar við málarekstur. Á fáum
mánuðum hafa þeir steingleymt ummæli
um sínum og loforðum í þessu efni.
Fylgjandi sendibréf sýnir hvers má
yænta af stjórninni í viðskiftum við þá
menn, sem bjóðast til að vinna einhver
störf :
Sept. 1896.
‘Kæri herra : — Ég.hefi fengið bréf
frá stjórnardeild opinberra starfa í Ot-
tawa, er gefur mér til kynna að þér
hafið boðizt til að selja það sem þarf af
-----viðhinar opinberu byggingar í
_____ )
*
‘En þar sem boð yðar er jafnhátt
boði annars félags, rita þeir mér til að
komast eftir hverjum þeir eigi að selja
verkið í hendur’.
* Ég rita yður til að komast eftir
hvað þér hugsið yður að gera fyrir mig
í þessu sambandi’.
‘Ég bíð eftir svari frá yður’.
Bitéinesa is Business', eins og þér
vitið’.
‘Yðar einlægur’,
Þetta bréf reit einn af vinum Mr.
Tartes, einn vinur hans, sem bréfið ber
með sér, að hefir áhrif í Ottawa, ef
hann er ekki beinn umboðsmaður þess-
ara skírlífu ! ‘liberala’. Fái hver mað-
ur, sem eitthvert verk vinnur fyrir
stjórnina, bréf áþekt þessu, oghver efar
það. er auðsætt að draga má saman lag
legan kosningasjóð á kjörtímabilinu.
Og þetta bréf sýnir að innan tveggja
mánaða frá því Laurier tók við taum-
haldinu, er alvarlega byrjað að hugsa
um framtíðina, — hugsa um kosning-
arnar að loknu nýbyrjuðu kjörtímabili,
Þeir sýna í þessu sem öðru, að það er
miklu auðveldara að vanda um við aðra
en að breyta rétt sjálfur.
Þetta upptalda er lítilf jörlegt sýn-
ishorn af því, sem Laurier og hans að-
stoðarmenn hafa gert eða ógert látið á
sínu stjórntímabili. Það bendir óneit-
ínlega á að sumt, að enda margt af lof-
orðum þeirra, verði ekki efnt eins og
viuir þeirra gerðu sér hugmynd um,
Þó er ótalið eitt málsatriði enn, en
sem mikið hefir verið talað um-á síðast-
liðnum 2—3 mánuðum, það er um burt-
rekstur stjórnarþjónustumanna.
í hinum yngri ríkjum hvervetna er
það eitt af stærstu málum þjóðanna, að
fá lögin áhrærandi stjórnar-þjónustu-
menn (Civil Servants) í það horf, að
burtrekstur eigi sér ekki stað nema fyr-
ir sannaða sök, — að nýjir þjónar komi
eigi með nýjumherrum.Reynslan er búin
að sýna það, að á meðan ný stjórn get-
ur að vild sinni rekið stjórnar-þjónana
og sett aðra nýja, á meðan svo er, geta
stjórnmála-fúskararnir hagnýtt stjórn-
arþjónustustörf eins og almenna verzl-
unarvöru, — geta verzlað með þau eins
og kjöt og fisk, kaffi og sykur. Þetta
sézt ef til vill hvað greinilegast i Banda-
ríkjunum, eða, réttara sagt, það ber
meira á þessu þar en víða annasstaðar,
af því verkahringurinn þar er svo óend-
anlega miklu stærri en í nokkrum öðr-
um hinna yngri ríkja. Þegar Jackson
forseti fyrstur lagði grundvöllinn til
þessa svalls, með orðunum, sem síðan
hefir verið umhverft í pólitiskt orðtæki
um alla Ameríku, að minsta kosti:
“Herfangið tilheyrir sigurvegaranum”,
þá þótti þetta réttlát tillaga, en nú er
svo komið, að menn vilja nema þá reglu
úr gildi, og í þá átt hefir enginn Banda-
ríkjaforseti unnið eins kappsamlega eins
og Grover Cleveland.
Það er máske af nýja bruminu og
af ósjálfræðinu og fögnuðinum yfir sigr-
inum, að svo mörgum mönnum í flokki
hinnar nýju ‘‘libei •->1 ’’ iórnar í Canada,
hafa hrotið orð se. óast benda á, að
hér sé nú að rem ,.p nokkurskonar
Jacksonian-öld, |>vf er snertir
stjórnarþjónustu. .ar það kom fyrst
til tals á þingi, að • nin væri að virt-
ist óþarflega harðii- ■ stjórnarþjónun-
um og að hún ends i menn án þess
grunur léki á noi .rri sekt, reyndi
stjórnin og fylgismo fn hennar að fóðra
gerðir sínar, að undanteknuin Mr. Lis-
ter. Hann var það einlægastur, að segja
afdráttarlaust að herfangið tilheyrði
sigurvegaranum, og að ‘liberal’-flokkur-
inn í heild sinni yrði sár óánægður með
stjórnina, ef hún ekki gerði alla mögu-
lega byltingu í þessu efni. Þar með er
viðurkent að mörgum hafi verið lofað
atvinnu, ef þeir “léðu fylgi sitt og at-
kvæði.” Það spunnust all-miklar
ræður út af þessu á þingi og lét þá
hinn ráðvandi! Blair, formaður járn-
brauta og skipaskurðar-deildarinnar
í ráðaneyti Lauriers, til sín heyra.
Hann gaf það í skyn svona nokk-
urnveginn afdráttarlaust, að fylg-
ismenn sínir (stjórnarinnar) á þingi og
þingmannaefni “liberala”, við síðustu
kosningar, en sem ekki hefðu náð kosn-
ingu, ættu heimtingu á að hafa hönd í
bagga með þann hag sem leiddi af
að ráða stjórnarþjónustumenn. Eftir
hans skilningi, og enda fleiri, sem áður
höfðu talað um málið, gildir það, ef ein-
hver stjórnarsinni segir þennan eða hinn
hafa gert þetta eða hitt. Það verður
ekkert grennslast eftir hvort sökin er á
rökum bygð eða ekki, “Burt, burt með
hann, krossfestu hann”, er ópið og óp-
inu er fullnægt án tafar. Eftir því sem
Blair sagði, er það gild, og góð sönnun,
ef Jón segir sér sé illa við Olaf. Það er
ekki ^ð sökum spurt, en Olafur má þeg-
ar víkja. Og það má nærri geta hvort
þetta verður ekki notað, hvert þeir, sem
unnu af kappi fyrir þennan eða hinn
líta ekki í kringum sig, eftir æskilegri
atvinnu og hvert þeir svo ekki fara til
þeirra, sem þeir unnu fyrir og segja
þeim, að þessa atvinnu vilji þeir nú fá
í launaskyni fyrir alla hjálpina. Og
samkvæmt þessari nýju reglu Blairs,
stendur ekki lengi á veitingunni. Ekki
þarf annað en einhver í sambandinu
segi þennan eða hinn sér ógeðfeldan.
Hinn nafnkunni enski fræðimaður,
James Bryce, kemur víða við í bók sinni:
“The American Commonwealth”. Hann
minnist þar meðal annars á þetta sið-
ferðislega átumein í stjórnmálum, —
byltingu stjórnarþjónustu manna í
hvert skifti sem nýr stjórnflokkur nær
völdum. Hann sýnir fram á að sú regla
hafi það í för meðsér, að pólitiskir for-
kólfar rísi upp hvervetna, hver um sig
með því augnamiði að hafa algert vald
á svo og svo mörgum atkvæðum, er
hann síðan býður sem endurgjald fyrir
atvinnu-veitinguna, sem hann vill
tryggÍR sér, en atkvæðum “undirsáta”
sinna heldur hann með smábytlingum,
sem hann munar litlu, en sem smásál-
irnar gera sig ánægðar með. Þessum
pólitisku “bosum” lýsir Bryce í bók
sinni þannig: “Hann” (pólitiski bosmn)
“tryggir sér völdin með því að miðla
fylgendum sinum. Á útjöðrum veldis
sínssetur hann fyrir varðmenn og njósn-
ara sveitarhöfðingja sína og þá sem
æfinlega eru til alls búnir í hans þarfir,
og sem tvennskonar bönd halda við hann
á hverju sem dynur: vonin um um-
bun og óttinn að tapa því litla sem
þeir þegar hafa”.t’að er þetta sambland
af von og ótta sem heldur hjörðinni
spakri í heimahögum pólitiska bosans.
Ef menn líta í kringum sig sjá menn
þessar aðfarir, þó i smáum stil séu hvar
sem er. Eins atkvæðis-þingmaðurinn
fyrir Selkirkkjördæmi kann þetta mæta
vel. Um það er enda Ný-íslendingum
kunnugt, að þar eru menn sem hafa
fylgt honum og Greenwayingum vegna
þess að eins.að á aðra hönd var þá von-
in um atvinnu, ef til vill sem ‘bosi’ yfir
3 eða 4 mönnum, og á hina óttinn við
eilifa útskúfun frá vinnunni, ef þeir
ekki legðu sig í bleyti fyrir honum og
steyttu hann á kattfiski í þokkabót!
Til þessa hafa “ekta pólitiskir bos-
ar’’ verið tiltölulega fáir í Canada, en
fjöldi þeirra ereigi að síður meiren við-
unanlegur.En ef Blairs-reglan öðlast til
ætlað gildi, fjölga þeir að vændum svo
um munar áður en langt líður. Að því
er séð verður nú, er það fyrsta “refor-
mationin” svo að kveður. sem þessir
"liberölu” stjórnvitringar hrinda af
stokkunum. Og þá er hún þess efnis,
að apa það sem verst er i fari Banda-
ríkjastjórnar og sem þar er óðum verið
að uppræta.
Ný sláttuvél.
Hra. Stefán B. Jónsson, trésmiður
hér í bænum, hefir nýlega fengið einka-
leyfi á nýrri Tippfinding og henni til-
komumikilli, að virðist. Það er sláttu-
vél með alvég nýju lagi, sera hann hefir
fundið upp. Er hún í því ólík þeim vél-
um, sem nú eru, að hún vinnur á alveg
nýjum verkfræðislegum grundvelli(prin-
ciple). Að forminu tiier ekkert stykkiút
af fyrir sig í þessari vél, eins og í þeim
almennu, nemaljárinn og aðal-ganghjól
in tvö. Og þó er nokkur munur einnig á
þeim stykkjunum, bæði að þvi er snert
ir stærð og löguh.
Uppfinnarinn segir vél þessi geti
unnið alt að þremur fjórðu hlutum
meira verk, ef menn svo vilja, en hinar
beztu af almennu vélunum, með sama
afl og á sömu tímalengd. I þvi er líka
einmitt fólgin aðal-umbótin, en að
nokkru öðru leyti er og umbótin fólg-
ln í því: að vélin í heild sinni er einfald-
ari (óbrotnari) og léttari en almennu
sláttuvélarnar og ætti þess vegna að
geta verið fullt svo ódýr, þó hún hins-
vegar vinni meira en hinar.
Aðai-skilyrðið fyrir því, að hún get
ur unnið svona ;,mikið meira verk en
þær almennu á sömu tímalengd og með
sama afli, er það, að luín [hreyfir ljáinn
—er veldur mestu mótstöðuaflinu, —
gerir sláttuvélina þunga í drætti—,
með vogstangarafli. Með því er eytt
sem svarar § af mótstöðuaflinu, í stað
þess sem vogstangaraflið á almennu
vélunum verkar í gagnstæða átt,—mið-
ar til að auka þyngdina.
Annað skilyrðið er það, að Ijáinn ;
má hafa miklu lengrien á almennu vél-
unum,—ált að 20 feta langan. Er það
því að þakka, að í stað þess að hann
hangi út af hlið vélarinnar við aftur-
en(la hennar, eins og nú er, halda hon-
um uppi í hinni nýju vél, tveir járn-
arrnar um miðjuna. ineð 5til 8 feta
millibili. í nýju vélinni ætti Ijánum
þess vegna ekki að vera eins hætt við
broti, eins og honum er hætt við því
nú.
Einn kostur vélarinnar er það, að
henni ei stýrt með hjóli með syeif á og
hægt að ákveða stefnu hennar upp á
þumlung. Á almennu vélunum ganga
hestarnir á undan ljánum, — draga vél
ina á eftir sér og þarf þess vegna áð
stýra hestunum, en vélinni ekki, nema
að því leyti sem hestarnir stýra henni.
I nýju vélinni er þetta alt á annan veg.
Ljárinn og sá hluti vélarinnar, er held-
ur honum, er á undan hestunum. Hest-
arnir eru þannig í nokkurskonar skorð-
um á milli ljásins að framan oð aðal-
ganghjólanna og stýrissveifarinnar hjá
sætinu að aftan. Af þessum útbúnaði
leiðir það, að hestarnir láta stjórnast af
vélinni, en vélin ekki af hestunum. Með
öðrum orðum, hvað litið sem breytt er
stefnu vélarinnar, mega hestarnir til að
fylgja með. Hestarnir hafa þannig
ekki alllítið aðhald af vélinni og geta
þess vegna siður farið sínar götur og
fælzt, þó eitthvað komi fyrir, en ella.
Að minsta kosti kemur manni það svo
fyrir sjónir og er það út af fyrir sig
nokkur kostur.
Það sem stórfeldast er við þessa
uppfinding er það, að líkur eru til að
hagnýta megi prinsípið fyrir sjálfbind-
ara. Eins og nú er getur ljár i sjálf-
bindara lítið eða ekkert lengzt, nema
stækkuð sé öll vélin, er þá verður að
sama skapi þyngri. En þyngri má
bindarinn ekki verða, svo nokkur
muni, enda auðsætt að það þykir
ekki tiltækilegt, þar sem ekki hefir
verið lagt upp að lengja bindaraljá
nema um þumlung og þumlung í senn,
þrátt fyrir löngun manna að fá hann
lengdan sem verður. Með þessu ný-
fundna prinsípi ætti að mega lengja
hann um helming eða meir, án þess
vélin í heild sinni verði þyngri í drætti
svo nokkru nemi, en hún er nú.
Þeir fáu af hérlendum mönnum, er
skoðað hafa uppdrætti alla að vél þess-
ari og sýnishorn, eða fyrirmynd, en sem
uppfinnarinn því miður ekki hefir haft
efni á að gera eins fullkomna og æski-
legt væri, lízt svo á uppfindingsuna, að
hér sé fundið framtíðar prinsíp fyrir
sláttuvélum og sjálfbindurum og þykir
ekki ólíklegt að innan fárra ára verði
lítið um sölu á öðrum vélum, en með
þessu lagi. Reynist það svo ætti einka
leyfi þetta að reynast uppfinnaranum
álitleg féþúfa. Það væri heiður fyrir
íslendinga, ef þessar vonir rættust og
bæði þeirra vegna og uppfinnarans
sjálfs óskum vér að þær megi rætast.
Eins og stendur árnum vér uppfínnar-
anum allrar hamingju með uppgötvun
sína.
Einkaleyfi fyrir þessari vél er nú
fengið í Canada fyrir 18 ár og fylgir
því verndun á uppfindingunni, að því
er snertir notkun hennar í sambandi við
sjálfbindara. Henni fylgir og 6 mán-
aða verndun í Bandaríkjum. Séra
Magnús J. Skaptason hefir lagt fram
féð sein þurfti til að fá gerða uppdrætti
alla o. s. frv. og fyrir einkaleyfið, gegn
helmingseign í einkaleyfinu. Eru þeir
félagar, S. B. Jónsson og séra Magnús,
nú i undirbúníngi með að fá fullkomið
einkaleyfi í Bandaríkjum.
Þetta er mánuður til
að lita fatnað og
hressa upp á húsbúnað
Diamond Dyes gera gamla
hluti ásýndum sem nýja.
í mánuði þessuin verða þúsundir
kvenna önnum kafnar að lita fatnað,
sjöl, kápur, vesti, buxur, band, gólf-
dúka, sauðskinnsmottur og margt ann-
að því líkt,
Litunaraðferðiri er mjög áríðandi
og vandasöm. Aðalatriðið er að fá
rétta liti—hreina, skýra liti, sem ekki
fölna við þvott eða sólarbirtu.
Diamond Dyes hinir einu óyggj-
andi litir í heiminuin, hafa alt það til
að bera, sem gerir liti fullkoinna. Hinir
almennu Diauiond Dyeseru seldir svo
víða, að samvizkulausir verzlunarmenn
hafa reynt að stæla þá. Forðist allar
slíkar eftirstælíngar, F.f að þér
viljið að föt, yðat fái góðan lit og varan
legan, þá skuluð þér ekkert annað hafa
en Diamond. Lítið ekki-við öðrum lit-
nm, sem verzunarrnennirnir segja yður
að séu fulteins góðiv og Diamond. Dia-
mond-litirnir ern beztu litirnir i heimi,
og hann veit það vel. þó að hann kunni
að segja annað.
/
Islenzkur þjóðminn-
ingardagur.
Eftir E. H, Johnson.
Eitt af mörgum framfara og nauð-
synjamálum okkar Vestur-íslenáinga
er þetta þjóðminningardagsmál. Marg-
ir hafa þegar rætt um það og ritað, og
óefað margir fleiri hugsað um það.
Samt er það harla skamt á veg komið.
Það lítur næstum út fyrir að allir séu
að bíða eftir öllum, með einhverjar
hreyfingar og framkvæmdir málinu til
framgangs, sem vitanlega er [þó þýð-
ingarlaust, Alt stendur við hið sama
með þessleiðis aðferð; enginn vogar að
hreyfa sig neitt i þá átt, að slá ein-
hverju föstu með þenna dag, en samt
virðast flestir einhuga um að svona dag
eða þjóðhátíð væri m'kið heppilegt a ð
halda á ári hverju, sérstaklega á meðal
Vestur-Islendinga, sem lifa einmitt í
þvi landi sem þessleiðis hátíðisdagar eru
alltíðír hjá nálega öllum þjóðflokkum.
Eg hefi líkt og fleiri oft* verið að
hugsa um þenna þjóðminningardag og
hefir mér ávalt fundizt að það væri
mikið tilhlýðillegt að landar vorir hér í
álfu ættu sér þjóðminningardag, eins
og aðrir þjóðflokkar, en til þessa hefi
ég ekki upp á vist getað áttað mig á
því, hvaða dag að heppilegast væri að
velja, eða á hvaða tíma ársins hann
skyldi haldinn, svo að hátíðishaldið
næði sem bezt tilgangi sínum.
Mér finst að tilgangur og aðal mark
og mið þessa hátiðisdags muni vera
töluvert þýðingarmikið fyrir oss Isl.
hér sem þjóflokk, ekki einasta fyrir oss
sem heim heiman af íslandi höfum
flutzt hingað, heldur einnig niðja vora
með framtíðinni, á komandi öld eða
öldum, ef heimurinn verður mikið leng-
ur við lýði. Já, ef til vill, eitt með
þeim meiri og þýðingarmestu málum
vorum hér og þar fyrir eykst vandinn
töluvert með val og tilgang dsgsins.
Ég sé glögt að það er ótilhlýðilegt og ó-
mennilegt, að vera að halda íslendinga
dag oft á ári, eða með öðrum orðum,
sinn daginn í hverri bygð, rétt eftir á-
stæðum og sumstaðar aldrei, eins og
hér. Það er nokkuð sem óg get hreint
ekki felt mig við. Mér finst ef þjóð-
minningardagur er haldinn á V.nnað
borð, að allir Islendingar ættu að taka
þáit í því Og allir að halda sama dag-
inn og láta hátíðarhaldið vera svo
myndarlegt sem auðið er, svo að vér
sem þjóðflokkur höfum þar af heiður og
sóma.
En hvaða aðferð væri þá heppileg-
ust, til þess að hrínda þessu máli í það
horf, sem það þarf að komasít? Ekki
dugar að vera að hálfkíta um það í blöð
unum! Eitthvert annað ráð verður
upp að taka. — Hkr. gerði einu sinni
uppástungu um að almenningur greiddi
atkv. sitt um þetta mál, og hafði í vali
2 eða 3 daga, en enginn sinti því neitt ;
það var algert steinhljóð, enginn sagði
neitt, og blaðið lagði árar í bát, líklega
fyrir þá ástæðu, aðengir, eða að minsta
kosti fáir, gáfu málinu gaum.
Að menn hefðu getað komið málinu
í hreyfingu og jafnvel leitt það til lykta
með því að hagnýta sér þessa Hkr. upp
ástangu, efa ég hreint ekki, og vil segja
að því fór miður að ekki varð meira af
því, að það var ekki reynt. Því sú
tilraun hefði sízt getað kostað mikið.
En þó fanst mór það ekki formlega
byrjað, því þegar vér skoðum þetta niál
sem eitt af vorum þýðingarmestu mál'
um, þá um leið megum vór vita að vór
hljótum að byrja það á réttum stað, á
réttum grundvelli, með réttu formi, en
það var nú einmitt það sem vantaði.
Hinir mest ‘leiðandi menn’ vor á
meðal eru einmitt mennirnir, sem þurfa
að byrja á þessu máli til að koma því í
hreyfingu, þeir í samfélagimeð forstöðu
nefnd ísl.dagsins í Winnipeg, sem stóð
fyrir hátíðishaldinu síðastl. sumar ættu
að koma þessu máli í hreyfingu, Það
geta þeir fyrirhafnarlítið. Þeir ættu
að halda fund um það heima hjá sór os
komast þar að einhverri niðurstöðu
hvernig bezt væri að hafa það. Þeir
gætu t. d. komið sérsaman um aðkalla
fyrir almenna atkvæðagreiðslu ;í gegn-
um blöðin, eins og Hkr. stakk upp á,
eða þá að senda út áskorun til almenn-
ings, um að halda fulltrúaþing, ein-
hversstaðar á lientugum stað og tíma,
til að ræða málið og slá föstu með dag-
inn.
Það er naumast þörf á að brýna
það fyrir löndum vorum í Vesturheimit
sem þeir vita eins vel og ég, að flest öll
málefni sömu tegandar og þessi eru
rædd og til lykta leidd á fulltrúaþing'
um, sem fólkið kemur sér saman um að
halda, hér og þar eftir því sem á stend- .
ur, og þar af leiðandi dreg ég þá álykt'
an, að það væri heppilegasti vegurinn
fyrir oss að halda þing til þess að út'
kljá íslendiugadagsmálið.
Hvernig varð Kyrkjufélagið til og
hvernig verða yfir höfuð öll félög til ?
Ég efa hreint ekki að menn muni eftir
því hvernig kyrkjufélagið var stofnað
fyrir 12 árum síðan; það var gert á full
trúaþingi og lukkaðist vel, því það var
einmitt rétti vegurinn, og hið sama er
óhætt að segja með ísl.dag. Bezti veg-
urinn mun vera, að halda þing um það
á hentugum stað og senda þangað þar
til kjörna fulltrúa, segjum 1 fyrir hvert
þús., eða part þar af, úr öllum bygðar'
lögum Islendinga, bæði í Bandaríkjum
og Canadá, sem hafa löngun til að taka
þátt í þessu, eða treysta sór til að gera