Heimskringla - 17.12.1896, Side 1

Heimskringla - 17.12.1896, Side 1
 .A Heimskrlngla. X. ÁR. ^ vV írt WINNIPEG, MAN., 17 DESEMBER. 1896. NR. 50. FRÉTTIR. DAGrBÓK. FIMTUDAG, 10. I>ES. Á útrennandi ári hafa Canadamenn selt Englendingum varning allskonar upp á fullar 60 milj. dollars. Er það meira en nokkru sinni áður á einu ári. Sir Edward J. Monson lieitir hinn nýi ráðherra Breta á Frakklandi, eftir- maður Dufferins lávarðar. Hann heils- aði upp á Faure forseta í gær og færði honum skírteini sín. Forsetiiin tók honum vel. Gladstone gamli er heilsulasinn mjög og hafa læknar hans skipað hon- um að fara til Suður-Frakklands og dvelja þar í vetur' Tilraun hefir verið gerð að fá Faure forseta Frakklands til að sæma leikkon- una nafnfrægu, Sarah Bernhardt, heið ursmerki heiðursfylkingarihnar frönsku Canadastjórn heflr að sögn keypt Baie de Chaleurs.járnbrautina, sem mest hefir verið talað um undanfarin ár í sambandi við fjárbrögð Meroiers og fjölmargra ‘liberal’-gæðinga. Er sagt að framvegis verði braut sú notuð sem kvísl af Inter-Colonial-brautinni. FÖSTUDAG, 1 1, DES, Nú kemur sú fregn frá Venezuela- að á síðasta augnabliki hafi stjórnin neitað að viðurkenna samning Breta og Bandaríkjastlórnar, — lofi að eins aðleggja hann fyrir þingið í Febrúar næstk. Venezuelamenn margir vílja stríð og styrjöld heldur en þennan samn ing, og þegar til kom er sagt að stjórn- in hafi þannig látið undan almennings- álitinu. Ný uppreist er sögð í vændum í Suður-Afriku- í* þetta skifti eru það Zúlumenn sem láta ófriðlega. Það sýnist vera sannfrétt að Maceo, Cuba-herkonungurinn. sé fallinn og er fögnuður mikill í Madrid yfir því. Er nú álitið að burtu só máttarraftur upp eistarmanna. Cubamenn í New York eru ekki fúsir að trúa sögunni. Sagt er að Canadastjórn ætli innan skamms að senda Sir Kichard Cart- á iunct McKinleys til að ræða um tolijöfnuð. John Charlton þing- maður er nýkominn frá McKinley og hefir sagt Laurier hvað þeir töluðu um tollmál. Félög mörgtil að umhverfa Canada ‘ algert lýðveldi eru komin á fót eystra, segir löng frétt frá Montreal til blaðs í New York. Er sagt fyrirhugað að hafa allsherjar fund í Marz næstkom- andi í Montreal, til að ræða um þetta mál og sameina hin ýmsu félög í eina heild, Þýzkt gufuskip “Salier,” eign North Cerman Lloyd-félagsins, fórst í fyrra- við Spánar strendur. Týndu þar Ufi 275 manns, 210 farþegjar og 65 skip- vei jar. Listfengur maður, fransk-canadisk- nr, varð brjálaður í New York í gær, út *f langvarandi atvinnuleysi og hungri. ^ þrjá mánuði hefir hann ekki fengið al- minilega máltíð, en hulið fátækt sína fyrir öllum. h'AUGAEDAG 12. DES. Weyler herstjóri og undirkonungur ^ ^uba, kom lieim til sín—til Havana— ur herferð sinni í gær og var fagnað sem S|gurvegara og “lausnara” lýðsins. Ó hleif mannþröng á götunum og ungar ín,!yjar stráðu blómkrönsum á veg hans Þegar hann loks náði til hallar sinnar, flutti hann ræðu og lét á sér skilja, að Uppreistin væri á enda, að friður mundi r'hja innan skamms, nú þegar Maceo V8eri fallinn. — Cubamenn í Bandaríkj- Unum vilja ekki enn trúa því, að hinn r®ekni Maceo sé dauður. Tyrkir eru Bandaríkjaforseta reiðir fyrir það, hvernig honum fórust orð um þá og þeirra mál í ávarpinu til þingsins. Ef hann ekki vili afturkalla orð sín.ætla þeir að kalla ráðherra sinn í burtu frá Washington. Einn Lousiana þingm. hefirlagt fyr- ir þjóðþingið frumvarp til laga um að hækka þingforsetalaunin úr $8,000 i $10,000 um árið og þingmannalaun í báðum deildum úr $5,000 í $7,500. Canadastjórn er að hugsa um að hjálpa fransk-canadiska fólkinu heim aftur, sem flutti til Brasilíu i sumar er leið og sem nú er atvinnulaust og ails- laust. Félagið í Montreal sem hefir í huga að byggja brúna miklu yfir Lawence- fljótið, vill fá $906,000 styrk til fyrirtæk isins hjá fylkisstjórninni. Brúin verður yfir 2 mílur á lenga og brúarsporðurinn nær að auki nær mílu upp í borgina Hún verður hafin 150 fet yfir vatnsmál, á að hafa tvöfaldan sporveg, tvöfaldan akveg, og tvær breiðar gangstéttir fyrir fótgangandi menn. Kostnaður um $6 milj. MIÐVIKUDAG, 16. DES. Menn, peningar og hergögn eru nú framboðin um þver og endilöng Banda- rikin, til hjálpar Cubamönnum. Löng- un til að rétta þeim hjálparhönd hefir aldrei áður verið eins áþreifanleg eða almenn. Sögurnar uin fall Maceos eru "orsökin. — Weyler segir hæfulaust að nokkur svik hafi verið í frammi höfð, en að Maceo hafi fallið af því liann var borinn ofurliði. — Samstundis kemur sú fregn frá Spáni þess efnis, að Weyler muni sviftur tigninni og sendur heim aftur til Spánar. 21 Armeniumenn komu til Canada í gær undir umsjón sáluhjálparhersins, og von á fleiri síðar. Trjáviðarsalar í Bandaríkjum vilja fá háan toll á allan aðfluttan trjávið. Er þess beðið með sérstöku tilliti til Canadamanna. Bati á 6 klukkustundum. Nýrna og blóðsjúkdómar læknast áj6 stundum með South American Kidne.y Cure. Þetta nýja lyf er aðdáanlegt og el-ikuiegt því að það læknar svo undur fljótt sjúkdóma og sárindi í blöðrunni, nýrunum,bakinu og öllum pörtum þvag- ganganna á konum sem körlum. Það linar teppu þvagsins og sárindin að láta það frá sér, því menn losna við það und ir eins. Ef þú vilt fá bráðan bata, þá er þetta meðalið. MÁNUDAG, 14.DES. Það þykir enn óvist að satt sé um fall Maceos, Ein sagan er sú, að Spán- verjar hafi svo gott sem myrt hann, — sent erindreka til hans með þan boð, að samið skyldi um sjúlfsstjórn á Cuba, ef Maceo vildi gera vopnahlé. Að þessu átti hann ad hafa gcngið, og er hann með fáa menn með sér var á ferð á á kveðnum stað, réðust Spánverjar á hann og drápu hann, Önnur sagan er, að hann sé lifandi enn, að Spánverjar hafi svikið liann í trygðum, en að hann einn hafi komizt undan, en sár. Hafi liann þá náð til kofa eins og þar haft fataskifti og síðan flúið i skóginn. — í Washington er ekki um annað talað, en fráfall Maceos, eða öllu heldur söguna um það. Hafa sögur þær aukið að mun haturseldinn gegn Spánverjum og á morgun á að gera allar þessar sögur að umtalsefni áiþjóðþitiginu. Það er sagt að Bretar og Banda- ríkijamenn muni innan 3 vikna hafa fullgerðan samninginn um friðsamleg- an úrskurð allra sinna þrætumála um ókomin ár. Er sagt að stjórnunum eða erindrekum þeirra gangi betur með samninginn en búizt var við í upphafi, Það var reynt á Englandi í vikunni er leið, að í stríði er enginn maður ó hulturl loftbát nema hann sé talsvert meira en 1 mílu í lopti uppi. Þar var tómt loftfar sent 1000 faðma í loft upp og haldið þar, og sundruðu fallbyssur því á þeirri hæð. Stjórn Frakklands hefir ákveðið að stofna sakamannabygð á Madagaskar. Murad, bróðir Tyrkjasoldáns, sem setið hefir í vatðhaldi í kastala i Kon stantinopel síðan 31. Ágúst 1876, er sloppinn úr haldinu og veit enginn hvað orðið er af honum. Hann er eldri en soldán og því rétt kjörinn ríkiserfingi. Hann tók líka við stjórninni 30. Maí 1876, en sýndi strax að hann skorti vit og heilsu til að standa í þeirri stöðu. Var því vikið Jrá 31. Ágúst og hefir verið í varðhaldi alt af síðan. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem tO er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu- sáruin, frostbólgu, likþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. LækDar rylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist lorgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. | ÞRIÐJUDAG, 15. DES. Æsingar gegn Bandaríkjamönnum svo miklar í Havana á Cuba, að Spán- arstjórn hefir látið skipa öflugan vörð umhverfis íbúðarhús Bandaríkja-kon- súlsins. Tvö herskip Bandaríkja lögðu í gærút frá Key West í Florida og var ætlað að ferðinni væri heitið til Ha- VKITT bÆstij verðlaun a hbimssvningunn DH ^ICfJ W CREAM BAKING POMDfR ID BEZT TILBÚNA ’ önduð víriberja Cream of Tartar "der. Ekkert álún, ammonia eða °‘»iur óholl efni. 40 ára '■cynslu. Efnafræðingur einn í Berlín var að gera tilraunir við hið nýja Ijós, ’Ace tyline, í vinnustofu sinni og 3 menn með honum, þegar kviknaði i allri efna blönduninni. Húsið sþrakk í loft upp og mennirnir allir tættust sundur í smá agnir Skorinorðar ræður voru fluttar í gær á þjóðþingi Bandaríkja áhrærandi Cubamalið og í tilefni af sögunum um fall Maceos. Var það sagt ólíðandi al veg ef satt væri að Maceo hefði verið myrtur þegar hann var á ferð til að semja við Weyler um sjálfsstjórn eyjar manna. Sú stjórn senj þannig svíki menn í trygðum með 'friðarfúnum geti ekki og megiekki teljast í flokki siðaðra þjóða. Þingið var beðið að skipa nefnd til að komast eftirjsannleikanum í þessu máli. Það er uppkomiðað Nýfundnalands menn flytji til Englands á árihverju ó- grynni af tóbaki í loftheldum könnu m sem bera mað sér að í þeim sé niðursoð inn humri (Lobste’-). Á Enelandi er aðflutningstollur d tóbaki ofsalega hár I °15 Þess vegna er þessum brögðum beitt, Frá löndum. MINNEOTA, MINN., 5. DES. 1896. (Frá fréttaritara Hkr.)- Tíðarfar hefir verið fremur óvana legt nú um stundir. 25. og 26. f. m rigndi hér, en fraus jafnharðan sem nið ur kom, svo jörðin er þakin meir en þumlungs þykkum ís. Af þvi veðri hafa orðið hér stórskemdir á skógum ; settist ís svo mikill á trén, að þau gátu ekki borið hann, lögðust svo undan og brotnuðu; t. d. hefi ég séð eitt tró með krónu sveigða til jarðar ; var þvermál stofns þess 8 þuml., en hæð 24 fet. Slik ttó þola þó ærinn þunga úðuren þau lúta vanmegna til jarðar. Öllum ó- brotnum skógi má bjarga, með því að slá af honum klakann. Sé það gert dragast trén til baka eftir fáa daga í sín ar -ðlilegn skorður (veit ég það ;af eigin reynslu), og ættu menn að gera það, en biða ekki eftir því að sól og vindar geri það Verzlun: Ólafur Arngiímsson og Sigurður A. Vigfússon eru nýbúnir að stofnsetja verzlun liér i Minneota. — Hveiti er nú 70 cents og virðist lítil á- stæða til þess að það skuli ekki vera í hærra verði, þar sem nú eru um 20 milj. manna í einum hluta Indlands nnuðlíðandi sökum vistaskorts, ogþessa úrs uppskera Rússlands 160 milj. bush. minni en síðastl. ár, minnien hún hefir verið nokkru sinni síðasl. 13 ár. Það er Þörfin sem þokað hefir hveiti upp í verði. en ekki úrslit.Bandaríkjakosning- anna, sem maður getur sóð af verðlagi annara landa afurða, s. s. hafra, mais byggs, sem er hér nú víða svo, að ekkí er hægt að seija það fyrir peniiiga Síðasta gripamarkaðarskýrsla frá Chi- cago segir svo: “Svín eru frá 10—20 centum lægri í verði nú, en þau voru síðastl. viku, naut frá 15—25 centum ■lægri, sauðfénaður frá 25 cts. til l doll ars. — Það lítur svo út sem þær ætli að bregðast hinar fögru postullegu lof- ræður gullmannanna. Svína-kólera er sagt að muni vera [ komin alla leið hingað til Granit Falls I Minn. íslendingar hér eru farnir að gefa sig allmikið við svínarækt; að eins einn bondi, Jósef Jósefsson frá Hauksstöð um í Vopnafirði, lét um daginn reka til markaðar 106 grísi í einum hóp. TÆRING LÆKNUÐ. Læknir einn gamall gaf upp læknri störf sín, en áður hann gerði það tyrsi fult og alt. fann hann það skyldu sína að gera meðborgurum sínu’m kunna samblöndun lyfs eins úr jurtaríkinu, er kristniboði eínn úr Austnr-Indlandi hafði sagthonum frá. Á meöul það fyr- ir fult og alt að lækna tæring, barka- bólgu, kvef, andþrengsli og alla aðra húls- og lungnasjúkdóma. Það er einn- ig óyggjandl meðal við allskonar tauga slekju og taugaveiklun. Var læknirinn búinn að reyna kraft þess í þúsund til- fellum. Knúður af hvötum þessum og lönguninni til að létta mannlega eymd. skal eg borgunarlaust senda fyrirsögn á tilbuningi lyfs þessa til allra, er þess óska, á þýzku, frönsku og ensku,- með skýrum leiðbeiningum fyrir notkun þess. Sendist með pósti að fenginni ut- anáskrift á brefspjaldi með‘ tilgrei’idu blaði því, er auelýsing þessi var í fundin. W. A. Noyes, 820 Powers Block, Rochester, N. Y. BIRCH BAY, WASH.. 28. NÓV. 1896. Herra ritstj. Heljarveðrið, sem hér gengur, er að nokkru leyti orsök þess, að þetta bréf er skrifað. því í hvert skifti sem aust- anvindurinn hvín og snjórinn fellur úr skýjunum. hugsa égtil vina minna fyr- ir austan fjöllin. sem berjast við kuld- ann og stórhríðarnar á sléttunum í Manitoba og Dakota, þar sem snjórinn liggur svo miklu lengur en hér í mínu kæra Washingtonriki. Því lxér er eilíft sumar, sem menn svosegja. Sem.sagt, i þessari tíð hvarflar hugur minn til gömlu átthaganna, þar sem ég var al- inn upp, þar sem ég gekk á skóla og þar sem ég festi vináttu við svo marga, sem nú eru fullþroska karlar og konur. og sem tekið hafa ráð Greeley’s og “haldið vestur”. til að vaxa með hinu vestræna ríki, eins og ég. Ég kyntist mörgum íslendingum i Dakota, lærði tungumúl þeirra og tala það enn eins vel og nokkru sinni áður. Ég hefi lika framhaldandiviðskifti við þá íslendinga sem hér eru, og segja þeir marga bros- lega sögu af því, að ég hafi þá og þá sagzt vera landsmaður þeirra og að þeir hafi trúað mér, þangað til ég sagði þeim sannleikann. Ég hefi hnýzt í sumtaf gömlum ritum íslendinga og get lesið íslenzku nokkurnveginn. Eg vona að Islendingum öllura eystra líði vel og þeim sem |minnast mín get ég samtímjs sagt að mér og mínum líður vel. Þætt mér vænt um að sjá alla forn kuningja mína, ef þeir ferðast vestur að hafl í þessu nágrenni. Sem sagt hetír hér verið kuldi (eftir því sem hér er kallað) og snjór nokkur fallið, en sem þá og þegar ^verfur fyrir þiðum “Chinoock”-vindi, Hvað korn og hey snertir á uppskerubrestur sér hér aldrei Stáh, en aldina uppskera var ekki góð á síðastl. sumri vegna hita og þurkaíJúlí og Ágúst.—Núna fyrir skömmu rigndi mikið hér vestra o_ komu flóð sem ollu skaða, en hér í Whatcom Co. hlauzt enginn skaði af flóðinu. Kunningjar mínir í Dakota vona ó,, að afsaki, þó ég ekki skrifi hverjum ein- um. Ég er linur í íslenzkri réttritun enda fátt að segja í fréttum lióðan, sem ntenn eystra hafa ánægju af, að póli- tiskum fregnum undanteknum. Og nú er hitinn í því efní óðum að réna og því ekkert sérlegt um það að segja. Ég er óbreyttur repúblíkan eins og forðum °S fagna þess vegna yfir úrslitunum í Dakota. Ilér hafa menn óefað fallið í áliti Dakotamanna, því hér eru ‘pops’ allstaðar, — náðu yfirhöndinni í \V11S hingtonríki í þetta skifti. En McKiu ley er koshin forseti og yhr því fagna menn í þessu nágrenni, sem ekki hefir vikið undan merkjum republíkana.þrátt fyrir silfurpyngjurnar allar, er populist ar, vinir okkar, lofuðu. Eg les Hkr. stöðugt, sögurnar og alt 8em hún flytur. Þykja mér sögurn ar góðar, en þó sérstaklega tilkomumik il þykir mér sagan af Strogoff. — É, hefi nýlega séð í Hkr.. að báðir islenzku umsækjendurnir í Dakota urðu undir í sókninni. Mér hefði verið sönn ánægja að sjá báða komast að. Að þeir ui ðu undir er eflaust því að kenna, að íslend ingar hafa ekki stutt þá eins vel of skylda var. En íslendingar geta ekk: á neinn hátt sýnt ást sina á þjóðerninu betur, en með þvi að standa fast fyrir °K fylgja þeim, sem þor hafa til að sækja um heiðursstöðu í landinu, og það vona ég þeir geri þegar þeim næst gefst tækifæri. Hér í Birch Bay eru bara 5 íslend- ingar. en fleiri miklu í New Whatcom, Lummi og á Point Robert. Á Roberts- tanganum stunda þeir einkum fiskveiði —vinna þar fyrir stórt niðursuðufélag, flestir—“The Alaska Packing Associ- ation”. Nokkrir stunda kvikfjárrækt, smjörgerð o. s. frv. og gengur vel, að því er ég framast veit. Eg er kunnug- ur mörgum íslendingum í Whatccm og Lummi og veit að þeira líður eins vel og við verður búizt í harðærinu. Oscar E. Lee. # m m m m m m m m m m m m m 9 m m m m * Hin sama Sarsaparilla. Ayers sarsaparilla er hin sama sem seld var fyrir 50 árum. í terkstæðunum er öðru máli að gegna. En þessi Sarsaparilla er hin sama sem á 50 ára sögu um lækningar og bata. Því er þetta meðal ekki endurbætt, ? Ja, sannast að segja stendur líkt á með það, eins og jarðarkerið, sem byskupinn var einu sinni að tala um. Hann sagði: “Guð hefði eflaust getað búið til betra jarðarber, heldur en þetta, en svo hefir hann ekki gert það.” Því endurbætum vér ekki þessa Sarsaparilla ? Vér getum það ekki. Vér brúkum sömu plönt una sem einu sinni læknaði Indíánana og Spánverjana. Þessi jurt hefir ekki verið endurbætt og sjáum vér því engan veg til endurbótaá Sarsðparilla vorri. Ef vér værum að búa til efnablöndg, þá gætum vór gert það, en því er ekki svo varið. Vér búum til hina sömu gömlu Sarsaparilla til þess aðlækna sama gamla sjúkdóminn. Þú getur séð að það er hin sama gamla Sarsaparilla af því það læknar á sama hátt og áður. Sarsaparilla er hið besta blóðhreinsandi meðal og hún er —AYERS SARSAPARILLA. Æðahnútar læknaðnr á 3—6 nóttum. Dr. Agnews Ointment læknar allar tegundir sárra og svíðandi æða- hnúta á 3—6 nóttum. Við fyrsta áburð >atimr rnanni. Svo læknar þad einnig hringoriua, Salt Rhöum-útbrot, Barbers Þch og yfir höfuð öll hörnndsútbrot. 35 cent. Fæst í öllum lyfjabúðum. KEEWATIN, ONT., 5. DES. 1896. Héðan hefi ég engar fréttir séð í fs- lenzku blöðunum, enda fátt sem til tíð- inda ber. En rétt til að sýna að hér búi nokkrir íslendingar, sendi ég þess- ar fáu línur. Fyrir hálfu öðru ári siðan voru hér 5 familíufeður, en síðan hefir þeim fjölg að svo, að nú eru þeir 14. En að eins 3 landar eru einhleypir. — Þessum lönd- um líður mjög misjafnlega vel í efna- legu tilliti. en á íslenzkan mælikvarða mælt líður þeim yfirleitt allvel. Og jafn réttis hugmyndin hér er svo rík, að þeir sem betur standa sig hjálpa þeim sem miður megnar. Hér mátti heita frem- ur góð atvinna i sumar og allir landar hér höfðu stöðuga vinnu fram i miðjan Nóv., en byrjuðu að vinna í Marzmán. Að eins eru hór 8 landar, sem liafa stöð uga vinnu yfir árið; v’nna þeir á hinni stóru hveitimylnu. Hér er mjög dýrt bæði að fæða sig og klæða. Fást hér bara 15 pd. af möl- uðu sykri fyrir $1, 13 pd. af molasykri $1, 1. pd af súpukjöti 10cts., lpd. steik 15 cents, 1 smjörpund 20—25 cts. Þessu likt er annað fæði. Og lítið eitt bétra verð á faliiaði tiltölulega. Hér hafa kraftarnir meðal landa verið mjög svo sundurdreifðir alt til skams tima, en nú hefir þeim tekizt að sameina þá. Tilefnið til þess var, að þeir stofnuð Lestrarfélag. í það gengu flestir landar hér, karlar og konur, einn ig 2 landar í Rat Portage. Þó eru nokkrir landar hér, sem þótti það of mikil áhætta og peninga útlát. Gamla sagan: “Bókvitið verður ekki látiö í askana”. Þeir gættu ekki að því, að margur félagsskapur, sem ekki færir peninga beinlinis af sér, gerirþað óbein lini.s. Ut ur þessu Lestrarfélagi hefi myndazt ainiað lélag: Pöntúnarfélag Allir fundu live dýrt var að lifa hér og vildu því reyna livort þeir gæti ekki komist að betri kaupum. í þessu fé l»gi vilja allir vora, sem ekki vildu vera í Lestrarfélaginu. Vörurnar eru pant- aðar frá Toronto. Alt er þar mikið ó dýrara en hór, og á sumu munar helm- ing. Allar vörurnar eru sendar hingað kostnaðarlaust, ef pantað er meira en $50 í senn. Kvillasamt, hefir verið hór í haust mislingar í börnum, þó fremur vægir. Legið hefir nú í 7 vikur mjög veik Kristíana, kona herra Gísla Jónssonar, og er lítið á baiavegi. Mjög rigningasamt var her í sumar og nú «ujög snjóasamt ; komnar djúp- ar fannir. Frost eiimig mjög hörð svo snemma á tínnxm. Islendingur. B æj arkos n i n garn ar. I rslitin urðu þau, að McCreary komst að sem mayor fyrir ár 1897, fókk 93 atkv. íieira en sá er næstur honam gekk Hutchings. Hinir3voru langt áeftir. Alls komu fraro 3,973 atkv. fyrir mayor og af þeim fengu McCreary 1450, Hutchings 1357,Black669, McMic- ken 253, Sproule 244. — Aukalögin öll 3 voru felt, svo ekki þarf að kvíða fyr- ir framför að því er vatnsveitingar snertir, eða atvinnu í því sambandi fyr- ,r Þurfandi fólk. Vatnsveitingafélagið hefir nu aftur á móti, að því er virðist* báðar hendur um hálsinn á bæjarstjórn- nni á koraandi ári. Meðráðendur voru kosnir : í ward 3 D. J. Dyson, atkv.munur 10; í ward 4 C. H. Wilson, atkv.munur 794; í ward .5 John Arbuthnot, atkv.munur 152; í wardöj. F. Mitchell, atkv.munur 89. Gagnsóknarlaust voru kjörnir: í ward 1 G. W. Baker og í ward 2 W. G. Bel). I skólastjórn voru .kosnir : í ward 2 F. W. Wade (endurkosinn), atkv.mun- ur 115; í wnrd 5 James Stuart (endur- kosinn, atkv.munur 559. Án gagnsókn- ar voru kosnir: Dr. Benson, J. H. Dob- son, J. O'Donohue, D. W. Bole. Hjartveiki læknuð á 30 mín útum. Dr.. Agnews Cure for the heai t læknar alla hagsanlejía hjartveiki á 30 mínútum. Menn finna þegar bata við fyrstu inntöku. Það er óviðjafnanlegt við lijartslætti og andarteppu og and- þrengsluin, þegar menn eins og ætla að kafna, við sting í vinstri síðuiini óg viö öllum einkeiinum hjartveikis. Ein ein- asta inntaka sannfærir mann. Fæst i ölluin lyfjabúðum. NefreniLsli og kvef læknað á 10-60 mínútum. Dragi menn að eins einu sinni andann í gegnum loftpípuna sem fylgir hveiri flösku af Dr. Agnews Catharral Powder, þá dreifist duft þetia um alla slímhúðina í nasaholunum. Það veldur engum sársauka og er yndislegt að nota. Mönnum skánar strax og það læknar til fulls. Hay-fever, kvef, höf- uðveiki, hálsveiki, bólgu í tungukyrtl- unum og h»vrnarleysi. 60 cent. Á öll Úm lyfjabúðum. Flóð í Montreal Mikið reynt til að mæta kröfum. Þaðhefir ekki áður komið fyrir hjá þeim AVells & Richaidson' seui búa til hinn nafnkunna Diamoud Dye, að þeir hafiátteins örðugt með að afyreiða þær pantanir sem til þeirra hafa verið sendar eins og nú. Það koma þúsnnd- ir krafa frá öllum pörtum Canada með pantauir fyrir leikspilum sem þeir kaila The Great Ten Cents Combination, og hetír því orðið að auka tölu Ixeirra á af- greiðstófanum að stórum mun, en þrátt fyrir það verða nokkrar þúsundir afþessum pöntunum ekki afgreiddar f.yrr en eftir nokkra daga. Þetta ætti samt ekki að fæla menn frá að senda pantanir, því þær verða allar afgreidd- ar Pins fljótt og liægt er, og upplag munanna aukið. kéi endui'tökum hér hvað meint er nxeð þessu Ten Cents Combination. I'.vistThe Excelsior Rhyming ABC Book ineð myndum; engir tveir siaíir með saula lij. Anuað: Stór mynd sem köíluð Three Future Kings of Eugland, allir ait.tu að eiga. Þriðja: Pakki afDiamond Iuk Powd- er, sem hægt er að gera úr 16 únzur af bezta bleki. Alt þetta sem í raunin^ii er 65 cents virði, verður sent hverju.n sem vill fyrir 10 cents, Sendiö siifurpeninga eða hina nauð- synlegu upphæð í t 2 eða 3 centa f.í- merkjum. Frimerki sem gilda meira en 3 cents verðaekki tekin. Lokið bréfum ykkar vel áður en þið semlið þau og l ’uið á þau 3 'ceniíi fi í- merki. Ef þið látiðekki nóg af f.imerkj- uui á biófin verður jxeim okki veiit mót- taka. Skrifið uran á til Wells & Richa.dson Co.. Montieal, Can. er seni Giyl ]a>kmið á einum des-i. South American Rheumatic Curo við íigt og floggigt læknar menn af sjúk- doiiniin þess.mi a 1 — Sdögum. Merki- legt er það og levndai dómsfult liverui”- það verkar á likamann. Það eyðir und.7 “85? °rfÖk sjÚkLc!ómsins °S Þ’i hverfur veikm strax. Fyrsta ínntaka bætir sölum Stórle8a' 75c‘ Hjá öllum lyr- *««*•«*#***•**#*«#»««#*»

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.