Heimskringla - 21.01.1897, Blaðsíða 2
HÐIIUSKRINGLA 21. JAN 1897.
1 Heimskringla
2 PUBLISHBD BY
• The fleiinskringla Prtg. & Publ. Co.
• •• ••
• Verð blaðsins í Canda og Bandar.:
• $2 um árið [fyrirfram borgað]
• Sent til íslands [fyrirfram borgað
• af kaupendum bl. hér] $ 1.
• ••••
• TJppsðgn ógild að lögum nema
• kaupandi sé skuldlaus við blaðið.
2 ••••
J Peningar sendist I P. O. Money
• Order, Registered Letter eða Ex-
• press Money Order. Bankaávis-
J anir á aðra ^banka en í Winnipeg
• að eins teknar með afföllum.
•• ••
• EGGERT JOHANNSSON
• EDITOR.
S EINAR OLAFSSON
• BUSINESS MANAGER,
• •• ••
• Office :
• Corner Ross Ave & Nena Str.
: P «. Box 305
Frægðarverk.
Frægðarverk er það og það meir eiy''
lítið, sem Bretar og Bandarikjamenn í
samlögum eru nii að lúka við. Það
frægðarverk er fullgert samdægurs og
stjórnir beggja þeirra rikja hafa stað-
fest sammng sinn um stofnun sáttarétt
ar til að dæma i öllum málum sem
þrætu valda milli þessara þjóða, eða
þegna þeirra.
Það er langt siðan menn fór að
dreyma um Jallsherjarfrið, um það, að
í stað vopna gripu menn til laganna
þegar eitthvað hæri ,á miUi þjóðanna.
Mannvinir allir hafa tlutt þá fögru
kenningu ár eftir ár, að fyrir venjuleg-
um dómstóli beri þjóðunum að flytja
sín mál, öldungis eins og einstakliugun
um inuan hinna sérstöku rikja hefir
fyrir iöngu verið kent að gera, allvið-
ast — allsstaðar i hinum “mentaða
heim'”. Skáldin og sagnaritararnir
hafa 'þannig lýst stríði og styrjöí^hver
í kapp við annan, að myndin hefir fest
sig með óafmáanlegum litum á huga
og hjarta inannvina, er aftur hafa út-
málað þá hræðilegu hrikaleiki fyrir
lýðnum. A þennan hátt hafa allir
fengið óbeít á styrjöldum og óskað
einskis framar en að þær mættu hverfa
—hætta að vera til nema í sögunni og
endurminningunui. En svo hefir hinn
sýnilegi árangur af ölluru þessum pré-
dikunum verið æðilítil til þessa. Sinn
í hvoru lagi, einn og einn út af fyrir
sig, hafa menn verið kenningunni hlynt
ir. En þegar míljónir Jiessara gæf-
lyndu einstaklinga eru í samvinnu und
ir sömu stjórn og mynda það sein þjóð
er kallað, hverfur vilji einstaklingsins.
Þjóðarviljinn ræður. ,0g þegar svo
þessi einstaklinga heild lendir í þrætu
við aðra slíka, sem eins er ástatt fyrir,
eru engin úrræðin, til að útkljá þræt-
una, nema þessi gömlu og hræðilegu,
að ganga fram með allskonar morðtól i
höndum og brytja hver annan, lauga
löndin f blóði og steypa tugum þúsanda
kvenna og barna i eymd og volæði, Að
þessum hrikaleik til lykta leiddum, er
samt eftir alt saman ósannað alveg
hver málsparturinn hafði á réttu að
standa og hver rangt mál að verja. —
Byssurnar og sverðin í hðndum æðis-
genginna manna hafa aldrei verið og
verða aldrei neitt róttlætis vopn — úr-
skurða aldrei hvað rétt er eða rangt.
Þau vopn sanna bara gamla máltækið,
fjarri sönnu eins og það er, að “guð
sé með þeim sem meira og betra lið hef-
ir” á vfgvellinum. Við þetta hefir set-
ið þrátt fyrir það, að reynslan sýnir
svo vel, að hnefarétturinu er enginn
réttur, — að sá sem hefir sterkust bein
og stæltasta vöðva hefir ekki æflnlega
rétt mál að verja eða flytja. Einstakl-
ingarnir hafa lært þann sannleika fyr-
ir löngu síðan, en einstaklingaheildin—
þjóðirnar hafa verið tornæmari. Það
er stærilætið sem þeim hefir orðið til
fyrirstöðu hvað mest í því efni. Þeim
hefir falliðþungt að láta réttlætið mega
meira en aflið og þess vegna hafa þær
verið svo fastbeldnar á gamla siðnum
—að kalla menn til orustu þegar eitt-
hvað hefir á milli borið.
En nú loksins boðar fyrir betra
degi. Og það varð hlutverk liins vold-
uga engil-saxneska ættbáiks að gera
fyrstu tilraunina og það er fagurt hlut-
verk og mikilfenglegt. Þeim tveimur
aðaldeildnm þessa ættbálks, sem nú eru
að fullgera þennan friðarsamning, hefir
ekki æfinlega komið vel saman. Of-
undsýki hefir valdið ofsa og fáryrðum
hjá báðum á víxl, og ofstopamenn
beggja Kafa haldið uppi frekyrðunum
ogendur og sinnum komiðalþýðu í æs-
ing, sem ekki hefir verið sæmandi, þó
aldrei hafi þeim nú í mörg ár tekizt að
hafa þau áhrif, sem þeir að likum hafa
viljað. Þeir sem staðið hafa við stýrið,
hafa verið gætnari, hafa staðið fast fyr-
ir og jafnharðán beygt svíra ofstopa-
mannanna og stilt til friðar í tæka tið.
Hvortveggja hafa séðog viðurkens hve
ósæmilegt væri fyrir bræður og vini,
sam tala sömu tungu, hafa að miklu
leyti sömu lög og sömu venjur og
háttu, sem að auki stæra sig af að
standa fremst allra þjóða í siðfágun og
mentun, og að þvi einnig er snertir við-
keuning einskaklings-frelsis og réttar,
—fremstir með stjórnfrelsi og viður-
kenning mannréttinda, fremstir í al-
mennri menntun, fremstir í öllum bú-
skap og öllu sem að verklegum fram-
kvæmdum lýtur. Alt þetta hefir vak-
að fyrir stjórnendum beggja ríkjanna,
og þar af leiðandi hve ósæmilegt væri,
að þeir færi að berast á banaspjótum
og eyðiieggja hvor annars eignir, þó
eitthvað bæri á milli. Til hvers var þá
að stæra sig af frelsinu, mannréttindun
ura, menntuninni, ef þeir f verkinu
sýndu sig jafningja þeirra þjóðanna,
aem skemra eru á veg komnir f öllu
þessu ? Þessum og þvtlfkum spurning-
um hafa nú stjórnendur þessara bræðra
þjóða svarað og svarið er eins eg þeim
sæmdi að hafa það, að þeir skuli fram-
vegisútkljá ðll sín ágreiningsmál fyrir
sameiginlegum sáttarétti, að hvor ura
sig skuli kjósa 8 menn úr yfirdómara—
flokki sínum og að þeir menn síðan
skuli kjósa sjöunda manninn, er vera
skuli forseti dómnefndarinnar. Að hafa
komið þessu til leiðar á svo stuttum
tíma, á fáum mánuðum, eftir að það
var loksins hafið það er sannarlegt
frægðarverk. Áhrif þessara málaloka
á aðrar þjóðir eru ómetanleg, en þess
má til geta, að þau verði bæði mikil og
góð. Ef þessar þjóðir geta framvegis
útkljáð flókin þrætumál án þess að
kalla út herinn eða án þess að skora á
aðrar þjóðir að hlaupa á milli og stilla
tíl friðar, því geta þá ekki aðrár þjóðir
gert sh'kt hið sama? Þetta verður
spurningin og henni verður ekki auð-
svarað nema með þvf, að samskonar
samningur sé mögulegur, sé gerlegur.
Kringumstæðnr og afstaða geta auðvit-
að valdið því, að jafn yfírgripsmikill
samningur yrði ómögulegur, en það
raætti þó æíinlega takmarka þau mál,
sem valda mættu stríði. Og það er mik-
ið urinið þegar hægt er að segja. að
strfð sé óleyfilegt nema fyrir ákveðnar
sakir.
Ahrifin af þessura samningt verða
og eflaust þau, að Evrópuþjóðirnar, á
raeginlandinu álíta að með þessum
samningi só fengið upphafið að algerðu
sóknar og varnar sambandi hinna
enskutalandi þjóða allra. Það er held-
ur enganveginn ólíkleg tiigáta, því það
hljóta báðir málspartar að sjá, að með
sliku sambandi væri fengið það ógna
afl, sem engri einni, engum tveimureða
þremur þjóðum væri unt aðbuga. En
hvort sem að er nokkur ástæða eða eng
in, til að búast við slíku sambandi, þá
bólar vírkilega á þeirri trú á megin-
landi Norðurálfu nú þegar, Og sú trú,
hvort sem hún er á nokkru bygð eða
engu, hlýtur að verka það, að hvor
þjóðin fyrir sig verður gætnari og gætn
in er fyrsta sporið til að vinna að frið-
samlegri úrlausn þrætumála.
‘Það veit enginn að hverju barninu
gagn verður”, segir málshátturinn.
.Hann sannast hér. Það var tiltölulega
lítilfjörlegt mál Venezueia-landamerkja
þrætan. Én litilfjörlegt eins og það
var, varð það orsök f svo miklum rosa,
að um tíma mátti ætla að Bandaríkja-
menn og Bretar færu í hár saman út af
því á hverri stundu. Það varð til þess,
að mannvinir beggja létu til sín taka,
og “verkin sýna merkin”, sýna hvað
þeim hefir ágengt orðið, Fyrst var
byrjað með því að sættast á Venezuela-
þrætuna, að útvega einstaka menn í
dómnefnd til að útkljá það mál. Að
því verki loknu, að þeim sættum gerð-
um, sneru báðir sér tafarlaust að þessu
rnikilfenglega friðarhevrans verki, að
búa til stafrofið að þeiin friðarsáttmála
er sfðarmeir á að koma og sem um ald-
ur og æfi á að fyrirbyggja stríð og styrj
öid raeðal bræðra og vina. Og stafrofið
er komið, þó ekki só það formlega við-
tekið enn sem gildandi mæiisnúra. Þá
er mikið fengjð og ber báðuin málsaðil-
uni heiður og þakklæti fyrir.
Brúlagning stræta.
Bæjarstjórnin talar um að brúleggja
með sandi og grjóti (macadam) 10 míl-
ur af strætum í sumar komandi og upp
í þá skilmála. að búendur við strætin
borgi helming kostnaðarins á 10 árum,
en að bæjarsjóður borgi binn helming-
inn. í því efni eru einar þrjár undan-
tekningar, Portage Ave., Notre Danre
Ave. og Logan Ave. Búendur við þau
stræti er talað um að skuli .borga að
eins einn fjórða hluta verðsins, en bæj-
arsjóður hitt. Þessi stræti áuk ann-
ara^eru þannig undanþegin, af því þau
eru álitin alfaravegur utanbæjarmanna
ekki siður en bæjarmanna sjálfra.
Strætin sem talað er um að brú-
leggja með macadam í sumar, eru sem
fylgir (fetatalan á eftir hverju strætis-
nafni sýnir lengd þeirra sem talað er
um að brúleggja):
St, Mar.ys Ave. frá Main Str. vest-
ur að Waughan Str. — 2,850 fet.
Fort Str., milli York og Broadway-
stræta — 500 fet.
Colony Str., milli Broadway og
Portage Ave. — 1900 fet,
Broadway milli Osborne og Colony
stræta — 400 fet.
Notre Dame Ave. milli Ellen og
Nena stræta — 2,700 fet.
Ellen Str. milli Notre Dame og
Fonseca Ave. — 8,700 fet.
*
Fonseca Ave. milli Lizzie og Park
stræta — 1650 fet.
William Ave. milli Charlotte og
Nena stræta — 3,150 fet.
Donald Street milli Assiniboine
Ave. og Poiý.ace Ave. — 8,150 fet.
Ross Ave. milli Princess og Nena
stræta — 3,600 fet.
Logan Ave. milli Ellen og Nena
stræta — 2,450 fet.
Nena Street milli Notre Dame og
Logan Ave. — 2,700 fet.
Carey Street milli Notre Dame og
Portage Ave — 3,400 íet.
Ellice Ave milli Notre Dame Ave.
og Carey Str. 2,900 fet.
Isabel Str. milli Notre Dame og
Logan Ave — 2,700 fet.
York Ave. milli Smith og Kennedy
stræta — 1600 fet.
í Fort Rouge eru þessi stræti fyrir-
huguð :
Clark street miUi Iiiver Ave. og
Maria Ave. — 550 fet.
Osborne Str. milli Assiniboineár-
innar og Maria Ave. — 2000 fet., tj
Dnnsmuir Str. mUli árinnar og
Mayfair Ave. — 800 fet.
Mayfair Ave. milli Main Street og
Clark Str. — 1400fet.
Talað er um að brúlagningin á
hverju ofangreindu stræti verði 24 fet
á breidd og kostar þá hver míla rétt
um 820,000, að ætlað er. Borgi bæjar-
stjórnin helminginn af kostnaðinum,
kemur þá í hvers hlut sem við strætið
býr ein 90 cents fyrir hvert fet í land-
eigninni, er að strætinu veit og 5% vext
ir á þá upphæð. Maður sem á 50 feta
breiða lóð við eitthvert þessara stræta
mundi þá þurfa að borga í mesta lagi
84,50 á ári í 10 ár fyrir umbæturnar, og
er það viðráðanlegt og nær sanni að
borga það, en alla unnbæðina, eins og
til þessa hefir verið ) Jan.
Það er óskandi i. ð í þetta skiftið
verði eitthvað meira -ert en tala um
þessar nauðsynlegu mnbætur.
Svarti dauðinn.
Fylgjandi grein er lausleg þýðing
á ritstjórnargrein í blaðinu ‘Nor’-West-
er’ hér i bænum 16. þ. m.:
"Siðustu fregnir frá Bombay (á Ind-
landi) segja frá ofsalegu hræðsluæði
þar í borginni, sem afleiðing af drep-
sóttinni — eitla- eða kýla-plágunni, sem
þar æðir um alt. Til þessa hafa sjúk-
dómstilfellin i borginni verið 3304 ,og af
þeimhafa 2355 reynzt banvæn. Nær
helmingur borgarbúa er flúinn undan
þessum hræðilega dauðansengli, Við-
skifti öB eru gersamlega bönnuð.
Kyrkjugarðarnir eru fullir orðnir og fló-
ir út af. Menn hniga niður dauðir á göt
unum og félagsbræður þeirra þora ekki
að taka líkin og grafa, heldur liggja
þau og rotna f hitanum á alfaravegi.
9 9 •
• • •
«n*l ” MENTHOL
UrLi PLASTER
I haro presoribod .'úenlLol Plaster fn a n«ml«er
ofcaitetof neuraljrlc aud rhoumatic i>ains,^iKt
ari very muiJi plensed wfth the etfertg «nd
Iiloasantnesa of JU» application.-—W. II. Cakpun-
TEB, ÍLD., Ifot°l Oxford, KoRton.
I have uauJ Monthol PJaxte.x ln nereral caees
of muecnlar rhoumatiam. and fiml ín •vory ra*«
thntit jnv«alitir.ut Jnítnnt aTol pernmnont relief.
—J. 14. MuoKK M.D . VN ashiiigton, D.C.
It Cnres Sflatira, I.nmhaí*’''. Neu-
ralgía, PHÍns in Ilack or Uide, or
any Muscular Palns.
Price | DavU ii Lawrence Co., L.td,
| Sole Proprietors, Montkeal.
9
ð
9
s
©
Þessar og þvílíkar ógna sögur eru eins
og væru þær kaliar úr hinum nákvæmu
lýsinguin Defocs á því sem gerðist í
London á drepsóttarárinu forðum. Og
það er líka sannleikurir.n, að þessi
eitlabólgu drepsótt er ein og hin sama
og drepsóttin hræðilega, sem Defoe
lýsti. Það er sama drepsóttin sem vet-
urinn 1664—65 drap 68,596 manns af
135,IXX) í London — íbúar borgarinnar
voru þá um 400,000, en § hlutar borgar-
manna flúðu úr borginni. Það er sama
drepsóttin sem á miööldunum gerði oft
svo hræðileg áhlaup á Norðurálfu og
var nefnd ‘svarti dauði’. Sýki þessi hef
ir ekki gert vart yið sig í Norðurálfu
síðan 1720, að hún gerði mestan usla í
Marseilles á Frakklandi, en af og til
hefir hún látið til sín taka í austurlönd-
um og í Afríku. Drepsótt þessi var
kunn á fyrstu öldum kristninnar í Sýr-
landi, á Egyftalandi og í Libíu. Eitt
af hinum skæðustu áhlaupum hennar
var það á 16. öldinni. þegar hún eyddi
að fólki svo miklum hluta hins mann-
marga Kínaveldis. Arið 1603 lagði hún
í gröfína um 1 miljón manna í Egyfta-
landi. Á Indiandi hefir drepsóttin Htið
gert vart við sig þangað til á þessari
öld. En sfðan 1815 hefir hún af og til
brotizt út einhversstaðar á skaga þeim
hinum mikla. Drepsóttaraldan sem nú
er að geysa hafði upptök sin f borginni
Canton i Kinlandi fyrir eitthvað tveim-
ur árum riðan. Canton er hræðilega
óþverralegur bær, og í þeim óþverra
kviknaði drepsóttin. Þaðan fluttist
hún til eyjarinnar Formosa og þaðan
aftur vestur á Malaeyjaskagann. Það-
an færði hún svo smámsaman leikinn
vestur um Indland og komst í algleym-
ing á vesturjaðri þess—i borginni Bom-
bay.
Það er undarlegt við þessa drepsótt
að hún hún virðist hafa alveg sömu á-
hrif á rottur eins og manneskjur. Það
er oft fyrsta táknið um, að þessi hræði-
legi gestur sé kominn í héraðið, að kvik-
indi þessi koma í stórfylkingum úr öll-
sum áttum og leita inngöngu í hús
manna, stokkbólgiu, riðandi á fótunum
og með öllum einkennum sem fylgja ó-
ráði á mönnum, og deyja þúsundnm
saman eftir óumræðilegar þjáningar.
Það er all langt síðan menn fengu
grun á, að drepsótt. þessi sé bakteriu-
sjúkdómur, en það er ekki fyrri en nú
rétt nýlega að menn fengu sannanir fyr
ir því. Það var japaniskur læknir,sem
fyTstur uppgötvaði bakteríurnar. Nú
er verið að gera tilraunir til að útbúa
bólusetningarefni til að fyrirbyggja
veikina, í Parísarborg.
Eftir að sýkin grípur mann er hún
fljótvirk mjög, — drepur manninn oft
innan 24 klukkustunda og alment innan
tveggja sólarhrínga. Fyrsta einkenni
sjúkdómsins eru kölduflog. Og undir
eins á eftir hleypur í mann ofsaleg hita -
sótt, með brennandi þorsta og óþolaDdi
höfuðverk. Af þessu leiðir óráð, rétt
æíinlega. Lírukendur sviti streymir út
um állar svitaholur. Innan stundar
hleypur bólga í eitlana í nárianum, á
háloinum og uudir höiidunum. Af þess.
um bólguhnyklum í eitlunum fær drep-
sóttin nafnið : eitlabólgu-sótt, (Bubonic
plague), en annars eru nöfn hennar
mörg. Ef lif sjúklingsins endist nógu
lengi eyðist eitlabólgan. Einkenni þau
S3m benda á að dauðinn sé nærri, eru
þau aðallega, að sjúklingnum tekur að
blæða inn og að svartar skeilur koma i
ijós á hörundinu. Það eru þessar svörtu
skellur sem gefið hafa drepsóttinni nafn-
ið : "svarti dauði.”' Banvæn reynist
drepsóttin í 50 til 90 sjúkdómstilfellum
af hverjum hundrað, alt eftir þvi hve
gróf sýkin er í héraðinu.
Þessi drepsótt befir aldrei komið til
Ameriku svo menn hafi sögur af og það
er vonandi að vór hór í landi veröum
um allan aldur undanþegnir því, að
taka á móti þeim vo-gesti. Samt væri
réttast að viðhafa allar varúðarreglur í
því efni, því það er aldrei of varlega far-
ið. Vér höfum allmikil viðskifti við
austrænar þjóðir, og það muna menn,
að það eru ekki mörg ár síðan bóluveiki
fluttist hingað til Winnipeg frá Kín-
laiidi. Það er þess vegna eugan vegin
óþarft að draga athygli Dominionstjórn-
ar, fylkisstjórnar og heilbrigðisnefndar
bæjarins að þessu máli,—að því, hve
nauðsynlegt er að hamla þessari drep-
sótt frá að festa sig á ströndum vorum.
Óþverri allur er aðalstyrkur drepsóttar-
innar. Vér gerum þess vegna aldrei
of mikið að verkum til að halda sjálfum
oss eða bæ vorum hreinum. Fram-
takssemi í því efni, er heldur ekki undir
nokkrum kringuinstæðum að vinna fyr-
ir gí«.
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
*
#
m
m
m
m
#
#
Satan og fjosid.
Láttu pillu í prcdikunarstólinn ef þú vilt fá skynsamlegan
fróðieik, og iáttu pilluna í gapastokkinn ef hún gerir ekki það
sem ætiast er til að hún gei i. Þetta er boðskapurinn sem fyigir
Ayers Pillum. Það er boðskapur vonarinnar og gleðinnar.
Menn voru vanir að hafa eins miklar mætur á góðum og beiskum
inntökum eins og barnatrúnni sinni. Því beiskari sem inntakan
var, því betri var læknirinn. Við erum nú hættir við það, og
látum nú sykur bæði í guðspjöllin og meðölin. Það er mögulegt
að koma sér fram og vera þó viðfeldinn. Það et' líka mögulegt
að búa til pillur sem verka vel og eru þó
guðspjall
þægilegar. Þetta er
flyer’s Cathartic Piils.
Meiri frásaguir í Ayer’s Cure Book,
100 blaðsíður að stærð. Fæst frítt hjá
J. C AYER CO.
Lowell, Mass.
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Hesta-skór.
Það eru ótaldar hörmungastundir
fyrir hestana, sem járngaddarnir orsaka
sem reknir eru í hófa þeirra til að halda
skeifunum. Það þarf ekki mikið út af
að bera til þess naglinn gangi annað
tveggja inn i holdið, eða þá svo nærri
þvi, að hesturinn verði draghaltnr. Það
er þess vegna fagnaðarefni fyrir alla,
sem þykir vænt um hesta og vilja að vel
fari um þá, að fundin er upp skeiía, sem
fest er á hófinn án þess einn einasti nagli
sé rekinn í hann. Blaðið “Westminster
Gazette” (London) segir að fjölmargir
hestamenn hafi reynt þessa sjálffestu
hestaskó og þyki mikið varið í. Á
Þýzkalandi hafa þeir verið reyndir ár-
langt í riddaraliðinu og nú þykir sjálf-
sagt aiveg að hafa þá til boðs í búðun-
um. Hér og þar á útrönd skeifunnar
eru litlar bespur með hvðssum tönnum
á. Þessar hespur falla upp að hófnum
utanverðum og þarf þá ekki nema litinn
áslátt til þess tönnurnar á hespunni
læsist inn i hófinn. Svo vel er um þetta
búið, segir blaðið, að þess meir sem
skeifan eyðist, þess fastar situr hún á
hófnum.
Jafnframt því er þessi skeifutegund
iilýtur að reynast svo blessunarrík fyr-
ir vesalings hestana, er hún og mun
handhægri en liinar alinennu. Ef meun
kaupa þessar skeifur þurfa menn ekki
að fara til jámsmiðsins, eða fá járninga-
menn, tiV að járna. Það getur hver mað-
ur gert á drykklangri stund hvar sem
maður er staddur, svo framarlega sem
hannhefir skeifur í farangri sínum.
Enn sem komið er, er ekki kunnugt
að þessar skeifur sóu til hér raegin hafs-
ins, eu þar sem búið er að reyna þær ár-
langt á Þýzluilandi og þær orðuar kunn
ugar á Englandi, líður líklega ekki langt
þangað til þær fiytjast vestur yfir’ At-
lantshaf, eða að einhverjir framtakssam-
ir menn kaapi löyfi til að sniíöa þær og
seija í Aineriku.
Svar til Lögbcrgs.
Til ritstj. Heimskringlu.
Kæri herra !
Ég voua þór viljið ljá mér rúm f
blaði yðar til þess að svara ritstjórnar
grein einni, sem prentuð var í Lögbergi
og stýluð var á móti mér undirrituðum-
Var grein sú rituð á íslenzku máii og
gat ég sökum þess eigi lesið hana og var
það fyrst í dag að mér varð kunnugt
um hana. Grein þessi hin umgetna stóö
í sambandi við borgarstjóra kosning-
arnar seinustu og ei óefað meiðandi álas
um mig sem opinberan mann og væru
eignir manua þeirra er hór eiga sök að
máli nokkurs virði, þá gæti ég iátið þá
borga skaða bætur þær, sem lögin mundu
dæma þá í. Hin uragetna grein gengur
út á að sýna það, hversu áríðandi það
sé fyrir umsækjanda að fá atkvæði Is-
lendinga í borg þessari. Hún heldur
því fram, að McCreary hafi á fundum
bæjarstjórnarinnar jafnan stutt mál ís
lendinga og það jafnvel svo fastlega, að
hann hafi sætt ámælum iyrir.en aftur á
móti hafi hinn umsækjandinn, Mr.
Hutchings, leynst andstæður íslend-
ingum og það hafi þeir munað í kosn-
ingum þessum, í Wards 3 og 4, þar sem
íslenzku atkvæðin veittu McCroary 195
atkvæða meiri hluta fram yfir Hutch
ings. — Herra ritstj., ég vildi nú óska
að ritstjóri Lögbergs vildi benda á eitt-
hvert mál, er komið hefir fyrir bæjar-
Stjórnina, moðan ég var meðlimur henn-
ar, er snert hafi íslendinga og óg bafi
verið á móti oða gert eitthvað heira í ó-
hag. Ég hefi lnigsað málið og get ekki
I
munað eftir nokkm einasta atriði, þ«r
sem þeirra hagur stóð á nokkru, eða
nefndin fjallaði um hagsmuni þeirra
sórstaklega meðan ég var í bæjarstjórn-
inni ; og sökuin þossa hefir mér vetið 6-
mögulegt að vera þeim andstæður.- í
þessu tilliri hefir Lögberg sagt það, »em
ósatt var og alger lvgi. í öðru fyrra
nr. blaðsins gerir það hið sama, en það
var meðan á kosningunum stóð, og' lók
ég mér það ekki nærri. En að það skuli
fara á ný að byrja á' að úthrópa mig,
þegar kosningar voru um garðgengnar,
það er meira en ég bjóst við. Eg get
með góðri samvisku sagt það, aö ég
hefi gert fyrir íslendinga alt, sem mór
var mögulegt meðan ég var í bæjarstjórn.
inni, og leit óg eftir liagsmunum þeirra
hið frekasta, sem mér var unt. Utan
bæjarstjórnttrinnar hefi ég liaft ísiend-
inga í vinnu fyrir sjálfan mig síðan þeir
fyrst komu til lands þessa. Veiti ég fs-
lendingum ineiri vinnu, en nokkrum
annara þjóða mönnuin, og þó að mai gir
þeirra ekki kynnu starf þab er þeir áttu
að vinna að, né skildu hið enska má
þegar þeir komu fyrst, þá tók ég þó upp
á mig þá fyrirliöfn að láta kenna þei n þó
að það væri meira.on menn gátu af mór
vonast. S-vo gait ég þeim og sömu laun
og mönnum fnlllærðum, fer kunnu vel
að starfinu. Ef að nú ntstjóri Lðgbergs
vill benda á eitt dæmi, er ég hafi 'arið
illa með Islendinga, eða unnið á inóti
hagsmunum þeirra, þá skyldi ég þakka
honurn, ef að hann vildi gera það Kg
er viss um að hann getur það ekki þvi
að ég hi fi -taðið með fslendingum • ðí
opinberlega og sem einstakur maður og
þrátt fyrir alt sem Lögberg segir, þá er
ég fullviss um, að ég hefi fengið niikiun
hlutn hinna íslenzku atkvæða við horg-
arstjóra kosiiingarnar seinust og ef uð
nauðsyn krefur þess seinna, að ég ie'ti
atkvæða þeirra, þá et- ég viss um að í
samskonar (borgarstjóra) kosnii :um,
muni ég fá enn fleiri atkvæði.
Ég vil gn’pa tækifttri þetta til þess,
að þakka íslendingum fyrir atkvæði
þeirra og ábrif í seinnstu kosningum,en
þakka yður, herra ritstjöri, fyrir rúm
það, er þér Jjáið bi'éfi þessu.
1 ðar einlægur,
E, F*. Huchings.
12. Janúar 1897.
ra fL ^
si © a ðmt« 3
Em»lsi
is iiívaluaiile, i“ you are rmi 1
wn, as it is a food as we’l as 3
I
• dow
n motlicine.
Tho D, & L. Erruiísicn :
Will baild you up if your goiieral healfh ia
iuipaircd.
Thc D. & L. Emulsion
Ia tbc l»est and mosf polatable preparrition of ]
Cod Liver Oil, aKr- cktig with tbe uiOHideU- *
caie síoniaciis. ;
Tho D. & L. Emulsion
IsprescribtKi by the leading physicians of
Canada.
Tho D. & L. Emulsion
I& a marveltooG ficah producer and will give ;
you an appetite.
Bric. » »1 ricr Bo«te
t Be «UTB you gvt | QAVW & LAWRENGE CB.p tTB.
t tbe gemuui | MONTREAL
kjOXlAA
Vin og Vindiar.
£3
BRANDY,
' WHISKEY,
PORTWINE,
SHERRY
t
og nllar aðrar víntugunjdir, sem seidar
eru i Winnipeg. Allskonar ðitegundir
æfinloga á reiðuifi höndum.
Hvergi í ba rntm betri vindlar.
Alt moð lmgs'i a hugsunlegu verði.
H. L.. Chabot,
Gegnt Uiv 1! .1) 513 M: ■ i.