Heimskringla - 12.05.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.05.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMSKKIMíLA 12. MAÍ iSðS . Hcimskringla. ftrcTl VÆaðsins í Canada og Bandar .$1.50 inn ártö (fyriríram borgað). Sent til Xalaada (fyrirfram boigað af kaupend- -«n blafisins bér) $1.00. j Peoingar seudist í P. 0. Money Order Áee;istered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en • Winnipeg að eins teknar með afiölluin B. F. Walters, Útgefandi. Office: Corner Princess & James. P.O- BOX 305- Yínsölubannið. Ef dæma má af afstöðu þing'sins í Ottawa gagnvart vínsölubanninu þá er lítill efi á því, að almenningur í Canada fær tækifæri, og það áður en langt líður, til þess að skera úr því með atkvæðum, hvort alment vínsölubann skuli vera í Canada eða ekki. Þegar til þeirrar atkvæða- greiðslu kemur, sem búist er við að verði í næstk. September, mun verða svo um málið búið- að ekki verði nema um tvær hliðar að velja; stjórnin mun sjá um, eins og í sjálfu sér er nauðsynlegt og sjáifsagt, að þar verði enginn millibilsvegur, hún mun sjá um, að þar verði ekk- ert skúmaskot fyrir þá að skjótast í, sem ekki hafa nóga djörfung til þess að koma upp að kosningaborð inu og kasta sínu atkvæði hreinlega með eða móti, eftir sinni eigin Siinn- færing, ef þeir hefðu hana nokkra; hún mun sjá svo um, að hver ein- asti kjósandi verði, ef hann vill neyta kjörgengis síns, annaðhvort að vera ákveðinn á móti slíku vínsölu- banni, eða þá á hina hliðina, að hann verði hreinlega að ganga inn á það, að hann álíti það heppilegast fyrir land og lýð að vínsöfubannið nái lagagildi. Það væri ekki íjarri sanni fyrir kjósendur lands þessa að yfirvega þetta mál sein ýtarlegast. Það ætti hver og einn að hugleiða það með sjálfum sér og leita sér áreiðanlegra upplýsinga um þau atriði sem hann kynni að vera í vafa um, svo hann gætí því betur int þegnskyldu sína af hendi, með því móti að greiða skynsamlega og eftir eigin sannfær- ingu atkvæði sitt með eða mót, án þess að láta stjórnast af hlutdræg- um fiokksraönnum og fylgifiskum þeirra. “Það er svo margt ef að er gáð, sem um er þörf að ræða”; kemur vel heim við þetta málefni. Hér er fyr- ir hendi svo víðtækt spursmál, að það er ekki auðhlaupið á neina rétta niðurstöðu í því. Búast má við tölu verðum upplýsingum þegar fram í sækir frá hinum gagnstarfandi hlið- um, bæði í ræðum og ritum, og veit- ist þá léttara fyrir hvern og einn að gefa úrskurð sinn eftir þeim plögg- sem fram verða lögð. Það má búast við að sjá allar bindindishetjur og vínhatara landsins raða sér hér á sömu hlið, því um leið og vínsölu- bannið næði fram að ganga, endaði alt þeirra starf og strit, hvað bind- indismál snerti, þer eð undir þáver- andi kringumstæðum yrði hver mað- ur í lögskipuðu bindindi, sem tekur það fram, að enginn mætti búa til, kaupa, selja, gefa eða um hönd hafa áfenga drykki. Þó að vitaskuld hin núverandi bindindisfélög hatt hér um bil hin sömu ákvæði bvað vín- nautn meðlima þeirra snertir, þá yrði undir algerðu vínsölubanni reynt að taka fyrir rætur víndrykkj- unnar, með því að banna að búa vín- ið til eða flytja það innan rikisíns. Hin hliðin mun verða nokkuð margskipuð lika, og þar yrði litið á eignamissi þeirra manna, sem eiga aleigu sína í húsum og áhöldum, er hafa framleitt vínið; þar yrði litjð á atvinnumissir allra þeirra þúsunda, sem áður hafa starfað við vínfram- leiðslu og vínsölu, og þar sæist einn- ig stór hópur manna, sem álíta að frelsi mannsins væri stórkostlega misboðið meö bðru eins athæfi. ast, og þá ekkert líkara en að þeirra eigin skattur yrði aukinn að því skapi. Vér viljum ekki í þetta sinn haldaannari hliðinni fram fiekar en hinni. Það verður tækifæri til þess seinna, en vér viljum að eins draga athygli landa vorra í Canada að þessu stóra spursmáli, sem þeir eins og aðrir verða að leysa úr með at- kvæði sínu, (Vér höfum verið beðnir að taka upp í blaðið eftirfylgjandi ágrip af ræðu þeirri, er Mr. Geo. Leary hélt á sam- komunni í Unity Hall 22. þ. m. Oss er það ánægja að verða við þessari ósk, því ræðan er hlýleg, sanngjörn og vina- le? í garð Islendinga, og finst oss það ástæðulaust og lúalegt af ritstjóra Lög- bergs eða hverjum öðrum, aðbera menn brígslum og skömmum fyrir slík um- rnæli sem þessi.—ltiWj. Hkr.\ ÁGRIP AF RÆÐU MR. GEO. LEARY. .....í Canada er samankomið fólk frá nær því öllum heimsins löndum, af öllum stéttum og öllum trúbrögðum En af öllurn þeim sem hingað hafa kom- ið í stórhópum, skara Islendingar fram úr, sem heild, að dugnaði, löghlýðni og góðu siðferði. Engir hafa verið jafn- ttjótir að nema enska tungu og laga sig eftir hérlendum siðum og háttum, án þess þó að týna nokkru af ástinni til síns forna föðurlands, sem öllum mönn- um er svo eiginleg. Þessi hæfileiki er hinn bezti hyrningarsteinn til að byggja á nýtt þjóðfélag. og Canada getur aldrei náð sínu hæsta marki, fyr en allir rík- insis þegnar hafa það fast i huga, að fyrst af öllu eru þeir brezkir, svo cana- diskir og síðan íslenzkir, enskir, írskir, skozkir eða hverrar þjóðar sem þeir eru að uppruna. Eg er sjálfur írskur, eins og flesta mun gruna sem þekkja mig, og ég elska hið gamla, kæra föðurland mitt með dölunum grænu og lindunum silf- urtæru, eins heitt og nokkur maður getur elskað ættland sitt. En ást mín á Irlandi raskar ekki hið minsta hinni víðtækari ást ríkisheildarinnar, og til þessa lands, sem ég býst við að verði framtíðarland mitt og barnanna minna. Mér þykir vænt urn að fá hér tæki- færi til þess að ávarpa íslendinga,— sannleikurinn er aldrei smjaður. ís- lendingar í Manitoba eru einn hinn sið ferðisbezti þjóðflokkur ríkisins. Sjaldan heyrist þeirra getið fyrir lögreglurétti eða í nokkru lagastappi, að undanskildri lögréttu ástarinnar. Þeir eru iðnir og ástundunarsamir, sem sjá má af fast- eignum þeim, sem þeir hafa eignast síð an þeir komu til þessa lands. Þeir eru framsóknamenn og gæddir góðum and- legum hæfileikum, sem meðal annars má marka á því hvernig þeir greiða at kvæði sín. Fyrir nokkrum árum var það sagt, og aðrir þjóðflokkar höfðu þaö sem bríxlyrði til íslendinga, að Mf. Greenway ætti þá alla með húð og hári. Hann hefði lokað íslenzku atkvæðin inni í flöskum og sendi svo vinum sín- um flöskurnar lokaðar og innsiglaðar þegar atkvæðanna þyrfti með. En ís- lendingar í Manitoba hafa sjálfir sýnt það og sannað. hve áburður þessi er rangur og illgjarn, með því að greiða atkvæði með konservativum eða liberöl- um þingmönnum. rétt eftir því sem þeir ætluðu ríkinu eða fylkinu fyrir beztu. Þannig á það að vera. Á hverju máli eru tvær hliðar og þaðer mín skoð- un, að íslendingar séu nógu hyggnir og nógu óháðir til þess. að hlusta á báðar hliðar áður en þeir greiða atkvæði sín. og að þeir láti enga stjórnflokka teyma sig í blindni. Svo óska ég íslendingum gæfu og velfarnaðar hér í þessu fagra framtíðar landi þeirra.... endurnir og engir aðrir. Bændur borga jafnhátt verð fyrir verkfæri sín eftir sem áður. En landsjóðurinn tapaði á þess- j ari tollbreytingu sem svarar þeirri upp- ,hæð, sem verksmiðjueigendur hefðu orð ið að borga í toll af óunnu járni, ef eng- in breyting hefði verið gerð. Það er því fullsýnilegt hverjum skyn- berandi manni. að í þessu tilfelli er toll- breytingin gerð eingöngu til hagsmuna fyrir verksmiðjueigendur, en til óhagn- aðar fyrir bændur. Því að tekjuhalli sá sem landsjóður bíður við þessa toll- breytingu, hlýtur að leiða af sér aukinn toll á öðrum nauðsynjavörum, eins og óg hefi sýnt í grein í Heimskringlu áður. En svo er dálítið annað atriði í sam- bandi við þessa svikastefnu Laurier- stjórnarinnar, sem bændur í Manitoba ættu að hafa hugfast, og það er það, að stjórnin hefir nýlega borgað til baka til McCormicks sjálfbindarafélagsins (en það er Bandaríkjafélag), talsvert af þeim tolli, sem þetta félag hafði borgað stjórninni af þeim vélum. sem það flutti inn til Canada og seldi hér á síðastliðnu sumri. Með þessu var landsjóður auð- vitað ræntur talsverðri upphæð sem engin ástæða var til að kasta burtu, að eins til að auðga útlent verksmiðjufélag. En bændur og aðrir landsbúar hljóta auðvitað að bera birðina af þessum og öðrum eins svikum og glappaskotum. B. L. Baldwirson. vera að manntetrið finni ekki eins sterka hvöt hjá sér til að vaða uppi eins og ill- hveli nieð óbóta skömmum um einn og alla sem ekki lúta honum. Hann verð- ur þá — eins og hin núverandi fylkis stjórn — lagður svo lágt að velli í álit1 allra sanngjarnra manna, að hann verð- ur ekki neitt stórveidi í pólitík eða öðr- um málurn. B. L. Baldwinson. Kosningaloforð Lauriers. Þar yrði ef til vill enn anntr höpur, þeir sem eiga rnestar skatt- gildar eignir. Þeir mundu mjðg lík- lega fara að hugleiða hvaðan þessar 8 millíónir dollars, sem stjórnin fær beinlínis og óbeinlínis & hverju ári fyrir vínnautn þegna sinna, myndu koma- Þeim ditti sjálfsagt í hug að einhvemveginn yrði skarðið að fyll- Laurierstjóruin virðist hafa einkar sérlega aðferð við það að lækka útgjöld bændanna í Manitoba, eins og hún lof- aði hátt og hátíðlega að gera, fyrir síð ustu Dominionkosningar. Eitt af því marga sem hann og flokksmenn hans gáfu ákveðin loforð um, var það, að lækka toll á akuryrkjuverkfærum. Hann byrjaði á að efna þetta loforð með því,—að svíkja það, eins og flest öll önn- ur kosningaloforð þeirra liberölu. Toll- urinn er enn þá hinn sami og hann var þegar stjórnin tók við völdunum, n. 20%. En þar á móti hefir stjórnin tölu- vert aukið tollverndun verksmiðjueig- endanna, að því ieyti, að hún tók allan toll af járninu sem akuryrkjuverkfærin eru búin til úr. Þeir sem græða á Jjcss- ari tollbreyting eru því verks— •’ <-' <■ Lögberg og tollurinn. Ritstjóri Lögbergs hefir í síðasta blaði sínu logið því að lesendunum, að “toillækkunarstefna” Laurierstjórnar- innar spari þjóðinDÍ um 3 milj, dollara á ári, og styður hann þessa staðhæfingu með því að birta lista af fáeinum vöru tegundum, sera lítilfjörleg tollbreyting hefir verið gerð á, og er sá listi—og það sem um hann er sagt í Lögb.—lapið upp úr ræðu Mr. Pattersons, eins og hún er birt í Hansard á bls. 3336—38. En ekki hefir ritstjórinn haft nægilegt frómlyndi til þess. að taka fram það sem þó vitan- lega er sannleikurinn í þessu máli, að tolllækkanir og breytingar þær, sem Laurierstjórnin hefir gert, hvergi nærri vega upp á móti þeim tollhækkunum, sem hún hefir gert á ýmsum helztu nauðsynjavörum, sem mest eru brúkað- ar af bænda og vinnulýð landsins, svo sem allskonar fataefnum og fatnaði, hrísgrjónum, sykri og öðrum matarteg- undum, og tóbaki. Það er áætlað að hin síðasta tollbækkun stjórnarinnar á sykri eingöngu, muni á ári hverju nema alla leið frá $250.000 til $100,000, sem náttúrlega verður sogið út úr blóði og merg þjóðarinnar, að sínu leyti eins og kapteinninn og Guðni Thorsteinsson sjúga út skatta fylkisbúa, annar fyrir að ljúga lofi á Liberala, en hinn fyrir, —ja, það er nú enn þá ekki útrætt um það mál, en það getur komið til umræðu síðar í sambandi við glæpsamlega fólks- fjölgun í Nýja íslandi. Eftir nýjútkomnum stjórnarskýrsl um sést, að stjórnin hefir á síðastl. 10 mánuðum tekið inn í tollheimtum sem nemur $17,973,728, og er það $1,408,203 meira en tollheimtur á sama tímabili á síðasta fjárhagsári, svo að í staðinn fyr- ir að létta 3 milj. dollars af þjóðinni ár- lega, þá eru tollarnir auknir um hátt á aðra miljón á ári, og sýnir þetta tvent, fyrst það, hve frámunalega svikul stjórnin er í loforðum sínum við al menning, ogannað það, hve ósvífnislega og svívirðilega ritstj. Lögbergs getur fengið sig til að ljúga að fáfróðum lönd- um sínum, í hinum mestvarðandi og þjóðlegustu velferðarmálum. Allir þeir sem hafa aðgang að skýrslum stjórnar- innar geta auðvitað sannfært sjálfa sig um hið sanna í þessu máli, án þess að varpa allri sinni trú á Sigtrygg Jónas- son. En því er mönnum áreiðanlega óhætt að trúa, að það eru enn þá engin merki þess sýnileg, að almenningur hafi nokkurn hag af ríkisstjórnarskiftunum. Flest af því sem menn þurfa nú að kaupa, er að mun dýrara en það var vorið 1896 og hækkar auðvitað enn mpir eftir því sem Liberalar hækka tollinn. Meira hefi ég ekki tima til að taka fram í þetta sinn, en síðar meira. Til hinna mörgu sem bréflega og munnlega hafa tjáð mér þakkir fyrir greinar minar, og mælst til þess að ég héldi áfram hinu upptekna góðverki, að líta eftir ritstjóra Lögbergs, — til þeirra vildi ég segja, að þeir mega örugt treysta því, að ég ætla honum ekki að hafa siða&ta orðið í þet 'uri málum eða öoi um fram yfir næstu fylki. kosaÍLjar p * minnsta kosti. Eftir þann tíma má | Frá löndum Úr bréfi frá Pipestone-bygð. 4. Maí 1898. ....Ef einhverjir Islendingar hafa í hy*ggju að flytja hingað (sem ég hefi frétt úr prívatbréfum), þá er tækifærið nú, því nú er fólk að riðjast inn hingað í stórhópum og þykir landið gott og fallegt. Eg staðhæfi ekki að hér séu lönd sem jafnist á víð beztu lönd t. d. í Argylebygð. En ég er báðum bygðun- um kunnugur og veit ég vel, að á öllu hinu mikla sléttulandi hér, um 70 mílur á lengd og um 40 á breidd. er ómögulegt að finna jafnléleg lönd, eins og stöku landar hafa setið á í Argyle i fleiri ár.og hefir þeirn þó búnast allvel. Það er því ekkí landið sem menn þurfa að óttast ef menn að eins væru ekkí hræddir við að hreyfa sig úr stað. Það hefir oft ver- ið tekið fram, að lífið sé bara skáktafl, þar sem alt er undir því komið á hvaða reit fært er. En það er ekkert tafl nema eitthvað sé fært úr stað. Eg hefi heyrt sagt að nokkrir ætli að flytja sig hingað frá Argyle, og er einn alkominn þaðan, Stefán Sigurðson, drengur góður og dug- legur maður, og vonum við að fleiri komi á eftir, því við viljum sjá landa okkar hér í kringum okkur. Þetta verð- ur síðasta tækifærið fyrir í-lendinga að fá sér lönd hér, því mjög bráðlega verð- ur alt land hér upptekið af annara þjóða mönnum..... KAFLI UR BRÉFI FRA PEMBINA, N. D„ 8. MAÍ 1898. ....Ágætlega fellur mér Hkr. síðan þú tókst við henni, og heyri ég ekki annað en að allir kaupendur þess blaðs ljúki upp sama munni. En þvert á móti finna Lögbergs- og kyrkjumenn nógar skammir og vantrú í því ennþá; og þarftu ekk að hugsa þér aðreyna að sigla fyrii það. Svo eru þá lika tví- skiftar meiningar um hvaðséu skamm- ír og vantrú. Það lítur út fyrir að það séu í huga sumra þeir draugar, sem hljóti að fylgja blaðinu, jafnvel þó eng- inn sjái þá. En ég og minir líkar trúa ekki þesskonar, nema það sjáist. Að rita um málefnin með tvískiftnm skoð- unum, eru engar skammir, séu engin persónuleg meiðandi orð þar við höfð, því með sínum augum lilur hver á þau, og ætti það ekki að vera ófyrirgefan- legt. Að hugsa, lesa og rita um hvert mál með frjálsu hugarfari og frjálsu skoðanaafli, en þrælbinda sig ekki við neitt athlægi, er það sem hver þarf að læra að temja sér, til þess að geta kom- ið fram sem frjálsir og skynberandi menn. Marga vantar umburðarlyndi tíl að þola aðfinningar. og virðast álíta sín verk þau einu réttu,en slíkter skort urjá reynslu og réttri yfirvegun við- buröanna og síns eigin vanmáttar. Það þarf nákvæmt og stöðugt eftirlit á orð- um og gerðum, til að geta verið viss um að óaðfinnanlegt sé. Allir virðast unna frelsi, en til að geta verið frjáls, þarf meira en setja nafnið frelsi á papp- írinn; alt þjóðfélagið þarf að verða i anda og sannleika sem ein persóna, en til þess vantar stórt stig áfram, því ekki er nema sem daufur morgunroði runnin upp 3nn þá, af því rétta og sanna sem koma mun, en sem verður ef til vill aldrei fyllilega uáð, Stríð það sem nú stendur yfir verður líklega alt of skammvint til þess að þjóð raar geti komist til viðurkenningar á hvort tjón það er fyrir mannfélagið að beita ó stjórn og ofríki, stríði og styrjöld með þeim ógurlegu morðvopnum nútímans, til að bæla niður með hei óp mannfrels- isins, og reyna að halda þeim undirok- uðu þjóðum niðri í sinni auðvirðilegu fáfræði og niðurlægingu gagnvart hin um upplýstu og mentuðu. Þjóðiruar þurfa að komast á jafnara stig, en þær standa á þann dag í dag, i mentun og kærleika og bróðurlegri skyldurækni, til þess að sól mannfrelsisins nái upp að renna, og nái hún ekki upp að renna af þeim bjarma sem nú er á lofti, þá verður ef til vill langt að bíða til þess annar e'ns bjarmi sést, því mentunin, bróðurelskan og jafnréttið myndar hið sanna frelsi. Islands-fréttir. Eftir ‘Nýja Öldin.” Rvík 26. Marz. Yfir hálft fimta þúsund að tölu voru íbúar Reykjavíkurbæjar við nýjár í vet- ur. Miklu fleiri í sókninni. Jón ritstj. Ólafsson semur útlendar fréttir í ‘ Skírni” í ár, eins og í fyrra. Stöðug hláka hefir nú um stund gengið hér um alt nærlendis. Er jörð þvi komin alstaðar, enda var mörgum þörf á orðin. Reykjavík, 2. April 1898. Húsbrunar. Ste’nhúsið á Héðins- höfða (Þingeyjarsýslu) brann 12. Marz svo, að veggir einir standa eftir, og þeir stórskemdir. Vátrygt fyrir 10,000 kr. — S. d, brann bærinn á Eyhildarholti i Skagafirði, timburhús nýtt. Vátrygt fyrir 5000 kr, Breiðdal, S.-Ms., 2. Marz. — Kuld- ar og jarðleysur, þótt snjólítið se, því ísalög eru svo mikil, að alt er i gljá. 15. Febr. gerði fádæma norðanveður, og urðu þó óvíða skaðar að, því að það skall á svo snemma morguns, að hvergi var búið að láta út fé. Þó var ungur maður, Björn son Einars Gunnlaugs- sonar á Höskuldstöðum. kominn út til fjárhúss á túninu, náði hann ekki bæn- um aftur. Fanst daginn eftir, er veðr- inu slotaði. heifrosinn í túnfætinum. Sakamálið gegn séra Bjarna Þór- arinssyni fyrir fjárdrátt og sviksamleg reikningsbrögð er nú dæmt í undirrétti (af Guðl. sýslum. Guðmundssyni), Er séra Bjarni dæmdur i 8 mánaða (ein- falt) fangelsi og til að endurgjaida landssjóði þær upphæðir (samtals á 4. hundrað króna), er hann hafði ranglega af honum haft. Hafís er nú sagður allmikill að eins 5 vikur sjávar undan landi. Húsbruni á ísafirði. Hús Svenseng Færeyings (á Torfnesinu) brann 8, Marz til kaldra kola. Mannbjörg varð, en litlu öðru borgið. Húsið vátrygt (1500 kr.), en innanstokksmunir eigi. W. G. Spence Paterson brezkur konsúll andaðist hér28 f. m. af heila- blóðfalli. Hann var fæddur 30. Agúst 1854 og var B. Sc. (bachelor of science) frá Edinborgarháskóla. Hafði dvalið hér á landi að mestu síðan 1878. Var um tíma kennari við Flensborgarskóla og við Möðruvallaskóla. Talaði og skrifaði íslenzku, sem hérlendur væri. Hann var valmenni og öllum að góðu kunnur. Verzlun rak hann hér í Rvík síðustu árin. ♦ * * \ * t t * \ Ef þú vilt fá þér góðan Bicycle t Photo= Jgraphs * * Það er enginn efi á því að f vér getum gert yður á- x nægða bæði hvað snertir \ verðið og verkið. " ) PARKIN { $ 490 flain St. $ Exchange Hotei. 612 JVC^A.IISr ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu leyti, en hjá. H StATHKLRN, EXCHANGE HOTEL. 012 Jinin SStr. 1 Þá er þér bezt að kaupa * Qendron eda Reliance. ^ Það eru beztu reiðhjólin sem nokkurstaðar eru seld hér í Winnipeg. D. E. ADAMS í Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGE0N .... 462 Main St.. Winnipeg, Man. Office Hours from 2 to 6 p.m. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA Skandinavian Hotel. 718 IMain 8tr. Fæði $1.00 á dag. lírimswick Ilotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. M«ii(liitgar! Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 ‘‘ 14 ” “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 ). E. Truemner, Cavalier, N-Dak. 0 Næstu dyr fv ' . ðan Pósthúsið. 407 MAIN STREET. Karl K. Albert íslenzkur umboðsmaður. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegasta og skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fædi ad eiiiM igi I .OO a dag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavaíier, X. Dak. PAT. JENNINGS, eigandi. Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til í Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keirurum ▼orum og 7erzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.