Heimskringla - 15.12.1898, Síða 1
Heimskringla.
XIII. 1R
WINXIPEG, MANITOBA 15. DESEMBER 1898.
NR 10
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Japan að hervæöa sig. Englend-
ingar eru nú órólegir mjög út af því að
í Japan er orðin nýr stjórnarforinaður,
Vamagata marskálkur, sem er her-
rnaður hinn mesti og spekingur að vití,
svo að honum er líkt við Moltke greifa
hinn þýzka sem vann allar orusturnar
fyrir Þjóðverja móti Austurríkismönn-
um og Frökkum. Er Y* magata eien-
að það og þakkað að Japanar báru eins
af Kínverjum og þeir gerðu.
Yamagata hefir einlægt verið arg-
ur yfir því hvernig viðskifti fóru í stríð
inu við Kínverja, þar sem Rússar
drógu úr höndum Japana mestallan
hagnaðinn sem beir væntu sér af sigr-
inum, og er það skoðun hans, að þeim
hljóti að lenda saman fyr eða seínna
Rússum og Japönum. Er vopnabún-
aður Japana nú svo mikill að þeir geta
varla staðist kostnaðinn og vilja því
reyna við Rússa hið allra fyrsta. Eru
skattar þar svo þungir, að-alþýða fær
naumast nudir risið. Það er Korea-
skaginn, sem Japanar vilja ná í, en
Rússar spyrna þar hælum á móti og
færast í aukana og vilja ekki laust láta
og ekki líða Japönum að koma þar í
land, því að sjálfir eru þeir að breiða
hramminn yfir skagann,
I Chicago, annari stærstu
borginni 1 Ameríku hefir aldrei verið
eins róstusamt eins og einmitt nú.
Er málum svo varið að stórauðugt fé-
lag vill fá einkaléyfi í 50 ár að renna
rafurmagnsvögnum á strætum borgar-
innar. Ef að þeir fengju það, þá mundu
þeir græða á því ógrynni fjár. En nú
er sagt að þeirhafi keypt bæjarstjórnina
til að semja lögin sér í vil, Þessu voru
blöðin búin að ljósta upp og vekja
menn af svefni. Og nú heyrast á öllum.
strætum hótanir um að hengja bæjar-
stjórana. íormaður bæjarstjórnarinn-
ar, Harrison.er þessu mótfallinn og er
nú búist við að hann segi nei. en samt
eru inenu hræddir um að hinir komi
sinu fram.
Þessu framferði eru menn svo
reiðir að ut yfir tekur, þai f ekki nema
litínn neista til að kveikja í öllu saman
og hleypa liópum manna á stað til þess
að ryðjast inn í bæjarráðsstofuna og
heimili stóreignamanna þeirra seiní fé-
laginu eru. 'Hengjum bæjarstjórnina
ef að þeir selja, hengjum þá, hengjum
þá!” kveða við þúsund raddir. Er óséð
hvernig faramuni.
Nú er sagt að það só sannað, að Col
Henri, sá sem skaut sig, hafi falsað
skjölin, sem dómur Hreyfus var bygð-
ur á. Nýlega hefir Dreyfus fengið að
senda konu sinni málþráðarskeyti og
segist vera heill heilsu og samgleðst
henni yfir því að mál sín séu þó korain
þetta áleiðis.
Nýmyndað i Banáaríkjunum Lin-
seed Oil Trust með 88.000,000 dollara
höfuðstól.
Tollmálanefndin. Eitthvað geng
ur þeim er vittCanadamðn.ium að semja
við Bandaríkjamenn um tolUækkunina.
Þykja þeim nú Bandamenn vera harðii
i viðskiftum. og höfðu þó hálfbúist við
því. Enn er ekki rækilega frétt um það,
en það er ljóst að ekki verður gull úr
greipum þeirra dregið. Hin sameinaða
nefnd úr Canada og Bandarikjunura
siturnú i Wasbington og voru Canada-
menn að verða úrkula vonar um að
nokknð gengi; þá dróg aftur saman, er
Baudamenn buðu fram tilslökun á
timbri. og or eins og hýrnað hafi við
það yfir norðanmönnum.
11. þ, m. dó Garcia, hinn frægi for
ingi í frelsisstrlði Cúbamanna. í Was-
hington. Var hann þar á ferð að heim-
sækja McKinley stjórnarformann
Bandaríkjanna. Garcia var foriugi
Cúbamanna við Santiago þcgar Banda-
menn tóku borg þá í sumar. Hafði
Garcia verið mikið við uppreistir rið-
inn. 1868 var hann fyrstur manna til
hefja uppreist. Var Gomez þó aðal-
foringinn og varð Garoia einn af æðstu
hershöfðingjum hans—Brigadier-gener-
al. Tók hann þá borgir nokkrar frá
Sjiánverjuin. Hann var þá einusinni
umkringdur af tvö þúsund Spánverj-
um og sá sitt óvænna. Vildi hann þó
heldur lífað láta, en ósigur bíða eða falla
í hendnr þeirra, setti því pistólu undir
höku sér og skaut sig- Kúlan kom út
á tnilli augnanna og lifði hann. Hann
var þá höndum tekinn og íluttur til
Spánar og sat þar f dýfiissu í fjögur ár.
Þá var hann laus látinn og fór til
Banáarikjanna. Reyndi hann þá að
hefja uppreist ásamt Marti 1880, en
varð að gefast upp; var hann þá aftur
fluttur til Spánar og var þar í haldi til
1895, þá slapp hann til Frakklands og
þaðan til New York. Svo komst hann
til Cúba i byrjun uppreistarinnar.
Garcia var maður mentaður og
drengur hinn bezti. Hann var einn af
þeim fáu sem varði æfi sinni til þess að
berjast fyrir hugmyndum þeim sem
honum þóttu réttar.
Alveg nýskeð hafa verið gerð-
ar tilraunir með pressaðan mó (svörð)
sem eldsneyti, Þetta var gert á Cent-
ral-Ont.-járnbrautinni og heppnaðist á-
gætlega. Mórinn pressaður hefir hér
um bil jafnmikinn hita i sér eins og
beztu kol; hvert pund af mó gefur eins
mikinn hita ogendist eins lengi og jafn-
þyngd af kolum. Þetta ætti að vera
góð frétt fyrir landa vora á íslandi.
Þeir ættu sem skjótast að læra aðferð-
ina við að pressa móinn, því það er Is-
lands náttúrlega eldsneyti, og svo mik-
ið er til af því í landinu, að nægja
mættí ekki einasta til heimiliseldsueyt-
is. heldur einnig til að drífa vélar við
atvinnustofnanir og skip í kringum
strendur landsins.
A Avenue A I New York nálægt
tvítugasta stræti, var fimmloftuð bygg-
ing “Gasfélagsins”, sem kallað er, og
4 bak við hana 160 feta hár gaskassi
170 fet í þvermál og hlaðið múrsteini
um utan og sterkir stálstólpar þar utan
vfir til að styrkja kassann og voru þeir
yfir 200 feta háir.
Þenna kassa var verið að reyna 13.
þ. m, og látnar í hann 8 millionir gal-
lónur af vatni. Var þar fjöldi manna
saman kominn og margir verkamenn.
Voru men hinir ánægðustu og héldu
kassann öruggan, voru verkamenn
farnir að taka tól sín og búast til burt-
ferðar.—En þá heyrðist alt í einu brest-
ur voðalegur. Mennirnir sentust burtu
frá múrunum en þeir hrundu niður sem
spilahús og út spýttist flóðið og velti
öllu með sér, möunum, múrgrjóti, hest
um og vögnum í 10 feta hárri öldu.
Var setn mönnunum væri skotið úr
byssukjafti sva spýttust þeir fyrir þessu
feikna afii, þeir voru sem slrá er byltist
í fóssandi hringiðu og aldan veltist um
strætin inn í kjallarana. inn um glugg
ana og hurðirnar og sogaði svo jafn-
liarðan með sér húsbúnaðai, körlum.
konum og börnum og fleigði þvi yfir
heiiar “blokkir”, en á leiðinni hnoðaði
kvikan þá, marði þá, fletti þá öllum
klæðum svo að þeir lágu rifnirog tættir
marðir og naktir á strætunum þar sem
kvikan loksins skildi við þá. En baðið
var kalt því áð jafnóðum fraus og var
alt svellað eftir,—svelluð líkin, ber, blá
og maria á strætunum. Enn er óvíst
hve margir hafa látið lífið af þesgu voða-
slysi, en sagt er að þeir muni margir
vera, Kassinn kostaði S800 000.
“The Erench League of Patriots”
hefir að sögn gert samsæri til að drepa
Dreyfus, ef að hann stigi fæti sinum á
land i Frakklandi, Eru í félagi þessu
800,000 manna. En t.il allrar hamingju
hefir þetta kvisast öe ætlar hermálaráð-
gjafinn Freycinet að reyna að stemma
stigu fyrir illræði þessu.
Stjarnan.
Vór viljum benda lesendum Hkr, á
Almanak Mr. Stefáns B. Jónssonar.
Það er 80 blaðsiður; 1 ítur vel út og er
vandað vel að prentun og pvppir. Auk
tímatalsins inniheldur það handhægt
kort yfir Manitoba, heilmikið af lesmáli
mest um búnað. Fu glarækt, hænsna-
fóður, útungunarhænur, kart.öflur, um
að kasa gripafóður, um frost og kæling
raka i lofti, verðgildi fóðurs.
Þá er ýmislegt., svo sem viðarmáls-
töfluv, enskt mál, flatarinál, skamm-
stafanir og þýðing nokkurra manna-
nafna.
Þá er enn um aldur manna, hæð og
þyngd, hitaþol málma. hitastig ýmis-
leg. nöfn á sjö biflíum og guðs nafn á
ótaltungum, ástand Bandarikj. og út
flutniugsveJð þaðan. Seinast koma
fróðlegar ályktanir og skrítlur.
Menn geta séð að innihaldið er mjög
fjölbreytt: er það gert í þeim tilgangi
að sem flestir geti fundið nokkuð í Al-
manakinu, sem þá fýsir að vita. Sór-
staklega viljum vér benða mönnum á
búnaðarritgerðirnar. Menn liafa þær
ekki viða og geta óefað lært af þeim.
Eins getur það komið sór vel að vita
um trjáviðarmál. Höfundurinn er
smiður sjálfur og hefir þvi vitað að það
muudi koma sér vel að bafa litla hand
hæga töflu til að grípa til, því að út-
mæling á trjávið er vissum reglam
b indiu, sem ekki allir þekkja.
Kverið kostar að eins 10 cents og
er það gjafverð fyrir jafnstóra bók, og
ætti hún að fljúga út.
Kjósið Andrews.
Hr. Ritstjóri. Viljið þér gera svo vel
og ljá þessum linum rúm í blaði yðar.—
Til borgarstjóra hér í Winnipeg
bjóða sig nú fram tveir menn, núver-
andi borgarstjóri Mr. A. J. Andrews,
og Mr. Carruthers. Hverjum þessara
tveggja manna íslendingar eigi að gefa
atkvæði sín, á því er að mínu áliti ekki
hinn allra minsti vafi. Mr. Andrews
heflr öll þau ár sem hann hefir í bæjar-
stjórninni setið. verið öruggur og ein-
lægur vinur verkamannanna; hlynt að
því á allar lundir, að kjör þeirra yrðu á
þann hátt bætt, að kaúpgjaldið félli
ekki niður úr öllu viti. Hann kom því
til leiðar, að “contractors”, sem fengi
bæjarvinnu, skuldbindi sig til þess að
láta ekki kaup fara niður fyrir vist tak-
mark. og þegar Kelly Bro’s. rufu þá
skuldbindingu’ barðist Mr. Andrews
fyrir því, að bærinn sjálfur heíði alla
umsjón yfir vinnu sinni til þess þvi bet
ur að geta litið eftir hag verkamann-
ánna. Síðan Mr. Andrews varð bæjar-
stjóri hafa margir íslendingar til hans
ieitað i ýmsum vandamálum þeirra, og
hefur hann ætíð verið fús a að að veita
þeim áhejrrn og i flestum ef ekki öllum
tilfellum reynst þeim duglegur liðs-
maður.
Mr, Carruthers þekki ég litið; hann
hefur oftar en einusinni verið-hér i bæj-
arstjórninni, en aldrei var hans þó að
neinu því getið, er sérlegt tilkall veitti
houum til þess heiðurs, að komast upp í
borgarstjórasætið. Að öllum líkindum
hefði hann ekki boðið sig fram, ef Mr.
Andrews hefði ekki bakað sér óvináttu
Kelly Bro’s. og vina þeirra út af mef-
ferðinni á bæjarvinnu Nái Mr. Car-
rutbers kosningu þá mega Islendingar
hér i bænum búast við , að kaup þeirra
við bæjarvinnu, og þá eðlilega ejunig
við aðra vinnu, stigi niður um 25 til 50
cents á dag 'l'akið eftir hvert Mr. Toin
Kelly lætur kosningar þessar afskifta-
lausar. Honura er það mjög áriðandi,
að Mr. Carruthers nái Kosningu, og
yður, landar góðir. er það mjögáríðandi,
að Mr. Andrews nái kosningu. Látið
ekkert slúður um Mr, Andrews og
engan fagurgala óvinanna aftra yður
frá að fvlgja honum. Ég ræð yður ein-
læglega tíl þess, sem vinur yðar, að
gera alt leyfilegt, sera í yðar valdi
stendur, til þess að hinn núverandi
bæjarstjóri, Mr. A. J. Andrews, verka-
manna vinurinn, nái kosningu og
verði bæjarstjóri í Winnipeg næsta ár.
Magnús Paulson.
[Oss er ánæja að því að birta ofan-
ritaða grein frá Mr. Paulson, og getum
vel fallist á flest í henni. Auðvitað
verðnr þvi ekki neitað, að bæjarstjórn-
in hefir á umliðnu kjörtímabili gert
ýms axarsköft og bakað bænum óþarfa
kosnað. En það væri rangt að skella
þeirri sknld aðallega á Mr. Andrews,
því borgarstjörinn hefir aðeinsúrskurð-
arvald þegar jöfn eru atkvæði, og er
sjalAnær að til þess komi. Hitt er og
satt að Mr. Andrews er einlægur vinur
verkamanna og hefir oft verið Islend-
ingum innanbandar. Vér viljum því
eadurtaka það, að skora á Islendinga
að veita Mr. Andrews atkvæði og fylgi;
hann er að voru áliti betri maðurinn
þeirra tveggja sem í vali ern.—Ritstj.)
Frá löndum.
MINNEOTA, MINN., 80. NÓV. 1898.
(Frá fréttaritara Hkr.).
Hér i Moorhead, Minn., var f jöl-
mennur fundur haldinn ekki alls fyrir
löngu, til að ræða um hina þrælmann-
legu auðkýfinga aðferð á hveitimarkað-
inum hér. Á fundinum komu jram
margar kvartánir, og er hér lítið sýnis-
horn af þeim:
Alfred Olson kvaðst hafa sent
12,298 bush. af hveiti til Dnluth. 8 750
bush. voru merkt No. 1 North, en 3049
No, 1. Afföll 587 bush., eða 8 pd, af
hverju bush. Olson er gamall og góð-
ur bóndi og segist aldrei hafa haft
betra eða hreinnahveiti en nú, og hafi
nokkurntíma No. 1 hard verið til, þá
hafi hann haft það nú í 4r; segir hann
enn fremur, að heimamat hveitisins
hafi sýnt að i hverju bnsh. væri J pd. af
óhreinindum; hafi hann þvi verið íænt-
ur $772,91 með skifting auökýfinga á
hveitinu og of miklurn aflöllum; hann
var nefnil. ræntur árságóða hveitisins.
Ole E. Taugen segir sina sögu
þannig: ‘Ég sendi sýnishorn af hveiti
mínu til ríkisyfirskoðunarmannsins (in-
spectors) og kvað haun það vera No. 1
hard og 1 pd. úrgang. En svo sendi ég
það í járnbrautarvögnum beina leið á
markaðinn, og þá reyndist það svo, að
í 2 vögnum náði það ekki einu sinni
nokkru númeri, en í 2 No. 2 og 3 pund
affall á hverju bush.; hveitið var alt
jafnt tekið úr sama bing.
A, G. Kassenberg bóndi. og Ole 01-
ness hveitikaupmaður, segja báðir sömu
sögu. Hveiti Kassenb. var reynt í
Minneapolis og Duluth og reyndist No.
hard. vigt 60J pd. bush; 2000 bush, af
því voru send í 8 vögnum á Minneapol-
is markaðinn; í 1 vagni var No, 2; 45
bush. afföll; í öðrum No. 2 North; 16
úrgangur, en i 3. var No. 1.; 39 búsh.
úrgaugur. Alt var hveitið úr sama
byng.
Nefnd fnndarins segir i klðgunar-
skjah sínn: Hveiti Kassenbergs hefði
átt að seljast á 50 cents hvert bush, 1900
á 50 cts. gera 950, en af þessu hveiti
voru með rangri skifting tekin (rænd,
stolin) meir en 5 cents af hverju bush.,
sem gerir $100 og úrfall $47,50, sem
gerir samlagt $147,50, Þetta er yfir
15% af $950, tekin af honum, undir
væng eftirlits (inspection) laga Minne-
sota, án allra útskýringa, (ræningjar
hafa sjaldan afsakanir um hönd) Þetta
er ekkert einstakt dæmi. Hugsum
okkur að einungis 10% af hveitiverði
voru sóu tekin undir |>essum lögum, og
Minnesota og N. Dak. selja nú í ár $50
millíóna virði, 10% þar af eru $5 milli-
ónir.
Enn fremur. Bændur sera hafa
sent hveiti sitt. hafa komist að þeirri
niðurstöðu, að skaðlegt sé að hreinsa
það, sökum þess að eíns sé tekið mikið
af hreinsuðu hveiti sem óhreinu, og
stundum meira. Hvers vegna? Vegna
þess að í afföllunum liggur partur af
gróða kaupmannsins; þeir taka nefnil.
meira fyrir afföll en er. í sambandi hér
við spyrjum vér: Hver gaf ríkisyfir-
skoðunarmanninnm vald til að segja
hve mörg pund geri bush ? LSgin
heimila honum ekkert þess háttar vald.
A næsta kjörtímahiU væntum vér
að ohn Liud vinni að Áðinluu á ýms-
um auðkýtinga brögðum, og þar á með-
al að hann reyni að leggja haft á hveiti-
lögin. — Ríkisskuldir Bat.darikjanna
aukast; er nú talað um að borga Spán
um $20 millíónir fyrir Filippineyjarnar.
Auðvaldið vill láta þjóðina borga fyrir
það er hún á samkvæmt hervaldi. Auð-
vitað til þess að binda hana sem fastast
á skuldaklafann. — Bændur hér eru nú
í aðsigi með að byggja annað hveitihús
til í Minneota; vilja losa svolítið um
þrælatökin. Menn sjá nú glögt að það
er eitthvað annað en framboð og eftir-
spurn, sem ræður lögum oglofum á
hveitimarkaðinum.
Tíðarfar hér má kalla hið bezta á
dflgi hverjum, fyrir þennan 'tíma árs.
—Dáinn er hér Jón Þorsteinsson, bóndi
frá Grund áJJökuldal, 76 ára gainall.
—Samkvæmt amerikönskum yerzlunar-
mælikvarða eru nú á reikningsloka-
timabilinu allar afurðið bænda á hrynj-
andi fæti og skirrist almenningur þvf
við að selja og láta kaupmenn illa af
innköllun.
Athugasemd.
Islenzku blöðin að heiman kaupa
hór fáir og enn færrj borga þau. heyri
ég sagt. Svo mörg eru þessi orð, og
geta þau verið sönn að sumu leyti.
jafnvel líklegt að svo sé, þar sem eng-
inn hefir orðið til að mæla með þeim,
að því er ég veit, og er þó orðið langt
síðan að þau voru rituð, Hefir mér nú
dottið í hug. að þó þetta geti verið
satt. þá geti skuldin verið aðallega hjá
útgeíendum íslenzku bluðanna. Að
þetta séekki tómur hugarburður minn,
vil ég reyna að sanna af minni eigin
reynsln, Hin tilvitnuðu orð eru tekiri
úr fyrirlestri Jóns Ólafsonar í Sunnan
fara — Jan. og Marzheftinu— þ, á.
Var blaðið þá búið að hvíla sig í 9 mán-
uði. Hafði þurft allan þann tíma til
þess að breyta því úr mánaðarriti í árs-
fjórðungsrít, og er það alllangur tími,
eu þó tekur nú útyflr, þAí fbyrjun
De-ember er ég enn ekki farinn að sjá
2. hefti þessa áre. Slikum vanskilum
eigum við Vestmenn ekki að venjast af
Ameríku-blöðunum, því þau mánaðar-
rit, er óg hefi keypt hér, koma mjög
reglulega út og eru t. d. Júní-blöðin
komin til mín um eða fyrfr lok Maí.
Likt má segja um ársfjórðunesritin. og
þá ekki síður um þau blöð er oftar
komaút. Það er því eugin furða þó að
fleirum en mér þyki Sunnanfari seinn i
förum, og ef hann heldur uppteknum
hætti fram vegis, þá væri ekki úr vegi
að breyta nafni hnns og taka upp nafn-
ið Seinfari. Það er ver og miður að
Sunnanfari er ekki einn í sök um ó-
reglulega heimsókn til okkair, því
Bjarka hefi ég ekki séð síðau i vor, og
þykir mér það þó slæmt, því liann er
lesandi blað. Dagskrá kemur mjög ó-
reglulega til min; vantar nær fjórða-
part 2. árgangs. og þykir mér ilt, þvi
hún var nndir stjórn Einars það lang-
merkasta allra islenzk’a blaða. sem ég
þekki; en mjög er hún nú í afturföi
undir stjórn J. J. 8. Þjóðviljinn ungi
er eina blaðið, sem komið Imfir reglu'
lega til min i seinni tíð, en hann er að
öðru leytii svoddau afturför. að ég hefi
orðið að afbiðja komu hans, því hann
er nú orðin lítið annað en titiliinn og
Voltakrossinn; stefna hans er öfug við
það sem áður ver, en geðvonzkan og
orðbragðið óhæfilegt. Það hlað er og
hefir veríð frámunalega dýrt, einkum
okkur Vestmönnum. Eg þykist hafa
borgað blöi' mín skilvíslega eftir um-
sömdum skilmálum, en ég verð að
hætta við aöborga þau blöð erégekki
fæ nema hrafl úr og það þá oftast langt
á eftir tímanum. Hafi nú margir af
okkur Vestmönnum sömu sök á hend-
ur íslenzku blöðunum, þá furðar mig
ekki þó að sannleikur allmikill sé inni-
falinn í hinum tilvitnuðu orðum Jóns
Ólafssonar; en illa trúi ég þvi aðvið
Vestmenn séum yfirleitt og að ástæðu-
lausu óskilvísari við blöðin okkar, en
landar vorir lieima á Fróni eru. — Að
eudingu vil ég biðia bókaútgefendur á
Islandi að vera ðgn fijótari hér eftir en
hingað til. að senda sumt af hinnm
nýtilegustu bóknm sinura vestur yfir
hafið, svo að við getum fengið þær til
kaups áðtir en þær* verða margra ára
gam lar.
Jóhann Davíðsson.
Ný iðnaðarstofnun
Þeir herrar, Geo. Hees, Son &Coi,
Toronto, sem hafa glnggahlæjuverk-
smiðju í þeirri borg eru að hugsa um
að stofna annað slíkt verkstæði hér i
Winnípeg, svo fraiuarlega sem bæjar-
stjórnin sé viljug til að þeita þeim ein-
hver hlunnindi. Þeir lofast til að gefa
5Ö til 75 manns stöðuga (atvinnu árið
um kring. Fólag þetta hefir annað út
bú í Detroit í Bandarikjunum, Þeir
liafa þá skoöun að efnið i vörur þær er
þeir búa til, þurfi ekki að kosta meira
hér, heldur en i austurfylkjunum, en
mannkaup yrði dýrara hér. Aftur á
móti sparaðist flutnijgsgjald á vörun-
am að austan, svo að kaupmenn eystra
ættu að fá þær iódýrari hér, heldur en
að flytja þær að austan eins og verið
hefir,
Tirninn styttist
Sem þið hafi tækifæri tii að kaupa
fatnað og fataefni, siiniul. kjóladúka
jafn ódýra og þið fáið hjá Stefáni
Jónssyni, spyrjið kunningja ykkar
sem eru búnir að reyna hvað það
þýðir að brúka svoleiðis tækifæri.
Það eru eiiiungis fáir dagar eftir af
tímanum. Missið þú ekki, það er
ykgar eigin hagur. Allir velkomnir,
og Stefán Jónsson reiðubúinn að gera
ykkur ánægða. Margbreyttar, ódýr-
ar en samt fallegar jólagjafir til að
velja úr. Óskandi þið hafið nóga
peninga býð ég ykkur velkomin.
Stefán Jónsson.
STOR JOLASALA
ITBE PALACE 0I 0THIN6 STOHE,
458 MAIM ST.
Álföt úr Scotch Tweed verð $10.00 fyrir
$7.00. Yfirhafnir úr alull $9 00 fyrir
$6.00. Yfirhafnir úr Irish Frieze $11.00
fyrir $9.00. 20 alfatnaðir úr Scotch
Tweed $9.00 fyrir $5.75. Loðhúfur—
Baltic Seal $3 00 fyrir $1.50. Loðkápur
af öllum stærðum með 20% afslælti.
Nærfatnaðir úr alull frá 0.50 og upp.
Fín svört Dressing frakkaföt úr finastn
og bezta Serge $19.50 fyrir $11.00.
Þessi sala stendur að eins til jóla og
ættuð þór því að grípa fuglinn meðan
hann er i færi. Pantanir úr sveitunuin
verða afgreiddar fljótt og vel.
Yðar einl. landi og vinur.
/
Guðm. G. Islelfsson.
Fyrir The PALACE
CLOTHINQ STORE,
NY KOMIÐ IIÉILT
Vag’nhlass
of olíu-gólfdúkum beint frá verk-
smiðjunni. Við seljum nú “Englisk
Linolenms” á
5<>c.
Hvert ferhyrnings “yard”, Og oliu-
gólfdúka fyrir
25C.
Ferhyrning “yardið”.—Við höfunt
höfum þessa dúka af alskonar Ijöm-
andi gerðum.
Gilison Carjet Store,
574 Maixi Str.
Mayor.
Ég’ leyli mér virðingar-
fyll.st að mælast til |>ess, að
"íslendingar geii mér atkvæði
sín og fylgi við í höndfarandi
kosningar.
A. y. Andrews,
Borgarstjóri.
Atkvæða yðar og óhrifá
vinsamlegast óskað til handa
R. D. Johnston
fyrir bæjarfulltrúa í
kjördeild.
Atkvteða yðar og áhrifa
vinsamlega óskað fyrir
John W/inram,
sem bæjarfulltrúa fyrir
4. kjördeild.
Atkvæða og fylgis Islend-
inga er vinsamlega óskað
fyrir
D. J. DYS0N,
sem bæjarfulltrúa tyrir
3. kjördeild.
Atkvæða yðar og áhrifa er
vinsamlega óskað fyrir
John 0 Donohue,
fvrir skólanefndarmann
í 3. kjördeild.
Ég bið íslendinga að veita
mér atkvæði sín og t’ylgi við
í höndfarandi kosningar
R. Snook,
bæjarfulltrúa-efni fyrir
3. kjördeild.
Ward 4.
Atkvæða yðar og áhriía virð-
ingarfyllst. óskað fyrir
bæjarfulltrúaefni
C. H. Wilson.