Heimskringla - 25.05.1899, Blaðsíða 4
HEIESKRINGLA, 25. MAI 1899.
Winnipeg.
Bjarni Dalmann, kaupmaöur frá
Selkirk var hér í bænum í síðustu viku
í verzlunarerindum.
Þeir herrar Árni Anderson og Thor-
waldur Thorwaldson hafa fengið kenn
arastöðu. hinn fyrri við Vestfold skóla
en hinn síðarnefndi við Mary Hill skóla
Þessir menn hafa gengið á Wesley Col-
lege hér í bænum í vetur.
Það mátti ekki minna vera ! Lög-
berg ruddi sig og spandéraði 4J línu til
þess að skýra frá láti og greftrun Ei
ríks heitins Gislasonar.' En það hafði
rúm fyrir 6 dálka langa “vetrarloka-
ræðu” Klemens Jónassonar.
Sagt er að í sumar sé von á 50,000
Galiciumönnum hingað, sem flytja
flestir til Canda, en nokkrir til
Bandarikjanna. Blöðin mæla harðlega
á móti aðgerðum stjórnarinnar, að
demba öllu þessu fólki hingað, ala það
langa tíma á kostnað ríkisins og. láta
það eyðileggja atvinnu þeirra sem hér
eru fyrir.
Herra Þorbergur Fjelsted og sonur
hans, Runólfur, fóru héðan 18. þ. m.
austur til Dalhousie í New Brunswick
til að stunda þar laxverkun í sumar.Þeir
voru við sömu atvinnu þar um tíma í
fyrrasumar og unnu þá fyrir $70 um
mánuðinn báðir. En nú fá þeir fegðar
$90 um mánuðinn og fría ferð fram og
til baka. Eru þetta miklu betri kjör en
þeir höfðu i fyrra og sýnir að þeir hafa
gert þar gott verk f fyrri ferð sinni.
Það er komin efasemi i Laurier-
stjórnina um það, hvort Galiciumenn
séu heppilegir innflytjendur. Mr. Smait
aðstoðarmaður innanríkisráðgjafans,
sagði þingnefndinni í Ortawa, aðstjórn-
in ætlaði að hætta að borga $5.00 fyrir
hvert mannsbarn af þessu fólki, eftir 1.
Júní næstkom., þar til búið væri að
fá reynslu fyrir því, hvort þeir væru
heppilegirj innflytjendur. Eftir þessu
að dæma hefir stjórnin ekkert vitað um
þetta fólk, en að eins kastað peningun-
um út í óvissu og fengið fvrir þá mann
sala og morðingja.
Þeir herrar Sumarliði Kristjánsson
og Hallur Egilsson, frá Mouse River
N. D., komu tíl bæjarins þann 17. þ.m
úr skoðunarferð sinni f Swan River
dalnum og Winnipegoosis-héraðinu
Þeir skoðuðu aðallega Townships 36 í
Ranges 26, 28, 29. Þeim leist velá landið
yfirleitt og telja þar nægilegt landrým
fyrir margt fólk. Þeir segja griparækt
arlönd þar hin beztu niður við Swan
Lake, og einníg góð plóglönd. Landar
vorir sem þar búa eru ánægðir og von
góðir. Sárast þykir þeim að íslending
ar skuli ekki nota sér tækifærið að ná
þar í góð lönd meðan þar er gnægð af
þeim.
1 Eins og áður hefur verið getið um
H eimskringlu, var haldinn almennur
bændafundur á Mountain, N.-D„ 8.
Apríl síðastl. Var þar kosin nefnd
manna til þess að fara í landskoðunar-
ferð nonður til Canaða, Þessi nefnd
kom hingað til bæjarins á aundudaginn
var, og er hún skipuð þessum mönnum:
H. Hermann og Krissján Samúelsson
frá Garðar; Sigurjón Sveinsson og Jó-
hann Sveinsson frá Mountain.og einnig
var í för með þeim Sigurður Guðmunds
fráMountain. Þessir menn búast við
að skoða rækilega búlönd hér f Canada.
Fara þeir héðan fyrst til Selkirk og
skoða lönd þar í kring og St. Andrews’
flóann; þaðan fara þeir vestur til Ed-
monton og skoða lönd þar vestra. En
í bakaleiðinni fara þeeir um Swan
River dalinn og sviðið þar f grend. Að
likindum verða þeir um mánaðartíma í
þessari landaskoðun, og yæntum vér að
geta flutt fróðlega skýrslu um ferð
þeirra er þeir koma aftur.
Tíðindafátt sögðu þeir að sunnan;
sáning öll um garð gengin og horfur
yfir höfuð góðar. Nýlega hefir fundist
‘ Asphalt”-náma upp i 'Pembinafjöllun-
um; er búist við að þar sé gnægð af
þessu efni. Var nú þegar byrjað á að
reisa þar nauðsynlegar byggingar, og
flytja þangað alskonar vélar til þess að
nota við námavinnuna, og verður tekið
þar til starfa 15. næsta mánaðar.
Kaupendur að Glenboro.
Herra kaupmaður Friðjón Frede-
ricksson hefir góðfúslega lofað að veita
móttöku þeim blöðum af Heimskringlu
sem send eru til Glenboro pósthús, og
útbfta þeim svo til kaupendanna. —
Menn gjöri því svo vel og vitja blaðsins
framvegis í búð Fr. Fredericksons.
Red Bird Bicycle
í góðu standi, lítið brúkað,
fæst fyrir #15 h já-
G. P. Thordarson
bakara. 589 Ross Ave.
Fyrirlestur
um striðið á Cuba heldur Jón Gfslason
á North West Hall á imiðvikudags-
kvöldið 7. Júní næstkomandi. Fyrir-
lesturinn verður skýrður með yfir 50
myndum af ýmsum merkum viðburð-
um ;úr Cubastríðinu, og er það hin
skemtiiegasta sjón. Myndirnar eru
sýndar i fullri stærð með töfralampa:
herskipið Maine að springa, Santeago
að gefast upp, enn fremur bardagi De-
weys á Manilahöfn.
Aliur er fyrirlestur þessi hinn fróð-
legasti, og ætti; hvert islenzkt manns-
barn að hlusta á hann og sjá myndirn-
ar. Þettaer í fyrsta skifti sem íslend-
ingar hafa átt kost á að vera á svona
lagaðri samkomu og verður máské í sfð
asta sinni. Aðgangur 25 cents fyrir
fullorðna og 15 cents fyrir börn innan 15
ára. Byrjar kl, 8 á mfnútunni, Að
fyrirlestrinum enduðum verður frí
dans með góðum spilara fyrir alla þá
iem sækja samkomuna.
pLEURY
HEFUR MEÐAL ANNAR8 :
Baðmullar nærföt 25c. og yfir
Balbriggan “ 50c. “
Merinoullar “ 50c “
Ullar-nærföt “ $1.00 “
Hálsbindi fyrir alla 5c. “
Cashmer-sokkar 25c. “
Hvítar skyrtur 50c. “
Mislitar skyrtur 50c. “
Prjónapeysur 25c. “
Hjólreiðahúfur 25c. “
Hjólreiðafatnaðgr $3.00 “
Dewey.
Takið eftir stráhöttunum hjá oss alla
næstu viku.
D. W. Fleury,
564 Iflaln Street.
Andspænis Brunswick Hotel.
Admiral Dewey kemur heim til
Bandaríkjanna innan skamms tíma og
hefir verið rnikið talað um hvernig hon-
um yrði bezt fagnað. Helzt hefir verið
stungið upp á þvf, að hann skyldi ferð-
ast með járnbrautum um ríkin og
halda stuttar ræður á vagnstöðvunum
svo að fólkinu gæfist kostur á að sjá
hann og heyra. og að hann væri á sama
tíma daglegur gestur í veizlum og heim-
boðum, sem flestar mundu kostaðar af
opinberu fé. Það hefir verið stungið
upp á því að gera hann að forsetaefni
við næstu kosningar í Bandaríkjunum.
En hann neitar að þiggja þann heiður,
kveður sig skorta hæfileika og mentun
til að standa sómasamlega i þeirri stöðu
þótt hann yrði kosinn, sem telja má
víst, ef hann yrði í kjöri. Dewey lætur
ekkert uppskátt um það, hverjum póli-
tiskum flokki hann tilheyri. Hann
kveðst að visu vera fæddur í rfkinu
Vermont, þar sem sá sé ekki talinn mað-
ur með mönnum, sem ekki sé repúblík-
an. En hann verst þess grandgæfilega
að láta nokkuð í ljósi um sínar pólitisku
skoðaair. Sfðar hefir hann afbeðið að
vérða að þiggja opinberar fagnaðar-
kveðjur frá þjóðinni. Hann segir að
heilsa sín sé að bila og að hann þoli ekki
þá áreynslu sem slikt iiafi í för með sér
En hann óskar þess, að mega vera um
stundarsakir á heimili sfnu f næði og
njóta þar þeirrar hvíldar, sem sér sé nú
orðin svo nauðsynleg.
Það þykir sennilegt að Dewey kom-
ist engan vegin hjá þvi, að verða að
koma fram opinberlega og þiggja fagn-
aðaróskir og þakklætisviðurkenning
þjóðarinnar. En sjálfsagt vérða óskir
hans teknar svo til greina, að það verða
færri fagnaðarópin og heiðurssamsætin
en orðið hefði, ef hann hefði verið við
öllu búinn. Svo má og búast við því,
að þegar hann er búinn að hvíla sig á
heimili sinu, þá verði hann neyddur til
að fara sigurför um rikin.
Það er einkum tvent sem gerir Dewey
frægan : hann er frábær hetja og hann
hefir þrek til að hafna forsetatigninni,
sem honum er talin vís ef hann óskaði
hennar. Þeir eru svo undur sjaldgæfir,
mennirnir sem hafna bæði heiðri og
völdum þegar þeim er rétt það upp i
hendurnar, þótt f smærri stíl sé en það
sem hér er um að ræða.
1000 manna verkfall.
Timbursmiða-verkfallið er ekki enn
til lykta leitt. Þegar verkfall þetta
byrjaði fyrir rúmum 3 vikum síðan,
þá voi u það að eins 66 manns sem verk-
gefendur höfðu á móti sér, En svo
bættist von bráðar við hópinn, þar til
340 höfðu lagt niður vinnu. Það var
látið bertst út í byrjun síðustu viku, að
ef verkgefendur létu ekki undan fyrir
föstudagskvöld, þá mundu aðrir menn
skerast f leikinn til hjálpar timbursmið-
um, og af því að samkomulagi varðekki
komið á fyrir þann tíma, þá var gert al-
ment verkfall á laugardagsmorguninn.
Múrarar og steinleggjarar, 230 að tölu,
lögðu niður vínnu, þeirra dæmi fylgdu
320 keyrarar og hestaeigendur og um 70
almennir verkamenn og 40 blýsmiðir.
Alls voru þannig 1000 menn komnir f
verkfallshópinn. Alt gengur þetta frið-
samlega til og hvergi verður vart nokk-
urra óeyrða eða ráreysti, eins og títt er
annarstaðar við slík tækifæri. Trésmið-
irheimta skilyrðislaust að minsta kosti
30c. um klukkutímann fyrir hvern sem
vinnur að smfðavinnu og 9 stunda
vinnu á dag. En verkgefendur bjóða
30c. á tfmann fyrir fullkomna smiði og
25c. fyrir þá sem eru ófullkomnir. En
þetta boð vilja smiðirnir ekki þiggja og
við það situr.
Litlu verður Vöggur feginn.
Siðasta Lögberg er gleiðgosalegt
og mjög hreykið út af því, að Hon.
John Costigan hafi yfirgefið Conserva-
tivaflokkinn og gengið í lið með liberöl-
um. Þetta er að vfsu satt, en það er
ekki, eins og blaðið segir, af því að hann
sé andvígur stefnu sinna fyrri flokks-
manna, heldur af þvi, að honum finst
að Laurierstjórnin hafi yfirgefið þá
frjálsverzlunarstefnu, sem liberalflokk-
urinn hélt fram á meðan hann sat á and-
stæðingabekkjunum, en hefir f þeSs stað
tekið upp tollverndarstefnu Conserva-
tiva. Annað er það, að Mr. Costigan
er, eins og sumir aðrir menn sem vér
þekkjum, bezt settur í flokki meirihlut-
ans. Það er lítið að hafa upp úr Con-
servativum um þessar mundir, en bæði
sonur hans og önnur skyldmenni hafa
náð góðum embættum hjá Laurier-
stjórninni og það er búist við að Mr.
Costigan verði sjálfur gerður að ráð-
gjafa innan skamms. Alt þetta getur
haft einhverja þýðingu. Mr. Costigan
er auðsjáanlega líaur öðrum manni,sem
hérna um árið var fús til þess að fylgja
vissum flokki “ef sanngjarnlega væri
breytt við hann.” Laurirstjórnin
breytir “sanngjarnlega” við Mr, Costi-
gan, son hans og frændur. Sér Lögb.
nú hvar fiskur liggur undir steini ?
MÍNNEOTA, MINN. 12. AHRÍL 1899
(Frá féttaritara Hkr.)
Tíðarfar, blautt og vindasamt. Burt-
flutningur fólks á kirrahafsstrendur,
10, þ. m. fóru héðan Jón 'Stefánsson
kona hans og börn, Guðmundur Ög-
mundsson með konu og tvö börn, Jón
Reykdal með konu og fjögnr börn. 16.
þ. m. leggja héðan af stað til Alberta
nýlendunnarJón Rafnsson og skuldalið
hans, Guðmundur Eyjólfsson og sonar-
dóttir hans Sigurjóna Eyjólfssdóttir,
Elisabet Guðmundsdóttir og börn henn-
a-i (Sigurjón maður hennar er farinn
norður á undan). G. A. Dalmann er i
Duluth, er tylftardómsmaður á Banda-
ríkja dómþingi þar.
Ferðamenn : Hér voru á ferð Run-
ólfur Marteinsson (prestsefni) og Páll
J. Clements frá Chicago. P . J. C. var
hér í þeim erindum, að koma hér á fót
ísl. fréttablaði, en undirtektir urðu víst
fremur daufar.
Aðvörun.
til Islendinga í Winnipeg.
Eg vil leyfa mér að vekja athygli
landa minna, sem langa til að eignast
fjölskyldureiti (Family Plots) í Brook-
side grafreitnum á því, að nú er bezta
tækifæri sem nokkurntíma gefst til að
ná i ódýrt “Family Plot”. í fyrra vor
var verðið hækkað á öllum “Family
Plots” i þeim grafreit og þvi raðað
þannig: í næstu röð við akbrautina er
ferhyrningsfetið selt á 40 cts., í annari
röð frá henni á 80 cts. En í norðaustur
horni grafreitsins milli akbrautarinnar
og lækjarins, sera er hár bali, er verðið
20 cts. ferh .fet. Á þessum bala er nú
Ókeypis samkoma á Unity
Hall á fimtudagskvöldið í
næstu viku. — Auglýsing í
næsta blaði.
stöðugt verið að kaupa “Family Plots”
verður því sá hlettur mjög bráðlega
uppseldur. Nú verður farið að jarða
lik þau sem geymd hafa verið í líkhús-
inu í vetur; verða öll (um 100) jörðuð á
næstu tveim vikum, Eftir þann tíma
er ég hræddur um að sá bali verði uppi,
því það er langskemtilegasti bletturinn
í garðinum af þeim stöðum,,er fást fyr-
ir þetta verð, Þeir fáu íslendingar,
sem hafa keypt sér “Family Plots”,
hafa kerypt þau á þeim stað og þar rétt
hjá. Ef Islendingar vilja sinna þessu
nokkuð, sem þeir ættu að gera, þá ríð-
ur þeim á að bregða við sem allra fyrst,
svo þeir verði ekki of seinir og væri
bezt fyrir þá að fara sjálfir út í grafreit-
inn, skoða staðinn og leita sér upplýs-
inga njá manninum sem passar graf-
reitinn.
497 William Ave., Winnipeg.
A. S. Bardal.
Skemtisamkomu heldur Foresters-
stúkan Isafold í Wesleykyrkjunni á
suðausturhorni Ross & Nena Stræta
þann 31. þ. m.
Programm:
1. Ræða: C. B. Júlíus;
2. Hljóðfærasláttur: I. ;0. F. horn-
leikaraflokkurinn;
3. Ræða: W. H. Paulson;
4. Solo: Jón Jónasson;
5. Ræða: Einar Ólafsson;
6. Hljóðfærasláttur: I. O. F. horn-
leikaraflokkurinn;
7. Ræða: B. L. Baldwinson;
8. Hljóðfærasláttur: I. O. F. horn-
hornleikaraflokkurinn.
Inngangseyrir 25 cents.
Ágóðanum af samkomunni verður
varið til arðs fyrir hornleikaraflokkinn.
Th Easiem Cloiii Ine
570 Hain Strcet.
Ef þér viljið fá yður ágætan alfatnað. þá komið til vor. Vér búum tilallan
fatnaðinn sjálfir og getum því ábyrgst að hann fari vel og sé úr góðu efni.
Takið eftir þessum verðlista :
Vaðmáls alfatnaður frá $3.50. Navy Blue alfatnaður frá $6.50.
Svört ullarföt frá 6.50.
Vér höfum miklar byrgðir að velja úr með hvaða sniði sem þér óskið.
J- GENSER, eigandi.
TEFJID EKKI
En komið strax og veljið yður alfatnað og nýjan hatt. Þér þarfnist þessa
Vér seljum yður með sanngjtirnu verði. í þetta sinn tilfærum vér verð
á fáeinum hlutum að eins :
50 karlmanna-alfatnaðir á $5.00—$6.50.
40 Karlmanna navybláir fatnaðir á $7.50.
25 karlmanna-alfatnaðir, mjög fínir, á $10.
200 karlmannafatnaðir úr fínu skozku vaðmáli, á $7.50
til $15. Drengjafatnaðir í hunnraðatali, $1 og yfir.
556
Main Street
Deegan’s
M°CLARY’S FAMOUS PRAIRIE
Þetta er su bezta eldastó í landinu, bún bakar Pyramid af brauðum með
jafnlitlum eldlvið og aðrar stór baka að eins fáein brauð. Hefir sérstök þæg-
indi svo sem hitamæli í bökunarhólfinu er sýnir hitann áreiðaulega. bökunar-
ofn ur stáli með fóðruðu eldgrjóti, bakar með þriðjungi minni eldivið en nokk-
ur önnur stó. Hreint loft gengur um ofninn og gerir brauðin holl og ljúfeng.
Kaupið McClary’s eldstó ef þér viljið beztu stá. Ef| kaupmaður yðar hefir
hana ekki þá ritið oss.
The MeClary Mfg. Co.
WINNIPEG, MAN.
- 126 —
svomikið sem hálf tylft af Níhilistum eftir i
borginni, en það var svo hundruðum skifti af
fólki, er var þeim hlynt að ýmsu leyti, og enn
aðrir, sem voru þeim tengdir og venzlaðir á einn
og annan hátt. Ef slika pilta skyldi bera þurna
að, þá var auðsætt að hjalpin yrði honum i vil.
en dauðinn yrði mitt hlutskifti.
Ef réttan og sléttan borgara skyldi bera þar
að, mundi hann vafalaust veita lið kafteininum,
sem klæddur var sinum einkennisbúningi. en
ekki mér. Honum mundi verða trúað, en ekki
mér. Mér var því altaf að verða ljósara, að
svo framarlega, sem einhver utan aðkomandi
afskifti gerðu enda á þessari viðureign, mundu
þau verða honum í vil.
Með þetta fyrir augum, gerði ég mitt sár-
asta til að vinna e'nhvern bug á honum, en alt
varð árangurslaust. Við vorum likir að afli; ég
hætti þvi að hugsa um annað, en halda honum
sem fastast, og reyna til að þreytahann og dasa
sem mest áður honum ktemi hjálp.
Mér fanst sem heil klukkustund liði
en í raun og veru hafa það liklega verið örfáar
mínútur, því manni tinnast þær langur undir
slíkum kringumstæðnm, en þá varðaltíeinu
undarleg breyting.
*Við hvern eruð þér að stimpast þarna, kaft-
einn Durnief ? heyrði ég spurt.
•Olga !’ hrópaði ég, áður hann fengi tíma til
að svara.
‘Við morðingja, sem skotið hefir báða hest-
ana til dauðs og keyslumanninn, og sem ætl-
ar að myrða yður lika’. raælti Durnief stynjandi.
—131—
Utanáskriftin var til Hans Hátignar, keis-
arans, og var bréfið vandlega innsiglað. Eg
stakk á mig .bréfinu, og var í þann veginn að
fara, þegar varðforinginn rnættí mér í dyrunum
ásamt tveim mönnum sinnm. Ég skipaði þeim
að halda vörð, og umfram alt, að snerta þar
ekki við neinn, nema með leyfi keisarans. Að
þessu loknu fór ég á fund hans.
‘Nú, nú, ‘Derrington’, mælti hann. ‘Hvern-
ig hefir það gengið í nótt? Befirðu komið fram
fyrirætlunum þínum. Er samsærið rofið ?’
‘Já, gersamlega. Nihilistar eru svo átakan-
lega niðurbældir og eyðilagðir nú um nokkur ár,
að ég sé ekki annað, en verk mitt hérí Péturs-
borg sé virkilega fullkomnað. Að minstá kosti
þori ég að fullvissa yður ura, að þér megið vera
óhræddur fyrir þessum morðvörguro um langan
tíma. þar til illgresi þetta vex upp að nýju.
‘ Við erum þá óhultir. Guði sé lof fyrir það’.
‘Já, algerlega óhultir. Fangelsin eru troð-
full. Suma. sem að eins voru grunaðir, hefi ég
sent burt úr ríkinu, með þeim skilmála, að þeir
stigi ekki fæti yfir landamærin um mörg næst-
komandi ár. Þér munnð jafnvel sakna nokk-
urra manna frá hirðinni. Einnig munuð þér
þurfa að fylla nokkur auð sæti i hernum. Næsta
lest til Síberíu verður áreiðanlega stærri en sú
síðasta, og fólkstala borgarinnar mun minka,
svo nema mun nær þrem þúsundum, að öllu
samtöldu.
‘Þetta eru dýrðlegar fréttir, að láta vekja
sig með — já'dýrðlegar ! Ég megna aldrei að
endurgjalda slika skuld, Derrington’.
—130—
Ég fór því rakleiðis til herbergja prinsins,
þvi lífvarðarforinginn fullvissaði mig um, að
prinsinn væri ekki vaknaður, því hann hefði
ekki gengið til hvílu fyr en i dögun.
Ég barði að dyrum á herbergi þvi, sem prins
inn var vanur að sofa í, en þar var steinhljóð,
svo kg barði aftur, hálfu fastara en fyr,
Ég beið góða stund. Mig fór að gruna rnargt.
sérstaklega þar sem verðirnir fullvissuðu mig
um. að hann hefði ekki út farið, frá því hann
gekk inn um kvöldið. Ég opnaði og gekk inn.
En hvflík skelfing greip mig ekki, þegar inér
varð litið á prinsinn, sem sat á stól við glugg-
ann. rét.t f sólargeislanum, því ég vissi upp á hár
— aðhann var dauður.
Ég hörfaði aftur á balt út um dyrnar, og
skipaði einum af verðinum að 'sækja foringjann,
um leið og ég benti honum á lík prinsins, og tók
honum vara fyrir, að segja nokkrum öðrum frá
þessu Siðan sneri ég inn í herbergið aftur, og
gekk að líki hins látna vinar míns.
Skammbyssa lá á gólfinu við hlið hans, sem
auðsjáanlega hafði dottið úr hinni máttvana
hendi hans, eftir að þetta voðaverk var unnið.
Én sjálfur sat hanr ástólnum, eins og hann
hefði dottað af þreytu, i stað þess að sofna—hin-
um eilífa svefni.
‘Vesalings Michael!’ taotaði ég. ‘Neyddi ég
þig til þessa. Eg vildi ég hefði þagað’.
Um loið og ég sneri mér við og leit í kring
um mig í herberginu l að var eins og njósnar-
gáfa mín fengi yfirhönd yfir mér, á þessari sorg-
stund—, þá tók ég eftir bréfi á borðinu.
- 127-
‘Olga ! hrópaði ég aftur. ‘Það er ég Dubra-
vnik’.
Ég heyrði að hún dró að sér andann. eins og
hún væri að kafna, og þó ég ekki sæi hana. þá
varð égþessvar. »ð hún vai* að ganga í kring
um okkur, ef tilvill, til þess að sjá betur hver
ég væri; og satt að segja trúði ég henni ekki,
sem beztáþví augnabliki; en ég kreisti mót-
stöðuinarui minn þyí fastara að mér, ogbeið.
‘Dubravnik ?’ segir hún þá, en ég svaraði
engu, og kafteinninn þagði b'ka.
Eftir það fanstmér sem margar mínútur
liðu í dauðaþógn. Ég skildi ekki í þessu. Skyldi
hún hafa legið i ómegin, eða hvað ! Eða farið
til að leita hjálpar.
Þaö sýndist ekki hægt að gera sér neina
grein fyrir þessari bið, og dauðaþögn. Hví
skyldi hún ekki þrífa sverðið, og reka annan-
hvorn okkar í gegn með því, Það gerði mér svo-
sem minst til þá, í hvorum okkar hún sliðraði
það.
En brátt heyrði ég þyt uppi yfir mér, eins og
priki væri sveiflað og slegið niður, og mér fanst
Durnief titra og skjálfa.
Og aftur reið annað högg. Hann gaf eftir á
tökunum, en kreisti mig þó aftur með krampa-
kendum heljartökum.
Þá eftir stutta þögn, í þriðja sinn, heyrði ég
þennan þyt.
Ég Jfann að hinir stæltu vöðvar Durniefs
bnuðust npp og hendur hans sleptu tökum á mér
Ég velti honuin af mér eins og dauðu hræi, og
ég liélt i sannleika, að hann væi i dauður, þá í