Heimskringla - 01.06.1899, Blaðsíða 1
XIII. AR
NR. 34
ÆÚ ‘ig&F- 'T1 '^0
tteimsKnngia.
WINNIPEG, MANITOBA 1. JÚNÍ 1899.
Frjettir.
Vögguvísur.
Það var fæddur krakki’ í Koti.
Kúrði sig í vögguskoti
Bláeygur með Viros á munni
Businn, efni manns;
Gestur, sem að enginn unni
Utan mamma hans!
Mánaljós um mjallir blakti—
Mamma svaf, en Island vakti •
Fóstran hans, og vörn á vegi
Vögguljóðið kvað—
Ef þú kant það kvæði eigi,
Kveða skal ég það !
----“Byrgðu aftur, angatetur,
Augun bláu’, eins lengi og getur!
Hulinn óður hlær í hvarmi,
Hendingar á vör.
Sofðu, skáld í barnsins barmi,
Blint um eigin kjör.”
“Ólánsbörnum óðs og ljóða
Engin iaun hef ég að bjóða.
Fólkið mitt sem fitar sauði,
Fiskinn ber í hlað,
Vinnur eitt að björg og brauði;
Búrin fyllir það!”
“Lítilsvirði ijóðin telur.
Lýður sem að Geysir seiur !
Naumast má hann neinu eyða
Nema fyrir mat.
Þúfnasláttur, víkurveiðar,
Valla fætt sem gat.”
“Útföl myndu ýtaþorra
Ættarbönd við “Sögu”-Snorra,
Ef þau væru virt til króna,
Vegin 5t og seld—
Mín er heimsfrægð, heiðrigróna,
Hans við nafn þó feid!”
“Þér er frjálst að syngja’ og svelta
Samt ef vilt—og hugsjón elta
Þá sem heiðrar, hyggur fagra,
Heimurinn með þér;
Vinna launin : lýðsins magra
Lof, þá búið er.”
“Lull-um barn ! Að líða’ ogsakna
Láttu skálkið aldrei vakna—
Fóstran hefur—vil ég vona—
Við þig kveðið nóg.
Fleiri gáfur svæfði’ ég svona!
Sofðu Korr-í-ró.”
Stephan G. Stephansson.
Tvö kvæði,
eftir
Jón Kjœrnested.
I.
Verkamannalireyfingin ’94.
Við höfum ei hreyft oss hin umliðnu
En af hverju mundi það stafa? fár.
Nú veitum þeim níðingum svíðandi
Er sorglega kúgað oss hafa. [sár,
Oss auðvaldið sýnir þær ógnir á leið,
Að afl-litlir séum og smáir.
En höldum nú fram á vort hólm-
gr>nguskeið
Með hugrekki, djarflr og knáir.
Ei megnar auðvaldið ef manndáð er
Og margir til orustu róma, [nóg
Að halda oss þreyttum í þvingunar-
kló;
Við þurfum að slíta þann dróma.
Og hættið nú vinnu þér hugprúðu
Og horfið á auðvaldið feita. [menn,
Því byltíng um alheiminn svifa mun
Og sveit vorri jafnræði veita. [senn
Þvi oss hafa kúgað hin einráðu svín,
Á úrkasti fætt oss og drafi.
En að því mnn komasamt auðvaldið
Og aflvana feliur í stafi. [dvín
Ei hræðist nú tímanna ógnandi orð,
Þótt auðvaldið reyni’ oss að beygja.
Því verkmannahópnum á vestrænni
storð.
Er veglegra og æriegra að deyja.
Að auðvaldið skuli eitt skamta þeim
brauð,
Er skarplega vinnuna reyna,
Það sýnist í heiminum siðmenning
. snauð.
En svon’a er það, tímarnir greina.
Og nú er því óvægin orusta háð
0g auðvaldið dómsorð má heyra;
Því verkmanna-herinn með hugrekki
og dáð
Vill heimta’ og fá jafnrétti meira.
Nú þrútnar í æðum hið^ólgandi blóð
Á öflugum verkmanna þjóni.
Hann upp kveikir, sagt er, þá ógn-
andi glóð
Sem orðið mjög getur að tjóni.
En auðvaldið hvæsir og eflir sinn hag
Með orðum og peninga mútum ;
Það óttast og hræðist sinn óhappadag,
Þótt eigi sé greitt úr þeim hnútum.
Og verkmannahópurinn heldur sitt
skeið,
Sem hinir þó kúguðu lengi.
Menn fyigja’ honum allvel um örð-
uga leið
Og efla þá frjálsbornu drengi.
Já, auðvaldið lækkar, það losnaþau
bönd
Er legið á verkmönnum hafa
Og þetta mun færa það Ijós yfir lönd,
Sem lávörðum tekst ekki að grafa.
Því tímarnir breytast og mennirnir
með
Og máttlaust mun auðvaldið reynast.
Menn ávinna, talsvert, en ei verður
séð,
Hvað enn muni í kolunum leynast.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Sú fréttberst frá Mikley, aðíbúðar-
hús herra Stefáns Jónssonar hafi brunn-
ið þar til kaldra kola nm miðjan Maí-
mánuð. Einhverju af húsmunum hafði
orðið bjargað. Tapið er metið um $300.
Húsið var í eldsábyrgð hér í Winnípeg.
Hafði Capt. Kjartan Stefánsson komið
upp hingað tii bæjarins fyrir nokkrum
dögum, til þess að tilkynna eldsábyrgð-
arfélaginu frá brunanum og biðja um
bætur.
arinnar. Eignarbréf fyrir eyju þessari
hefir fundizt i Ottawa. Brezka stjórn-
in afhenti hana í umráð ríkisstjórnar-
innar, um leið og hún afhenti Stan-
lejr Park. Þetta hefir þau áhrif, að
leigumáli sá sem gerður var milli rikis-
Stjórnarinnar og Mr. Ludgate, verður
látin svanda í fullu gildi. En það þýðir,
að fyikisstjórnin hefir tapað máli sínu,
Kitchener lávarður kveður óhjá-
kAæmilegt að hefja annan leiðangur á
hendur kalifanum í Egiptalandi, og er
hann nú á leið til Englands, til þess að
leggja mál þetta fyrir brezku stjórnina.
Taflmannafundurinn mikli byrjaði
í St. Stephens Hall í Lundúnum á
þriðjudaginn var.
Mikill eldur kom upp í bænum St.
Thomas, Ont., á þriðjudaginn var.
Vörubúð þeirra Robertson, Lindsay &
Co. var algerlega eyðilögð. Húsið með
vörum í því var metið $110,0«0.
Bærinn Beilville í Ontario hefir
samþykt með [atkvæðagreiðslu bæjar-
búa, að kaupa vatnsverk bæjarins, sem
áður var eign prívat auðmanna.
Fyrsti gufubátur frá Fisher River
kom til Selkirk í fyrrakvöld með timb-
urfarm frá millu Capt, Robinsons,
Brezka stjórnin hefir nýlega pant-
að stórar byrgðir af skotfærum; þar á
meðal 100,000 6 punda kúlur.
Rotið.
Liberal-blaðið Winnipeg Tribune
getur ekki stilt sig um að láta í ljósi á-
lit sitt um, að eitthvað hafi verið rotið
við kosningarnar í VVest Elgin og West
Huron. í West Elgin sóru 86 kjósend-
ur það, að þeir hefðu greitt atkvæði
með þingmannsefni Conservatíva. En
þegar atkvæðakassinn var opnaður, þá
fundust að eins 40 atkvæði fyrir mann-
inn. Kjörstjóri Liberala hafði stolið
meira en helming allra atkvæðanna í
þeirri kjördeild, sem hann réði yfir, frá
andstæðingi stjórnarinnar. í West
Huron sóru 45 menn að þeir hefðu
greitt atkvæði með Conservatíva, en
þar komu að eins 30 atkvæði úr kassan-
um þegar hann var opnaður. Þriðj-
ungnum stolið. Svona fara Liberalar
að vinna kosningar. Ekki er furða þó
að fáfróðum útlendingum sé sífeldlega
prédikað ' um pólitiskt skírlífi þess
flokks, af þar til leigðnm klikkusnáp-
um.
Annað sýnishorn
af sparsemi Laurierstjórnaiinnir er eft-
irfylgjandi tölur sýna, hvernig Laurier-
stjórnin borgar fyrir vörur þær sem
hún þarf að kaupa:
Múrsteinar, 1000, vanaverð ... $ S.00
Stjórnin borgar $40,00
Kalk, bushel, vanaverð ......... 10,00
Stjórnin borgar 42 00
Járn, pundið, vanaverð ........... íjc
Stjórnin borgar 3Jc
Naglar, kaggiun, v«naverð .... 2.00
Stjórnin borgar 5,75
Skrúfjárn vanaverð................. 15
Stjórnin borgar 1,15
Skóflur, vanaverð................ 1,50
Stjórnin borgar 8,50
Skrúflikill, vanaverð.............. 70
Stjórnin borgar 2.10
Baking Pawder, vanaverð....... 13J
Srjórtiin borgar 50
Mjöl, tunnan, varaverð,....... 5,00
Stjórnin borgar 7,50
Kol. ton, (Svdney)............... 3,00
Stjórnin borgar 6,00
Aðgætandi er, að stjórnin kaupir
þesaar vörur af vinutn og meðhalds
mönnmn hennar. Þe3s vegna skoðar
hún það skyldu sína að borga þeim þær
m trgföldu verði við það sem hún gæti
fengið þær bjá vandalausuin Conserva-
tivum.
ÞAKKARÁVARP.
Vegna þess það virðist vera góð
regla. að þakka opinberle a þeim sem
fljótt og dreugilega hjálpa, þegar ó-
höpp ber að hendi, þykir tnér vel við
eiga að þakkn fljóta og drendilega hjálp,
gjafir og góðsemd, öllum þeim sem
eftir brunau, er átti sér stað nálægt
Hallson, N. Dak., aðfaranótt þess 19
Marz síðastj., gáiu þeim hjónunum
Tryggva Pálssyni og konu hans, og
bættu þeim vel skaðann, með þvi að
gera þau efnalega sjálfstæðari eftir en
áður, ef vel er með farið.
Hallson, N. Dak., 8. Mai 1899.
Kristin P, Jónsson.
Frá löndum.
MOUNTAIN, N. D., 23. MaÍ 1899.
Frá fréttaritara Ilkr.
Tíðin hefir verið votviðrasöm og
köld það sem af er vorinu, og víða
gengið seint að sá akrana, en hér um
pláss mun þó alt hveiti vera sáið, og
eru akrar farnir að grænka rojög víða.
Heilsufar manna i góðu lagi.
Hópur af landskoðunarmönnum
eru lagðir af stað héðan norður til
Manitoba og Norðvesturlaudsins. Ekki
er búist við að neinn af þessum möun-
um taki land, því flestir ef ekki allir af
þeim eiga gitt eða fleiri lönd hór og eru
í góðum efnum, og þvi ekki nein á-
stæða fyrir þá að flytja sig héðan, þar
sem þeim líður vel.
Nokkrar fjölskyldur af Sandhæðun-
um leggja af stað til Manitoba þessa
viku, til að setjast þar að
Nú er loksins farið að vinna að
sandsteypu (cement) námunum, sem
hafa fundizt í Pembinafjöllunum, um
6mílur norðvestur frá Mountain. Það
er byrjað á að byggja millu eða verk-
stæði á staðnum. einnig stórt hótel og
Office, sem á að vera albúið i miðjum
Júní, og vélar þær sem þurfa til að
vinna þessa námu. Menn eru farnir að
hafa þá skoðun, að gilin og hólarnir i
Pembinafjöllunum séu ekki eins lítils
virði og álitið hefir verið, þvi sama efni
finst í Babcock & Merrifield námunni
(svo heitir náma eftir tveimum prófes-
sórnm við N. Dak. háskólann) og hing-
að og þangaði fjallabrúnunum. Nokkr
ir íslendingar eiga lönd á þessu svæði.
Það er talið sjálfsagt, að járnbraut
verði lögð hér um á þessu sumri, og er
helzt búist við að Northern Pacific
járnbrautarfélagið leggi grein frá Dray-
ton, N. D., þangað.
Ég býst við að landar hvervetna
séu forvitnir að vita hvað gerist í þess
ari námu, og hve mikils virði hún muni
vera o. s. frv. Ætla ég þvi að lofa
lesendum Hkr. að frétta af því öðru
hverju.
8. G.
TINDASTOLL, ALTA., 22. MAÍ 1899.
í þrjá daga samfleytt hefir verið
stórrigning, er byrjaði að kveldi 17. þ.
m., en í gær og i dag þurt og bjart veð-
ur. Óminnilega mikið flóð í ám og
lækjum, og ferjan á Red Deer-ánni í ó-
lagi. Yfir höfuð að tala hefir tíðin ver-
ið talin óvarialega köld nú í vor, og
kvefvesöld gengið allmikil. — Skógar-
eldur gerði mönnunt ónæði hér á dögun-
um, en sem tókst þó að bæla niður. —
Innflutningur talsverður af allra þjóða
fólki, Englendingum, Pólverjum, Sví-
um og líorðmönnum. Sex íslendingar
frá Minnesota eru nú að flytja inn til
nýlendunnar. Nýstofnaður skóli hér
að Tindastól, er nú tekinn til starfa.
J. K.
Islands-fréttir.
Skrifað úr Gilsfirei (Saurbæ) síð-
asta vetrardag, 19. Apríl: “Hér er
mesta harðinda tíð, hríð og gaddur, 8
stiga frost í morgun, eða með því
mesta sem komið hefir á vetrinum.
Engin snöp hér, og sama í mörgum
gpring
Stock
Vér höfum nú fengið mestu fyrni af vor-
vörum, svo sem gólfteppum, oliudúkum
gluggatjöldura o. s. frv.
Axmiiister, Kithlcimitisler
og Velvet gólfteppi beint fr London.
Unionsi og Wool’s beint fr
verksmiðjunni
Gólfteppi sniðin og lögð niður ó-
keypis. Komið og skoðið þessar vörur.
GiIisods Carpet Store,
574 Maiii St».
Telefón 1176.
sveitum. Sumir farnir að skera. Allir
verða hej'lausir. Hafís fyrir öllum
Vestfjörðum. Komist hann inn á Húna-
flóa, sem mjög er hætt við, ef að vanda
lætur, þá er fyrirsjáanlegur stórfellir.
Úr Borgarfirði (Stafholtstungum)
er skrifað 23. Apríl síðastl.: ‘ í dag er
norðanbylur. Útlitið voðálegt. Fyrir
fáum dögum komu hingað suður í
Mýrasýsln sendimenn úr Hrútafirði til
að reyna að koma fyrir fénaði. Hrút-
firðingar eru allir uppiskroppa meðhey.
Eoginn sjálfbjarga, hvað þá aflögufær.
Þetta er [haft eftir sendimönnum, og
sömuleiðis, að ef ekki fáist hjálp, verði
farið að skera niður sauðfé og hross nú
um þessa helgi. Eg veit ekki hvað
þeim hefir orðið ágengthér fyrir sunn-
an, en er hræddur um að það hafi verið
lítið, þvíjmenn mega ekkert missa hér.
Sama voðaástand og í Hrútafirði er f
Miðfirðifog á|Snæfellsnesi. Lengra að
norðan en úr Miðfirði hefir ekki frétzt.
Um skipströndin í Meðallandi er
frétztjhefir af lauslega, erísafold ritað
þann 16. Apríl.
Fyrst strandaði hér enskt botn-
vörpuskip”á Skarðsfjöru aðfaranótt 7.
Marz, og var selt á uppboði viku síðar,
15. s. m., og síðan, aðfaranótl 4. þ m.
(April) spítalaskipið franska“St. Paul”'
frá Havre. Menn allir komust slysa-
laust af, sf báðum skipunum. Siðara
strandið, skip og farmur, varseltvið
uppboð 12. og 13 þ. m., og komst sam-
anlagt hátt á 5. þúsund krónur.
Síðan 10. þ. m. hefir verið slæmt
veður, snjór og austanbylur, svo að
taka varð alla gripi á gjöf. Samt er
hér svo rifin snjór, að jörð er að mestu-
auð.
KVEÐJUORÐ.
Um leið og ég flyt alfarinn burt frá
Cypress River, þar sem ég hefi dvaiið
næstl. 7 ár (og áður 3 ár í Argyle),
votta eg hérmeð öllum drenglyndum
heiðursmönnum í þeirri nýlendu mitt
innilegasta þakklæti fyrir þá mannúð-
ar hjálp. er þeir með ýmsu móti hafa
mér í té látið. í uppihaldslausu veik-
indastríð[ i 6 ár á mér og fjölskyldu
minni. Ég nefni hér aðeinsþá, sem
sérstaklega hafa skarað fruin úr fjöld-
anum. Og nefni ég þá í röð eftir verð-
leikum:
Mr, og Mrs Jóh. Jóhannson Reykdal
(bróðir Sigurbj. Jónannssouar skálds-
ins; Mr. og Mrs Björn Finnsson, Glen-
boro; Mrs Guðbjörg Jónsdóttir Húu-
vetning, Glenboro; Mr. og Mrs Árna
Sveinsson; Mr. og Mrs Sigurð Chn'sto-
ferson; Mr. og Mrs Jóhannes Gottskalk
son, Winnipeg; Mr. og Mrs Jónas
HelgaSon; Mr. og Mrs Brynjóíf Gunn-
laugsson; Mr. og Mrs Sígurbjörn Árna-
son; Mr. og Mrs Jón M. Nordal; Mr.
og Mrs. Oliver Bjarnason: ogeru marg-
ir fleiri, sem tekur uppof mikið rúm að
nafngreina.
Olafur Torfason.
II.
Eftir ósigur verkamanna.
Ei fellur tré við fyrsta högg,
Að fallu djúpt — en sýna rögg
Og aftur upp að rísa,
En fyrsta lífsins frelsismark
Og fremd í gegnum tímans þjark
Og góð og gömul vísa.
Ei misstu þrek, mín sveita sveit,
Á sannleiksbraut, í frelsisleit,
Þótt öld þig ætli að kúga.
En brýndu öll þín andleg spjót
Og auðvaldinu berstu mót
Uns féndur verða að flúa.
Undraverð sparsemi
Það eru ekki mörg ár síðan Lög
berg kvartaðl sáran yfir því, hve eyðslu
samir ráðgjafar gömlu stjórnarinnar
væru, þegar þeir væru að ferðast á
kostnað ríkisins, og það var gefið f
skyn, að Liberalar myndu i því sem
öllu öðru verða langtum sparsamari.
en fyrirrennarar þeirja, Vér setjum
hér ofurlítið sýnishorn af sparsemi
Laurier-sfjórnarinnar, eins og nún sést
í ríkisreikningunum:
Sir W. Lauriers ferðakos^n-
aður um Evrópu................ $7000,00
Ferðakostnaður Sir Lauriers
í Oanada....................... 1133,00
Sir Louis Dawis................. 510,00
Mr. Tarte...................... 1291,00
Mr. Sifton..................... 1229,00
Mr. Blair...................... 1299,00
Mr. Borden..................... 1870,00
Mr. Mulock, árið 1898, að eins 1000,00
Mr. Fisher..................... 1101,00
Mr. Fitzpatric.................. 390,00
Sir Richard Cartwright (1897) 501,00
Mr. Fielding.................... 250.00
Samlagt $17,566
Als hafa þessir herrar eytt
í ferðalög, drykkju- og átveizl-
ur handa sjálfum sér.......... $33,600,00
Þarna hafa íslendingar ofurlítið
sýnishorn af sparsemi, sem átti að
verða, en varð ekki, þegar Laurier
kæmist að völdum.
Lítið sýnishorn.
Hér er ofurlítið sýnishorn af því,
hvernig Liberalar spara fé almennings.
Maður heitir James Newton. Hann er
embættismaður Ontariostjórnarinnar,
og er veik hans að hafa eftirlit með
fangahúsum fylkisins (Ontario Prison
ínspector). Fyrir þetta verk borgaði
fylkisstjórnin honum, frá 27 Október
til 30. Júní 1807, $10 á hverjum degi,
eða......................... $1770 00
og að auk kostnað á gestgjafa-
húsum...................... 154.26
annan ferðakostnai\og ritföng 290,56
frá 1. Júlí til 16. Febrúar 1896 1960.00
kostnað á hótelum.......... 371,45
ferðakostnaður............. 174,22
Alls $4720,49
Á sama tíma fékk þessi
sami maður borgun frá Otta-
wa-stjórninni, fyrir að skoða
fangahús heunar, fyrir Nóv.
og Desember ’896............ $ 400,00
fyrir lOmán. af árinu 1897.. 2000,00
í Janúar og Febrúar 1898... 400,00
ferðakostnaður 1896 hlutfalls-
lega .......................... 50,00
ferðakostnaður 1897 ,, 153,00
„ 1898 „ 33,00
Alls $3,036,00
Alls hefir maður þessi fengið á 16
mánuðum $7,756,49. Þetta er ábata-
söm atvinna, og gefur ekkerteftir gróð-
anum við innheimuna á stolnu fargjöld
unum íslenzku.
Vooalegur eldur kom upp í bænum
St. John, N. B., 25. þ., þar brunnu yfir
200 hús, og 1000 manns mistu þar al-
eigu sína og eru húsviltir. Ein kona
brann í húsi sínu, af því hún neitaði að
yfirgefa það, og önnur kona beið bana
af hræðslu við eldinn. Skaðinn er met-
inn yfir milión dollars, en $300,000
virði var í eldsábyrgð.
Canada Kyrrahafsjárnbrautarfélag-
ið, hefir ákveðið að láta hraðlest ganga
fram og aftur milli Montreal og Vaa-
couverv eftir 20. næsta mánaðar, á 100
klukkustundum hvora leið.
Dominion fiskifélaginu í West Sel-
kirk hefir verið neitað um leyfi til þess
að veiða fisk í Winnipegvatni, af þeirri
ástæðu, að höfuðstóll félagsins væri að
mestu leyti eign Bandaríkjamanna.
Capt. Robinson, sem er formaður þessa
félags, Wm. Overton, S. F. Reedog Jó-
hannes Sigurðsson frá Hnausa, fóru til
Ottawa i erindum félagsins, en varð
•ekki ágengt. En á hinn bóginn er lát-
ið líklega yfir því, að þeim Reid, Over-
ton og Sig urðson verði veitt fiskileyfi i
þeirra eigin nöfnum og að hver þess-
ara manna fái leyfið tafarlaust hjá Mr.
Colcleugh, umboðsmanni stjórnarinnar
í Selkirk.
Baptistar eru í þann veginn að
stofna nýian háskóla Á opinberum
fundi, sem nýlega var haldin i Toronto,
var skýrt frá þvi, að 200 lærisveinar
fengjust tíl að sækja þennan háskóla
strax sem hann væri stofúsettur. Þess
var og getið, að einn maður í Toronto
hefði lofað að gefa $3500 árlega í ð ár
til viðhalds slíkum skóla hér vestra.
Dreyfus-málið er nú í þann veginn
að útkljást algerlega. Það er talið á-
reiðanlegt að Dreyfus fái mál sitt tekið
fyrir að nýju, og að alt verði látið fara
fram opinberlega. Talið er víst að við
nýtt próf verði sakleysi hans sannað og
honum svo slept lausum.
Richard fylkisstjóri dæmdi á mánu-
daginn var skólakennara hér í fylkinu
til fjögra mánaða fangelsisvistar og 25
vandarhagga hýðingar með knútreipi,
fyrir að hufa nauðgað lOárastúlku-
barni. Er ' þetta í fyrsta sinni i mörg
ár. að nokkur hefir verið dæmdur til
hýðingar.
Ontariostjórnin er í undirbúningi
með að stofna iðnfræðisskóla á ýmsum
stöðum þar í fylkinu. Hugmyndin er
að bæja og sveitastjórnir komi þessum
skólum upp með peninga tillagi úr
fylkissjóði og að á skólutn þessum séu
kendar þær listfræðigreinar, sem sér-
staklega eiga við þá staði j ar sem skól-
arnir eru settir. Það er búist við að
alþýða styrrkji þessa hugmynd með fjár-
framlögum, svo að stjórnin ekki þurfi
að leggja til nema nokkuru part af
kostnaðinum.
Ahmikill flokktr af uppreistar-
mónnum á Cúba neitar algerlega að
leggja niður vopn sín, eða þiggja $75
borgun frá Bandamönnum fyrir hvern
hermann. í tilefni af þeasu hefir em-
bættismönnum stjórnarinnar á Gúba
komið saman um, að skjóta saman af
kaupi sínu, svo að hægt sé að borga
hermönnum þessum hel.ningi meiri
upphæð. en þá sem Bandamonn bjóða
þeim.
Fréttir frá Filipineyjunum segja
uppreistarmenn vera að magnast nú
með byrjun votviðranna þar. Þeir eru
auðsjáanlegá að safua nýjum kröftum
og búast við að halda uppi ófriðnum
lengi enu þá. Sagt er að Aguinaldo,
foringi þeirra, sé danður; og að hann
hafi annaðtveggja ráðið sér sjálfur
bana, eða verið myrtur. En ekkert á-
reiðanlegt hefir enn þá frétzt um petta.
Dauðsmannseyjan í Vancouver, er
ollað hefir svo miklum æsingum þar
vestra um nokkra nndanfama mánuði.
er nú sannr.ð að sé eign Dominionstjórn
Þnrflð þér að kaupa Orgel ?
Ef svo, þá kaupið hin beztu.
The Doherty og Uxbridge Orgei
----hafa verið smíðuð i 25 ár-
......‘"^Verd $60.00 og yfir
Vér höfum í búð vorri miklar byrgðir af orgelum. “EVANS
BROS ” “UXBRIDGE”. ‘ WESER BROS” og öðrum orgelum.
Mestvi kjörkaup á litlum brúkuðum orgelum og pianoes. Frá $25
og þar yfir. Vægir boi gunarskílmálar.
Ritið oss eftir verðlista og myndabók, eða komið sjálfir og skoðið
orgelin.
H. B. MARCY,
Telepheiie hC2.
470 nAIN STR.
IV O. St«x 572