Heimskringla - 06.07.1899, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.07.1899, Blaðsíða 4
HEIESKRINGLA, 6. JÚLÍ 1699. Winnip eg. Maðurinn sem nýlepra kom og skoð- aði hösið nr. 700 Ross Ave., er beð- inn að finna eigandann aftur að máli því viðvíkjandi. Hr student G. J. Gíslason, sem um þriggja mánaða tíma hefir haft íí hendi kenslu við barnaskólann að íslendingafljóti í N.-ísl., kom til bæj- arins á laugardaginn var. Hann býst við að dvelja hér fram yfir sýn- inguna, en fer svo suður til átthaga sinna í N. Dak. Stúkan LOYAL GEYSIR, I.O.O.F. M.U., No- 1119, heldur fund þriðju- dagskvöldið 11. þ. m., á Unity Hall. Aríðandi að allir stúkumenn sæki fundinn. Embættismannakosningar og nýir meðlimir teknir inn. Arni Eggertsson, P.S. Á laugardaginn var varð íslend- ingur hér, að nafni Valdimar Davíðs- son, fyrir járnbrautarvagni, nálægt C. P. R. stöðvunum. Eftir því sem skírt er frá, hefir hann handleggs- brotnað og laskast nokkuð á höfði. Mælt er að hann hafi verið töluvert ölvaður. Vér viijum vinsamlega biðja þá kaupendur Heimskringlu hér í bæn- um afsökunar, sem ekki fengu blaðið með skilum í síðustu viku. Vér höfðum ókunnugan dreng að bera blaðið milli kaupendanna og förlað- ist honum, sem von var, því fáir eru smiðir I fyrsta sinn. Þeir sem ekki fá blaðið geri svo vel og gera oss að- vart um það, og skulum vér þá strax bæta úr því. Það hefir ekki farið “fyrir ofait garð eða neðan” hjá “liberölum,” að íslendingar sem búa í Fort Rouge hér í bænum, væru fylgjandi Con- servativa flokknum. Við síðustu fylkiskosningar var nöfnum flestra þeirra stolið af kjörlísta. Og nú er þeim nær þvi öllum stefnt til að mæta fyrir yfirskoðunarréttinum, því ann- ars verði nöfn þeirra strykuð út. Vér vonum að þessir menn telji ekki eftir sér ómakið, og láti ekki ræna sig þegnrétti í annað sinn. HJÁ "T pLEURY Er staðurinn til að fá ágæt- lega fallegan fatnað, bláan, eða svartan að lit, fyrir $4.50 Þér ættuð að koma og skoða fatnaðina, þeir endast ekki lengi, því aliir vilja eiga þá Alt sem að klæðnaði lítur er selt með miklum afslætti hjá..... D. W. Fleury, 564 Hlain Sireet. Andspænis Brunswick Hotel. Eins og getið var um og auglýst i síðasta biaði, var 4. Júlí haidinn há- tíðlegur á Sandhæðunum og Garðar í N. Dak. Hr. B. L. Baldwinson var boðaður suður til að halda ræðu þenn- an hátíðisdag. Fór hann, ásamt konu sinni og börnum, suður á laug- ardaginn var. Enn fremur urðum vér varir við að þessir færu suður : kaupmaður Gunnar Sveinsson, ásamt konu og börnum, kaupmaður Jóhann Pálsson, Stefán Sveinsson, með konu sína og barn, Björn Blöndal með konu sína. Átta iandnemar, 6 bændur og 2 ógiftir menn, að samtöidu 33 manns, komu hingað til bæjarino 1. þ m. Þeir höfðu meðferðis í!4 nautgripi, 24 hesta og þar að auki töluvert af sauðfé og svínuin. Alls höfðu þeir 5 vagnhlöss af lifandi peningi og eitt vagnhlass af farangri. Landnemar þessir eru frá Norður-Dakota og nema land í Swan River dalnum. Þeir herrar Sumsrliði Kristjánsson og Halldór Egilsson höfðu áður farið í landskoðunarferð vestur þangað fyr- ir fólk þetta. Vér óskum þessum nýbyggjum til hamingju hér nyrðra. “Tjaldbúðin nr. III.” — Svo heitir alveg spáný bók, sem séra Hafsteinn Pétursson hefir géfið út. Hefir hún inni að halda fjóra fyrirlestra, sem kallast: “Jónatan”—“Fjallkonan” —“Vestur-íslendingar”— “Miss Ca- nada.” Þessi bók er yfir 100 bls. að stærð, prýðilega vönduð að öllum frá- gang og kostar að eins 25 cts. Hver einn af þessum fjórum fyrirlestrum er meira virði. Vér höfum ekki pláss I þessu blaði til að minnast frekar á þessa bók, en gerum það síð- ar. Þeir sem vilja eignast bókina, ættu að gera það sem fyrst, því upp- lagið er lítið, og þar sem verðið er svona óvenju lágt, má búast við að hún seljist upp á fáum dögum. Bók- in er til sölu hjá höfundinum og á skrifstofu Heimskringlu, Mesta aragrúa af íslenzkum kjós- endum hér í bænum hefxr verið stefnt til að mæta fyrir yflrskoðunarrétti kjörlistanna (Court of revision). Það er ekki tiltökumál, þó þeim kjósend- um, sem settir eru tvisvar til fjórum sinnum á kjörskrána, sé stefnt. Aft- ur á móti er það í hæðsta máta “lib- eralt,” að drífa þrjár stefnur á þann kjósanda, sem er að eins einu sinni á kjörskrá og nafnið og utanáskrift- in alveg rétt. Þó láta “liberalar” sér þessa aðferð vel sóma við einn velþektan Conservativ hér í bænum. Það er enginn efi á því, að liberalar reyna með öllum brögðum að ná Conseávativum og þeim sem þeir hafa grun á að kunni að greiða at- kvæði á móti sér, út af kjörskránum. Vér treystum því að landar vorir verjist nú drengilega í þessari at- kvæðafölsunaraðferð, og sýni að þeir siiu menn, sem hafl bæði vilja og dug til að halda rétti sinum nú og slðar fyrir öllum loddaralýð þessa lands. Þess má geta í sambandi við þetta, að einn af íslenzku smölunum fyrir “libera'a” hér f bænum, gengur nú á milli manna og gefur þeim í skyn, að ef viðkomendur vilji lofa því að greiða atkvæði með Greenwastjórn- inni, þá skuli þeim verða borguð dag- laun fyrir alt tímatap við að mæta fyrir yfirskoðunarréttinum. “Ekki er ráð nema í tím sé tekið,” að bjóða mönnum mútur nú þegar, áður en menn vita hvenær kosningar fara frarn ! Vér höfum ef til vill meira um þetta að segja síðar, en vildum aðeins benda þessum ‘liberala’ smala á það, að honum er betra að. fara hægt í þessar sakir, því annars verð- ur hann áreiðanlega brennimerktur áður langt líður. Þeir íslenzkir kjósendur í mið- 0g norður Winnijieg, sem hefir ver- ið stefnt til að mæta fyrir yfirskoð- unarrétti kjörskránna, ættu ekki að vanrækja það, ef þeir vilja hafa at- kvæði við næstu kosningar. Þeir verða að mæta þar sjálfir, ekkert annað dugar. Rétturinn situr á hverjum degi bæði árdegis ag sið- begis og einnig eftir kl. 74 á kvölin. Hr. Einar Ölafson verður þar við hendina til að leiðboina íslend- ingum. í gær komu þeir herrar F. Hjálm- arsson, Aðaljón Guðmundsson og Ólafur Ólafsson frá Grafton, inn I skrifstofu Hkr. Þeir eru nú komnir til baka úr landskoðunarferð sinni, vestan frá Manitobavatni. Þeir höfðu ekki farið vestur í Swan River- dalinn. Þeim hafði verið sagt þar vestra, að Þangað væri ófært að komast vegna bleytu og forræða. En þeir halda nú að vegurinn þang- að hafi ekki verið eins slæmur og af var látið. Þeim leist vel á lönd og agðsemi við vatnið, og munu þeir hafa í hyggju að flytja þangað bú- ferlum síðar. íslend ingadagur í Pipstone-bygðinni. (Frá fregnrita Hkr.) Það er siður fréttaritara að geta þess sem gerist, og vil ég því greina frá íslendingadagshaldi okkar bygðarbúa 17. Júní. Eins og ég hefi áður skýrt frá, var almennur fundur haldina 1. Júní til að ræða um Islendingadaginn hér í ár. Var samþ. að halda hátíðina 17. J úní Sumir geta ekki vel skilið, hvernig Argylebúar hugsa sér að koma á sam- komulagi i þjóðminningarmálinu, þótt þeir haldi enga hátíð í ár, og það þrátt fyrir samþykt þeirra i fyrva, að halda ísl.dag og bjóða Winnipegmönnum vest- ur. Þeir máttu og búast við því, að 2. Ágústmenn i Winnipeg héldu þjóðminn- ingardegi sínum áfram þrátt fyrir svona lagaða áskorun. Argylebúar hafa verið fylgjandi 17. Júní, en nú virðast þeir vera að gugna og á leiðinni að samlaga sig hinum flokknum, því eftir öllu sem fram er komið í þessu máli, þá hefir 2. Ágúst meira fylgi. Það er dagurinn sem ver.ður ofaná, þegar afstaða Islend- inga hér i landi er athuguð. Og það er Iíka efalaust, að komist nokkurntíma á almenn þjóðhátíð á íslandi, þá verður þar valinn 2. Ágúst. Eg er sjálfur 17, Júni maður, en til þess að einn og sami dagur geti orðið fyrir alla Islendinga, vil ég leggja nokkuð í sölurnar, og jafn- vel, ef svo skyldi fara, taka upp 2 ágúst Áskorun Argylemanna kom alt of seint, því þar sem búið yar að ákveða daginn. eins og hér var illfært að hætta við hann, en sein nijög líklega hefði verið gert, ef áskorunin hefði komið áður en undirbúningsfundurinn var haldinn. En nú þegar alt @r búið og dagurinn liðinn, erum við öll ánægð yfir að hafa haldið þennan tillidag, því engin sam- koma meðal ísl. í þessari bygð mun hafa verið eins vel sótt, né eins myndar- leg og skemtileg, eins og þessi. Yeðrið var hið ákjósanlegasta sem hugsast gat og enginn meiddist og enginn reiddist. Veitingarnar voru margbreyttar og á- gætar. — Samkomustaðurinn var að heimili Mr. Kr. J. Bardal. Þegar komið var i hlað, sá maður allstóran laufskála bygðan framan við eingólfað timburhús. Dyrnar voru bogamyndaðar og fyrir ofan þær var ritað með stórum stöfum : ‘ ‘Lengi lifi islenzkt þjóðerni.” Á báðum framhorn- um laufskálans blöktu brezk flögg. Upp af dyrastö(pm skálans risu tvær geysiháar súlur, sú eystri ögn hærri, blakti þar islenzki fáninn, en á hinni stönginni, sem var ívið lægri, blakti hið heimsfræga brezka flagg. Laufskálan- um var skift í tvent, voru svaladrykkir o. fl. selt öðrummegin, en matur hinu- megin. Prógrammið fór fram í timb- urhúsinu. Var prýtt þar með laufsveig- um í kringum dyr og glugga, og fyrir ofan dyrnar var letrað með stórum stöf- um : “Velkominn.” Forseti dagsins var Mr. Albert Guðmundsson. Settihann samkomuna um hádegisbil með vel viðeigandi ræðu . Fyrir minni Islands mælti Kr. Matthí- asson. Fyrir minni Canada, Kr. Abra- hamsson. Fyrir minni Vestur-íslend- inga, Albert Guðmundsson. Fyrir minni Islendingadagsins, Magnús Tait. Fyrir minni bygðarinnar, Ásm. Guð- jónsson og Kr. J. Bardal. Fyrir utan sérstakan söng eftir hverja ræðu, söng : Fr. Abrahamsson, “Skólameistarinn.’i Ásmundur Jónsson, Solo. Ásmundur Guðjónsson og Mrs. Magnússon, Duet. Börn Fr. Abrahamssonar, Quartette. \V. D. Grear (enskur), Recitation, og lék einnig tvisvar á horn. Allir leystu verk sín á prógramminu mjög vel af hendi. Þegar prógrammið var á enda, hóf ungafólkið dans og fór það alt prýði- lega vel fram. I leikjunum unnu þessi: Giptramanna hlaup: 1. H.Jónsson, 2. Kr. Jónsson. Ógiptramanna hlaup : 1. Sigurgeir Bardal, 2. Joh. Bardal. Full- orðnir karlmenn, hlaup: 1. Sigurgeir Bardal, 2. Kr. Jónsson. Hlaup fyrir drengi: 1. Gottfreð Jóhannsson, 2. Jón Jónsson. Hlaup fyrir konur : 1. Mrs. Þóra Finnbogason, 2. Mrs. Oddný John- son. Hlaup fyrir stúlkur yfir 12 ára : 1. Friðrika Abrahamsson, 2. Borghildur Bardal. Börn innan 12 ára : 1. Valg. Abrahamsson, 2. Ragnhildur Johnson. Hopp-stig-stökk : I. H. Jónsson, 2. Sigurgeir Bardal. Pól-stökk : 1. H. Jónsson, 2. Sigurgeir Bardal. Aflraun á kaðli milli giftra og ó- giftra manna, 6 hvoru megin; giftir menn unnu. Forseti sagði samkomunni slitið kl. 9 síðdegis. Fólk dansaði til kl. 12 um nóttina, og var þá endað með því að syngja “God save the Queen.” Nokk- uð af ungu ensku fólki kom á samkom- una um það að dansinn byrjaði. Komu allir mjög vel fram og nutu sín ágætlega Allii; fóru svo heim, keyrandi í tunglsljósinu, ánægðir yfir deginum, þakkandi náttúrlega nefndinni dyggi- legt starf, og forseta dagsins fyrir myndarlega stjórnsemi. Lengi lifi Islendingadagurinn. Hér hafa verið í kynnisför áðurnefndir H. Jónsson og Kr.Jónsson, enn fremur Hannes Skúlason, allir frá Argyle. ís- lendingadagsnefndin hér er þeim þakk- lát fyrir hluttöku og framkomu þeirra alla á íslendingadeginum. Sinclair, Man. 19. Júní 1899. ########################## # # # # # # # # # # # # # # # # DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum. Báðir þessir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- Fæst # # # # # # t # # S # # # aðir til neyzlu í heimahúsum. — 8 dúsin flöskur fyrir $2.00. * hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá I REDWOOD BREWERY. J | EDWARD L DREWRY- | fflanníactnrei* & Importér, WlSmFKR. J ########################## Nýar vörur ! Nýtt verð ! Vér höfum ekki rúm í blaðinu til að telja upp allar þær tegundir af vor og sumarvörum sem vér erum nýbúnir að fá, og ekki heldur verðið á þeim. En vér getum fullvissað yður um, að það er óvanalega lágt. Vér auglýsum ná- kvæmar um þetta framvegis Lesið þessa augl., henni verður breytt vikulega. Þér sem komið til Glenboro, komið í búð vora, skoðið vör- urnar og spyrjið um verðið. Gargið ekki fram hjá búð vorri. Hún or troðfull af allskonar nýjum vörum, sem nú seljast með óvanalega lágu verði. Vér höfum ánægju af að sýna yður þær og segja yður verðið hvort sem þér kaupið nokkuð eða ekki neitt. Yðar þénustu reiðubúinn. William Noble, Glenboro, Han. Hæsta verð borgað fyrir UIl, Smjðr og Effg. Mikil Kjorkaup! 60 Karlmanna og drengja alfatnaðir, sum- ir á $8.00, $9.00, $10.00 og alla leið niður í $4.00 og $4.50. Bláir vaðmáls alfatnaðir óheyrilega ódýrir, alt niður í $2.50. Flan- elett skyrtur fást fyrir 15 cents. Linen nærfatnaður á $2,50 — vanaverð $4,50, Buxur á öllu verði.alt niður í 75 cents. Stórkostleg hattasaia er nú daglega hjá PALACE CLOTHING STORE 450 flAIN STREET. WELLAND VALE BICYCLES Eru beztu hjol sem buin eru til i Canada. KEÐJULAUSIR, PERFCT, GARDEN CITY, DOMINION. og yfir. Áður en þér kaupið reiðhjól á sumrinu ’99, þá gerið svo vel að líta á hjólin okkar. Þau hafa allra nýustu “Twin Roller” keðju, “Internal Expanders”, færanleg handföng, “Crank hangers”-ístöð í einu stykki og sjálf-ábornings ása. Eftir að hafa skoðað hjólin okkar nákvæmlega, munuð þið sannfærast um að við erum á undan ððrum hvað snertir til- búning reiðhjóla í öllu Canadaríki. Umhoðsmenn í Winnipeg TURNBULL & MACMANUS, Umboðsmaður í Vestur-Canada 210 IIcDerniott Ave. Walter Jackson, P. O. Box 715 Winnipeg. THE WELLAND VALE MANUF. CO. St. Catherincs, Ont. 26 Drake Standisb. “Ó. amerikönsku”, endurtók hann ofur lágt, og svn lagði hann aftur augun og sofnaði. Rockstave hafði staðið álengdar rreðan á þessu stóð, og verið að virða fyrir sér hið fall- ega og djarfmannlega andlit Rússans. "Hvað sögðuð þér hann héti ?” 3purði hann Frakklendinginn, “ég held að ég hafi séð hann einhverntíma áður”. Mér sýndist Bergelot kippast við. Hann leit til Rockstave snögglegn. og svaraði: “Hann heitir Boris Godtchorkna”. “Eg kannast ekki við nafnið”, sagði Rock- stave. “Er hann hermaður? Foringi í her Rússakeisara ?’’ Bergelot brosti og svaraði eins og hálf hik- andi : “Já, monsieur, 'hann er foringi f rússneska hernum og tíginborinn maður”. 3. KAFLI. Um borð skipi Spánverjanna. Við skildum svo von bráðar við “rússneska foiingjann tiginborna” undir umsjá yfirmat- reiðslumannsins á Nomad, og gengum upp á þiljur. Það var nú runnin af okkur mesta bráð- ræðisbeiftin yfir þessu skammarlega níðings- verki, og við gátum nú hugsað um það með meiri ró og stiilingu, en áður. Eg var i raun- Drake Standish. 31 ekki mikið lengur, Svo þér viljið ekki segja okkur meira um þetta?” “Messieurs, ég kalla guð til vitnis um að ég segi yður satt. Godtchorkna er það sem ég h efi sagt yður. F.n ég get ekki sagt yður meira um sjálfan hann, því það er leyndarmál, sem mér hefir verið trúað fyrir. Trúið mér, undir því er komið líf oa frelsi vinar míns. Þið hafið víða farið og vitið hvernig hagar til á Rússlandi”. “Við erum að eins að eyða hér dýrmætum tíma”, sagði Rockstave. “Þegar til all* kemur, þá erum við ekki að berjast fyrir rússneska manriinn. Við liöfum verið vottar að níðings- legri morðtilraun og erum því siðferðislega skyldir til að fylgja Isutenant Bergelot að mál- um, til þess að koma fram hefndum. Viðskul- um koroa, Drake”. Ég skipaði nú fyrir um að hafa bát til reiðu, og tóku sex hraustir sjómenn sér sæti i honum. “Koroum þá”, mælti ég, “við getum hald- ið áfram sajntalinu á leiðinni”, Við sáum að Frakklendingurinn vor alt af að koroast í meiri og meiri æsing og létum því samtalið við hann falla niður. “Annarhvor okkar verður að ráða fyrir öllu’, mælti Rockstave. “Ætlar þú að taka það að þér sem hólmgönguvottur Berg^lots ?” “Nei. tæplega það”, svaraði hann. “Þú ert eigandinn að Nomad og hefir því eðlilega æðstu völdin. Þú getur fiamvísað mér sem hólm- gönguvitni fyrir Bergeiot. Þú mættir einnig spyrja þá að því, hvort þessi Cron.bet hafi 30 Drake Standish. búist við að hann væri.....á alt öðrum stað á hnet tinum. “Annaðhvort hafði hann skorað á hólm, eða verið skoraðnr á hólm af þessam spánska fyrir- liða. Ég tók þegar að mér að gerasthólmgöngu- vottur hans, án þess að spyrja nokkuð frekar út í málið. Það var óvanaleg hólmganga að því leyti, að báðir þóttust eiga sín jafnmikíls i að hefna og hvorugur vildi fresta einvíginu. Godt- chorkna befir marga slíka hildi háð, og hefir venjulega haft létt mál að verja. Eins og þér vitið, eru einvígi nú fyrirboðic í flestum ment- uðum löndum, og því kusu þeir að berjast úti á rúmsjó, þar cð það mundusíður verðe upp- skátt. Spánverjunum hefir eflaust verið kunn- ugt um afl og hreysti Godtchorknas, og því reyndu þeir að vinna bardagann með svikráð- um”. “Vitið þér það, að það hafði verið borað gat á bátinn, sem vinur yðar var í, svo að ef bar- daginn hefði varað í fáar mínútur lengur, þá hefði hann sokkið”, spurði Rockstave. Dim /” (hver fjandinn), hrópaði Bergelot. “Nei, ég vissi það ekki, Eg er ekki sjómaður, og því datt mér ekki í hug að aðgæta það. En þið tveir, sem vissuð af þessu, þykist þurfa frekari upplýsingar, þar sem tvær morð- tilraunir hafa verið gerðar ! Þið eruð sannar- lega ekki eins geðríkireins og við Frakklending- ar” “Það getur verið a'" við séum dálítið var- kárari”, svaraði R cl.-t«ve, “En við erum að eyða tímanum t. 1. - . s. Spánverjarnir bífa Drake Standish. 27 inni eins reiður við Spánverjana, en mér duldist það nú ekki, að það var ýmislegt, sem þurfti að taka með í reikninginn áður en ég afréði að gangast fyrir því, að koma fram blóðhefndum fyrir þetinan mér alveg ókenda mann. Við sáurn að spánska sxipið lá kyrt alveg á sama stað, og að ekki bar á neinu sérstöku ann- riki um borð hjá þeim. Þeir voru auðsjáanlega að bíða eftir okkur. "Jæj’t þá, herra minn”, mælti ég við Berge- lot, sem heita mátti að froðufeldi nú aftur af heift, er honum varð litið i áttina til Sþánverj- anna. ‘Þar sem við höfum nú þegar komið vini yðar til meðvitundar og búið um sár hans, sem var auðvitað siðferðisleg skylda okkar, þá skulum við nú útskýra betur fyrir sjálfum oki- ur alt þetta mál. áður en við aðhöfumst nokkuð það, sem geti orðið okkur til vanvirðu. Við höf- um nauman tima til ráðagerðar, því Spánverj- arnir bíða efiaust eftir okkur”. “Ég þarf ekki að orðlengja um það við yður, hversu svívirðileg þessi svikráð Spár.verjanna voru, sem svo nærri lág að yrðu vini yðar að fjörlesti. Jafn níðinglegt bragð í einvígi hefi ég aldrei heyit getið ura. Slíkt hrópar um hefnd. Það væri ekki engilsaxneskt blóð í æðum okkar ef við skærumst úr leik við svona tækifæri. En spurningin er þessi : hversu langt getum við farið í þessu máli, án þess að kasta skugga á virðing okkar ? Við höfum orð yða^ fyrir því, að þessi særði maður sé af góðum ættum og fyr- irliði í rússneska hernuin. Og þar sem þér eruð sjálfur fyrirliði í franska liernum, þá þurfum við

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.