Heimskringla - 27.07.1899, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.07.1899, Blaðsíða 2
HEIMSKKIMOLA. 27. JÚLÍ 18'J'J. Verð Ijlaðsins i Canada og Bandar. $1.50 >m árið (fyrirfram borgað). Sent til islands (fyrirfram borgað af kaupend- um biaðsins hér) $1.00. Peningar seudist i P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum Jt. L. Raldwinson, Útgefandi. Office : 517 Main Street. P O- BOX 305- Stefnuskráin. í síðasta blaði birtum vér stefnu- skrá Conservativa flokksin3 hér í fylkinu, eins og hún er undir forustu Hon. Hugh John Macdonalds. Það -er sannfæring vor að stefna flokksins þóknist fylkisbúum yflrleitt og að þeir sýni þá veiþóknun sína með því, að kjósa þá menn á þing við næstu fylkiskosningar, sem aðhyllast þessa stefnu og flokk þann sem heflr mynd- að hana, og sem er ákveðinn í því að framfyigja henni strax er hann kemst til valda. Það sem er einkum atliugavert við þessa stefnuskrá, er hin algerða breyt- ing sem hún fer fram á að gera á stjórnarfari fylkisins að því er snert- ir fjármálin. Það er með fylkið eins og rueð einstaklinginn, að þegar út gjöldin eru stöðugt meiri en inntekt- irnar, þá er gjaldþrot í vændum fyr eða síðar. Þess vegna er það allra fyrsta og áherzlumesta atriðið í stafnu flokksins, að haga þannig útgjöldum fylkisins, að þau fari ekki fram yfir inntektirnar. Þá fyrst er framtíð fylkisins borgið, þegar fjármál þess eru komin í það horf, að jafnvægi komist á útgjöld og inntektir. Þegar Greenway komst til valda fvrir ll árum síðan, þá var fvlkið mjög skuldlítið, og engin veðskulda- Bréf hvíldu þá á því fyrir svo mikið sem einum dollar. En á þessum 11 árum heflr Greenway tekist að sökkva fylkinu í 2|- miljón dollars skuldir, þrátt fyrir það að árlegar tekjur þess eru um hálf miijón dollars, svo að nú þarf stjórnin að borga talsvert á annað hundrað þúsund dollars á hverju ári í rentur af þe3sari miklu skuld og eru það því algerlega tap- aðir peningar. Einhver munur væri það fyrir fylkisbúa, ef þeir gætu nú notao þessa peninga í árlegar þarflr fylkisins, til umbóta í hinum ýmsu héruðum þess, f stað þess að verða að kasta þeim út eins og sektafé fyrir glæpsamlega eyðslusemi Greenway- stjórnarinnar. Það mun láta nærri, að stjórnin hafi borgað eina miljón dollars í rentur af fvlkisskuldum síðan hún komst til valda. Fylkisbúar eru hú farnir að sjá að það má ekki lengur svo búið standa. Það er að eins um tvo kosti að velja, annaðhvort að halda við sívaxandi hóflausri eyðslusemi stjórnarinnar sem nú situr að völdum, og láta fylk- ið sökkva þeim mun dýpra í skulda- fenið, sem þessi stjórn hangir lengur í valdasessinum, eða að öðrum kosti að útskúfa henni og setja aðra spar- samari stjórn í staðinn, og það er Jft- ill efi á þvi að þetta síðara úrræði verður tekið við næstu kosningar. Auðvitað verður sú stjórn sem næst sezt að völduin, að taka við þessum syndapoka Green waystjórnarinnar. En með nokkurra ára sparsemi í öll- um deildum stjórnarinnar, ætti að mega létta þessari byrði at fylkisbú- um. Þetta sjá allir skynberandi kjósendur og samkvæmt því munu atkvæði þeirra falla framvegis. Reynsla liðinna ára heflr sýnt, að það er ónauðsynlegt að hafa 5 laun- aða ráðgjafa. Þessvegna ætla Con- servativar að hafa aðeins 3 launaða ráðgjafa, og 2 til ráðfæringar launa- lausa. Það er engin ástæða til að halda því fram, að ólaunaður ráðgjati geti ekki verið eins ráðhygginn, eins og hinn sem launin hefir, þótt hann hafi ekki fast embætti sem umsjónar- maður einnar eða fleiri stjórnardeilda. Fækkun launaðra ráðgjafa þýðir auk- inn sparnaðfyrir fylkið. Þmgmanna- laununuin verður þokað niður í 8-100 áárifyrir hvern j ingmann og eru það fullnóg lann .fvrir 5—6 vikna starf á ári. Þessi sparnaðnrá launurn ráðgjafa og þingmanna, nemur um $7000 á ári, og borgnr það rentur af nokkrum parti af fylkisskuldinni. Um kosningalögin er óþarfl að fjölyrða. Þau eru hin ranglátustu og svívirðilegustu sem vér höfum sögur af í nokkru frjálsu landi. Þau verða numin úr gildi strax og Con- servativar komast að völdum ogönn- ur heiðarlegri og frjálslegri lög sett í þeirra stað. Með því er vonað að hægt verði að spara fylkinu nokkur þúsund dollars á hverju kjörtímabili. Það er einn máttarviður í stefnu- skrá Conservativa, að hlynna sem bezt að verkalýð fylkisins, með því að halda vinnunni sem mest í hönd- um þeirra manna, sem eru borgarar í Canada. Hugmyndin er að hlynna að verkamánnafélögum þannig, að sporna við því að hægt verði fyrir vinnuveitendur að fiytja inn hingað verkamenn í stórhópurn til þess að vinna fyrir lægra kaupgjaldi en hér tíðkast, og sem ekki koma hingað til að setjast að í fylkinn, heldur aðeins til að njóta vinnunnar meðan hana er að fá, og hverfa svo heim aftur. Sérstaklega gildir þetta þegar utan- ríkismenn er að ræða. Þetta er sam- kvæmt lögum þeim sem nú gilda í Bandaríkjunum, um vinnusamninga við utanríkismenn. í innflutningamálum er það fastá- kveðin stefna Conservativa, að sporna við innfiutningi þess fólks sem fu!l- reynt er að ekki eru ákjósanlegir innflytjendnr, eins og t.d. slavnesku þjóðflokkarnir frá austur og suður Evrópu, en leggja meiri áherzlu á að fá inn æskilegt fólk frá Bi etlandseyj- um og skandinavisku löndunum, að íslandi meðtöldu, sömuleiðis frá Bandaríkjunum og austurfylkjum Canada. Þessi stefna er byggð á margra ára reynslu og vilja fylkis- búa yflr höfuð. Meatamál fylkisins skulu falin sér- stakri nefnd, sem skipuð sé liælum lærdómsmönnum, og að öilu leyti ó háð báðum pólitisku flokkunum. Þetta er álitin heppilegasta aðferðin til þess að halda uppfræðslumálum fylkisins í æskilegu horfi, lausum við allan pólitiskan flokkadrátt. S'i liður f stefnuskrá flokksins, að koma á fót búfræðis og listfræði- skólum hér í fylkinu, er mjög heppi- legur. En þetta getur því að eins orðið, að fjárhagur fvlkisins leyfi það. Ajinars finst oss að stjórnin ætti að leggja, alt kayip á að komn upp einum listfræðiskóla hér í f'ylk- iuu. Það er nauðsynleg stofnun og veitir eins þarflega mentun og nokk- ur ðrtnur skólastofnun. Slíkir skólar eru í öllum hinum eldri fylkjum Ca- nada, og Manitoba ætti að haf'a ráð á að eignast eina slíka stofnun. Stefna Conservativa í járnbrautar- málum er jafnaðarmannastefna í eðli sínu, sú, sem sé, að allar járnbrautir ættu að vera eign hins opinbera og að járnhrautafélögum sé ekki lagður neinn styrkur af opinberu fé nema með því skilyrði, að stjórnin hafl hönd í bagga með flutningsgjaldi á þeim brautum sem styrkinn þiggja. Þessi liður í stefnuskránni ætti með tímanum að geta orðið til stórmikils hagnaðar fyrir fvlkið, sérstaklega þar eð stvrkveitingar verða bundnar því skilyrði, að stjórnin skuli eiga t'yrsta kanprétt á brautunum. Þess- ari stefnu ætla Conservativar að fylgja, hvenær sem kjósendur veita þeim umboð til þess. Fylkið skal halda fram kröfu til eignar og umráða allra opinberra landa innan takmarka þess. Það ætti að vera fullmyndugt til þess að vera fjár síus og Ianda ráðandi, og með ráðvandri og hrekkjalausri stjórn ætti umráð landanna að verða stór hagur fyrír fylkið. Útfærsla fylkistakmarkanna norð- ur að Hudsonsflóa og byggingjárn- brautar þangað, er eitt af allra þýð- ingarmestu atriðum í stefnuskrá Con- servativa flokksins. Þessi hugsjón heífr vakað fyrirýmsum glöggskygn- um inönnurn í nokkur undanfarin ár. En pólitisku flokkarnir hafa ekki sett það á stefnuskrá sína fyr en nú. Að koma þessu í verk—að fá sjávar- höfn inn í Manitobafylki og byggja járnbraut þangað, svo að hægt verði að koma afurðuin bænda í Manitoba á útlenda markaði með iægsta hugs- anlegu flutningsgjaldi—það verður éitt af aðal og allra fyrstu verkum fiokksins þegar hann er kominn til valda. Umiáð fylkisins yflr öllurn fiski- veiðum innan takmarka þess, ætti að vera auðf'engið, þar sem leyndarráð Breta hefir þegar úrskurðað, að Ontariofylki hafi rétt til að ráða sín- um eigin fiskiveiðamálum. Þetta er eitt af því marga nauðsynlega sem Conservativar ætla að koma á þegar þeir fá tækifæri til þess. í vínsölubannsmálinu standa Con- servativar á sama grundvelli og Mr. Greenway, samkvæmt síðustu loforð- um hans í þessu máli. Vínbanns- málið er í eðli sínu ekki flokksmál, heldur alvarlegt og mikilsvarðandi þjóðmál. Bindindismenn geta átt það víst, að Conservativar hindra að engu leyti heppileg úrslit þessmáls, heldur miklu fremur stuðla að því að vínbann í fylkinu fái fult laga- gildi, að svo miklu Ieyti sem það er mögulegt. Þetta eru aðalatriðin í stefuuskrá Conservativa. Vér inælumst til þess að kjósendur yfirvegi hana grand- gæfllega og dæmi svo með atkvæðum sínum við næstu fylkiskosningar, hvort þeir vilja hafa hana eða hafna henni. Dæmi um það, hvort C :>n- servativi fiokkurinn eigi skílið hylli þeirra og traust til þess að koma því í framkvæmd, sem hann heflr skuld bundið sig til að gera ef hann nær völdum í fylkinu. Misskilningur. IIr. Sigurður Christopherson, að Grund P. O., Manitoba, hefir kvartað um það við oss, að ummæli Heims- kringlu í sambandi við þjónustu sína íyrir íylkis og ríkisstjórnirnar, væru misskilin af ýmsum í bygð sinni og að sá misskilningur kastaði skugga á sig sem heiðvirðan mann. Hr. Christ- opherson tekur tvödæmi: Fyrst, að því er snertir fargjaldainnheimtuna frá fslenzkum innfiytjendum á árun- nm 1893—94, sem blað vort sagði þá og segir enn, að hafl verið öllum stolið, að því er séð verðnr á fylkis- reikningunum. Mr. Christopherson segir að ýmsir hafi giun á, að nokk- uð af þessum fargjakÞpeningum liafi runnið inn til sín, fyrir utan það er hann fékk í kaup fvrir þann tíma er hann varði til að innkalla fargjöldin. I öðru lagi heldur hann því f'ram, að fólk misskilji þann útgjaldalið í ríkisreikningunum, sem blað vort gat um fyrir skömmu, nfl. að hann hefði tongið laun ’fyrir að vera inn- flutningangent i Winnipeg. Þetta segir hann að sé kaup f'yrir ferð til Swan River dalsins fyrir 2 árum, og hefði það þá átt að standa þannig í reikningunum. Um þessi atriði viljum vér segja það, að vér höfum aldrei gefið I skyn með einu orði, að hr. Christopherson hafi með röngu móti dregið undir sig eitt einasta cent af almenningsfé. Vér höfutn fulla ástæðu til að halda, að hann hafi skilað til fylkisstjórnar hverju centi er hann innheimti af þessuin fargjöldum. Þessvegna vild- um vér biðja lesendur blaðs vors að misskilja oss ekki þannig, að vér dróttum nokkru ófrómlyndi að hr. Christophers.yni, því oss hefir ekki dottið neitt slíkt í hug. Á hinn bóg- inn höfum vér Mr. Greenways eigin orð fyrir því,—á þingi í Febr. ’94— að stjórnin hatt þá verið búin að taka á móti $3000 af þessum fargjöldum, og að auki hafl $800 af þeim innkall- ast í .lanúar það ár. Þetta bendir til þess, að innheimtumennirnir liafl skilað því er þeir innheimtii, og að stjórnin hafi fengið það í hendur. En eftir reikningunum að dæma er ekki sjáanlegt, að einn einasti dollar hafl innkallast, því hvergi er það fært til inntekta fylkinu. Það er því stjórnin sem heflr stolið öllu þessu innheimta fargjaldafé, eins vis ulega eins og Lögbergsklíkan stal þúsund- um af fvlkisfé með lognum reikning- um urn auglýsingar í Winnipeg sem aldrei voru auglýstar og fyrir blaða- sendingar til fslands, sem aldrei voi u óangað serid. Að því er snertir útgjaldaliðinn í ríkisreikningunum, um laun fyrir umboðssttiðu í Winnipeg, sem eru rar talin $75.00, þá hefði það farið miklu betur ef rétt og satt liefði ver- ið skýrt frá þessu í reikningunum og það kallað kaup til hr. Christop- hersonar fyrir landskoðunarferð til Swan River. Enginn maður hefðí með sanngirni getað hafl neitt á móti bvf. En það virðist vera komin hefð á það hjá liberölum, innan stjórn- ar og utan, að auglýsa logna reikn- inga. Það hefði verið oss stór ánægja, að geta gefið þessa skýring miklu fyr, að því er snertir hr. Christopherson, og það hefðum vér gert hefði hann sent oss kvörtun sína fyr. Tjaldbúðin III. Eftir Tlafstein Pétursson,—Gefln út í Winnipeg 1899. — Prentuð í prent- smiðju Heimskringlu.— Verð 2ðc. Telur 104 bls. í 16 blaðabroti. Efni: I. Jónatan ; II. Fjallkonan ; III. Vestur íslendingar; IV. Miss Canada. Ytrifrágangur. — Málið á bók þessari er lipurt og létt og ómengað útlendum orðslettum. Framsetning- in og setningaskipun er þann veg gerð, að fáar eða engar íslenzkar bæk ur munu jafnast á við bók þessa. Prófarkalestur, sem alt annað er að málinu lýtur, er vel af hendi leystur. Auk þeirra fáu leiðréttinga, sem aft- an við bókina standa, eru ekki telj- andi prentvillur. Á bls. 97 er: “tengir” á eflaust að vera: tengdir. Á sömu bls. vantar punkt á eftir málsgrein. Munu fáar aðrar villur flnnast f bókinni. Um einstöku orða- tiltæki gæti málfróða menn greint á um, ef til vill. Á bls. 3 segir svo : “Jónatan hefir lengi langað til að n-i f mig.” Þetta flnst mér ekki tignar- lega til orða tekið af ungfrú Canada, þótt þetta orðatæki heyrist hjá sum- um. Á bls. 15: “Núhefégsýnt þér fiesta aðalsali húss míns.” Betra held ég væri að segja : Nú hefl ég sýnt þér flesta aðalsali í húsi mínu. Betur hefði mér þótt vera, ef að höf. hefði ekki “mastrað” eða “missað’’ þau Jónatan og Canada. En auðvitað er hann bær sinna skoðana þar um. í fljótu bragði virðist bók þessi vera bygð í fyrirlestrársniðuin. En það er ekki þann veg þegar nánar er að- gætt. Hún er óefað skáldsaga frá upphafi til enda, í samanhangandi heild. Annar og þriðji kafiinn (eða fyrirlestrar) eru sainstæð heild. Að- skilnaður þoirra orsakast auðsæilega af þeirri ástæðu, að höf. flutti þá ekki báða, á sama stað ogsaina tíma. Aðalmáttarviður þessarar sögu er Canada. Þar næst Jónatan og Fjali- konan, setn höf. gerir öll að lif'andi persótium. Fer það dável, þó sagan séallgöinul: að giftast. En liöl'. fer ljómandi vel með efni þetta. Gift- ingin þýðir ekki annað en það, að Canada og Bandaríkin verði samein- að þjóðveldi. Má vel vera að sú spásögn rætist á sínum tíina. Bókmentahliö sögunnar er þrens- konar einkunnir. Lærdómnr, skáld- skapur og spásagnir. Ilöf. er auð- sæilega vel að sér í mannkynssögunni, jarðmyndunarsögu og landnámssögu Ameríku. Skáldseinkunnir hans lýsa sér í auðugu og fjörugu hug sjónalífl löngu liðinnar tíðar, og fram- tíðar langt fram um aldir. Spásagn- ír hans grundast í skauti ókominna alda. Þar nær engin gagnrýni að. þótt nokkrar líkur mæli með, að höf. f'ari ekki fjarri réttu lagi. Gagn- rýninni er svo varið, að hún situr í dómhring inr.an þess sýnilega og á- þreifanlega. Hún er virkileg, en ekki völvukvnjuð. Þess vegna er ekki rétt að gagnrýna óorðna hluti. Samrccmi sögunnar mun yfirleitt vera hið bezta. Þó virðist mér höf. sýna of veika ástæðu fyrir giftingu þeirra Jónatans og Canada. I byrj- un er Canada fráhverf Jónatan, og virðist gera næstum skop að hon- um. En hver veit nema það sé cin af veiku hliðum kvennverunnar, að verða því fegnust er eitt sinn var fjarlægast. Um það skal ég ekki þrátta við einn né neinn. Auðvitað má segja að ókominn tlmi hafi breytt hugarfari meyjunnar, og sé ekki á- stæðaað skýra það nákvæmlega. En af þvíað höf. liefir svo ljómandi auð- velt vald á öllu öðru í spásögnum sínum, þá flnst mér að hann rnuni hafa haft nægilegan möguleika til að sýna þetta atriði lítið eitt skýrara. Allir Islendingar, sein unna og mefa fagurt mál, lesa bók þessa auð- vitað með unun og aðdáun. Vér Vestmenn megum vera hróðugir af að eiga jafn málfróðan mann ámeðal vor, sem höf. er. Um nokkrarókomn- ar nldir ijiun bók þessi verða miniiis- varði vesturíslenzkra bókrneuta, bæði að ináli og anda. Ég ætla ekki að segja meira um söguna. Hún talar sjálf fyrir sér hjá öllum sem bókvísi þekkja og lestrarlöngun liafa. Aðrir verðskulda ekki að fjalla um hana. Með ham- ingjuósknm og þakklæti til höf. K. A. Benf.diktsson. “ Ritsóðinn.” Gorkúlugreinar vanskapningur rit- stjóranefnu Lögbergs til rnín, 22. Júní þ. á., er auðvitað eigi þess virði. að neinu leyti, að heuni sé svarað, því hún hrekur sig sjálfa frá upphafi til enda,— Því gerði ekki ritstjóranefnan eina minstu tilraun til að hrekja eitthvað af því sem sagt var í bréfi mínu í Hkr., úr þvíaðhann fann ástæðu til að segjn eitthvað um það? Þetta nýja nafn, sem óþokkinn gefur mér, er ofur barnalega einfeldnis legt. Hann virðist ekki hafa lesið vel próförkina af þessu fóstri sínu, því nafn mitt hefir misprentast á þann hátt, að þar hefir slæðst inn V í stað- inn fyrir H, að mér skilst. því hann hefir líkJega ætlað að fylgja fornum rit- hætti á nafni mínu. En hann veit víst ekki, að því var breytt á 13. öldinni (að mig minnir) og hefir jafnan verið ritað Rafnkell (en ekki Hrafnkell) síðan. Það er egglaus bredda, sem hann reynir að beita að mér, er hann geris gys að mér fyrir að vera blpztur á máli. En getur ekki þessum margataða fjósa- lubba skilist það, að enginn er sjálfur valdur að slíku, og að um leið gerir hann gys að öllum sem þannig eru? — Eg hefi þó að rainsta kosti aldrei verið blestur á máli fyrir fyllirí eða annan ó- lifnað. Það er eins og ritstjóranefnan hafi hitann í haldinu yfir þvi, að það sem kemur út í Hkr sé veitt nákvæmari eftirtekt og betur tekið til greina, held- uren það sem Lögberg slevar með, enda má hann skýlaust reiða sig á það. Ritstjóranefnan er hinn gleiðgosa- legasti j'fir því, að ég hafi haft sjálf- stæði til að vera án hans leiðsagnar og ekki kært inig um að steypa hugsanir mínar í hans móti. Mér þætti vænt um að minnast dálítið á þá sögu, ef hann óskar eftir eða hefði gaman afþví. —Hann reynir eiriuig að gera gys að mér fyrir hugleysi En vita má hann það, að ‘ Bangsi” hefir lagt að velli stasrri kappa en hann er, og tnundi ekki gora sór neinn mannainun, ef hoii- um væri vant um bráð. Þingmanns- nafnbór eða kristindómshræsni mundi þá ekki koma að neinu lialdi, en vera má að houuin velgdi við bjórvömbini i Næst þegar ritstjóranefnan svífnr á mig, ætti hann að hafa það ti ineð- ferðar, sem ekki hrekur sig sjálft. Ann- ars leiðist mér að þurfa að skattyrðast við þá menn, sern að almenningsdómi ern skvnhelgir hræsnarar. Ekki svo að skilja, að ég óttist íöksemdir gor- kúlunnar i Lögbergsfjósinu, eða þá Helga S. B. og Gísla M. B., þótt þuir reyni að bíta i bakið á mér. Eg veit ekki af neinum ósónia í fari mii u seiri ég hafi ástæðu til að dylja (geta þeir sagt hið sama?) og býst við að standa jafnréttur fyrir níðhöggsnagi þeirra, Staddur í Winnipeg, 13. Júlí 1899. B. Rapnkelsson. MINAEOTA, MINN., 12 JÚLI 1899. (Frá fréttaritara Hkr.). Tíðarfar er nú um stundir þurt og kalt Kyrkjuþingsinennirnir eru nú komn- heirn aftur. Með þeim kom að norðan Páll Vigfússon (hestamaðurinn mikli); óg hefi ekki séð hann enn þ', en býst við að fundam okkar beri saman bráð- um. — Kyrkjubygging þeirra Lincoln- héraðsbúa er nú vel á veg komin; eiga þeir þ. ð að þakka dugraði séra Björns. í þeirri bygð eru nú margi; gengnir í söfnuð, er þar voru ekki áður. Má svo segja að séra Björn hafi hér ahnennings hylli; hann beitir minna ofstæki, en presta’-nir nyrðra. Þjóðminningardagur Bandaríkjanna 4. Júli var hór hnldinn hátíðlegur í Minneota. 1 gærdag barst mér í hendur rit sóra Hafsteins Péturssonar í Winnipeg. “Tjaldbú Mu”. Það eru fróðleg og vel samiu vit, sem ættu að vera í hvers mamis höudu n, þvi þar er auðsælega leiddur í Ijós hiun virkilegi sannleiki sögunnar. Nú er ekki kirkjufélags- rnönnum lengur auðiö að lialla réttu máli sór til gyllingar. on séra H. P. til lasts. Iiit þessi sanna það sera hæði ég og aðrir hafu áður Sagt. að ofstæki og sundrung í félagsmáluin Islendingn hér vestra er fiá hiuum islenzku Vest- ui heimsprestum runnið. Sigfinnur Pétnrsson og Jörgeu Björnsson ern lagðir á stað í landaskoð- u: arferð til Albei ta í Canada. llelborn liitiiiiiinel Er sú bezta viðarbrennsluvél sem til er. Clare Brothers co. Eldstór, hitunarvélar og hitaleiðarar 180 ílarket St. Wínnipejj Odörasti staðurinn í bænum. Cash Coupons. $3.00 í peningum gefnir fyrir alls ekki neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave, G. Johnson, corner Ross & Isabel Str., og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa þessar Coupous og gefa viðskiftamönn- um sínum þær fyrir hvert 10 centa virði sem keypt er í búðum þeirra og borgað út í hönd. Coupon bækur fást í þessum búðum, eða hjá The Buyers and Merchants Benefit Association, Room N Ryan Blk. 490 Maih Street H. W. /1. Chambre, landsölu- og eldsábyrgðar- umboðsmaður 373 Main St., Winnipeg. Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St. 50+132 fet. Verð að eins $200. Peningar lánaðir móti veði í bæjarlóð- um og bújörðum. Lán sem veitt eru á hús í smíðum eru borguð út smátt, eft- ir því sem meira er unnið að smíðinu. Eldsábyrgð. Hús til leigu Army and \nvy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfuin þær bczlu tóbaks cg vindla- byrKÚir sein til eru í þessum bæ, og selj- uin þær ódýram en aörir. Enda gerum vór meiri verzlun eii nokkur annar. Vér óskum eftn viðsk.ftum yðar. ff. Browfl & Cð. 5 U Main Str. á lioriiiuu á James St Oanadian Facific RAILWAY- EF ÞÚ hefir í hyggju að eyða vetrinum í hlýrra lofts- lagi, þá skrifaðu ossog spyrðr. um farnjald til California,, Ha waii-eyj anna, Japan, Bermuda og Vest-Indía eyjanna, eða heim til gamla landsins Niðursett far. Snúið ykkur til næsta C. J".\ R. um - boðsmanns. eða skrifið til Robert Kcrr, Traffic Manager, Winniprg, Man, Nortbem Pacilic B’y Samadags tímatafla frá Winniþeg. MAIN LINE: Morris, Emerson. St.Paul. Chicago, Tororito. Montreal, Spokane. Tacoma, Victoria. S ui Francisco.. Ferdaglega.......... l,00p. m. Keinur „ ........... 1,50 p.m. PORTAGE BRANCH. Portage la Prairie and inte- rmediat.s point-s .. Fer dagí. nema á sunnud. 4.54 p. m. Kemur dl. „ „ 10,45 a.. m. MORRIS BRANDOF BRANCfL Morris, Roland. Miarrm, Baldr, Belmont Wawanesa, Biandon einnig Sonris River Branch, Belmonl t.il Elgin.. Lv. Mon.. Wed., Fri.'I0.55a.m. Ar. Tup.s, Tur., Sat. 3.55 p.m.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.