Heimskringla - 28.12.1899, Blaðsíða 1
XIV. ÁR
NR. 12
WINNIPEG, MANITOBA 28. DESEMBER 1899.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
21. þ. m. brunnu járnbrautarverk-
stœði Milwaukee & St. Paul lélagsins í
Chicago. Skaðinn er metinn um $100
þúsund, og um 300 verkamenn mistu
atvinnu sina,
Hermálaskrifstofan á Englandi ber
á móti því, að vista- og vopnaskortur
sé í Ladysmith. Kveðst hafa fengið
sannar fregnir um það frá White hers-
höfðingja. Sumir œtla að herstjórnin
viti betur, en þetta sem hún segir fólk-
inu.
Nú er búið að kalla fyrir aðra her-
deild af hjálparliði héðan úr Canada.
Sagt að fleiri menn muni láta skrásetja
sig, en fái að fara. Það er álitið mjög
heppilegt, að sem flestir í þessari her-
deild væru menn sem verið hafa í
Northwest Mounted Police. Þeir sem
hafa verið í þessu ríðandi lögregluliði,
og þeir sem nú eru i því, eru sagðir
mjög fúsir til þessarar Afríkuferðar.
Verður eflaust margt af þeim í för þess-
ari hinnar seinni hjálparliðs herdeildar
úr Canada. sem á að heita The Canadi-
an Mounted Rifles. Hjálparlið þetta á
að sendast eins fljótt og hægt er að fá
það og útbúa.
Hinn viðþekti trúboði, eða umbóta-
kennimaður Dwight L. Moady, dó 22.
þ. m. Hann var fæddur í Northfield,
Mass., 5. Febrúar 1835. Hann vann
sem réttur og sléttur vikadrengur á
bóndabýli þar til hann var 17 ára gam-
all, þá varð hann skrifari á skóverk-
stæði í Boston. Árið 1856 fór hann til
Chicago, og þótt hann hefði þar góða
stöðu, fór hann jafnframt að geía sig
við trúboði þar á meðal fátæklinganna.
í þrælastríðinu var hann trúboði í
þjónustu Christian Commission félags-
ins. en varð litlu siðar trúboði fyrir
Young Mens Christian Association fé-
lagið í Chicago. Árið 1873 fór hann á-
samt Sanby, sem var sérlega góður
söngmaður, til Englands, og stofnsetti
þar vikulega guðræknisiðkanir, sem
strax voru vel sóttar, og hafa haft
mikla þýðingu. Árið 1875 sneru þeir
aftur til Ameríku, og komu á fót sam-
konar bænahaldi á afarmörgum stöð-
um. Aftur fóru þeir til Englands árið
1883. — Auk margra smábæklinga er
Moody gaf á prent, eru þessar bækur
eftir hann á prenti: ‘'Örvar og smá-
sögur", "Himininn”, “Hulinn mátt-
ur”, “Vegurinn til guðs og hvernig á
að finna hann". Þykja öll rit hans
mjög góð og skýrt skrifuð Moody bjó
um langan tíma í fæðingarstað sínum,
Northfield, Mass., og dó þar.
«
Mr. D. Monett, Liberal þingmaðurí
sambandsþinginu, og sterkur stuðn-
ingsmaður LaurierSí, hefir sent bréf til
blaðsins La Patrie, sem Tarte ráf'gjafi
á og stjórnar, og mótmælir því harð-
lega, að önnur herdeild úr Canada sé
Send til Afríku. Mr. Monet lýsir því
yflr í bréfinu að hann ætli að greiða at-
kvæði á móti sinum herra (Laurier) í
því máli Hann segir að fyrri hjálpar-
liðsherdeildin hafi að eins verið send í
pólitiskum tilgangi og engu öðru. En
að ætla að senda aðra herdeild, án þess
að þingið hlutist til um það, og þjóðin
sé að ganga of langt. Hann segir að
ef 25 þingmenn úr sínu fylki. hvort seru
þeir séu Liberalar eða Conservativar,
óski eftir að hann segi af sér þing-
mensku, þá sé liann reiðubúinn til að
senda forseta þingsins úrsögn sína, er
.—byggist á því, að hann í hæsta máta
mótmæli slíku gjörræði, sem hér sé um
að ræða.
Það er sagt að bæði hermenn og
herbúnaður sé fluttur inn í Afríku í
gegnum Delagoa-höfnina, og séu port-
úgiskir embættismenn þar í sambandi
að greiða veg þessa innflutnings. Alt
þetta lið og hergögn gengur í lið með
Búunum, Maður sá sem skýrir frá
þessu, segir að öll Evrópa, svo sem
Þjóðverjar, Belgir, Rússar, Svíar, Ir
ar og Hollendingar, séu í samantvinn-
aðri bendu, sem standi á bak við Bú-
ana með hjálparlið, matvæli og her-
gögn. Þessi fregnriti segir að Dr
I-æyds sé driffjöðrin í öllu þessu sýsli.
Hann hafi ógrynni fjár frá Kruger
gamla, og lið það sem Dr, Leyds útvegi
°g sendi, sé einvalalið og útbúnaður
Þess hinn bezti. og það séu mestu fjar
atæður og öfgar. að til Búanna veljist
ekki nema landhlauparar og ónytjung-
ar. Hann álítur að það hefði verið
miklu betra fyrir EngÞudinga, að De-
lagoa höfnin hefði verið opinber eign
Búanna, þvi þá gætu Englendingar
reist skorður við þessum inntíutningi,
með því að senda þangað flota, sem
þeir geti ekki undir núverandi kring-
umstæðum. —Þessi fregn kemur heim
við það, sem getið var til í síðustu
Hkr., að heilladisir úr Norðurálfunni
mundu standa á bak við Búana.
22. þ, m. hljóp jarðfall niður á bæ-
inn Amaifi, sem er sjóbær í héraðinu
Guj Salerno á Ítalíu. Margar hallir og
klaustur urðu undir þessu jarðfalli,
Menn vita ekki enn þá hvað margir
hafa mist lífið og hvað miklum skaða
það hefir valdið.
í vikunni sem leið dó einn af þeim
allra elztu mönnum, er fæðst hafa í
Manitoba. Maður þessi hét John Set
ter. Hann var fæddur 1828. Mestan
hluta æfl sinnar vann hann fyrir Hud-
son Bay-félagið.
Enskur fregnriti segir svo hljóð-
andi sögu af hershöfðingja Phillip
Koch, er dó úr sárum um daginn:
Einn af þeim fyrstu sem ég rakst á
meðal hinna særðu, var hershöfðÍDgi
Kock. Hann lá í litln og óálitlegu
tjaldi alveg klæðlaus. Hann sagði mér
að enskur hermaður hefði kcmið inn til
sín og rænt sig öllum þeim peningum,
sem hann bar á sér. Þar næst vasaur-
inu, og síðast öllum fötunum nema
kápu garmi. Hann hélt að þessi ræn-
ingi mundi hafa verið í herflokki, sem
samanstæði mest af kynblendingum.
Þunt og óhreint brekan var breitt ofan
á hershöfðingjann, og dýnan sem hann
lá á, var bæöi þunn og blaut.
Þrátt fyrir það að hershöfðingi
Koch var mjög hættulega særður, og
sveitarforingi Althorn hafði lofað hon-
um persónulega að hann skyldi verða
sendur tafarlaust til Pretoria, þar sem
hann gæti fengið læknishjálp og hjúkr
un, þá þverneitaði White hershöfðingi
því algerlega að hann fengi fararleyfi
þangað, vegna þess að sér og Bretum
væri svo mikill slægur í öðrum eins
manni og honum. Þessi hershöfðiagi
Kocli, var systursonur yfirhershöfð-
ingja Koch. sem er einn með beztu hers
höfðingjum Búanna, 10 dögum síðar
lýsti White hershöfðingi því yfir, að
Phillips Koch væri dauður af sárum,
Þykir þetta athæfi brezkra hermanna
og hershöfðingja rýra miög drengskap-
arorð Breta, eins og svo margt annað,
sem nú er að komast upp um þá.
Blöðin fullyrða nú að hershöfðingi
James Herbert Yule sé orðinn vitskert-
ur. Yule tók hershöfðingjastöðuna eft-
ir Symons hersh., sem dó úr sárum á
deginum nálægt Dundee. Fór Yule
með herdeild sina áleiðis til Ladysmith,
og hefir hann siðan ekki verið orðaður.
Sagt er að enska herstjórnin hafi af
ítrasta megni haldið þessum ófögnuði
leyndum. Á deeinum var sagt í blöðun-
um, að Yule mundi vera kominn á
heiinleið til Englands og ýmislegt fleira.
Eru þær sögusagnir álitnar af völdum
stjórnarinnar til að draga yfir ærslu
Yules.
23. þ. m. sprakk kolanáma 4 milur
frá Brownsville Pa. 60 námamenn urðu
undir. En fremur varð annað náma-
slys í TJniontown Pa. urðu þar 75 menn
undír, og er sagt að sú sprenging hafi
verið svo stórkostleg, að allir muni
hafa mist lífið, sem niðri í námunum
voru.
Nú segja blöðin að Laurier muni
kalla saman sambandsþingið annað
hvort 4. eða 11. Jan. næstk. Hann
muni ekki þora að senda aðrt herdeild
til Afriku, nema fá samþykki þingsins
Hertoginn af Westminster, sem fyr-
ir löngu siðan var álitinn einhver hínn
auðugasti maður á BretJandi, og átti
margar hinar verðmætustu jarðeignir í
I iondon, er nú dáinn. Það hafa verið
gerðar imargskonar og mjög mismun-
andi áætlanir um eignir hertogans, en
nú reynast þær að vera $200,000.000
—Hsrtoginn var fæddur 1825. Hann
var byrjaður 75. árið, þá hann dó. Elzta
dóttir hans giftist prins Adolphus of
Teck i Desember 1894. Erfingi herhog-
ans er grefinn Belgrave.
22. þ. m. druknuðu 40 skólabörn í
ánni Lys á Frakklandi. Þeim var gef-
ið skólafrí, og voru þau að leika sér á
ísnum, sem alt i einu sprakk niðurmeð
þau.
Ungfrú Ida Smith íNewYork. sem
er sunnudaga skólakennari í stórum
söfnuði, var 21. þ m. tekin föst fyrir að
hafa stolið ýmsum mnnum úr fjölda-
mörgum búðum. Hún segist hafa ætlað
að gefa skólabörnunnm sínum alla
þessa muni, sem jólagjafir. — Viða er
drottins hjörðin mislit. — Ofannefndan
dag, í tömu borg, skaut J. Gardiner
konu sína og siðan sjálfan sig. Hann
var 60 ára gamall en konan 24 ára. Til-
gangur Gardiners með þessu voðaverki
var enginn annar en sá, að myndir af
þeim hjónum komu út í fréttablöðun-
um. Hann var oft búinn að tala um
þetta áður við konu sína, og var hún
orðin svo hrædd við hann, að hún var
hætt að búa saman við hann. En svo
heimsótti hann hana nndir því yfir-
skyni, að hann væri á förum vestur í
fylki, og lést ætlaað kveðja hana. En
kveðjan varð sú, að hann skaut hana
og svo sjálfansig.
Lewis Perry, 33 ára gamall, og sem
eittsinn var í her Spánverja, var nýlega
skotinn til dauðs af frænku sinni, Liz-
zie Morse, áheimili föður hennar, West
Natich, Mass. Skaut hún á hann 4
skotum, 2hittuhanní hjartastað. Ung-
frú Morse. sem nú er i fangelsi, segist
hafa haft fylsta rétt til að vinna verk
þetta. Hún segir að faðir og skyldfólk
sé með auðugasta og bezt metnu fólki
þar um slóðir. Perry og Slappen vinur
hans hafi komið heim til sín á hjólfák-
um, og hafi Perry ætlað að vaða inn í
húsið, án þess að skýra frá erindum.
En hún sett þvert nei móti því athæfl.
Hafi Perry þá farið í kringum húsið, og
brotið 2 rúður £ eldhúsglugganum. Hafi
hún þá séð að svobúið mátti eigi standa
og hafi sótt marghleypu sína. Þegar
Perry kom aftur að framdyrunum, hafi
hann umsvifalaust gengið inn í stáss-
stofuna, þar sem hún sjálfog systir
sin Electra Morse hafi staðið. Hafi þá
systir sín ætlað að berja Perry í höfuð-
ið með boltasleggju, en hann haflþá
gripið um úlflið henni og forðað sér frá
högginu, oglagthinn handlegginn ut-
an um mittið á henni, og hafi systir
sín rekið upp hljóð. En Lizzie
segist ekki hafa þolað að sjá þessar að-
farir. því hún sé eldri en Electra. —
Fréttir frá Yukon um 20. þ. m.
segja að veturinn hafi komið snemma,
og frostharkan sé þar mikil. Sagt er
að gullnámar séu einlægt aðfinnast þar,
en all erfitt er að grafa þar því gullið í
þeim er á 1,000 feta dýpt. En $800
eiga að fást úr hverri smálest.
Rennes.
I.
Bak við fláttskap, fölsuð rök,
Fellidóm um hrakta sök;
Bak við dómhring borðalagðan,
Brjóstin köldu stjörnuglæst,
Krossinn helgi hangir uppi
hátt í þingsal dómstól næst.
Kristna heimsins hugsjón æðsta,
Háleitt tákn um bætta synd—
Fólksins trú á fórnardauðann
Fávís dýrkar enn þá mynd
Hjátrú aum á annars björg,
Drottinssvik við siðakrrfta
Sjálfra okkar, vantrú glapta
Samvizkanna uppgjöf örg.
Þessi trú og tálvon lands,
Töfrabragð á skynsemd manns:
Annars sekt ef saklaus beri
Sakfellinginn hreinsi það,
Laus við upptök öll, að vinna
Ódæðið í skálksjns stað ;
Laus við glæpsins brodd og beizkju
Bitrustu—t>að var mín skulA!
Seltum manni sannbein leið til
Sjálfbetrunar þannig huld—
Róðan þarna á þessum stað
Lýðsins draumur dæmisríkur.
Drottinn, sínu fólki líkur,
Heimtar sömu sætt og það.
Þarna er samfelt sál og vit,
Siðferði og trúarnyt,
Insta hugsjón horfnra alda,
Hún sem treystum frelsi oss
Leikin trútt, en öllum óvart,
Undir þessum forna kross.
Engin sérstæð katólsk kredda
Kirkjan óskift forn og ný.
Enginn faanskur æðiskippur—
Alþjóð manns á hlut að því.
Eðli, menning alt svo skylt,
i*’ast um taug og tízku vafin.
Trúin yfir sannleik hafin
Hrópar: laust og lögmál fylt!
II.
Hérna sjást þín handaverk
Heimsins menning fræg og sterk,
Glögt á þessum dæmda Dreyfus
Djúp og skýr og laus við prjál—
Þú hefur tamið alt hans eðli,
Útlit hans og beygðu sál.
Innrætt honum trúartraustið
Tign og drengskaþ hermanns á
Sem hann níddur, niðuriútur,
Neyðist seint að víkja frá.
Viðlíkt hefði í vafasök
Sjálfs ’ans ilómi haliað hróðug
Hlíðnin—eiginreynzlan blóðug
Kendi sál hans sárbeitt rök
Fjör og þor er þornað hjóm,
Þolinmæði beizk og tóm
Skap hans orðið—andans kraftar
Allir deyfðir nema hún;
Eyddir vöðvar, augað sljófgað,
Ofraun merkt á sígna brún-
Er ’ann hnegir, heilsar dómi
Hæverskt, finst oss nærri því:
Refsivönd hann reiddann kyssi
Rangsleitninnar hendi í.
Þegar glymur heift og hróp,
Hyggja og tunga hlekkjaþjálar
Hlíðni beygðrar fangasálar
Kæfir niður angursóp.
—Þegn, sem nuddað hlekk af háls
Hefur til að kallast frjáls
Eftir marga mæðukippi,
Meidda taug og slitna æð,
Stefndu öll að eignast þetta
Umbrotin þín sterk og skæð?
Þú sem átt hjá öðrum þjóðum
Óbætt víg og föðurgjald
Sem að ólst upp hér til hefnda—
Hneptist sjálfur í það vald !
Út um heim að lierja, þjá,
Nái ei harðbýll hermannsandi:
Hefnist eigin þjóð og landi,
Sinna fóstra frelsi á.
Dómur þessi ei þykja mun
Þýðingarlaus tilviljun.
Sannort vitni er hann, sem hrópar
Hugboð þitt um lög og rétt;
Nafn þess konungs er á auðan
Einvaldsstólinn hefir sett—
Senn af þessum seka Dreyfus
Synir þínír taka við.
Þarna sérðu Frakklands frelsi,
Framtíð þess og stefnumið !
Eyddu, milli fjöru og fjals,
Höll og kirkju /tverja í landi:
Keisaraveldi, páfaandi
Stjórnar jafnt frá koti karls.
Stephan G. Stephansson.
Nú í seinni tið hefir Hkr. flutt 3
kvæoi eftir Stephan G. Stephanssor,
sem sé. “Filipseyjar’,, “Transvaal” og
“Rennes.” Kvæði þessi eru stórkost-
leg á sinn hátt, og langt er frá því að
blaðið hafi sömu skoðanir og höfund-
urinn setur þar fram, á þeim málefnum
sem þau fjalla um. En blaðið áleit ekki
rétt, að synja þeim rúms úr því höf fór
þess á leit að þau yrðu prentuð, Menn
verða að gæta þess, ef þeirn þykja þessi
kvæði harðorðog ófyrirleitin, að hér er
um ; káldskap að ræða en en ekki rit-
gerc ,, og höf. verður að vera einn til
frásagnar um, hvort þar koma fram
skoðanir lians, sannfæring eða skálda
lýsing Höfundurinn hefir eins mikinn
rétt á kvæðum sínum og framsetningi
eins og hver annar, eins lengi og hann
vill vera ábyrgðarfullur fyrir þeim.
En því mun enginn maður neita, að
þessi kvæði eru öll hin frægustu skáld-
verk, eins og yfir höfuð alt, sem birtist
eftir þenna skáldmæring þótt sumum
kunni ef til vill að þykja hann hafa tek-
ið ærið sterkum höndum um hörpu-
strenginn, einkum i kvæðinu'Transvaal’.
Ritstj.
/
Islands-fréttir.
(Eftir Stefni).
Akureyri, 30. Sept. 1899.
Verziun er altaf fremur lifleg. Háa
verðiðá saltfiski helzt stöðugt. Kjöt-
verðið er 18. 16 og 12 a. lægst, eftirsókn-
in eftir fé mikil, og allar vænni kindur
keyptar fyrir 10—12 a. pd. í lifandi
vigt. Akareyrarkaupmenn bera sig
lfka vel eftír björginni, og fara þvera
ogendilanga Eyjafjarðarsýslu og nokk-
urn hluta Þingeyjarsýslu til að fala og
kaupa fé. einkum í skuldir. Kaupfé-
lögiu nærlendis hafa sent út til Zöllnes
um 7 þús. fjár og Fr. Kristjánsson og
Magnús á Grund nokkur hundruð.
Spá margir að fremur muni draga úr
sendingum til Englands framvegis.
verði verðið á fénu nú eigi einhverja
vitund ljúfara en í fyrra. Akureyrar-
kaupmenn slátra allir fé sínu og flytja
út kjöt og gærur, nema þeir Kristjáns-
synir, sem ætia að selja hátt á annað
þús. fjár tilNoregs. Var þaðheppilegt
að fá markað þar fyrir sauðfé, þó Varla
verði búist við að þangað seljist marg-
ir skipsfarmar.
Jarðeplauppskera á Akureyri varð í
haust með allra bezta móti, víða mnn
hafa fengizt tunna af 10 ferh. faðtna
bletti. Það er lausleg ágiskun, sem
varla er langt frá lagi, að kartöfluupp-
skera í bænunt verði í haust fullar 1000
tunnur; verðið á þeim er 8 kr. tunnan.
I bænum eru nú um 120 dagsláttur af
túni í særailegri rækt og mun bafa gef-
ið af sér 10 tuttugu fjórðungahesta
hver til jafnaðar í sumar. en úthey-
skapnr bæjarmanna mun hafa verið
nálægt 10ý)0 hestum, sem að vísu er
heyjað utanbæjar meir en helmingur.
Ágizkun er því að bæjarbúar hafi í
haust átt 16 þús kr. virði í kartöflum
og heyi, og er það fullar 16 kr. á mann,
Ailabiögðeru lýr. alveg beitulaust
um allan fjöi ð, eti ísuefli sagður nokk-
ur úi á fiiði þegar beita fæst.
Veðrátta stirð siðan um fyrstu
göngnr.
20. Okt,
Sild er farin að aflast í net hér á
firðinum, og er töluverður fiskiafli á út-
firðinum síðan beitan kom. 9. þ. m.
var fyrst komið með um 200 síldar af
Akureyrarhöfn, nýrunnin feit og góð
hafsild, siðan hafa menn fengið nokkuð
flesta daga, 1—5 tunnur á bát, ■ g all-
staðar kvað verða síldarvart á firðinum
þar sem reynt hefir verið.
Sjálfsmorð. Vinnumaður á Sigltt-
firdi skaut sig nýlega.
Slys. Kvennmaður slasaðist í tó-
vinnuvelunum við Glerá í sumar, lenti
með hendina í þeim, sem skaðaðist svo.
að af varð að taka. — Maður fram í
Firði skaut skammbyssukúlu gegnum
hendina á sér nýlega í ógáti, haldið að
hann muni verða jafngóður.
Möðruvallaskólinn er fullur að
vanda, en talsvert færra í kvennaskól-
anum, þar um 20 stúlkur.
íshús. Hinir framtakssömu Wath
nes erfingja ætla í haust að byggja
stórt og vandað íshús á Oddeyrartanga.
DÁNARFREGN.
Einsogáður var fra sagt i 3. nr.
Hkr. lézt hinn 21. Okt. síðastl. konan
Kristjana 8igurðardóttir á spít.alanum
i Winnipeg, 39 ára gömul. Hún kendi
fyrst til innvortis meinsemda siðasti.
vetur. og varð það banamein hennar.
Kristjana sál. var fædd 22. Febr-
úar 1860 á Ingjaldsstöðum í Bárðar-
dal í Þingeyjarsýslu. Faðir hennar,
Sigurður Eiriksson, dó þegar hún var
14 ára gömul, en móðir heunar, Guðrún
Erlindsdóttir, sem er á íslandi, mun
enn vera lifandi.
Árið 1881 giftist hún Snorra Jóns-
syni, frá Fjöllum i Kelduhverfi í Þing-
eyjarsýslu. Arið 1883 fluttu þau vest-
ur um haf og settust að við Icelandic
River í Nýja íslandi, — Þau hjón lifðu
í blessunarríku hjónabandi i 18 ár.
Þeim varð 4 barna auðið, sem öll eru á
lifi; 3 synir og 1 dóttir; það yngsta 10
ára. Mannvænleg og vel gefin til sálar
og likama, og líkleg til beztu uppbygg-
ingar í mannfélaginu.
Kristjana sál, var bezta roóðir og
eiginkona, kristilegahugsandi, blíð og
viðkvæm, vel gáfuð og prýðilega vel að
sér glöð og skemtileg heima að sækja.
og vildi jafnan láta alt hið bezta af sér
leiða. Er hennar því sá.'t saknað af
öllum sem hana þektu.
Og um leið og vér kveðjum hana i
siðasta sinni. viljum vér með klökkum
huga helga henni vorar þakklætis til-
finningar, fyrir góða og blessunarríka
viðkynningu á samleiðinni. Blessuð
sé minninghennar.
Æfirainning
KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR.
Dimm erleið, ogdaprar vökunætur,
Dagar langir fá mér litlar bætpr,
SAl og líkam sérhvert þreytir starf
Síðan ástarljós míns hjarta hvarf.
Áður léttbær öll mér þótti vinna
Athvarf jafnan þreyttur mundi finna
Styrk i hverju stríði lifs ég hlaut
Studdur mínum dygga förunaut,
Nú er dimt og dapurt fram á veginn,
Drúpa höfðum föl og harmi slegin.
Blómin okkar, bezta elskan mín!
Burt er ljúfa móðurhöndin þín.
Stór þó væri auðlegð okkar eigi,
Altaf gerði bjarta okkar vegi,
Ljósið vonar. ljósið kærleikans
Ljósið guðs í hjarta dauðlegs manns.
Banamein þitt blæja myrk oss faldi
Bata-vouin skilnað hollan taldi,
Heilabráttég hugði þig að sjá—
Hel og gröfin, lej'ndist skemra frá.
Hvað má þreyttum hvíld og styrk-
leik veita
Hvað má sorg í frið og gleði breyta?
Það er lausn viðþraut og kíf,
Það er von um annað betra lif.
Harmaskúr þó skyggi tuína vegi
Skýin rofna, bak viðþau ég eygi
Ljósið vonar, ljósið kæileikans,
Ljósið guðs í hjarta dauðlegs manns,
Þúert hjá mér. horfin burt, þó sértu,
Hjai ta mínu nálæg jafnan ertu.
Þar ei hiti þinnar ástar dvín
Þar æ lifir blessuð minning þín.
Heitn þér fylgir hjarta mitt ogandi
Heim að björtu sælu-vonar-landi—
Þitt er lokið starf og dauða-strið
Stund min kenn.r, ésr er til og bið,
S. Jónsson.
Bókband.
Landar góðir. Ser.dið méí allar
þær bækur, sem þi ð þurfið að láta
binda. Eg ábyrgist eins gott og vel af
hendi Jeyst bókband eins og þið getið
fengið annaistaðar.
ElN’AIt Gislason.
525 Elgin Ave.
Vjer fyrstir.
Oss hefir aftur hlotnast aðnáfyrstu
einkunn fyrir tilbúning hins áferð-
arbezta haust og vetrarfatnaðar.
Það er engin tilviljun að vér höfum
náð þessum vinsæidum, heldur er
það eðlileg afleiðing af þekkingu
vorri á þvi, hvernig fötín eiga að
vera búin til svo að þau fari vel og
séu almenningi þóknanleg.
Áferðarfallegasti tilbúinn fatnaður
sem gerður er í Canada, er búinn til
á verkstæðum vorum. Enginn ann-
ar fatnaður er eins vel gerður.
Engin fataverksmiðj? notar eins
vandað efni. Þetta er hreystilega
talað, en vér erum reiðubúnir að
færa fram sannanir fyrir því.
Föt vor eru þannig sniðin, að þau
passa öllum mönnum og verðið
við allra hæfi.
Cor. City Hall Square & Main St.
Fyrieide
er nú á 150 þúsund heimilum. Það
er eldslökkviduít. Ef aðeins hnefa-
fylli af því er fleygt á eld, þá slökkn-
ar hann samstundis. Þegar kviknar
í húsum er duít þetta ómissandi. Það
slökkvir eldinn hvað stór sem hann
er. Duft þetta gerir engar skemdir
á húsum eða húsmunum. Það er
og hreinlegt og aðeins slökkvir
eldinn. Það missir ekkert af krafti
sínum þó það sé geymt svo árum
skiftir. Það má geyma það hvar sem
vill, það frýs ekki. Það skaðar ekki
það fari í augu manna eða munn
og nef eða ofan í mann. Duft þetta
er selt í baukum, sem kosta $3.00
hver í Winnipeg, en $3.25 utanbæj-
ar. Vertyllum baukanaaftur kostn-
aðarlaust, ef duftið úr þeim hefir
verið notað til að slökkva eld með,
og vér fáum fregnir af því sem vér
svo megum auglýsa. Þelta duft er
tilbúið af
THE FYRICIDE C0MPANY,
44 Murry St. New York.
Agent í Winnipeg, M. L. Adams.
Umboðsmaður meðal fslendinga
Stefán Oddleifsson,
Hnausa, Man.
Frekari upplýsingar fást á skrifstofu
Heimsk'-inglu.
ALMANAK.
fyrir árið
1900.
Nú er almanak mitt til sölu hjá
öllum mínum útsölumönuum, sem hafa
að undanförnu, og
KOSTAR 25 CENT.
Innihald þess er :
Timatalið fyrir árið 1900.
Dagatafla fyrir áiið 1900.
Vaiurinn, saga þýdd af J. R.
Safn til landnámssögu íslendinga í
Vesturheimi.
Tildrög að íslenzkum útflutningi til
VTest,urheims. — íslenzkur útflutningur
byrjar—.Stutt fpröasaga hinna fyrstu
vesturfara frá Islandi. — Æfisöguágrip
hinna fyrstu vesturfara með myndum.
— Landnámiðá Washington-ey. Eftir
Árna Guðmundssen
Landnám íslendinga í Mnskoka, í
Ontario og tildrög að því. Eftir Ás
geir V. Baldvinsson.
Þáttur íslendinga í Nýja Skotlandi,
Eftir Sigurð J. Jóhannesson.
Landnátn Islendinga í Minriesota.
með mynd af fyrsta landnámsmannin-
um, Gunnlaugi Péturssyni og konu
hans
Telegrafinn.
Líf verkainannanna.
Rikmannlegai gjafir.
Ý mislegt.
Helztu viðburðir og mannalát meðal
Islendinga'i vesturheimi.
Almanakið er 106 blaðsiður af les-
máli og prentað með smáu letri.
Þeir sem eigi ná til útsölumanna
minna. ættu að senda pautariir sínar til
míti. Þeir sem senda borgun fyrir 4
eintök, fá það 5. í kaupbæt.ir.
ÖLAFUR S. THORGEIRSSON.
P. O. Box 1292, Wínnipeg, M in.