Heimskringla - 18.01.1900, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.01.1900, Blaðsíða 1
nei mskrmgia. XIV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 18. JANtJAR 1900. /5 Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Fimtán skóiabörn voru í síðustu viku á heimleið frá skóla i smáþorpi nokkru i Ontario. Stórhrið skall á þau á heimleiðinni. svo að þau viltust og létu öll lífíð. Þau fundust daginn eftir öll í einum hnappi ok í faðmlögum og öll frosin til dauðs. Það hafði snjóað yfir þau og þess vegna fundust þau sið- ar en annars hefði orðið. Fréttir frá striðinu i Suður Afríku hafa verið mjög ógreinilegar og óáreið- anlegar síðustn viku. Bretar hafa nú mist um 7,500 manna sært og drepið af sínu liði í þessu stríði, þegar síðast fréttist. En Búar segjast hafa m ist um 4,500, særðir og fangar meðtaldir.— Það virðist að Bretar hafi verið uín tíma aðgerðalitlir, en þoka liði sínu á- fram hægt og gætilega. Stefna þeirra er að komast bak við Búa-herinn hjá Ladysmith og koma Búunum þannig í þá úlfakreppu að þeir ná ekki að flýja til fjallanna, og sækja þá svo frá tveim- ur hliðum. — Mannskæð orusta var háð við Ladysmith 6. þ. m, og stóð yfir 2 sólarhringa, segir fréttin, Er svo að sjá af fregninni að hvorugir hafi unnið svig á öðrum, en mannfallið var stór- kostlegt á báðar hliðar og er það ekki talið með framanritaðri áætlun. — Brezku ráðgjafarnir liafa orðið að játa á opinberum fundum, að Bretar hafi enn sem komið er orðið undir i viður- eigninni við Búana. Ensku blöðin eru æst mjög út af þessu og ávíta stjórn- ina harðlega fyrir óforsjálni hennar og þekkingarleysi á herútbúnaði Búanna_ —Það er búist við hörðum atlögum að stjórninni þegar þingið kemur saman. Telja allir vist að stjórn hennar á stríði þessu ríði henni að fullu bráðlega. Luigi Crispi, sonur Crispi stjórnar- formannsins á Italíu, var nýlega dæmd- ur í 4 ára fangelsi fyrir að stela gull- stássi frá konu nokkuri, sem hann var kunnugur. Þjófnaður‘þessi var fram- í April 1896. Þjófnaður, dynaraite-sprenging og morð, hefir nýlega verið framið í Toron' to. Heitir sá Henry Williams, sem morðið framdi. Hann hefir verið dæmdur til dauða. Henry þessi, og annar maður, Curtes að nafni, voru að fremja rán þegar morðið var framið. Höfðu þeir á sér dynamite, og var Cur- tes dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að hafa það í vörzlum sínum. Hefir at- vík þetta ollað allmiklum æsingi í To- ronto, Þar eru nú 250 lögregluþjónar, en hlöðin heimta að 100 mönnum sé tafarlaust, bætt við þann flokk. Auðmannafélag nokkurt, er mynd- að er af mönnum i New York, Chicago, Montreal og London, keypti nýlega af Sir W. Van Horne og Mr. Mackenzie einkarétt þeirra á rafmagnsbrautum á Cuba fyrir nokkrar milónir dollara. Franskt herskip hefir nýlega skotið á og sökt tveimur kínverskum herskip um. Frakkar hafa nú tekið yfirráð yfir Kwong Chan Wan-flóanum og ætla sér að halda honum. Þrætumál hefir verið um undanfarin tíma milli Frakka og Kínverja út af þessu lands svæði, Frakkar settu þar hersveitir á land, rændu þar og brendu þorp nokkr. Þykja Frakkar ærið yfirgangsamir og mjög líklegt að Kínar reyni að hefna sín. Brezka stjórnin hefir tilkynt Otta- wastjórninni að hún hafi þegið boð Strathcona lávarðar (Sir Donald A Srnith). að hann beri kostnaðinn við að senda 400 canadiska riddara í stríðið í Suður Afrfku. Þessir 400 rnenn verða flestir teknir frá Norövesturhéruðunum og British Columbia. Queens hótelið í Pilot Mound, Man skemdist í eldsvoða 12, þ. m., en fyrir skjóta hjálp bæjarbúa varð eldurinn slöktur áður en skaðinn varð mjög mikill. Mestur var skaðinn áhúsmun um af vatni, sem notað var við að slökkva eldinn. Fjárhirzlan er tóm ! $200,000 sjóðþurður ! Nýja fylkisstjórnin er tekin til starfa. En eins og vonlegt er, hefir hún ennþá ekki haft tíma til að kynna sér ástand fylkisinsnákvæmlega. En nýja stjórnin hefir þó komist að því, að það er um 200,OCO (lollara sjóðþurður hjá Greenwaystjórninni fyrir síðastliðið ár. 1. Tillagið til alþýðuskólanna í fylkinu fyrir síðari helming ársins 1899 er milli 180,000 og $90,000. Enga ráðstöfun hafði Greenwaystjórn in gert til að lúka þessari réttmætu skuld, og — FJÁRHIRZLAN VAR TOM! 2. Greenwaystjórnin hafði dregið út $65,000 af viðskiftahanka sínum, framyfir það sem hún átti þar inni. Þetta var skuld við bankann og ekki eitt einasta cent til að borga hana með, því — FJÁRHIRZLAN VAII TÓM! 3. Kosningaskuldirnar standa ennþá óborgaðar og ýmsar aðrar skuldir sem þegar eru fallnar í gjald- daga. En ekkert var til að borga þær með,því—FJÁRHIRZLAN VAR TÓM! 4. Útgjöld stjórnarinnar eru alt að $40,000 á mánuði. Það getur far- ið svo að verkamenn hennar verði að bíða eftir kaupi sínu, þar eð ekkert er til að borga þeim með, því FJÁR- HIRZLAN ER TÓM! Það er því auðséð að nýja stjórnin hefir nóg að gera fyrst um sinn að útvega inntektir til að drepa í skörð- in sem Greenwaystjórnin skildi eftir auð og tóm. Eins mega kjósendur í Manitoba búast við meiri og fieiri fréttum í þessa átt þegar tram líða stundir, því ekki er alt upp komið enn þá. Enn svo mikið má þó segja að Greenwaystjórnin hefir skilið mjög illa við, og komið fjárhag fylkisins í mesta ólag. Þessi hálf- þriðja millión dollars sem þeir tóku til láns er alt eytt auk árlegra inn- tekta, sem nema frá hálfri millión til 900,000 á ári. í kosningabarátt- unni var oss sagt að fjárhagur fylk- isins stæði vel, og að óþarfi væri að finna að íjárhagsstefnu stjórnarinnar undir yfirráðum Col. MeMilian’s, en fylkisbúar voru á annari skoðun og þess vegna var Greenwaystjórnin rekin frá völdum. Vér búumst við að geta á sínum tíma sannað að það hafi ekki verið gert að ástæðulausu, The Home Life Association of Canada. Incorporated by special act of Parliament. 'Höfuðstóll—ein millíón dollars.' Yfir fjögur hundruð þúsund dollars af höfuðstól HOME LIFE félagsins hafa leiðandí verzlunar- rnenta og peninp;a-menn i Manitoba og Norðvestur- landinu keypt. HOME LIFE hefir þessveg;na meira afl á bak við sig í Mani- toba og Norðvesturlandinu en nokkurt annað lifsábyrgðarféiaí!. Lífsábyrgðarskýrteini HOME LIFE eru af öllum er sjá þau álitin að vera hin fullkomnustu lífsábyrgðarskýrteini, er nokkru sinni hafa boðist, Þau eru skírt prentuð, auðskilin, laus við tvíræð orð. Dánarkröfur borg- a.ðar sainstundis og sannanir um dauða félagslima liafa borist félaginu. Þau eru ómótmrelanleg eftir eitt ár. Oll skýrteini félagsii s hafa ákveðið peningaverðmæti eftir 3 ár, og eru pen- mgar lánaðir út á þau með betri skilmálum en nokkurt annað lífsábyrgðai félag býður. Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá w. H. WHITE, ARNA EGGERTSSON, MANAOElt. OENEllAL AGENT, Mclntyre Hlock, Winnipcg;. I*. O Hox 245. og eins hitt að stjórnarskiitin sem orðin era séu iylki þcssu til stórra hagsmuna. Bréf frá llöfn. Skendergade 52, Kaupmannahöfn, 21. Desember 1809. “Kvennfélag Tjaldbúðarsafnaðar” og kvennfélagið ‘‘Gleym mér ei”, 1 Winnipeg. Heiðruðu kvennfélagskonur. Það er Ijúf skylda mín að senda ykkur nokkur þakklætisorð f^'rir alt ykkar blessunarrika starf í þarfir Tjald buðarsafnaðar. Kvennfélag Tjaldbúðarsafnaðar hefir borið hita og þunga dagsins frá þeitn tíma, að það var stofnað haustið 1897. Þökk sé ykkur öllum fyrir allan velvilja ykkar tii Tjaldbúð- arinnar og allar gjafir þær, er þið hafið gefið henni. “Gleym mér ei”, Ykkur verður ekki gleymt. Fátæklingarnir i Winni- peg, sem þið hafið glatt, gleyma ykkur ei. Þeir sem hafa sótt skemtisamkom- ur ykkar í Winnipeg, gleyma ykkur ei. Ég hygg að næstu árin gieymi ykkur ei. Þökk fyrir alt starf ykkar. Það gleymist ei. “Kvennfélag Tjaldbúðarsafnaðar’’ og kvennfélagið * ‘Gleym mér ei”. Ég þakka ykkur fyrir liðnu árin og óska ykkur Gleðilegt nýtt ár, Færið vinum Tjaldbúðarinnar þökk frá mér fyrir gömlu árin og innilega ósk- til þeirra frá mér um gleðilegt nýtt ár. Gleðilegt nýtt ár fyrir Tjaldbúðina og öll þau félög, sem standa i sambandi við hana. Ég get ekki látið hjá liða að færa ykkur þær fréttir, að séra Hafsteinn Pétursson, frá Winnipeg, Manitoba, Canada, kvæntist 16. þ. m. Fröken Conradine Vilhelmine Petersen. Kona hans er af dönskum ættum, fædd og uppalin i Kaupmapnahöfn. Hún hefir komið tii Vesturheims. Og fyrir nokkr- um ^rum (1893) ferðaðist hún um Skot- land og Island. Hún skilur og talar lítið eitt islenzka og enska tungu. Saga Tjaldbúðarsafnaðar er henni allkunn. Það var þess vegna eðlilegt, að hún og séra Hafsteinn héldu brúðkaup sitt á afmælisdag Tjaldbúðarinnar 16. Desem- ber. Hjónavígslan fór fram i kyrkju þess bæjar á Sjálandi, er nefnist Skel- skör. Prófastur V. Bondoí Skelskör gaf þau saman i hjónaband. Svara- menn þeirra voru Móses Melchior, stór- kaupmaður i Kaupmannahöfn, (og Aail Friis, kaupmaður i Kaupmannahöfn. Brúðkaupsveizlan var haldin heima hjá prófasti Bondo. Hann færði btúðhjón- unum fagurt brúðkaupskvæði, er hann hafði sjálfur ort, og mælti fyrir minni brúðhjónanna af mestu snild. Meðan brúðkaupsveislan stóð, fengu brúðhjón- in fjölmörg hraðskeyti (telegram) frá vinum brúðaiinnar i Iíaupmannahöfn og Gautaborg i Sviaríki, með hamingju og blessunar óskum. Þegar séra Hafsteinn og kona hans komu aftur til Kaupmannahafnar frá Skelskör. þá héit herra stórkaupmaður Moses Melchior þeira stórkostlega veizlu heima hjá sér 20. Desember. Skrifstofustjóri V. Behrend færði séra Hafsteini og konu hans brúðkaups- kvæði. Fyrir minni hjónanna töluðu stórkaupmaður Moses Melchior, séra Juel Bondo. prestur við Frúarkyrkju í Kaupmannahöfn og yfirréttarmála- færslumaður J. L. Busch. Kona séra Hafsteins svaraði ræðum þessam fyrir hönd þeirra hjóna. Og í veizlulokin talaði séra Hafsteinn fyrir minni stór- kaupmanns Melchiors, er stóð fyrir veizlu þessari. Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir liðnu árin. “Þökk fyrir allt”. Ilafnteinn Pjetursson. My love to my beloved husbands old Congregation “The Winnipeg Taber- nacle” from Conradine Pjeiursson. Aukakosning í Winnipeg. PUTTEE FYRIR FÓLKIO! Winnipeg hefiir verið þingmans laust kjördæmi i Ottowa þinvinu í síð- astl. 12 tnánuði, vegna þess að Laurier- Stjórnin hefir ekki þorað að setja mann af síniun íiokki til að konia fram fyrir hina mentuðu og áhrifamikiu kjósendur þessa kjördæmis. til að heimta úrskurð þeirra um gerðir hennar íiandsins þarfir síðanhún tók við völdum 23. Júní 1896. Mjög þýðingarmikil lagaákvæði hafa verið fyrir Ottawa-þinginu í sið- asl. 12 mánuði, o'g hafa tiest þeirra snert hag Winnipeg, ekki síður en aðra hluta líkisins. En vegna þess að stjórnin bar flokksmál sín fyrir brjóst- inu frara yfir hag og rétt iandsins, þá hefir Winnipeg kjósendum verið bann- að að taka þátt i samningi og umræð um þessara laga. Það hefir verið farið með þá eins og þeir væru Suður- Afríku útlendingar. Það er efalaust að þessi partiska stjói narinnar hefir skaðleg áhrif á kosningu M-. E. D. Martins, sem nú sækir um þingsætið sem stuðningsmaður stjórnarinnar í flokkum nianna. Mr, Putlee hefir jafn an verið forvígismaður þeirra í kröÍÐHl þeirra gagnvart bæjarstjórninni, 0g honum er það að míllu leyti að þai ka að þeir gátu kom'ð á 9 t ma dagvii nu og 17Jc. kaup uin tímann. Það var fyrir hans elju og fortölnr að daglauua- vinna var tekiu upp á darskrá iaissa bæj- ar í stað coutracr, vinnu, sem áður var. Oft hefir það komið fyrir að þrætumál hafa átt sér stað milli verkamanna og bæjarstjórnarinnar. en þrátt fyrir það þá er bæði núverandi og fyrverandi borgarstjórar í tölu þeirra sem hafa lagt fram fé í kosningasjóð Mr. Futtee, og þeir eru ekki þeir einu af bæjarráðs- mönnum sem ætl < sér »ð styrkja hann með atkvæðum sinum. Þetta heflr Free Press notað til þess að beia það út að Mr, Puttee sé conservative. En þessi staðhætíng hefir ekki við meiri sannleiksrök að styðjast en margt ann- að í því blaði—als engin. Þó að Frée Press láti í veðri vaka að knuphækkun bréfberanna hér í bæriu'n sé Mi. Sifton Arthuk W. Puttee. íslendingar Undirskrifaður kennir piltum og stúlkum, ungum og gömlum, íslenzku, einnig að skrifa og lesa ensku. Sig. Jvl. Jóhannesson. .'Í5,s l'ucitic Ave. Ottawa. Það er skoöun vor að margir sem alla æfi hafa verið liberal, muni á kjördegi sýna vanþóknun sina á þessu háttalagi, með því að greiða atkvæði sín með verkamanninum. A. W, Puttee, sem er laus alira flokksbanda og því frjáls að vinna eftir beztu krðftnm að hag kjósenda sinna þegar h»hn kemnr til Ottawa, og hann er sjálfsagöur að ná kosningu. En þaö er önnur og sterkari ástæða fyrir pví að kjósa ekki Mr. Martin. í síðastl. 12 mán. hefir hann sýnt sig reiðubúinn til þess að splundra liberalflokknum fyrir alger- lega persóuuiegaf' ústæður, og lionum hefir tekist þetta að svo miklu leyti að liberalar eru nú svo innbyrðis sundur- þykkir, að þeir hafa ekki séð sér fært að setja ákveðinn liberal til að sækja um sætið, en hafa í þess siað ákveðið að iáta flokksniemi síim greiða atkv. eftir eigiu geðþótta. Mr. Martin er al- gerlega óháður maður í pólitík þó hann fylgi liberölum að sumurn luálum, má búast við að hann veröi móti þeim í ýmsuin mikilsvarðandi atriðum. Blað- ið Tribune, sem hetír átt mestan þátt í þvi að koma Mr. Martin út setn þing- mansefni, segir á laugaidagirm var. að stefua hans sé sú sama sem Mr Puttee hefir. Þetta er algeilega r.ý uppgötvun, því vér höfum ekki áður vitað til þess að nokkur maður bafi haldið slíku fram og hans nánustu vinir viia ekki af þessu. Vér höfum ekki orðið varir við að Mr. Martin hafi í nokkru reynt að halda fram verkamannastefn- unni eða að haldi fram hags- munutn verkamanna. Á hinn bóginn hefir framkoma hans i bæjarstjórninni verið alt annað en þóknanleg fyr ir vinnulýðinn í Winnipeg. Eu Mr. Puttee, sem er ritstjóri verkamanna- blaðsins, hefir verið óþreytandi í vinnu sinni fyrir hagsmunum verkamanna í mörg ár. Og honuui er það að miklu leyti að þakka að verk iinannafélags- skapurinn er á eins sterkuin grund- velli eins og hann er i dag, bæði að mannfjölda og virðingu hjá öllum að þakka. þá vita þó allir tneim að það mál fókk enga éheyrn fyrr en Mr. Puttee og Mortimer fóru til Montreal og Ottawa til að flytja það mál og halda fram kröfura pó^tþjónanna til ksup- hækknnar, með 4 stunda fundi með ráðgjöfnnum þar eystra. Þet.ta verk gerðu þeir svo rækilega að póstmála- stjóri Mulock kv»ðst ekki áður hafa fengið jafnvel rökstuddan málstað póst- þjónanna, og lofaði samstnndis að láta að orðum sendimanna með kauphækk- unina. Mr. Puttee hélt einnig fram kröfum þessa fyikfs til að fá gert við St. Andrews strengir.a, og er liklegt að það mál hafist einnig i gegn. Það lætur því að iíkindum. að verka- menn hér i bænum þurfi ekki langan tíma til að ráða það við sig, að það sé eindregið í þeirra eigin hag. að senda Mr. Puttee á sambandsþingid 25. þ. m. með því að eefa hontini allir atkvæði sín. PUTTEE ER YÐAR MAÐUR. Hver sem selur atkvæði sitt fyrir pen inga eða persóimlegan liagnað, er svik- ari við land sitt og þjóð. Vér vitum það og treystuiu því, að ísiendingar reynist nú sem fyr trúír sjálfum sér, bænum og landinn, með þvi að fvlgja Mr. Puttee dtengilega viö pessa kosi - ingu, og greiði homim eindre ið atkvæði 25. þ. m. Haim er af yðar flokki, — verkamannaflokknnm—og undir yður er það komið, hvort hann vinnur eða tapar. Conservativar t> ka engan þátt í þessari kosningu. sem tíokksheiíd, þeir hafa engan umsækjanda frá sinni hálfu. ; Þessvegna ættu þeir að greiða atkvæði ! með þiugmannsefni verkamanna, Mr. Puttee. Mr. Maitin hefii sagt, < kosn- ingaávMrpi sínu. að ef hann nái kosn- , iugu, þá ætli hann að “tala og starfa sem liberal.” Það er þvi auðsjáanlegt, að Consesvttt.ivar geta ekki greitt hon um atkvæði Slefna Conservativa er' að snmu leyti mjög áþekk verkamanna stefnunni. og má því vænta þessaðþeir greiði eindregið atkvæði með Mr. Puttee Hann mun reyuast heiðarlegur og trú verðugur málsvari kjósenda sinna á þinginu. Landverðmætis- skatturinn. Herra ritstj. Hkr. í biaði yðar 19. Okt. sé ég að þér hafið tekið einskattsmálið (The Single Tax) til umræðu. Af þvi að ég er hlyntur einskattskenningunni, þá finn ég hvöt hjá mér til að gera nokkrar at- hugasemdir viðvíkjandi uinmælum yð- ar um hana. Og vildi ég mælast til að þér. léðuð þeim rúm í biaði yðar. Máliðersvo umfangsmikiö að það er varla hægt að gefa glöggar hugmynd ir um það í stuttri grein. Það má ræða það frá mörgum hliðum. Þér hafið tek ið fyrir fjárhagslegu hliðina, og vil ég þvi athuga hana fyrst. Vér einskattsmenn höldum þvi fram. að einskatturinn sé hinu eini náttúrlegi skattur. Skattar eiga upptök sín í stjórn, því þeir eru stjórnartekjur. Án skatta getur stjórn ekki átt sér st»ð. Spurn- ingin “heyrir stjórn til hinu náttúrlega fyrirkomulagi?” hvílir í svarinu upp á hina spurninguna: “heyra skattar til hinn náttúrlega fyrirkomulagi?” Án skattvisinda geta ‘engin stjórnvísindi átt sér stað”, segir Thos. G. Schearman í bók sinni “Natural Taxation”. Ef vér viljum komast hjá þvi að verða étjórnleysingjar, þá verðum vér því að ganga inn á það, að skattvisindi hljóti að vera til. En, að það skatt- eða tekju fyrir- komuiag, sem nú viðgengst. sé visinda- legt, það dettur víst engum í hug að halda fram—e'tki einusinni formælend- ur þess, Það þarf ekki annað en að hugsa út i argiðsem það kostar, allan þannjkostnað sem það hefir i för með sér, alla þá óvinsæld, sem það mætir hjá skattgreiðendum, ;a)la þá pretti og svik sem því eru óaðskiljanleg. Stund um eru inntektirnar of lágar, stundum of háar.|;,Enginn veit neitt um hvort heldur þær verða fyrirfram. Og alt af er verið að , endurbæta þær, bara til þess að byrja aftur á nýjau leik þegar mennlkomast að þvi að eitthvað var skakt við endurbótina. Þetta er saga skattanna svo langt sem sögur fara af. Blóðug stríð og stjómarbyltingar hafa á öllum tímum stafað af skattheimting um. Ef telflufyriikoniulagið ei' nokk- uð betra á vorum dögum víðast hvar i hinum mentaða heimi, heldur en það hefir áður verið. þá væri fróðlegt að vita í hverju Jþað liggur. Annars verð- ur maður að játa að hér sé þörf á veru- legri umbót. Hvað er þa einskatturir.n? Ein- skatturinn er skattur á iandi í hlutfalli viö verðmæti þess, án tillits til umbóta í eða á landinu. Hann er þvi réttnefnd- ur landverðmætisskattur, en ekki land- skattur. Á þessu er míkill munur. Landskatt mundu flestir skilja sem skatt á landi.eftir stærð. En það er einskatturinn[ekki. Eiuskatturinn fer eftir verðmæti landsins, án tillits til umbóta , á því. Landskattur mundi falla þyngst á bændur sem mikið hefðu af leiguflandi. Landverðniætisskattur aftur á móti kemur mest niður á smá- lóðir i miðjum stóibæjunum, sem oft erujjvirði á við)margar bújarðir úti á landi. Það er misskilningur, sem margir hrasa á þegar þeir fara fyrst að hugsa einskattakenninguna, að ' land sé harla lítils virði án vinnunnar sem á því er gerð”,[eins oe þér komist að orði. Þarf nokkur vinna að vera á landi þar sem gullnáma er, til þess að koma því í verð? Er ekki gott akuryrkjuland—að öllu öðru jöfnu—meira virði en slæmt akuryrkjuland, án tillits til vjnnunnar á þeim??’* Eru ekki auðar lóðir í bæjum oft margfalt meira virði en heilar sec- tionir utí á landi sem unniðer á dyggi- lega árið um kring? fbæmim Mount- ain Vino 1 Oklahoma Territory komust lóðir upp i $900 fyrsta daginn sem hann var til, og gat þó varla verið mikil vinna gerð á landinu. Land hefir verðmæti án tillits til vinnunnar, sern á því er gerð. Þetta verðmæti fer eftir þétileik fólksfjöid- ans. Þar setn fólksfjöldinn er mestur, þar er land hæst í verði. Þar sem fólks fjöldinn er minstur, þar er laud lægst i verði. Þar sem ekkert fólk er, þar er ekkert landverðmæti. Landverðmæti fylgir þess vegna fólksfjöida. Þetta er áríðandi atriði i rannsókninni viðvíkjandi réttu tekju- fyrirkomulagi. Því að aukinn stjórnar kostnaður fer eftirauknum mannfjölda. Þegar maður hefir fundið verðmæti. er hækkar og lækkar eftir þörfum stjórn- arinnar, þa hefir maður stigið langt spor í rétta átt. • Þetta hefir landverð- mæti fraiu yfir verðmæti annara hluta, því flestir aðrir hlutir hafa ininna verð- mæti, þar sem þéftbygðast er. Hús hefir t. d. minna verðmæti í bæ, heldur en úti nalægt óbygðunum, þar sem illt er aðdráttar með húsavið. Aftur á móti er lóðin und r húsið verðmætari í borgnm en í sveitum. Þessar bend- ingar gefa i skyn aðhórsé um lögmál Frarahald á 3. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.