Heimskringla - 28.06.1900, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.06.1900, Blaðsíða 4
HEÍM5KRINGLA, 28. JÚNÍ 1900, Winnipe^. Mrs. Nordal, fri Hnausum, Man., er hér á ferð að heimsækja ættfólk sitt og kunningja. Hra. Tón Sigurðsson, fri Mary HiU, Mau„ kom tU bæjarins með konu sina núna í vikunni, snöggva ferð. Séra Bjarni Þórarínsson messar f Selkirk á sunnukagind kemur, kl. 11 irdegis og kl. 7. siðdegis. Herra Jón Sigvaldason fri Icelaud- ic River kom inn á, skrifstofu Hkr. um helgina. Hann kvað tiðindaiaust þar neðra. __________ Mrs S. Þorvaldsson á 2 bréf hjá kaupm. Þ. Þorkelssyni, að 639 Ross Ave, bæði póstmerkt í Reykjavik. öott að eigandi sækí þau sem fyrst. X laugardaginn var gaf séra B. Þórarinsson saman i hjónaband M . Einar Jónsson og Miss Elísabet Gunn- laugsdóttir, bæði tU heimilis í Winni- peg. ___________________ Herra BjarniPétursson frá Hen- sel, Dak., heilsaði oss í hinni vikunni. Hann var að fara á kyrkjuþingið. Hann kvað tiðindalaust ‘þar að sunnan. Síðastl. föstudag mistu þau Einar Þorkelsson og kona hans, sem bua á Simcoe St., dóttur sína, Björgu að nafni. Hún var 16 ára gömul. Hafði verið heilsulítU síðastl. ár. Stúkan Hekla ætlar að hafa fram- úrskarandi gott prógramm á fundi sin- um annaðkvöld, svo sem hljóðfæraslátt söng, ræður og upplestur. Meðlimir ættu að sækja fund þenna vel. Þeir Tómas Halldórsson, Sveinn Sölvason og J oseph J. Myrs, allir frá Mountain, N. Dak., komu inná skrif stofu Heimskringlu í vikunni sem leið. Þeir voru að fara á kyrkjuþing. Þeir herrar, Jón Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Arngrímur Jónsson, Sigur- björn Hofteig og Gunnlaugur Péturs- son, allir júr Minnesota, komu inn á skrifstofu Hkr. í vikunni er leið. Þeir voru að fara á kyrkjuþingið. Þeir sögðu dágóða líðan manna og gott heilsufar; spretta rýr vegna regnleysis, en þó heldur að lagast, þvi dálitlar skúrir hafa komið síðusta daga. Verkamenn hjá C. P. R, félaginu urðu hálf-hissa, þegar þeim var gefið til kynna fyrir miðjan dag á laugardag inn var, að þeir frá miðjum degi til 3 Júlí mættu hafa hvíldardaga. Fé lagið efndi þe.>si orð sín. Það hefir lok að verkstæðum sinum, nema viðgerða smiðjuuum, sem verða að halda áfram IJm 550 menn mistu vinnu hjá félag inu. Það ar nú orðið alt annað en álit legt vinnuútlitið i þessum bæ, og getur þó ekki lagast tvo næstu mánuði, að minsta kosti. Eins og vér höfum áður getið um verður sýningin hór í ár 23.—28 Juli Það er óefað, að sýningarnefndin gerir alt, æm í hennar valdi stendur til þess, að sýningin verði sem bezt og mikil fenglegust i alla staði. Hún hefir látið auka talsvert við byggingar í sýningar garðinum, eg einkum hafa áhorfenda pallarnir verið stækkaðir að stórum mun. Svo er og verið að byggja sér stakan sýningarskála fyrir sýnismuni frá British Columbia. Á meðal skemt- ana sem verða á sýningunni, má geta þess, að þar verða sýndar eftirlíkingar af ýmsum orustum i Suður-Afríku. Eins og áður hefir verið, verður stór* kostlega niður sett fargjald hingað með ðUum járnbrautum, sýnin-arvikuna. Akaiieg hita alda hefir gengið yfir Manitoba í síðvstl. 2 vikur, daglegur biti hefir suma dagana náð 100 st gum i skugga. Á laugardaginn var náði hit inn 104 stigum. Þann dag drápust nautgripir hér i bænum, en líklega hef- ir það verið fyrir þorsta, með því að iumum hættir til að vanrækja að Drynna grípum sinum. Mjólkurkýr iru að geldast því gras er ekki nægi- egt, og þurfa Þær þvi að hafa aukagjöf fjósum. Enn þá hefir fólki ekki orðið neint við hita þessa, svo vér höfum rétt, nema ungbörnum. Nokkur peirra hafa orðið veik og einstöku dáið. Kegnfall hefir verið óvanalega lítið á pessu sumri, á að eins einum stað í pessu fylki hefir regnfallið náð þvi að rerða 1 þuml. á þessu ári. Hér í Win- íipeg og grendinni heflr það orðið að ,ins tæpur hálfur þumlungur í April >g Máí. Uppskeru útlitið er voðalegt, afnvel þó regnfall verði töluvert hér- iftir þá gera bændur sér ekki von um neir en hálfa vanalega uppskeru í ár. !n grasspretta getur orðið talsverð hér ftir ef rigning kemur bráðlega í tals ert stórum stil. Herra S. A. Anderson frá ítoSsou, líinn., heilsaði oss á þriðjudaginn Var. Hann var einn af kyrkjuþingsmönnún- Sigurður Sveinsson. frá Wínes P.O. N.-Daketa, var hér á ferð um helgina áleiðis til Pine Creek i Minnesota í landaskoðun þar. Hann býst við að flytja þangað austur ef honum b'st vel á sig þar. Rev. F. C. Southwðrth, Unitara prestur, verður hér i bænum á sunnu- daginn kemur og messar f únitarakyrkj- unni kl. 7 að kvöldinu. Óskandi er að sem flestir unitarar hér í bænum sæki messuna, því að líkindum verður safn- aðarfundur á eftir og áriðandi mál til umræðu. Dáinn hér á spítalanum, hinn 24. þ. m. Jakob Jónsson, bóndi frá Shoal Lake; banamein hans var suilaveiki. Hann skilur eftir konu og sex börn i ómegð. Jarðarförin fór fram hinn 26. þ. m., og var þinn látni jarðsunginn af séra Bjarna Þórarinssyni. Kyrkjuþiningið var sett 21. þ.m. í Selkirk, eins og ákveð ð hafði verið. Séra Jón Bjarnason endurko. forseti, séra Stgr. varaforseti og séia B. B, Johnson skrifari.—Þingi slitið 25. þ.m. Herra Gunnar B. Björnsson frá Minneota, Minn., heilsaði oss á þriðju- daginn var. Herra G. B. Björnsson er ritstjóri og útgeíandi blaðsins “Mas- cot” í Minneota, og er hann einn af yngri mentamönnum íslendingá i Min- nisota. Ritstjóri G. B. Björnsson er lipur og skemtilegur viðtals. Hann var einn af kyrkjuþingsmönnunum úr ifinnesota. Efst í síðasta dálki greinarinnar frá mér um íslendingadaginn, sem birtist í siðustu Hkr., hefir stíllinn fariðí svo mikla þvögu í prentuninni að nokkrar línur eru ólæsilegar. Eg álít rétt að setja hér þenna katía eins og hann stóð i handritinu, því þó fáir, að likindum, fari, að lesa greinina aftur, þá gæti skeð að einhver þyrfti að vitna til hennar. .....“Lögberg hefir aldrei skýrt frá því hvernig á þeirri samþykt stóð, lík- lega af þvi, að það hefði orðið ofgóð sönnun fyrir því, hver stefna min og sumra annara var”..... Framhaldið af greininni gat ekki komið í þessu blaði.—Kemur bráðum. Einar ólafsson. Samkvæmt fundarboði frá íslend- ingadagsnefndinni frá 1899, var fundur haldinn á North West Hall á mánu- dagskvöldið var, til þess aðallega, að kjósa nefnd til þess að standa fyrir ís- leudingadagshátiðinni i ár, Fundurian var vel sóttur og fór í alla staði vel fram. Ýmsir fundarmenn létu það i ljósi, að ef alþingi á íslandi lögskipaði einhvern vissan þjóðminningardag, þá mundu 2. Ágústs fylgjendur hér hik- laust aðhyllast þann dag, sem þjóð- minningardag, hvaða dagur sem kynni að verða valinn heima á íslandi. Nefnd- in sem stóð fyrir ísl.deginum í fyrra, lagði fjárhagsskýrsln sina fýrir fund- inn, og sýndi hún, að íslendingadags- sjóðurinn er nú að upphæð $70.00. Sið- ast var kosin nefnd til að standa fyrir hátiðishaldinu í ár, og hlutu þessir kosningu: B. L. Baldwinson. M. Pétursson. J. B. Skaptason. Þórh. Sigvaldason. Guðm. Anderson. Paul Olson. Ólafur Ólafsson. St. Anderson. Sig. Júl. Jóhannesson. Að þvi loknu var fund' slitið.— Eftir að fundinum var slitið kom svo nefndin saman og kaus sér fyrir for- mann B. L. Baldwinson, skrifara J. B. Skaptason, gjaldkera Þórh. Sigvaldason. ÍSLENCINGAR Á MOUNTAIN i Norður-Dakota ætla að hafa mjög til komumikið hátiðahald 4. Júli næst- komandi. Prógramið er fjölbreytt og skemtiiegt, svo sem tilkomumikil skrúð- ganga og leikið á horn, af hornleika- tíoknum frá Garðar. Aðal-ræðumenn dagsins verða: F, C. Southwarth, frá Chicago, Rev. Fr. J. Bergman og K.K. Ólafsson frá Gardar og fleiri. Einnig allra handa iþróttir og listir og dans seinnipart dagsinsog langt fram á nótt. og þegar dimt er orðið hefjast flugeldar og vafurlogar, er geysa um loft og láð, og er hin mesta unum og yndi á að horfa. Það þarf ekki að efa það að Dakota menn sækja þenna hátíðis- og gleðidag mætavel. Kemast færri en koma vilja. Til sölu hús og lóðir, til og frá um bæinn, sumt afar ódýrt, og skilmálar góðir. Lysthafendur snúi sér til Kr, A*g. Bencdiktttonar, 350 Toronto St. “MÉ’RKILEG HÁTÍÐ. Þegar jóla- daginn ber upp á páskadaginn, þá verð- ur mikil stórhátíð”. En hafið þér nokk- urn tíma hugsað yður, jhversu hágnæf- andi stórhátíð verður, þegar 17. Júní ber upp á 2. Ágúst? Liklega ekki enn þá,— hugsað um það? Það er lika auð- vitað nægur timi til undirbúnings enn, því þetta skeður ekki fyrri en árið 1945 eftir Kr. fæðingu. Jú, það verður þá áreiðanlega, það er að segja ef mótmæl endur 2. Ágúst halda áfram uppteknum hátíðarhætti fslenzka þjóðmiúningar dagsins. Sko. Árið 1898 héldu þeir hátið- legan 17. Júni, og lótu skírast: “17. JúHmenn”. Já, — “Guð vors lands”. Nú, 1899 höfðu þeir engan Þjóðminn ingardag, En viti guð og menn, i sumar halda þeir upp á 19. Júní; hana nú, þar er reglan fundin. Haldi þeir svo áfram að halda Þjóðminningardag annaðhvert ár, og hlaupi yfir einn dag hitt árið—staka árið.í öldinnl — þá segir tölvisin, að 17. Júni beri upp á 2. Ágúst árið 1945 eftir Kr. fæðingu, og þá verði þeir nafnar “17. Júnimenn” og “2. Ágústmenn”. En sú “gressi- lega” stórhátíð ! Þá er óskandi að all- ir skemti sér sem mest mega, því sú dómadags-stórhátið ber ekki oftar upp á sama dag fyrri en árið 2310. Þá hvíl- ír Lögberg í gröf sinni. S. J. S. Mjögvandað og rúmgött, sunnar- lega í bænum, fæst fyrir mjög lágt verð Ritstjóri visar á. Þjóðræknis-sjóðurinn. Áður auglýst ..$233 70 Frá Winnipeg:— Steingr. Jónsson 50 Mrs. J. Thorgeirsson 50 Elisabet Jónsdóttir 25 Kristján Sigurðsson 25 Jón Sigurðsson 25 Mrs. J. Sigurðsson 25 JóhannA. Hall .. 1 00 Mrs. J. Valdimarsson .. 1 00 Rebekka Johnson 50 Vinur 50 James Goodman 50 Skúli Jóhannsson Frá Hecla P.O., Man.:— A. Mgnússon Mrs. A. Magnússon 25 Jón Bjarnason . Mrs. Bjarnason 25 MissS, Jónsson 25 B Jónsson 25 Miss K, Hafliðason 15 Jón Jónsson 25 Mrs. Jónsson 25 Miss S. Jónsson 10 MissÓ. Jónsson K. J. Stefánsson Mrs. Stefánsson 2» Stefán Jónsson 25 Mrs, Jónsson 25 Sigr. Jensdóttir Elín Þorsteinsdóttir Halldór Halldórsson 25 Bergþór Thórðarson Mrs. Thórðarson Einar Johnson Mrs. Johnson Mrs. M. Doll .' Thos. Asbjörnsson 25 Mrs. Ásbjörnsson G. Guðmundsson Mrs. Guðmundsson Ámundi Gíslason 25 Mrs. Gíslason 25 E-Doll Mrs. Doll H. Ásbjörnsson Ólafur Helgason Vilhjálmur Ásbjörnsson Mrs. Ásbjðrnsson 40 Miss H. Vilhjálmsdóttir,' 20 Vilhjálmur Sigurgeirsson 25 Mrs, Sigurgeirsson MissA. Straumfjörð Miss Sigr. Vilhjálmsdóttir ... 25 J. Straumfjörð Mrs. Straumfjörð J. E. Straumfjðrð Mrs. J. E. Straumfjörð 25 Helgi Sigurðsson 25 Mrs. Sigurðsson Miss Anna Helgadóttir Guðbergur Helgason Árni .Jónsson Bessi Tómasson Mrs. Tómasson Bessi Guðmundss Helgi Tómasson Mrs. Tómasson Gunnar Helgason 10 Frá Vestfold P. O.. Man.:— A. Anderson .. 1 00 Ócefndur Halldór Johnson Munda Johnson G. Stefánsson P. Paulson S. Eyjólfsson T. Johnson 50 M. J. Freeman ..‘ 25 V. Freeman 25 A. M. Freeman F. Thorgilsson B. Johnson 50 Kr. Vigfússon Frá Reston.:— Ásmundur Jónsson .. 1 00 Frá Greenwood B.C,:— Thorsteinn Sigudson .. 2 00 Frá Baldur: — Magnús Þórðarson .. 1 00 Samtals $263.80 GREEFWÖOli. B. C. 11. Júni 1900, Herra rítstj.— Fréttir héðan fáar og daufar, kenna það margir striðinu, en aðrir kosninga- fylgju, þvi að pólitíkin hefir mætt hér mjög hörðum fangbrðgðum. Joe Mar- tin, stjórnarbrjótur, mætti hér stifri mótspyrnu fyrir að getaekki haldið á- fram að byggja járnbrautir i Manitoba þar er hann eitt sinn byrjaði á þvi og héldi nú fram að stjórnin i stað félaga ætti að eiga járnbrautir þær, sem i rík- inu væru bygðar. Fylgjandi hans var Smith Ourtis, sem sótti um þingmensku og náði kiöri fyrir hönd verkamanna á móti Mclntosh. Fyrnefndur S. C. þakkaði sér að samkomulag komst á með námameigendum og mál nvinnend- um, sem báðu um styttan vinnutíma úr 9 í 8 kLtima á dag og J að varð svo að vera, sem gð er m'.ira félagsskap málmvinnenda að þaVka heldur en nokkru öðru. Ég get vel hugsað að sá timi komi, og það áður en langt líður fram á næstu öld, aðhver og einn verka- maður verði kominn saman i eina heild, félag eða félög, er vinna hvert með öðru sjálfum sér til velferðar og frelsis i landinu sem þeir lifa i. Tíuiinn kemur frá einum til annars, svo um síðir gefst öllum kostur á að komast út millum Ásanna, og losa af sér megingjarðir þær, sem auðvaldið hefir almúgann girt, sjálfu s<5r til uppihalds þá ána þarf að vaða. Við getum myndað vor félög, já félög, sem verða starfandi stofn á stærstu heimsins rót. Og setjum nú svo að hér í Canada séu 3,000,000 verka- menn, og væru þeir allir komnir saman i félag, og gjaldeyrir hvers í félagssjóð væri 50c. á mánuði, er yrði $6.00 um árið, og með þessari upphæð hefði fél. $18,000,000 i sjóði eftir fyrsta ár. Nú skyldu menn vera í svona félagi frá 21. aldursári upp til 60. árs, en þar eftir skal félagið skyldugt að sjá meðbróðir sínum fyria forsvaranlegu viðurværi, þvi til þess er þá líka komið nóg i sjóð- inn. Stjórn hvers rikis þarf að eiga þær iðnaðarstofnanir sem það getur framleitt, því það kemur i veg fyrir hallæri í landinu og léttiinnbyrðisstríði. Vorið kom hér sneuma, tiðin hefir verið fremur vætusöm og gras því vel sprottið. Samt hafa frost gert vart við sig stöku nætur.—í Hkr. nr. 24 Mars 22., hefir orðið Æorobus misprentast, það á að vera Corobus. Með virðingn, Thorsteinn Sigurðson. MANNAMÁT OG SLYSFARIR. Vestan frá Victoria. Sá allra æðsti kamarmokari borg- arinnar, Pétur Hanssen, danskur mað- ur, misti, hér um daginn, einn lang- bezta Kínan sinn. Moldarbakki féll á Mongólann og steindrap hann, svo að Pétur varð að fá sér annan í staðinn. Fleiri Kínar hafa verið jarðsettir eigi alls fyrir löngu, og er þeim því óðum að fækka, svo að landar vorir og aðrir heldri menn mega búast við að verða að sækja vörur sinar “ofan í bæ”, ef enginn Kíni verður eftir til að tippla um strætin með varningskörfur. Því var spáð fyrir löngu í einhverj- um guðspjöllun:, að Kristur ætti eftir að birtast hér á jörðunni, En svo hefir það alt af verið hulið fyrir mönnum, hvar hann berði fyrst að dyrum. Nú er sú gáta ráðin, og þó ólíklegt sé, varð hann fyrst “sýnilega nálægur” hér í British Columbia. Hann kom austan frá Manitoba og nefndist þá Joseph Martin. Reyndar fékk hann fljótlega viðurnefnið “Malpoka Jói”. Með því hann kom hingað kristilega fátækur og sagði lýðnum. að hann væri kominn til að endurreisa þá aumu og undirokuðu. Hann væri borinn alslaus í þennan heim—ekki svo mikið sem á skinnsokk- um. En til þess að hjálpa endurlausn- arverkinu áleiðis, lét hann á sér skilja, að það væri nógu gott, að láta sig fá dálítil veraldarvðld, Þetta lét fólkið ekki segja sér tvisvar, og nú byrjar sagan. í þessu fylki, semer vestasta brún- in á Hennar Hátignar heimslega stór- veldi, hefir um langan aldur, eða jafn- vel frá ómunatið, verið afturhaldsstjórn En til þess að fá nokkurnveginn ljósa þýðingu þess orðs, þarf ekki annað en að fletta upp á einhverri fallegri síðu Lögbergs, sem fjallar um pólitik, og vita hvert ekki sést “kvikindi” eða því um likt. Þegar neyðin er stærst, þá er og hj&lpin næst, segir gömul saga. Og svo fór hér. Kristur — nei, Malpoka- Jói kom einmitt þegar svo var orðið kakkað af Kínum, að hundvísir menn þurftu lengi að þreifa og þukla fyrir sér, áður en þeir næðu í hvitan skapnað. Þá var og orðið svo brautalaust hér i bygðunum, að þessir fáu vegir, sem til voru, lágu hér um bil allir á jörðunni. Engin loftbraut til. Dagarnir voru langir— ekkert styttri en 9 klukku- stundir. Öll þessi meinlæti og mörgog mörg fleiri kom nú Jósep; us til að laga. Og fólkið þekti sinn vitjunartíma og hné að honum. Það er um 2 ár síðan þessi “frjáls- lyndis” og “Radical” hetja hóf að kennaog lækna þá “sundurknosuðu”. Jósep hefir allan þann tima verið fulltrúi Vancouverbúa hér á fylkisþing- inu. Og til þess að sýna bragð af ein- ingn umbodsinanna þessara bygða, síð- an Jói kom til sögunnar, þá má geta --— - ************************** m m m m m m m 3 m DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum m * m m hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. i m m m t m * l/jjf x>iiv»r þ“asir drykkir er seldir f pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu i heimahúsum. — 8 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst EDWARD L- DREWRY- Hanníactnrer A Jmporter, WINMrEG. ♦ * m m t m ************************** Kostar ekki cent, þess, að yfir timabilið hafa ekki nema fjórir borið stjórnarfoimann (Pre- m’er’s) nafnið. Og alstaðar hefir Jói haft hönd í bagga. Fyrst var hann ráðgjafi Semlins, þá i hnútukasti við Carter Cutters, svo í liði Conservatíva, á þingi í vetur, að fella Semlinsstjórn- ina; þá einn á báti sem stjórnarformað- ur um nokkra mánuði og náði ekki i “fulthús” af ráðgjöíum; nú er hann bújnn að taka að sér yfirsetukonustörf, og ætlar að vakta Dunsmuir-stjórnina, svo að hún geri engin afglöp eða skemdir á fjárhirzlu fylkisins og eigum afmennings. Annars voru það ljótu "slysfari'-n- ar”, sem Martinitar urðu fyrir kosn- ingadaginn 9. þ. m. Að visu kom það ekki flatt upp á þá, því þeir gerðu sér ekaivissa von um, aðfleiri þingmanna efni þeirra sigruðu, en 27 af 32 eða 33. Samt sem áður held ég að Martinitar hafi ekki orðið ko snir yfir 9, svo að andstæðingaflokkurinn er býsna í- skyggilegur, þó hann samanstandi af mönnum, sem hafa ekki einu og sömu skoðun. Pólitisku flokkarnir voru 6 eða 7 í þetta skifti, að Martinítum með- töldum. En það er enginn efi á því, að framvegis verður frekar Conservatíva- heldur en Liberalstjórn hér i fylkinu, því Martin verður sjálfsagt krossfestur “svo sem fyrst sagt er frá”. Það voru skemtilegar stundir fyrir Jóaliða fyrir kosningaruar. Vissir og vísir landar sýndu honum ágætis fylgi og létu þau boð út ganga, að allir ís- lendingar fylgdu honum að málum. Það’var nærri því. En ekki alveg satt, Þá var ekki skortur á þægum vinnutilboðum, ódýrum bjór og stjórn- ar-vindlum, og menn púuðu eins og fara gerði upp á kostnað sijórnarinnar og mökkurinn og syælan svall yfir borginni eins og gufukatlar hefðu verið hroðkyntir í 700 verkstæðum. Þrjátiu og átta menn skipa sæti á þingi B. C., en 93 þingmannaefni voru í kjöri. Flokkarnir voru 7, eins og áð- ur er sagt og ekki færri enn einn mað- ur i neinum. Að eins 55 náðu ekki kosningu; þar á méðal voru 2 af tilvon andi ráðgjöfum Jóa “Sólakjölds”, en þeir töpuðu líka þessu 200 dala ábyrgð- argjaldi, svo eftir því hefði það ekki verið svo vitlaust, að taka eins vel í ráðaneytið Jón karlinn Miðfjörð eða Magnús “kyrkjubros”, eins og sumir voru að tala um. Menn eru nú í byrjun með að stinga saman nefjum í tilefni af næstk. sam- bandsþingskosningum. Hætturáð hygg égþaðverði fyrir þá sem mjög mikið eru upp á aðra komnir, að fylgja "Gritt um” fast að málum, því ihaldssínnar voru hér fleiri og sterkari. Enginn ætti að leggja þar stjórnarstöðu sína að veði eins og nú átti sér stað við fylkís- kosningarnar. Menn urðu svo æstir að þeir gáðu einskis nema að elta lof- orða-Jóa og prédik líkt og Lárusarkerl- ingar alstaðar útum hvippina og hvappinn, og ef þeir gátu ekki látið lýðinn sjá sig, því alt gekk í fumi og ó- sköpum; þá voru tekin eldhúsborð, hjól börur og gott ef ekki klifberar og þeytt upp á saghesta og önnur tól og áhöld til þess að ræðumenn gætu skarað ofur litið upp úr og sýnt fólkinu að það væri þeir, sem hefðu orðið og ættu að tala. Annarst töluðu allir um eitthvað sem eðlilegt var, því allir fundu á sór að endalausnin var nálæg. Næsta sporið, sem “frjálslyndis”- menn taka hér í B. C., þykir mér senni- legt að verði það. að halda fund, eins og Ný-íslendingar gerðu, til að lýsa því vfir, að þeir bæri “fult traust” til Lauriers, Greenways, Sigtryggs og Martins”. Það liggur nærri þvi i augum opið, að þftð má bera “fult traust til Lauriers iþvíefni: aðhannsvíki hvert eitt og einasta loforð sitt, til Greenways: að hann svalli og bralli út fó almennings eftir sínum geðþótta—helzt til Bola- kaupa; til Sigtryggs: að hann kynoki sér ekki viðað “jámka” með Greensa fyrir gott meðlag; og til Martins: að hann lofi mönnum að sjá að hann þýð- ist ekkert annað en sitt efnræði og skeyti hvorki lögum né venjum. Þetta eru helztu mannalát og slys- farirnar, sem hægt er að minnast á sera stendur. Meira við tækifæri. Victoria, B. C., 17. Júni 1900. J. E. Eldon. Kv enna eða karlmanna fílabeins- skeftur vasahnífur; karla eða kvenna Ijómandi fallegt “Locket’, og fjöldi annara ágætra muna. sem vér ekki get- um talið hér upp, verða gefnir burtu með hverri 1 dollars pöntun af okkar á- gæta kafii “Baking Powder”, engi- fer eða Sukkulade etc. Betri og meiri verðlann verða gefin með stærri pöntun um, frá $2, $3, $4 eða $5. Reynið eina pöntun, með pósti. Það verður ekki sú síðasta. Great Pacific Tea Co. 1464 St. Catherine St. Montreal, Que. Gefins. Sent beint til ykkar gjafir til kunn- • ingja og vina. Sendið$l,§2, $5 og $10 fyrir pöntun af Te og kafii, Cocoas, pip- ar, mustard o. fl. Vér gefum sílfur- könnur, Silver Cake Basket &c. Karl- manna og kvenna gullúr,; ábyrgst að sé bezta tegund og með lægsta verði. Vörur sendar strax og pantanir koma til okkar. Sérst.akt athygli gefið pönt- unum með pósti. Skrifið eftir lista og látið fylgja stamp fyrir lista. Okkur. vantar agenta alstaðar. Great Pacific Tea Co. 1464 St. Catherine St., Montreal, Que. Victoria Eniploynient Itnrean i Foulds Block, Room No. 2 Corner Maine & Market St. útvegar stúlkum vistir, sem oldakonum og við borðstofu og uppiverk á gest- gjafahúsum, einnig vistir í privathúsum Union Braud . InMTnallonkl HEFIR KAUPIÐ ÞETTA EKKERT MERKI P 'ÍSg>.lr ANNAÐ OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA 718 Main 8tr. Fæði $1.00 á dag. Orgel Pianos Og önnur hljóðfæri ódýr og gófl» og indislega falleg, þau beztu sem» fást í bænum, selur Gunnar Sveinsson, Manaoer Heimskrinolu. Eldsábyrgð. GUNNAR SVEINSSON útvegar elds- ábyrgð á hús og húsáhöld og búðargóss • með sama verði og aðrir. Gott félag, aðalskrifstofa i vinnipeg. Enginn þarf að biða eftir peningum lengur en þar til: lögmætar kröfur eru sannaðar. W. W. COLEMAN, B. A.. SOLICITOR ETC.. Wlnnipeg and Stonewall.. 308 MoIntyre Block.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.