Heimskringla - 22.11.1900, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.11.1900, Blaðsíða 1
♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ X : Hitunarofnar. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦( Atnerík- 3 enskir loft* 1 beldir bitunarofnar frá $8.25 til $18.00. ] Vér höfum ágæta eldastó j fyrir $15.00. Bezta verð á öllu j WATT & GORDON, 3 COKNBB IiOOAN AVJC. *, MaIN ST. { ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ : ♦ / nmnnr HönkilamP»r, borð o* . lestrarstofu-lampar. Sjáið vorar margbrey tilegu vörur og vöruverð. Hvergi betra né ódýrara í borginni. WATT & GORDON, Corner Logan Ave. & Main St. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ I ♦ ♦ ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦£ XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 22. NÓVEMBER 1900. Nr. 7. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Buar hafast einlsegt að. N6 er mseltad Louis Botha hershöfðingi sé búinn að mynda sjálfstjóru i Rosendal nokkuð norðan við Muddleburg, og af 1150,000, sem sú stjórn hafði undir höndum, sé hermönnunum borguð lkr. i dag. Mrs. Sophia Holmes er dáin. Það hefir verið minst á konu þessa áður í blöðunum. Sophia var svertingi, og sú fyrsta svertinjakona, sem fékk opin- bera stöðu hjá Banda íkjastjórninni. Hún dó fyrir fáum dögum og var sjö- tug að aldri. Á yngri árum giftist hún þræli, að nafni Holmes. Þau spöruðu og drógu saman peninga þar til að þau gátu keypt sér fult frelsi. Lincoln for- seti kom hehni siðan að sem vikakonu í fjármálaskrifstofum ríklsins. Vann hún þar með trú og dygð. Árið 1863 kom atvik fyrir hana, sem varð til þess að hún fékk æfilanga stöðu á skrifstof- unni. Seinn part dags tók hún eftir samanvöfðum skjalabögli. sem búið var að henda í btéfakörfuna og átti að bronna. En böggull þessi hafði að geyma ávisanir, sem skifti fleirum tug- um þúsunda dala. Hún hirti böggul- inn og geymdi þar til eftirlitsmaður skrifstofunnar kom. Afhenti hún kann órótaðann. Þótti honum svo migið um eftirtekt hennar og ráð- vondni, að hann sá um að hún fengi að halda atvinnu sinni til dauðadags. Búar láta ekki kyrt í landi, sem Sagt er að þeir hafi nú skemt járnbraut ina milli Bleomfontain og Orange River í 20stöðum, Frakkar eru að búa sig undir að fagna gamla Kruger þegar hann kemur þangað, ag segja blöðin að sú fagnaðar kátið muhi i engu mlnnl en sú, sem Bandamenn veittu admíál Dewey þeg- ar hann kom úr Filipseyja sigur sinni i fyrra. Ensku blöðin líta svo á að þetta sé eðlileg afleiðing af hatri því er Frakkar bera til ensku þjóðarinnar. En engan þátt ætlar franska stjórnin ad taka í gleði alþýðunnar við þetta tækifæri. Wm. L. Strong & Co., í Philadel- phia, klæðaverzlunarmenn, hafa ný- lega orðið gjaldþrota. Skuldir þeirra er sagt að séu yfir 6 milíónir dollara. Er þetta talið þftð stærsta gjaldþrot, er •rðið heflr í Bandaríkjunum í mörg ár. Victoria dóttir prinsins af Wales er sögð trúlofuð George prins af Grikk- landi. Hann var nýlega í kynnisför f Lundúnum oh notaði þá ferð til að kynnast prinsessanni. Fréttir frá Rússlanda segja að Ní- kilistar hafi komist inn í eldhúsið í keis- arahöllinni og þar tekist að koma eitri aaman við fæðu keisarans. Afleiðingin varö sú, að keisarinn veiktist af því, lem kftllað er taugaveiki i maganum og hefir hann legið rúmfastur og sárþjáð- ur siðan 2. þ. m. Það er talið mjög tvísýnt að hann haldi lífi. Morrison; sá er myrti McArthur- fjölskylduna nálægt Moosomin fyrir nokkrum tíma, hefir játað glœp sinn og verið dæmdur til að hengjast þann 17. Janúar næstkomandi. Sir Hanrý Campbelí Bannerman, leiðtogi Liberalflokksins á Englandi. lætur þá ósk sína i ljós, að Lord Rose berry takist á hendur formensku flokks insíannað sinn. Enska þjóðin gerir góðan róm ftð þvi máli. Hraðskeytasendlar gerðu verk' all á járnorautunnm í California í síðustu viku, en það stóð yfir að eins hálfa kl,- stuud. Telegraph-félögin gengu að kostum mannanna strax og þeir sýndu alvöru í a 5 framfylgja kröfum sínum með verkfallið. Senatið í Paris á Frakklandi hefir aamþykt með atkvæðum móti 34, að leyfa konum að stunda lög fyrir dóm stóluuum á sama hátt og karlmönnum «r ieyft það. Þykir þetta frjálslegt lftgaboð og samboðið einni af menning- armestu og hámentuðustu þjóð heims- ins. Framvegis stunda því konur á Frakklandi allar greinar lögfræðinnar á sama hátt og karlmenn Þrír svertingjar mi sþyrmdu manni í Texas fyrir nokkrum tima. í siðustu viku voru þeir teknir úr fangelsi og hengdir upp í tré, án dóms og laga, 1000 manns tók þátt í þessari hátiðlegu athöfn. Annar svertingi var brendur á báli i Colorado fyrir stúlkumorð. Fað- ir stúlkunnar safnaði að sér hóp manna og tóku þeir fangann af lögreglunni og hrendu hann án dóms og laga. Kona nokkur á Þýikalandi kast- aði nýlega smá öxi að Vilhjálmi keisara þar sem hann keyrði i opnum vagni eftir stræti. Það var svo til ætlað að öxin kæmi í höfuð keisarans, En kon- an kastaði of skamt og féll öxin niður rétt fyrir aftan kerru keisarans. Miss EduaG. Bradley hefir verið handtekin í Rochester, kærð fyrir að vera leiðtogi þjófafélags þar i hérað- inu. Stúlkaþessi hefir meðgengið að hún hafi í mörg ár verið foringi ræn- ingjaflokks og að hún hafi haft efnaleg- an hag af þvi. Hún var að leiðbeina tveimur ræningjum, sem báðir báru þnngar byrðar af stolnum varningi gegnum þykkan sxógarrunna. Þegar hún var tekin. Stúlka þessi er talin með langfríðustu konum í Bándarikj- unum og telja biöðin víst að fegurð hennar muni verka svo á þá sem málið hafa á höndum, að hún muni sleppa með vægan dóm. og loforð hennar um að segja skilið við ræningjaflokkinn og og hætta að stela, Rikisþingið á Þýzkalandi hefir sam- þykt að borga Waldressee greifa 150 000 mörk í laun um árið meðan hann er i hernaði í Kínft. Það er fullyrt að menn úr Ameríku séu nýlega búnir að finna skjöl og skil ríki um að Ameríka hafi verið fundin og bygð af Kínverjum fyrir 1500 árum siðan. Þessi fornskjöl hafa nokkrir Amerikumenn grafið upp úr eldgömlum skjalasöfnum skræðna austur i Pekin á Kínlandi. Fyrir 1500 árum siðan hafa Kinverjar í Mexico og bygðu *þar stór byggingar og musteri. Hafa menn orðið varir við það fyrir lðngu siðan, að einhver þjóð með töluverðri mentnn hefir hafzt þar við í fyrndinni. En með ároiðanlegloika hefir ekki verið hægt að sanna hvaða þjóð það hefir verið fyrri en nú, ef skjöl þessi reynast áreiðanleg, Skjalafuudur þessi hefir þegar vakið hið mesta uppþot og órafar meðal fornfræð inga, sem um það vita. Einkum eru það rústir af muster- um í Sonora-ríkinu á Kyrrahafsströnd- inni, sem þykir bera nákvæmlega heima við skjöl Lþessi. Þar fundust fornrústir af tveimur musterum fyrir tveimur árum síðan, Rústirnar af öðru þeirra eru nálægt borg, sem Ures heitir. Stærsta steintaflan, sem þar fanst, var höggin út eftir kinverskri steinhöggvaralist og með rúnum. Kín- verskrar fræðimaður skoðaði hana og réði rÚDÍrnar; segir hann að rúnaletrið sé fornkínverskt. iRann gerði þetta eftir áskorun stjórnarinnar i Mexico. Hann lét enn fremur það álit sitt í ljós. að Kínverjar hefðu bygt landiðþar fyr- ir mörgnm öldum siðan og musterið væri bygt af þeim. En menn tóku ekki mark á þessari sögusögn hans þá. Því hefir að vísujverid haldið fram, að Indiánar í Sonara væru afkomendur hiuna fyrstu Kinverja, sem þangað hefðu komið. Þessir Indíánar eiga margar munnmælasögur, sem eru þekkjanlegar á þeim kínverska blæ, er yfir þeim hvílir. Ef sagan um þessi nýju skjöl reynist sönn, sem litill efir er á, þá verður hafin vísindalegur leiðang- ur frá borginni Monterey i Mexico til Ures og allar gamlar fornmenjar rann- sakaðar nákvæmlega. Nýlega hefir verið tekið manntal á Hawaii eyjunum og eru íbúar þar nú 154,001. Næst á undan var tekið þar manntal árið 1896, þá voru eyjabúar að eins 109,020. Á tjórum árum hefir þeim fjölgað sem munar 40|%. Á laugardaginn var héldu Mr. og Mrs Ross í Toronto silfurbrúkaup sitt. Mr. Ross er forsætisráðherra í Ontario fylki. Þar voru samankomnir allir ráð herrar fylkisins ásamt fleirum stór- mennum. Liberaltíokkurinn flutti Mr. Ross ávarp. er var þakklæti fyrir starf hans og framkomu i pólitiskum málum, og einkum fyrir stuðning hans og starf að þvi að efla sameiningu og frið inn- byrðis á meðal Canadamanna. For- sætisráðherrann svaraði þessu og lét Mr. Lutchford flytja svar sitt. í svart inu segír svo: “Leyfið mér að taka það fram. að þér h&fið lítilega ^minst á eitt af minum hugljúfustu stefnu atriðum og sem ég hefi sterka trú á, en það er saiueining aiira þjóðtíokka í landinu. Á þessu meginlandi er ekki til pláss fyrir tvær Canada. Þar af leiðandi er ekk- ert pláss fyrir tvo þjóðflokka, og þar sem einn og allir hafa fullkomnasta frelsi. þar er enginn staður fyrir þá trú- arstefnu. sem krefst að hafa æðsta vald og íramkvæmdir í fulltrúastarfi þjóðarinnar. Hið lögákveðna fylkja samband í Dominion of Canada gerði oss að einni þjóð, sem frelsis baráttu. Bandamanna gerði ríkin að einu þjóð- veldi og að einni sameinaðri þjóð. Fyrst Bandamenn, sem eru samsafn af marg- breyttustu þjóðernum og trúarbragða- flokkum, geta nefnt sig Bandamenn, án nokkurs tillits til uppruna og flokka- skipuuar, þvi getum véi þá ekki kallað oss Canadamenn án tiliits til flokka eða uppruna”. Fyrirlítum vér svo kynerfð- ir vorar, að vér skömmumst vor og þor ura ekki að krefjast vors eina ákveðna þjóðernis titils? Eigum vér ekk að grafa þessar misklíðar kröfur með ætt- bálkarig og flokkadrætti, og eigum vér ekki að byggja þetta land með nýju þjóðarnafni nú i byrjun aldarinnar, nafni, sem með heiðri, starfsemi og dygð blikar á spjöldum sögunnar siðar meir jafnbjðrt og fögur, sem dýrustu þjóðarnöfn gera nú. Þrátt fyrir það, þó vér höfum ekki náð eftir bandi frið- ar og einingar enn, þá vona ég, eins og Mr. John Bright var vanur að segja gamla Gladstone: “Vér erum að berj- ast áleiðis til ljóssins”. Og áður en næsta öld hefir fleygt af sér reipunum, verðum vér komnir inn á breiðari og fagiari braut einingar og friðar, en vér erum nú staddir á”. — Mr. Ross finnur auðsælega þungt til hins fransk-kaþ- ólska friðarspillis og drottnunargimi, sem nú ligguifsem martröð á Canada- ríki, og svo mun fleirum fara. Heilbrigðisástandið í Pekin er sagt mjög vont um þessar mundir. Bólu- sýki er þar nú i viðbót við margt ann- að ilt. Á laugardaginn var áxafleg ofsa- stórhríðarveður í Vancouver, B. C. Gerði það hinn mesta skaða. Lengra upp lil landsins þar i grend hefir verið versta tfð og er álitið að það séu orðnar stórskemdir sökum ótiðar í haust. Skaðinn sem þetta óveður gerði í Van- oouver á laugardaginn er metinn að vera $20,000. Maður borgaði nýlega $47000 fyrir sæti í samkundusal þeirra manna (Stock Exchang) New Yrk borg, sem hafa það fyrir atvinnu að kaupa og selja hluta-bréf í verzlunar og fram- leiðslustofnunum landsins, þetta að- göngu leyfi er hærra en nokkurn tíma áður hefir verið borgað fyrir sæti i þessu New York mangara félagi. Verzlunarfræðiblöð geta þess að iðn- aður allur og. verzlun sé miklu líflegri nú bæði á Englandi og Þýskalandi, síð an úrslitin á Bandaríkja kosningunni urðu knnn. Hlutabréf i verzlunar og iðnaðar stofnunum 1 þessum löndum hafa hækkað i verði síðan kosningum lauk og alt gengur nú með meira fjöri og lífi en áður var. Þetla er sagt að orsakist af því, að bæði Þjóðverjar og Bretai hafa trú á þvi að Bandaríkin séu nú búin ;að koma sér á fasta framfara- braut, og að verzlunin við þau fari vaxandi og verði til sameiginlegra hags muna bæði fyrir þau og Evrópuþjóðirn- ar. Sérstaklega kvað framleiðslan í baðmullarverksmiðjunum i Lancashire á Englandi nú ganga fjörugt. Þessar verksmiðjur hafa unnið að eins fáa tima á dag um marga mánuði. En strax er eigandur þeirra fréttu um kosningaútslitin, létu þeir hefja vinn- una með fullu afli og vinna menn þar nú svo að segja nótt og dag, og það sem betra er: kaup vinnendanna hefir verið hækkað af verkgefendum frívilj- uglega, sama er að segja um járn- og stálgerðarverkstæðin. Vinna í beim hefir aukizt og kaup hækkað. Að vísu er sagt að brezkir framleiðendur óttist samkeppni Bandamanna. Eu þeir hugga sig við þá ímyndun, að kaup muni fara hækkandi i Bandarikjunum og að framleiðslu kostnaðurinn þar í landi muniaukast svo, að Bandamönn um veitÍ8t örðugra fyrir þá skuld að keppa við brezka og þýzka framleiðend- ur i þeirra eigin löndum. Islands-fréttir Eftir Fjallkonunni. Reykjavík, 6. Október 1900, Brúin á Valagilsá í Skagafirði bil- aði snemma í September, annar stöpull inn hrundi að miklu leyti. Skaðinn metinn 500 krónur. 13. Okt. Mannalát, 7. þ. m, lézt hér i bænum Sigurður Pétursson verk- fræðingur þrítugurað aldri. Hann var fullnumi í verkfræðnm (ingenieur-vid- enskab) frá fjöllistaskólanum í Kaup- mannahöfn og hafði tekið þar burtfar- arpróf í fyrra með bezta vitnisburði. Prestkosnlngar. Séra Ófeigur Vig- fússon í Guttormshaga hefir verið kjðr- inn prestur í Landþingnm með 21 at- kvæðum. Séra Rikarður Torfason fékk 2 atkv. Séra Páll Ólafsson á Prestbakka er kosinn í Vatnsfjarðarprestakalli. Húnavatnssýslu (austanv.), 24. Sept.: “Yfirleitt hefir heyskapartíð mátt heita fr-e.nur hagstæð og gras- spretta igóðu meðallagi, og hefir ehy- fengur þvi orðin heldur góður almennt. Fiskafli verið tregur, en s/ld næg, og þar sem tvö íshús eru á Blöndósi, svo aldrei hefir brostið beitu, og gæftirnar hafa verið ómunalega góðar, hefir fisk veiði alls og alls orðið fremur góð á skip þau, er gengið hafa allan tíman, frá vorvertíðar byrjun og til rétta viku af sumri. 19. Okt. Tveir botnverpingar höfðu nýlega rekist á suður í Garðsjó; er annar þeirra „St. Paul “, calsvert skemdur. Fjárfluttningaskip tvð frá þeim Zöllner <k Vídalín áttu að vera komin hin gað fyrir nokkru en eru ennókomnin. Bíða þeirra hér 8—4000 fjár frá Árues- ingum og Rangvellingum og fráBrydes verzlun og Ólafi kaupm. á Stokkeyri. Eftir Þjóðólfi. Reykjavík, 19. Október 1900. Mannalát. Hinn 14. þ. m. andað- ist húsfrú Margrét Sigurðardóttir kona Ólafs Ófeigssonar verzlunarstjóra í Keflavík, 33 ára gömul. Sama dag andaðist hér í bænum Eirikur Ólafsson, fyr bóndi á Brúnum undir Eyjafjöllum, víða kunnur hér á landi af ritlingum sínum o. fl., á 77. aldursári. Prestvígðir. Hinn 24, þ. m. voru vigðir þessir prestaskólakandídatar: Friðrik I riðriksson, sem prestur við holdsveikfsspítalann, Jónmundur Hall- dórsson aðstoðarprestur séra Helga Árnasonar í Ólafsvík og Ólafur Briem aðstoðarprestur föður síns séra Valdi- mars.próf. Br:em á Stóranúpi. Um Hjaltastað eru i kjöri séra Benedikt Eyjólfsson í Berufirði, séra Einar Vigfússon á Desjarmýri og kand. Vigfús Þórðarson á Eyjólfsstöðum. Um Stað i Súgandafirði sækir Þor- varður Brynjólfsson fríkirkjuprestur eystra. “Thor” vðruskíp til Lefoiiis verzl- uuar á Eyrarbakka og eign hennar átti aðleggjaaf stað frá útlöndnm fyrir löngu, en er enn ekki komið fram og eru menn hræddir um að það hafi farist. Verð á sláturfé hér í bænum er á- valt jafnhátt og fer heldur hækkandi. Kjötið i 50—60 pd. skrokkum 24—25 a. og 22—24 a. í 30—50 pd., en 2l> a. rýr- asta kjöt, og hefir kjötverð ekki verið svona jafnhátt hér að staðaldri um mörg undanfarin ár. Stafar þetta háa verð af ríflegri fjársölu til útlanda og fjárkaupum ýmsra innlendra kaum- m.anna hér sunnanlands, svo að bænd- hafa í þetta sinn nægan og góðan mark að fyrir fé sitt, sem betur færi gæti haldist, Hinn 28. Ágúst þ. á, andaðist að heimili síuu Suðurhvatnmi í Mýrdal sómabóndinn Þrsteinn Einarsson 67 ára gamall. 26. Okt. Slysför. Hinn 23. þ. m. fanst maður dauður hér i flæðarmáli að vertanverðu i bænum, hafði vantað í undanfarna daga, Hann hét Björu Jakobsson, ættaður úr Selvogi. roskinn maður aðaldri, hafði dvaliðhér í bæn- um nokkurn tíma, meðal annars til lækniuga, Ætlun manna ap hann han oltið i sjóinu í einhverju óráði. Raflýsing Reykjavíkr. kemur að líkindum til framkvæmda, áður en mjög langt líður, eða svo ætti þaðaðvera. Óvíða annarstaðar i heimi mnndi framleiðslu-afl það, er vér höfum i ám og fossum hér nærlendis látið ó- notað. jafn-nálagt höfuðstað landsics. Eins og hr Fnmann B. Andersop hefir áður ljóslega bent á, bæði í þessu blaði og annarsstaðar, það er enginu vafi á því, að ísland getur átt raikla framtíð fyrir höndum sem iðnaðarland, með þvi að taka rafmagnið i sina þjónustu, þetta undraverða náttúruafl, sem foss- arnir okkar geta framleitt, þá er hið rétta beizli verður lagt við. Að því er ratíýsing Reykjavíkur suertir, þá hefir hún legið i þagnargildí síðan hr. Frímann Anderson var hér. En nú er aftur komin dálítil hreyfing á þetta mál, sem að því er vænta má hrindir málinu eitthvað áleiðis. Herra Eyjólfur Þorkelsson úrsmiður hór i bænum, hagleiksmaður mikili, sem á síOari árum hefir mikið fengizt við ýms- ar rafmagnstilraunir í smánm stýl, og er mætavel að sér í rafmagnsfræði, hefir gert fyrirspurn um það til raf- magnsfélags í Kíl á Holsetalandi (‘ Die baltische electrische Gesellschaft”), hvað mikið mundi kosta að raflýsa Reykjavík frá framleiðslustöð í Ála- fossi i Varmá, og hefir félagið sent hon- um áætlun um það. Er gert ráð fyrir að allur véiaútbúnaðurinn ásamt leiðsluþráðum hingað til bæjarins muni kosta 20,000 kr. og telur hr. E. Þ. þá áætlun riflega. Vegalengdin milli Alafoss og Rvikur mun vera um 15 kíl- ómetrar. Auðvitað væri ódýrara að hafa framleiðslustöðina i Elliðaánum (t. d. í Skorarbyl) að öðru jöfnu. En verið getur, að EUiðaárnar frjósi svo á vetrum, að þar verði ekki höfð aðalstöð en þó mundi það aldrei verða svo, að þar þryti rennandi vatn til framleiðslu raflýsingarinnar einnar. En nú getur hinn núverandi eneki eigandi ánna, Mr. Payne, neitað bænum algerlega um leyfi til að setja þar niður vélarnar eða leyft það með aUs óaðgengilegum kjör- um. Og getur því Reykjavikurbær sopið seyðið af því, að eign þessi komst í útlendra manna hendur, þótt alls ekki sé víst, að þessi nýi eigandi verði óbilgjarnari í ktöfum sínum, en hinir innlendu eigendur hefðu ef til viil orð- ið. Itafmagnsfólag þaö i Kil, er fýr var getið, hefir fyrir milligöngu hr. Eyjólfs Þorkelssonar tjáð sig fúst til að senda mann hingað til að rannsaka þetta nán ar og setja þennan útbúuað hér á stofn og yrði þá bærinn annað hvort að kaupa þetta alt af félaginu og annast svo fyrirtækið sjálfur eða tryggja fó- laginu hæfilega vöxtu árlega af þvi, er til þess væri varið, En engiun efi á, að heppilegast mundi fyrir bæinn að taka þetta alveg að sér, taka heldur bráða- birgðarlán til þess, því að fyrirtækið mundi borga sig vel, þótt ekki væri i fyrstu .hugsað , nema um raflýsinguna eina. Það er þó hægra að auka við siðar og fá rafhitun jafnfrarat, því að naumast mun gerandi að setja hvort- tveggja upp jafnsnemma hér. Betra að feta sig áfram og fá fyrst það sem auðveldara er og ódýrara. Til þess að lýsa Reyk javik með ’rafmagni á götum úti og i húsum inni hyggur hr. E. Þ. að mundi nægja 100—150 hestaafl, en til rafhitunar mundi ekki veita af 200 til 300 hesta afli, að auki, eða alls til hvort tveggjaj 400— 50o hrsta afl, cg efast hr. E. Þ. um, að svo nn'kill vatnskraftur muni vera i Varmá. En Elliðaárnar mundu; fullkottlega nægja til hvort. tveggja. Nú hefir hr. E. Þ. tjáð bæjarstjórn- innijfráJ máli þessu, og tiiiioði félagsins í Kí), jafnframt og hann hefir farið fram á, að bæjárstjómin færi þessá leit við eiganda Elliðaánna, hvort hann mundi ekki fáanlegur til að leyfa að Setjainiður vélarnar i Skorarhyl, þvi að ef það fengiet telur hr. E Þ, það bezt og haganlegast fyrir bæinn og framtíð fyrirtækisins. Til að ihuga mál þetta, valdi svo bæjarstjórniu á fundi 18. þ. 3 manna nefnd:í.Tr, Gunnarsson, Guð- mund Björnsson LogSig. Thoroddsen, Er því vonandi. að þetta falli ekki al- veg, niður [og að inefndarmenn komist að einhverriLheppilegri niðurstöðu, þvi að máliðLer mjöglþýðingarmikið fram- faramál, ekki að eins fyrir Reykjavíkur bæ. Lheldur[altllandið i heild sinni, Ein- hver verður aö brjóta isinn og það ligg- ur engum nær í þessu máli en sjálfum höfuðstaðnum, 'enda væri það skylda fjárveitingavaldsins að.hjálpa honum eiMhvaðJtilJþess, svojað haun gæti orð- ið landinu ,til fyrirniyndar. Einhvern- tímaverður hvoit sem er að leggja hönd á plóginn, og þá er jþað betra fyr en seinna, Vér eigum að herma það eftir öðrum þjóðum, e< að sönnugagni má verða fyrir alda og óborna. Og það mundi ratíýsing og síðar rafhitun Reykjavíkur sannarlega verða bæði beinlínis og óbeinlínis. Eftir Þjóðólfi. l/eturinn. Um daginn kvaddi sumarið oss norðurhvelisbúa. Alt gott fólk mænir á eftir því tárvotum augunum, og send- ir því ástar þakkir fyrir góða veðrið og langa sólarganginn, og innilegar þakkir fyrir stjörnuberu haustkvöldin. sem örva og glæða fegurðina og göfugleik- ann í sálu mannsins ef til vill meir, en nokkur yndisfagur vormorgun. Far vel, far vel, Sumar ! Ástar þökk fyrir alt og alt, og kom sem skjótast að sunnan an aftur,—að færa freðnura hjörtum, ljós, yl og frið.— Veturinn er genginn í garð. Hann er að vanda úrgur og óhýr á svipinn. Hann er strax kominn í einkennisbún- ínginn sinn. Þessar fannhvítu náblæj. ur. Með þeim skautar hann sér einsog vant er. Maður kemur sórvarla fyrir með að horfa beint á þann vetrar- búning. Svo er vetur ægilegur og ógn- þrunginn undir brún að líta, að mörg- um hefir dirfðsú að líta þangað. aðald- urtilajorðið.—Margt mun nú vetur í skauti sór flytja, sem fvrri. Ráðgátur hans og rúnir má enginn ráða. fyrri en reynt hefir. Vetar er harðstjóri og harður i horn að taka- Vald hans er einveldi, og enga kveður hann ráðgjafa til fylgd- ar né ráðaleitunar. Hann agar hart hugsunarhátt, hýbýliaskipun og siði manna. I staðinu fyrir að fólkið hugs- ar mest um að klæðast léttum klæðum á sumrin, og njóta útiyerunnar um borg og bygð. verður það að fara öfugt að. Það verður að klæðast þungum fötum og við hafast i höllum og hásöl- um, og njóta dægrastyttinga innanhúss, er áður voru auðfengnar úti. Um sumarið var kvennfólkið á flugaferð um velli og víðavang. Það sveif i loftinu á hvítu léttu músselins kjólunum, með kagpuutaóa fifuléttu ljósgulu hattana, Þá sást álengdar karlvera, gangandi, akandi, “tvýlandi” eða rennandi á strætisvögnum. er sótti fast á fund skýjadisarinnar. Ja,þá var ltfinu lifandi sögðu margir. En nú er af er áður var. Lengur sést ekki hin léttfætta músselíns-hervædda skýjadis, né hinn ljósklæddi götuprins, með flaksandi treyjubarma. og hrafnbrúnan mittislinda, með netriðna ljósgula strá* hattinn. Nú rikir vetur i algleymingi. Nú hylja röggvafeldir eða gráúlpur, og loðhettur hin mjúku meyjarbrjóst og skjallahvitu kinnar. Hinn ungi götu- prins er nú klæddur grófgerðustu vað- málsheklu, eða loðúlpu með höfuðföt af öllu tagi, gegnglær af kulda, og drjúp- andi dáðleysi. Þessi hervæddi lýður knýr hart og ótt á allar dyr, og biður hamingjuna upp að ljúka. og forða sér við fáriog pín, þvi ferlega úti helveður gín. En.það er glatt um hallir og hásali. Þar æðir mannveran i ótal myndum aftur og fram; þar eru hörpur harðlega gnúðar, og hamast á organ og söngfæri öll.—Og loftið titrar og teigist sundur og sainan undan ofurafli hárra orga. Og hálsarnir þenjast og bogna og beygjaet og beljandi streymir fram söngvanna flóð. Og andiitin skrumskæld, aflaga teigjast, og englarnir kveða við hiinn- eskan óð,—Og só litið um loftið, þá er sem maður sé staddur í ljósálfa heimin- um. Ein undra sýnin þeytir annari úr vegi. Uppundir hásölum í höllinni sjást svifandi englapör. Og getur ó- kunnugu og heimsku fólki dottið ósjálf- rátt í hug, að þarna só Gabriel og Maria mey á flugaferð i sakleysinu sjálfu. En þegar skýrirmenn gæta að, eru þessi engapör, “kafiléri og dama”. Þau eru úr mannheimum, og þegar þau hafa svifið um loftið um stund í hringjum, framstökkum, afturstökkum, hliðar- stökkum, eða skrefhoppi og sveiflu- hnykkjum, þá koma þau ofan á hallar- gólfið, og er þá oft að líkamar eru nærri runnir upp í loftkend efni. Þetta heitir dans, en þá list má bæði leika vetur og sumao. en hún verður að leikast af kvenveru og karlveru ef vel á að fara, og það er líka æfinlega haft svo. Enginn er svo voldugur, enginn sve máttugur að náttúran eigi ekki eitthvað til að yfirbuga hann með, og svo fer vetri, þótt hann bjri ægishjálm yfir öllu lifandi og dauðu, nema dansand verum, og ofurmegni eldsins. Þótt veturinn færi mörgum angur og ami, kröm og kulda, þá færir hann nokkrum glaumunnandi sálum frið og fró, yndi og ástir, og ótallmargt fleira. Og þe*s ▼egna skulum vér ekki lasta veturinn, en biðjajhonum og öllum dansandi vei urajieillajog hamingju.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.