Heimskringla - 07.03.1901, Blaðsíða 1
f
:
:
♦
♦
♦
♦
♦ HeiniHkringla er gef-
- iu út hveru íiiutudag af:
HeiiuSltriugla Kews and
Pubiiahiug Co., ad 647 Main ♦
a St., Winuipeg, Man. Kost- T
4 ar uiu árið 41.50. Borgað *
Ý fyrirlrani. ♦
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦!§
uos\0 -
WINNIPEG, MANITOBA 7. MARZ 1901.
©♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦llf
♦ Nýír kaupendur fá í X
} haopbeetír sögu Drake J
♦ Standish eða Lajla og jóla- ♦
♦ biað Hkr. 19u0. VerdSg og X
X 35 cents, ef seldar, aendar J
♦ tál laiandB fyrir 5 cents
Nr. 22.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Á máuudaginn í fyrri viku fór fram
fyrsta atkveeðagreiðsla í sambands-
þinginu. Útkoman varð sú, að Lauri-
erst jórnin hafði að eins 9 atkv. í meiri
hluta. Vekur þe«si óvænti veikleiki
Lanrieistjórnarinnar mikla eftirtekt,
og það þvi fremur sem atkvæðagreiðsl-
an var ekki um neitt stórmál. Margt
þykir nú benda á að Laurierstjórnin
muni eiga fullörðugt með að halda
Töldum út þetta tímabil.
Herm&Ias krifstofan á Englandi hefir
nýlega geflð út stjórnarskýrslu um
manntjón Breta i Suður- Afriku. Taka
akýrslur þessar yfir tímabilið frá byrj-
un ófriðarins til 31. Jan. 1901. Ef tir
þeim eiga 18.258 liðsmenu og foringjar
að hafa fallið í orustum, 1734 reknir
eða skotnir fyrir óhlýðni við herlögin,
#39 hafa alveg týnst eða eru í varð-
haldi; þar að auki hafa 14.914 liðsmenn
orðið sárir og 1242 æðri og lægri her-
foringjar. Manntjónið yfir Janúar-
mánuð siðastl. 1030 drepnir, særðir og
handteknir. Skýrslan sýnir að 1793
liðsforingjar og 39,095 liðsmenn hafi
verið skrifaðir á sjúkrahælis-listann,
ýmist sem sjúkir eða særðir. En af
þessum hafa 33,807 náð heilsu aftur.
Fréttir úr Suður-Afríku segja, að
Botha hershöfðingi Búa hafi alveg gef-
ið sig á vald Breta, Áreiðanlegar sann
anir eru ekki fengnar um að þessi fregn
sésönn.
Á fimtudaginn var rakst keyrslu-
vagn Þýzkalandskeisara á strætisvagn,
Keisarann sakaði ekki mjög. að eins
flumbraðist eitthvað svo lítið.
Tyrkir senda 50,000 hermenn á
landamæri Búlgaríu. Segjast Tyrkir
gera þetta vegna óeirða og uppreistar-
anda sem sé i Macedoniu og Búlgariu.
Að morgni 28. f. m. kviknaði i rík-
isfangahúsinu, sem er 3 mílur fyrir
sunnan Lincolu borgina í Nebraska.
Fangarnir náðust allir út óskemdir.
Fangavarðliðinu var strax fjölgað og
vaktar það fangana undir beru lofti,
þar til hægt er að flytja fangana á ann-
an fangastað.
Svertinginn George Peter iVewkirk
dó i Hurley 28. f. m., 117 ára gamall.
Hann var sá fyrsti svertingi er greiddi
atkvæði i New York ríkinu.
Þann 25. f. m. brann leikhúsið í
Catania á Sikiley. Áður en eldurinn
var stöðvaður hafði hann læst sig i 40
byggingar í kring. Manntjón varð
samt ekki teljandi. TJnglingum og
börnum var forðað með þvi að henda
þeim innvöfðum út um glugga og vorB
gripinn áður en þau komu niður, af
þeim sem úti fyrir voru. Margt fólk
skemdist meira og minna. Skaðinn er
meira en milíón lírar.
Sú fregn er nú flutt út af enskum
blððum að hershöfðingi Búa, Botha,
hafi gefist upp og gengið á vald Kitch-
oners lávarðar. Það er tæplega hægt
að trúa svonafljótum umskiftum?
f Cape Town er sagt að plágan —
kilapestin, hafi gert vart við sig að und
anförnu og fari nú vaxandi. Þaun 2G
þ. m. fanstlik af Kaffíra í kofa nálægt
dómkyrkjunni, sem á að hafa dáið úr
þessari veiki. Samt segja sumir að út-
breiðslan sé meira að kenna rottum en
mönnum. Sagt er að .svertingjar séu
orsökin til þess, aðekki er hægt að
stöðva þessa voðaveiki með sóttvörð
um, því þeir fylgi engum boðum né
bönnum.
Þetta guðspjallsbrot Matheusar
virðist vera af sama toga og hið nafn-
kenda Sinaitic og vatiönsku bækurnar,
og er auðvitað eftirtektaverð staðhæfing
af innihaldi þeirra'ogíjversagerðarsni ði.
í því stendur þessi alþektu kenningar
atriði, og auðskildu orð: “Jóseph son-
ur Davíðs óttastu ekki að gera Marfu
að þinni eigin konu, því það sem hún
gengur með er af völdum hins heilaga
anda”, Þetta rit er haldið að vera hið
elzta rit af guðspjöllunum, eða jafnvel
það elsta sem skrifað hefir verið af Nýa
Testamentinu.
Þann 2. þ. m.varsent hraðskeyti
frá Niu Chwang, að 3000 rússneskir
hermenn hefðu lent í vopnaviðskiftum
við 10,000 riðandi stigamenn og þjófa
nálægt Shinking nú nýlega. Rússar
urðu að hð fa undan að síðustu. Þeir
mistu eina stóra byssu, 20 menn féllu
og 30 særðust, en óaldarflckknum unnu
þeir hið mesta tjón.
Mælt er að yfirherforingi Waldessee
greifi hafi nýlega gert ráðstöfun til að
allur útlendur her i Kfnadragi sig sem
mest saman og sé til taks hvenær sem
á hann kallað.
Þýzkir þegnar hafa lagt fram kröf-
ur um skaðabætur á ýmislegu dóti á
ferðum sinum 1 Suður-Afrfku, sem
brezkir hermenn hafi ollað. Einkum
eru það trúboðsr, sem heimta þessar
skaðabætur af stjórninni á Englandi.
Sérstök þýzk sendinefnd tíytur skaða'
bótamál þetta fyrir stjórninni í Lun-
dúnum, sem kveöst vera reiðubúin að
uppfylla þessar kröfur.
Það hefir komist upp næstum ein
dæma yfirsjón hjá ensku hermálaskrif-
stofunni nýlega, að blöðin f Liverpool á
Englandi segja, að hermálaskrif-
stofan standii þeirri meiningu að sjálf
boðaliðið frá Liverpool séennþáfher-
þjónustu f Suður-Afriku, en þetta sjálf-
boðalið hafi komið heim fyrir 4 mánuð-
um siðan.
Edward konungur VII. er nú kom-
inn heim aftur úr Þýzkalandsför sinni.
Sú fregn er nú staðhæfð, að Rocke
f'ller, Peirpont Morgan og Hill, forseti
Great Northern félagsins, hafi keypt
öll umráð á kolanámulandinu í Crows
Nest, og búið sé að lofa þeim það eir
skuli fá leyfi hjá stjórninni f Canada
til að byggja járnbraut frá námunum
og á landamæri Bandaríkjanna.
Mælt er að inntekir John D. Rock-
fellers séu $40 um mfnútuna á sólar-
hringnum
Það er sagt að Þýzkalandskeisari
eigi um $4 milíónir i j rnbrauta skulda
bréfum í Bandarikjunum, og keisara-
frúin eigi um $500 000 f veðskuida-
ábyrgðarbréfum f Bandarfkjunum. —
Sagt er að Rússakeisari eigi $6 milfónir
í járnbrautum í Ameríku. Óskar Svfa
konungur er mælt að hafi ávaxtað pen-
inga og grætt á ölgerðarhúsum f Ame-
ríku. Georg Grikkjakonungur hefir
la gt peninga sfna í hveitikaup og grætt
talsvert á þvf.
Bólan gerir töluvert vart við sig í
Ontario. Ekki fæ ri en 66 sjúklingar
eru fundnir á vfð og dreif um fylkii.
Hún gerir einnig uokkuð vart við sig
sunnan við landamæri Canada i Banda-
ríkjunum.
“Svarti Joe” hótar að hætta að
eiga við pólftfk.—Segja sumir að það sé
skaði, en aðrir að það sé ekki.
George Maynard. fréttasmali C. P.
R. í Montreal heflr verið tekinn fastut
vegna þess að það leikur sterkur grun-
ur á honum um konumorð. Hann hefir
komið sér vel og sýnt dugnað við at-
vinnu sfna, þótt hann sé enn kornung-
ur maður. En konan hans drakk og
svallaði út peningum hans, og féll hon-
um það illa. Er álitið að hann f hálf-
gerðu æði hjálpað henni til að deyja.
Hann meðgengur enn þá ekkert.
Heilbrigðisráðið íCape Town segir
að kýlapestin sé að verða enn voðalegri
jar en f Bombay. Utbreiðsla sýkinnar
og afleiðingar hrella hugi allra bæjar-
búa, og sé alls ekki í rénun.
DeWet, sem talinn hefir verið und
anfarna daga enn þá einusinni á valdi
B. eta, það er, aðhann gæti ómögulega
sloppið úr herkvíum þeirra, hefir enn
þájeiuu sinni farið leiðar sinnar út um
her ierði þeirra. En út fyrir landa
mæri Höfðanýlendunnar varð hann að
hörfa.
Nýskeð náðuBúar80 hermönnum
úr einvalaliði Kitcheners lávarðar
sjálfs, og um tuttugu féllu.
Blöðin hafa sagt að undanförnu að
ófriðarhorfur værn nokkrar á milli
Haiti og Santo Domingo, en svo
hafa þau borið það til baka aðra stund-
ina og að þrætuefnið væri alls ekki
þýðingar mikið. Nú komaþær fréttir,
Aö varðliðið á landamerkjunum berjist
og eigi illdeilur saman á hverri nóttu
og mannfall sé á báðar hliðar. En máls
aðilar séu samtaka í að tala friðsam-
lega við útheiminn um málin.
Stjórnin á Þýzkalandi ætlar að
láta lesthraðann á braut, sem hún er
að byggja til að flytja herlið á millí
Sossen og Berlín, vera 150mílur á
klukkustundinni. Lestin gengur fyrir
rafmagnskrafti.
Rev. Dr. Wm. C. Winslaw f Boston
sem er varaforseti Egypska rannsókn-
arsjóðsins, hefir tilkynt uppgötvun á
mjög þýðingarmiklu sigurmerkja riti
á meðal fjölda margra pappírsrita, sem
hann hefir nýlega fengið, og átti að út-
býta á meðal ýitsra háskóla í Banda-
rikjunum, og sendi 29 af ritum þessum
til háskólans ( Pennsylvania. Þetta
sigurmerkjarit, eða gersemisrit, hefir
að geyma nokkuð af guðspjöllunum og
er eldra en öll slík rit hér f Ameriku.
Dr. Winslow segir að handrit þetta
hafi að innihalda mikið af 1. kapitula
úr Matteusar guðspjalli. Var ritið
grafið upp eða fundið ( Oxyzhynchus
140 mílur sunnan við Cairo, nálægt
hinu nafnfræga “logia” (eða lífsreglu
lausnai ans), og fornfræðingar balda að
það sér frá 150 árum eftir Krist burð.
En ritstjóriþessa Egypska rannsóknara
félags álftur það 50 til 60 árum yngra.
íslandsfréttir.
Eftir Þjóðólfi.
Reykjavík 7 Desember 1900.
Dáinn hér f bænum 4 þ. m. Eggert
Magnússon Waag, fyrrum kaupmaður,
76 ára að aldri.
Lausn frá embætti hefur Þorvaldur
Jónsson héraðslæknir á ísafirði fengið.
Hinnl2. Ágúst síðastl, andaðist að
Múla f Gilsfirði madama Oddfrfður
Gfsladóttir, ekkja sóra Halldórs sáluga
Jónssonar, er síðast var prestur f Trölla
tungu. Hún var 87 ára gðmul, fædd
25 Maf 1813 á Þorpum f strandasýslu.
Foreldrar hennar voru Gísli hreppstjóri
Eii íksson og kona hans Ingibjörg Tóm-
ardóttír.
14 Des. Skarlasóttin er nú komin
austur í Rangárvallasýslu og f Árness;
er hún hingað og þangað. þar á meðal á
tve.mur bæcrm i Ytrihrepp.
Veðurátta hefur verið hin blfðasta
nú langa hrið, eða að kalla má f allt
haust. Hvergi hér f nær sveitunum
farið að gefa fullornu fó né útigángs-
hrossum og víða í upp sveitum Árness.
(t. d. Biskupstungum og Hreppum) ekki
farið að taka lömb enn á gjöf.
18 Des. Mannalát. Hinn 16 Okt.
andaðist að Sútarbúðum i Grunnavfk
séra Einar Vernharðsson. fyrrum prest-
ur Strð í Grunnavík, á 84. aldursári
(f. 26 April 1817.
Látin er fyrir stuttu Einar Ásgeirs-
son bóndi f Firði á Skálmarnesi, dugn-
aðarmaður mesti og valinnkunnur,
uaanna áreiðanlenastur i öllum viðskipt-
um og mjög vel þokkaður.
ínafold sektuð og dæmk ómerk. í
máll, sem landlæknir dr. med. J. Jónas-
sen höfðaði samkvæmt skipun lands-
höfðingja út af ummælum f einni
"ísafold", er birtist um það leyti, sem
blaðið hafði hæst og tók munninn
fylstan um kosningnr hér f bænum, var
feldur dómur í bæja þingí Reykjavíkur
f gær og voru með þeim dóm öll um-
mæli, er landlæknii inn átaldi f málssókn
sinni dæmd dauð og marklaus, og ritstj
blaðsins sektaður um leið um 30 krónur
til landsjóðs og dæmdur til að greiða
málskosnað samkvæmd kröfu sækjand-
ans.
Aukin þilskipaútvegur. Við þil-
skipaílota Reykvíkinginga bætast f
vetur líklega 9—10 fiskiskip, öll keypt
frá englandi.
TJpsaveiði dágóð hefir verið hér á
höfninni undan farna daga, en mjög er
upsi þessi smár. Er þettað bezta
skepnufóður og enda einnig til mann-
eldis. Tunnan seld á 1—2 kr.
1. Jan. 1901. Verðlnunakvæði.
Þau hundrað króna veiðlann, sem
Stúdentafólagið hefir heitið fyrir bezta
aldamótakvæði. eins og áður hefir ver'
ið getið um i Þjóðólfi, hetir Einar Bene
diktsson yfirréttarmálaflutningsmaður
unnið. Var einróma álit þeirrar 3
manna dómnefndar (dr. B. Olsen. Guð
munður Bjömsson héraðsl. og J. Jak-
obsson, er Stúdentafélagsstjórnin skip-
aði, að kvæði hans væri langbezt af 10
kvæðum, er um verðlaunin kepptu.
Birtist höfuðkafli kvæðis þess hér i
blaðinu. Þess má geta að hínir gömlu
skáldmæringar, Benedikt Gröndal og
Str. Thorsteinsou, kepptu ekki um verð
laun þessi. En meðal þeirra er reyndu
sig'munu vera nafnkendastir Þorsteinn
Erlingsson og Jón Ólafsson....
8. Jan. Settur söngkennari við
lærða skólann f stað Steingríms heit.
Johnsens, er Brynjólfur Þorláksson
landshöf ði n g j askr if ari.
Steingrimur Johnsen söngkennari
og kaupmaður andaðist hér i bænum
3. þ. m. rúmlega 54 áragamall. Hann
var fæddur f Reykjavík 10. Deg. 1846,
og voru foreldrar hans flannes John •
sen kaupmaður (d. 16. Nóv. 1885) Stein-
grfmsson byskups Jónssonar og konu
hans Sigríður Kristín Símonardóttir
(f. Hansen) (d. 1869).
Slvsfarir. Á aðfangadag jóla (24.
Des.) varð úti á Svinaskarði unglings
piltur frá Hækingsdal íKjós, Elentinus
Þorleifsson að nafni. Var að læra hér
undir skóla, og ætlaði heim til sfn fyrir
jólin, en varð eftir af samferðamönnum
sinum f Fitjakoti á Þorláksmessu, 'þvi
að hann veiktist af göngunnl. Var
hann þar um nóttina og lagði svo upp
morguninn eftir einsamall. Hefir hon-
um lfklega orðið illt og lagzt fyrir, þvi
að frézt hefir, að lik hans hafi fundist
þar uppi á skarðinu á réttri leið, eða
þvf sem næst, og taska undir hðfði
þess.
Nokkru áður varð maður úti suður
á Vatnsleysuströnd, var að svipast eft-
ir kindum.
11. Jan. Mannalát. Sfðastl. jóla-
dag (25. Des.) andaðist Bjarni Jónsson,
bóndi á Vestri-Loftsstöðum eftir sólar-
hringslegu f brjósthimnubólgu, ungur
bóndi og efnilegur.
Hinn l Nóv. f. á. andaðist Isleikur
Guðmundsson, bóndi á Sauðhússvelli
undir Eyjaf jöllum 55 ára, nýtur bóndi
og sæmdarmaður.
Slys. Fyrir skömmu dó sviplega
bóndi f Veetur-Landeyjum, Sigurður
Benediktsson á Þúfu, á þann hátt, að
spýta brotnaði undan honum er lögð
var yfir þröagan gang millum húsa og
féll maðurinn tvöfaldur aftur á bak
ofan í ganginn og hryggbrotnaði, lifði
3—4 dægur við harmkvæli.
18. Jan. Úr Mjóafirði eystra er
skrifað 7. Des. f. á.: “Tíðin góð og
fiskafli töluverður: stór ýsa og þorskur.
Maður varð úti á Kerlingarskarði
föstudaginn fyrir jól (21. Des.), Jón
Þórðarson að nafni, vinnumaður frá
Hofstöðum i Miklaholtshrepp. lætur
eftir sig ekkju og 5 börn, öll ung.
Maður drekti sér á Akureyri siðastl.
gamlárskveld, Gfsli ljósmyndari Bene
diktsson (Johanssonar prests á Kálfa-
fellsstað Bened ktssonar).
Veðurátta hefir verið mjög vætu-
söm það, sem af er nýju öldinni; stöð
ugar rigningar að kalla má, en hlý
riðri óvenjulega mikiðum þetta leyti
árs.
25. Jan. Veitt brauð. Hvammur
f Laxárdal er veittur af landshöfðingja
séra Birni L. Blöndal á Hofi á Skaga-
strörd. Aðrir sóttu ekki.
Prestkosningin á Hjaltastað fór
þannig. að Vigfús Þórðarson cand.
theol á Eyjólfsssöðum fekk nær öll
atkv. (um 20) þeirra, er kjðrfund sóttu
og fær þvf eflaust veitingu fyrir brauð-
inu þótt kosning væri ekki lögmæt.
1 Febr. Árnessýslu (Grímsnesi) 12.
Jan.
Héðan úr sveitinnni er fátt tiðinda
um þessar mundir. Tíðin upp á það
æskilegasta; allur snjór uppleystur, sem
var orðin talsverður um hátíðarnar,
annars hefir tfðin verið mjög góð, það
sem af er þessum vetri, nema hvað hún
hefur verið no’kkuðstorma-og stórviðra-
söm síðan um sólstöður.
Garðarsfélagið á Seyðisflrði er vfst
hér um bil liðlð undir lok Erþað nú
að selja skip sfn á Englandi.
DÁINN hérf bænum 25 f. m. Rafn
Sigursson skósmiðameistari 149. aldurs-
ári—sonur SigurðarJónssonar snikkara
og Margrétar Ólafsdóttur Stephensens
Björnssonar sekretera á Lágafelli Ól-
afssonar stiptamtm&nns.
8. Febr. Skarlatssóttin er ávalt
að stinga sér niður hér í hænum, en
fer þó hægt. í Árnessýslu ber nú ekk-
ert á heuni. en í Rangárvallasýslu tölu-
vert. í Austvaðsholti i Landamanna-
hreppi lágu 11 eða 12 manns, siðast í f.
m., og maður á Hömrum i Holtum 20
ára er n\dáinn úr veikinni, hafði verið
léður þangað af öðrum bæ, meðan bónd
iun fór til Reykjavíkur og svaf hjá hon-
uiu, er hann koin að sunn&n, Jveikíist
þá þ <gar og dó, en bóndi sýktist ekki.
Á Álftanesi eru allmikil brögð að veik-
inni og 2 bæir þar sóttkviaðir (Bessa-
staðir og Grænhóll). Er svo að sjá
sem sóttvarnarráðstafanir hafi mjög
litla þýðingu til að hepta útbreiðslu
veikinnar, en betri munu þær þó en
ekki.
TJm miðjan mánuðinn (Janúar)
ekkjrt frost hér í jörðu. Talsvert frost
eftir 24. og út mánuðinn. Ákaflega
hvasst af suðvestri aðfaranótt hins 6.
og aðfarahótt hins 20. Mikið þrumu-
veður heyrðist hér aðfaranótt hins 19.
Enn um Filipseyjarnar
í Hkr., er út kom 21.Febrúar þ. á.,
birtist grein með fyrirsögninDÍ: “Fil
ipseyjamálið”, eftir hra. John J. Sam-
son. Höf heldur fram þeirri meiningu
að vel sé gert að ræða þetta áriðandi
mál, þegar vér séum lausir við póli-
tiskt kapp og flokkadrátt. Ég skal
játa það nú I egar, að ég er hra. Sam-
son samdóma um það að öll mál, sero
hafa Dokkra verulega þýðinjju fyrir
fram tfðar velferð vors kærft fóstur
lands, ættu að ræðast af stillingu án
*
alls haturs til andstæðinga vorra. Vér
ættum aldrei að gleyma því að meiri
hluti borgara þessa lands vilja án efa að
ein; það. er þeir álfta landi og lýð
happasælast. En því miður virðist mér
hr. Samson vfkja frá þeirri reglu, sem
hann bendir til f byrjun greinar sinnar.
Hann getur þess til. að bænarskrá
sú er send var frá Manila, undirrituð
af yfir 2000 Manilabúum: læknumj lög
mönnum, kaupmðnnum og mentamála-
mönnum, og send öldungaráði voru. sé
rituð af einhverjum leiðandi Demó-
krata og sfðan send eyjarskeggjum til
undirritunar; og svo bcetir höf við: að
minsta kosti virðist stílsmáti hennar
og orðalag bera eyrnamörk þeirra, sam-
safn af lognum* áheyrilegum, en þýð
ingarlausum orðum”. Er það mögu
legt að höf. álfti alla Demókrata
lygara? Ég er ekki Deœókrati, en
samt vil ég láta hra Samson víta með
allri virðing fyrir honum sem manni,
að ég þekki Demókrata landa, ekki
langt frá honum sjálfum, senr eru með-
al vorra heiðarlegustu borgara. iJað
getur þvi ekki verið af vanþekking að
hra Samson brúkar svona ruddalegar
getsakir um meðborgara sina, heldur
kemur það af pólitiskri flokkskeppni.
Hann ásakar þá um að hafa ritað
bænarskrá, samsafn af lognum þýðing-
arlitlum orðum.* Nú, hann heldur á
fram óbeinlfnis að svfvirða hinn heiðar-
lega öldung senator Tillen, sem er þó
Repúblíkan. Mr. Tillen las þeosa bæn-
a rskrá f öldungaráðinu og mælti með
henni. En þvi gefur ekki hra Samson
útdrátt úr bænarskránni? Heldur hann
að lesendur Hkr. séu ekki færir að
dæma fyrir sjfilfa sig um sannleiksgildi
og kjarnyrði hennar. Hér er þá sýnis-
horn af þessu ritsmfði, er hra Samson
hefir kveðið upp dóm yfir:
Vér höfum ekki hikað við að leggja
þessa bænarskrá fyrir hið sameinaða
þing Bandaríkjanna, vonond að þing
ið getj þvf betur skilið þarfir og eftir
vænting þjóðar vorrar. Því höfum
vér f nafni þjóðar vorrar sent kvein
stafi vora til hins valdnga lýðveldis, að
Bandamenn hætti að ofsækja og eyði-
leggja friðelskandi þjóð, er af veikum
mætti be st fyrir frelsi sínu; vér biðjum
þess í nafni Washingtons, Jeffersons
og Lincolns, nafni réttlætis og hins ei-
lffa guðs alheimsins dómara. -Herra
S&mson hefir kveðið upp dóm yfir þess-
um orðum, ef lesendur blaðsins verða
honum ekki samdóma, þá er það hon-
um að kenna, en ekki mér.
Þar næst kemur hra Samson með
langa þulu eftir Benito Ligando, sem
hann segir að sé mentaður og mikil-
hæfur maður, að líkindum af því hra.
Samson getur talið hsnnsegja það sem
honum bezt líkar; en hver er svo þessi
náungi? er hann genginn á vald Banda-
manna? Ef svo er, er hann þá ekki f
orðsins fylstu merkingu, liðhl&upi? hafi
hann yfirgefið þá stjórn, er hann sór að
vernda og viðhalda af ýtrustu kröft-
um? Hefir hra Samson aldrei heyrt
þess getið að landráðamenn ogdrottins-
svikarar eru ekki álitnir sem allra
bezt vitni þegar þarf að sanna merka
hluti.
Þá snýst hra Samson að Mr Charles
A. Towne, og kallar hann Tonne, ** í
*) í síðasta blaði Hkr. var leiðrétt-
ing á þessu orði lognum. Höfundur
þessarar greinar vissi ekki um hana, þ&
hann reit greinina. En af þvi oss finst
þettað orð ekki vera megin og mergur í
misskoðnnum þessara greina höfunda,
þá finstoss ekki þettað misprentaðaorð
hafa neina sérstaka þýðingu. Ritstj.
Nafn þettað er leiðrótt í siðasta
tölublaði Hkr. Ritstj.
yrirlitningarskyni, alvegeinsog þegar
hann Defnir Mr. Towne fð''urlands-
elskandi, og setur þar við háðsmerki,
sem aru þó að öllum likicdum einu orð-
in sem sðnn eru f grein hra Samsonar.
Ég endurtek það, að með allri virð-
ing fyrir hra Satnson, þá hefi ég enga
minstu von um það, að hann n&i þar
tánum, er Mr. Towne hefir hælana. Sú
var tfðin að flokksbræður Samsons
sungu Mr. Towne lof og prís. En
þeg&r þeir fundu út að sannfæring hans
var ekki til sölu, ) á sneru feir viðblað-
i nu; ekkert orð væri nægilega auðvirði-
legt til að lýta Mr. Towne, en herra
Samsonerþósá fyrsti er hefir fundið
ástæðu til að hæðast að því að Mr.
Towne elskaði föðurland sitt. en hrædd-
ur er ég um það að [ egar ég og heira
Samson verða gleymdir, að endurminn-
ingar um Charles A. Towne verði sem
sólbjartur vormorgun f hugskoti þjóð-
arinnar, og að honum verði þá ekki
lagt það út til lýta að hann elskaði
sannfæring sÍDa meira en M. A. Hanna
—að hann elskaði föðurland sitt meira
en f árra ára vissu um embætti.
Aðendingu vil ég geta þess. að
Tafte nefndin, sem nú er að starfa &
eyj unum, geta vel veiið hygnir menn
og má vera sanngj&rnir menn, er vert
að geta þess, að áður en þeir lögðu á
stað var stjórnin búin að láta þ& vita
hvað þeir ættu að gera og hvernig lag-
aða skýrslu þeir skyldu senda Sumt
af skýrslunum var samiðí Washington
áður en þeir lögðuá stað til notkuuar
við siðustu kosningar. Fólkið á eyj-
unum gekk daglega á vald Bandarfkj-
annai þúsunda tali. Það voru að eins
örfáar hræður, sem ekki viðurkendu
veldi Mark Hanna. Ég heyrði leigutól
Hanna bæði blöð og menn segja, að ef
Mr. McKinley yrði endurkosinn, þá
yrði ófriðurinn á eyjunum afstaðinn.
Þetta veit ég að hra Samson hefir lfka
heyrt. Enenn þá heldur ófriðurinn á-
fram, enn þá heyrist vein barna og
kvenna frá þessum ógæfu eyjum. Enn
þá heyrast þaðan sögur af sjóuarvott-
um, um þau viðbjóðslegustu níðings-
▼erk, sem framin eru af hermönnum
vorum. Til dæmis segir einn, að um
miðja nótt hafi herdeild sú er han n til-
heyrði eða partur af henni. komið &
myndarlegt bónda heimili. Þar var
glaumur og gleðf, þvf verið var að
halda brúðkaupsveizlu. Her íenn vor-
ir báru eld að byggingunum. En þeg-
ar fólkið flýði úr eldinum, var ‘ það
skot ið niður skilmál&lauast, menn kon-
ur og börn.
Ég get ekki hugsað mér nokkurn
mann, er kallar þetta land sitt land,
svo gjöreyddan öllu velsæmi að honum
hitni ekki um hjartaræturnar þegar
hann veit að önnur eins svfvirðing og
þessi eru framdar f nafni mannúðar og
undir vernd þess frjálsasta lands f heim
mum, Ég man það svo lengi sem ég
lifi, að ég sýndi þessa sögu, er ég hefi
ritað hér aðofan, gömlum hermanni;
hann er snjóhvftur af hærum og töln-
vert við aldur. Hann las greinina hvað
eftir annað, en sagði ekkert fyrr en
hann rétti mér blaðið, segir hann:
“Guð minn góður ! ogað þessu studdi
ég með atkyæði minu við síðustu kosn-
ingar".
Hvað heldur hra Samson það taki
margar aldir að kenna þessari þjóð, er
svona hefir verið leikin, til aðelska oss
þó vér með báli og brandi getum kúg-
að hana til hlýðni aðnafninu, ef gáta
min er rétt að hatrið lifi þar í marga
mannsaldra, þá verðum vér að hafa
voldugan herafla þar til að halda þeim
f skefjum, alveg eins og Rússar gera í
sfnum ríkjum, og hvað verður þá úr
þessum orðum Lincolns: Enginn mað-
ur er nógu góður til þess að eiga ann-
an mann, ánþess manns vilja og sam-
þykkis. Og enn fremur, hvað verður
úr þessari setningu frelsskrárinnar:
Vér trúum því sem óbifanlegum sann-
induin að allir menn séu skapaðir jafn-
ir, að þeir séu af skaparanum gæddir
vissum óskerðandi réttindum meðal
hverra er frelsi, lff og eftirsókn gleði-
legra kringumstæða.
Já, það er hægt að breyta þossu
býst ég við að vinir minir segi, svo það
verði þanniglesið: Vér höfum þá trú
að allir menn séu skapaðir jafnir, nema
Filipseyjamenn og fólkið á Porto Rico,
og ef til vill ræflarnir & Cuba.
O. A. Dalmann.
Minneota, Minn. 25. Febr. 190t.