Heimskringla - 07.03.1901, Qupperneq 2
HEIMSKKIMGLA 7. MARZ 1901.
PUBLISHED BY
The fleimskringla News & Publishing Co.
Verð blaðsinH {Canada or Bandar. 81.50
nm 4rið (fyrirfram borp;að). Sent til
íalands (fyrirfrara borgað af kaupenle
nra blaðsins hér) 81.00.
Peninerar sendist i P. O. Money Order
Beristered Letter eða Express Money
Order. Bankaáyísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með affðllum
H. I>. Baldwlnfton,
Kditor & Manager.
Office : 517 Main Street.
p.o BOX 407.
í Lðsfbersfi sem út kom 28. f.m.
stendur svo hljóðandi grein ð, öftustu
Síðu:
“Hið ónmrgeðilega íslenzka mál-
ga?n Roblin stjórnarinnar, húa ‘‘Hkr."
kalltr það "Þ)dðeign járnbrauta’’, að
fylkið t.aki npp á sig yflr 30 railj. doll-
ara ábyr^ð með hinura alrsemdu járn-
brauta samningum Rob'in-stjórnarinn-
ar, þótt fylktð eignist ekki eraa mílu af
já-nbrautum raeð beira. Þetta er sýn-
ishorn af bjóðhol ustu og sannleika?
“Hkr.”—Hetztu blöðin anstur { fylkjurn
oíí hér í Manitoba, kalla samningana
svíyirðilegt hneyksli og álíta að þeir
muni eyðileggja fylkið, ef þeir verða
samþyktir:”
Þagar þess er gætt að í Lögbergi
sem út kom 21. f. m.stendur ígrein
eftir ritstjörann: “svo öll járnbrauta-
skuldabréfa uppbæðin, sem fylkið
gengur í ábyrgð fyrir nemur 13
miljönum dollara”.
Eftir að eins eina viku færir
blaðið þessar 13 miliónir upp í 30
miliónii!! Kynjalegar eru kynbæt-
urnarhj iC. P. R. og Lögbergi á
sannleikanum!! þar sem þau geta
saman og fæða af sér 17 miliónir
doll- virði af lygi á einni viku, þó
er þessi vara í afar lágu verði, þá
hún er metin til peningiverðs. En
Lögberg ræktar hana í skjóli kyrkjj
unnar, o: því er viðkoman svona
fjarska mikil.
Áskorun til ritstjóra Lögb.
Ef L'jgbirg getur sýnt og sann-
að sannleikur sé til í þessum orðum
þess; “ 'elztu blöð austur í fylkj
um og hér í Manitoba kalla samn-
ingana “svívirðilerjt hneylcsli“ og
álíta að þeir muni eyðileggja fylkið,
ef þeir verðasamþyktir”.
Þá skuldbiridur Heimskringla sig
til að gefa Fyrstu lútersku kyrkj-
unni í Winnipeg tíudoll. og Fyrsta
lúterska kyrkjufélaginu aðra tíu
doll., og ritstjóranum sjálfum kvartél
afbeztaöli, sem búið er til hér
Winnipeg Vér sKorum á ritstjóra
Lögbergs í áheyrn allra sem sjá og
lesa þetta, að standa nú ekki uppi
sein afhjúpaður ósanninda maður,
vinna nú til fjársins, ölsins og eigin-
virðingar sinnar. Standi hann nú
aem maður eða falli með skömm.
Ritstjóri Heimskringlu .
Eftirtektavert.
Nú í seinni tíma heflr Lögbergi
þóknast að kalla Heimskringlu “hið
óumræðilega Islenzka málgagn,”
Balda sumir glöggskygnir menn að
Magnús Maríulamb — Sem hlant
þe-ísa heiðurnafnbót I “Gullkálfln-
um” I vetur, — haft uppgötv-
að þetta nafn. En hvað um
það, hvort það er innan fjóss eða
utan uppgötvað, þá ber ekki að því
að finna. Kf Lögberg brúkaði orðði I
eiginlegri merkingu þá mundi það
aldrei minnast einu orði á H.kringlu.
• En þar sem þeir “rit-sölvar” blaðs-
ins tyggja eins oft á nafni blaðsins
og hnýtaætíð þessu orði I samband
þar við, þá hlýtur Lögberg, sem svo
oft syngur sjálfu sér lofdýrð fyrir
málfræðisþekkingu sína, að brúka
þetta orð: “Óumræðilegt” í óeigin-
legri merkingu. I eiginmerkingu
þýðir orð þetta, það sem ekki er
hægt að ræða eða tala um. En
Ekringla er of sæt dúsa I kálfs-
munnum Lögb., til þessað þýða það,
og biaðið segist “ætíð vera sjálfu sér
■amkvæmt” og “I vanalegu ástandi”,
Eltir málfræðisæði Lögbergs þýðir
því orðið, það sem blaðið hefir mest
yndi að tala um, og þykir sér mest-
»r sómi að. “Hið óumræmilega mál-
gagn” Hkringla merkir þess vegna
hjá Lögb. greyinu, þess æðsta og
stærsta unun. Heimskringla mætti
því vera Lögbergi mjög þakklát fyr-
ir þetta trúarbragðalega! siðferðis-
lega! og málfræðislega ástríki! sem
hún hossast I ár og síð hjá blaðinu.
En af því hún hefir aldrei haft mök
við hina óæðri kynflokka, þá nennir
hún ekki að stíga ofan I básinn til
að minnast í þakklætisskyni við
þetta Júdasar stjórnmála- og kyrkju-
viðrinið.
Fyrirmyndarbúin í
Canada.
(Skýrslur þeirrafyrir árið 1900 )
Skýrsla þessara fyrirmyndar-
búa fyrir síðasta ár, er ný út komin,
og hefir að geyma ýmsan þarflegan
fróðleik sem vér teljum víst að les-
endur fýsi að vita.
Hafrar—59 tegundum var sáð 4
hverju fyrirmyndarbúi. Þroskunar-
tíminn frá sáningu til uppskeru var
sem næst 105 dagar,eða samasem 3J
mánuður. Mest uppskera varð 72|
bush. af ekru, en meðal uppskera af
öllum búunum varð að jafnaði 59
bush. 29 pund af ekru.
Bygg —tvíraðað, hæsta uppskera
varð 48 bush. og 2 pund af ekru, en
meðal uppskera af öllum búunum að
jafnaði varð 37 bush. 31 pund af
ekru. Sexraðað bygg gaf 58 bush.
8 pund af ekru, mest, en meðal upp-
ssera þess varð 50 bush. og 15 pund
af ekru. Af þessari tegund var sáð
19 tegundum en að eins sex tegund-
um af tvíröðuðu byggi. Þroskunar
tlmi frá 90 til 100 dagar.
Hveiti — 49 tegundum var sáð,
þroskunartími frá 105 til 120 dagar.
Mest uppskera 34 bush. af ekru, en
meðal uppskera á öllum búunum var
27 bush. og 49 pund af ekru.
Baunir — 56 tegundum var sáð,
þroskunartími frá 105 til 130dagar.
Mest uppskera 35 bush. af ekru, en
meðal uppskera af öllum búunum
varð 25 bush. af ekru.
Mai3—32 tegundum var sáð,
mest uppskera varð 47,428 pund af
ekru. Meðal uppskera varð
36,017 pund afekru .
Rófur — 28 tegundum var sáð.
Meðal uppskera varð 51,339 þundaf
ekru.
Næpur—W tegundum var sáð.
Meðai nppskera af öllum búunum að
jafnaði var 61,053 pund af ekru.
Sykurrófur — 6 tegundum sáð.
Meðal uppikera 43,679 pund afekru.
Kartöflur—82 tegundum var sáð.
Meðal uppskera af öllum tegundun-
um á öllum búunum var að jafnaði
341 bush. og 30 pund af ekru, mest
uppskera varð 576 bush. og 24 pund
af ekru.
Þetta sem að ofan er sýnt, er all-
gott sýnishorn af uppskerunni I
Canada þegar ofþurkar hiudra vöxt
als jarðargróða, eins og á síðasta ári
Samt munu fæst lönd I heimi sýna
jafngóða uppskeru I góðæri eins og
varð I Canada á síðasta ári, þó þtt'ka-
samt væri.
Ástand Islands.
I skýrslu sem hra. Vídalín, kon-
súll Breta á Llandi, heflr geflð nm
verzlunarástandið og viðskifti þar,
og um útfluttar vörur, er sumtafþvi
sem hra. Vídalín talar um svo
merkilegt að vér ætlum að birta
aðal innihald þessarar skýrslu og á-
lits hans. Hann segir:
Eftirtektavert er það hvernig
útflutningur á vörum frá íslandi til
Bretlands fer rénandi. Árið 1895
numdn útfluttar vörur frá íslandi
til Englands £152,000, en árið 1837
eru þær koinnar ofan I £125,000
Aðalorsökin íyrir rénun þessari er
sú, að ekki rná selja íslenzkt sauðfé
á fæti, áenskum fj irmörkuðum. Ti -
raunir hafa erið gerðar að fá mark
aði annarstaðar fynr íslenzkt sauð
fé. Sauðir 4 fæti hafa verið fluttir til
Frakklands og Belglu, en sú sala
hefir ekki lánast. í Frakklandi er
tollur svo hár 4 innfluttum sauðfén-
aði, á fæti að þótt verðið sé hæria
þ ir en á Englandi, þá borgar það
sig engu síður be'.nr, en að senda féð
tel Englands og láta slátra því þar,
eins og tilraunirnar 1893 sýna.
Útflutningur á saltfiski er mik-
ill frá íslandi, Mest af stærri þorski
er fiutt til Spánar, en hinn suður til
Genova, og fleiri hafna við Miðjarð-
arhafið. Þorskur og ýsa af öilum
tegundum er fluttur til Bretlinds,
einkum Liverpool og Leith og til
Danmerkur. Alt til þessa tíma hef-
ir saitflskurinn verið fluttur I segl-
skipum til Spánar og Ítalíu. Líka
heflr hann verið fluttur til Noregs, og
síðan þaðan til Suðurlanda með
norskum eimskipum. Sameinaða
gufuskipafélagið I Kaupmannahöfn
heflr I hyggju að koma á fót bein
um þoskflutningi með eimskipum frá
fslandi til Spánar og ítaliu. Þó er
þetta ekki áreiðanlegt enn þá, en
káupmennirnir á Ítalíu og Spáni
kvarta stöðugt undan þessum gamla
flutningsmáta, sem sé, að senda flsk-
inn með smáum seglskipum suður
þangað.
Þá fer hra. Vídalín nokkrum
orðum um almennasta ástandið á ís
landi nú, og eru eftirfylgjandi atriði
dregin þar út úr: Gamla viðskifta
aðferðin er enn þá við lýði á íslandi.
Peninga viðskifti, sem voru að fara
vaxandi hin síðari ár, sem fé var selt
á fæti 4 Englandi fara nú óðum
minkandi, síðan en-ki fjármarkaður-
inn útlokaði íslenzkt fé. Bankí ís-
lands hafði nær því hætt öllum út-
lánum 1898, En á síðasta alþingi,
1899, lagði stjórnin fram lagafrum-
varp um að stofna veðlánabanka,
sem hefði höfuðstól sem næmi 1,200,
000 kr., og átti hann að vera í sam-
bandi við Islands bankann. Af veð-
skuldabréfum þessarar bankastofn-
unar, áttu að greiðast 4-1% í árs-
vðxtu. Á siðasta alþingi var enn
fremur iögákveðið að íslands Banka
skildi vera Ieyft að gefa út seðla er
næmu að upphæð 250,000 kr., I við-
bót við höfuðstól sinn. Höfuðstóll-
inn yrði þu 750 000 kr. Báðar þe-s-
ar ákvarðanir eru orðnar að lögum.
fslands Bankinn hefir verið til stór-
gagns fyrir enska kaupmenn hér,
einkum á hinu síðasta ári, í peninga-
viðskiftum.
Fólkstaþ og útflutningar.
í ársbyrjun 1898 var fólkstalan á
íslandi 75,663, sem sýnir að fólkið
fer stórum fjölgandi, þá þessi tala er
borin saman við fólkstalið 1890, sem
þá var 70,627. Á þessu tlmabili er
fjölgun meiri en 6%. Útflutningar
frá íslandi síðan 1891* og til 1897
voru ekki teljandi. Árið 1897 fluttu
um 50 sálir til British North America,
en I yfirstandandi tíð eru útflutn-
ingar stórstiga. Síðan enska fjár
markaðinum var lokað fyrir lifandi
fé, heflr hagur bænda farið versn
andi. Bændur eiga ærið erfitt með
að borga rentur og ársafborganir af
veðsetningu a sínum; ársafborganir
eru stundum 10% eða meira. Ull
og flestar aðrar landbúnaðar afurðir
hafa verið I lægra verði en áður.
IðnaðurI landinu er enn þýð
ingarlítill, en skeð getur að sá tími
komi, að landið verði iðnaðarland,
því nóg á það af ám og fossnm. Á
Íslandí er töluvert gert af prjónverki
og nllarverk nokkurt og fatnaðui
gerður, einkum handa sjómönnum.
Nú sem stend ir eru til 4 kembinga-
og spunavélar þó smáar sén, og
vinna að eins fyrir landsmenn. En
hin mikla peninga ekla dregur úr
fra • gangi þeirra; viðikiftfimenn
þeirta geta sjaldnast borgað út í
hönd í peningum, og skortur 4 höf-
uð stól eigandanna hindrar þá frá
að koma þeim á góðan fót. Værn
Islendingar styrktir með fj'*rfram-
lögum f'tá annara þjóðamönnum, er
engin efl A, að verkvéla iðnaðnr
þritist mæta vel.
Jarðrækt.
I tilliti með jarðræktina, þá er það
gamla stöðugt ofan á, og naumast e
hægt að segja að nokkur jarðrækt
sé á Islandi, I réttri merkingu þess
o ðs. Fjórir búfræðisskólar hafa
starfað nú um fáein ár. Þessir
búnaðarskólar hata að ýtnsu levti
gert gagn, og eru líklegir til að
gera það meira þá frain I sækir, og
korna búnaðinum á Islandi á fástai i
f'ót en nú, með því i ð kenna bænd-
um skynsainlega búnaðarháttu I
cerklegu, og með því að endnrbæta
miðalda búnaðar-sniðið, sem viðast
situr I fyrirrúmi enn þá. Hey er
það eina aðallega sem ræktað er á
* Hér er likleea prentvilla. Fjölda
margt fó'k fiutti til Ameriku Arið 1893.
Ritstj,
íslandi. Maturtagarðar, svo sem
eins og kartöflugarðar og rófurækt
er einnig stundaðir, og bændur eru
að bæta hýbýlaskipun og jarðir sínar
árlega. I seinni. tíð hafa verið tölu
verðar framfarir I búnaði, einkum
eru bændur önnum kafnir við að
bæta jarðveginn. Aðal umbæturnar
við hann eru eru að slétta hann og
bera í hann áburð, túnasléttun—
Þeir leggja líka allmikið
4 sig við framræslu — engja-
bætur, og hlað^ garða úr gjóti og
torfi kringum tún sín, og endurbæta
húsagerð.
Þýtt úr ‘Mornmg Telegram’ í Winnipeg,
Alsherjar fundur.
Þann 22. f. m. byrjaði Mani-
toba smjör og ostagerða.félagið árs-
í und sinn I bæjarráðshöllinni hér í
bæ. Fundurinn var vel sóttur frá
‘öllum héruðum fylkisins. Forseti
félagsins Wm. Grassick hélt inn-
gangsræðuna. Ilann lót vel af
fiamförum þessara atvinnugreina og
kvað haua taka ctórum f'ramförum,
þí aldrei meiri en nú í ár. Eftir
spurn um bezta smjör væri meiri frá
British Coluinbia en hægt væri að
uppfylla. Það væri líka góður á
góði I ostagerð, og verð á honura
væri nær hið sama og síðastliðið ár.
Fylkisstjórnin efldi þessar atvinnu-
greinir stórkostlega ef hún sendi
fleiri eftirlitsmenn til að leiðbeina og
gefa mjólkurbúunum meiri og tíðai i
upplýsingar, en gert hefði verið að
undanförnu. Þeir menn þyrftu að
vera vel hæflr til þess starfa, svo
þekking og framfarir yrðu fljótar
að koma fiam í verkinu. Hann á-
leit líka heppilegt að fylkisstjórnin
skyldaði mjólkurbúin og umsjónar-
menn þeirra með lagaákvæði, að
láta umbúðirnar á mjólkur afurðun
um sýna frá hvaða mjólkurbúi að
þær væru. Þetta væri til þess að
auka sem mest ltepniog vandvirkni
á milli mjólkurbúanna innbyrðis, því
verðið færi ætíð eftir gæðum á smjör-
inu og ostinum.
Leiðbeiningar forstöðunefndar-
innar voru 4 þessa leið:
Forstöðunefnd mjólkurbú.nnna
æskir að geta þess, að all mikið aí
slæmu smjöri og osti var búið til
síðasta ár, og spilti það áliti á smjör-
og ostagerð fylkisins, á mðrkuðun-
um í British Columbia. Enn aftur á
hinn bógiun, var svo mikii eftirpurn
þar ef'tir góðu smjöri og góðum osti,
að fylkisbúar hefðu getað selt þar
raíkið meira en þeir gerðu, ef þeir
hefðu haft þær vörur afgangs. Það
er enginn efi á því að okkar áliti, að
ostagerðin var óvandaðri af því, að
matsalar hafa þá venju að kaupa
ostinn eftir útliti, en rannsaka hann
ekki að gæðum, Auðvitað eru til
verzlunarm., er rannsaka hann, en þó
tieiri sem ekki gera það, og eru það
orsakirnar sem spillagoðri ostagerð.
Og vór alítum tillögu forsetans heilla
ráð, viðvikjandi því að umbúðirnar
sýni hvar smjörið og ostarnir eru
búin til, og stjórnin bæti við tveirn
vel hæfum ef'tirlitsmönnum.
Afleiðingarnar af tiliögu forset-
ans og forstöðunefndarinnar urðu
þær, að fundurinn kaus sendinefnd
að flnna fylkisstjórnina, og fá hana
tii að gera mjólkurbúunum að skyldu
að setja vörumerki og nöfn sín á um
búðapappírinn.
Skýrsla gjaldkyrans sýnir að
smjör og ostagerðafélögin standa sig
vel.
Skýrslur frá mjólkurbúunum
út um fylkið, sýndu að framleiðslan
fer stöðugt vaxaudi, þótt veið sé
uú heldur lægiaen stundum áður.
Smjör og ostagerðar kennari
fylkisins, Mr. Moran, flutti ræðu.
Áminti hann alla er meðhöndla
mjólk, að viðhaí'a hið mesta hrein-
læti og varúð, svo sem að hreinsa
vel júrin á kúnum—þvo þau, busta
og þerra—vanda þvott mjólkur ílát-
auna, og geyrna ágóðum stöðum, og
s.a mjólkiua. Hann sagði að osta-
gerðin í fylkinu gæti verið tvöfalt
eða þrefalt meiri en nú er.
Mr. Hugh McKellar, skrifstofu-
þjónn akuryrkjumála, hélt þar líka
ræðu um búnaðarmál.
Mjólkurbú í Nýja Sjálandi.
Degiuum áður höfðu Manitoba
smjör- og ostagerða og búpenings lé-
lögin sameinaðann fund. Mr. J. A.
Ruddick, aðstoðarmaður mjólkur-
búa umboðsmannsins í Ottawa flutti
ræðu, er hann nefndi “Mjólkurbúin
í Nýja Sjálandi”. Hann byrjaði
með að láta þá skoðun sína í Ijós, að
Canada menn hefðu ekki nægilega
góða skoðun á gæðum sins eigin-
lands. Hann kvaðst ekki ætla að
gera.samanburð á Nýja Sjálandi og
Canada, en hann ætlaði að gefa til-
heyrendum upplýsingar,sem þeir síð-
an gætu dregið út af þær ályktanir
sem þeir vildu, og ef hann segði
nokkuð niðrandi um Nýja Sjálandi,
þá væri það sannleiki. Hann sagði
að það væri næstum ómögulegt að
finna stað á Nýja Sjálandi sem væri
lengra frá sjó en 75 mílur; nær því
öll bvgðarlög þar væru ekki lengra
en 25 mílur npp frá sjóarströndinni,
svo heita mætti að öll þjóðin byggi
við sjóarsíðuna. Aðal einkenni
landsins væru óslítandi ósléttur, og
hann þekti marga sem ættu 2,000—
3,000 ekrur af landi, og á því væri
ekki hægt að tinna sléttan blett fyrir
hússtæði, þess vegna yrði að búa til
húsgrunna þar í halla eða ósléttu.
Samt væri land þetta figætt kvikfjár-
ræktarland, og graspretta ágæt.
Loftslagið væri einmuna gott. Vet-
urnir bliðir, en sumarið svalandi.
Hitamunurinn í Willington á N. S.
hefði leikið frá 30 stig og upp í 76
stig árið sem leið. Sumir vetrar-
d igar þar eru eins heitir cg sumar-
dagar. Hér um bil hvert einasta
tré á N. Sjálandi er grænt árið um
kring, og vínþrúgur halda áfram að
vaxa árið um kring.en dæju ekki á
haustin eins og í þessu landi. Hvíta
fólkið á N. SjAlandi væri alt enskt,
eða öllu heldur skozks. Moararnir
—fruinbúar landsins—væruþað eftir-
tektaverðasta blökkufólk sem hann
þekti. Þeir væru skynsamir og fríð
ir sýnum. Fyrirfáum árum hefðu
þeir barist eins og Ijón við enska, en
nú væri ekki konunghollara fólk til
en þeir, í hinu brezka veldi; og þeir
urðu steinhissa þegar þeir fengu
ekki aðsenda sinn sjálfboða liðskerf
til Afi íku, til að berjast fyrir ríkið.
Viðvíkjandi mjólkurbúum á N.
Sjálandi, má geta þess, að þar eru
17 miliónir af sauðfénaði, og á síð
astaárivarull þaðan seld og flutt
til Knglands fyrir 20 mil. doll.. Fyr-
ir fáum árum síðan var ekran í bú-
löndum seld þar fyrir 1 shilling, en
nú eru borguð 10 pund sterling fyr-
it hana.og margir hafa selt þar ó-
grynni af löndum. Þar eru til
bændur sem hafa 50,000 ekru, undir.
Síðastliðið ár var eitt hið bezta bú-
land keypt af stjórninni. Það er
tuttugu þúsund ekrur að stærð, og
borgaði stjórnin eigandanum §350,
000 fyrir það. En búpening sinn
seldi hann við uppboð, og fékk
§50,000 fyrir hann. Mikill hluti af
hafrastöng er als ekki þreskt, held-
ur söxuð niður í vélum og síðan
hlaðið saman. Mest af hestum er
þar stöðugt á gjöf.
Afurðirnar af mjólkurbúunum
þar árið sem leið, voru 17 mil. 898
þús. 272 pund af smjðri, sem flutt
var út úr landinu, og seldist fyrir 3
mii. 280 þús. doll,; og 10 mil. 728
þús. 550 pund af ostum voru flutt
út og seld fyrir §991,455. í hérað-
inu kringum Egtnont fjallið, þá
tramfleytir ein ekra einni kú að
jafnaði, árið um ltring. Smjörbúin
eru margfalt stærri þar en hér í
Canada- Verkstæðin í sumum
mjólkurbúum hafa kostað ný §25,1.00,
en samt ber þess að gæta að bygg-
ingar þar kosta yfirieitt helmicgi
ineira en hér í Canada. Mjólkurbú-
menn í N. Sjálandi eru á undan öll-
um eða flestum öðrum löndurn í þess-
ari atvinnugrein. Þar er ekki
mjólkin mæld í potta- eða gallóntali,
heldur er hún prófuð að gæðum sam-
kvæmt Babcoek aðferðinni, og borg-
að fyrir hana eftir gæðum en ekki
ef'tir máli. Gæði mjólkur þar eru
minni en hér í Canada. Flestir sem
leggja mjólkur atvinnu fyrir sig þar
hafa litla þekkingu á búnaði, eða
minni en Canadamenn, svo þeir
bæta ekki mjólk sína með fóðurbætir.
Mjólkurverkstæðin leggja aðaláherzl-
una á að fá hæfa og góða ráðsmenn,
að stjórna öllu því sem að verkstæð-
inu lýtur, og að sjá um að hverjum
sé borgað, það sem liann á með réttu.
Fjöldi fólks hefir góða atvinnu við
þessi verkstæði. Þar eru engir fastir
mælikvarðar á kaupi, og eigendurnir
uppástanda ekki að kaupið sé ekki
meira en þetta og þetta, og þverneita
ekki að borga það sem vinnufólk
biður um.
Mr. Ruddick. segir að Canada
mundi eiga að horfa meira eftir hæf-
um og góðum manni tii að vinna, en
binda sig ekki við óþokanlegt kaup-
gjald.
Oss heflr fundist þessi útdráttur
úr ræðu Mr. Ruddick þess virði að
þýða hann, þótt hann komi beint
ekki við fund Manitoba smjörs- og
ostagerðar- félagsins.
Að endingu viljum vér geta
Þess að hra. Sveinn Þorvaldsson,
kaupmaður við Islendingafljót, var
kosinn í þessa árs forstöðunefnd
Manitoba smjör- og ostagerðafélags-
ins. Er vonandi að íslenzkir bænd-
ur'reyni að fylgjast eins vel með
hériendum mönnum í þessari at-
vinnugrein, og þeir eiga frekast föng
4. Mun það borga sig vel fyrir þá.
Ura sunnudaginn.
Hvort sem vér samþykkjum
orthódisku sköpunarsöguna eða höfn-
um henni, eða hvort vér trúum því
að iörðin hafi vertð sköpuð á sex
dögum, eða hún hafl orðið til á sex-
milión ára tímabili, og vér trú-
um á persónulegan guð, eða eitt
ævarandi alt stjórnandi almætti, þá
verðum vér, sem fæddir og uppaldir
erum undir áhrifuin orthódiska krist-
indómsins, að byrja hvern sunnu-
dag — fyrsta dag vikunnar— sem
undirokaðir þegnar. Þessi undir-
okunarvenja er oss einkar Ijúf og
þekk á vissan hátt. Það getur vel
vei ið að þessi venja, helgidagasiður,
sem er undirokun eða hefting á
frelsi voru sé sprottin af kenningum
Puritana, eða jaínvel að sumu leyti
sprottið frá bernskuminningum vor-
um, þá tilflnningar og hugskot vor
voru viðkvæm og meðtækileg fyrir
öllu fögru og blíðo, og nýjum og
glæðtndi áhrifum, sem birtist sjón
og skilningi vorum.
Hinn hátíðlegi hljómur kyrkju-
klukknanna, helgisiðirnir, og liinn
þröngi og fjálgleikafulii vegur þeirra,
hin hressandi veðnrblíða, og b:os-
andi sunnudaga sólskin,og hrífandi
fuglasöngur, en þögul verkstæði,
þrykkja helgiblæ á þenna dag vik.
unnar. Hinn djúpblíði himinblámi
og vaggandi Arsfegurð hrífur huga og
sál æskul/ðsins ogflvtur huga og til-
flnningar hans inn í hiininsaliaðdáun-
ar og gleði, svto geislar og endurminn-
ingar skína íram um ófarnar æfl-
brautir. Og hversu spiltar og til-
hneigingafuilar sem ástríður ein-
staklingsins kunna að vera til svika,
manndrápa og ófyrirleitui, þá hljóta
æskuminningar um helgi og hfitíð-
leik sunnudagsins að snerta tilfinn-
ingar hans að einhverju leyti á lífs-
ieiðinni.
En er ekki hægt að auka og
efla áhrif sunnudagsins fram yflr
það sem þau nú eru? Er ekki hin
ríkjandisunnudaga hegðan enn þá
of þröng og lagaboðsleg? Er ekki
hægt að hefja haua á enn bærra stig?
Sannarlega er það trúa vor. Frelsi ein-
staklingsins hlýtur, þar sem annars-
staðar, að vera ljÓ3 og leiðarstjarna,
—að hrer einsteklingur ráði sjálfum
sér og athöfnuin sínum, innan tak-
inarka góðs siðferðis og mannkær-
leika. Vér eigum ekki að láta hátíð-
leika helgidagsins hefta eða skerða
að nokkru leyti vora æðstu og hjart-
fólgnustu þrá,—ekki leggja höft á
andann. Hver 4 að velja það sem
hann heflr mesta löngun og ánægju
af. Sá sem finnur mestan unað í
helgisiðuin kyrkjunnar og öðrum
kennimannsins, svo á hann að stunda
sína kyrkju. Si sem hefir mesta
nautn af því að una í skógailundi og
elia og glæða sína beztu tilfinningar
í ríki skógargyðjunnar á hvildar-
deginum, þá á hann að stunda það.
Sá sem hefir rnestan unað og sælu
af að reika á vatnsströndinui, eða
horfa á sjóinn og marblámann, svo
geri hann það. Sá sem heflr mesta
ánægju af að vera heima og eyða
sunnudeginum hjá vandafóiki og
viuum, eða í að lesa góðar og gagn-
legar bækur, eða sá sem heflr mesta
unun af að vera úti á víðavangi að
stúdéra vísindi náttúrunnar, eða
anda að sér hreina og tæra lilsloft-
iuu, eftir hita og þunga, 1 sex daga