Heimskringla - 04.04.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.04.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 4. APRÍL 1901. Heimskringla. PUBI.ISHKD BY The Heimskringla News & Poblishing Co. Verð blaðsins < Canada og BandRr, $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Scnt til fslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P.O. Money Order Begistered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum R. L. Baldwinaon, Editor & Manager. Office : 547 Main Street. P.o. BOX 407. Teleplione 388. Sólinni er beitt fyrir vélar. í California eru menn 'farnir að nota sólarhitann fyrir hreifiafl. ]’ Los Angeles er stórfeldur dælu út- búningur, sem daglega er, knúinn áfram með sólarafli. Aflinu, sem hreyflr dæluvélina, er safnað saman úr sólargeislunum. Frá þvi hálfri annari stundu eftir sólaruppkomu og þangað til hálfri stundu fyrir sólsetur, er dælu- vélin með tíu hestaafli knúin áfram af hreiflafli sólarinnar. Eftir því sem útbúnaður þessi heflr verið not- aður lengur, hefir vélastjóranum lukkast að ná meiru og meiru afli úr sólargeislunum. 0g það er áreiðan- legt að hægt er að ná enn þá meiru afli en menn gera sér enn þá í hug- arlund.-frá sama stærðar flatarmáli, og þetta spegilborð er, sera þar er notað. Dæluvélín dælir 1400 gall- ónur á mínútunni, og lyftir þeim 12 fet frá jörðu. En 1400 gallónur á mínútunni að meðaltali, nægir til að vökva 200 ekrur undir fóðurgresi, eða 300 ekrur ur.dir appilsínum. Eins og gefur að skilja sparast alt e'.dsneytí, þar eð geislasafnið hit- ar gufnketilinn, sem snýr dælunni. Hvernig er farið að þessu, munu margir spyrja. Það er langt síðan að fræðimenn fóru að tala um og reyna að nota hitamagnið, sem er í sólargeislunum til að hreyfa vinnu- vélar. En flestar eða ailar tilraunir í þá átt hafa lítilli notkun náð, yfir- leitt alt að þessu. Geislasafnið er í lögun líkt mjög uppvíðri skál eða trektmyndað. Það er auðvitað margfalt stærra um sig en matarskálar eða trektir, og raram byggilegt. Geislasafnið í Los Ange- les er 8,300 pund að þyngd. Geisla safnið er fóðrað innan með spegil- gleri. Þegar sólin skín á spegilgler- ið, kastar það geislunum aftur með sameinuðum krafti og ofbirtu ákaf- legri. Fellur hitamegniá þá á gufu- ke.’.ínn. Þá má taka það fram, að hifamagníð fer ekki eftir hitaleiðslu pípum, heldur í lausu lofti frá speg- ilhvolfinu og fellur á miðjan gufu- ketilinn. Geislasafnið er 33 fet að þver- máli milli barma, en 15 fet í botni. í því eru 1878 spegilglerastykki, flest nálægt 24 þumlungum á lengd, \ þumlungar á breidd. Geislasafn- nu er snúið eftir sólarganginum. Gufuketillinn er 13| fet á lengd, tek- ur 100 gallónur af vatni. Gufu- rúmið í honum eru 8 teningsfet. Gufuketillinn er smíðaður úr bezta stáli. Þegar hið sameinaða geisla- magn heflr fallið á miðju gufuketils- ins nokkrar mínútur, fer vatnið í honum að sjóða og breytist í gufu, eins og það gerir við hvern annan hita. Eftir tæpan klukkutíma eru þessar hundrað gallónur orðnar að gufu og þarf þá að dæla vatni inn í ketilinn, og gufumælirinn sýnir að gufnþrýstingurinn er orðinn 150 pund, og þar yflr. Að nota sólina á þenna veg fyr- ir hreyflafl, er spaiaður allur eldi- viður, og alt það umstang, sem fylg ir því að meðhöndla hann, eins og áður hefir verið tekið fram. 0g annað ágæti við þessa sólargeisla hitun, er það, að alstaðar má fá sól- arhitann fyrir ekki neitt, þar sem jafnvel er ómögulegt að fá nokkra eldsneytistegund, svo sem, við, ko', olíu, eða gasolíu, þótt geipiverð sé í boði. Enn fremur sparast kostnað- ur við að byggja vélahús og vélar til að dæla vatn, sem eru margfalt dýrari, en spegilhvolflð eða geisla safnið. Notkun þessa hreyflafls er því miklu ódýrara en en á annan veg fenginn, Enn fremur má nota hreyfiafl sólargeislanna til margs fleira en dæla vatn. Það má nota það við alskonar iðnað, og við náma- gröft er það mjög þægilegt. Núíseinnitíð hafa vatnsveit- ingar eða vökvun þurlendis farið mjög í vöxt, vegna þess, að hún hef- ir reynzt arðsöm fyrir gras og á- vexti. Stjórnin í California hefir látið gera miklar og margbreyttar rannsóknir eftir vatni neðanjarðar, á sléttlendinu. Niðurstaðan verður sú, að víðast er nóg vatn á 10—50 feta dýpi. Það er þess vegna fyrir- sjáanlegt að sléttubúar þar færa sér í nyt sama vinnukraft og aðferð og nú ernotuð f Los Angeles, og sem lánast heflr ágætlega. Og innan ðr- stutts tíma verður hrevflafl sólarinn- ar notað um heim allan, þar sem rlki og lönd eru auðug af sólskini. Betlarar í Mexico. Það er óvíða eins mikið af betl- urum sem f Mexico, og veldur því ó- efað, að fólk er mjög meðaumknnar- samt og sést ekki fyrir með gjaflr og greiða. Menn neita þar betlara aldrei um ölmusu. og ungir auð- menn gera sér jafnvel krók til að stinga ölmusu í lófa betlara, sem þeir þekkja. Yflr höfuð er það vani þar að enginn neitar betlara um skilding, ef hann á hann til í vasa sínum. Það er skamt síðan að eftirtekta- vert betlara mál var fyrir dómstól- unum í Mexico. Dr. Paeblo, nafn- kendur læknir, tók að sér betlara til lækninga, sem var kriplingur og heilsulítill, Lækninum hepnaðist að lækna kriplinginn svo hann varð heilsugóður, og hætti við að betla og fékk aðra atvinnu. Aðstandendur kriplingsins höfðuðu mál á hendur Pueblo lækni fyrir að hafa svift sig lifibrauði, þar eð hann hefði læknað betlara, sem hefði forsorgað fólk sitt með betlara atvinnu. Við rannsókn þessa máls sannaðist það, að þessi botlari hafði betlað að jafnaði $4.50 á dag. Auðvitað vísaði dómarinn þessu máli frá úrskurði dómstólanna, eftir að hafa hlýtt á öll málsgögn, vegna þess að engin lagavernd er til fyrir að lifa á betli, í beinum eða óbeinum skilningi. s Það er siður sumra stórhöfð- ingja í Mexico, sem eru hreinir Spánverjar, og sem margir eru mjög brjóstgóðir og líknsamir menn, þótt Spánverjar séu, að fylla vasa sína á morgnana með smápeninga þegar þeir fara út, og gefa hverjum einasta betlara, sem mætir þeim á daginn fáein cent, Þar að auki tekur hver höfðingi að sér nokkra betlara og geldur þeim lífeyrir daglega, viku- lega eða mánaðrlega, sem aldrei bregst meðan þeir og hann lisa. Og alengt er að þessir lífeyrisbetlarar fylgja ættliðnum mann fram af manni. VeDjuIega eru það ekkjur eða munaðarleysingjar sem rfkir menn taka að sér og gjalda þenna lífeyrir, í smábæjum er það algengt og þykir höfðingjasiður, að hver familía, sem talin er efnuð og hærra sett en lægsta stéttin, ali svo og svo marga bellara á mat eða peningaölcusu. Þegar betlarar mæta velgjörða- mönnum sínum, þá eru þeir mjög vinalegir og spyrja eftir líðan hvers einstaklings í familíunni. Á morgn- anna þegar kæla er, þá mætir maður æssum betlurum árla, eru þeir vafðir rauðum voðum, og séu þeir kripl- ingar á hækjum, þá eru þeir nokkuð skoplegir álits. Þeir byrja á því að óska manni allra heilla og blessun- ar, en blessunin er miðuð við tím- ann. Fyrir eina ölmusu biðja þeir guð að blessa gefandann að eins í mánuð, og svo framvegis. Ölmusugefendur og betlarar eru oftast mjög gpðir kunningjar þegar jeir mætast á almannafæri, og talast við með mestu ánægju. Auðmenn og hefðarfrúr stansa á stræti til að tala við betlaru sína, og þykir engin vanvirða í þvf, og taka innilega hlutdeild í tíðindum þeim, sem betlarinn segir af sér og sínum. Betlarar brúka ýms orðatiltæki þá þeir biðja um ölmusu. Þeir biðja t, d. um “styrk í nafni Krists, þess er negldur var á höndunum”, annar biður “í nafni hinna heilögu handa endurlausnarans I” Þeir virðast gera sig jafn ánægða með einn pen- ing eins og tiu. Geðprýði þeirra og viðruskapur gengur í það óendan- lega. Einn siður þeirra er að gang-a upp að glugga á borðstofum þegar á dagverði stendur, og horfa inn og brúka þá kátínu og gælur; hvað lltill matarbiti sem réttur er að þeim næg- til þess að þeir fara óðar frá glugg- anum og leggja b'.essun sína yfir heimilið. Við þetta dagverðarbetl brúka þeir sérstök orðatiltæki, þeir biðja þá í nafni guðs eða “por Dios”, sem komið er af spanska orðtækinu, “por Dioseros”, o: “þeir sem leita guðs snúi sér til betlaranna ’. Hætt- ir og siðir I Mexico eru að mörgu hálfskrítnir og óiíkir þeim sem eru hjá nábúunum fyrir norðan. Mexico maðurinn trúir því staðfastlega, að allir hafl rétt til að lifa, og eigi heimtingu á hjálp annara þegar hann þarf hennar með. Þess vegna eru ölmusugjaflr oglíknsemi þar á háu stígi. Þótt líknarstofnanir þekkist þar, þá eru ölmusugjafir höfuðregl- an alment yfir. Betlarar liggja þar yfirleitt úti, en eru ekki hýstir nema lítið eitt í úthýsum. Þjóðmmningardags-málið og íslendingafélagið í Chicago, EFTIR: E. H. JOHNSON. Það fer allareiðu að’verða nokk- uð langt síðan, að nokkuð heflr verið ritað I blöð vor, viðvíkjandi Þjóð- minningardags málinu, eða íslend- ingadeginum: Það virðist nú helzt líta út fyrir, aðtéðmálefni ætli al- veg að sofna út af; að minsta kosti má segja að það gangi æði hægt, að hrinda því máli áfram I það horf, sem æskilegl hefði verið að málið fengi. Hið síðasta, sem ég man eftir að rætt væri um málið, oggert í Þá átt að hrinda málinu áfram, var fundarboðið I Argyle bygð, síðastl- sumar, sem þð, eftir alt stautið virð- ist hafa oltið um koll, og orðið að engu. Að minsta kosti man ég ekki til að bafa nokkurstaðar heyrt eða séð nokkuð, um það er gerðist á þess im fundi, sem þó er mjög und- arlegt, úr því fundurinn var boðaður af mikið málsmetandi mönnum, til að ræða um alþjóðlegt málefni. En það mun hafa farið um þessa sjóferð, eins og fleiri, sem gerðar hafa verið af ymsum, í þeim eina góða og gilda tilgangi, að koma því til leiðar, að ísIendÍDgar hér vestan hafs kæmi sér saman um einn vissan dag, sem allir, I einingu gætu hatt fyrir íslenzkan Þjóðminningardag. — Það eru nú liðin 11—12 ár síð- an fyrsti þjóðminningardagur var haldinn af fslendingum I Ameriku Á öllum þessum tíma hafa þjóðhá- tíðir verið haldnar á ýmsum stöðum meðal Vestur-íslendinga. Á öllum þessum ára tíma hafa líka ýmsir ver- ið aðgera tilraunir til sameiningar og samkomulags, með einn vissan dag, en ekkert gengur; enginn dagur er enn fast ákveðinn; þótt auðvitað meirihlutinn virðist hallast að 2. Ágúst. Hvernig stendur nú annars á þessu dáðleysi hjá oss Vestur-ís- lendingum? Erum við ekki nógu fjölmennir; nógu vitrir og voldugir, til þess að geta komið þessu I verk? Við hvað erum vér hræddir, og hvað stendur helzt í vegi? Er það ófé- lagskapur, eða er það dáðleysi? Sjáum vér ekki veginn sem vér eig um að ganga, og meðölin sem vér eigum að brúka? Er sá nokkur til á meðal vor, sem þorir að neita því, að besti, beinasti og hagkvæmasti vegurinn sé, að halda fulltrúaþing, einhverstaðar á hentugum stað, til dæmís I Winnipeg, eins og ég hef áður stungið upp á, til þess að ræða málið og leiða það til lykta; til þess segi ég að lögákveða dag, sem ísl. í Ameriku geti allir haft fyrir þjóð- minningardag. Dag, til að minnast ættjarðar og ættmanna, þjóðernis, tungu, skáldskapar og bókmenta. Vér sjáum það sjálflr, og vitum mik- ið vel, að þetta ætti að vera aðal- innihald þjóðminningardagsins, og að það er þar af leiðandi fáfengilegt að gera sér það að þrætuefni hvenær daginn skuli halda. Dagurinn ætti að heita “Hinn ísl. Þjóðminningar- dagur”, en ekki “íslendingadagur”; vér ísl. I Ameriku gætum þvíhaldið þann dag sem vér köllum Þjóð- minningardag, hvenær sem vera vill á árinu. Getum, og eigum að halda hann, án nokkurs tillits til landa vorra á íslandi, eða einhverra úreltra viðburða I sögu íslands, sem skeð heflr fyrir fleíri hundruð árum. Vér höldum þjóðminningaidag, af þvi vér erum íslendingar í Ameriku, annaðhvort hingað fluttir af íslandi, eða komnir af ísl. ættum. Það er hverjum næst, sem hann er sjálfur, Vér fluttum af íslandi til Ameríku, þess að bæta kjör vor og afkomenda vorra; vér erum I dag I tölu þeirra, sem forsjónin úthlutaði þvi hlutverki að verða orsök til hins merkasta og bezta viðburða I sögu þjóðar vorrar, nefnilega að byrja Vesturflutninga frá íslandi til Amerku síðari part nítjándu aldarinnar,og fyrir þessa mikilvægu orsök, ættum vér sérstak- lega að halda sérstakan þjóðminn- ingardag. Ég veit annars varla, hvort það heflr mikla, eða jafnvel nokkra þýð- ingu, að vera að rita langt mál um þetta efni; það er svo oft búið að gera það, svo það virðist næstum vera að bera í bakkafullan lækinn að segja meira. En þá get ég ekki stilt mig um að senda löndum mín- um í Ameríku uýja áskorun, um að draga af sér dáðleysið og slénið með þenna þjóðminningardag; áskorun um að halda fulltrúaþingið, annað- hvort til þess að leiða málið til lykta og tilsefja daginn, eða þá að klára það meðöllu. Og það virðist mér næstum mannlegra, en að málið sé iátið ganga lengur eins og það heflr gengið að undanförnu. * ■* Landar vorir í Chicago hafa nýlega myndað félag, sem þeir nefna “íslendingafélag”. Hafa lög þess, stefna og tilgangur verið lýst I blöð- um vorum, svo allir vita hvað það er. Eg hef verið að biða eftir að einhverj- ir af löndum segðu álit sitt um fé- lagsmyndun þessa, en hef ekki orð- ið var við það, blöðin segja heldur ekkert. Hvað á þessi blessuð þögn að þýða? r Eg hef ekki mikið að segja um þetta nýja félag, lög þess og fyrir- komulag. En tilgangur þess er ó neitanlega góður, og það er vouandi að félagið nái tilgangi sínum. Já, en hvað, og hver er annars tilgang ur þess, annar en það sama sem þjóðhátíðar vor á meðal hafa verið haldnar fyrir? Mér sýnist það vera eitt og hið sama. Ég sé því þar af leiðandi, enga sérstaka eða sérlega nauðsyn á félagi þessu hér í Ameríku. Oss væri nær, að stofna eitt alsherjar þjóðmiuningarfélag, og hafa síðan deildir af því í öllum bygðum ís- lendinga I Ameriku. Það félag get- ur fjallað með öll mál, sem tilnefnd eru I stefnu og tilgangi íslendinga- félagsins. Ég hefl vitanlega ekki grand- skoðað þetta íslendingafélagsmál, en það langt sem ég hef farið, virðist mér að það muni verða töluvert um- fangsmikið, að koma því á fót, og síðan að halda því við, svo það verði ekki sjálfum oss og þjóð vorri til reglulegrar sneypu. Mér virðist eitt með öðru, að öll félög meðal ís- Iendinga í Ameríku, sem gengið hafa undir nafninu “íslendingafélög” hafl þriflst illa; hafa fæst af þeim orðið langlíf, og sum þeirra endað háðunglega. Vil ég því að endingu ráða þessu nýfædda ísi.fél. til þess að snúast upp í Þjóðminningarfélag, halda samt stefnu sinni fyrir hið mesta, en bæta bara þessu við að hinar ýmsu deildir félagsins, sæu um, að árlega yrði haldin Þjóðminning- ardagur á meðal Vestur-íslendinga. Gaman væri að heyra álit ís lenzku blaðanna Hkr. og Lögb. um ættamál, og gagn gæti það orðið líka. Mér virðist að það væri hreint eins þarflegt og gagnlegt fyrir þjóð vora, eins og að þau séu sf og æ að jræta um canadiska og manitobiska pólitík. f öllum bænum, komum því nú í verk I vor, að lögákveða Þjóðminn- ingardag; ella hættum við það með öllu og hverfmu í sjóinn. Hvort er betra? Hvort er mannlegra? Og hvort líkist meira dáð, dug og hugrekki forfeðra vorra, gömlu íslendinganna? 21. Marz 1901. Dauðadómur. Kæri lesandi, hver sem þú ert og hver sem þú ert! geturðu fengið það af þér að hlæja að manni þótt þú sjáir hann gráta þegar hann fær þær fréttir að vinur hans sé dáinn. Geturðu feng- ið það af þér að kasta á hann þnngum steini, þótt honutn hrióti óþýð orð af um, þótt hann kreppi hnefann og hvessi augun þegar hann kemst að þvi að þessi sami dáni vinur hans hefir ver, ið saklaus dæmdur til dauða eða myrt- ur? Ég veit að svar þitt verður nei. En svo skulum við athuga hvað sumir gera. Ég hefi nýlega fengið þá fregn, að einn af minum elskulegustu vinum hafi verið dæmdur.til dauða saklaus— já svo saklaus, að ég get kallað guð til vitnis um það, að hann var saklaus. Ég grét reyndar ekki yfir þessari fregn en hún var mér þó sannkölluð sorgar - frega ogþaðeru til menn í Winnipeg og viðar, sem hlæja bæðí að mér og öðr. um, er syrgja þanninn. — Njóti þeir þeirrar ánæeju sem bezt! Þessi vinur minn var vínsölubannsfrumvarpið í Manitoba. Það hefir verið dæmt til dauða með ranglatum dómi; það* heflr verið myrt með eitruðu sverði;—já ég get með góðri samvizku kallað guð í himninum til vitnis um að ég segi það eftir beztu sannfæring, að sá dómur sé rangur og enginn skal með sanni ssgja að ég leggi þar guðs nafn við hégóm a. Ég var farinn að hlakka til þess að þeg- ar ég kæmi norður f vor, yrði djöfull- inn gerður útlægur úr Manitoba, en það verður ekki. Hann á öfluga tals- menn, sem halda fyrir honum hlifi- skildi. íveturhafa öðru hvoru Jbirst smágreinar í Hkr,, líklega flestar eftir kunningjaminn og bindindisbróðir Kr , Asg. Benediktsson, og er ég fyrir mitt leyti þakklátur honum fyrir það, þótt ég sé honum ekki allskostar samdóm a í ýmsam stefnum. Hann hefir rétti- lega bent á að bindindismenn létu ó- sjaldan til sín heyra. I tilefni af því skal ég leyfa mér að geta þess að mér var falið á hendur í sumar sem leið að skrifa grein í Lögberg fyrir hönd stúk- unnar Skuld. Ég afhenti hana rit- stjóranum og hann lofaði mér að birta hana innan skamms með einni lítilli breytingu, er ég gaf honum heimild til, en nú er liðið hálft ár eða meira og greinin hefir enn ekki komið; ég héfí leitað i hverju blaði, en er nú orðin n alveg vonlaus um að hún komi héðan af. Til allrar hamingju á ég afrit af henui; sendi ég þér það nú, háttvirti ritstj. Hkr., og vonast til að þú gerir svo vel að birta það sem fyrst. Greinin hljóðar svo: FÁEIN ALVÖRUOKÐ. Háttvirti ritstj. Lögbergs. Mér hefir vetið falið á hendur að tita nokk- ur orð um bindindismálið fyrir hönd stúkunnar “Skuld” nr. 34, og biðja um rúm fyrir þau í blaði yðar. Ég vil því mælast til að þðr gerið svo vel að birta þessar líuur sem fyrst. Það var til skamms]tíma að á Is- landi unnu þeir fáir að bindindismál- um, er leiðkndi menn teljast; prestar, læknar, dómarar, kennarar, blaða- menn, þingmennj o. s. frv., héldu sig flestir utan takmarka þess;’voru því meira að segja fráhverfir, sumir hverjir. Alþýðumenn bðrðust hundruðum saman með öllum ærlegum’vopnum en varð lítið ágsngt, sem von var. Menn sáu það glögt, að stærsti steinnin i vegi fyrir framfðrum bindindismálsins. versti þrándurinn i götunni ~voru em- bættis- og mentamennirnir. Vér bindindismenn höfðnm'þátrú og höfum enn, að eitt allra'mesta fram- faramál sem mannkynið j(eigi til í eigu sinni, eitt helgasta og göfugaeta vel- ferðarmál þjóðanna sé bindindismálið. Það var því ekki að furða þótt oss tæki það sárt að vita þá, er'mesta k-aft ana höfðu og þyngstu skylduna, van- rækja það algerlega, að 'sjá þi er áttu að leiða á brautir framfara og menning ar, berjast af alefli á móti menning og framförum. En vér vorum ráðalausir’og þorð- um lengi ekki að láta í ljósi þenna sannleika. Þá kom þar loks að ýmsir tann- hvassir liðsmenn vorir létu fjúka orð, erlýstu sannfæring vor allra; sögðu það blátt áfram og hiklaust, að vér teldum lelðandi mennina vinna þjóð vorri og landi stórkostlegt ógagn með því að liggja á því liði, sem þeir væru skyldir að leggja fram að því er þetta mál snertir. Þessi byrjun varð til þess, Jað fleiri fengu dug og djörfung tilþessað •'ala afdráttarlaust við borðalagða og gull- skreytta valdsraenn, sem voru ótrúir- verkamenn í víngarði þjóðar sinnar og vildu með ranglátri og óguðlegri lög- gjöf leyfa þá svívirðilegustu þræla • verzlun, sem þekst hefir í heiminum, leyfa að fjöldi af efnilegustu sonum þjóðarinnar væri seldir mannsali ein- um versta harðstjóra og þrælakaup- manni sem nokkru sinni hefir gengið í lið við anda eyðileggingarinnar — þrælakaupmanninum Bakkusi. Menn fengu lika djörfung til þess að tala hispurslaust við hempuklædda kyrkjuþjóna, sem voru ótrúir hirðar og skeyttu því ekki þótt gefin væru út lög, er heimiluðu einstökum mönnum að brjóta öll boðorð guðs og góðra manna.—/á, meira að segja, þeir áttu sjálfir þátt í þessari guðlausu löggjöf, hjálpandi sjálfir til þess að ala þann úlf, er reif og tætti, drap og eyði- lagði þeirra eigin hjörð. Þeir stóðu glottandi yfir ódáðaverkum Bakkusar, þarsem hann skar niður guðsmyndina í manninum við trog synda og svi- virðu og þeir hrærðu sjálfir í blóðinu.— Brottinn minn og guð minn ! Menn fengu líka djörfung til þess að tala við læknana, lifverði mann- kynsins, sem eiga að vera, sem eiga að vaka yfir heill og heilsu hvers manns, er þeir ná til. Þeir fengu að heyra það hlífðarlaust, hversu mjög þeir mis- skildu og vanræktu stöðu sína, þar sem þeir geugu á undan alþýðunni í þvi að aðsá illgresi því er verstan ávöxt hefir boriðað þvi er snertir heilsu og vellíð- un. Árangurinn af þessari auknu ein- urð alþýðunnar og óþreytandi elju og starfsemi, varð sá, að margir létu segj- ast; sögðu skilið við þrælakaup nann- inn Bakkus og gripu til vopna á móti honum, og það má segja íslenzku prestunum til hróss. að þeir voru fyrst- ir til þess að sjá ikyldu sína i því efni aðganga undir rétt merki. Vestur- heimsprestarnir eru þar á eftir; þeir gera ekki eins mikið fyrir bindindis- málið og þeir gætu gert og æltu að gera, að undanteknum séra Jóni Cle- mens, sem nú er æðsti maður Good- Templarfélagsins í Manitoba og Norð- vesturlandinu, og lætur ekkert tæki- færi ónotað til þess að vinna þeim fó - lngsskap gagn; hann á sannarlega heið - ur skilið fyrir það. Það er sannfrering vor bindindis- manna að öllum sé mál vort skylt, en þó séu prestarnirsérstaklega sjálfkjörn- ir leiðtogar þess Allar kenningar kristindómsins eru innifaldar í þessum setningum: “Elsk- aðu guð yfir alla hluti fram og náunga þinn eins og sjálfan þig”. Þarna eru öll boðorðin; þarna er allur kristindóm- urinn; þarna er tíll ritningin i fáum orðum. Á þessum grundvelli, elskan til guðs og náungans, ,er Goodtemplar- reglan bygð. Hún er þvi mál prest- anna og kyrkjunnar; hún er partur af kristindóminum, sem enginn prestur ætti að geta gengið fram hjá. Þið seg: ið ef til vill, að ekki hafi Kristur verið 1 bindindi. Alveg rétt, hann var þad ekki. En svarið mér að eins einni spurningu, og svarið henni eftir beztu samvizku og sannfæringu. Haldið þið ef Kristur væri líkamlega staddur á meðal vor nú, eins og hann var fyrir 1900 árum, horfandi á alt bölið og ó- gæfuna, sem stafar af drykkjuskapn- um, hlustandi á angistarstunur mæðra og kvenna drykkjumannanna og hann væri beðinn að styrkja þann fólags- skap, sem hafði fyrir markmið að koma í veg fyrir þetta, styrkja það fé- lag, sem ynniað því að útrýma þvi illa, bætaog göfga mannkynið, minka syndina í heiminum, uppræta það ill- gresí, er flest ilt getur sprottið af og að reisa fallna, styðja veika, lækna sjúka, hugga hrygga, gleðja snauða, Haldið þið virkilega að hann mundi syara nei og segja að hann þyrfti þess ekki með; sig varðaði ekkert um hina; þeir ættu að gæta sín sjálfir. Haldið þið virki- lega að hann sjálfur kærleikurinn mundi svará þannig? Allir hljótið þið að svara nei, allir hljótið þið að svara, að hann mundi hjálpa; hjálpa til þess að framkvæma það er hann sjálfur kendii.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.