Heimskringla - 18.04.1901, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.04.1901, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA, 18. APRÍL 1901 Fullkomnir vindlar. Yður mun geðjast að að reykja ef þér reykið hina ágætu “T. L.” og “Rosa Linda” cigara. Þeir eru gerðir af fínu Havana tóbaki. Þeir eru seld- ir af öllum helztu vindlasölumönnum. WESTERN CIGAR FACTORY 'wiiisriN’iiE’iEGk ALEXANDRA RJOMA-SKILVINDUR eru þær beztu og sterkustu. Þær eru álitnar beztar í Danmörk, leiðandi landi heimains i smjörgerð. Stjórnar umgjónar maðurinn, sem ferðaðist um ísland til að líta eftir búnaði í fyrra sagði: Eg ráðlegg öllum bændum, á í gl sem annað borð kaupa skilvindu að kaupa aunga aðra en Alexandra. Hún er endingarbezt og einföldust, hefír kall laus- an frá kúlunni gefur heilmæmari mjólk heldur en nokkur önnur skilvinda á markaðinum. Hún er lang almennasta skilvindan i Danmörku. Svo mðrg eru hans orð. Allir sem hafa reynt hvað skilvindaer og þekkja Alexandra, segja hið sama og þessi maður. Alexandra fæst hjá: R. A. LISTER <X C° LTD Aðal umboðsmaður: (xunnar Sveinson. 232 KING ST- WINNIPEG- flANITOBa. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan í Manitoba er nú............................ 250,000 Tala bænda í Manitoba er............................... 35,000 Hveitiuppskeran í Manitobal889 var bushels............. 7,201,519 “ “ 1894 “ “ 17,172,883 “ ' * “ 1899 " “ 27,922,230 Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar..-............... 102,700 Nautgripir............... 230,075 Sauðfé.................... 35,000 Svin...................... 70.000 Afurðir af kúabúum í Mauitoba 1899 voru................. $470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var... $1,402,300 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auknum afurðum lan.isins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vax- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vellíðan almennings, • í siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum... 50,000 Upp í ekrur.............................................2,500,000 og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi i fyikinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi hlómleg þorþ og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn. sem aldrei bregðast. í bæjunum TFinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðai-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir ÍO millionír ekrur af landi í Ilanitoba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd i öllum pörtum fylkisins, og járnhrautarlönd með fram Manitoba og North TFestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til ■ HON. R. P. ROBLIK Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. þriðja tímabili, frá 1867 til vorra tíma, sem canadiskar bókmentir hafa tekið mestum framförum. Með vaxandi fólksfjöigun varð hugsana- svið þjóðarinnar víðtækara; og með framförum landsins, og betri og r<5- legri kringumstæðum, fóru þýðingar- miklar bókmentr að sýna sig. Sagnaritarar þessa tímabils eru margir og sögur þeirra mjög vandað- ar, en hér er að eins hægt að nefna örfáa. Hinn langmesti sagnaritari Canana er án efa Wm. Kingsford. Hann heflr samið sögu Canada upp til 1841, og er það mjög mikið verk, í 10 bindum. Hann byrjaði þetta mikla verk sitt 1887, þá 67 ára gam- all, og lauk því árið 1898, sjálfum sér og þjóð sinni til hins mesta sóma. Margir fieiri sagnaritarar koma fram á þessu tímabili, enginn í jafnstórum stfl. C- R. Little samdi sögu um Canada 1879 og hefir útskýrt hana með myndum. Á meðal hinna yrgri sagnaritara Canada, Má nefna Dr. Bryce, af Manitoba College, Win- nipeg. Hann hefir ritað fjölda margar bækur, er allar hafa sögu- lega þýðing fyrir Canada. Helztu verk hans eru: “Saga Hudsonfióa- íélagsins”, “Saga Manitoba” og “Saga Manitobaháskólans”. Dr. Bryce ritar um það sem hann þekkir og hefir sjálfur séð og umgengist. í nánu sambandi við sögu lands ins eru ævisögur merkra manna- en hér er ekki hægt að skýra frá slíku til hlýtar. Afsíðari ritum þe=s efn- is er æfiisaga Sir Jno. A. Macdonalds, rituð af Mr. Pope, hin lang þýðing- aimesta frá stjórnfræðislegu sjónar- miði. Slík bók er meir en ævisaga eins manns. Hún er í ralin og veru saga þjóðarinnar hin síðustu 50 ár. Af mönnum er rltað hafa um stjórnfræði verður að nefna tvo ágæt- is menn og víðfræga rithöfunda. Ann- ar, Dr. Alphens Todd, er ritað hefir “Parliamentary Government in Eogland”, og “Parliamentary Gouernment in the British Colonie3”. Hinn, Sir Jno. George Houiinot, er ritað hefir hið meistaralega verk: “HowCanadais Governed”, og síð- ar “Canadian Studies in compara- tive politics ’. — í sambandi við þessa menn verður einnig að minn- ast á Dr. Goldwin Smith. Hann hefir retað um stjórr.fræði og önnur mál- efni og bera bækur hans með sér að hann er mjög ágætur rithöt'undur, en hann hefir þrátt fyrir það, aldrei til fulls sett sig inn í þjóðlíf Canada, og þannig ekki fengið þá viðurkenning, er gáfur hans eiga skilið. Marga ágæta gáfu- og vísinda- menn hefir Canada framleitt, og verð- ur hér að eins minst á nöfn fárra, án þess hægt sé að gefa greinilegt ylir- lit yfir verk þeirra. í náttúruvís- indum höfum vér átt slíka ágætis- menn sem Sir Wm. Dawson, Sir Daniel Wilson, Dr. A. R. C. Selwyrn Dr. Geo. M. Dawson og Sir Wm. Logan. Á meðal sðguskálda Canada stendur Gilbert Parker langfremstur. sögur hans eru ágætis verk og lýsa hinni mestu föðurlandsást er enn hefir sýnt sig hjá nokkrum canad- iskum rithöfundi. Helzu bækur hans eru: “Tne seats of the mighty”, “The pomp of the Lavillettes”, “Pierry & his people”, “An advent- urer of the north”, “The Trail of a Sword”, “The Translation of a Savage” og “When Valmond came to Pontiac”. Sarah Jeannette Dun- can (Mrs. Everard Cotes) er fræg fyrir að vera hin fyrsta canadiska kona til að skrifa mjög mikla skáld- sögu, “a Social Departure”, og á vinna sér með því maklegt lof og frægð. Chas. G. D. Roberts hefir emnig áunnið sór maklegan heiður fyrir sögur sínar og kvæði- Sérstak- lega fyrir “The forge in the forest”; það er saga svipuð að efni og Long- fellows “Evangeline”, er allir kann- ast við. Mörg fleiri ágæt söguskáld á Canada, sem eru canadisk í húð og hár. Á meðal heirra er Ralph Connor (Rev. C. W. Gordon, Win- nipeg). Tvær bækur hans, “The Black Rock” og “The Sky Pilot” hafa náð meiri útbreiðslu en nokkr- ar aðrar sögur í Canada, og höfund ur þeirra er orðinn frægur bæði á Englandi, Skotlandi og írlandi. Bækur hans eru skrifaðar á hreinu ög góðu alþýðumáli, þær sýna náma- mennina í fjöllunum og vesturlandið á frumbýlingsárum sínum. Þær eru ekki að öllu ósvipaðar Californiu- sögunum eftir Brete Harte. Réði ég Islendingum til að lesa nokkra sögu bók sórstaklega, mundi það verða “Black Rock” by Ralph Connor. Onnur söguskáld Canada eru: J. Macdonald Oxley, Mrs. S. F. Harri- son, W. W. Lightfall, Miss B L. Macdonell, Wm. McLennan og Edgar Maurice Smith. Ljóðskáld Canada. — Ljóða-kveðskapur byrjaði, svo sem af sjálfsögðu, meðal hinna frönsku- taiandi manna, og er Louis Honoré Fréchette, fæddur 1839, þeirra lang- frægastur fyrir Ijóðmæli sín, “Les Fleurs Boreales”, fékkhann hrós frá vísindafélaginu frauska, og var það hinn mesti heiðnr. Hann var einn- ig sæmdur heiðurs titli a Victoriu, hinni góðu nýlátnu drotningu Breta. Samt sem áður eru ljóð hans sérstak- lega fyrir fransk-canadiska menn: og stundum eru þau harðorð um Englendinga og hin fyrstu viðskifti þeirra hér í landi, við hina frönsku þjóð er hcr var fyrir. Skáld þetta er elskað og virt af þjóð sinni og viðurkent hið iangmesta ljóðskáld fransk-canadiskra manna Ljóða-kveðskapur á meðal ensk- canadiskra manna var mjög hægfara í fyrstunni, og eru til þess tvær á- stæður. I fyrsta lagi höfðu menn þeir, er aðsetursstað áttu í efri Can - ada, litlar tómstundir til ritstarfa frá hinum nauðsynlegu störfum sínum; og í öðru lagi áttu þeir aðgang að hiuum bezta skáldskap . sem hinn mentaði heimur hefir framleitt. Menn þessir lásu Chaucer, Milton, Shakespeare, Tennyson, Wordsworth, Thos. Lee. eignudi Coleridge og Burns, og mundi slíkt nægjo frumbýlingsárum fiestra þjóða, enda varð það aðalorsök þess, að eDgin Ijóðskáld, af enskum uppruna, komu fram í Canada þar til árið 1857, að út kom leikrit í ljóðum, eftir Charles Heavysege, og náði þegar í stað viðurkenning frá enskum menta mönnum, bæði á EDglandi og í Bandaríkjunum, sérstaklega frá hinu víðfræga skáldi Bandaríkjanna, Long- fellow. Höfundur rits þessa var fæddur á Englandi 1816; fluttist il Canada 37 ára að aldri, og dó árið 1876. Annað samtímis skáld er Charles Sangster, sem af sumum er álltinn mesta og bezta skáld Canada; hann fæddist 1822 ogdó 1893. Hann hefir kveðíð ágætlega ura Canada og eru Ijóð hans fjölbreytt að efni. Hið þriðja ágætis skáld Canada er Alexander McLachlan; hann kveður sín fegurstu Ijóð með sorgblöndnum róm, og lítur á lífið líkum augum og Kristján Jónsson og Gestur Pálsson, John Read, Wm. Kirby og Isabella Valency Crawford, voru meðal hinna beztu cauadiskra skálda. Af uúlifandi skáldum Canada eru þe3si lang-trægust C. G. D. Roberts, W. W. Campbell, Archi- bald Lampman, og Miss E, Pauline Johnson. Charles George Douglas Roberts, mesta og bezta skáld Canada, er vel þektur bæðí á Englandi ag í Banda- ríkjunum. Hann er fæddua í borg- inni Westcott, New Brunswick, 1860. Hann hefir gefið út 5 ljóðabækur eftir sjálfan sig, allar vandaðar að efni og frágangi. Nöfn bókanna eru þessi: “Orion ar.d other poems”, 1880; “In Divers Tones”, 1887; ‘iSongs of the Common Day”, 1893; “The Book of the Native”, 1896; og “New York Nocturnes”, 1898. Hann hefir einnig ritað margar ágætis rit- gerðir og er I því sém öðru fyrir- mynd caDadisks skáldskapar. Smekk og fegurðartilfinning hefir hann á afar háu stigi, og ritgerðir hans og Ijóðmæli lýsa djúpum hugsunum, há- fleygri andagift og heitri föðurlands- ást. Til dæmis set ég hér eitt er- indi úr kvæðum hans:— “Shall not our loye this rough. sweet land make sure? Her bounds preserve inviolate, though we die? Oh strong hearts of the north, Let fiame pour loyalty forth And put the Craven and base to an open shame, Till Earth shall know the child of nati- ons by her name”. Wm. Wilfrid Campbell var fæddur 1860. Fyrsta bók hans, “Snowflakes and Sunbeams”, var gefin út 1888. Því næst kom önnur, “Lake Lyrics and other Poems”, 1899; og síðast, “The Dead Voyage, 1893. Til að dæma um ljóðagerð og frásagnar hæfileika Campbells, verður maður að lesa kvæði hans. Eg set hér tvö erindi úr bók hans “The Lake Lyrics”: “Domed with the azure of heaven, Floored with a pavement of pearl, Clothed all about with a brightness, Soft as the eyesof a girl. Girt with a magical girdle, Rimmed with a vapour of rest,— These are the inland waters, These are the Lakes of the West”. Archibald Lampman er hið þriðja núlifandi stór-skáld Canada. Ljóð- mæli hanS voru getin út 1895 og á- unnu honum frægð þegar í stað. Kvæði hans eru alþýðleg, fáguð og hrein í anda, og sýna vaxandi skáld- skapargáfu höfundarins. Af öllum nú lifandi kven-rithöf- undum í Canada er miss E. Pauline Johnson lang bezt þekt. Hún er ef til vill hin eina skáldkona Canada er getið hefir sér varanlegrar frægðar fyrir ljóðagerð. Ljóðmæli hennar, “The While Wampum”, voru gefin út 1895, og vöktu þegar í stað al- menna eftirtekt, bæði vegna efnis- ins og þjóðernis hösundarins. Miss Johnson er sem sé dóttir Indiana- höfðingja af Mohawk ættinni, en móðir hennar er Bandaríkjakona af göfugum ættum. Þessi gáfaða kona syngur um þjóð sína, ekki einungis um forna frægð hennar og vonbrigði, eða um gleði hennar og sorg, heldur jafnframt um hið dýrðlega náttúru- líf skógarins og vatnanna. Kona þessi hefir hina þýðustu og viðkvæm- ustu rödd er enn hefir heyrst; hún ferðast því um landið framber Ijóð sín sjálf svo að allir áheyrendur dást að. Bókmentir Canada eru ungar, en þær hafa samt allareiðu, náð undraverðum þroska að gæðum, og á þeim sannast það sem eitt af vor- um beztu skáldum hefir sagt, að þær hafa aldrei verið frægri eða fegurri en einmitt nú. •'Önnur lönd með ellifrægðsig skreyta, æfalöngu dauðum kappa-fans, úti dimma fornöld lýsa og leita lífsins perlum að og heiðurs-krans. Þ ú ert landið þess er dáð víll drýgja, dýpst og sterkast kveður lífsins brag. Þú ert land hins þróttarmikla og nýja. Þ ú varst aldrei frægri en n ú—í d a g ”. Ef þið þurfið að finna Heims kringlu að máli þá kallið áTelephone No.388. Það er engin góð mat- vara eins ódýr og eng- in ódýr vara eins góð sem sú, er vér bjóðum yður í búð vorrl daglega og viku eftir viku, það ern kostaboð á öllum brauðtegundum í samanburði við það sem önnur bakarf bjóða, því varan er g ó ð . .W J. Boyd, 370 og 579 Main Str. Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar. 494 Main 8t, - - - Winnipeg. R. A. BONNER. T. L. HARTLBY. Macinalj, lauarö & WMtla. Lögfræðingar og fleira. Skrifstofur í Canada Permanent Block. HUQ-H J. MACDONALD K.C. ALEX. HAGGARD K.C. H. W. WHITLA. 132 Lögregluspæjarínn. þegar hún heyrir höggin á hurðinrii. De Ver- ney heyrir að gatnla konan nöldrar einhver undr- unarorð yfir því, að gestir skuli vera á feið um þetta leyti, og Ágúst hreytir einhverjum ónotum af sömu ástæðum. Hann gengur þá til dyra og opnar þær, auðsjáanlega í illn skapi. Hon- um var ekki um að taka á móti gestum. Hann iítnr út, heldur á lampa í hendi sét' og virðist hann vera forvitinn. Jafnskjótt sem hann sér hver gesturinn er, snýst forvitni hans í heiftar- útlit. “Ha, ha !” segir hann o*j gnýstir tönn- um. “Heyrðu kunningi ! Þú virðist ekki skilja mig, Eg kvaddi þig síðast með þeirri rödd, að ég ætlaðist til að þú skildir það að ég kœrði mig ekki um að þú kæmir híngað aftur. Það lítur út fyrir að þið þessir hærri stéttamenn séuð þeir bölvaðir’asnar að skilja ekki þau orð, sem við smælingjarnir töluin við ykkur !” Hann reiðir upp hnefann og segir: “Sérðu þessa hönd.— Þessi hendi hefir getað kastað öllum til jarðar fyrirhafnarlítið, sem hún að'eins hefir náð tök- um á. Ég var aflraunakennari í Leipsig, Haid- •elberg og Strassborg og mætti þá engum er hafði neitt við mig að gera; ef þú gegnir ekki orðum minum, þá skal ég lúberja þig svo þú fáir enn verri farir en gortarinn, sera ég átti við nýlega, þótt þú sért kallaöur “götu gull” og “stræta- prýði”; mig varðar ekkert um það”. I því hann sleppir orðuuum, leggur hann frá sér lampann og gerir sig líklegan til þess að gera de Verney svo minnilega heimskóknina, að hann fýsti ekki að fara sömu för í annað skifti,' De Verney lætur sér ekki bregða en segir rólega:” Lðgregluspœjarinn. 133 “Það var einmitt. viðvíkjandi manninum, sem þér nefnduð, að ég þurfti að korpa hingað aftur, herra Lieber. Eg hefi fengið þrælinn tek- inn fastanjfyrir þaðað sýna ungfrú Louisu ó- kurteisi”. “H.rmingjan góða !" segir Ágúst og verður náfölur. "Eggetekki verið þektur fyrir það sem borgari í Paris”, segir de Verney, “að horfa á ósvífinn þorpara ráðast á saklausa og varnar- lausa stúlku án þess að hann fengi makleg mála gjöld. Þar að auki er það mjög líkleet að ef hann hefði sloppið óhegndur, þá hefði hann setið fyrir henni aftur, og þá er erfitt að segja hvaða óhæfu hann hefði haft i frammi. Óþokkinn heit- ir Ravel Microbe. Þér vorðið að mæta og bera vitni á móti honum------”. "Að mæta fyrir rétti! láta lögfræðing—guð- lausan, samvizkulausun lögfræðing spyrja mig allskonar spurninga 1” kallar Louisa, stekkur frá hljóðfærinu og kemur fram í dyrnar náföl. Hra Lieber nöldrar grimdarlega en hálf gremjulega. “Herr Gott Himmel donner wetter! (Það er versta blótsyrði, sem Þjóðverjar eiga til; mundi samsvara í 1 íslenznu:A.... íh......en þýðir eiginlega eftir bókstafnum: Herra guð, himin- inn, þrumuveður), Að láta yfirheyra okkur af lögreglu. að láta dómara spyrja okkur ! við verð- um að------ “Ekkert þess konar !” segir de Verney; “ég kom einmitt hingað í kveld til þess að losa ykk- ur við alla þess háttar fyrirhöfn eða óþægindi; en með ykkar góða leyfi langar mig til að fá mér 136 Lögregluspæjarinn. Það var eins og þeim létti báðum við þetta. Augnabliki síðar mælir Ágúst: “Þakka þér fyrir, vinur minn !” Og hann ætlaði að faðma de Verney að sér, en de Verney færðist undan því kurteisiega og segir: “Það er ekkert að þakka; ég hafði ekkert fyrir þvi. Dómarinn kærir sig ekki um að hafa mig á móti sér !” Þegar de Vernsy segir þelta, brosir Louisa framan í hann. Augu þeirra mætast. Hún lít- ur og roðnar. De Verney situr rétt hjá henni og nú sér hann nokkuð, sem hann hefir verið að grenslast eftir, Ljósgula hárið hennar með rauðleita blæinn er auðsælega ekki litað né til- búið, þessi litur er því eiginlegur. Hrollur fer um hann Stúlka sem hetir svona augu og svona litt hár, er ein af þeirn sem skáldið segir um “að bros þeirra sé hættulegt og ást þeirra banvæn”. Það eru augu og hár Cleopðtru, Semiranis, Lucretia Borgis og Delilka (allar yndisfagrar konur en hættulegar að því skapi), De Verney hafði en ekki fremur jþorað að treysta þessari konu en slægasta höggormi, sem er gulur á lit með leiftran i augum og felur sig i fögrum lauf- um, en deyðir alt sem í nálagð kemur. Hann hefði aldrei getað elskað þessa stúlku, Hann velti í huga sér þeirri spurningu hvort hann ætti ekki að aumkast yfir hana og hjálþa henni. Hann starir á hana. Hún er kornung; Það er eins og hjarta hans vikni. Hann finnur til veikleika sins. Hún lítur framan í hann; hún er frámunalega Jögur. Meðaumkunin gríp- ur hann enn þá dýpra. Lögregluspæjarinn. 129 “Um hana Rósu; ég veit alt um hana; hún er gömul yinstúlka mín !” "Þaðer gott; farðu þá og láttu hana segja þér alt sem hún veit um bæði gulu bréfin, sem Hermann skildi eftir í búðinni—láttu hana segja þér alt um Ágúst Lieber—láttu hana kjafta í þig alt, sem hún veit !” Þessi síðustu orð segir de Verney i hálfum hljóðum, því þeir eru nú komnir og standa hjá vagninum, Svo standa þeir stundarkorn þegjandi þang- að til de Verney segir við sjálfan sig: “Ég vildi að ég gæti náð svo trausti Louisu að hún tryði mér fyrir öllu satnan !” “Verið þér nú duglegur að draga að yður hjarta Louisu !” hvíslar Microbe í eyra hans. “Ef hún á þá nokkurt hjarta til” nöldrar de Verney í h'lfum hljóðum og lítur á úrið sitt. Klukkan er átta. “Keyrðu að Vignes-götu ná- lægt Passyhliði”, segir de Verney við kerru- mann sinn. “Égskal sýna þér húsið, keyrðu svo hart sem hægt! — harðara !” Þeir æða af stað með fljúgandi ferð. “Hvernig á ég að komast eftir því hvort morðið er ákveðið á morgun”, hugsar de Verney. "Þaðer óráðanleg gáta !” kallar hat.n svo upp yfir síg. Þar næst situr hann þegjandi stundar- korn; eftir fáein augnablik segir hann : _ “Já, það er mögalegt að komast eftir þvi. Ég þekki þá illa konuhjartað, ef það hefir ekki fleiri strengi eneinn. Ef ekki er hægt að fá það til þess að syngja fyrstu rödd. þá fæst það þó í öllu falli til þess að syngja aðra rödd eða þriðju. Við skulum sjá. Ég skal reyna að leika á streng

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.