Heimskringla - 23.05.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.05.1901, Blaðsíða 2
HBIMS&KÍNliLA 23. MAÍ 1901. Beimskringla. POBLISHBD BY The Heimskringla News 4 Pnblishing Co. Verð blaðsins i Canada og Bandar. $1.50 um árid (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.03. feaingar sendist i P.O. Money Order Étegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir & aðra banka en í Winnipeg að wns teknar með afföllum H. L. Raldwinnon, Editor & Manager. Ofifice : 547 Main Street. P.o. BOX 407. Járnbrautarsamnmg- urinn, Þeir vora samþyktir í Ottawa- þinginu kl. 3 á mftnudagsmorguninn þann 13. þ. m. með að eins 5 atkv. & móti 107, eftir 28 kl.stunda um- ræður. Síðar voru þeir samþyktir í efrideild brevtingalaust og í einu hljóði. Það einkennilega við allan gang þessa máls I Ottawa var, að þess lengur sem málið var r»tt, og þess betur sem þingmenn kyntu sér eðli samninganna, þess ákveðnari varð allur þingheimur i þvl að greiða atkvæði með þe!m. Ef nokkur efl hefir nokkurn tíma leikið á því að þessir samningar væru góðir, þá ætti atkv.greiðslan I Ottawa-þinginu og einhljóða samþykt þeirra í “Sen- at”-inu að nægja til að sannfæra fólk um það, að þeir séu samkvæmt almennings vilja í öllu Canadaveldi. Því vér teljum að engu andróður þeirra 5 manna sem greiddu atkv. á móti samningunum. Þeir sem greiddu atkv. móti voru Puttee, þingmaður fyrir Winnipeg, Kichard- son, þúígmaðar fyrir Lisgar kjör dæmið og þeir herrar Bourassa, Charleton og Wallaee. Allir aðrir voru með samningunum. Mr. Laur- ier í neðrideild og Senator Mills í efrideild , tóku báðir fram að það væri ásetningur stjórnarinnar að fá þessa samninga staðfesta. Engir menn hafa nokkum tíma farið meiri sneypuför en klikka sú héðan 6r bænum, sem kaus sjálfa aig til að andmæla samningnum í Ottawa, ait umstang þeirra þar og ræðuhöld ásamt með lögmönnum þeirra og þessum 5 þingmönnum hafði ekki áhrif á einn einasta þingmann. Eftir þvl sem andstæðingar töluðu fleira, eftir því veiktist málstaður þeirra og fylgi þingmanna við staðfesting samninganna varð ákveðnaraa. Aliir þar eystra, eins og allir hér vestra, vissu að C. P. K. félagið var á bak við andstæðinga, og að allur andróð- urinn var gerður að tilhlutun og I þágu þess félags, og það út af fyrir sig var nægileg sönnun fyrir því að samningarnir voru góðir. Þess vegna varð mótstaðan gegn þeim, þeim mun minni sam þeir voru leng- ur ræddir. Með þessu er þá málið útkljáð Manitoba ræður framvegis flutningsgjöldum hér I fylkinu'. Roblin hefir leyst fylkið úr einveld- isviðjum C• P. K, fél. og með því unnið fylkisbúum nær milión doll. árlegan hagnað, án þess að það þurfi að kosta fylkisbúa svo mikið sem eitt einasta cent. Pine Valley-nýlendan í Manitoba. Vér áttum því láni að fagna að sjí I síðastl. viku hina svo nefndu Pine Creek Dýlendu ísl. I suðausturhluta þessa fylkis og álítum oss það skylt að geta hennar með nokkrum orðum. Það eru nokkur ár síðan nokkr- ir ísl, sem bjuggu I Norður Dakota, íundu til þess að nýlenda þeirra þar var orðin svo þéttskipuð fólki að land varþarekki fáanlegt fyrir alla sem vildu búa. Þeir leituðu sér þá að nýlendusvæði austur’ I Minnesota og fundu það hjá Roseau-ánni, I Kange 14 austur, rétt sunnan við landamerkjalírm þá sem aðskilur Minnesota frá Manitoba. Á svæði þessu er Jandið ein grasivaxin lág. slétta með akógarrunnum hér og þar og mosavöxtnum bleytudrögum. I fyrstu var land þetta álitið aðallega hentugt fyrir griparækt, en með reynslunni kom I Ijós að það var engu ríður hentugt sem akurland. Jarðvegur þar er frjóvsamur I bezta- lagi, og með framræslu á vegastæðum og hreinsun skógarrunnanna má plægja löndin hornanna á milli og gefa þau þá ríkulega uppskeru I hverju meðal ári. Það leið ekki langur tími unz öll lönd 1 þessu bygðarlagi voru upp tekin, svo að landar vorir urðu ag leita sér bú- jarða á öðrum stöðum. Þá var það fyrir tæpum 2 árum að Pétur Pálma- son, dugnaðar og framfaramaður, fór I landskoðun norður til Manitoba, og fann hann 2 Townships rétt norð an við Roseau-nýlenduna og Mani- toba megin við landamærin, sem hann áleit engu síðri til landtöku en þau sem tekin höfðu verið sunnan línunnar. Pétur nam þá fyrstur manna land þar nyrðra, sem nú er Pine Valley-nýlendan, og dregur nafn af pósthúsi því er hann heflr fengið þar stofnsett. Þessi nýlenda er eins og sunnan línunnar, lágsléttu- land, umgirt að austan og norðan með sandhryggjum en að vestan með “Pine”-skógarbelti og að sunnan með landamerjalinu þeirri sem að- skilur Minnesota og Manitoba. Á þessu svæði hallar landinu austur, að Pine Creek. Þar er Jarðvegur ágætur og vel fallin til hveitiræktar. Um 30 Isl. iandnemar hafa þegar byrjað búskap I nýlendunni, og þó þeir séu enn þá fátækir og frumbýl- ingsskapur sé I allri nýlendunni, þá líður þeim yfirleitt sæmilega vel, og allir eru þeir finægðir með lönd sín, sem nú eru metin alt að þúsund doll. hver sectionar (jórðungur. Og það hyggjam vör að fæstir muni kæra sig um að selja fyrir það verð þegar þeir eru búnir að vinna sér eignarrétt á löndunum. Það sem sérstaklega þarf að gera I þessari bygð er að gera vegastæði á section- línum og ræsa fram með þeim, þá þornar alt landið svo að basndur geta haft þeirra full not fyrir korn- rækt Það eru enn þá ótekin ágætis lönd I þessari bygð, og vildum vér benda Isl. á að þau eru vel þess virði að taka þau á meðan tími er til þess. Nýlendan er að eins 84 mílur frá Winnipeg og 7 mllur frá járnbraut. Pósthús og vðruverzlun er I nýlend- unni, og það má ganga að því vísu að lönd komast þar í hátt verð inn- an lítils tíma. Eins og nú stendur eru nokkur lönd fáanleg I þessari bygð, sem vér efumst ekki um að seljist fyrir $2,000 hvert land strax og þeir, sem sem nú kynnu að taka þau, eru búnir að gera skylduverk sln á þeim, og tneð 3 ára ábúð á þeim. Vér bendum þeim löndum vorum á þetta tækifæri sem kynnu að vilja sinna landnámi I þessum parti fylkisins. En til að ná þeim verða menn að taka þau innan 2 mánaða, annars er hætt við að alt verði um seinan. Kolatekja. Eftirfylgjandi skýrsla sýnir ár- lega kolatekju I heiminum nú, og hvað hún er mikil I hverjuriki og landi. Riki. Tonn. BrezkarÍBÍd............... 224,000.000 Bandaríkin ............. 230,000.000 Þjódverjaland............. 135,000.000 Frakkland.................. 31,000,000 Belgia..................... 22.00(»,000 Rússaveldi................. 12,000,000 Aaurríki og Ungverjaland.. 37,000,000 Japan ..................... 6 700 000 Kípa....................... 2,500,000 Á skýrslunni hér á eftir má sjá hvað mikil kolatekja er I útlendum biekzarlkisins. Lendur. Tonn. Cauada..................... 4,000,000 Iudlöi.din ................ 6,000,000 NewSouth Wales ............ 4 500.000 Victoria.Tas'nania.Queensland og Ný Sjáland.......... 2.000,000 Cape Col, Natal ogTransvaal 2,000 000 Fyrir 30 árum voru 55% af öll- umkolum tekin úr námum í brezka- veldinu, en nú er kolatekjan þar 2/5 meira en þá, en samt eru það ekki nema 33% sem nú eru tekin úr námum I brezkaríkinu. Á sama tlma hafa Bandaríkin aukið kola- tekju úr 13% upp I 20%, og eru þar í innifaldar allar kolatcgundir, illar og góðar. Árið 1866 voru mældar og rannsakaðar allar kolanámur sem þá voru þektar. Þá var hvorki Asia eða Afríka taldar með, því kolanámur voru þá ekki fundnar þar. En síðan hafa fundist kola- námur á Indlöndunum, Japan og nokkrum stöðum I Minni Asíu, og þar að auki er nú mikil kolatekja I Kína. í Afríku er unnið I kolanám- um I Cape-nýlendunni, Natal og Transvaal og fleiri stöðum. Árið 1866 voru kolanámur að eins fundn- ar I New South Wales, og eftirtekj- an var þá \ úr milión tonna. En nú eru kolanámur fundnar aftur og fram um alla Eyjálfuna, og I ár er búist við að kolatekjan verði þar yfir 6 mil. tonna. * Það er ekki minsti efi á því að kolatekjan I hvaða landi sem er, er undirstaðan undir iðnaði og verkleg- um framförum. Verði töluvert mik- il kolatekja á íslandi, þá er það gef- inn hlutur að landið er komið inn á braut mannvirkja og framfara, h!ut- fallslega við hvert annað nútímans land, og á fagra og góða framtíð fram um aldanna raðir. Kr. Ásg. Benediktsson. TJm Þjóðminningardaginn. í 26. tölublaði Heimskringlu þ. árg. birtist grein um þjóðminningar- dagsmál Vestmanna og “íslendinga- félagið” I Chicago, eftir hra. E. II. Johnson I Spanish Fork. Slðan hefir enginn skrifað um þetta mál, þrátt fyrir það þó höf. greinarinnar æskti eftir því að Hkr. og Lögb. tæki mál- ið enn þá einu sinni til meðferðar. Það er eins og íslendingadagsmálið sé orðið að einhverju leyti pestnæmt, eða hrokkið úr banakringlunni, og moldum ausið I rifrildis-grafreit 17 Júnímanna og 2 Ágústsmanna. Ó- neitanlega feldust framfarir I þessu dauðsfalli, á margan hátt. Samt eru það ekki magnaðar afturgöngur, þó einhver af fjöldanum fari að gangast við frændsemi þjóðminn- ingardagsins, eins og hra. E. H. J. hefir gert. Það er engum efa orpið að það þarf að gera miklar umbætur á “ís- lendingadeginum” til þess hann verði viðunanleg mynd af þjóðminn- ingardegi. Það er ekki þjóðminn- ingardagur íslendinga, nema því að eins að alt sem um hönd er haft sé allslenzkt I anda og sannleika, ís- lendÍDgar græða ekki nokkra ís- lenzka þekkingu, virðingu né ást á ættlandi sínu og feðra þjóð, þó þeir heyri ræðustúla á enskri tungu, þó aldrei nema að þeir séu lof um þetta ríki eða land Og sama er að segja um það, þó þeir sjái leikna hérlenda leiki eða íþróttir. Það er daglega tækifæri að sjá þessháttar dót á með- al hérlenda fólksins. Á þjóðminn- ingardegi, höldnum I minningu ís- lands og Islendinga, á alt í orði jafnt og verki að vera íslenzkt, en öld- ungis ekki útlendar eftirhermur og apakattarlæti, Verðlaun eiga ein- asta að vera veitt fyrir alíslenzkar jistir eða Iþróttir, en ekki íyrir am- bögulegt hí og hopp á hérlenzku.— Að ekki sé nú talað um þau óhöpp, þegar “íslendingadagurinn” heflr orðið tilefni að misklíð og mála- stappi.— Frá skynsamlegu sjónarmiði getur þjóðminningur ekki haft ann- an tilgang en þann, tem Einar H. Johnson tekur svo fallega fram, sem sé: “Að minnast ættjarðar og ætt- manna, þjóðernis og tungu, skáld- skapai og bókmenta”—á íslandi. Það er ekki minsti efl á að meiri hluti Vestmanna er með þjóðminn- ingardegi, og þeir hafa nóga krafta og hæflleika til að halda þjóðminn- ingardag, sjálfum sér til viðhalds og ánægju, en ættlandi voru til verð- ugs heiðurs' Og svona bygður þjóðminningardagurþarf að risa upp úr rústum “íslendingadagsins’,. Þá fyrst eigum vér Vestmenn brosfagr- an og sólhýran þjóðminningardag, Hra. Einar n. Johnson álítur að tími sé til kominn að afráða að halda þjóðminningardag, og ég er honum samþykkur um það. Það er ekki til neins að ætla að bíða þang- að til allir hrópa einum rómi: Þjóð miiiningardagur! Þetta væri ekki stórmfil ef enginn findi. ástæðu hjá sér, vegna ýmsra orsaka, að mæla á móti því, Lofum mótstöðnmönnum dagsins að fylkja liði og sýna sig á vígvellinum___ “íslendingafélagið” I Chicago mun hafa skrifað tilvonandi alþingi á íslandi I sumar, og beðið það að ákveða með lögum íslenzkan þjóð- hátíðisdag. En hátíðisdagur sá á íslandi hefir litla þýðingu fyrir oss hér I álfu. Auðvitað er það, ef sá dagur yrði oss hér hentugur yfirleitt, þá er sjálfsagt að taka hann Samt verður þjóðhátíðisdagur á íslandi ætlð annars eðlis, en þjóðminninga- dagur vór. Ég er meðmæltur þvl að vér Vestmenn stOfnum þjóðminningar- dag, á heiðbrigða íslenzka vísu. En sé það ekki mögulegt, þá vil ég held- ur engan dag, en hann sé uppgerðar- og látalætis þjóðminningardagur, krýndur rifrildi og fiokkadrætti svo þjóðflokknum standi vansæmi af. Og ég vil heldur eigi þjóðminning- ardag með hálf-íslenzku nafni og verki, er klínt er á hann, sem þá hrossakóngar krlta blesu traman I stóðtryppi, tii að sýna þau I réttum. Til þess að stofnsetja þjóðminn- ingardaginn má vel fara eftir uppá- stungu E. H. J. um að halda fulltrúa- þing, til ákveða hvern dag skal taka fyrir þjóðminningardag, og sam- þykkja tilgang hans og fleira. Eins og ég hafi tikið fram er tilgangur- inn að eins þessi eini, sem E. H. J. nefnil.: “Að minnast ættlands og ættmanna, þjóðernis og tungu, skáld- skapar og bókmenta” íslands. Það nær engri átt að halda dag- inn i minningu eins mans, atburðar eða bókar (þótt Guðbrandar biblía sé!) þótt það hafi hingað til vakað fyrir sumum, sem um þetta mál hafa skrifað, að binda daginn við eitthvað þessháttar, Þar til hafa legið sérstakar orsakir og ástæður.— Ef “íslendingafélagið” riður sér til rúms á meðal þjóðflokks vors, eins og líkur eru til að geti orðið, þá mundi það verða þess mark og mið að efla og annast þjóðminningardag- inn. Þegar deildir af JM félagi fara að fjölga og breiðast L. á meðal Vestmanna, þá gæti það ’iomið sér saman um almennan þjóíminning- ardag. Allar þær deildir ættu að senda fulltrúa ársárlega á einhvern stað þar sem þjóðminningadagurinn væri einna fjölmennastur. Deild- irnar gæiu haldið þjóðminningar- daginn heima hjá sér, hver I sinni bygð eða bæ. Eða ef þær ekki geta haldið hann einhverra orsaka vegna þá gerði það minDa til ef þær hefðu fulltrúa á þjóðminningardagsmótinu. Þetta fulltrúamót þyrfti als ekki að vera ætíð á sama stað; það gæti annað árið verið sunnan við landa- mærin og hitt hérnamegin, rétt eins og bezt þætti hagað til. Það er nauðsyn að deildirnar stæðu allar I sambandi og hefði nokkurskonar þjóðmenningardags- ráð fyrir framan sig. Það fyrir- komulag gæfi meira hald og vissari festu, og samvinnan gæfl félags- skapnum meiri og betri eftirtekju en ella. Það er um þetta mál eins og önnur mál, að það þarf að vinna að því með einu sameiginlegu skipu- lagi. Og völdustu skaftarnir úr þjóðflokknum þurfa að vera valdir til forsjá og framkvæmdar stig af stigi. Með þessu móti vita deild- irnar miklu meira hver um aðra og gefa sig meir að málinu, þar sem fulltrúar þeirra fræða þær um ár- legt starf og framkvæmd málsins, og skoðanir og tillögur deildanna kæmu sameiginlega fram til hagsbóta og úrvals. Þar að auki mundi þetta fyrir- komulag auglýsa íslendinga og þjóðerni þeirra meira á meðal hér- lendra manna, en ef deildirnar héldu að eins þjóðminningardag hver á sinum stað, og án samvinnu. Kr. Ásg. Benédiksson. / I guðsnafni bíðið eitt augnablik. Eftii: Leo Tolstoi. Ef ég væri spurður hvert væri bezta ráðið, sem ég gæti gefið, hvað ég skoðaði gagnlegast fyrir kynslóð þessarar aldar, þá mundi svar mitt verða: í guðs nafni bíðið eitt augna- blik, stanzið við vinnuna, lltið I kringum ykkur, og gætið að hvað þið eruð, og hvað þið ættuð að vera— hugsið um hugsjónaljósið........... Það er nauðsyn að maður á þessum tíma stanzi eitt augnablik við verk sitt og yfirvegi — beri eftirlanganir hugskots síns og skynsemi saman við hið virkilega ástand mannlífsins, til þess að sjá að gersamlega alt hans líf og sérhver hans athöln er samhengi af ofbeldisfullum inótsögn- um gagnvart skynsemi hans og hug- skoti...... Fyrr á dögum,— dögum heiðn- innar þegar framleiðsla þess illa var ekki eins auðsæileg og nú, og grund- vallaratriði kristindómsins voru ekki viðurkend, sem hafði meiri g þýð- ingu—gátu menn með góðri með- vituud stundað þrælahald, kúgað mann fram af manni, brotið lögin, og umfram alt gátu þeir háð ófrið- inn.—Það er öldungis ómögulegt á þessum tlmum, að útskýra samheng- ið I kenningum allra þessara laga- boða. Til þess að menn geti breytt til með lífsreglur og t lfinningar sínar, þá verða þeir fyrst af öllu að breyta um hugsunarhátt sinn. En til þess að þsð geti orðið þurfa menn að átta sig, og gefa fullan gaum því sem fram fer I kringum þá, og því sem þeir ættu að skilja. Þeir menn sem vilja losa aðra við ástand sitt, en ganga þó drallandi á móti fyrir- hy&gjtileysinu, þeir ættu að hætta sllku ffflæði spm fijótast. Vor kristilegi félagsskapur ætti að líta á verk sín og bíða svo lítið við, yflrvega eitt augnablik stöðu sína, þá mundi hann sjálfviJjugur viðurkenna þá lífsins hugmynd, sem kristindómurinn felur I sér. Hug- mynd svo náttúrlega, svo einfalda, og svo fullkomlega samsvarandi öll- um þörfum huga og hjarta mann- dómsins, svo það mundi hefja næst- um sjálfkrafa viljann með skilningn- um til sannfrjálsra athafna. — Að maðurinn hugsaði að eins eitt augna- blik rékk, þá mundi skilningur hans brjótast út úr bendum og sam- blandinu af verkum sín og annara. Um átján aldaraðir hafa veizlu- föngin verið frammreidd. En menn geta ekki komið í veizluua, einn vegna þess að hann Iiefir keypt sér land, annar vegna þess að liann heflr konu sér festa, þriðji vegna þess að hann þarf út að reyna akneyti sín, sá fjórði vegna þess að hann er að byggja járnbraut, eða verkstæði, er trúboði, eða þingmaður, eða bankastjóri, eða vísindamaður, eða listainaður, eða rithöfundur. Nú næstum I tuttugu aldir hefir ekki nokkur maður haft fristund til að gera það sem Jesús ráðlagði um leið og hann • byrjaði að stofnsetja sitt ríki. Líttu I kringum þig, og yfir- vegaðu afleiðingu verka þinna, og spurða sjálfan þig: Hver er ég? Til hvers er ég? Getur það skeð að sá kraftur sem skapaði mig, með minni skynsemi og minni löngun að. elska og vera elskaður, hafl sett mig inn I heim þenna einungis I þeim tilgangi að láta alla hluti bregðast mér? Og svo líka, að sýna mér að eins, að tilgangur lífs míns ætti að vera vellíðan (að ég ætti lífið og hefði rétt til að ráða þvl, og líferni mlns náunga væri mér jafn þóknan- legt sem mitt). Þá mundi ég kom- ast að þeirri sannfæringu að vellíð- an lífsins, hvort heldur I familíu- umdæminu eða þjóðfélaginu, væri ekki hægt að öðlast. Og þess meir sem ég kepti eftir vellíðan lífsins, þess meiri mótsögn findi ég, gegn skynsemi og löngun eftir að elska og vera elskaður, og þess meir sem Hfsreynsla mín þá yrði, væri lífið tál- mynd og þjáningar? Það er á eng an hátt líklegra að ég haft komið inn I þenna heim sjáifkrafa, heldur en það hafl verið með vilja þess skapara, sem lánaði mér skynsetnina, og eftirlöngun að elsk-i ogvera e'sk- aður, og sein gaf mér það leiðarljós, sem lýsir mér og bendir á að fall komna verk það, sem ég á að vinna I þessu lífi. Eínhvern tíma heflr iðranin vaknað I hugskoti mannsins, —sem bæði helst gegnuin heiðindóm og kristindóm.— En væri elskan til ná- ungans nógu öflug, þá hirfl iðrunin að mestu leyti, og elskan til náung- ans væri eðlilegri en agg og sjálfs- elska þessa tíma. Þegar elskan til náungans er eitt sinn orðin mannin- um eðlisgróin, þá munu ávextir kristindómsins koma nær því sjálf- krafa I ljós, rétt eins og þá vökvi er mer.taðir af söltum og krystallar taka að myndast, strax og hætt er að hræra I honum. Svo að þetta gætu orðið aíleið. ingarnar þar af, þá þurfa menn að sameina sig og vinna I samræmi við sína samvizku, en til þess þurfa ekki nokkrar fastákveðnar tilraunir. Nei; langt frá. Vér þurfum að eins að hætta að vinna eins og nú er algeng- ast. Ef maðurinu að eins vildi taka til starfa með einum hundraðasta parti [af þeim viljakrafti, sem hann nú beitir þveröfugt við sam- vizkurödd sína, I fjárhagslegum á- hyggjtini, og leituðust við að skýra eins grandgæfilega og mögulegt er hinn upprunalega tilgang samvizk- unnar, og útskýra eius skýrt og unt væri fyrir öðrum, og menn legðu stöðugt stundan á það,þá munu hinar fyrirspáðu breytingar,—bæði af M. Dumas og fleirum spámönnum— koma fljótar og fullkomnara 1 ljós, en við ’gerum oss I hugarlnnd. Þá mundi maðurinn finna það góða, er felst I gleðiboðskapnum, sem Jesús lýsti yfir: “Leitið fyrst guðsríkis og þess réttlætis, þá mun og alt annað veitast yður“. Kr. Ásg. Benediktsson. Aðsent. Ritstj. Hkr.:— Gerið svo vel og Ijáið eftirfylgj- andi orðum rúm I yðar heiðraða blaði. Lögberg gat um það ekki fyrir löngu síðan, að séra Stgr. Þorláks- syni hefði verið gefln nýborin kýr. Auðvitað var fallegt! að geta um velgerning þenna af bl., eins og hvern kristilegan félagsskapar á- vöxt. Og svo mikið er áreiðanlegt, að flestir sem séð hafa blað það, sem flutti þessi kyrkjulegu(?) fagnaðar- tíðindi tala mikið um blaðagrein þessa. En það eru önnur meiri og stærri tíðindi sem Lögb. flytur nú slðast. Þóit það komi sér ekki að því að segja fólkinu frá því, að for- sjóninni hafl þóknast að að senda sér sjálfu, nýborna kú heiman frá ís- landi, þá má nú fyllilega lesa það út á milli áínanna. Jæja, hvort það er forsjónin fyrst og aðal-útflutninga- agent þess á íslandi næst, eða það er bein guðsgjöf, þá hefir blaðinu loksins lánast að ná I ókunna inn- flytjendur og tala upp úr þeim hálf- gert slef og slúður heiman af ætt- landinu, eða að minsta kosti þann framburð, sem ekki er þessu landi gagnlegur frá innflutninga hliðinni. Það var meiri málnyta I fyrra, að blaðið hélt, að klappa I áttina til Mosfells-klerksins. en nú. — Nú var málnytan upp á fjósloftinu við hend- ina, og hún fékst með því að sverta séra St. Stefánssen, og svo hefir blaðið von um að njóta nytarinnar að minsta kosti þangað til það kræl- ir I annað betra. Mikil er náungans elskan hjá bl„ mikil ættjarðarástin! Það virðist sem svo, að útfiutninga- braski blaðsins ætti að vera lokið þegar fólkið hefir yfirgeflð land sitt og er komið hingað. Þvi nægir það ekki. Manniastgræðgin er meiri en svo; og hatrið til íslands er langt fram yflr þau takmörk, sem eru á milli sanngirni og ósómans. Þessir vesalings ísl. innflytjend ur, sem komu um daginn, og blaðið er að hafa slúðrið eftir um hitt og þetta heima á Islandi, þeir munu ekki verða ellidauðir I þessu landi, ef þeim bregst ekki liðsinni og sann- leiki blaðsins I einu jafnt sem öllu Og það er hálfundarlegt, að þeir skuli allir saman vera svo “fangaðir” að láta blaðið flytja dylgjur og óhróðurs málæði heim til ættlandsins I síðasta kveðju pant. Kaupandi Lögbergs. TINDASTÓLL 5. Maí 1901. (Frá fréttaiitar Hkr.) Loksins er þá veturinn búinn að kveðja Alberta-herað or horgnn, og raá óhætt segja að hannhélt dyggilep.a út i vistinni, enda eru inenjar hans varla horfnar enn, hvorki snjór né klaki. Vikan fyrir páskana var illviðrasöin, bæði frostkuldi og snjófok sem kom mjög óþægilega á þá litlu hata, sem komnir voru um mánaðamótiu, eu v ða

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.