Heimskringla - 25.07.1901, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.07.1901, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 25. JLÚÍ 1901 Winnipe^. Hér með fylgir listi yfir nöfn þeirra vesturfara, sem eru í sóttverði í Selkirk. Oss hefir verið ómögalegt að komast eftir hvaðan af landina þetta fólk er, þótt vér hyggjum að flest af því eða máske alt sé af suðurlandi, því síður getum vér fengið að vita um sveit eða heimilisfestu þess á íslandi, en setjum nöfnin hér, ef skó kynni að ættingjar þeirra hér kannist við þau og búi sig •svo undir að taka á mótiþví þegar það sleppur ór sótt(.'erðinum, Nöfnin eru: S. Arnason, H. Gíslason, Hannes Bene- diktsson með konu og barn; Mrs V. Árnadóttir með barn; H. Guðmunds- son með konu og 2 bðrn; P. Pálsson og kona; Oddur Halldórsson og kona; Mrs O. Einarsdóttir og barn; G. Oddsson með konu og 2 börn; Þrúður Eyjólfs- dóttir, Helga Sigurðardóttir, Guðrún Þorvaldsdóttir; Mrs H. Guðmundadótt- ir með bóluveikt barn; T. Pétursson með konu og barn; P. Péturssan með konu og 6 börn; Runólfur Pétursson með konu; Kristbjörg Bergþórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Vilborg Jóns* dóttir, Þrúða Guðmundsdóttir, Páll Guðmundsson, Rannveig Jóhannes- dóttir, Anna Jónsdóttir, Sigriður Jó- hannesdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Bjarni Sigurðsson með 3 menn og 3 konur; Jóhann K. Jónsson. Finnur Jóhannesson með konu og 4 börn; Ola- vía Guðmundsdóttir; Gísli Guðmunds- son og Jóhannes Guðmundsson (2 ungir piltar); Magnús Magnússon, Guðbergur Jóhannesson, Sigríður Jóhannesdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Margrét Ás- mundsdóttir, Guðjón Jónsson, Magnea Þórarinsdóttir, Jón Hafliðason, S. Runólfsson með 3 konur og 1 barn; Þórður Ólafsson, Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Tómasdóttir, StefaD'a Stefáns- dóttir. í Gross Isle í St. Lawrence-áuni rrðu 17 manDs eftir í sóttverði; þar með er J. G. Jóhannesson með konu og börn. Hann á bróðnr hér í bænum — um nöfn hinnahöfum vér ekki frétt.— Af þeim sem eftir urðu í Liverpool af síðasta hópnum komu til Winnipog á limtudaginn var Friðleifur Jónsson með konu; hann fór til Foam Lake, Assa. Einnig kom Ásgeir Egilsson frá Kaup- uiannahöfn og sezt að hér í bænum. Valdimar Gunnlaugsson og Kristj- án, Gíslasynir, frá Pembina, komu til Winnipeg í síðustu viku úr landskoðun- arferð í Qu’Appelle-dalshéraðinu. Leizt þeim vel á þar og festu sér allir lönd. Þeir búast við að um 12 landnemendur að sunnan muni setja ^sig niður þar vestra í haust. Björn Friðgeirsson frá Garði í Fnjóskadal á bróf á fskrlfstofu Heims- kringlij, Hann vitji þess sem fyrst. Herra Magnús Frímann frá Nar- rows nýlendu við Manítoba-vatn kom til bæjarins í síðustu viku. Hann lét yfirleitt vel af líðan manna þar nyrðra, en sagði vegi illfæra sökum bleytu. Það er engin hætta á brjóstsviða eða hjartveiki þó maður brúki munn- tóbak, ef það hefir veriö réttilega búið til. Currency Pay Roll og Bobs tóbaks tegundirnar eru rótt tilbúnar úr hrein- ustu efnum. Kaupið þær. Verkfræðingur Ruttan segir ó- mögulegt að fullgera i. þessu hausti all- ar þær umbætur á strætum Winnipeg- bæjar, sem nú er verið að vinna að og sé þó fjöldi manna við verkið og haldi vel áfram. Annars hafa miklar og góð- ar nmbætur verið gerðar á götunum í sumar, en sérstaklega í grend við City Hall. _____________________ Kappróðrarmennirnir frá Winnipeg unnu frægan sigur í 2 róðrum i Phila- delphia á föstudaginn var. 300 canadiskir læknar ætla að halda ársþing sitt hér í Winnipeg síðustu daganu af Ágúst. Læknafélagið í Winnipeg er að gera ráðstöfun til þess að veita gestunum sem beztu móttöku. Meðal annars hafa samningar verið gerðir til þess að veita þeim fría skemtiferð með járnbrautum um suður og suðvestur ihluta fylkisins, til þess þeir sjái með eigin augum frjófsemi fylkisins og hvettiakra þess. Míkil varkárni er við ihöfð í tilbún- ingi “Bobs Pay Rofl'1 og “Currency', tóbakstegundanna, bar erti *að eins hreinustu og heilnæmustu efni notuð sem engin óþægindajeftirköst hafa á þá sem brúka þær tegundir. Ef þér hafið ekki áður reynt þessar tegundir, þá ættuð þér að gera það. Herra Björn Andrésson frá Brú var áiferðinni hér i bænum um helg- ina leið. Hann kvað uppskeruhcrfurn- ar vera mjög góðar í sinni bygð .Samt bjóst hann ekki við að hveitisláttur byrjaði alment fyr en um \ miðjan Ágúst. BUREAU OF ÁCCOMMODATION. Bæjarstjórnin í Winnipeg biður þess getið að hún hefir gert ráðstöfun til þess að gestum sem koma hingað á sýninguna verði leiðbeint til að fá sér húsnæði meðan þeir dvelja í bænum. Þeir sem vilja fá sér gistingu þurfa ekki annað en að leita upplýsinga um það á City Hall. Drengir verða svo sendir meo þeim til þcss a sjá um að þeir komist á gistingarstaðina. Þessi leiðbeining [bæjarstjórnarinnar er al- gerlega ókeypis og ætti fólk að nota hana. ________________ Björny Magnússon frá Keewatin kom til bæjarins í síðustu]viku. Hann var ájleið til Shoal Lake, þar sem hann hj-gst að byrja búskap. Mr. Magnús- son segir góðæri þar eystra, atvinnu* mikla eg gott kaup. Mannekla hefir verið þar síðan í byrjun Júní og fer vaxandíeriá sumarið líður; kaup frá $1,50—$2,00 á dag. Hann segir að Jón Pálmasonfhafi keypt sér t'lstórt land niður með Winnipeg ánni og búi þar góðu búi. Enlangt er hann frá öðr- um íslendingum þar eystra. LEIÐRÉTTING. í síðasta blaði Hkr. hefir misprentast í stöku stöðum grein sú um sönglag hr Gunnst. Eyjólfsson- ar, er ég bað blaðið fyrir. Onotalegasta skekkjan er þar, sem blaðið segir: Er það(iagið) mjög þægilegt fyrir þá að svngja, er hafa góða, hreina og seiga “Cornbratto" rödd“, sem átti að vera •Contratto“ rödd. Hinar skekkjurnar saka minm.—í þessu sambandimá geta þess, að áminst sönglag fæst að sögn ó- dýrara í bókverzlun hr. H. S. Bardals heldur en í enskum búðum þar, sem það kostar 50c. J. E. Mrs Agnes Steinsdóttir á Maryland St. hér í bænum, frá Kyrkjubóli í Hvítársíðu, um 55 ára götnul, andaðist á þriðjudaginn var, 23. þ^m., úrsuila- veiki. Hún var jörðuð í gærdag kl, 2 frá Tjaldbúðinni. Á Islendingadaginn spilar “Forester Band"; um kveld.ið verður dans og hljóðfærasláttur. Öllbörn, sem koma fyrír kl. 10 f. h., fá brjóstsykurí poka. Hluttökueyrir tekinn fyrir stökkín og glímurnar.—Heitt vatn og ísvatn gef- ins. Aðgangur 15c. fyrir alla ýfir 12 ár, en lOc. fyrir börn yfir 6 ár. Rat Portage Lumber Go. Ltd. Telephone 1372. Nú er tíminn að byggja. Komið og sjáið varning vorn. Cíladstone & Higgin St. Jno. M. Cliisholm, Manager. ffyrrv. Manager fyr Dick, Banning & Co.] C. B. Julius á sýningunni. Selur mat og slekkur þorsta landa sfnna og annara, alt fyrir peninga út í hönd í söluklefa undir vesturendanum á Grand stand. Til þess að skýra þetta enn þá ná- kyæmar skal þess getið, að Diníng Room þaðsem að undanförnu hefir ver- ið á neðra gólfi Grand Stand er nú skift í 4 parta, sem a!t eru söluklefar, og hefir C. B. Julius leigt einn þeirra, þann sem næstur er fremsta flefanum. Yfir allan sýningatímann verður C. B. Julius [önnum kafinn í flefanum að ausa út drykkjum og öðru góðgæti í landa. Þar verður te og kaffi með alls- konar brauði, aldini, Ice Cream og munntóbak; Candy fyrir- krakka og Sandwiches og mjólk o. s. frv. „ICE COLD LEMONADE." Vér bendum íslendingum áað finna Bjarna. Heiðraði ritstj. Heimskringlu. Mér væri þökk á því ef þú vildir veita mér, ásamt öllum lesendum Hkr. fullnægjandi svar uþp á eftirfyígjandi spurningar: 1. **Er það meðfæddur sálarsjúkdóm- ur á aumingja ritsti. Lögbergs, að geta aldrei ritað neina grein í blaðskömmina um þá, sem eru annarar skoðunar en hann á hverju he'zt efni sem er og án þess að viðhafa allslags óþverra upp- nefni ? Og víst hefi ég ekki séð mörg þau nöfn á prenti [fyrr en í ritsóðablað- inu fLögbergi. 2. Eða er aumíngja maðurinn undir dáleiðslu áhrifum flokks síns, svo hann ósjálfrátt verði að hlýða slíkri örvita framkomu í ræðum og ritsmíði? Ég minnist ekki aðhafa heyrt við- bjóðslegra bull framflutt af nokkrum heilvita manni, en “Tveggja hunda“ ræðan hans var á íslendinga-samkom- unni að Grund P. O. í Argyle fyrir nokkrum árum síðan (það var næsta ár á eftir hinu (flestum) minnisstæða kyrkjuþingi, er haldiðvar í Argylebygð 3. Er ritstjóraræfillinn orðinn Jsvo argur og öfundsjúkur af virðingu þeirri og heiðri, er þú ávinnur þér bæði hjá hérlendum og íslenzkum beztu mönnum með framkomu þinni i velferðar stór- málum Manitooafylkis, að hann stjórn- ar sér ekki í ritstjórasætinu? Því ná- lega hver einasti af merkustu mönnum Islendinga viðurkenna og opinbera á- gætis stefnu og frágang blaðs þíns Hkr., þar sem ekki er að finna nema einungis eina rödd, er falar vinsamlega til Lögbergs (um Aldamót-a blaðið), nema sjálfshól aumingja ritstjórans sjálfs, það fylgir hverju blaði Lögbergs, en til lítils heiðurs fyrir ritstj. ræfilinn, í mesta andstygð fyiir sjálfstæða skynsemi að lesa slíkt rugl eftir blað- stjóra, er lýsir lægsta stigi mannsand- ans, eftir nútíðar mentunog framþróun að dæma. Kaupar-di Hkr. en lesandi Lögbergs. ngibjörg Sesselja Björns- dóttir. ’ædd 20. Jú,! 1865, dáinn 9. Júlí 1900. á fórst þú yfir hafið af fósturjarðar strönd g forlögin þig báru íókunn vesturlönd, á saknaði þín móðir: hin gamla Garð- arsey. því grátlegt var,að sjá af svo elskulegri mey. f landinu því nýja þín biðu brúðir tvær, á brautarstöðvum lífsinsá verði standa þær. Og önnur nefndist Gæfa, en önnur Mæða hét. með annari hlóGleðin, með hinni Sorg. in grét. Og Gæfa brátt kom til þín og gaf þér kæran mann, og gaf þér fögur börn, sem þú elskaðir sem hann. En Mæða tók þau aftur úr móðurörm- um þrjú, og meinsemd lét í staðin, er bera skyld- ir þú. Þau fóru yfir hafið þín fögru börnin ung, þá flúðiburtu Gleðin, en Sorg varö eftir þung. Þó eftir skildi Gæfa þér móöur mann og son. svo mýka skyldu tárin þin trú og dst og von. En fleira var þó eftir, sem ávöxt góðan bar: þú áttir það. sem fegurst hjá tveimur þjóðum yar; það gestrisnin var islenzka. gáfnasnild og trygð, og göfug þra til framfara’ úr vestur- landa bygð. Ei fengu þessir kostir þó fullnægju þér veitt, því fa.-;t að þrengdi meinsemd, og orðin varstu þreytt. Þig fýsti yfir hafið, að finna bet'a land, hið fyrir heitna landið, þars ei ei mein né grand. Svo fórst þú yfir hafið, en þungt var reyndar þér við þína vini’ að skilja, sem eftir stóðu hér. En Guðs orð að þér hvíslaði’, að Gæfa reyndist trú, og gæfi þér þá aftur, er hér við skildir þú. Þá fórst þú yflr hafið í síblíð sólarlönd, þá saknaði þín móðir á lifsins yztu strönd. En það verður ei lengi, hún bráðum fær þinn fund, hún fer með næsta skipi, og stutter yfir stund. Þá fórst þú yfir hafið, þig syrgði sveinn inn þinn, en sárast þó af öllum þinn besti vinur- inn, En einhverntíma harmi mun brá af báðum þeim, því báðir koma til þín rneð seinni skip- um heim. Nú líður þér svo vel fyrir handan dauð- ans haf, þar hittir þú þá alla, sem skaparinn þár Kaf. I fyrirheitna landinu finst ei þraut né sorg, og fögnuður ei þrýtur í lífsins helgu borg. V. B. Litlu eftir næstu mánaða- mót fer ég norður í Mikley og verð þar líklega þann 7. Ágúst og til þess 12. s. m., með bezta útbúnað til þess að taka ljósmyndir af fólki, gripum og húsum. Ég heí unnið að ljós- myndasmíði um 8 ár á beztu myndastofum í Winnipeg, og get því ábyrgst góðar myndir. B. Olafsson. mmBwmmBmmvmmmmm&mmmmmm® m 9 m m m í? IL'J. m m DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl m “í'reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum xmðir þ»8sir drykkir er seldir i pelaflösknm og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu i heimahúsum. — 8 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. # S EDWARD L- DREWRY- Maimtacínrer & Importer, WIAKIPEG. * # I # # # # # # # # # # # # # ! # # # mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm mmmm # # # # # # # # # 9 i 1 f # 9 # Areiðanlega það bezta er Ogilvie’s Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. # # # # # # # # # # # # * mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ###### ^ Peningar lánaðjr gegn lægstu gildandi vöxtum. ^ Hus og lóðir til sölu með vægum tímaborgunum. ^ Eldsabyrgdar umboðsmenn. \ CARRUTHERS, BROCK & JOHNSTON, í $ } COXFEDBRATION LlFB BLOCK 471 MaIN Sl'. WlNNIPEG, MAN. T!- 'Ufc,- 1 ♦ i Tiikynning til væntanlegra skilvindu- kaupenda. Vestfold, Man. 5. Júií 1901. Mr. Wm. Scott. Kæri herra:— Rjómaskiltindan sem ég keypti frá yður á síðastl. vori „Tlie Ifniteíi States" hefir reynst ágætlega. hún rennur létt og skilur mjóikina vel. Eg vildi ráðleggja hverjum þeim sem ætlar að fá sér rjómaskilvindu, sérstaklega ef hann þarf stóra vél, að kaupa „The United States" ogenga aðra. SlGURÐUR EyJÓLFSSON. Ódýrnst föt eftiY máli °8lnr m S. SWANSON, Tailor. 51 a Maryland St. WINNIPEG. WimiM Creamery & Proísce Co. LIMITED. S, M. Barre, - - radsniadnr. Bœncíur! Sendið rjómann yðar á elsta, stærsta og beztstjórnaða smjörgerðarhúsið í Mani- toba, Starfsaukning 400% á 4 árum. Vér ábyrgjumst að gera viðskífta- menn ánægða. Fullar upplýsingar fást með því að ritta til 240 KING ST. WINNIPÉG. 111 t iMU iDJBlU Stærsta Billiard Hall i Norð vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. Lcjihom & llebb, Eigendur. 242 Lögregluspæjarinn, að fullkomna”. HaDn segir síðan frá þeim orð- um, er hann hafði heyit þeim fara á milli, Ágúst ogLouisu, glímukveldið. Hann heyrði Ágúst segja: “Þú befir fengið bréfin. Hafðu ekki öll eggin í einni körfu !” “Þetta er mjög sennilegt!” svarar de Verney “En þeíta siðasta, það er það sem okkur riður nú mest á. Hermann hefir ekki fengið þetta enn!” Hann endurtekur hægt og greinilega orð' in í bréfinu: “Þegar þú færð þetta, skaltu út- búa gasgildruna. Jsem þú talaðir um”. "Ég skil tekki hvaða gasgildra það er. Ég sagði þér nú reyndar að þau mnndu drepa keis- arasoninn meðaðstoð efnafræBinnar”, segir Mic robe. Hann þegir stundarkorn, lítur á de Ver- ney og segir drembilega: “Áttí ég ekki kollgát- una!” De Verney svarar honum ekki nokkrar mínútur. Hann er að yfirvega í huga sér bréf, er hann hefir fengið frá vin sínum af námskól- anum. Alt í einu segir hann: “Ég býst við að ég geti nú svarað spurningu þinni, berra Mic- robe. Þetta er eftir því sem mér skilst þvi við- víkjandihvernig samsærisfólkið ætlar að haga verkum sínum. Ef veður verður gott og Louisa þykist þess viss að keisarasonurinn komi, þá ætlar hún með einhverjum ráðum að koma hin um bréfpartinum I til Hermanns. Þeear svo vinnumennirnir hafa snætt, líklega skömmu áð- ur en koisarasonurinn kemnr, sem hægt er, þá ætlar Hermann aðfylla holuna með gasi. Svo þegar íelutíminn kemur, verður ioftið banvænt, og keisarasonurinn fer [þangað niður eins og hannervanur. Áðar en h*num yrði mögulegt Lögregluspæjarinn. 247 fyrir þá. Microbe hefir ekki farið varhluta af þessum eiginlegleik. Hapn kallar og segir: “Herra de Verney ! Sendu burtu manninn þinn! Ég hefi þér frettir að flytja. sem koma þér til að rífa hár þitt og klæði og bölva hástöfum eins og ég gerði sjálfur! And......íh.......!” Hann lætur hvert blótsyrðið reka annað svo gífurlega að de Verney stendur stuggur af. Hann biður hann fyrst að fara út og láta ekki eins og vit- laus maður, en það dugar ekkert. Nú blístrar hann á Frans á meðan hann þylur upp 20 -30 blótsyrði í einni romsu og biður þess að hann stillist og segi fréttirnar. "Bölvaður þorparinn!” “Já !” í’Déskotans þjófurinc!”’ “Hver ?” “Svinið, hundurinn, djöf......” Hann kemst ekki lengru, því nú er þolin- mæði de Verneys misboðið. Hann [reiðist þess- um óskapa látum og segir: “Farðu Jút og bölv- aðu þar ef þú getur ekki án þess verið. Þegar þú ert búinn að því, þá geturðu komið inn «g sagt mér fréttirnar”. Nú stillist Micrbe lítið eitt og byrjar aö tala með gætni. Hann heldur áfram á þessa leið: “Aðalmaðurinn í njósnarliðinu okkar, hann herra Claude, ætlar sér að svifta þig allri frægð og heiðri og tileioka það sjálfum sér !” “Ég hefi vitað það fyrir löngu”, svarar de Verney, og er eins ’og honnm létti þegar hann heyrir að féttirnar eru ekki stórkostlegri rié hættulegri en þetta. “Ég hélt að eitthvaö al- 24G Lö gregluspæ j arinn. svo að ég láti mér detta í hug að fara út á kaffi- söluhús eða aðra opinbera staði. Bölvaður asn- inn hann Dimítri Menchikoff hefir glímt við grímubjálfann og axlarbrotnað. En ég býst við að þú hafir lesið það alt saman í morgunblað inu og þess vegna fer ég ekki lengra út i þá sálma. Ég vona að eins að þú getir getið því nærri að óg só í illn skapi út af þessu fiani Ég get betur sagt þór allar kringumstæður þegar þú kemur og ég tala við þig persónulega. Ég kveð þig þvi með óskum alls hins bezta og á að bera kærsta kveðju dóttur rninnar. Ljúfmenska þín í gær virðist hafa heillað fbjarta hennar »1- veg eins og föður hennar. Þinn einlægur vinur Alexis Lapuschin. De Verney brosir ánægjuiega þegar hann les síðari hluta bréfsins. Augnabliki síðar verður honum litið á litla fingurinn á sér, sem bundið er um, og segir i hálfum hljóðum: "Grímuflón- ið hefir þá farið sár af hólmi líka !” Á bréfi þessu sér bann það að hann hefir ær- ið að starfa um daginn hvort sem hann heirn- sækir h ershöfðingjann eða ekki. Hann flýtir sér á fætur, þvaer sér og greiðir og snæðir morg- unverð, en á meðan á þvi stendur kemur Mic- robe inn og raskar næði hans; ef hann væri ekki frakkneskur væri hann í of œiklum geðshrær- ingum til þess að geta mælt orð frá munni. En það er eitt af hinum góðu eiginlegleikum Frakka að þegar þeim er mikið niðri fyrir, þá stjórna þeir vel tilflnningum sinum þótt þeir ætli af göflum að ganga ef eittbvart smáræði kemur Lögregluspæjarinn. 243 að komast út aftur, verður liðið yfir hann og eitir fiimm mínútur verður hann steindauður. Einn af leikbræðrum hans leitar að honurn, ef til vill halfa klukku stund og hættir svo leitLni. Piltuiinn kemur ekki aftur, en þess er lítið gætt i nokkrar mínútur. Svo fara menn aðæðrast og leita. Það getur liðið heil klukkustund eða jafn vel meira þangað til líkið finst og 4 þeim tíma hefir gasið gufa > ú( úr holunni. Læanar verða sóttir, sem sjá hvað olli dauða hans, en lialda, ef til vill, að það se ekk af maDnavöldum, þar sem þetta á sér oft stað þar sem likt stendur á. Þótt svo kynni aðfara að einhverjir væru grunaðir þá er líklegt að sapisærismennirnir hefðu betra tækifæri til þess að komast urdan, en nokkur annar. Svona hafa þau nú hugsað sér það & morgun, Ágúst, Louisa og Hermann !”. ‘Ámorgun? heldurðu að þau ætli að gera þetta á rnorgun ?” spyr Ravel. “Já, ef veður leyfir”. svarar de Verney. ‘ Louisa er svo hugiökk að hún þorir vel að leika þetta þott Ágústs misti við oghún veit það vel að þegar alt er tilbúið þá er dráttur ekki til annars en að vekja grun og auka hættu. “Ætli ekki komi krokur á móti bragði!” Segir Microbe. “Við ættum anDars að hafa sterkar gætnr á henni Louisu litlu og komast eftir hvort hún skiftist á orðí eða bréfi við þræl- inn hann Hermann”. “Hvorki í kvöld né á roorgun !” svarar de Verney. "Louisa er siæg eins og helv. högg- ornuir. Hún grunar okknr, og of bún sér að við höínm gætur á henm. þáerhúnvís til að frestaöllu þangað til minst varir !”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.