Heimskringla - 31.10.1901, Blaðsíða 3

Heimskringla - 31.10.1901, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 31. OKTOBEíR 1901 Beint fra Havana kemur tóbak það sem hinir FRÆGU T- L- VINDLAR eru gerðir af, það eru vindlar sem hafa að ge_y ma smekkgæði og ó- mengað efni. Allir góðir tóbaks salar alstaðar hafa það til sölu. WESTERN CIGAR FACTORY *> f T1i»h. l.ee, eigHuili. 'WUsriSIIPEGI-. röng: og hryllileg, eindregnir fé- lagsmenn hafa tylst þeirri skoðun að eini vegurinn tll almenningsheilla só sá að eyðileggja alla þjóðstjérn & hnettinum, og til að eyðileggja stjórnirnar sjái þeir engan annau veg en að myrða þjóðhöfðingjana. Mér virðast að eins tvær hugsanlegar aðferðir til að stemma stigu félags þessa, og væri heillavænlegast að vinna að þeim háðum til samans. Fyrri aðferðin er, að allir rétthugs- andi menn geri sitt ýtrasta til að koma fél. ofan af þessari blóðsút- hellinga stefnu sinni í ræðum og rit- um, að skynsamir menn leituðust við að sýna þvi fram á að aðferðin sem það heíir tekið til að betra heim inn só í fylsta máta röng og djöfulieg. Þetta skyldi rætt um heim allan, því ekkert land á hnettinum er óhult fyrir árásum þess. Margir rnunu álíta flokk þenna „forhertan“ og þýðingarlaust að eyða við hann orð- um, en vegna þess að ég hefi enga trú á „forherzlu", og veit að menn þessir hafa sál og tilfinningar líkt og aðrir menn, þá finst mér þessi tilraun ekki svo óskynsamleg. „Penninn er sterkari en sverðið“, og það er mögulegt. að fá orð í þessa átt komi meiru til lsiðar á meðal anarkista, en margir dálkar af ó- hroða um þá og ódæðisverk þeirra og hótunum eða öðrum hegninga og pintinga aðferðum, því aldrei mun mönnum takast að hræða þá frá tak- marki sínu. Hin önnur aðferð er. að gjör- valt mannkynið taki stakkaskiftum og gefi ekki lengur neinum mann fiokki tilefni til að ganga frá vitinu út af yfirgangi þeim og óréttlæti sem viðgengst í heimi þessum, því sannfæring Anarkista um veraldar ástandið er eng'nn hugarburður, heldur órjúfanlegur sannleikur. Það má með réttu skifta öllu mannkyn- inu niður í Uær deildir. í annari deildinni eru höfðingjarnir, valds— og embættismennirnir; í hinni al- múginn—iðnaðarmennirnir. Fyrri flokknum tilheyra auð- kýflngarnir og einokendurnir, sem margir eyða aldri sínum með því eina augnamiði að margfalda milli- ónir sínar. I síðari flokknum eru snauðir verkamenn sem vinna allan sinn aldur í sveita síns andlitis til að margfalda millionir auðmann- anna og hljóta fyrir starf sitt sultar- laun sem varia hrökkva til að draga fram lífið í þeim og fjölskyldum þeirra. Anarkistar tiiheyra þessum flokki, og þetta arga veraldarástand hefir orsakað fólagsskapinn. Sem aíieiðing þessa ójafnaðar, hefir frá heimsins byrjan til þessa dags verið breitt haf á milli þessara tveggja manndeilda, og þótt sumstaðar virð- ist nú vera farið að bóla á nánara sambandi milli þeirra þá er það í mínum augum að mestu hræsninnar yfirskyn. Menn hafa ef til viil tek- ið eftir því að í seinni tíð hafa ,,yfir- boðararnir“ samblandast þeim und- irgefnu" meir en að undanförnu, en að þeir hafi gert sór far um að bæta kost þeirra að ráði—þótt þeir þykist vera að 'því—er ekki sjáan- legt, tilgangurinn virðist vera sá, að koma sér i mjúkinn hjá þeim. Það er að eins sýnishorn af þvi að með vaxandi þekkirgu viðhafa menn meira undirferli og hræsni; þvi haflð er eins breitt og það áður var, enda heflr iðnaðarmannaflokkurinn tekið til sinna eigin ráða vegna þess að hann er úrkuia vonar um nokkra niðurjöfnun af hálfu andstæðinga sinna—og myndað einn hinn öflug- asta félagsskap í heimi, verkamanna félag. Enn sem komið er virðast kröfur verkamanna hafa verið sann- gjarnar og þótt verkföll með laun- hækkunar augnamiði hafi ekki ætíð mætt sigursælum úrslitum, þá beyg- ir það ekki verkamenn hið minsta, og það er áreiðanlegt að fél. eflist með ári hverju, Hvort verkamanna- fél. verður til þess að mjókka sundið milli þessara tveggja fylkinga—nl. að auðkýfingarnir játi kraft þeirra og komist að þeirri mannúðarniður- stöðu að ekki að eins skuli veraldar- auðnum betur útbýtt meðai þeirra sem framleiða hann, heldur einnig skuli allir menn standa á jöfnum grundvelli og enginn flokkadráttur eiga sér stað—er onn óvíst, en allar líkur virðast benda til þess. Sigur verkamanna er stórt stig í þá átt, að eyðileggja Anarkistafélagið. Sem sýnishorn núverandi mann- greinarálits—sem ér partur sundr- ungarhafsins—er það eftirtektavert, að öll aðalblöð Bandaríkjanna fluttu svo að segja ekkert annað I 3 vikur eftir að forsetinn var skotinn, en ein- tómar málalengingar og kveinstafi um ófarir hans, og urmul af mynd- um, þar á meðal af blettinum sem hann var skotinn á, rúminu sem hann lá í banaleguna o. s. frv. 1 /10 af því rúmi hefði verið nægilegur tilað minnast viðbnrðarins með allri virðingu, níu tíundu hefði verið bet- ur varið til að ræða um framtíðar- horfurnar. Alt þetta mas og orða- glam var viðhaft vegna þess að for- seti Bandaríkjanna átti í hlut. Það er næstum daglegur viðburður hér í landi að fylkingar manna safuast saman, fjötra nágranna sína og draga þá um bæjarstrætin reira þá síðan upp við staur, og í sumum tilfellum aflima þá fyrst, svo sem sníða af þeim eyrun, tærnar og fingurna, hella svo yflr þá olíu og brenna þá upp til ösku- Sumir þessara manna hafa eftirleiðis verið sannaðir eins saklausir og hinn látni forseti, en dagblöðin minnast þess h\ttar við- burða að eins með fáum orðum, bara til að lýsa þeim án þess að gera sér nokkurt far um að vekja huga almennings á því djöfulæði sem slík hryðjuveik hafa í för með sér- Hvers vegna er þá blæjalogn og engin rödd heyranlegsem tekur mál stað þessara ógæfusðmu manna sem óþokkar landsins slátra svo að segja sér til dægrastyttingar? Vegna þess að þeir menn sem verða fyrir óför. um þessum eru í flestum tilfellum svartir á hörund og tilheyra hinni lægri stétt! Hver heilskygn maður hlýtur að sjá haflð milli hinna tveggja mannflokka- Það er þetta haf sem þarf að minka; alt manngreinarálit og annar ójöfnuður verður að hverfa ef réttu skipulagi skal á komið. Þeg- ar veraldarástandið er komið í það horf að Anarkistaflokkui inn alræmdi og illúðlegi þykir sín ekki lengur þörf, þá mun félagsskapurinn upp- rætast af jörðinni, og þá enn ekki fyr geta þjóðhöfðingjar og önnur stórmenni verið óhult um líf sitt fyr- ir honum. Ég vil að lokum minnast hins liðna forseta vors og mikilmennis Wm. McKinley með virðing og Iotningu; ekki vegna þess að hann var forseti Bandaríkjanna, heldur vegna þess að hann var m a ð u r í orðsins fyllsta skilningi. Það er sannarlega sláandi að slíkt góð- menni skyldi missaJífið fyrir prakk- araskap og týrannahátt yflrgangs- manna í heimi þessum sem í raun- inni er grundvallarorsökin til morðs- ins. Þetta yflrstandandi tímabil krefst þess að menn ha& taumhald á tilflnningum sínum og hagi sór sam- kvæmt kringumstæðunum; og hinn eini mögulegi vegur að minni hygg- ju til að afstýra slíkum hryðjuverk- um í framtíðinni er sá, er ég hefi þegar tekið jfram; að byrja á upp hafinu og rífa illgresið upp nreð rótum. Erl. Júl. ísleifsson. Herra ritsijóri Heimskringlu! Gerið svo vel að ljá eptirfylgj- andi línum rúm í yðar heiðraða blaði. Kristján Pálsson sem hjá mér er vinnumaður og hefir verið að mestu síðan hann kom að heiman í fyrra, heíur nýskeð fengið bréf frá máls- metandi kunningja sínum I Winni- peg er það tilkynning um iát bróður hans Páls Pálssonar sem getið var um í Lögbergi, fyrir stuttu, að naut hefði stangað og orðið að bana, og svo eru nokkur ásökunarorð til Kristjáns fyrir að hafa ekki komið til Winnipeg að taka á móti bróður eínum og móður, og með því koma í veg fyrir þetta sorglega slys. Ég finn skyldu mfna til að leið- rétta bréfritarann og alla þá sem kunna að hugsa líkt og þessi góð- kunningi Kristjáns gerir. Það er og yfrið nóg sem Kristj án verður að þola; fyrst að missa bróður sinn svo raunalega, sem hann þráði að sjá, og svo að horfa upp á móður sína sorgmædda sem von er, þó hann sé ekki ranglega sakaður um, að hafa ekki gert skyldu sína gagnvart bróð- ur sínum. Kristján er mjög vandaður og góður piltur og fellur þetta þungt, ofan á anru.ð, og þvi skrifa ég þess- ar línur. Eftir að Kristján hafði sent bróður sínum og móður $30 í pen- ingum heim til Islands, til þess að hjálpa þeim að komast þaðan, sam kvæmt loforðí sinu er hann kvaddi þau, fékk hann bréf frá bróður sín- um og kvaðst hann leggja af stað af Islandi í maí s. 1. og þegar það kom út í blöðunum hvenær væri von á fyrsta hópnum til Winnipeg, fór ég þangað eftir tilmælum Kristjáns að mæta þeim og flytja hingað norður til hans. En svo komu þau ekkí og höfðu ekki farið af Islandi eins og til stóð. Ég hitti svo Mr. S. J. Júl- ’usson inni á skrifstofu Heimskr. og ibað hann fyrir bréf til Páls sál. því ég bjóst endilega við að þau kæmu í næsta hóp, en hann kvaðst skyldi mæta honum er hann kæmi til Winnipeg. Mr. W. F. Paulson var því miður ekki í bænum, svo ég bað Mr. J. Paulson að senda þau til Delta og lofaði hann því og þar átti gufuikipið að taka þau, og flytja þau norður á Siglunes P. 0.; en eins og bréfritaranum og fleirum er kunnugt komu þau ekki fyr en f síðasta hópn- um og eftir því sem móðir Páls sál. segir mér, heflr hann því miður aldr ei fengið bréflð frá mér, en í því voru þær ráðstafanir er ég gerði til þess þeim væri vel borgið alla ieið, norður hingað. Það var svo vonað eftir þeim með hverri ferð, þar til bréf kom til Kristjáns frá bróður haus, nærri mánuði efttr að það var dagsett, um að þau væru í Winni- peg, alslaus og kæmust hvergi. Eg skrifaði samstundis W. H. Paulson og bað hann að sanda þau til Delta, en þá voru þan farin til Vestbourne og þaðan norður með vatni (sem aldr- ei hefði átt að vera) og þaðan fékk Kristján svo bréf frá bróður sínum, og þá sendi hann peninga með póst- inum og bað hann að flytja móður síua og bróður norður til sín. Móð- irin kom en bróðirinn hafði verið sendur á sjúkrahúsið í Winnipeg, og svo fekk ég bréf frá Mr. W. H. Paulson, um dauðsfallið, og að hann hefdi séð um útför þess látna. Ég vona þetta sé nóg til að sýna að það er I hæsta máta ranglátt, að saka syrgjanði bróður á nokkurn hátt um þetta raunalega tilfelli. Kristján gerði sannarlega alt það sem í hans valdi stóð, til þess að búa alt sem bezt í haginn fyrir bróður sinn og móður er þau kæmu hingað vestur. En atvikin ófyrirsjáanlegu gerðu það að verkum, að ráðstafan- ir bans gátu ekki komið í veg fyrir skapadóm hins látna. Siglunes P, O. Man. 7, oet. 1901. J. K. Jónasson. Páll Krstján Pálsson er fæddur 10. nóv. 1874 á Rafnkels- stöðum i Hraunhrepp í Mýrasýslu. Olst hann upp með foreldrum sínum þar til hann var 13 ára að faðir hans dó Fluttist hann þá með móður sinni, Guðríði Salomonsdóttir, að Skíðakot- um og þaðan flutti hann ásamt henni til Ameríku árið 1901. Hann lézt 31. ágúst sama ár á sjúkranús- inu í Winnipeg. Páll sál. var því ekki fullra 24 ára er hann burtkall- aðist; og þó hann væri svo ungur, hafði hann áunnið sér marga vini, því hann var hvers mans hugl.útt, svo öllum som við haun kymust, þótti vænt um hann. Hann var líka móður sinni einkar eftirlátur og ieit- aðist ætíð við að gera henni líflð eins léttbært og hann gat. Við höf- um því um sárt að binda. En það er huggun mitt I sorg okkar að vita að hann var guðelskandi og góður mað- ur og að hann hefir nú hlotið rikuleg laun sinna fáu liérvistardaga. í sambandi við þetta vil ég leyfa mér að tjá öllnm sem I fjærveru minni 'tóku þátt i raunum móður minnar, þegar mótlætið bar að, mitt innilegasta þakklæti, og að siðustu öllum sem af mannúð og góðvilja réttu bróður mínum hlýja vinarhönd, þegar honum lá mest á. Blessuð sé minning hins látna. Syrgjandi bróðir Kristján Pálsson. Siglunes P. 0. Man. 5. oct. 190K WINNIPEG. ( Hallðór Austman og Guttormur Jónsson, frá ísl. fljóti, voru hér á ferð í gærdag:. Þeir voru í þreskingarvinnu suður í Dakota og létu vel af uppsker- unni þar. Hveiti var þar óskemt. Verð: 58 c bush. hæst. Walter Suckling, einn af helztu land- og fasteignasölum í þessum bæ, andaðist suður í California á sunnu- daginn var. Skemtisamkoman i lútersku kirkj- unni á mánudagskveldíð var, fór vel fram. Enskum fregnriturum, sem þar voru viðstaddir, þótti mikið koma til sönghæfileika Miss Hördal, Blaðið ,Free Press' segir ekki muni líða langt þar til margt af þeim Isl. sem þar komu fram, muni thka þátt í hérlend' um samkomum, og þykja fult igildi hérlendra skemtenda. Nokkrar íslenzkar konur, biðja þess getið, að þær ætli að halda fund á N. W. Hall, þriðjudagskv. ó. nóv., til pess að ræða sjúkrahússmálefni. Óskast, að sem flostir mannvinir, konur og karlar, sæki fundinn. Ungfrú Valgerður Finnbogadóttir og Guðión Ingimundarson eru á förum héðan úr bænm i -ynnisför til íslands. Hra. K. Ásg. Benediktsson 350 Tor- onto str. hefir eigu mina á Simcoe str. til leigu og sölu. Það eru 2 íbúðarhús, 2 fjós, brunnur, mjólkurhús og fuglahýsi m. fl. Páll Sigfússon. Vér bendum lesendum vorum á auglýsingu New York Life félagsins i þessu blaði. Mr. Kristján Ólafsson hefir tekið að sér umboðsstöðu fyi ir það meðal ísleendinga. Félag þetta er strangheiðarlegt og eitt af allra öflug- ustu lífsábyrgðarfélögum í heimi. Tombóla og skemtisamkoma sú, er Unitara söfnuðurinn hélt 17. þ, m. var ágætlega sótt, og programm óvenj- ulega gott. S. A. Hördal söng 3 Solos, Mr. Jackson Hanby—einn af beztu söng- mönnurn bæjarins — söng 4 Solos. Orchestra Mr. Th. Johnsons, skemti með hljóðfæraslætti og séra Bjarni Þórarinsson flutti kvæði og hélt ræðu Mr. F. Swanson las upp kvæði. Allir þeir sem hafa keypt “Ticket“ á Tjaldbúðar-samkomuna næstu og eins þeir sem hafa í hyggju að sækja þá samkomu, eru vinsamlegast beðnír að muna eftir breytingu sem hefir ver- ið gerð á samkomu kveldinu. Ymsra orsaka vegna var ekki hægt að hafa hana síðasta þ. m. eins og búið var að ákveða, svo hún verður iærð til þsss 4. næsta mánaðar. Siá auglýsiugn á öðr- um stað í blaðint. Programið er á gætt og því mælum vér með því að samkoman verði fjölsótt í Tjaldbúðinni. Samkoma kvennfél.: ,Glevm mér ei‘, í Foresters Hall á miðviku- dagskveldið í s. 1. viku, var svo vel sókt, að margir urðu að standa fram við dyr, gátu hvergi fengið sæti. Programmið var bæði langt og gott, og veitingar að vanda. Allir munu hafa verið ánægðir með samkomu þessa, eins og með allar aðrar sam- komur þess félags. Einmuna veðurblíða hefir verið hér í þe3sum mánuði, sólskin, logn og hiti á hverjum degi. 24. þ. m. komu 11 ísl. frá ís- landi til Winnipeg, flest frá Suður- landi. Sögðu þeir eistaka veður- blíðu frá Austurlandinu, en vætu- samt á Suðurlandi; aflabrögð í meðai- lagi umhverfis land alt. Nokkrir Góð-templarar hér í bænum hafa stofnað til .Concert, samkomu á North West Hali þann 19. nóv. næstk. Program samkom- unnar, sem síðar verður auglýst, verður mjög vandað. Góðtempiarar og allir aðrir, sem unna góðs bind- indismálum íslendinga, eru ámintir um að fjölmenna á þetta ,Concert‘, og á þann hátt styðja að því, að á- góðinn,—sem allur verður látin ganga til eflingar bindin.dismálsins— geti orðið sem mestur. Aðgangur að samkomunni kostar 25 cents. Herra Bj örn Klemensson á Ross ave. varð fyrir því slysi, á laugar- daginn var, að fótbrotna. Hestar sem hann keyrði, fældust hastarlega og olli það slysinu. Björn er á góð- um batavegi á almenna spítalanum hér. Ný auglýsing frá E. H. Berg- man, kemur í næsta bbaði. Nokkrar greinar aðsenðar, hafa ekki ennþá komist í Heimskringlu, en koma í næsta blaði C.. P. R.-fél. heflr framlengt tíma þann sem Excursion Tickets kaupamanna, að austan, gilda, til 30' nóv. n. k. 348 Lögregluspæjarinn. segir Beresford vingjarnlega og hluttekningar- lega, Næ9ta dag kemur de Vernéy heim til Mrs. Johnston, og sökum þess að hún er ekki heima grípur hann tækifærið tíl þess að tala við Vass- ilissi í einrúmi. Hann veit það að hún ber djúpa lotningu fyrir fóstursystur sinni. Hann sér það á andliti hennar að hún er einlæg stúlka og stað- föst sem óhætt er að trúa fyrir öllurn sköpuðum hlntum á milli himíns og jarðar. Hann hefur þvi máls án allra umsvifa. “Vassalissa!” segir hann “hvers vegna hefir Ora þig ekki með sér þegar hún fer út á kvöldin?” Þegar hún heyrir þetta, verður hún nóföl, og tekur de Verney það því til sönnunar að Beres- ford hafi haft eitfhvað fyrir sér um kvöldið. Þykist hann nú vera viss ura að eittbvað sé at- hugavert á ferðum og heldur þannig áfram: ,Heldurðu að ég ged lótið það eins og vind um eyrun þjóta þegarég heyri og veit að hún á það á hættu að verða sett i fangelsi þar sem ég — ég — óg elska hana.” Hann komstekki lengra,því Vassilissarekur upp hljóð; kemur alveg til hans og ætlar ekki að ná andanum: “elskar þú hana? Sver þú þess dýraneið við öll hin heilög sakramenti hinnar rússncsku kirkju að þú elskir hana! Sver þú það tafarlaust, ef þú lýgur ekki. Hún horfir einart framan í hann og þrífur í handlegg hans. “Ég elska hana; ég sver það við frelsara okkar beggja!” Lögregluspæjarinn. 349 “Þá skal ég segja þér nokkuð, laxmaður; þú ættir að vera henni einlægur— því----” þegar hér kernur hikar hún. “Já, þú ættir að vera henni einlægur ef þú lýgur ekki, því ég held að hún elski þig líka; og guð hjálpi henni! ég býst við að hún þurfi mjög á vinum að halda — ein- lægum vinum. “Ég veit ekkert fyrir vist annað en það að húu erí voðalegri hættu; það er áreiðanlegt. Það er eitthvað sem þvingar hana svo að hún neytir hvorki svefns né matar. Hún reynir oft að kasta þvi frá sér og vera glöð, en hún getur það ekki til lengdar. Það er eins og þú segir, hún fór út hérna um kvöldið og var úti 3 klukku- stundir. Ég veit ekki hvers vegna. Eg er að eins hrædd um að það sé eitthvað, sem gerir hana lika dætrum — já . þú veist hvað ég meina; dætrum ráðgjafans sem var stolið frá honum á næturþel; af lögreglunni núna fyr’r þrera vikum, og þótt hann sé fullur örvæntingar og konan hans sé orðin vitstola, þá fá þau börnin aldrei aftur. Ég veit ekkeit hvað hún setur fyrir sig; það ererfitt að komast eftir því—ég get tæpast ságt nokkrum lifandl manni fiá því þegar hún var úti og ég hleypti henni inn um aukadyrnar án vitundar aðaldyravarðai ins, sem á að gefa skýrslu er sýni nöfn allra manna sem fara út eða inn. Hún segir að ég muni verða send í burtu frá sér; en ég er hrædd um að eitthvað kunni að hljótast af þessu, þvíhúnbað ekki um sérstakt leyfi; hún þorði þaðekki. Hún fór án þess að dyravörðurinn vissi af. En i guðsnafni segðu henni ekki frá þessu þvi það fyrirgæfi hún mér 352 Lögregluspæjarinn. virkilega að þeir þyrðu að neita nokkrum af jafn háum stigum o? þú ert.” “Þaðmættivel svo fara að staða mín og ættir yrðu einmitt þvi til fyrirstöðu að ég fengi fararleyfii,” svarar Oia með þeim blæ á mál- rómnum er lýsti því að hún hafði litla von eða euga.” “Það gerir aldrei neitt til þó reynt sé” segir de Verney “þú gætir hennar Mrs. Johnston; er ekki svo?” “Ég hefði nú sagtþað ;með mestu ánægju!” svaðar hún. “Jæja, ég skal skrifa umsóknina.” Hann tekur ritfæri og skrifar öll nauðsynleg votto-ð. „Viltu gera svo vel og skrifa undlr þetta?” segír hann og fær skjalið í hendur Oru. Hann fær henni einnig penna og blek, en hún segir lágt: “Til hveiser það annars." “Gerðu það fyrir mig!” segir ds Verney og talar bæði með tungu og augum í senn. Hún tekur orðalaust við pennanum og skrifar nafn sitt. “Þú skalt fá leyfi í fynamálið’, segir de Veraey og ætlar út. “Heldurðu það?” svarar Ora með akafa og hleypur á eftir honum. “HeHurðu það?” “Ég vona það” svarar hann “en ef það skyldi ekki fást?” “Ef það skyldi ekki fást, þá hitt.” Hún kemst i ákafa geðshræring, en reynir að dyija hana með hlátri. De Verney hraðar sér úr með skjalið í hend- inni, fer heim til Platofi, segir honum ætlan Lögregluspæjarinn, 345 vitað ekkí nema grunur í fyrstu en honum verð- ur órótt í skapi. Þegar tímar líða fram fjölgar fréttum þeim oglíkum, er hann fær fyrir því að ímyndun hans sé rétt. Það yar kveld eitt sí ðla er hann var raeð þeím félögum Platoff og Dimitri inn á spilahúsi að Dimitri tapaði; “þú vinnur í kvöld lagsmað ur!” sagði hann við Sergius, en næsta mánuð verður þú að fá meira fé lánað hjá Zammaroff sem mér er sagt að sé orðinn fjárhaldsmaður þinn.” “Auðvitað! en hvers vegna segirðu næsta mánuði?” svarar Platoff og brosir einkennilega. „Ég ætla að halda brúðkaup mitt í næsta mánuði!” segir Dimitri með áherzlu. Ertu viss um það að þú fáir ekki hryggh.ot?’’ spyr Sergius og reynir að líta út gleðilega en auðséð er að þessi frétt fellur honum ekki sem bezt í geð. “Já, ég er viss um það; hún þorir ekki að neita mér; andskotinn hafi það að hún þorir að neita mér,” svarar hann og litur brosandi á F’latoff; “Um það leyti býst ég við að þú farir til Frakklauds?” segir liann ennfremur og snýr sér að de Verney. Svo kveður hann þá báða og fer út. “Þetta voru ljótar fréttir fyrir þig, hra. de Verney segir Sergius, og reynir að dylja álirif þau, er þetta hefir haft á hann, en getur það tæpast. Það er eins og dauðagyðjan sjálf hafi snortið hann hendi; hanu er eics og liðið lík. De Verney svarar honum ekki; honum þykir það einkonnilegt að hann skyldi segja að hún þy rði ekki að neita honum, Ef hann þekkir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.