Heimskringla


Heimskringla - 09.01.1902, Qupperneq 2

Heimskringla - 09.01.1902, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA 9. JANÚAR 1902. Heimskringla. PUBLJSHKD BY The Heimskringla News 4 Publishing Co. Verð blaðsins i CanadaogBandar. 81.50 nm árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend um blaðsins hér) $1.00, Peningar sendist í P. 0. Money Order Registered Letter nða Express Mouey Order. Banka&yísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. K. L. Baldwingon, Editor & Manager. Office ; 219 McDermot Street. 1* 0. BOX I5Í83. Mentun Galiciumanna í Manitoba. Allfjölmenn nefnd mentamanna úr Winnipeg höfðu fund með fylkis- stjórninni á flmtudaginn var til þess að ræða um nauðsyn á því að stofn- setja skóla í öllum bygðum Galleiu- manna hér í fylkinu svo fljótt sem unt er, og sjá til þess að kenslan fari fram á ensku svo að hörnin lærðu málið eins og aðrir borgarar landsins. í nefnd þessari voru með- al annars Dr. Bryee, Wm. Whyte, prof Hart, Principal Patrick, Dr. Sparling, Dr. Keid, Thos. Gilroy, Rev. Jos. Hogg, J. A. M. Aikíns, Rev, C. W, Gordon, R. J. Whitla, Rev. A. Andrews, Dr. Wilson, Rev. Wigall, E. L. Drewry, Mayor Arbuthnot, Rev. W. M. Armstrong, E. Taylor, Rev. E. J, Chagwin, G. J. Blewitt, W. E. W.Seller og fleiri. Nefndarmenn voru allir einhuga um að framtíð þessa fólks hér í landi væri komin undir því að uppvax- andi kynslóðin ætti sama aðgang að mentastofnunum ríkisins eins og aðrir borgarar, annars kæmi afiur- för í Canadaþjóðina, svo að framför yrði ðrðug eða lítt möguleg. Það var tekið fram að um 15,000 Gal- iciumanna væru nú komnar hér inn í fylkið og að heppilegasta aðferðin til þess að fá þá til að samlaga sig hériendu fólki og þjóðháttum, væri að veita ungdóminum alla þá ment- un sem hann væri móttækilegur fyr- ir, og að stjórninni bæri að hafa iramkvæmdir í þessu máli. Mr Roblín svaraði fyrir hönd stjórnarinnar. Hann kvað stj'irn sína hafa athugað mál þetta grand- gæfilega ura langan tíma og frá öll- um hliðum. Ekkert mál hefði vak ið henni eins mikillar áhyggju og framtíðarmentun fylkisbúa. Hann kvað það hafa verið vilja sinn og ráðgjafa sinna að stofna alþýðuskóla I öllum bygðum þessa fólks, en efna- hagur fylkisins, sena sttórnin hefði yflrráð yflr leyfði það ekki, og á stæðan væri sú að Ottawastjórnin neitaði að bo. ga fyikinu þá vexti af skólasjóðnum sem því bæri með réttu. Málið væri þannig vaxið að þegar Manitota fékk fylkisréttindi, þá var viss hluti af þjóðlandeigninni settur til ,síðu fyrir mentastofnanir fylkisins, og þessi lönd voru undir stjórn'ríkísins. Nú væri búið að selja af þessum löndum sem næst hálfa mill. ekrur, og sjóðurinn væri nú orðinn 2| mill. doll. Þessi upp- hæð væri í höndum Dominionstjórn- stjórnarinnar, sem væri vergi sjóðs- ins, samkvæmt lðgum. Verð þess ara skólalanda að leggjast í sjóð og .3% rentur af þeim sjóði að verjast áil nota fyrir alþýðuskólana í fylkinu. En svo samdi Ottawastjórnin lög um afborganir á andvirði þess- ara skólalanda, þannig að kaupend- ur borga þau á 10 árum í jöfnum ár- legum afborgunum. En Dominionstj. in setur kaupendum 6% rentur af ógojdnum afborgunum, svo að þegar -eitt skólaland er selt fyrir $1,000 þá fær stjórnin $100 borgaða út í hönd og af þvf fær fylkið $3.00, en á $900 eftirstöðvunum’tekur stjórnin í rentu $54 árlega. Þessar rentur ættu að ganga í fylkissjóðinn til nota fyrir alþýðuskólana, en í stað þess að .Dominionstjórnin greiði fylkinu þetta fé, þá leggur hfin það við aðal- 3jóðinn og borðar fylkinu að eins 3% af þeirri upphæð. Svo að í stað þess að fá $54 þá fær það eð eins $1.50. Á þenna þátt hefir Dominion- stjórnin dregið ranglega frá fylkinu um tvö hundruð þfisundir I d o 11 a r s, og af þessari ástæðu væri stjórn sinni algerlega ómöguiegt að að sýna Galiciumönnum það rétt- læti í skólalegutiliiti sem þeir þó ættu fulla heimtingu á að njóta.1 Regla stjórnarinnar væri að veita hverjum skóla 65 cents á dag fyrir 200 kenslu daga á ári, eða als $130 á ári. En með sívaxandi skólum í fylkinu þá -væri gersamlega ómögu- legt að halda þessu áfram án þess að leggja beina skatta á fólkið, nema með því móti að Ottawastjórnin fengist til þess að borga fylkinu það sem hún heflr ranglega frá því dregið og fæst ekki til að gefa upp. Mr. Roblin kvaðst hafa staðið í bréfaskriftum við Mr. Laurier, um þetta mál í marga mánuði, og hefði Laurier viðurkent rétt fylkisins, en samt fengist stjórn hans ekki til að greiða féð. En fremur hafði Ottawa stjórnin verið beðin að leggia $25 þös. á ári til þess að halda uppi kenslu meðai Galiciumanna, en því hefði verið neitað. Mr. Roblin bað nefndina að vinna að því að fylkið fengi að njóta réttar síns í þessu skólasjóðsmáli. Því að strax og hann fengi peningana til þess, þá skyldi hann sjá til þess að skólar yrðu tafarlaust stofnsettir hvar sem þeirra væri þörf innan takmarka fylkisins. Eftir að hafa heyrt skýringu Mr. Roblins á þessu máli, þá ákvað nefndin að gerast félag til þess að vinna að því að fá Dominjonstjórnina til þess að borga það fé sem hún nfi ranglega heldur til ómetanlegs skaða fyrir uppfræðslumál uppvax- andi kynslóðarinnar. Þetta nýja fé- lag heldur fyrsta fund sinn í City Hall þann 16. þ. m. Nicaragua-skipaleiðin. Það vandamál hvílír á Banda- ríkjastjórninni að ákveða hverja leið hfin kýs að láta skip sín fara gegn- um meginland Ameríku Erakkar hafa lengi verið að berjast við að grafa skurð gegnum Panama eyðið, en það verk heflr reynzt bæði taf- samara og kostnaðarsamara heldur en ætlað var í fyrstu. Félagið er gjaldþrota og er nfi ant um að láta Bandaríkjastjórnina taka við verk- inu og fullgera það, en þó með þeim skilmálum að það fái fir ríkishyrslu Bandaríkjanna $40 mill. fyrir það, sem það er bfiið að vinna f sam- bandi við skurðinn. En svo er önn- ur leið möguleg í gegnum mjóddina yttr Nicaragua, og er það talin betri og heppilegri leið að mörgu leyti. Nefnd Bandaríkja þingmanna hefir um nokkurn undanfarinn tíma haft mál þetta til athugunar og nfi afhent .skýrslu sína um það til þingsins. Nefndin mælir með Nic- aragua leiðinni. Kostnaður við skurð yftr Panama eyðið er talinn að verða $253,347,068 um það hann er fullgerður. Af þeirri upphæð er áætlað að $109,141,000 verði að gjaldast til nfiverandi eigenda skurð- arins fyrir eignir Þeirra í honum og í sambandi við hann, þar með taldar $40 mill. fyrir fyrii verk þau sem þar hafa þegar verið unnin. Nic- aragua-leiðin er talin að muni kosta $189,864,062. Sá skurðnr liggur gegnum hátt land og þess vegna þurfa þar flóðlokur. En Panamaskurðurinn er jafnhár flæðar- eða sjávarmáli. En það er talið Nicaragua-skurðinum til gildis að nægilegt. vatnsafl megi fá fir Nicar- aguavatninu til að vinna varkvélar og að þar þurfl engar hafnir að byggja, eins og nauðaynlegt væri að gera ef Panamaskurðinum væri haldið áfram. Nicaragua-skurður- inn mundi verða 183||mílur á lengd, en Panamaskurðurinn að eins 49 mílur rfimar. Aftur er Nicaragua- skurðurinn nær Ameriskum höfnum ogað ýmsu öðru leyti þægilegri en hinn. Það ar og talíð honurn til gildis að hann megi byggja á 6 ár- um, en að það taki 10 ár að fullgera Panama-skurðinn. ^Síðast er þess getið í skýrslunni að loftslagið við Nicaragua sé miklu heilnæmara heldur en við Panama, og að fyrir þá sök sé sfi leið miklu fýsilegri. Það er og sagt að stjórnin hafl þegar samþykt að nota þessa leið og að hfin hafi lokið bindandi samningum við Nicaragua lýðveldið um það. Skurðurinn á|að liggja frá Gray- town að austan til Breto að ve»tan— á Kyrrahafsströndinni. Bandaríkja- stjórnin á að hafa öll yfirráð á 6 mílna breiðu svæði milli hafanna, eða 3 mílur á hvern veg frá skurð- ínum. Þar verður dómgæzla og lögregla öll í höndum Bandamanna og þeir mega ráða yflr landinu eins og það væri einn og óaðgreinanlegur hluti at sjálfum Bandaríkjunum. Þessar upplýsingar voru fyrst gerð- ar kunnar 1 ræðu sem Zelaper, Nic- aragua ferseti, hélt við þirigsetDÍngu í ríki sínu núna um nýárið, Það er hvortveggja að Banda- ríkjaþjóðin er auðug, enda ræðst hfin hér í stórvirki, sem Þó er jafn nauðsynlegt eins og það er umfangs- mikið, þar sem kostnaðurinn er tal- inn að verða alt að 200 mill. doll. En þægilegur verður þessi skurður fyrir Bandamenn þegar þeir eru bönir að koma á fót þessum þúsund mill. doll. herskipaflota, sem ritari Long vill láta þjóðina ráðast í að byggja. Týndi sonurinn. Öll segl hnigu’ fir skautum og skfitan var fest, Því skipið var komið að landi Og móðir ein eftir aðkomu-gest Beið eirin á hafroknum sandi. Við syninum tók hfin þar, tígin og fríð, En tómlát—og fitnorðan-kaldinn Blés hrukkur á kápu-drög sæblá og síð Og svalaði’ í mjallhvíta faldinn. Hún ríktf sem drotning frá dimmblá- um geim Hvers djfip miðs til öræfa-jarða. Og réð yfir fjalldals og hájökla-heim Og hundraði blikandi fjarða. Víð soninn hfin minntist, en henni varð harmt: Hvort hafði’ ’ann átt samlag með þrælum ? Því drotningar-hjarta er viðkvæmt og varmt, Þó varirnar fljóti’ ekki’ í gælum. Og nfi var hann heim kominn, hok- inn og smár, Með hrakning og útivist langa í göngumanns-klæðum, með hálf- gránað hár Og h'ukkur um sólbrendan vanga. Hvoit hafði það varskift hann, von anna land, Og varð honum ógagn að hlutnum? Hfin leit engar gullkistur settar á sand, Er sonurinn sté upp fir skutnum. “Eg sendi þig, mögur, að æfa þittafl Um urðir og standberg hjá tröllum; En þú hefir hopað við hraun eða skafl Og hrapað um skriður í fjöllum. “Eg sendi þig, drengur, í drangana þá, Þar dvergarnir gullhögu búa; En þeirgátu’ um steindyrnar hlanp- ið þér hjá Og. harðlæst, svo frá varztu snúa. “Til ljúflinga sendi’ eg þig, sonur- inn minn, Sem söngur og dansvakan lætur; Þá námu þig hugstola’ í hamrana inn Þær hævesku álfakóngs-dætur“. -----í dverga-stein komst ég — það kemst sá er vill Ég kannað hef raums clal í fjöllum. En Þeir leggja’ á gullið sitt álög svo ill, Menn ærast at langdvöl hjá tröllum. 0g dátt er í álfheim, en yndi þar fest Eg ei gat um dag eða nætur. Að gleyma þér, móðir, þess báðu mig bezt Þær brosfögru huldukóngs dætur. I fitlöndum vann eg ei fremd eða föng, Né fjárhlut, er vænn sé til þrifa—. Eitt kvæði ég kvað þar, einn söng ég þar söng Eitt síðkveld, er þó á að lifa. Stephan. G. Stephansson. Úr Simnanfara, / Mentamál Islendingaí Winnipeg. Kæri herra ritstj. Ég þori varla að leggja út í að skrifa um þetta slóra fratnfaramál, óg væri máské betra að biðja þig að skíra ekki þetta fátæka barn svona tignarlegu nafni. Ég hefl með mestu athygli fylgst með öllu, sem ég hefl heyrt og séð síðan því var hreyft i Winnipeg í haust, og séra Friðrik flutti þangað. öllum rödd- um ber saman um að þörfln sé mikil á því að vekja áhuga fólksins fyrir þessu máli og mestu áherslunni er beint til foreldranna; sem heflr vit- anlega við góð og gild rök að styðj- ast. En þessi mentun og menta- braut, sem um er verið að ræða, er fyrir ofan barnsaldurinn Það má heita að hön byrji á sömu takmörk- um þegar piltar og stfilkur eru svo vaxin að þau geta unnið sig áfram sjálf. Og af því skapast hjá hverj- um einum meira andlegt sjálfstæði, að mega ráða sér sjálfur. En engir, eða fáir foreldrar eða aðstandendur ungmenna hér vestra eru þannig efnum bönir að geta með afli auðs svo árum eða tugum ára skiftir, haldið sonum eða dætrum á hvaða mentabraut sem þeim hugkvæmint, eða væri geðfeldast. Eftir því sem ég fæ bezt séð og skilið, þegar allar kringumstæður eru teknar vel til grcina, þá verður áherzlan öll og málinu sérstaklega að vera beint til unglinganna sjálfra Ég segi þetta ekki rétt út í bláinn; ég hefl sönn, lifandi dæmi fyrir mér, sem ég skal benda á áður en ég skilst við þetta mál, sem sýna hvern- ig ungmenni drifa sig hér áfram af eigin atorku á braut raenta og menn- ingar. En. hugur þeirra og stefna er þá alveg óskift bundin þar við að öllu leyti, DagskráJII. segii: séra Friðrik bað um ráð til að auka aðsókn að skólanum, og ritstjórinn kyaðst hafa þau á reiðum höndum. Ég skal ekkert lasta það ráð eins langt og það nær; það er partur af innvið- um—stoð eða stytta í þessa fögru byggingu, sem verið er að reisa. En miklu dýpra þarf að rista til þess að komast fyrir meinsemd sjfikdómsins, sem heldur ungmennum í Winnipeg frá æðri skóla mentun. Og til þess að geta séð hvað mest stendur í vegi, ogjafnframt að flnna bezta ráðið, verður maður að fara fit fyrir tak- mörk Winnipegborgar og þá helzt suður fyrir landamærin. Sjfikdómurinn, sem í vegi stend ur, er, að hugsanalíf og stefna ung- linganna í Winnipeg erá algerlega raugri leið og orsakir sem til þess liggja eru þannig lagaðar, að veru- lega er hvorki hægt að kenna þeim —ungmennunum—eða aðstandend- um þeirra um þær. Það er lífið ut- anað komandi, sem hrífur piltinn eða stfilkuna strax þegar þróttar sjálfstæðis skapast til að ráða sér sjálft. Og einn allrastæsti þrándur í götu eru þessi mörgu íélög, sem ungmennín eru strax dregin í. En í eðli sínu eru þannig löguð, að þau eru ekki hálfrar krónu virði til menn ingar og menta, en taka upp eins mikinn tíma og mörg og löng eru kveldin i viku hverri, og eyða dá- litlu fé. En gróðinn erenginn ann- ar en sá að hugsun og stefna verður öll í sundurlausum pörtum, og oft engin hugsun annað en tómt hringl. Ungmenni, sem ætla sér að ganga mentaveginn verða að halda dauðahaldi í tíraa og peningu, því öll von um blessuu og framför þessa bezta og stærsta máls, sem vér höf- um nfi á prjónum verður að byggj- ast á eigin atorku og viljakrafti ung- mennanna. Hér í Duluth eru fáir íslending- ingar þegar raiðað er við fjöldann i Winnipeg, en flest öll ungmenni hér taka og hafa tekið hærriskóla ment- un, og nú í haust fóru 2 piltar héðan til Minneapolis, sem gengnir voru fit af háskóla hér, til að halda námi sínn áfram þar. Annar er Leifur sonur Sigfúsar Magnfissonar prests; hinn er Sturla sonur Jóhanns Einarsson- ar, mestu reglu plltar og mannsefni, eru aldrei óvinnandi þegar bókinni er slept í skólanum, annaðhvort fyr ír feður sína eða aðra, til þess að ná í dollarinn, til að hjálpa námi sínu á- fram. Það er ein óskift hugsun. Mér er ekki vel kunnugt hvað mikið þesflr menn ern styrktir heiman að en báðir eru feður þeirra aldraðir menn, sem hafa fleiri börnum að bjálpa áfrain og sýnist vera ærið nóg á þeirra baki að halda sómasamlega sín hfis. Sigffis á tvær fulltíða dæt- ur, sem nú eru ’skólakennarar og er mér sagt. að þegar þær gengu á há- skólann hér hafl þær seinni part dag- anna unnið hjá innlendum konum og að öllu leyti unnið fyrir fötum.bóka- kaupum o. fl. Systurson á ég hér, sem nfi er á seinasta vetri á háskólan- um og mun svo helst hafa i hyggju læknaskólanám. Hann vinnur sér inn $5 á hverri viku í fatabúð, sem hann hleypur strax í og hann er hing að komin, kl. 3 e. m. Þar vinnur hann langt fram á kveld og hálfa s.- daga, vaknar kl 5—6 á hverjum morgni til að lúka við lexíur sínar. í sumar er leið vann hann á sögunar- millu fyrir $l,75til$2 ádag. íbfiðinni flest kvöld og hafði þar 50c. á kveldi. Tvö þar áður undangengin sumur vann hann á járnsteypuverkstæði og hafði “accords“-vinnu að steypa og náði fast að $3 á dag; alt gert til að geta mentað sig, engu centi eytt nema í góð föt og bækur, borgun á strætisvagn o. fl., sem að náminn lýtur. Þaðer gersamlega sama sagan hér um öll uppvaxandi ungmenni. Þau hafa að miklu eða mestu leyti hjálpað sér sjálf, og stúlka ein hér al in upp hjá bláfátækum foreldrum, Magnúsi sál. og Málfríði, kvað vera hámentuð og hafa nfi kennarastöðu á háskóla. Það sýnist vera aðalstefna og alt kapp íslenzkra ungmenna hér að verða ekki minni en hin, vinna sig sveítta og þreytta til að geta náð því að verða að miklum manni, göf- ugri konu.—Hversu mörg eru líka ekki dæmin íslendinga í Dakota, þeg ar bókin heflr verið lögð fir hönd- unum, hafa jarðyrkjufærin eða taum ar hestanna, sem draga vinnuvélarn- ar verið óðar komið I hendur nem- endanna. Það er enginn efl á að Winni peg er langt á eftir. - Þar er ungra manna Liberal Club, sem ég hefl meiri skömm á en nokkru öðru fé- lagi, ekki vegna nafnsins, því mér er alveg sama hvoií stæði Liberal eða Conservatíve, heldur vegna þess, að þar eru alin upp pólitisk naut, bara til að draga plóginn, stökusinn- um fyrír miður vandaða menn, -sem hafa hálft bitt mötuneyti fyrir það að vinna við kosningabrellur. Og þó þessir unga menn standi þar alt svo lengiað hár þeirra verði grá, þá nær stjórnvízka þeirra ekki hálfu hænu- feti lengra en daginn sem þeim var skrfifað þar inn, En auðvefdlega gætu þeir orðið rammir reykinga- menn og spilafífl.—Good Templar félögin má ekki lasta. En í sam- bandi við þetta mál taka þau tvö kvöld fir viku hverri, gefa ungmenn inu ekki nokkurn skapaðan hlut til andlegrar uppbyggingar, og eru miklu meir, eins og r.fi stendur, sam- komustaður til að leiða hugi pilta og stúlkna til léttvægs gjálífis, heldur en að benda þeim á braut menta og menningar, sem kostar þrek, stilling og mikla sjálfsafneitun. Svo koma taflfélög, leikfélög, skautafélög, söngfélög, sem ekki geta geflð nema að eíns forsmekk þeirrar dýrðar, eða lítið brot af þekk ing þeirra fögru lista. Allir þessir endalausu dansar og samkomur, sem þetta unga fólk er orðið að mörgu leyti svo háð og fast við bundið, að allar mögulegar frístundir eru alger- lega uppteknar, og langt fram yflr það—þyrftu helzt einlægt að eiga frí—. 0g margt má segja um sjúk dóm þenna, sem ég tel raestu orsök í rangri stefnu ungmenna í Winni peg, og að minni hyggju aðalmeinið sem þarf að lækna, eða reyna að lækna, til þess að vekja upp menta- lífið og ná aðsókninni á æðri skól ana. Um leið og ég vil reyna að ráða þessa stóru gátu fyrir séra Lriðrik og alla sem unna málinu, tek ög það fram að nú horflr málið öðruvísi við en meðan það var íslenzkt háskóla- mál. Og af því leiðandi verður hug mynd mín ekki bundin við eða lok- að innan neinna sérstakra takmarka. Ég hálf-skammast mfn fyrir að hafa alla tíð frá fyrsta verið á móti há skólamálinu íslenzka, það var svo göfug, stór og fögur hugmynd, En það er nóg að bæta því við það sem áður heflr verið sagt í þessu blaði, að nafnið íslenzkur var nóg fyrir ungu kynslóðina, sem varla. fæst til að líta í íslenzka bók eða blað. Og þó vitnað sé f Skandinava hér, þá er það alt öðru máli að gegna. Á bak við þá stendur stofnþjóð í millíóna tali sem þeir fá árlega frá sterka blóðstrauma til að styrkja með þjóð- líkama þeirra hér í þessu landi, en vér eigum að eins fáar þfisundir á bak við oss, og þess vegna styrkur- inn alt of lítill til að vega upp á mót því íslei zka, sem hverfur og verður enskt í orði og anda. Háskólamálið getur aldrei orðið til eins hágöfugra nota eins og hugmyndin er stór og fögur. En eins og málið stendur nú —að eiga isl. prófessor við góða og fullkomna mentastofnun, ætti hver einasti íslendingur að unna hugást- um. Til þess að auka aðsókn að skól anum, verður hugmynd mín þessi: I Winnipeg skal vera 3 manna nefnd, prófessorinn sjálfsagður formaður hennar, hinir, féhirðir og skrifari, allir þar bfisettir, velþektir menn, gagnkunnugir og i góðu áliti jafnt innlendra sem sinnar þjóðar. Ekk- ert ríður á að þessir menn með próf. séu lærðir, betra að þeir séu aðlað- andi, praktískir menn. Svo kýs þessi nefnd einn mann í hverri nær- liggjandi íslenzkri bygð, er vinnur í sama anda og nefndin. Og það sem gera þarf er þetta fyrst og fremst: að halda fleiri fundi í þessu máli og reyna að ná ungmennum á þá fundi, því ekkert er gagn í að skrifa um þetta mál þeirra vegua, þeir lesa það ekki, og reyna að koma þvf inn í skilning þeirra, að alt sé og verði að byggjast á þeírra eigin atorku og vilja. Fara nfi þegar að bfia sig það bráðasta undir næsta ár, nefndin að taka nöfn þeirra sem fást, og ekki nóg með það, nefndin verður að fara heim í hús þeilra ungmenna, sem líklegir kynnu að verða, hrinda þeim á stað. eins og hr. Jóh. Hail- dórsson segir, og með ráði þeirra er að standa, reyna að fá þá _ til að skrifa sig til næsta árs. Svo gerir þessi nefnd alt sem mögulegt er til að greiða götu nemendanna, væri jafnvel bezt að hún tæki strax viku eð mánaðarlega við hverjum dollar, sem ungmenni kynnu að geta lagt fyrir og geymt til næsta skólatíma, líka að vera með alfið og atorku nem endunum hjálpsamur að fitvega vinnu ef hægt er í bænum, en á sumrin vil ég helzt að allir námspilt- ar fari út á land og vinni hjá bænd- um, og þá eiga þessir menn sem kosnir eru í nýlendunum að vera þejm sama stoð og styrkur eins og nefndin er í Winnipeg, og hfin bfiin áður að aðvaraþá; og sama gildir aftur á móti um nemendur, er koma frá nýlendum til námsins í Winni- peg, að þeir eigi þar traust og ráða- nauta, sem nefndin er. Hfis þeirra verður ætíð að standa opið í líkum stíl og Jóns sál. Sigurðssonar var í Kaupmannahöfn fyrir ísl. háskóla- menn og pemendur, geti sótt þangað góð og heilbrygð ráð og leiðbeining- ar. Ég vil benda á reglusama ráða- góða og velþekta menn í Winnipeg, það er kaupm. A. Friðriksson og þingm. B. L. Baldwinson, sem báðir hafa mesta áhuga fyrir framför og sóma þjóðar sinnar hér í landi og væru vel fallnir f þessa nefnd. Það má enginn mísskilja mig þannig, að ég vilji með þessu móti draga málið fir höndum kyrkjufé- lagsins. Það getur haft alla yfir- stjórn og átt sínar ódauðlegu þakkir fyrir að koma þessu fagra máli á stað. Nefndin, sem ég tala um, er standandi föst hjálpar og aðstoðar- nefnd, sem gefur nemendunum, sem sjá svo margar torfætur og Ijón á veginum, miklu meiri hvöt og styrk til að leggja á stað. En að leggjaá stað er alt sem vantar. Og ríður því á umfram alt að geta nú farið hyggilegasta og liprasta veginn til þess að korna rekspölnum á—breyta gamla stefnulaginu, Það er eng- inn minsti efl á því, að eftir 4—5 ár verður hreinasti óþarfi að tala um nokkra örðugleika, einungis að nfi sé höfð dálftil þolinmæði og vakandi á- hugi að láta ekk.i plöntuna deyja, þó þessi fyrsti vetur verði dálítið kald- ari en við var búist. Og þegar stefn aner breytt og viljakraftur ung- menna vaknaður til þess að standa öðrum framar að andlegri atgjörvi, þá þarf ísl. próf. ekki framar að biðja um ráð til að auka aðsókn nem endanna. Það voru fyrir 14—15 ár- um æði oft naprir kulda næðingar fyrir nýgræðing kyrkjufélagsskapar- ins. En hvernig stendur það nfi? Hann heflr svo fastar rætur að eng- in byljaköst geta framar unnið hon- um minsta tjón. Og hann heldur lengst máli voru og þjóðarminning- unni og heiðrinum uppi í þessu landi. Eins fer með þetta menta- mál. Það er sprottið af sömu rót. Fyrir þvf hafa starfað vorir mestu andansmenn og að mörgu leyti vorir beztu menn. Vér erum skyldugir

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.