Heimskringla - 23.01.1902, Blaðsíða 1
J KAUPJÐ
J Heimskring/u. J
J Heimskringlu. j
XVI. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 23 JANtJAR 1902. Nr. 15.
^mmmwmwmmmmmmmwmmwmmmmmww&£
I THE NEW YORK LIFE 1
£ ÁBYRGÐARFÉLAGIÐ.^^^^ ^
y~ Hið mikla íieirþjóða sparisjóís-lífsábyrgðarfélag, gefur út ábyrgð-
g— arskýrteirii á ellefu mismunandi tungumáium. Ástæður fyrir
vexti auðleað ogégæti þessa félagseru meðal annars þessar.
SZ 1. hið óviðjafnanlega tuttugustu aldar vaxtasafnsskýrteini þess eru
þau beztu sein getín eru út af nokkru lifsábyrgðarfélagi.
9~ 2. New York Life ábyrgðarfélagið er hið öflugasta lífsábyrgðar-
f- félag í heiminum.
X 3. Það hefir eina bilión og tvöhundruð miliónir dollars virði af
X lífsábyrgðarskírteinum i gildi,
f— 4. Það er hið elsta og stærsta fleirþjóðalífsábyrgðarfélag í heiminum.
5. Vaxtasafneskýrteini þessa félags eru algerlega órjúfanleg frá
útgáfudegi.
Eignir félagsins 1. Janúar 1901 yoru. $262 196 512
Varasjóður 1. “ *' “ $ 31,835 855
Aukasjóður 1. “ “ “ $ 4 383,077
Aðriraukasjóðirl. “ “ “ $ 10,320,819
J. Cí. Horjtan, eaðsmaður,
7 Grain Exchange, Wiunipeg.
: Clir OlafNMOii,
7 íslenzkur agent.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Hon. James Sutherland, sem
heflr verið “keyri" Liberalflokksins
í Ottawa þinginu, hefir verið gerður
að sjóflota- og fiskiveiða ráðgjaia.
Hann hefir verig þingmaður í 20 ár.
Hann heflr verið embættislaus ráð-
gjafi síðan 1899, en teknr nú við em-
bætti Sir Louis Davis, sem heflr ver-
ið gerður að dómara.
Sagt er að bóluveíkin sé farin
að gera vart við sig í nýlendu Is-
leudinga við Manitobavatn. Von-
andier þó að hún verði þar ekki
skaðlegur gestur', því að yfirleitt
munu landar vorir hafl viðhaft bólu
setningar þar eins og annarsstaðar,
eða avo ætti það að vera.
Búist er við að páflnn sé þá og
þegar skilinn við þennan -heim,
Hann liggur í dái meðvitundarlítill
um sjálfan sig og aðra, og nærist á
engu.
llæsti maðurính, sem er I brezka
hernum, heitir W. H. P, Gill. Hann
er 6 fet og 9 þuml. á hæð og að því
skapi þi ekinn. Hann er kapteinn í
hernum. Hann tilheyrir 65. deild
keisaralega riddaraliðs. Hann er
nýlega kominn heim til Englands
frá Suður-A ríku.
Hiaðskeyti frá Mexicosegir að
jarðskjálfti afarmikill hatt verið 17.
þ. m. i Chilpanicigo í Guerrero rik-
ínu og hafi fjöldi manna mist lífið.
Sjö aukakosningar fóru fram
fyrir sambandsþingið í vikunni sem
leið, og náðu Conservatívar þremur
sætunnm af 7. Þykir þetta sýna
unðravert tap á stjórnarhliðina og
einkum í Lavel-kjördæminu, sem
þeir Sir Wilfred og Tarti hömuðust
mest í, með ræðuhöldum og vænt-
anlega mútum. Þar einmitt köstuðu
kjósendur Liberal umsækjandanum
fyrir borð og kusu Conservatíva þing
mann. í síðustu sambandskosningu
náði stjói uarsinni þar kosningu með
319 atkvæðum. Þetta er óbrigðult
tákn þess að Laurierstjórnin tapar
fylgi dag trá degi í Quebecfylkinu,
og dauðadóraur verður kveðinn upp
yflr þeirri stjórn í næstu almennu
sambandskosningum,
Hálfófriðlega lítur út í Caracos i
Venezuela, Matos herforingi um-
steypumanna heflr full yflrráð á
sjónum þar og þorir stjórnarliðið
ekki að ráðast á hann. Aftur ræður
stjórnarliðið yflr ströndinní, svo eigi
verða vopn né vistir þar flutt á
land,
Joseph Martin er að sagja af sér
þingmensku í Critish Columbia og
ætlar að sækja um þingmensku fyrir
sambandsþingið móti öðrum Liberal
og Conservatíva, en tapi hann I
þeirri þrímennings baráttu, þá á kjör-
dæmi hans að verða óskipað að
sinni.svo hann geti sótt Þar um þing
mensku aftur.
William Corbett, sem vann á
sápuverkstæði í Toronto er nýdáinn.
Hann var 48 ára gamall, Dauði
hans bar að höndum þannig, að sápu
stykki, sem lagt hafði verið upp á
hillu ofan við þar sem Corbett vann,
og var orðið hart af þurki, hrapaði
ofan í höfuð hans og var hann dá-
inn innan dægurs frá því hann fókk
áverka þenna, sem í fyrstu yar lítill
gaumur geflnn.
Sú fregn kemur frá Ilong Kong
að Kínar hafi skotið þar á brezkt
gufuskíp og að presthræða er á bátn-
um var hafl særst all mikið.
Kitchener er að reyna að láta
lið sitt einangra De Wet út úr og
ætlar svo að reyna að hremma haun
1 klær sér. Hvernig þetta gengur
þykjast blöðin ekki vita um nú sem
stendur.
Það var sagf um daginn að
gcneral Botha væri særður og óvíg
ur, Síðan fréttist að hann væri í
nokkurs konar herkvíjum og yrði að
gefast upp þá og þegar.
En nú koma þær fréttir frá
Kitchener, að hann sé alveg slopp-
inn úr greipum Hamiitons hershöfð-
ingja. Hann hafði riðið I áttina á
eftir Botha og liði hans, þegar það
tók sig upp, en hestarnir sem lið
Hamiltons hafði gáfust fyrri upp en
hann næði Botha, Þó segist hann
hafa tint upp 52, og vistaleifa úr slóð
Búa.
Nýlega var eitt gufuskip Man-
chester-skipastólsins tekið fast í
Halifax, að skipan tollstjórnarinnar.
Skipshöfnin var farin að afferroa
vörur úr því án þass að tollur hefði
verið borgaður. Skipið verður út-
leyst með $800, og er búist við að
ekki líði langt um þar til það verður
gert,
Mælt er að Henrik prins á Prúss
landi ætli að verða við krýningar-
hátíð Englakonungs í vor, þá hann
kemur til baka úr ferð sinni um
Bandaríkin.
Tveir flskímenn hröktust í ofsa
veðri frá Californiaströndinni út á
Kyrrahafið. Þeir voru matarlausir
og illa útbúnir. Þeir hétu H. Olson
og P. Wallace. Á 14. degi varð
Wallace vitskertur af liungri og
kulda kvölum og hljóp fyrir borð,
en á 17 • degi fanst Olson á bátsflak-
inu langt úí á hafi af skapi, sem þar
var á ferð, og viitist hann nær því
meðvitundarlaus í fyrstu. Eftir nokk-
urn tíma raknaði hann svo við, að
hann heflr getað skýrt frá óförum
þeirra félaga. Von hafa menn um
að hann lifl og nái sér aítur eftir 17
daga hungur og hrakning.
Alex. Campbell, bóndi nálægt
Holland, fann 2 gullmola, á stærð
við baun, í sandi með fram Cypress
River. Molar þessir hafa verið
reyndir og eru skíra gull. Fiekari
leit eftir gulli verður tafarlaust gerð
um þessar slóðir.
Fjármálar.iðgjafl Rússakeisara
segir að ríkisfjárhirzlan sc í bezta
lagi. Aðallega sé það að þakka
inntektum af járnbrautuin ríkisins,
sem fari stöðugt stórum vaxandi.
Á miðvikudagskveldið er leið
héldu bindindismenn stóran fund á
Y. M. C. A. og ræddu þar urú víns-
sölubaunsmálið í Manitoba- Yfir
300 af utanbæjar bindindismenn
víðsvegar að úr fylkinu mættu þar
og hátt á annað hundrað héðan úr
bænum. Fundur þessi var skipaður
hinum mestu og beztu mönnum. sem
fóng eru á í tilliti til entunar. Þar
voru flestir hinir lærðustu og atkv.-
mestu prófessorar úr Winnipeg og
fjöldi af hérlendum prestum (enginn
íslenzkur), ásamt lögfræðir.gum og
dokturum. Aðalmál fundarins
og einasta var að ræða um Manitoba
vínbannsmálið. Fundur þessi áleit
að stjórnin I fylkinu væri skyld til
að setja lögin í gildi án þess að leita
eftir sérstaklegu atkvæði almennings
eins og stjórnin heflr lfttið I ljós að
hún álíti réttast að gera undir þess-
um kringumstæðum. Þótt málið lfti
nú nokkuð öðruvísi út, en fyrir 3 ár
um, þá bæri stjórninni að eins að
fara eftir þáverandi kringumstæðum.
og demba lögunum á, án umsvifa.
Þeir gerðu upp.ástungu og sam
þyktu, að setti stjórnin vínbannslög
in f gildi, þá skyldu bindindismenn
fylgja stjórninni mann fyrir mann
“siðferðislega" og “stjórnmálalega11
framvegis. Hev. Dr. Sparling, for-
stöðumaður Wesley College, kvað
bindindismenn þurfa að sannfæra
stjórnina um það, að bindindisfólkið
fylgdi henni ef hún setti lögin í gildi,
og “faðir“ Nixon, sem væri elsti og
skoðanafastasti “Gritti“ í Manitoba
mundi greiða atkvæði fyrir hana“.
Mr. Nixon svaraði: “Ég ætla að
gera það. Eg hett greitt atkvæði í
52 ár fyrir “Gritta“, en ég ætla að
greiða atkvæði með stjórninni og gera
alt, sem í mínu valdi stendur, ef hún
lætur oss fá það sem vér biðjum hana
um“.—Þetta sýnir hita og áhuga á
meðal bindindismanna. Þessi fund-
ur kaus sendiuefnd til að flnna stjórn
ina og fá hana til að drífa vínbanns-
lögin í gildi ekki síðar en 1 Júní
næstkomandi-
Islands-fréttir.
Eftir Stefni.
Akureyri,12, Desetnber 1901.
Tíðarfarið nú í 5|daga heflr ver-
ið hriðarveður daglega, ogerkom.
inn allmikill snjór. Bátar hafa
laskast á Oddeyrartungu, og flski-
skipið “Fram“ slitnaði upp og rak
upp í Oddeyrarfjöru.
Norðinannaskipin, sem hér hafa
verið í baust, eiu nú öll sigld heim-
leiðis. Sum þeirra voru sektuð fyr-
ir að hafa saltað veidda síld ft utan-
rikisskipi.
Wathnesfélagið og Jón Noið-
manns félagið fengu hvort um sig
rúmar 100 tunnur af síld í nót fyrir
sköinmu. Veiðimenn VVathnes ætla
nú með Atrli, sem væntanlegur er á
hverjum degi.
Fregumiði frá “Stefni", 19.
Des. 1901 segir svo frá að eldur hafi
komið upp í Hotel akureyri kl. 5 að
morgni þann dag. Eldurinn las sig
í hús Sigvalda kaupmanns og eldri
hús Möileranna og hra Geirs og
brunnu þau hús öll með útihúsum,
Einnig brunnu hús Kl, Jónssonar og
Ola Guðmtindssonar, þar að auki
brann töluvert meira af kringum
liggjandi húsutn. Innanhússmun-
var bjargað að nokkru, þvi ænnn
dugnaður var sýndur bæði af körlum
og konum. Hús þau er brunnu eru
metin á skattskrám á 40,000 kr. og
voru öll í brunaábyrgð að sögn.
POINT ROBERTS, WASH. 5. Jan.
Hekra ritrtj.:—
Það mun nú liðið meir en ár
síðan héðan heflr sést nokkur lína í
íslenzku blöðunum, og er það víst
með því latig lengsta er nokkur ís-
lenzk nýlenda lætur líða ftn þess að
segja ekki svo lit-la ögn frá ýmsu í
bygðarlaginu viðvíkjandi, því ný
lendn kalla ég þenna tanga þó hann
sé ekki stór, um 20 fjölskyldur ís-
lenzkar og næstum eins margar
annara þjóða búa hér þó. En það
lítur út fyrir að við séum ofur hæg-
látir, höfum mjög lítinn áhuga fyrir
að láta umheiminn vita að við séum
til, er ekki kemur til af þvi að ekki
séu hér menn sem færir séu tíl þess,
bæði meðal Islendinga og annara
þjóða manna, því hlngað hafir flust
heldur gott fólk, sérdeilis landarnir.
Hinir eru dálltið misjafnari. Auð
vitiið er ekki hægt að skrifa mikið
um landbúnaðinn því hann tekur
ekki nein langstökk hér hjá okkur,
sem ekki er heldur nein ástæða til,
því bæði eru landþrengsli, 40 ekrur
og minna sem hver heflr. Svo er
þetta skógland, sem seinlegt er að
gera að grasivöxnum grundum. Og
svo í þriðjalagi eiga menn þau ekki,
og leggja þess vegna ekki eins mikla
rgekt við þau eins og þeir annars
mundu gera, og svo vinna llestir við
Cskveiði einmitt þann tíma árs, sem
bezt og fijótast mundi vera að
hreinsa löndin, sem er sumarið.
Því alt af eru fiskifélögin að veita
meiri og meiri eftirtekt flóanum í
kringum Pt. Roberts, sem ekki er
heldur nein undur, því hann má
með réttu kallast gullkista Wash
ingtonríkis, og þar af leiðir að alt af
er að aukast vinnumagnið og eftir
spurn eftir verkafólki. Þvi aldrei
síðan fyrst var byrjað að fiska lax í
kringum Pt. Robts. hefir fi^kur verið
jafn mikill sem síðastl. sumar, Þvi
valla mun það niðursuðuhús hafa
verið í kringum þenna fióa, er kom
ið gæti í verk að sjóða niður nærri
allan þann lax er í þeirra veiði
gildrur kom Peldur miklu fremur
lá laxinn í gildrunum uns hann
drapst svo tugum þúsunda skifti: og
var svo hent í sjóinn aftur, ekki að
ég tali um þá menn sem flskuðu í
reknet og vörpur, þeim varð rojög
líkið úr sínum afla. Eftir að þetta
mikla hlaup kom, er varaði næstum
mftnuð, reyndar hjálpaði þeim mikið
að fiskur kom seinna í Fraser ána í
British Columbia (sem er skamt héð-
an) og kejrptu því félögin þaðan
laxinn af þessum mönnum í þús- .
undatali, og hefði ekki svo verið
mundi veiðin hafa orðið rír hjá þeim
er voru að fiska á eigin reikning.
Því strax er þessi stóra ganga kom
var fi-skur settur niður í lOc. stykk-
ið, úr 15 sem byrjað var á, og svo
ofan í 5c. og síðast vildu fél. hann
ekki fyrir neitt. Og af þessu fram-
sagða leiddi það að kaupgjald var
fiemur gott, mánaðarmenn höfðu
frá $45—$60 um mánuðinn og fæði,
en tíina borgun var 30 — 35 cents
um kl.tímann fyrir karlmenn, enn 15
til 30 cents um tímann fyrir kven-
fólk og unglinga, þvi hver sú per-
sóna sem vetlingi gat valdið var
tekinn til að vinna við niðursuðuna,
þegar þessi mikla ganga kom.
Þetta sumar heflr verið óefað hið
bezta í peningasökum, fyrir allflesta,
síðan íslendingar komu hér, enda
mun nú veia hér almenn vellíðan
meðal landa, er lýsir sér bezt í því að
þeir héldu dálitlar samkomur bæði á
jóladagskvöldið og gamlársdagskv.
sem þeir aldrei hafa áður gert, utan
einstöku sinnum “Surprice-party”,
er ég kalla óvænta heimsókn til þess
og þess og þess er heimsóktur var og
höfðu skemtun hjá án þess að gera
honum aðvart áður. Auðvitað var
skemtunin á jóladagskvöldið þess
eðlis, í búsi Mr. Magnúsar Olsons, er
nýfluttur er hingsð frá Victoria, og
var þar skemt sér alla nóttina með
söng og hljóðfæraslætti, dansi og spil-
um og sitthvað fleira. Á gamalárs-
kvöld var sarakoman i húsi Mr.
Tryggva Jónassonar og stóðu ís-
lenzku konurnar okkar fyrir henni,
eins og ieyndar báðum þcssum sam-
komum, og eiga þær heiður skilið
fyrir að vera hvatamenn að því að
gott útlit er nú fyrir að við Tanga-
búar hættum að hýrast hver í sínu
horni, eins og verið hefir.
Á þessari seinni samkomu voru
fullir sjö tugir manna, ungir og
gamlir, og var til skemtana haft hér
mn bil hið sama og á þeir i fyrri
utan að lesin voru upp nokkur
kvæði og smálögur og svo talaði
bændaöldungurinn Sigurður Mýrdal
nokkur orð upp úr sér, og var gerð
ur góður rómur að máli hans og
munu allir hafa farið glaðir og
ánægðir heim til sín á nýársdags-
morgun með þeirri einlægu ósk í
hug sínum að gaman væri að hafa
líka skemtun einhyern tíma aftur.
Hér heflr bæst við okkar ís
lenzka hóp fjórar fjölskyldur síðan I
haust, og er einn þeirra Mr. Olson,
frá Victoria, og ég gat um áðan, og
keypti hann rétt ft 10 ekrum af
landi, annar er Vigfús Erlendsson
frá Winnipeg, keypti hér 4 ekrur af
privat landi og er nú búinn að
byggja hús þar, þriðji er Jónas
Sveinsson, líka frá Winnipeg, hann
keyti rétt ft 40 ekrum af Kristjáni
Benson frænda sínum, þeim er til
íslands fór ftrið 1900. Fjórði er
Þorsteinn Jónsson, Húnvetningur, er
nýkominn með konu og eitt fóstur-
barn, mun ætla að setjast hér að.
Svo er hér nú staddur Hinrik Eiríks-
son, frá Svignaskarði, kom dú frá Vict-
oria hvar hann heflr dvatið síðastl.
10 —12 ár og er hann I bruggi með
að kaupa land það er Mr. Jackson
(Jacobsson) sat á fyrir tveim árum
síðan, en seldi hérlandum manni.
Þá er að minnast með fáum orð-
um á tiðarfarið hér á ströndinni,
sem er hið ákjósanlegasta, stöðug
þurviðri í sumar frá býrjun Júlí til
Október loka, en þá brá til rigninga,
þó hóflega, og liafa tiltölulega fáir
þeir dagar komið sem ekki hefði
mátt vinna úti allan daginn, efvinna
hefði verið, en ?em engin er hér á
vetrum utan dálítið brenniviðarhögg
fyrir niðursuðuhúsin, og verja menn
)ví vetrinum til að hreinsa bara af
löndnm sinum jafnframt og þeir
stunda skepnur sínar. Frostnætur
hafa komið hér fáeinar, en aldrei þó
harðari en syo að vel hefir hjómað á
á polli, en snjó erum við ekki farnir
að sjá hér á tangauum enn þá á
ressum vetri, en í norður og austur
sjáum við Klettafjöllin risavöxnu
hreykja sínum hvíta vetrarfaldi, og
jykir oss það fremur tignarleg sjón,
og minnir hún oss ósjálfrátt á fjöllin
á gamla Fróni, er þau voru í sínum
alhvíta vetrarskrúða.
Almenn heilbrigði er hér meðal
landa og er þessi tangi eitt með þeim
ókvillasömustu plássum er ég þekki.
Enginn íslendingur hettr dáið hér
síðan þeir fyrst fóru að flytja hingað,
utan einn gamall maður er Pétur
hét, var á ferð frá Victoria til að
komst rétt yfir línuna milli Banda-
ríkjanna og Canada og varð þar
bráðkvaddur.
Þetta framanskráða er nú alt
sem ég man eftir að héðan sé í fi étt-
iifærandi, og bið ég lesendur vel-
virðingar á ósamstæðunum, því þeim
er þetta ritar er anuað betur lagið
en að rita í dagblöð. Þakka ég svo
ritsjóranum fyrir það rúm er hann
hefir léð mér í sínu heiðraða blaði,
óskandi honum og öllum sem blaðið
lesa gleðilegs nýárs.
JóN JÓNSON.
TINDASTÓLL 9. Jan. 1902.
(Frá fréttaritar Hkr.).
Hér er sama veðurblíðan, og
hefir verið síðan ég skrifaði síðast,
lengst af kyrrviðri og mjög litil
frost; snjór heflr komið mjög lítill, og
er að mestu leyti horfinn aftur fyrir
þýðviðri sem heflr verið hér dag
eftir dag. Ekkert þykir hér nú jafn
tilfinnanlegt, sem það, hve vont er
að fara um og fiytja það sem þarf,
því nálega er ófært bæði með sleða
og vagna og valla til að hugsa nema
hafa vinnuhesta járnaða. Mjög
mikið útlit fyrir, að þessi tið haldist
enn lengi.
Heilsufar er hérnú fyiirfarandi
mjög slæmt af hítaveiki, hálsbólgu
og fleiru, sem því fylgir; heflr veiki
þessi tekið flest heimili, einkum
unglinga
Skemtanir voru hér talsverðar
um jólin og nýárið. Jólatrésam-
koma var á Tindastóll P. O. annan
dag jóla, á jóladagskvöldið var
gestaboð mikið Jijá P. JM. Sigurði
Jónssyni, Sólheima P. O.
Skemtisamkoma og hlutavelta
var haldin i Hóla-skólahúsi ft gaml-
árskvöld til arðs íyrir lestrarfélagið
“Iðunn”- Samkoman var fjölmenn,
sú langfjölmennasta, sem haldin hef
ir verið í þessu bygðarlagi. Skemt
anir voru: upplestur, ræður, söug-
ur„ flutt kvæði og borið fram; allar
voru þessar skemtanir vel af hendi
leystar, en bezta stýkkið á prógram-
inu ætla ég hafi verið, kvæði, sem
hra. Sigurður Jónsson orti og flutti,
og er vonandi að hann birti það í
blöðunum áður en langt líður. Að
loknu prógraminu var gamla árid
brent út með báli miklu; síðan
skemtu menn sér nóttina út með
dansi, söng og hljóðfæraslætti.—
Hreinn ágóði fyrir fclagið $25.50-
Þeir sem fyrir lestrarfélaginu standa
eru bygðarbúum mjög þakklátir fyr-
ir hvað þeir studdu samkomuna og
hlutaveltuna með ýmsu roóti, og svo-
hve vel þeir sóttu hana.
Myndarlega jólagjöf sendi Heims-
kringla okka ■, skftldinu Stephani G.
StephanssyrJ. Það var ekta gull úr
ið vandaðasta að öllu leyti. Utan ft
kassann var fagurlega graflð fanga-
inark viðtakanda, SG3, en innan í
fangamark gefanda, From Heiras-
kringla, Christmas 1901; gjöfln var f
vinftttu og viðkenningarskyai fyrir
ið marga og merka, er Mr. Steph-
anson heflrgei tfyrir blaðið og lesend
ur þess, um næstl. 15 ár, með skáld-
verkum sínum, sem mörg eru með því
beztasem sézt heflr á íslenzku máli í
bundnum stíl, endi hefir Mr. Steph-
ansson fengið hér um bil almenna
viðurkenningu, sem eitt af beztu
skáldum þjóðar vorrar.—Þetta var
myndarlega gert af Hkr.; en stáandi
var það fyrir okkur Vestur-Islend-
inga, því hún e i n gerði það, sem
við áttum a 11 i r að gera.
Vel líkar mér jólablaðil þitt-
Heimskringla mín, og kann ég ritstj-
og þér beztu þakkir fyrir það; þó
ég sé hvorki skáld né hagyrðingur,
þyki mér vænt um alt það, sem vel.
er kveðið.
Svo óska ég ritstjóranum og
Heimskringlu heilla og hamingjuj
óska vjð fáum að njóta hans sem
lengst, og blaðið haldi áfram að
vera fræðandi, skemtandi og vin-
sælt blað.
PEMBINA, N. D. 1. Jan, 1902.
Héðan flutti sig vestur að hafl.
til Ballaid, Wash,, herra M. Good-
mann, ásamt familíunni allri, 8
manns, einnig fór stúlkan Guðrún
Jóhannsdóttir vestur að hatt 1 sö.au
ferð.
LANDAUGLÝSING.
Hér með auglýsist að ég hef tölu-
vert mikið af góðum löndum til sölu,
bæði heil og i pörtum, sum alhreins-
uð sum hálfhreinsuð og sum óhreins-
uð, effir því sem kaupanda líkar
bezt. Á löndum þessum spretta ald-
ini og berjategundir í stórum stíl, og
á sumurn þeirra eru góð íveruhús
ásamt úthýsum. Flest af þeim
hggja að sjó fram, eða þá með fram
ánni og fljótinu, sera fult er af sií-
ungi og laxi, og annari veiði, Menn
ættu að leita sér upplýsinga hjá mér
áður en þeir kaupa hús og 'lóðir ann-
arstaðar hér vestur frs. Loftslag er
héi óviðjasnanlegt, eins og allir
vita, og ekki þarf að óttast frostin.
H. HANSSON.
P. O. Box 3
Blaine Wash U. S.