Heimskringla


Heimskringla - 27.03.1902, Qupperneq 1

Heimskringla - 27.03.1902, Qupperneq 1
J K-ATTPT^ ^ J J Heimskringlu. J J pnpm^ ^ J j Heimskringlu. J XVI. ÁR WINNIPEG, MANIT0I3A 27. MARZ 1902. Nr. 24. I HÚRRA fyrir VÍNBANNSLÖGIN. Greiðið atkvæði með vínbannslögunum 2. Apríl nœstkomandi. Ef þér elskið börnin yðar, þá greiðið atkv. með vínbannslögunum. Ef þér elskið veika meðbræður, þá greiðið atkv. með vínbannslög- unum. Ef þér elskið fósturland yðar? þá greiðið atkvæði með vínbanns- lögunum. Munið eftir kosningadeginum. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Englendingur að nafni C. A. Pearson hefir hoðið Santos Dumont .£4000 til þess að sigla & loftfari sínu fr4 London til Birmingham, lOO mílur vegar. Dumont heflr þegið hoðið með því móti, að þetta fé sé veitt sem verðlaun fyrir hvern þann sem fari ferðina á stytstum tíma, og að öllum þjóðum sé boðið að keppa um verðlaunin. Sjálfur kveðst hann muni keppa um sjóðinn. Púðurkfitur & 3. lofti í járnvöru húð I Brampton, Ont., sprakk á mánu daginn í fyrri viku. Húsið skemdist nokkuð og einn maður særðist hættu lega og tapar líklega lífl sínu. Járn- og stálgerðarfélögin, og einnig kolatekjufélögin í Rússlandi, hafa beðið stjórnina um leyfl til að mega mynda einokun í landinu. Þau biðja og um tollhækkun á akur- yrkjuverkfærum. Jarðskjálfti varð iþorpi einu í Rússlandi í fyrri viku og eyðilagði flest hús í þorpinu. • 12000 manna eru þar heimilisviltar. Dominion Alliance félagið hefir lagt beiðni fyrir Ottawastjórnina um að banna atkvæðagreiðslu hér f fylkinu um vínbannsmálið. Mr. Puttee, þingmaður fyrir Winnipeg, fylgir Dominion Alliance í þessu máli. Axlabandaverkstæðis-eigendur í Ottawa eru um þessar mundir í Otta- wa, til þess að biðja stjórnina að hækka verndartollinn á vörum sín- um. Tollheimta Dominion stjórnar- innar á síðastl. 8 mánuðum nam 20| millíón dollars. Sfðustu manntalssk/rsiur frá Indlandi telja mannfjöldann þar að vera 294,200,701. Síðustu manntalsskýrslur Otta- ■wastjórnarinnar telja tölu Islend- inga í Manitoba að vera 8,271 og 304 í Alberta og 388 f Assiniboia. Alls 8,903. Eftir þessum skýrsl- um að dæma inunu börn fædd af ísl. fcreldruin ekki vera talin Is- lendingar, heldur Canadamenn. Ótaldir eru og allir þeir, sem eru í British Columbia. Það mun vera nærri að 10,000 íslands fæddir Is- lendingar séu í Vestur-Canada. Rússar gerast ágengir 1 Man- churia og hefir þ egur lent í slag með þeim og lýðnum. Japan er í óða önn að búa [sig móti Rússum og treysta þeir á hjálp Breta, ef svo skyldi fara að Japanmenn og Rússum lenti saman og Bretar taki hlið með japönum, þá er hætt við að aðrar Evrópuþjóðir skerist f leikinn og verður þá alheims blóð- bað. Þeir Schalkburger, Reitz, Mayer og Krogh, foringjar Búa- liðsins, komu til Pretoria á laugar- daginn var til þess að finna Lord Kitchener að máli. Margir telja vfst að nú séu þeir að leita sátta við brezka hershöfðingjann. Enn þá er þó ekkert opinbert f þvf efni. Sir Laurier lagði fram skýrslu í Ottawaþingínu þann 18. þ. m., sem sýndi að ríkisstjómin hefir á sfðastl. 10 árum, frá 1891—1901 varið $2,300,173 til þess að styrkja innflutninga til Canada. A þess- um 10 árum hafði stjómin 87 um- boðsmenn á Bretlandi og Irlandí, 34 i öðrum Evrópulöndum og 211 í Bandaríkjunum. Innflytjendur á þessum 10 ámm voru als 307,327 og kostaði því hver innflytjandi stjórnina eða ríkissjóðinn $74,00.|' Blaðið Pall Mall Gazette f Lundunum aðvarar brezku stjórn- ina alvarlega um að bæla uppreist- aranda írsku þjóðarinnar. Blaðið segir upphlaups samtökin á Irlandi vera svo mikil að til vandræða horfi ef ei sé aðgert í tíma. 504 menn gengu f Foresters- félagið á einu kveldi í Torontoborg þann 18. Febr. síðastl. Þúsund Mormónar frá Utah ætla að setjast að í vesturhluta Canada á þessu ári. Hvers vegna kjósendur eiga að greiða atkvæði um vínbannslögin: 1. Málsvarar þeirra í þinginu biðja þá að skera úr þessu máli með atkvæðum. Það á því að gefa beint og ákveðið svar, svo að enginn efi þurfl að vera á þjóðviljanum í þessu máli. 2. Með framkvæmd laganna verður drykkjustofum lokað og vin- veitingar afnumdar. Bannir bind- indismenn. óska að koma þessu í verk og ætla að greiða atkvæði sam- kvæmt því. Að greiða ekki atkvæði er sama sem að leggja vínsölum lið. 3. Bindindismenn hafa aldrei fyr haft jafngott tækifæri til þess að koma óskum sfnum í framkvæmd, með því að greiða atkvæði gefst þeim kostur á að fá vínbannslög í fylkinu. Með því að greiða ekki at kvæði eru þeir að eyðileggja afl sitt með því eru þeir að fyrirfara því af- kvæmi sem þeir hafa um margra ára tímabil unnið að að koma upp. 4 Ef lögin verða nú feld, þá bera þeir vínbannsmenn algerða á- byrgð á því, sem nú neita að greiða atkvæði. Þeir hafa jafnan haldið því fram, að bindindismenn væru í meiri hluta. Ef sá meiri hluti kem- ur nú ekki í Ijós, þá er það af því, að þeir fylgja ekki stefnu sinni með atkvæðum sínum. Þessi lög hafa verið samin og samþykt af vín^nns- mönnum. Þeir eru þeim samþykkir og óska að þau nái lagagildi. Að halda sér nú frá kosningaborðinu, er sama sem að myrða eigin af- kvæmi sitt. 5. Að greiða atkvæði með lögun- um getur ekki verið skaðlegt að neinu leyti. En að vanrækja að greiða það, getur orðið til þess, að hrynda bindindismálinu aftur á bak um margra ára tíma. 6. Þeir sem ekki greiða atkvæði með lögunum, eru að hjálpa vínsöl- unum í starfi þeirra. Sá sem ekki er með vínbannslögunu.n 1 þessari atkvæðagreiðslu, liann er á móti þeim. Komið því og greiðið at kvæði með lögunum. Síggi í kútnum ! Heyrðu, kandídat góður! Ég hefl áður yflr lýst því í Hkr. þann 6. þ. m., að þú færir með ósannindi, viðvíkjandi samtali okkar, sem þú birtir í Dagskrá þa::n 19. þ. m. og ég endurtek það hér. Ég hefi aldrei talað þessi orð við þig, eða neit því líkt. Þú getur þess í siðasta númeri Dagskrár, að þú getir snúið þér til séra Bjarna til þess að bera þér vitni í þessu máli, þrátt fyrir það þó þú sórt áður búinn að geta þess í blaði þínu, að hvorki séra Bjarni né nokk- ur annar hafiheyrt á samtal okkar. —Jæja, gott og vel, kandidat góð- ur. Fá þú séra Bjarna til að lýsa því yflr. að þú farir með rétt mál, getir þú ekki gert það, vona ég að almenningur sjái hvar þú ert kom- ínn. Annars er það ekki til neins fyrir iitstjóra Dagskrár, að fara að teljafólkinu hér trú um það, að mað nr sem varð að flýja föðurland sitt (gamla ísland) fyrir lýgi og slúðnr, sem hann kastaði þar á menn í ræð- um og ritum, sé nú orðinn að dánn- manni í því landi, sem eítir ritstjór- ans eigin sögusögn er fult af heimsk ingjum og allskyns óþjóðalýð. Þú gortaðir af því (ekki alls fyr ir löngu), að Dagskrá hefði komið ýmsu góðu til leiðar í Tjaldbúðar- söfnuði. Ég neitaði þessu í Hkr, 6. þ. m. Það sýndi fram á hið gagnstæða með góðum ástæðum, enda kemnr þér ekki til hugar að hrekja orð mín. Ég vil leyía mór að endurtaka það hér. Allur sletu- skapur Dagskrár yiðvíkjandi Tjald- búðarsöfnnði, hefir ætíð haft ilt eitt í för með sér. Það er annars miklu nær fyrir ritstjóra Dagskrár að þegja, heldur en fara með bull og ó- sannindi um þau mál, sem honum koma ekkert við, og detta svo tvö- faldur í kútinn, eins og Tuddi í skyrsáinn forðum. Ekki kemur mér'til hugar, kandi- dat góður, að brigsla þér um fátækt, ekki heldur ætlast ég til að þú farir að gerast aftasta hárið í neinni stjórn arrófu; en hitt skaltu vita, að mér stendur gersamlega á sama í hvaða mynd þú bregður þér. Ég er reiðu- búinn hvenær sem vera skal að hleypa vindinum úr slíkum kerling- areldi sem þér. Winnipeg, 25. Marz 1902. M. Mabkusson. Herra ritstj. Viltu svo vel gera og Ijá eftir- fylgjandi línum rúm í blaði þinu. Landauglýsing sú, sem ég birtií blaðinu, heflr haft þau áhríf, að bréfum hefir rignt yfir mig úr flest- um bygðum íslendinga austan fjalla og vestan, og allir hafa óskað eftir upplýsingum viðvikjandi ‘farmiug* 1 2 3 hér og fleira, og býzt ég við mesta fjölda inn í þetta farsæla hérað á næstkomandi vori, sem er býsna heppilegur tími fyrir fólkið að flytja stg búferlum, þar farbréf með öllum aðalbrautum að austan hafa nú þeg- ar lækkað til muna. En vegna þess að gripir eru hér mjög arðber- andi, þá vil ég aðvara alla þá sem eiga gripi til muna, að komast eftir hjá járnbrautafélögum hvað kosta muni flutningur á þeim vesturpeink um ef þeir geta ekki íengið gott verð fyrir gripi sína eystra. Hér er hátt verð, einkum á kúm, sem mjólka, ekki að hugsá að fá þær undir $50 og þar yflr, og alls ekki, ef eftir spurn er mikil. Bændur fá hér fyrir pundið af smjörinu í rjómanum 25 cents—sótt heim til þeirra. Verð á kjöti 'uá markaði 8c. Hross, allgóð, fást ekki undir $50 hvert.upp í $120 einkum ef sótt er eftir þeim. Fé er hér í háu verði—$4 til $6 og yfir það. Hér er hátt verð á öllu- sem bændur hafa, enda eru þeir í mikl- um uppgangi, (lönd hækka á næst- komandi ári í verði til muna, enda er hægt að hafa mikið upp úr þeim, séu þau unnin og hirt vel. Mörg dæmi sýna að af 1 ekru er hægt að fá fleiri hundruð dollara virði í kart- öflum og fleiru, enn sem komið er má kaupa ekru fyrir $12^ upp til $50, eftir verkum á henni og af- stöðu í stöku tilfellum ofar og neðar. Nú er tækifæri, kæru landar. Allir lysthafendur velkomnir. Landið bíður eftir ábúendum til að framleiða gullið. Blaine, Wash., 20. Marz 1902. H. Hansson. THE NEW YORK LIFE Fyrir 10 árum voru árlegar inntektir félagsins yfir $30 millionir. 10 árum sfðar, eða 1901, voru árlegar inntektir orðnar $70 mill. Fyrir 10 árum voru gíldandi lffsábyrgðir $575 millionir. Við siðustu áramót voru þær orðnar $1,360 mil. Fyrir 10 árum voru allar eignir félagsins metnar $125 millionir. Viðsiðustu áramót voru þær orðnar yfir $290 millionir. Fyrir lOárumborgaði félagið skírteinahöfum, árlegayfir$llj mill. Á síðasta ári borgaði og lánaði það til skírteinahafa $34J million. Við síðustu áramót var New York Life félagið starfandi í hvoH- stjórnbundnu ríki f heiminum, og hafði stærra starfsvið f flestum rikjum, heldur en nokkur önnur samkynja félög, útlend eða þarlend. Öll ábyrgðarskirteini þessa félags eru ómótmælanleg strax frá út- gáfudegi þeirra. J. tí, Morgan, raðsmabub, 2. 3. 4. Chr. Olafsson, islenzkur agent. wi f«nui ivAuniUAtfulvi Grain Exchange, Winnii,eg. ég honum í þeim atriðum samþykkur fyrir þann tíma ég hefi dvalið hér sem gestur, og hygg ég það vera eitt af aðaleg- leikum nýlendubúa þessara, mannúð og gestrisni, miklu meir og almennara en ég hefi áð'ur van- ist. En á því vel ég fræða höf- und greinarinnar að menn hér eru ekki síður ánægður með komu þeirra félaga hingað og starf þeirra meðan þeir dvöldu hér í dalnum og mátti herra Leifur eins vel setja yflr grein sína þau gömlu og alkunnu orð Cæsars “Veni vidi víci“ (ég kom ég sá ég sigraði). En þeír náða nálega öllum lönd- um í bygðinni, sem á annað botð gátu uppfylt skilyrðin inn í sitt góða félag og eru nú félagsmenn mjög ánægðir með sjálfa sig og ástand sitt innan stúkunnar, engu síður en Njáll gamli, Hallur af Sfðu og Gestur Oddleifsson eptir að Þangbrandur prestur hafði opin- berað þeim höfuðatriði kristindóms- ins, enda má vel Hkja hr. Leif við Ólaf Tryggvason þar starf þeirra miðaði í líka átt með viss- um skilyrðum; undirstaðan sú sama, sem sé, kærieikurinn, því það mun tíðara er félög eða fyrir- tæki er um að ræða að þau eru stofnuð af einhverjum eigingjörnum hvötum en hér ekki þann veg að skylja. Nokkrum dögum á undan sér sendi hr. Leifur einn hinn trú- asta og samvizkusamasta, semverka mann sinn hr. S. H. Hjaltalín sem frammkvæmdi erindi sitt með mesta áhuga og prúðmensku enda varð fillilega er bjó aðSandbrekku, isöma sveit, og Sigríður ’Sigurðardóttir frá Vatnsdals- gerði í Vopnafirði og var hún í ruóður- ætt komin frá [séra Sigurði Jónssyni í Presthólum, sem or!i Hugvekjusálma, en móðir Björns var Ingibjörg Árna- dóttir Einarssonar, er bjó i Jórvik í Hjaltastaðaþinghá, og Sigurveiga’- Jóns dóttur prests Brynjólíssonar að Hjalta- stað, en móðir séra Jóns var dóttir Hans Wiium sýslumanns. Björn sál. ólst upp hjá foreldrum sinum þar tilhann byrjaði búskap og flutti um vorið 1862 að Ytri-Hlíð í Vopnafirði. gifti sig þá ungfrú Her- borgu :Jónsdóttir Sigurðssonar frá Grímsstöðum á Fjöllum i Þingeyjars, Móðir Herborgar var Björg Jónsdóttir frá Skjaltingsstöðum í Vopnatírði og Bjargar Sigurðardóttir. er var systir ömmu Björns. Þau hjón Björn og Ingibjörg áttu 4 börn, 1 son, sem dó nýfæddur, og 3 dætur, er allar lifa, Ingibjörg, gift Pétri Guðmundssyni frá Hóli á Tjör- nesi, nú bóndi i Nýja íslandi; Björg, gift Hernit Kristóferssyni bónda í Ar- gyle, og Sigríður, gift Sigurjóni Snædal tilheimilisí Winnipeg. Einnigólu þau upp 3 syni Finnboga heitins bróður Björns, og heita þeir Björn, Ólafur og Hermann. Lærðu[2þeir fyrnefndu á Möðruvallaskólanum og útskriíuouat þaðan með bezta vitnisburði, og eru nú giftir og búandi í Vopnafirði, Hermaiin sigldi til Kaupmannahafnar og lærði þar handve k. í 19. tölublaði Heimskringlu stóð grein með yfirskriftinni“Vestur í Mouse River-dal‘ eptir J.V. Leif, Mountain. Herra Iieifur skýrir frá för sinni og þeirra fóstbræðra hing að vestur og veru þeirra hér dalnum og fer hann lollegum orðum um nýlendu. þessa og íbúa hinnar, kveður hann þá hafa sýnt sér alúð og gestrisni og eíast ég ekki um að svo hafi verið, og er honum mjög vel ágeingt mildu öl,u Ifyti). ° lum siðan. betur en Þangbrandi forðum, enda ‘ var maðurinn betur tilfenginn, hr, Leifur á mjög miklar þakkir skil- ið fyrir dugnað sinn og árvekni þarfir A. O. U. W. félagsins og Þau Björn og Herborg bjugeu í Ytri- Hlíð þar til árið 1880 að þau fluttu bú- ferlum að Haga í sömu svett; . þar bjuggu þau þar til árið 1886 að Björn fekk slag og varð máttlaus í hægri hlið; fekk þó nokkurn mátt aftur, en varð þó aldrei fær til vinnu og gekk jafnan við hækiu eftir það. Þá brá hann búi og flutti að Hrappsstöðum í sötuu sveit í húsmensku til hjónanna Jóhannesar Einarssonar og Þóru. Árið 1890 fekk hann aftur slag og lá þá mjög lengi rúmfastur; komst þó enn áflakk, svo hsnn gat gengið við hækju húsa á milli. Árið 1892 fluttust, þau hjón til Araeríka tiJ Ingibjargar dóttur sinnar, sem mun hafa sent þeimfargjald, að mestu eða og voru þau hjón hjá hon- í hljóta afleiðingarnar að verða góð- ar í frammtíðinni og farsælar, og þá mætti vel segja hið sama, sem Eysteinn Noregskonungnr Magnús- son sagði forðum við Sigurð Jór- salafara bróðir sinn, er hann hafði tekið upp öll störf sín og framm kvæmdir meðan Sigurður var suð- ur í iöndum þá mnnu þeir menn minnast þess, sem þeir njóta að Eysteinn hefur verið konungur að Noregi. Evl. 27. Febr. 1902.S. S. J. B. DANARFREGN. Þann 20. Des. síðastl. andaðist húsi tengdasonar síns Péturs Guð- mundssonar í Gimlisveit, Björn Björns son, f. 6. Júni 1829 að Hrollaugsstöð- um i Hjaltastaðaþinghá, y[,-Múlasýslu. 2 systkini hans eru á lifi: JÓn. sem nú er hjá Birni syni sínum i Roseu-uýl.. Minn., Sigríður ekkja Þórarins heitins Finnbogasonar, nú i Glenboro, Man.— Faðir þeirra Björn Olafsson Rafnssonar BjÖrn sál. var vel greindur og sjálf- stæður i skoðunum sfnum Hann var mjög mótfallinn kyrkjn kreddum og prestavillum. en svo bókhneigður og námfús. að hann ft sjötugsaldri. þegar hann kom til Ameriku með laraaða heilsu, fór að gefa sig við ensku. og tókstþaðsvo, að hann bæði gat lesið enskar sögur oir blöð sér til dægrast.ytt- ngar, þar ttl árið 1899. að hann misti sjónina. og þar með þá einu skemtun er hann hafði af lífinu frá því heilsan bil- aði. og haustið 1900 lagðist hann alger- leea í rúmið, þar til hann sálaðist 20. Des. 1901, einsog áður er sagt.. Sjúkdóm sinn bar hann með mesta þreki og tók dauða sinum með ró. í höndum sinnar ástríkn konu og dóttur, sem báðar höfðu auðsýnt honum ást og umönnun í hans veikindum, sem í þeirra valdi 3tóð. Skrifað i Febrúar 1902. Benedikt Sigurðsson. (Lögberg er vinsamlega beðið aðtaka þettaupp). Kennari getnr fengið stöðu við Swan Creek skóla frá 1. Maí til 1, Nóvember 1902. Verður að hafa 2. or 3rd class certificate.—Lysthaf- ar snúi sér hið fyrsta til undirritaðs. og skýri frá reynslu sinni yið barna- kenslu, og tilgreini kaupgjald er þeir æskja.—Tilboð verða að vera komin fyrir 1. Apríl 1902 til Helga Oddsonar. Sec. Treas. Cold Springs. Man.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.