Heimskringla - 27.03.1902, Page 2

Heimskringla - 27.03.1902, Page 2
HEIMSKRINGLA 27. MARZ 1902. Heimskringla. PUBLISHBD BY The Heimskriagla News & Pablishiag Go. Verð blaðsins í CanadaogBandar. íl.50 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) (1.00, Peningar sendist í P. 0. Money Order Registered Letter nða Express Mouey Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aSðllum. B. h. Baldwlnson, Kditor & Manager. Office : 219 McDermot Street. P O. BOX ia»». Greenway gleymdur. Það hefir ekki farið fram hjá lesendum hlaðstns, að Lögberg hefir ekki í ár, eins og að undanförnu, prentað þingræður Greenways, sem þ er formaður Liheralflokksins í Manitoha. En í stað þess hefir blað ið prentað ræðu Mr. Myers frá Min- nedosa um fjármálin. En satt að segja er lítið & þeirri ræðu að græða, fermur en ððru er sá maður segir á þingi. Að eins skortir þar ekki staðhæfingar, en röksemdirnar hafa orðið eftir fvrir utan garð. Þær koma ekki í ljós í ræðunni. Hann sagði meðal annars, að landþurkun- ar skuldabréf fylkisins hefðu selzt með 11 centa hagnaði undir Creen- waystjórninni. en að eins með 4ic. hagnaði undir núverandi stjórn. En hann lét þess ógetið, að ástæðan fyr- ir þessu var sú, að á þeim tíma sem Greenway seldi þau skuldahréf, þá var álitið að fylkið stæði fjárhags- lega vel. En við rannsókn þá sem fram fór eftir að stjórnin féll, þá komust auðmenn áð þeim sannleika að fjárhagurinn var alt annað en glæsilegur. [Greenway hafði með ráðsmensku sinni svo lamað láns- traust fylkisins, að peningamenn vildu helzt ekkert við það eiga, og neituðu að kaupa skuldafréf þess sama verði og áður, þar til sýnt væri að fjárhagur fylkisins væri kominn í viðunanlegt horf. Það er því ekki núverandi stjórn að kenna þó búið væri að lama svo fjárhaginn að láns- traust fylkisins væri nálega tapað þegar hún kom að völdum. Önnur staðhæfing Mr. Myers er sú að fjármála ráðgiafi Greenway- sti'órnarinnar hafi sýnt árlegan tekju afgang meðan stjórn hans var við völdin. En sannleikurinn er, að hann sýndi árlegan tekjuhalla, Eins og allir geta séð, þar sem hann var búinn að binda fylkið yflr 2| millíón dollara skuld á 12 árum, ð ótöldum þeim $250,000 tekjuhalia sem hann hann skildi við þegar sfjórnin féll og sem fylkið verður nú árlega að borga vexti af, svo svarar hundrað þúsund dollars á ári. Þessi uppbæð er sá arfur, sem Greenwaystfórnin skildi fylkinu eftir, og sem varir svo lengi, sem skuldirnar eru óborgað- ar. Að Mr. Myers skyldi gera svona staðhæfingu þveröfuga við kallan sögulegan sannleika, sýnir Ijósara en alt annað, hve algerlega jblygðunar- laust hann rangfærir sögulega við- burði, til þess að afvega leiða fá- fróða kjósendur. £n í þessu grunar oss að ástæðan liggi 'til þess að Lög- berg birti ræðu hans frekar en ræð- ur Greenways. Því Greenway sjált- um hefði ekki dottið í hug að gera slíkar staðhæfingar, þar sem allir fylkisreikningar liðinna ára bera Ijóst með sér árlegan tekjuhalla. Þriðja og fjórða staðhæfing Mr. Myers eru um skóla- og opin- berra verka borganir, sem hann seg- ir að ekki hafi verlð fullnaðar borg- un til órsloka. En hann lét þess ó- getið, að allir þeir reikningar, sem ekki eru komnir inn til stjórnarinn- ar þann 4. Janúar ár hvert eru samkvæmt lögum taldir tilheyrandi næsta fjárhagsári. Þetta er sama regla og hin stjórnin fylgdi, að telja ekki skuld við árslok, annað en það sem búið var að gera stjórn. reikning fyrirþann 4. Janúar.Ekki heldur gat hann þess. að þegar Greenway fór frá völdum við eDda ársins 1899, !þá eyddi hann öllum fyrir fyrra árs helmingaf ríkistillaginu fyrir 1900, er hann fékk 4. Janúar, til þess að borga með því skuldir liðna ársins (1899). En nú við síðastl. nýár voru slíkar tekjur óhreifðar- En þetta atriði gerir svo stórt stryk f reikn- inginn, og þess vegna hljóp Mr. Myers fram hjá því. Næst játar Mr. Myers að Green- way hafi bakað fylkinu 24 millíón dollars skuldabyrði, en segir því hafi verið varið til járnbrauta o. s. frv. En þessi staðhæfing dregur dá lítið úr hinni fyrri um árlegan tekju- afgang, Hann segir að $900,000 hafi verið borgað til N. P. félagsins fyrir járnbrautabyggingar í fylkinu. En hann gat þess ekki, að Roblin- stjórnin ,hefir náð umráðum á far- og flutningsgjöldum með öllum þess- um brautum og á öðrum brautum, sem als nema um 1200 mílur, án þess að það kosti fylkið nokkur fjár- útlát. Eu þetta gat Greenway aldr- ei gert með sinni $900,000 gjöf til félagsins. Um samninga Greenways við Man, og N. W.félagið hefði Myers ekki átt að minnast- Enda gat hann það ekki á annan hátt en þann, að játa að hver ekra lands , hefði hækk- áðum $1,25 á síðastl. ári, einmitt á sama árinu, sem Roblinstjórnin gerði sína frægu járnbrautarsamninga við C. N. félagið, og sem bein afleiðing af þeim samningum. Það er ekki vanspilun Greenways að þakka að fylkið tapar ekki á þeim landkaup- um, sem hann gerði við M.|& N. W,félagið, heldur er það beinlínis að þakka forsjá og stjórnvizku Rob- Iins og ráðgjafa hans. Mr- Myers og Lögberg geta huggað sig við það að lúkning skuldariunar fyrir þessi lönd verður gerð í gjalddaga með tekjum af seldum löndum, en ekki meðauka láni.eins og Greenway hefði orðið að gera, ef hann hefði setið við völdin. Það er satt í ræðu Myers að flutningsgjald lækkaði talsvert hér í fylkinu á stjórnarárum hans, ekki eins mikið og mátti og átt hefði að vera, eins oglíka sýndi sig þegar Roblin kom til sögunnar. Sú við- bára Liberala, að Roblinstjórnin hafi flæmt N. P. félagið út úr fylkiuu, er eins hlægileg eins eg hún er heimk- leg. Það er ekki félagið, heldur starfsáhöld þess, sem kemnr fylkis- búum að notum. Það munar minstu hvort hann heitir Pétur eða Páll.sem á brautirnar. Sannleikurinn er sá, að brautin er énn þá i sama stað, sem hún áður var, hefir [ekki hagg- ast eitt hænnfet óg öll áböld, sem N. P. fél. átti hér í fylkinu, tilbeyr- andi brautum þess hér, er enn þá starfandi í fylkinu, og með svo miklu fjöri, að N. p. félagið vann vann aldrei á nokkru einu ári eins mikið með brautumsínum hér, eins og gert var á síðastl. ári eftir að C. N. félagið tók við stjóm þess. Það sem Mr. Myers segir um samning- ana við McDonald félagið, er að eins hálfgerður sannleiki. Roblinstjóm- in kaus heldur að veita ábyrgðar- skýrteíni fylkisins til brautalagn- inga I þessu ríki, en 'að hætta því fyrir braut, sem lá f útlendu ríki, og sem engin tryggfng var fyrir að þessi fylkisstjörn hefði framvegis getað haft nokkurt tangarhald á. Enda er Myers eini maðurinn í þing inu, sem reyndi að halda þeim samningum fram sem heppilegum fyrir Manitobafylki. Maður sem getur fengið sig til þess að segja, að búið sé að gera þjóðina að járabraut- areign, blæðir ekkí í augum að sega hvað annað, sem í hugann kemur, hvort sem það er vit eða vitleysa, sannleikur eða hltt. Mr. Myers er einn af þeim mönnum og þess vegna er það að Lögberg hefir kosið að birta ræða hans frekar en annara, er ræddu um það m&l. Mr, Myers gat þess að stjórnar kostnaðurinn hefði aukist undir nú- verandi stjórn, og er það satt. Því var aldrei lofað að stjórnarútgjöld- in skyldu standa í stað um aldur og æfi, beldur því, (að koma jafnvægi á milli útgjalda og inntekta. Rob- linstjórnin hefir stórum aukið inn- tektir fylkisins síðan hún .kom til valda, og þess vegna hefir henni, þrátt fyrir mikinn stjórnarkostnað, tekist að breyta fylkisfjárhagnum svo, að hún sýnir nú tekjuafgang i stað þess að Greenwaystjórnin neyddist til þess að sýna tekjuhalla nálega á hverju ári, þrátt fyrir að hún steypti fylkinu í skuldasúpu, er nú kostar það árlega yfir hundrað þúsund dollars í vaxtagreiðslu. Fjármálaræða Mr, Fieldings í Ottawa-þinginu sýnir viðvarandi velmegun ríkisins, Inntektir stjórn arinnar voru á Síðasil, fjárhagsári $52-514,701, eða nokkru meira en næsta ár á undan, Verndartollar á innfluttum vörum jukust um $51,136 Innanlandstekjutollar jukust um $450’190, póstmáladeildar inntektir jukust um $439,479, og ýmsir aðrir tekjuliðir jukust um $178,895 og inntektir frá Dominionlöndum juk- ust um $129,295; markverðastur var tekjuaukinn af vínum og tóbaki, af víni varhann alls $426,026 ogjaf tó- baki $87,778. Inntektir þóstmála- deildarinnar voru $3441,504, en út- gjöldin $4,939,446, er sýnir tap á árinu svo nemur $489,941. Inntekt ir frá járnbrautum ríkisins höfðu einnigaukist á síðastl. ári, en útgjöld in jukust meira svo að stjórnín stór- tapaði á brautunum, eins og sýnt er á öðram stað í blaðinu. Öll útgjöld ríkisins á síðastl. ári eru talin $52, 982,866. Þjóðskuldinni þokaði upp í $268,480,000, hefir aukist um $9, 892,570 á síðastl. 5 árum. Mr Fielding sagði að Laurierstjórnin hefðiaukið þjóðskuldina um $2,793, þús. á ári að jafnaði síðan hún kom að völdum. Hann gat þess einnig að fyrir 5 árum þegar stjórnin kom til valda, hefði hann selt ríkisskulda bréf, sem báru að eins 2| per cent interest. En hann kvaðst nú ekki búaat við að geta fengið lán með minna en 3J per cent árlegum vöxt- um. — Margt annað fróðlegt var í ræðu ráðgjafans, en það sem hér er sett nægir til [að |sýna að Laurier- stjórnin hefir aukið þjóðskuldina á 5 áram taísvert á tfundu millíón doll- ars og eyðilagt lánstraust rfkisins svo það verður nú að jborga talsvert hærri vexti af nýjum Jántökum held- ur en átti sér stað fyrir 5 árum; aukið tollbyrði þjóðarinnar um nokkrar millíónir dollara á ári og hækkað árlega ríkisútgjöld, þar til nú að það er búist við að útgjöld næsta árs nemialls um $65 míllfónir. Meðal tollur á brezkum vörum var á síðasta ári 24.75 per cents, en á vör- um frá Bandarikjunum 24,83 per cent, svo að verzlunarhlunndin við Breta eru ekki meiri en svo að verzl- un þeirra við Canada á síðastl. ári var um 2 millfónir dollars minni en árið á undan. V E S T R I,—hið nýja blað Is- firðinga hefir borist oss hingað vest- ur og er það myndarlega úr garði gert. Pappfr 0g frágangur er góð- ur. Efnið margbreyttog fræðandi og stefnan eindregin með h e i m a- stjórn í landsmálum.— Blaðið er vel ritað, skýrt og skorinort og rökfær- andi í umræðum um pólitík og önnur málefni,—kostar hér í landi $1.50. . Vor fyrir dyrum. Vorsins vörmu-spor um Varpann sjást, í snjónum Þýðu-eyður auðar Út’ á velli grónum. Dfs —á armi asans— Yfir klif og skriður, Heitfætt, hjamgólf sveitar Hefir dansað niður. Lækjar-strengur leikur Laus um bjarka-salinn. Hörpu sína liarpa Hefir spent um dalinu. Flöt við þökin þýtur Þýðan blíða eður Skoprar inn um opinn Úti-glugg— og kveður. Þánar ós í ána ís úr vör—og storðin. Sjáðu’. að ljósi’ og ljóðum Loft og jörð er orðin! Öll er alsett gullrún Opna dalsins hvfta, Kliðuð geisla-kvæði Hvert sem augun líta. Tungu-taks og vængja Tjóður leysir vorið. Hug og fót um hagann Heldur léttist sporið— Svffa arnfleygt yfir, Auðn og vetrar-grámann Æska mín og óskir LTpp f fjalla-blámann. Vinur vors, er mínir Vængir fenna síðast— Þeim á loft ei lyfta Loftar vor-kveld blfðast— Hver mun þá, er þegjum, -—Það er sem ég spyr um— Kveða’ f vísu við þig; Vor er fyrir dyrum? Stephan G. Stephanson. Fáein orðum vínbannsmálið. Atkvæðagreiðslan um vínsölu- bannsmálið í Manitoba, sem fram á að fara 2. Apríl næstk. er nú efst á dagskrá á meðal manna þessa daga. Eíd8 og • eðlílegt eru koma fram ýmsar skoðanir og raddir um þetta mál, og tæplega mun vera mögu- legt að finna meiri og óviðurkvæmi • legri glundroða í nokkru alsherjar- máli en þessu svonefnda vínsölu- bannsmáli. Bindindismenn eru að minsta kosti þrískiftir, en vínsölu- menn eru allir á sama máli, en fólk- ið, l>m stendur á milli þessara flokka er í óendanlega mörgum brotum. ullega vakir samt efst á meðal þess flokks, pólitiskur flokkadráttur, og kjörkaup vínfanga. Sé mál þetta skoðað frá sjálfstæðislegu sjónar- miði nú á tíð, er ekki um auðugan garð að gresja.og er slíkt átakanlegt: Að míuu áliti stendur það þannig. Mál þetta er mál, sem snertir hvorn einn og einasta íbúa þessa fylkis, ekki einasta nú, heldur og um komandi tíma. Málið er bæði sið- ferðismálefni og fjármála-málefni, fyrir alda og óborna. Þar næst er málið allsherjar mál, þ. e.: Það varðar jafnt konur tsem karla, í hvaða stöðu og á hvaða tíma sem þau ’eru í. Mál þetta er líka póli- tiskt mál, það er komið á dagskrá stjórnanna f Candada, og þær verða að hafa forsjá með þvf á löggjafar- valdshliðina. Þvi heflr verið neytt inn á stefnuskrá þeirra at bindindis- mönnum, ’og þeim sem álfta að lög- gjafarvaldið þurfi að stemma stigu fyrir skaðlegri ofdrykkju, Og þar eð málið er komið inn á starfsvið löggjafarvaldsins, þá verða sfjórn- irnar að aðhafast eitthvað í þessu máli. Og það einasta eina, sem stjórnin hér getur gert, erað komast eftir hver vilji fjöldans er, eða þjóð- viljinn í þessu máli. Til ,þess þarf stjórnin að láta atkyæðisbæra menn sýna vilja sinn í málinu,—láta fólkið greiða almenn atkvæði um málið. Stjómir eru að eins umboðsmenn almenningsviljans, og þegar þeim sýnist þörf á að almenningsviljinn sé fenginn í einu og öðru máli, þá hafa þær fylsta stjórnarskrárlegt vald til að heimta það og eru allir borgarar þegnskyldir að greiða at- kvæði, alyeg eins og meðlimir eins félagsskapar eru skyldir að sækja fund 0g greiða atkvæði um mál þau sem félagið varðar þegar fólags- stjórnin heimtar vilja þeirra og álit um mikilsvarðandi félagsmál. Það þarf því engum blöðum að fletta um það, nema blöðum heimskingjanna eða tveggjahanda járna í félagslífinu, að stjórnin í Manitoba hefir fult valdtil að heimta atkvæði almenn- ings f vfnsölubannsmálinn, og hún fer eins rétt að því og nokkur stjórn getur, hvernig svo sem unnið hefir verið i málinu og unnið verður. Vínsölubannsmálið verður að úr- skurðast eins og það s t e n d u r núá dagskránni, en ekki eftir því hvernig með það hetir ver- ið farið, svo framarlega að almenn- ingur vilji fá endilega niðurstöðu í þvf. Og hvað er svo? Því eru bind- indindismenn svona á ‘tvist og bast‘ í málinu? það er eitthvert hið uudra- verðasta ‘phenomen1, sem komið hef- ir fyrir í sögu nokkhrs félagsskapar, sem erjafn öflugur og fjölmennur sem bindindismenn. Og ekki ein- asta frá félagsskapar sjónarmiði, heldur og einnig borgaralegu sjón- armiði og frá siðferðisástandi skoð- að, er hringlandi og greymenska sumra bindindismauna, hið stefnu- lausasta ástand, sem til er í nokkr- um félagsskap. Þeir bindindismenn sem neita að greiða atkvæði eru að óhlýðnast borgaralegum lögum og mannréttindum, og þar að auki að svfkja skuldbindingar síns eiginn félagsskapar, Hver sá borgari, sem neitar að lofa stjórn eða ríkisstjórn- um að vita almennings viljann í einu eða öðru máli, brýtur borgaralega skyldur, og þegnskyldu sfna. Sé neitun atkvæðagreiðslu bindindis manna |sprottin af því, að þeir séu undir áhrifum vínsala, eins og sumir halda fram, þá er það miklu verri sök, en hún verðskuldi umtal. Það er skaðlegt, ’að íbúar Mani- tobafylkis eru svona tvistraðir og stjórnlitlir í þessu máli, 0g þeir eru. Orsakirnar virðast vera þær, að af því að pólitisku flokkarnir berjast ekki upp á líf og dauða í þessu máli, þá hafi almenningur enga þekkingu, stefnu né vilja í eigin brjósti. Kjós endurnirséu skepnur, sem ^einhverj- ir verði að leiða á hornunum. Þetta er útkoman á sjálfstæðinu í tMani- toba. Þetta mál er þýðingarmeira en svo, að ósjálfstæðari hiuti kjósenda ætti að ráða því til lykta. Þessar eru aðslhliðar á máliuu: Komist vínbannslögin f gildi þá kosta þau lög fylkið $60,000 til $90,000 á ári, 0g eftir eitt eða fleiri ár verða þau að öllum líkiudum numin úr gildi, eftir afarkostnað af almenningsfé og einstaklings; þar að auki fylgir þeim fjandskapur og dauðlegt hatur manna á milli.— Hagnaðurinn sem fylxið hefir upp úr vfnbannslögun- um er sá, ef þau ná að standa um fleiri tugi ára, að sömu lög koma auðvitað, um alt Canada smátt 0g smátt. Og eftir tvo til þrjá manns- aidra verður engin vínnautn þekt á meðal manna, ef lögin standa stöð- ugt í gildi. Um þetta eiga kjósend- urnir að velja 2. apríl næstkomandi. K. A. B. Skóli njósnarans heitir nýtt rit eftir C. Eymundson D. O., að Tindastól í Alberta-hér- aðinu í N.W. T. Það er prentað í prentsmiðju Heimskringlu í sfðast liðnum mán. Formið er hið sama og á neðanmálssögum Hkr., rúmar 60 bls. í þéttsettu smáletri. Auðvitað jafnast rit þetta, að ytra frágangi, ekki við bœkur f>ær sem út era gefnar heima á Fróni, allflestar. En þó ber það af mörgu f>vf, sem í bókaformi hefir byrst hér vestan hafs. Stafvillur og brotna stafi má finna á stöku stað. Málið er tilgerðarlaust og miklu fremur of stutt f spuna, heldur en æði langlopað. Handritið hefir mislesist á örfáum stöðum, sem leiðrétt verður í línum þessum. Innihald rits þessa er f 8 köflum með þessum fyrirsögnum: Verksvið njósnarans, lífsliáski njósnarans, gættu þín, leyndardómur sálarinnar, lækning án meðala, gö ld r ó 11 u r læ k n- ir, ræktun sálaraflsins og guð f manni n'u m. Höfundarins, sem er ungu'r ís- lendingur (Norður-Þingeyingur), hefir víða verið getið í enskum blöðum og einnig í báðum fslenzku vikublöðunnm í Winnipeg, Dag- skrá og Heimskringlu. Hann er leyni-lögreglumaður og hefir lagt ákaflega mikla stund á dáleiðslu- frœði og ýmsar aðrar tilraunir og fjölkyngi, sem römustu galdra- mönnum var við brugðið fyrir, á fyrri dögum. En sá er munurinn, að herra Eymundson fer ekki eins fjandalega með Kölska greyið, plötupúka og aðra prestakunn- ingja, eins og t. d. Sæmundur fróði. Hann er ekki að láta djöfsa tetrið aka á völl í elli sinni eða svæla hann niðri í sauðarlegg. Nei, Eymundson beitir gáfum sfnum einungis til að lækna ýmsar manna meinsemdir og auglýsa fræði f>á, sem enginn íslendingur þekkir að nokkra ráði eða hefir reynt að hag- nýta sér. Mörgum mun Þykja ný- stárlegt að heyra frásögur hans, heilræði og hvernig hann leikur með liugar-afl sitt og apnara. Ég skrifa ekki r i t d ó m, sízt að svo stöddu, um bækling þenna. Til j>ess er hin helzta ástæða sú, að eigi ítarlega að vera dregnir fram kostir og lestir ritsmíðis, tek- ur málið upp alt of mikið rúm í smáu fréttablaði, sem annars inni- heldur vanalega als konar efni. Og svo era þá dómararnir um leið, að segja fólki alt sem f ritinu stend- ur. Lesendur ritdómanna, margir, láta sér f>að nægja og biðja svo ekki um ritið sjálft. Þetta er rang- læti gagnvart höfundinum—verra en botnlausar skammir. Enn fremur er eitt: Fjöldinn allur af þessum rembilegu ritdómum er eintómt fimbulfamb. bara gert til þess, að l,slá um sig” og látast standa öðrum hærra. Hver og einn kaupandi og lesandi rita, ætti að venja sig á að meta gildi þeirra. Nýjasta stefnan heimtar það. Al- f>ýða getur fullvel verið án allra “busa” og skóla-stútunga f fæssum efnuin. Það er annars dálftið broslegt, þegar einn og annar “Hreykinu” fer að gera f>að að stöðugri reglu, að masa og mása um sérhverja nýja útgáfu, einungis f þeim til- gangi, að venja sfna eigin skoð- un (?) inn í höfuð almennings. Eins er f>að fremur aumkunarvert, þegar stagast er á,—eins og oft ger- ist f þessum vatnsþnnnu “dóm- um”,—að höf. sé f á t œ k u r og p e s s vegna skuli menn kaupa rit- smíðin, en ekki fyrir g i 1 d i þeirra. Mér dettur ekkert pess háttar í hug. Ég veit fyrir fram, að fjöldi Islendinga reynir að ná í rit það sem hér ræðir um, með f>ví, eins og auglýsing á öðrum stað f blaðinu bendir til, að innihaldið er alveg ný fræðigrein og Islendingar era manna fúsastir til að fylgja tíman- um f andlegum og verklegum fræð- um, í hið minsta allir þeir, sem ekki era bundnir við tjóðurhæl t r ú málaprangara eða annnara afturhalds-trogbera. Sökum þess að ég hefi hand- leikið rit þetta manna mest O: rað- að stýl og að nokkra leyti yfirfarið prófarkir, finn ég mér skylt, að biðja lesendur þess afsökunar á eftirfárandi villurn, sem höf. hefir bent mér á, ef þær era mér að kenna. Þær lesist þannig: 8. bls. 20. 1. ao.: daglegt brauð les. t f ð k as t.— 24. bls. 15. 1. ao.: gröf les. börum= líkbörum.—24. bls. 16. 1. ao.: gröf les. herbe rgi.— 26. bls. 23.1. ao.: ‘og’ fellur burt.— 34. bls. 10.1. ao.: S. Cliristianson les. S. J. B j ö r n s o n.—52. bls. 12. 1. ao.: mfnir les. m a n s i n s. Skóli njósnarans væri nú, að minni hyggju, nálega f hverju einasta íslendings húsi f Winnipeg og víða út á landsbygð-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.