Heimskringla - 02.10.1902, Side 2

Heimskringla - 02.10.1902, Side 2
HEIMSKKINOLA 2. OKTÓBER 1S02. lieimskriiigla. PUBLIBHHD BY The BeimskrÍDgla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins ( CanadaocBandar $1.50 um árid (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00 Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávisanir á aðra banka eni Winnipeg að eins teknar með affðllum. B. Ii. Kaidwinson, Edltor & Maoager. Office ; 219 McDermot Street. P o. BOX “Heimskringla ” hækkuð í verði. Kostar tvo dollars um árið frá byrjun næsta XVII. árgangs, Með þessu blaði tilkynnum vér kaupendum og lesendum Heimskringlu að prentarar þeir, sem vinna við blaðið hafa gengið f í prentara félag þessa bæjar, og krefjast |>ess nú að þeim varði borg- að j>að kaup, sem ákveðið er að íslenzkir meðlimir félagsins megi vinna fyrir, (sem sé $3.00 minna en ákveðið kaupgjald enskra prent- ara), Þessi kauphækkun nemur um $500.00 á ári, og er f>að sú upp- hæð sem útgjöld blaðsins aukast. Það liggja {>vf að eins tveir vegir fyrir útgáfunefnd blaðsins, annaðhvort að hætta útgáfu J>ess algerlega og láta það ekki lengur vera til, eða að öðrum kosti að setja það svo upp f verði að hún sjái sér mögulegt að greiða hin nuknu vinnulaun. Nefndin kýs hinn sfð- ari kostinn. Hún veit að vinsæld- ir blaðsins fara stöðugt vaxandi og að almenningur vill að J>að haldi áfram að vera til, og henni dettur ekki f hug að láta J>að falla niður. Vér skulum taka það fram að á umliðnum árum hafa prentarar blaðsins unnið fyrir ósæmilega lágu kaupgjaldi, og þess vegna hefir blaðið haldið tilvera sinni frain á þenna dag. En þótt þeir gætu lifað á hinum lægri launum á fyrri áranum, J»á er þeim nú orð- ið það als óirlögulegt, f>ar sem allar lífsnauðsynjar eru nú að jafnaði | dýrari en þær voru fýrir 5 til 6 árum. Útgáfunefnd blaðsins finnur J>ví til þess að kröfur prentaranna séu sanngjamar og að rétt sé að ganga að þeim tafarlaust. En með þvf að öll útgjöld blaðsins liljóta að fást frá kaupenduin og öðram við- skiftamönnum blaðsins, J>á er eng- inn annar opiziu eða mögulegur vegur sjáanlegur eu sá, að hækka verð blaðsins frá byrjun næsta XVII. árgangs upp f $2.00 á ári. Sú tilfinning er æ meir og meir að ryðja sér braut f hugum allra rétthugsandi manna að nauð- syn beri til þess áð bæta hag verka- lýðsins f J>essu laridi, enda hefir kaupgjald ha;kkað að mun á slðari árum, og fslen/.ka prentara hör f bænum langar til að njóta slfkrar launahækkunar í röttum hlutföllum við aðra verkamenn lundsins. ís- lendingar liafa jafnan haft orð á sér fyrir að vera fyígjandi launa- hækkun verkalýðsins, og útgáfu- nefnd blaðsins telur vfst að J>eir unni vel prenturum blaðsins þeirri launahækkun sem J>eir fara fram á. Það skal og tékið fram að f>ó ekki sé mögulegt að svo stöddu að stækka blaðið, þá flytur það nú, og hefir flutt, eins mikið og gagnlegt lesmál og nokk- urt annað vðstúr-fslenzkt blað að tiltölu við verð f>að sem á því verð- ur eftir að hækkuúin er gerð. TJtgáfunefndin hefði gjaman viljað gefa kaupendum blaðsins nægan fyrirvara áður en hækkunin var gerð, en með því hún varð taf- arlaust að ganga að kTöfum prent- aranna, eða þoir húettu starfi við blaðið, J>á er óumflýjanlegt að hækkunin sé gerð fyrirvaralaust. Nefndin telur og alveg vfst að allir þeir kaupendur, sem unna Heims- kringlu lífs og viðgangs, muni einn- ig unna prenturunum lffvænlegra launa og muni J>ví eins halda áfram að kaupa blaðið eftir sem áður, og greiða andvirði þess skil- vfslega. 50 cts. á ári, minna en 1 cent á viku, frá liverjum kaupanda ersmá upphæð, en frá þeim öllum saman ætti J>að að næja til þess að mæta auknum vinnulaunum prent- aranna. Einnig verða auglýsingar hækkaðar f verði, og f/rirfram borgun verður heimtuð fyrir að- sendar auglýsingar og ‘local notices’ úr bænum, um samkomuhöld o þ. h. Nefndin vonar svo góðs til allra kaupendanna að J>eir rjúfi ekki trygð við blaðið fyrir þessa óumflýjanlegu verðhækkun. En séu J>eir J>ar á móti nokkrlr, sem mót von nefndarinnar segia sig frá blaðinu af J>essum ástæðum, J>á verða það J>eir einir sem ekki geta unt prenturum blaðsins sæmilegra verkalauna, og pá eru þeir vinsam- lega beðnir að gera oss aðvart um J>að hið allra bráðasta f P. O. Box 1283. Útgáfunefndin. Um landnám. Það verður að líkindum ekki oft hér eftir, sem Heimskringla ó- náðar lesendur sfna með upphvatn ingar orðum til laudnáms f Mani- toba eða Norðvesturlandinu, þótt hún hafi stundum áður gert það, Árangurinn af tilraunum blaðanna f J>á átt hefir verið svo sára lftil að nndanfömu, en þó f réttum hlutföllum við fjártjónslega skamm sýni landa vorra f þeim efnum. Það hefir verið um þessi landtöku- mál fyrir oss, eins og oft vill verða um önnnr mál fyrir almenningi, að vér höfum ekki getað scð eða gefið oss tíma til að athuga ýmislegt það, sem næst oss liggur fyrir á- kefðarfullum hugargrillum um hluti, sem fjær liggja og aldrei geta orðið oss að neinu tfmanlégu liði—að eigi sé lengra leitað. Islendingar komu hingað til fylkisins fyrir 27 áram. Þegar hér mátti heita eyðimörk og ná- lega ekkert af fylkinu var almenni lega þekt eða kannað. Landnám það hið fyrsta, er Islendingar tóku J>á, var gripið af handahófi og J>ó með bezta tilgangi og samkvæmt ráðleggingum reyndustn og greind ustu manna, er þá voru hér vestra, sem ákjósanlegan verustað fyrir fslenzka innflytjendur. Þessi bygð var fyrsta útlendingabygð hér f fylkinu og þó ekki verði sagt að hún bjóði nú á dögum jafn góða kosti og margir aðrir landsblettir hafa sfðan gert, þá hafa þó landar vorir, sem þar era, ekki einasta ætíð verið sjálfstæðir, heldur einn- ig færir um að veita móttöku mörg hundruð innflytjendum frá Islandi, sem árlega hafa komið hingað allslausir og oft skuldugir, og gera þá að sjálfstæðum og f mörgum tilfellum velmegainli mönnum. Ýmsir hafa yfirgefið nýlendu þessa og tekið hér t)ól- festu annarsstaðar, og flestum hafa orðið skiftin til góðs. Ný- lendur hafa myndast hér og hvar um fylkið og annarsstaðar um Norðvesturlandið, þvf að einatt áttu menn aðgang að ókeypis bú- löndum, og svo hefir gnægð þess- ara landa verið mikil, að það fór að verða almenn skoðun að þau væru liarla lítils virði, — metin til peninga, og að ætíð væri nægur tfmi til að ná sér í góða bújörð þegar menn væru orðnir þreyttir á kaupstaðarlffinu, og svo hefir tfm- inn liðið öll þessi ár. Alt of fáir hafa þeir verið, sem hafa orðið svo þreyttir á bæjarlífinu að þeir hafa yfirgefið það til að taka sér bújarð- ir. Stjómimar hér, hver á eftir annari, hafa lagt lið sitt til þess að hvetja Islendinga til landnáms. Fyrst lét Ottawastjómin skoða og lýsa Qu’ 4ppelle-nýlendunni og hvatti Islendinga til landnáms þar. En að eins örfáir landar fengust til að fara þangað, og er þar þó frjó- samasta akurlendi og gott til kvik- fjárræktar. Nú er þar hver ekra upptekin af hérlendu fólki og land komið í hátt verð. Síðar lét Greenway-stjórnin skoða ýms nýlendusvæði, bæði í fylkinu og f Assiniboia, og hvatti landa vora til landnáms. Einstöku Islendingar fluttu í alla þessa staði, en i suma þeirra ekki fyr en meira en ári eftir að nýlendusvæð- in vora skoðuð og þeim lýst og menn sterklega hvattir til að flytja í þau. En alt of fáir hafa notað þau tækifæri, sem þeim þannig hafa staðið til boða, Edmonton- héraðið var einnig skoðað 1891, og nákvæmlega lýst og sönn lýsing gefin af landkostum þar í 5 eða 6 blöðum af Heimskringlu. En ekki einn einasti landi hefir enn þá litlð þangað í átt til landtöku, og má þó fuliyrða að þar sé eins gott land eies og fáanlegt er í öllu Ca- nadaríki. Og svona hefir hvert tækifæri eftir annað gengið úr greipum íslendinga, þar til nú sára lftið er orðið eftir af góðum heim- ilisréttariöndum í fylkinu og vænta má að eftir örfá ár verði þau öll upptekin, og í vesturhéruðunum eru landflákar keyptir í hundrað þúsund ekra tali, svo að segja vikulega. Eftirsóknin er nú orð- in svo mikil eftir löndum, að þau eru óðum að hækka í verði, og menn koma úr öllum pörtum Bandarfkjanna til að taka sér lönd, hvar sem þau era fáanleg í fylk- inu eða Norðvesturhéraðunum, svo að lönd, sem fyrir 5 árum mátti fá fyrir $1,00 ekruna, fást nú ekki fyrir minna en $5,00, og almælt er að þau muni tvöfaldast f verði inn- an 12 mánaða og svo koll af kolli, þar til þau hafa náð jöfnu verði við jafngóð lönd í Bandaríkjunum sem nú Heljast frá 20 til 50 dollars ekran. Þess vegna finnur Heimkringla sér skylt að brýna enn þá einu sinni fýrir Islendingum, að láta ekki lengur dragast að ná sér í landsbletti, ef þeir annars ætla sér að gera það. Þeir sem geta tekið sér heimilisrétt fá löndin ó- keypis og geta því engu tapað, því að laun mega vera góð hér í bæn- um, ef þau vega upp á móti þeim tfma, sem lögin ákveða að land- nemi verði að búa á landi sfnu ár- lega í 3 ár. En þeir sem verða að kaupa lönd með núverandi mark- aðsverði, mega vera vissir um að græða á J>eim, ef þeir skyldu vilja selja J>au síðar, svo að undir öllum kringumstæðum skoðum vér það framtfðar hagsmuní landa vorra að sem allra flestir þeirra, sem geta komið því við, festi sér lönd til á- búðar eða eignar. Og svo leggur Heimskrfngla málið f hendur les- enda sinna til athugunar og á- kvarðana. Hækkun verndartolla Ottawa-ráðaneytið er tvfskift í tollmálinu, Sumir vilja hækka tollana, en aðrir lækka þá, eða láta standa f stað f>að sem nú er. Þegar Liberalar komust að völdum árið 1896, þá lofuðu þeir að sópa öllum rán- eða vemdartollum af berðum þjóðarinnar. Svo gerðu Þeir lfka lækkun árið eftir, 1897, á mörgum hlutum, en hækkuðu á öðrum, svo sem á sykri o. fl', svo að tolllækk- un þeirra nam að jafnaði ekki nema 70/100 úr einu eenti á hvem dollar að jafnaði af innfluttum vör- um. En stjómin lofaði um leið að lækka tollana meira sfðar, en )að hefir dregist fram á J>enna tíma og fyrir þann drátt heflr flokkurinn tapað sfnum fylgis- mönnum sumum sem þá voru, svo sem Mr, R. L. Richardson og öðr- um. Nú kemur Mr. Tarte, ráð- gjafi opinberra verka, fram í dags- jósið með þá staðhæfingu, að f stað þess að lækka tollana. þá skulu þeir verða hækkaðir á næsta úngi, hvað sem frjálsverzlunar- ráðgjafamir þar um segi. Mr. Tarte segir beint út í blaði sínu, að lækkunin sem gerð hafi verið 1897, hafi verið samasem engin, að eins 70/100 úr einu centi á dollam- um, og að nú sé ekki til þess hugs- andi að fá frjálsverzlunarmenn kosna til J>ingsins, svo að Liberal- flokkurinn megi til að hækka toll- ana, sem sé til stórhagnaðar fyrir landið. Mr. Tarte minnir andstæðinga sfna á það, að þeir af núverandi ráðgjöfum, sem hæst létu um toll- lækkun J>á, sem Laurierstjómin ætlaði að gera'; hafi sjálfir samj>ykt á ráðgjafa fundi eftir kosninguna, að viðhalda tollum á mörgum hlut- um, sem hafi numið 20, 25 og 35 centum á hvért dollars virði af inn- fluttum vöram og jrfnvel 50 pr. ct. ásumum vöram, svo sem á skornu tóbaki og á tilbúnu tóbaki,og 10 til 14% á tóbakslaufi. Vegna J>essa tolls segir hann að eitt verkstæði liafi verið sett á fót f Canada, sem nú hafi í vinnu 600 manna. Það sé J>ví heimska nð tala lengur um l friálsa verzlun eða jafnvel tolllækk- nn, heldur.skuli tollhækkun verða gerð, og J>að strax á næsta þingi. Eitt af því sem Laurierstjómin gerði, segir Mr. Tarte, var að lækka toll á hveitibandi árið 1897, og afleiðingin varð sú, að J>ær verk smiðjur, sem það framleiddu, urðu atvinnulausar fyrir bragðið. Mr. Tarte telur svo upp í bJaði sfnu J>au þingmannaefni frjálslynda flokksins, sem tapað hafi kosníngu fyrir frjálsverzlunar skoðanir sfnar og f>að J>rátt fyrir f>að þó það hafi verið stórríkir menn. Sfðastminnir Mr, Tarte á að gamla Mckenzie- stjómin hafi tapað völdum árið 1878, af J>ví að tollar hennar voru alt of lágir. Ýms fleiri dæmi tek- ur hann fram máli sfnu til sönnun- ar, en það er óf>arfi að telja J>an upp hér, en enginn efi sretur nú lengur á því verið, að Mr. Tarte veit hvað hunn fer, þegar hann staðhæfir að tollarnir verði hækk- aðir á næsta þingi, hvað svo sem þeir rcðgjafamir segi, sem ekki trúa á tollhækkun. Ástæður Tarte era í stuttu máli pær, að Liberal- flokkurinn tapi trausti þjóðarinnar, ef hann ekki taki upp tollverndar- stefnu Conservatíva svo algerlega, að tollamir verði framvegis að minsta kosti eins háir eins og J>eir hafi nokkurntíma áður verið, eða hærri. Vænta má nú, auðvitað, að blöð J>au sem œstust voru með lág- tollum fyrir kosningamar 1896, verði jafn æst nú með tollstefnu Mr, Tarte’s,en gaman verður samt pá að bera saman það sem þau sögðu um }>að mál 1895—6 og J>að sein J>au segja hér eftir. Annars má það mikið vera, ef augun á þjóðinnismá opnast nú ekki fyrir þvf, að tollvemdarstefna Conserva- tíva hefir ætfð verið og er enn þá hin happasælasta J>ióðmálastefna f þvf, að hún lýtur að J>vf að auka innlenda atvinnuvegt og skapa á- batasöm störf fyrir einstaklinga hennar. En f J>essu liggur vel- megun hvers einstaklings, að hafa næga atvinnu með lífvænlegu kaupi f sínu eigin landi, og J>að er vissasti og eini grundvöllurinn undir sönnum J>jóð{>rifum og fram för. Gert upp úr gömlum reikningum, —Opið bréf í ljóðum.— Eftir: Stephan G. Stephansson. I. Meðan ég hefi’ tíma og tóm Að tala’ á héraðs-þingum, Vamar-skjali’ í skálda-dóm Skýt, og kvitteringum. Fari’ ég ekki allajafnt Eftir lögum beinum, Eg er ekki’ að segja samt Sök á hendur neinum. Eg skal ekki þræta’ í þrá Þess, mér kunni skeika; Hefð sem trúi enga á, Efa fullkomleíka. Reiðst mér ekki, ef af f>ér Eitthvað dregið verður. Reiknings-hallinn illur er Ei með vilja gerður. Aldrei gelzt til gagns, J>ví ver, Góðsemd minna vina, Guð mun alténd útsjá mér Einhver ráð með hina. II. Hálfan eiga anda lands Eigin hug og tungu Þeir sem æsku-minni manns Morgun-ljóðin sungu. Þökk þeim aldrei, ár og sfð, Er svo vel og lengi Eldað hafa liitum lýð Ljóðsins silfur-strengi. Þó að vorum eyrum í Einhver nóta bili, Ekki’ er satt J>eir sé af J>ví Sungnir út úr spili. Þó við vestur-hafsins hring Heilli nýja ströndin, Fyrir austan útflutning Eiga J>eir bygðu löndin.— Gröndal ama engum ferst TJt af grein né bögu. Skelja-karlinn vor, hann verst Vel í hunda-þvögu. Að eins parf að leita lags Leik hans við svo una, Að hafa’ ei æ á teini taks Trúar-játninguna. Þó hann stundum virðist við Vegsemdinni bægja, Tvíborgar hann tilræðið Ef tignin kann að hlægja.— Meðan ljóðið lék við Pál, Létt af söng og æsku, Ollum fanst in fylta skál Flóa’ af Drottins gæsku.— Daprari mun dagsins sól Daginn [>ann mér reynast, Sem ég veit á “vorsins hól” Vantar Steingrfm seinast. III. Ei um hina yngri menn Er svo glögt til sjónar. Vængjum sumra eru’ ei enn Allar fjaðrir grónar. Þorsteinn situr efst og innst Efalaust hjá snilli, Þar til lífs hans ljóðhvörf hinzt Lengja bilið milli. Varið ykkur, lygar lands, Lffgið í fornum glæðum, Ykkur stendur háski’ af hans Hljóðbærastu kvæðum.— Ljóðum hinna líka af Lengjast vonir mínar. Vorið engu einu gaf Allar raddir sfnar. Fossinn slær við glym og gný, Græði undrast hljótum Þó að bylji brothljóð f Brimsins skerja-nótum.— Ef þú sækir Einar heim Inn í skóginn, vinur, Er í munar-myrkvið þeim margur fagur hlynur. Gekstu “Skúta-hraunið” hans? Hugi steins f lfki, Vofeiflegra en drauga dans Dauðra sálna rfki. Þessum skal ei framar fyglt. Frumraun þeirra’ er lokið, Hafa ungir af sér syglt TJfna slettu-rokið.— Guðmund leit ég leggja hönd Listum heima grónum. Hann á andans lauga-lönd Laufgrœn mitt í snjónum. Haust sem vor hans hugur er Hlýr, og sígróandi. Var ei fleirum furða’ en mér Fjölgresið á sandi? Fyrir skygnri sjón og sál, Sfn yfir náttúrunni Lætur heilög Braga-bál Brenna’ á liverjum runni. Lagði’ í stíl við málið múl. Mærð er ei vit né fegurð, Né kunnusta að kýla gúl Kotungs-orða megurð. Nú er ei lengur einráð als Út við lækja-vöðin Búmenskan hans Bárðar karls, Sem blávatnsj>ynnir mjöðin. Höfum séð því samt á inót Setta reglu fasta, Að sé við hverja bragar-bót “Bezt ið einfaldasta.” Það mun sjálfsagt sijmra vild Og sálar-vegsti hlýða. En skal ei jafnvel skraut og snild Skáldskapurinn prýða? —Vilji þinn ef annars er Af að leggja kjólinn, Heyrðu, frændi, farðu ber, Fyrir mig, upp í stólinn.— Hatí hann fleiri fyrir J>ér Fúa-rafta brotið, Kýs J>ú lund sem leikur sér Liggi’ f rústum kotið? IV. Hvarfla nú f huga mér Hinir nýju siðir, Og pessir ungu heima’ og hér Helgra dóma smiðir. Áður “Simból” sáum við. Samt, f ykkar veri Lifa menn óhult—Afsakið! Altaf á braxldu sméri? Stend á önd við ítrekað Ihugmiar-strikið, Er í vanda’ og vafa að Voga út á prikið. Yðar tunglskins-ljóð við loft Lyfta runn og þústum. Mér finst glámskyngt æði oft Inn í klaustur-rústum. Veiztu’ að Sál varð sannspá nóg Svika-rödd úr haugi? “Hrafninn” yfir Edgar Poe’ Orti rétt—af draugi. Verði tíð og útsýn ill Og innibyrgis-vetur, Semur okkur, ef til vill, Er við kynnumst betur. í svipinn er ég alveg frá Að eiga við þann fjanda I hverjum bauk að hlusta á Hásan sagnar-anda. Kýs pó sfzt af ljóða-lýð Lofinn ræna snjalla. Fjöldyruð og veggjavíð Valhöll rúmar alla. Heldur er ég hissa’ á því Hversu vel þeir geta, Með báðar hlustir orgað í; Eitthvað til að éta! TJti fyrir austan dröfn Ýkja finst mér naum að; Hafi mætir menn í Höfn Mörgu’ í vasann laumað. Tel ég þó að þjóðar-synd Sé það að röngu talin, Ef skreytir erlend, útgrædd lind Einhvern skriðu-dalinn. Yrði saint ei sálar-bót, Sé [>að gert að lenzku Að kreista’ á alla mark og mót Miðlunganna ensku. Upp við fjallshlíð finst og mér Fegur skóginn hilli; Hvftfætt, armlétt af ef skér Innlend björk á milli. (Meira). íslaud. Ræða flutt á Islendingadag í Alberta 2. Ágúst 1902 af: Jónasi J. Húnfjöeð. Háttvirti hra. forseti! Konur og menn! Það heflr orðið hlutverk mitt f dag, að tala hér nokkur orð fyrir minni íslands. Mér þykir fyrir því, að geta það ekki eins og vert væri; trúið mér; ég vildi feginn tala vel fyrir sjálfan mig og fyrir okkur öll, en það fer sem oftar, að mér vefst tunga um tönn, og ætla ég því fyrirtram, að biðja velvirðingar á orðum mínum f þetta sinn. Ég á að tala um ísland, vort ógleymanlega ættland, landið sögu- ríka, landið sem geymir minningu um forna frægð og frelsisljóma, dáð og drengskap, um landið, sem vér köllum vort ættland; um landið sem vér aldrei getum gleymt, hvernig sem hagir vorir standa hérmegin, hvort sem vér erum ríkir eða fátækir, sælir eða vansælir, glaðir eða hrygg- ir, þá gleymum vér aldrei landinu, sem vér unnum mest allra landa; gleymum aldrei að minnast þess, og bera virðingu fyrir landinu, sem bar oss flesta á brjóstum sínum. í dag svífur hugur yor vel- flestra heim í átthagana, “þar sem að vorar vöggur áður stóðu”; á þær stöðvarnar, sem eru oss barnslega kærastar, þangað sem velflestir af oss hafa notið hins sælasta af liflnu í sakleysi æskunnar, með vonum henn- ar og sæludraunoum. Það er þetta Iand, minniugarnar um það, sem helgar daginn og gerir hann svo hugðnæmann bverjum niðja. Yér elskum vort kæra ættland meir en nokkurt annað land, ogþó ekki fyr- ir það að það sé betra eða eins gott sem sum önnur lönd í heiminum, langt frá, en vér erum tengdir því á alt annan hátt en öllum öðrum lönd- um, afstaða vor gagnvart íslandi er sem barnanna gagnvart móðirinni, barníð elskar móðir sfna meir en all- ar aðrar konur enganveginn af þvf, að hún standi framar þeim öllum, heldur fyrir þá sök að hún ein er móðir þess; svo beld ég því sé varið með oss og Island.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.