Heimskringla - 18.12.1902, Blaðsíða 2
HEIM8KK1NGLA 18. DESEMBER 1202.
Ueimskringla.
PUBLISHBD BV
The ileimskrÍDgla News & Publishing Co.
Verð blaðsins í CanadaogBandar $2.00
um árið (fyrir fram borgað). Sent til
íslands (fyrir fram borgað af kaupend-
um blaðsins hér) $1.50,
Peningar sendist í P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Odrer. Bankaávísanir á aðrabanka ení
Winnipeg að eins teknar með aSöllum.
R. L. Baldwlnson,
Kditor & Manager.
Office : 219 McDermot Ave.
P.o. BOX 1*83.
Eldsneytis- skorturinn.
Sumum m& virðast það ekki
hæfllegt efni í ritstjórnargrein þó
ekki séu nægar byrgðir af eldivið í
Winnipegborg um komandi h&tíðir.
En þó er það mál í fylsta máta at
hugunarvert, bæði fyrir orsakir sem
til þess liggja og afleiðingarnar sem
af því geta hlotist og Ijóta að verða,
ef bráð bót er ekki ráðin á yfirvof-
andi vandræðum.
S6 fregn var fyrst gerð opinber
& laugardaginn var, að kolabyrgðir
bæjarins séu bókstaílega engar, og
að engin kol fáist keypt hér í borg-
inni hvað sem í boði er, og sama er
að segja um brennivið að hann er
einnig ófáanlegur. Þakkavert væri
það, þó bæði kol og viður væri full
um þriðjungi dýrari í ár, en verið
heflr á umliðnum árum, ef eldsneyti
væri með nokkru móti fáanlegt. En
þegar þess er gætt, að hér er nú há-
vetur með nær 20 gráða írosti fyrir
neðan zero daglega og stundum
yflr 30 gráður fyrir neðan zero eða
sama sem 23—28 gráður á Reaumur
þá gefur að skilja, að líf almennings
leikur á mjög veíkum þræði hér í
bæ um þessar mundir.— Dauðinn er
eins víss &n nægiiegs hita eins og án
fæðu, og það er að líkindum engu
betra að frjósa, heldur en að svelta í
hel. Og víst eru þeir til í þessum
bæ, einmitt um þessar mundir, sem
eru mjög aðþrengdir vegna eldivið-
arskorts, ýmist vegna fátæktar eða
fyrirhyggjuleysis. Því margur er
svo gerður, þótt hann hafi nægilega
vinnu og gott kaup að sumrinu, að
hann eyðir því jafnótt ýmist í þarf,
eða óþarfa og með þeirri föstu reglu,
að bera hyorki áhyggju né um-
hyggju fyrir komandi tíð. Svo þeg
ar veturinn gengur í garð þá er
það tvennt fyrir hendi, annaðhvort
að svelta og frjósa eða leyta styrks
hjá bæjarstjórninni eða öðrum. Þetta
er veikleiki & mönnum, sem ekkert
er létt að yfirstíga. En ekki er sú
sótt guði að kenna. Annars eru or-
sakir til eldiviðarskorts f ár þær, að
hin mikla uppskera í fyrra og í ár,
gerði skógarhöggsmönnum lítt mög
ulegt að f& nægau mannafla til þess
að höggva nægar viðarbyrgðir og
aka þeim að járnbrautarstöðvum.
Allir sem vetlingi gátu valdið voru
hjá bændum langt fram á haust, svo
að tlmi sá sem þeir höfðu til að vfnna
að viðartöku var langtum styttri en
verið heflr á umliðnum árum. Snjór-
inn var og talsvert minni í fyrravet-
ur, en opt áður og þessvegna minnu
ekið að járnbrautanum. Svo að þó
nokkur eldiviður sé til höggviun, þá
er hann langt út f skógi og honum
verður ekki komið að brautunum
fyr en nægur snjór er fallinn til
þess að Jgera sleðafæii. Enþaðei
enn þ& ókomið á þessum vetri. Enn
er og það, að brautarfélögin hafa
verið svo önnum kafln, að flytja
hveiti bænda héðan úr fylkinu og
Norðvestur-héruðunum að þau hafa
ekki m&tt öðrn sinna fram að þess
um tíma. Því að sú er regla í landi
að láta bændurna og atviunuhags-
muni þeirra sitja fyrir öllu öðru
meðan á uppskeru og hveitiflutningi
stendnr, svo langt fram á haustið
sem skip geta gengið ástórvötnun
um eða nokkurt rúm er autt í korn-
geymsluhlöðum sjó- og vatnahafn
anna eystra. Allir vagnar félag
anna eru þannig f stöðuga brúki
fram & vetur, svo að engin f'æri eru
til að flytja viðinn þó hann væri
við brautirnar.
Þá er og þess vert að minnast
að þær 50 eða 60 þúsundir manna
sem flutt hafa inn í fylki þetta og
Norðvesturlandið á þessu síðasta
sutnri, hjálpa ekki all-lítið til, að
eyða þeim viðar- og kolabyrgðum,
sem hér voru fyrir og sem annars
hefðu getað enzt nokkuð fram á vet
urinn. En að því er Winnipeg
snertir, þá heflr Pennsylvania-verk
fallið haft einna mest áhrif & eldivið-
arbyrgðirnar í haust, því að nú eru
ekki nokkur kol fáanleg hér úr
þeim námum, þar sem á umliðnum
árum engin þurð heflr á þeim verið.
Hér eru þá taldarorsakirnar, að eldi
viðarleysinu. Afleiðingarnar eru
enn þá ekki allar séðar. En þær
eru- meðal anuars. innifaldar íaukn-
verði á yið og kolum svo nemur frá
þriðjungi til helfings við það sem
verið heflr að undanförnu og er það
afar þungbært fátækum fjölskyldu
mönnum og nemur svo þúsundum
dollars skiptir á viku hverri í auka
kostnað fyrir þenna bæ eínan. Hin.
ar sýuilegu ástæður sem btáðlega
hljóta að koma fram; ef ekki fæst
tafarlaust lögun á þessu, er að barna.
skólar bæjarins og aðrar menta-
stofnanir verða að loka dyrum sln-
um og hætta kenzlu. Menn þeir
sem í júlí s. i. gerðu samninga um,
að leggja allan brennivið til barna-
skóla bæjarins, hafa ekki getað upp
fylt samning sinn vegna ómögleik
ans að fá brautarfélögin til að flytja
viðinn inn hingað f tæka tíð. Ar-
buthnot borgar8tjóri heflr þegar haft
við orð, að taka með valdi vagna af
félögunum til eldiviðarflutnings, ef
þau fást ekki til að fiytja hann góð
mótlega. Rafljósa- og vatnsleiðslu-
stofnanir yerða og að sjálfsögðu að
hætta starfl, og, yflr höfuð, allar
framleiðslustofnanir bæjarins nema
bráð bót fáist.
Menn læra jafnan af reynzl-
unni, og svoer það með Crows Nest
kolanámafélagið. Það heflr nú tæki
á að taka út úr námum sínum 2000
tcns á sólarhring, en þetta er eins og
dropi f sjóinn, svo að nú er félagið
að bæta svo við áhöld sín, að það
geti hér eftir tekið út 5000 tons á
dag. Einnig er verið að auka og
bæta aðrar námur hér í vesturland-
inu og í Pennsylvania, svoaðkola-
tekju möguleikarnir geti svarað
þörfum vaxandi fólksfjölda. Járn-
brautir eru og að byggjast S allar
áttir og með fjðlgun þeirra og fram-
lenging er trygging gefin fyrir því,
að til viðar náist hér eftir eftir betu'-
og greiðar, en að undanförnu; en
þetta á við komandi tíð en ekki við
þá yflr8tandandi. Svo má og telja
áreiðanlegt að brautarfélögin auki
við tölu vagna sinna, eins ört og
mögulegt er að fá vagna búna til.
En f haust hefir ekki verið hægt að
fá eins marga vagna og félögin hafa
pantað. Verksmiðjurnar eystra og
syðra, hafa ekki haft við, þótt þær
hafi unnið af kappt með fjölda
manns.
Talið er þó liklegt að brautafé-
lögin, þegar þau sjá hve mjög krepp-
ir að fólkinu vegna skorts & elds-
neyti, muni leggja fram ítrustu
krafta sína til að bæta úr bráðustu
þörfum þó hveitflutningar þurfl fyr-
ir það að sitja á hakanum um tveggj-
a vikna tíma, heldur en láta fólkið
hér líða stóra nauð í vetrar hörkun.
um vegna eldiviðarskorts.
Ræða Roblins
í
Brandon,
Conservativar héldu fund mik-
inn í Brandon í s. 1. víku og voru
þar viðstaddir leiðandi menn úr öll-
um pörtum fylkisins, til að ræða
fylkisstjórnarm&l. Vér setjum hér
útdr&tt úr ræðu stjórnarformanns R.
P. Roblms & þeim fundi. Hann kvað
það gleðja sig sérataklega mikið, að
vera þar viðstaddur, því þótt hann
hafl verið ?0 &r í opinberum stöðum,
þá væri þetta í fyrsta sinn er hann
hefði flutt ræðu þar í bænam. Einn-
ig væri það 8ér ánægjuefni, að á
fundi þessum væru saman komnir
fleiri ungir, uppvaxandi conservativ.
er en nokkru sinni fyr hefðu mætt á
fundi í Vestur-Canada. Einnig væri
sér ánægja í því að mega nú upp
fylla þá skyldu sina að ræða stjórn-
mál við horgarbúa Þar og að gera
grein fyrir ráðsmensku sinni í fylk-
ismálum. Væru sllkar sakargiptir
bornar & stjórn sína, Jsem bornar
hefðu verið þar á fundinam af rík-
isþingmanni Dr. Roche, á Ottawa
stjórnina, þá kvaðst hann mundi
tafarlaust segja af isér embætti og
aldrei framar eiga við opinber störf.
En hann vonaði að verða dæmdur
samkvæmt framkomu sinni ! stjórn
arformannsstöðnnni á s, 1. 3 árum,
síðan hann tók við völdum. Þau
ein andmæli sem ennþá hefðu kom-
ið fram í þinginu gegn stjórn hans,
væri að gufuketill hefði sokkið í ár
farveg, og að vatnsfióðin á síðasta
vori helðu sópað brú af Assiniboine-
ánni hjá Portage la Prairie og að
grafvél hefði fandist í framræzlu-
skurði. Þetta væri aðal-sakargipt-
iinar. En nú ætlaði hann að sýna
fiamkvæmdahliðina: Menntun al-
þýðuunar væri eitt af mikilvægustu
framfaramálum hvers lands eða fé-
lagsheildar, og í samhandi við þau,
væri það skylda stjórnarinnar að
veita alþýðunni skóla. Samkvæmt
stjórnaiskrá ríkisins væru 2 sectionir
lands settar ti! síðu í hverju Town-
shiptil a>-ðs fyrir skólanaog væruþau
lönd í ums.já Dominion-stjórnarinnar.
Söluverð þessara landa ætti að leggj-
ast í sjóð og fylkinu borgast vextir
af því. En Ottawa-stjórnin hefðt ó
jöglega haldið efiir hluta af vöxtun-
um og stjórn sín hefði nú meði mál-
sókn neytt hana til að borga fylkinu
$225.00o af þessum vöxtum. Það
væri tilgangur stjórnar sinnar að ná
fyrir fylkisins hönd algerðum yfir-
raðum yflr skólalöndunum. Otfawa
stjórnin hefði íært níður vextí & úti-
standandi skuldum íyrir seld skóla-
lönd og bakaði þannig fylkinu mörg
þúsund dollars tap á hverju ári.
Þeasir peningar eru teknir úr vösum
Manitoba-búa og sá sem ber ábyrgð
af því, er Hon. Clifford Sifton. Mani
toba-stjórnin heflr gert alvarlegar
tilraunir til að fá þessu kipt í lag, og
vonar að fylkisbuar styrki sig í þvl
án tillits til pólitískrar afstöðu. Pen-
ingar þeir sem fylkið fékk frá Ott-
awa-stjórninnl voru fyrir lönd sem
seld voru 1896. og í tilefni af því,
að þeir fengust borgaðir, hafði fylk-
isstjórnin ákveðið að veita skólabörn
nm fríar skólabækur í lægri bekkj-
unum og Þetta verður gert snemma
,i næsta ári.
Doukhoborar, sem nú ernkomn-
ir hingað í fylkið gera menntamála-
spursmálið örðugt viðfangs. Það
væri algerlega nauðsynlegt að
mennta þetta iólk; stjórn sín hefði
tekið þetta m&l til yflrvegunar, og,
eins og það stæði nú, þá hefði
menntaður og vel hæfur Galiciumað-
ur verið settur umsjónarmaður þess-
ara skóla, og með byrjun næsta árs
ætlaði hann að byrja starf sitt með
því að stofnsetja skóla í bygðum
þessa fólks,
Um f jármál fylkisins gæti hann
sagt að það hefði yerið ásetningur
og loforð conservative-flokksins þeg-
ar hann kom til valda, að koma
jöfnuði & milli útgjalda og inntekta
fylkisins. Um 10 ára tíma Þar á
undan hefði fylkinu verið steypt í
árlega sjóðþurð. En þessu hefði
verið breytt undir núverandi con-
servative-stjórn og fjárm&lunum svo
hagað, að stjórnin hefði unnið full-
komið verk og gert miklar umbæt-
ur I fylkinu og samt haft tekjuaf
gang á hverju ári og það gleddi sig,
að geta sagt, að þessa árs tekjuaf-
gangur verður enn þá meiri en á
liðnu árunum, og þó mundi þessa árs
tekjuafgangur verða mörgum þús.
meiri, ef Ottawa-stjórinin fengist til
þess að fá fylkinu í hendur öll
bleytulönd, sem þv! bæri að fá. En
sú stjórn bryti lög I því að leyfa
ekki fylkinu að setja umsjónarmann
til að vinna með Ottawa-stjórnarum-
sjónarmanninum í ráðsmensku þeirra
landa. í stað þessa þá tæki nú
Ottawa-stjórnin sér vald til að setja
sjált umsjónarmann yfir þessar fylk-
iseignir og borga kaup þeirra af fé,
sem dlheyrði fylkinu. Sú sakar-
gift hefði verið færð á hendur sér, að
peningum væri eytt í fylkisþarflr
sem ^fengist hafa fyrir M, & N. W.
Ry lönd, en þetta væri rangt, þeir
peningar sem þau löud fengust fyrir
væru lánsfé og nú er verið að borga
það lán jafnóðum. Skuldahréfin
væru þegar borguð.
Búnaðarskolamélið var næst
lætt. Mr. Roblin sýndifram ánauð
syn þá sem til þess væri, að mennta
bæði menn og konur í búnaðarhátt-
um fylkisins og kvað stjórn sína
hafa fastákveðið, að stofna slíkan
skóla, En um það, hvar hann yrði
settur I fylkinu eða um kennzlufyr-
irkomalag á honum gæti hann enn-
þá ekki sagt tneð vissu. En það
væri víst, að sá skóli skyldi þar sett-
ur sem hann gerði mest gagn.
Járnbrautarmál f'ylkisins kvað
hann vera I betra horfl nú, en nokk
ru sinni fyr. Far- og flutnings
gjöld bafa verið lækkuð án Þess það
hafl kostað stórnina svo mikið sem 1
cent. Canadian Noithern brautin
væri sjálfstæð og vel borgandi stofn-
un og fylkið yrði aldrei beðið að
borga eitt cent fyrir þá hagsmuni
sem stjórn sin hefði aflað því með
brantarsamningunum. Fylkisbúar
hefðu algerð yflrráð yflr far- og
flutningsgjöldum með þeim brautum.
Hann las upp samanburðarskýrzlu,
er sýndi, að Brandon bær græddi nær
$20.000 á éri, og alt fylkið græddi
yflr $200.000 á ári vegna- brautar-
samninganna. Hann minntist á
kyartanir bænda ura að seint gengi
að flytja hveiti út úr fylkinu. En
gat þess um leið að í haust hefði
C. N. félagið flutt út yfir 50 per
cent meira hveiti heldur en Northern
Pacific hef'ði nokkurn tlma ge t á 12
ménuðum meðan það starfaði hér í
fylkinu. Hann sagði að enn þá
meira hefði > verið flutt út I haust ef
verksraiðjur þær, sem smíðajám-
brautarvagna hefðu getað búið þ&
til eins ört og þeir hefðu verið pant-
aðir. Að lokum bað Mr. Roblin
fylkishúa að dœma sig og stjórn
sína samkvæmt starfsemi hennar í
þágu fylkisins, gæti hann fengið það,
þá bæri hann engan kvíða fyrir af.
leiðingnnum.
30 áraþögn.
Jerry Millar heflr þagað í 30
ár. Hann ólst upp I föðurhúsum
nálægt Chillicothe í Ohio og var
eins og drengir eru vanalega, glað
lyndar og skrafhreyflnn. Það var
eitthvert sinn á harndómsárum hans,
sð faðir hans, sem er talinn harður
húsbóndi, kendi syni sínum um, að
hafa framið eitthvert str&kapar.
Piltuiinu sór og sárt við lagði að
haun væri algerlega saklaus af því
sem & hann var borið. En faðirinn
varð því espari og kvaðst skyldi
hýða piltinn bæði fyrir það sem á
hann var borið og einnig fyrir að
segja ekki satt um sekt sína. Pilt-
urinn bað föður sinn því betur að
athuga m&lið vandlega og hegna
sér ekki fyrir það, sem hann væri
saklaus af. Er faðirinn lagði svipu
á piltinn og barði hann mjög óþyrm-
lega. En pilturinn grét ekki né
gaf nokkurt hljóð af sér, Pilturinn
varð svo fár við hegi.inguna, að hann
fékkst ekki til að mæla orð af
munni eftír það- Þegar þögn hans
hafði varað nokkra daga, fóru for-
eldrar hans og systkyni, að reyna
að fá hann til að tala, en alt kom
fyrir ekki- Hann gengdi störfum
sínum á búgarði föður slns með
mestu alúð og heyrðíst einstökusinn-
um tala orð við uxana. sem hann
vann með, en annars aldrei, Eltir
nokkurra mánada þögn, fóru for-
eldrar hans að verða óttaslegin og
gerðu alt 6em í þeirra valdí stóð til
að fá hann til að tala. Faðirinn
marg bað hann fyrirgefningar á yfir
sjón sinni og lofaði öllu fögru I fram-
tlðinni. Kvaðst hann vera orðinn
sannfærður um, að pilturinn hefði
saklaus orðið fyrir ranglátri hegu-
ingu. En alt kom fyrir ekki. Svo
voru læknar sóktir til að skoða pilt-
inn, en þeir gátu ekkert orð haft úr
honum. Árin liðu og faðirinn einn-
ig varð fár og geðveikur af afglöp
um sínum. Eu pilturinn hélt áfram
að vinna, þar til hann varð fullorð-
inn, þá lagðist hann út og heflr síð
an búið I einveru úti frá mannabygð-
um og forðast alla umgengni við
annað fólk. Hann býr í litlum ó-
vðnduðum kofa, sem hann bygði
sjálfur og ræktar landsblett þar, sem
nægir til að fr«mfleyta ltfi hans
Systkyni hans færa honum einsöku
sinnum það sem þau hyggja hann
helzt þarfnist. Hann er nu kominn
á fimtugsaldur, hraustur, en syo þög-
ull að hann mælirekkí orð frá vör-
um við nokkurn mann. Þögn hans
er búin að vara í 30 4r og það er ‘
ætlun sumra, að hann sé svo búinn
að missa afl tungunnar, að hann fái
ekki mælt þó hann yildi. En aðrir
álíta að þegar faðir hans deyi, þá
séu llkur til að hann fáist aftur til að
tala. Margir gera sér ferðir til að
sjá mann þenna í hreysi sínu, en
hann ýmist felar sig þá eða hann
aðeins hristi höfuðið er á hann er
yrt. Hans helzta skemtun virðist
vera að sitja tímuru saman úti fyrir
húsdyrum sínum og horfa útí bláinn.
Annars heflr atferli hans haft djúp
áhrif á almenning þar I grend og
feður eru þar varkárari en áður I
meðferð barna sinna. Það er sú lær-
dómsríka lexía sem Jerry Miller,
hinn þöguli, hefir kennt.
PENING AV AN DRŒÐIN
Á ÍSLANDI.
(Eftir Þjóðviljanum).
Varla hittir «vo maður mann
hér syðra um þessar mundir, að
ekki leiðist taliðað peningavanðræð-
unum, er stafað hafa af þvl, að
Landsbankinn heflr í haust mjög
lítið getað sinnt lánbeiðnuin manna,
og jafnvel eigi séð sér fært að kaupa
ávísanir, frá áreiðanlegustu mönnum,
á áreiðanleg verzlunarhús I Dan-
mörku, nema af mjög skornum
Bkam.Jti,
Þetta hefir komið mjög óþægi-
lega niður á fjölda manna, kaup-
mönnum, þilskipaúrgerðarmönnum,
og mörgum, er hús hafa hatt í smíð-
um í Reykjavík.
Og afleiðingarnar hafa auðvitað
eigi farið fram hjá almenningi yflr
höfuð, þar sem hásetar á þilskipum
hafa t. d. eigi getað fengið kaup sitt
að fullu, og því eigi getað fulluægt
skuldbindingum sínum við aðra, afl-
að sér sláturfjár o. fl.; verkamenn og
húsasmiðir 1 Reykjavík hafa eigi
getað fengið verkkaup sitt greitt. fyr
en eitthvað réttist úr hjá bankanum,
o. s. frv. o. s. trv.
Fullyrt er, að landssjóður hafl
Iagt inn í bankann eða lánað honum
í svip, 245 þús. krónr, eða þar um,
—alt, sem hann mátti missa af hand-
bæru fé sínu, og það þó eigi hrokk-
ið meira en að f'raman segir, til að
hæta úr vandræðunum.
Hinar miklu húsabyggingar I
Reykjavík—sem að miklu leyti Jer
ráðist í af félausum mönnum, ein-
göngu I trausti til veðdeildarlána,
og víxillána, að þvf er veðdeildarlán
in ekki hrökkva til,—munu og bafa
gert það að verkum, að eftirspurnin
eftir peningunum heflr verið með
mesta móti, auk þess er ný þifskipa.
kaup frá útlöndam o. fl. fyrirtæki,
sem láns þarfnast, kalla að.
Haustmánuðirnir, áðurenvext-
ir og afborganir koma inn—ogmarg
ir munu því miður vera ærið trassa-
fengnir með slíkar greiðslur á rétt-
um tíma—, eru fog eðlilega þeír
mánuðirnir, sem helzt kennir fjár-
þurðar í bankanum.
Starfl bankastjórnarinnar er
orðið heflr að vega lánbeiðnirnar,
sem á gullvog, og skera við nögl
sér Jþað litla, sem veitt hefir verið,
heflr því í haust verið ærið vanda-
samur.
Og þegar nú þess er gætt, að
Landsbankinn heflr til þessa mest-
megnis verið notaður að eins af
Reykjavík, og héruðunum þar I
grendinni, en sára lítið af fjarlægari
héruðunum, þá dylst það væntan-
lega fáum, hve vandræðalegt ástand-
ið er.
Út um landið eru ,lánsverzlanir
aðal lánstofnanir almennings, og
er það fyrirkomulag almenningi og
veizlunarstéttinni jafn óhagkvæmt.
Peningavandræðin, sem verið
hafa hér syðra I haust. hafa llka orð-
ið til þess, að opna angu margra, og
færa þeim heim sanninn um nauðsyn
hlutafélagsbankans.
Með þvl fjármagni, er Lands-
bankinn á yflr að ráða, fullnægir
hann ekki þörfum Reykjavíkur, og
nálægustu héraða.
En ekkert er þjóðinni nauðsyn-
legra á þessum tlmum, en það, að
nægir peningar fáist I landinu, svo
að framtakssamir menn, er brjótast
vilja I gagnlegum fyrirtækjum,
þurfl eigi að leggja árar í bát, eða
komastí vandræði, af því að þessi
mesta nauðsynjavaran er ófáanleg,
þótt viðunandi trygging sé í boði.
Minni Islands
2. Ágúst 1902.
Þar sem f jallkonan aldur ól
Austur langt í vernum kalda
Þars nótt er björt af nætur sól,
Og norðurhafsins þrungin alda.
Styrklegar Ifœtur fjalla þvær,
Og fossa heyrist þungur niður.
Þar sem að blóm í brekku grær,
Og berst að eyrum svana kliður.
Þar er vor hugur þessa stund,
Hjá þér, vor kæra gamla móðir;
Vér vildum geta grætt þá und,
Er gáfu þér forðum böðla þjóðir,
Sem að þig rændu fraegð og fé,
Frelsi og erfðum manndóms kjarna
Er hlífðust við ekkert heilagt, né
Heiður þinna vöggu-barna. .
Útlendra bófa kvala klip
Kennuin ver, móðir, þér á örmum,
Og þinn grát-blíða sorgar svip
Sjáum vér enn, og tár 4 hvörmum.
Þó er eins og oss vakni von,
Vegna muni þér síðar betur,
Margan því áttu mætan son
Málsvari þinn sem verið getur.
Þin eru áð losna þræla bönd
Og þrotann dregur úr gömlum sár-
um;
Frelsisins sólar sést á rönd
Svífandi upp úr Jtímans bárum.
I lífæðum þínum þrótt og fjör,
Þykjumst vér sjá að nýju streyma.
Mun þetta boða betri kjör
Börnum þínumsem eru heima.
Sérhver morgun [og sólarlag
Systkinum vorum hjá þér færi
Sérstaka blessun sérhvern dag,
sem til þín, barnást, hjá þeim næri,
Fjarlægist alt, sem fær þér móðs
Fram um komandi alda raðir;
Ollu snúi þér æ til góðs
Alheimsins mikli guð ogfaðir.
Minni íslands
2. Ágúst 1902.
Þú auðgnótta eyland með elli-
krýnda brá,
Sem einmana stendur lengst norð-
ur í sj&,
Minnast þfn er skylda, að minnast
þín er traust,
Á manndáð og hreysti er skuldnm
vafalaust.
Að minnast þfn og unna, þér—
mæra áagrund,
Minnast þinna kosta, er fögur un-
aðs stund.
Meinin þín að græða, og mann-
dóms inna skil,
Já, minnast þess í verki, að hjá
þér vorum til.
Um austurveg er runnin með yl-
hýrum blæ
Arröðull fagur úr tfmanna sæ.
Vaknaðu, móðir! ogmynd þá helgu
sjá,—
Er Mínerva dregur um loftgeiminn
há.
Þar mannúð og vfsindi haldast í
hönd
Að hefja þinn sóma, og slita þau
bönd,
Er heimskan og kreddur [og kúgun
og fs,
Þigkeyrðu í dróma;— þér sigur er
vfs,
Þvf tímarnir breytast, og tíminn
er hér nú,
tökum hann um ennið með þreki
von og trú
um framtíð fræga, bjarta, frjálsa
og göfga þjóð,
Sem elur eyan góða,—vort eigið
lff og blóð.
S. J. Bkörnsbon.
Minni íslands.
2. Ágúst 4902.
O. broskr/nda ættland á blá-
strama miði
Vér biðjum þ<'T hamingju og frama
í dag,
Að heil sértu ætfð með hagsæld og
friði
Og holl sé þér framtfð, og efli þinn
hag.
Vér óskurn af hjarta þú blómrósir
breiðir
Bjartar og trúar á þjóðlffsins
hvarm,
Ogfremst sértu ætfð um framsókn-
ar leiðir
Frelsið þér leiki um funheitan
barm.
Ó, ljóskrýnda eyjan, sem lífgar og
glæðir