Heimskringla - 25.12.1902, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.12.1902, Blaðsíða 3
HEIMSKRIXGLA 25. DEKEM3ER l‘K)2. heimilisréttarland sitt undir nafn- inu H. Hall. Það hefði því verið töluverð fyrirhöfn og vafstur að breyta nafninu í annað sinn, og því gerði hann það ekki, þegar við vaxandi þekking hann fann til blygðunar fyrir heimsku sína og gikksliátt, hann sá að allir nýtir menn frá Norðurlöndum héldu við sfn fornu og upprunalegu nöfn, en fyrir honum var komið sem komið var; en samt viljum vér honum til geðs nefna hann Helga þegar f>örf gerist, eins og að undanförnu. Nýlendan blómgaðist ár frá ári, Neshjónin náðu í heimilisréttar- land, liðuga mflu frá landi Helga. Gegnum jaðarinu á þessu landi féll lækur f fögrum bugðum, með fram læknum var enn nokkuð af skógi sem endast mundi til eldi- viðar um mörg komandi ár; við eina bugðuna á læknum var fagur grasflötur sem reis aflíðandi upp frá læknum sem þar fram undan líktist ineira litlu stöðuvatni en rennandi vatnsfalli. Þenna gras- fl<>t kaus Guðrún sem byggingar- stæði, þvf bæði var þar xftsýni hið fegursta, [>vf með fram liylnum stóðu stöku tré allstór, og f>ess ut- an var landslagið svo að tilhlýði- legt var að kalla þessa nýju bygð Nes, eftir hinni gömlu jörð heima, sem var hennar föðurleifð; en eins og áður er sagt var nú orðin ann- ara eign. Þegar þau hjón höfðu búið þrjú ár f nýlendnnni var ný járnbraut lögð annars vegar við hana, svo nú voru að eins sex mflur frá Nési til hins nýja markaðs. Nes- hjónin og Helgi höfðu áður verið lengst frá kaupstað af nýlendubú- um, en híifðu nú skemri veg en aðrir landar er nýlenduna bygðu, f>ess utan leit út fyrir að hið nýja kauptún ætlaði að verða ágætis markaður, þvf J>ar sem fyrir einu ári var eitt hrörlegt bónda býli, var nú risinn upp bær með fjíigur til fimm hundruð íbúum. Olafur vann af miklu kappi við húsabyggingar allan þann tfma er hann mátti missa frá búskapar- störfum. Alt gekk vel, jörðin gaf af sér ríkulega uppskeru og gripir fjiilguðu drjúgum. Það var mál manna að Helgi væri kominn f á- gæt efni og að Neshjónin væru rétt á eftir honum; þau höfðu líka haft dálítinn fjárstyrk að byrja með, og fess utan liafði Helgi hjálpað þeim með ráði og dáð, sem ekki verður til peninga metið,- Haust var komið. Þau hjón höfðu verið þrjú og hálft ár á hinni nýju bújörð, þá var það eitt kvöld að Ólafur kom frá bænum, hann var undir áhrifum víns, og með honum var náungi með grátt liár og skeger og lítil mórauð augu langt inn í hiifði, hendurnar vorií magrar og sinaberar, fingurnir langir og krækluíegir, með neglur íklæddar sorgarbúningi. Olafur ávarpaði konu sfna ú þessa leið: Ég hef haft skifti við þenna herra á feg- ursta húsinu í bænum og. þessu landi, þar fer mikið betur um þig, og börnin geta fengið góðan skóla þegar þau vaxa upp; en c g hef frá 3 til 4 dollara á dag, árið um kring. Hana nú, ekkert gjnmm, alt er um garð gengið, bara krotaðu nafn þitt þarna rétt á þessa línu—svona á að fara að |>vf, nú Brown, nú er alt lireint og klárt okkar á inillum. Maðurinn ineð gráa skeggið braut saman skjalið, hóstaði tvisvar hneigði sig kurteislega og fór. Olafur gekk út með honum og var nll-lengi burtu. Guðrún sat sem steini lostin. Það leit út fyrir að hún liefði ekki vitað hvað hún gerði: en smám- saman kom hún hugsunum sfnum f skipulag. Hún sá að bújörð Þeirra var farin úr þeirra eigu; hún ávltaði sjálfa sig fyrir hugsunar- leysið og fljótfærnina; hún vissi vel að ef liún hefði þverneitað að skrifa nafn sitt undir samninginn fyrr en hún hefði verið búin að hugsa málið frá öllum liliðum, f>á hefði bóndi hennar látið hana sjálf- ráða. 0, ef hún hefði liugsað hvað hún var að gera þá hefðu þessi skifti aldrei af gengið. Hún hafði oft hugsað sér að eyða þvf sem eftir var æfinnar á þessn land- námi. Henni fanst alt starf sitt hafa verið svo blessunarrfkt frá Þvf að þau settust að í j>essu nýja heimkynni. Hún liafði unnið mikið og gert mörg verk er henni hafði aldrei komið til hugar á ís- landi að hún mundi þurfa að vinna, en nú virtist henni að erfiðið mundi fara að minka, eftir því sem efni þeirra margfölduðust. En nú hafði hún f hugsunarleysi kastað öllu frá si'r. Nú átti hún að flytja til bæj- ar þar sem hún þekti engan og gat við engan talað, þvf þar var enginn landi hennar. Hún grét sáran. Það var eius og hulin rödd hvfslaði f eyra hennar hendingunni: "Sárið það er sviða mest er sjálfur lief ég stungið”. Hún einsetti sér að minnast aldrei á þessi ógeðfeldu umskifti, því henni fanst rangt að álasa bónda sínum fyrir orðinn lilut; þar alt var gefið i hennar vald ef hún liefði haft vit á að útvelja rétt, ef hún liefði ekki verið of sein að nota vald sitt, hún sá að maður hennar meinti vel, en hann sá ekki heldur fram f veginn. Henni einni var um að kenna. Henni var boðið sjálfdæmi, en liún hafði ekki skarpleik til að velja þaðrétta. Hún varð að taka með þolinmæði afleiðingunum af sfnu eigin vali. BÆJA.RLÍFIÐ. Um vorið fluttu þau í hið fagra hús; það var eins og Ólafur hafði sagt henni, eitt hið bezta hús í bænum, há og rúm- góð herbergi, vel útbúin af gólf- ábreiðum og húsbúnaði; það leit því út sem Guðrún ætti að vera á- nægð, en samt var hún J>að ekki. Hún liafði lært að elska konu Helga, sem var óbrotin bóndadótt- ir, einlæg og laus við alla tilgerð og gikkshátt, en f bænum þekti hún engan. gat ekki talað þeirra mál er bjuggu f næstu húsutn við hana; hún var því einmana á meðal fjölda fólks. Svo bar hún kvíðboga fyrir bónda sfnum, hann vann að vísu á hverjum degi og veitti henni alla hluti til húsþarfa, en hún vissi að hann var meira og minna undir áhrifum víns á hverju kvöldi, þvf í bænum voru þrjár drykkjustofur, samt hafði liún sjaldan minst á þenna kvíða við Olaf, og þó fanst henni það að eins tfmaspursmál þar til bóndi hennar yrði eyðilagð- ur fyrir ofnautn áfengra drykkja; |>ar við bættist að henni fanst hún vera orsök f öllu þessu af því liún brúkaði ekki skynsemina til réttrar yfirvegunar þegar heimilaskiftin voru gerð. Hún reyndi að afsaka sjálfa sig með því að það hefði nú raitnar litið út ókvennlega að fara að J>jarka við bónda sinn framan f enskum manni, sem ekki skildi tungu þeirra, og svo hefði hún ekki haft næga þekkingu á gangi hlutanna ( þessu landi. En allar þessar afsakanir gáfu henni að eins stundarfrið. Hún skildi það nú til hlýtar að lög landsins álitu hana fjár síns ráðandi. Hún vissi það líka að hið litla stofnfé þ<>irra var hennar fé. Þvf var J>að að hún oft í einrúmi feldi brennandi gremju- tár yfir sinni eigin fásinnu, því eftir þvf sem tíminn leið sá hún einlagt betur og sk/rar hvaða ein- feldningur hún var. Ofan á alt þetta bættist að elsta barnið, fríð og gáfuð stúlka, nær því átta ára, var heilsulaus. Hún veiktist síð- ari part sumarsins; læknirinn sagði að það sem að henni gengi væri illkynjuð uppdráttarsýki, sem hann þó gæti læknað með tfmanum; en með byrjun Nóvember fór hún al- gerlega í rúinið. Ólafi þótti undur vænt um Önnu litlu, eins og öll börnin, það bar þvf ekki ósjaldan við að hann kæmi heim á kvfild- in ódrukkinn og þá var hann ætfð boðinn ogbúinn að lijálpa konunni og leika við börnin, og yfir höfuð var ekki hægt að segja annað en þegar hann var með sjálfum sér var liann ástúðlegur faðir og eigin- maður. JÓLANÓTTIN, Anna litla varð einlagt veikari, hóstinn og J>reyt- andi verkur f kverkunum kvaldi hana nótt og dag. Læknirinn var að mestu hættur að koma þangað, þvf hann vissi vel að hann gat ekki læknað barnið, en liafði ekki nægilegt siðferðisþrek til að segja foreldrunum sannleikann; heldur gaf hann þeim einlagt góðar vonir, sagði hún yrði betri með vorinu, þegar blessuð hlýindin kæmu. En hinn eyðandi sjúkdómur hélt ein- lagt áfram að naga rætur Ifffær- anna. Móðir hennar skildj að hér var að eins um tímaspursmál að ræða, að endirinn var nálægur, er mætir oss öilum fyr eða sfðar. Aðfangadagsmorguninn virtist liún miklu frfskari; hún fór að tala um jólagjafir, er hún liafði hugsað sér að gefa yngri börnunum, en svo yrði það að bíða næstu jóla, þá yrði hún frísk, og hefði ineiri pen- inga að kaupa fyrir, og svo fór hún að ráðgera hvað hún ætlaði að kaupa systur sinni, og litla drengn- um ætlaði hún að gefa hest, hann yrði þá eldri og færi betur með dýrgripinn og alt þar fram eftir, er bar vott um von og barnslegt sak- leysi; en þegar leið á daginn þyngdi henni, liriglan f hálsinum fór vax- andi og kaldar svitapérlur, undur smágjiirvar, stóðu á hinu magra og bleika andliti. Þegar klukkan var sex um kvöldið kom faðir hennar heim; hann talaði blíðlega við hana og sagði: “Nú vinn ég ekki á morgun og verð heima hjá j:ér all- an daginn litla elskan.” En Anna virtist ekki veita því neina eftir- tekt. Eftir kvöldmat þyngdi henni óðum, altaf J>rengdi að andrúminu og það sem hún talaði var um und- arlega hluti, Móðir hennar þóttist sjá að endirinn var nálægur, hún þerraði svitann af hinu föla and- liti, svo gekk hún f næsta herbergi, þar sem Ólafur sat og las blöðin, hún lagði hendina blíðlega á öxl bónda síns og sagði: “Ég held þú verðir að sækja læknirinn, henni er altaf að þyngja.’* Ólafur lagði blaðið frá sér, fór f yfirskóna og vetrarfrakkann. Má vera að Anna hafi séð þenna útbúnað og borið skyn á að faðir hennar var að fara eitthvað burtu; Ólafur lieyrði hana segja eitthvað, hann gekk að rúm- inu, laut ofan að henni og honum virtist hún segja: “Kystu mig pabbi áður en þú ferð.” Hann kysti á vanga barnsins og sagði: “Eg skal ekki vera lengi.” Svo fór hann út f vetrarnóttina; liimininn var falinn drungalegum snjóskýum, jörðin var livít, svo himin og j">rð virtust renna saman í óákveðna heild. Læknirinn bjó f hinum enda bæjarins, svo Ólafur þurfti að ganga gegnum bæinn og fara fram lijá tveimur drykkjustofum. Þegar hann er að fara fram hjá fyrsta gildiskálanum inætir hann Mr. Gray, sem var einn af samverka- mönnum hans; þeir bjóða hver öðru gleðileg jól og því til styrk- ingar býður Gray honum inn' að hafa einn, svona rétt tii hressingar. “En ég er að sækja læknirinn fyrir elsku barnið mitt,” sagði Olafur í lágum rómi. “Já. já, vinur. því frekar þarft þú á hressing að halda og það þarf ekki að tefja fyrir þér.” Og Ólafl fanst nú raunar að hann þyrfti liressingar við. og þess utan var Gray gœð.i drengur, svo það var raunar ókurteisi að þiggja ekki boðið. Svo gengu þeir báðir inn og tóku sín þrjú staupin hvor, og af því jólanóttin var að byrja bauð vfnsalinn þeim að liafa eitthvað upp á sinn reikning, og' þeim virt- ist réttast að þiggja það svona um jólin, og með þvf lfka að þeir höfðu eytt töluverðri upphæð á þessari stofnun undanfarandi ináiiuði.þá á- litu þeir réttast að fleytifylla staup- in, svona eins og til að friða sam- viskuna, sem stundum var með alslags ónotum út af því að þeim peningum væri illa varið, er þeir borguðu fyrir áfengi. Nú skulum við ganga héðan sagði Gray, og svo bætti hann við, “farðu nú og náðu lækninum, ég vona baminu {>fnu batni. Góða nótt.” Svo f<>r Gray heim til sfn; hann var einn af þeim fáu mönnum er drakk áfengi dags daglega, en J>ó svo iið kunnugustu menn sáu aldrei neinn mun á honum, hann var ætíð glaður og skemtilegur og virtist enga áhyggju bera fyrir hinum komandi degi, hann dæmdi alla aðra eftir sjálfum sér, Imnn gat ekki skilið að fjögur staup af víni gerði Ólafi nokkuð til eða frá, þvf eins og áður er getið vildi Gray öllum gott gera og nær í hvívetna drengur hinn bezti. Olafur átti eftir að fara fram hjá einni veit- ingakrónni áður en hann gæti fundið læknirinn. Undur blíð, en þó óákveðin r<">dd, hvfslaði að lians innra manni—taktu nú ekki meira — mundu eftir hinni elskulegu konu. sem heima situr og henni litlu Önnu, sem bliknað hefir und- an fingraförum dauðans áður en lífssólin er koinin f dagmálastað en liin fjögur vfnglös voru nú farin að grafa um sig. Ólafur segir í hálfum hljóðum eins og hann væri að tala við einhvem er heyrði framúrskarandi vel: Vertu ekki að neinum ónotum, jólin koma ekki nema einusinni á ári hverju, og maður sem þrælkar alt árið, á þó skilið að hressa sig stöku sinn- um. Hann var nú rétt kominn að húsinu þar sem drykkjustofan var, og í dyrunum stendur gamall verk- stjóri, er oft hafði veitt honum Vinnu. Hann varð undur glaður að mæta Ólafi eins og á óskastund, því nú var svo sem sjálfsagt að bleyia í einum kringlóttum — og þeir fóru báðir inn i drykkjukróna án frekari athugasemda. Inni fyr- ir voru margir at samverkamönn- um Ólafs, sem allir voru glaðir og kátir að fá sör hressingu, og vildu endilega að allir aðrir væru glaðir og ánægðir, |>ó ekki væri nema rétt um jólanóttina; og vínið flóði og fjaraði og titraði og svall í gullnum hornum, og vitið og skylduræknin þvarr hjá J>rælum vfnguðsins. Há- reisti og kveðskapur viðbjóðsleg- ustu kvæða var jólanæturgleði þeirra er heimsóttu þetta gylta musteri glæpa og svfvirðinga, sem er sterkasti votturinn um gallana á þvi fyrirkomulagi sem alment er kallað menning og siðfágun vorra daga. Guðrún var heima, henni fanst hver mínúta sem heil klukkustund. Sjúklingnum J>yngdi alt af, en ekki kom faðirinn eða læknirinn, klukkan var eftir tfu. Hin tvö börnin voru sofnuð. Hún mink- aðí ljósið í setustofunni en kveikti á stórum borðlampa f svefnlierberg- inu, þessi lampi hafði rauðbleikt glerliulstur kringum ljósið og varp því frá sér rauðleitri birtu f lfking við deyandi kvöldroða; herbergi þetta var stórt og rúmgott; annars- vegar var rúm |>ar sem börnin sváfu dreymandi sæla drauma um bariislegt sakleysi, þau blunduðu svo vært að vart, heyrðist gegnum næturkyrðina andardrátt.ur þeirra. Hitt rúmið liafði verið dregið fram á mitt gólfið, svo hægt væri að ganga kringum það og því hægra að hjúkra sjúklingnum; hæginda- stóll stóð framan við rúmið, sem Guðrún sat á; dauðahriglan fór vaxandi og fíngerð froða safnaðist f munninn, lungun voru búin að missa kraftinn; Guðrún þreifaði á fótum barnsins og fann að J>eir voru nákaldir; hún vissi að í næsta herbergi var glæðilegur harðkola- eldur og þess utan fanst henni heitt, samt leit hún á hitamælir- inn og sá að hann taldi nær þvf áttatfu stig; hvað gat bún gert? Henni kom til hugar að hátta og leitast við að verma hfð deyandi barn ineð sínum eigin lfkama, hún fórað hátta, var komin í náttkjól úr drifhvftu líni; hárið, sem var mikið og dökkjarpt, bylgjíiðist, laust ofan fyrir mitti, hún varð að gera það u;>p í flýti: hún gekk að speglinum, vatt hárið f hönk upp á hvirfilinn. Klukkan sló hálf tólf, hinar augurblíðu hljóðöldur frá klukkunni snertu samróma strengi f sálu konunnar; hún kiptist við, hárið féll aftur niður eftir bak- inu, hún sneri sér við og leit til sjúklingsins; munnurinn var hálf- opinn og sömuleiðis hin himinbláu augu. en J>au voru lireyfingarlaus. hún hentist að rúminu, lagði hend- ina á brjóst hins litla líkama um leið og hún veinaði — hjartað var hætt að slá. Guðrún kraup við rúmstokkinn, greip báðum höndum fyrir andlitið og grét ákaflega f 10 eða 15 mínútur, en svo minkaði gráturinn og veinin urðu að angur- blíðum andvörpum; það var eins og sorgin liefði slitið kröftum sfn- um meðan hún fékk óliindruð að brjótast fram f brennandi tárum og angurblfðum andvörpum; liún leit á hið liðna lík, henni fanst hún ekki hafa þrek að rísa á fætur, hún fann sárt til þess hvað hún var löm- uð á sál og líkama; var þrekið búið að yfirgefa hana þegar mest reið á? Húnlét höfuðið hnfga og bað liátt og innilega um styrk; svo lyfti hún höfðinu og horfði á hið sakleys- islega lík.—Hún var farin, það sem eftir var, voru liinar lirörlegu um- búðir: en hvað tók við? Hún gat ekki hugsað um hin dularfullu spursmál lífs og dauða: en samt fanst hinni að hún hefði verið sælli ef liún hefði kvatt lieiminn á vormorgni lífsins. þegar æfisólin skein blfð og ljómandi f miðmorg- unstað, á meðan Iffshimininn var blátær og ömælanlega hár, liver er sinnar lukkusmiður, kom heiini til hugar, en var það virkilega satt? Á unga aldri hafði hún heyrt svo mikið talað um forliig og forlaga trú, og á þeim árum fanst henni það yndisleg tilhugsun að öll kjör mannanna væri liáð órjúfandi liig- um; en var það þá áreiðanlegt að svo væri? Hún vissi það ekki: en henni fanst hún hefði af óháð- um frívilja útvalið sitt eigið hlut- skifti, hún útvaldi bónda sinn, hún og hún éin lagði á ráðin til vestur- ferðar, bóndi hennar var því mót- fallinn, en lét, tilleiðast fyrir henn- ar áskorun og að sfðustu var það hún sem var bein orsök 1 heimila- skiftunum, og það áleit hún það mesta ógæfuspor er liún liafði stig- ið Hún leit aftur á lfkið er blundaði svo rólega f hinum and- vökulausa svefni; var það virki- lega henni að kenna að barnið hennar lá nú liðið? Hún skildi það ekki og gat því ekki gert nein- ar ákveðnar ályktanir-og þorði það heldur ekki; væri það ekki voða- legt ef hún gæti fundið beina or- sök er benti í þá átt að liún væri sek, því ekki reyna að útrýma þess- um kveljandi endurminningum ? Lffið var sveipað dularfullum um- búðum er mannlegt auga sá ekki gegn; hún andvarpaði sáran, en tárin neituðu að falla. Klukkan sló tólf, hún fór liægt að því, það var eins og þessari stundavél þætti fyrir að raska miðnæturkyrðinni, en Guðrúnu fanst hljómurinn lfk- astur lfksöng eða bergmáli brest- andi hjarta. Það var gengið upp að framdyr- um liússins og hurðinni hrundið ujip, það var húsbóndinn; þegar hann kom inn í stofuna rasaði hann um stól og lét óðar blótsyrði fjúka, liann sveiflaði sér úr yfirfrakkan- um og fleygði honum á gólfið, svo kastaði hann til hliðar dyratjöld- unum og steig tvö óstyrk spor inn fyrir dyrnar, en J>ar'sá liaun Þá sjón er koin honum til að stöðva ganginn; við hina rauðleitu birtu sá hann að f rúminu lá Anna litla dauð með liálf opin augun og munninn, hon- um fanst líkið horfa á sig. Við rúmstokkinn kraup hin ástúðlega kona hans í snjóhvítum náttkjól með flaxandi hár, liún horfði á hann, andlit hennar var nær því eins hvftt og kjóllinn er liuldi lfk- ama hennar, augun sýndust stærri en vanalega og hafa tapað hinum bjarta tilfinningarbjarma. Olafur stóð fá augnablik hreyfingarlaus, víman livarf úr höfðinu og •hans eigin samviska kvað upp yfir hon- um vægðarlausan dóm, dóm sem féll með voðalegum þunga yfir sálu hans, liann rendi augunum upp á við eins og hann vildi leita til hæða eftir fyrirgefning <>ða styrk. en Jað var að eins fá augnablik; það var <‘ins og liulið segulafl drægi hann til að horfa á þessa hryggilegu sjón, linnn sá þar glæp sinn í sterkara ljósi en lýst verður með penna eða tungu, en hver v>ir afleiðingin? Honum sýndist og finst það eðlilegast að konan lians væri búin a.ð missa vitið; hann rak upp gegnumgangandi angistarvein rétti fram hendurnar og færðist nær konunni eins og hann ætlaði að faðma, hana, en hún rétti upp hendina og sagði, eins og f biðjandi róm er titraði af innvortis stríði: “Snertu mig okki.” og um leið benti hún á hið bleika andlit hins liðna barns; svo greip hún b&ðum höndum fyrir andlitið, hallaði sér lítið eitt áfram og grét ákaflega. Ólafr gekk kringum rúmið, laut nið- ur að liinu dauða bami og kysti hið bleika og kalda andlit, svo kraup hann við rúmstokkinn og grét eins og barn.—Gegnum huga hans rann með undra hraða hin liðna æfi; hann sá nú fyrst hve mikið ómenni hann var, sem hann áður hafði aldrei tekið eftir, hann hafði held- ur aldrei gert sér skýra grein fyrir þvf hve góða konu hann átti; en nú sá hann fyrst hve mikið hún hafði lagt í sölurnar fyrir hans skuld; nú skildi hann að hún flutti frá æsku- stöðvunum á Islandi í þvf eina augnamiði að bjarga honum frá eyðileggingu og vanvirðu; hann mintist þess hve erfitt hún hefði átt hér fyrstu árin f þessu landi; hann mundi enn fremur að hún sagði við ynis tækifæri að hún yrði aldrei þreytt að vinna, þegar effiði sitt væri fyrir þá sem hún elskaði, en þá hafði hann ekkert veitt því eftirlekt, en nú reis ást hennar og sjálfsafneitun upp í lniga lians. sem endurminningarsvipir hins löngu liðna; hann sá hve viðbjóðs- legt og vanþakklátt ómenni hann hafði einlagt verið. Hvað gat hsnn gert að bæta brot hins liðna? Það var að eins einn vegur, allir aðrir voru stefnulaust vafstur, og þessi vegur var að byrja nýtt lff, en var það þá ekki um seinan? Hann leit til konunnar yfir hinn lfflausa lfkama og sá að hún var hætt að gráta og horfði á hann með ró ög meðlíðun, en ekki með fyrir- litning, eins og honum fanst hann eiga skilið, var þ;ið mögulegt að liún gæti fyrirgefið honum ? Konu- hjartað hlaut þó að vera takmark- að, hann hafði gert meira á liluta þessarar konu en nokkurrar ann- arar persónu dauðrar eða lifandi, var það mögulegt að elska hennar væri óslökkvandi, að hún gæti enn borið traust til hans, sem svo oft hafði svikið hana; á svip hennar gat hann ekki séð neina breytingu, þar var sama einlægnin, sama ást- in, honum óx þrek; hann tekur til máls með skjálfandi rödd: “Ég ætla <>kki f nótt að biðja þig fyrirgefn- ingar á öllum þeim mótgerðum er ég hefi gert á þinn lilut, en ég sver það við alt sem er heilagt, við hina burtuförnu sál barnsins okkar, að upp frá þessu skal ég aldrei vfn bragða,” “Gerðu það ekki vinur, því áður hefir þú heitið mér slfkum heitum og þér er sjálfum kunnugt hvernig þú h<>flr slík loforð haldið, mér er engin hjálp f því að þú einu sinni enn rjúfir heit þín— gangir á bak orða þinna.” Guðrún sagði þ<>tta f blíðum og viðkvæmum róm, er skalf lítið eitt a-f geðshræringu. “Það er heilagur sannleiki er þú segir,” sagði Ólafur um leið og hann gekk til konunnar tók hana f faðm sér og hélt svo áfram: “En ég hef aldrei kunnað að meta þig fyrr en nú; ég lief ætíð verið hug- laus skræfa, er leitast, lief við að þóknast sjálfum mér; ennú finnég til styrkleika, sem ég liefi ekki áð- ur þekt, ég skal byrja nýtt lff, og með guðshjálp og aðsfoð þinni skal ég sigra.” Sú litla aðstoð, sem ég get, veitt þér, skal í té látin eins og skyldugt, er,", svaraði Guðrúu og hallaði höfðinu uppað hinu manns- lega brjósti bónda sfns, og sain- bland hrygðar og ástartára runnu niður hina fiflu vanga. NIÐURLAG. Mörg ár eru lið- in síðan hin eftirminnilega jóla- nótt leið yfir Neshjónin, sem skýrt var frá hér að framan; Næsta vor fluttu þau á landnám sitt, hinn inneygði Mr. Brown með mögru fingunia og sorgarbúnu neglumar, varð að fá fimm hundruð dollars fyrir eftirlátssimiina. Helgi frá Hálsi hljóp undir liagga með vin- um sínuin og útvegaði peningana, s<“in sá gráskeggjaði liafði búist við að yrði ómögulegt fyrir Ólaf að ná í, en þegar hann hafði feng- ið peningana og gengið. vaudlega frá J>eim, ren<li hann mórauðu aug- unum, er virtust tíjóta f gráhlámn vökva, til himins. um leíð og hann gat þ<>ss að hann hefði tapað þús- ui.di á þessari eftirlátsemi sinni, hann andvarpaði þungan, en hvort. það h<“fir verið af því að hann sá eftir að hafa ekki sett, Ólafi meira en hann gerði, <-ða liann liefir verið hræddur um að hinu' andlegi bókhaldari ritaði upphæðina f þann dálkinn sem sfður skyldi. v<>rður ekki með vissu sagt, þvf mannlegt hugskot er hulið ógagnsæjum ský- l bólstrum. Og svo er það ymlislegt Sept- embermánaðarkvöld að vér kveðj- um vini vora. Sólin var að hnfga að baki hinnar öldóttu sléttu, er virtist bylgjast fyrir auganu eins og ókyrr hafflötur. Neshjónin og vinir þeirra, Hálshjónin, sátu á

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.