Heimskringla - 26.03.1903, Blaðsíða 1
Arnljótur B Olson jftw03
XVII. WINNIPEG, MANITOBA 2(i. MARZ 1903. Nr. 24.
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Eftir miðjan þenna mánuð kom
skipið Mariposa til San Erancísco.
Það kom frá Samoan eyjum, og flyt
nr fréttir um ofveðrið, sem þar var i
Janúar síðastl. Veður þetta sépaði
burtu húsum og kofum, og sjórinn
gekk næstum yfir sumar eyjarnar.
Full 600 menn fórust og eignatjón
er afarmikið, og fólk stendur þar
uppi nakið og hungrað. Veðrið stóð
yfir í 3 daga, 14., 15. og 16. Fjöldi
aðkomufólks var statt á eyjunni,
því þessi tími er sjóböðunartími þar.
Regn og eldingar fylgdu veðri þessu
Sumt af fólkinu batt sig við coco-
hnetutré og dó, sumt komst lifs af,
með því móti. Margt af fólki fékk
ekkert að eta í fleiri sólarhringa.
Stjórnin á eyjunutn hefir skoraðá
aðrar stjórnir að hlaupa undir bagga
og forða mannfelli. Er bfiist við að
Frakkar verði hiDir fyrstu og
fremstu að hjálpa. Ýmsra þjóða
skip, sem voru við eyjarnar og kom
ust af, hafa hjilpað eyjabúum
daglega.
—Monte Carlo, 17. þ. m. Skák
tournament, sem háð var hér, hefir
endað þannig: að Tarassh fékk 1.
verðlaun (20 vinninga), Maroczy 2.
verðl. (19 vinninga) og Pillsbury 3.
verðl. (18^ vinning).
—Það gengur einatt í stappi á
milli Canada og Bandaríkjanna út
af landamerkjum milli þessara þjóða
á Alaskaskaganum. Um þessar
mundir eru þeir að útnefna menn í
nefnd til að koma sáttum og samn-
ingum á í þessu máli. Stjórnin á
Englandi þaif að samþykkja þá
menn, sem Canada útnefnir. Einn
af þeim er fyrrverandi fylkisstjóri í
Quebeefylki, Sir Louis.
—Lýðsatkvæða úrskurður hefir á-
kveðið tollhækkun á vörum í Sviss
landi. Nauðsynjavörur hækka því
í verði, og er búist við að það
hafi þau áhrif á ferðamenn þar í
landi; að hótel og gististöðvar hljóti
að selja greiða dýrara, en þau hafa
gert til þessa.
—Fréttir eftir nafnkendum manni
f Ástralíu segja, að þar sé til tegund
af fólki, sem búi í flóurn og votlendi,
og geti ekki lifað á þurru iandi.
Fyrir löngu síðan hafa gengið sögur
um Þetta fólk, og virðist sem það
hafi verið þar frá ómuna tíð, Fólk
þettaer kallað Ahgaiambo. Þetta
folk býr sér til kofa og hreysi á tóm
og leirhnausum, sem ná 12 fet
upp fyrir vatnsborð. Það ferðast á
kænum og bjálkum fram og aftur, og
fer aldrei upp á þurt land. Það er
framúrskarandi fimt að svnda, og
fer gegn um fljótanda jurtafieka og
mosa. Sá sem segfr frá þessu fólki,
segir að það sé svo skinnveikt á fót-
uuum, að það geti ekki gengíð á
þurru landi. Álits er fólk þetta
ekki frýnilegt; það líkist manni ofan
að rnitti, en leirlitað og húðjn í fell-
ingum. Það er stutt neðan yið mitti
og fæturnir eins og hlemmar í lag
inu, en þunnir, líkjast tilsýndar
öpum meira en nokkur annar mann-
llokkur.
—Þýzkalandsstjórn heflr skipað
fótgönguliði sínu að hata ákveðna
hundatölu í hverri deild. Engin
hergöngudeild má hafa færri en tvo
hunda, og engin tleiri en tólf. Þessir
hundar þurfa að vera vandir til sér-
staks starfa, og vera áreiðanlegir í
starfi þvf, sein þeim er ætlað að
vinna.
—Stjórnin á Rússlandi hetir skip-
að umboðsnefnd undir stjórn innan-
ríkisráðgjafa Von Plouve, og á hún
að búa til form og reglugerð urn
rýmkaiidi stjói narumbætur á Rúss-
landi. Keisarinn hefir sjálfur skip-
að svona fyrir. Nefndin er tekin til
starfa. Það á að koma fylkjastjórn
á, til að annast sín sérstöku mál f
sambandi við landsstjórnina. Keis-
aranum virðist vera ant um að beztu
menn landsins eigi hiut að máluin 1
þessu fyrirtæki.
—Fátt vekur meiri eftirtekt þessa
daga, en ákæra Mr. R, R. G«meys
geng stjórninni í Ontario. Hinn
nafnkunni rithöfundur Canada,
Goldwin Smith, hefir þegar skrifað
um málið, og heimtar að stjórnin
sýni enga undanfærslu eða útúrdúra
f meðferð þessa máls. Sé hún sek,
eigi hún að fá maklega hegningu. I
fjcigur síðustu ár hatt hún kastað
óvirðlngar og smánar skugga á fylk
ið gegnum kosningasvik og atkvæða
kaup. Ef Garney og hans fiokkur
ber fram ósanna ákæru, þá eigi liann
og flokkur hans að fá maklega hegn-
ingu.Með hverri lest þyrpist til Ont.
fregnritar frá Bandaríkjunnm til að
fá allar upplýsingar í þessu máli|sem
fyrst og senda blöðum sínum. Þetta
eru nafnkendustu blöðin, sem sent
hafa færustu fregnrita sína til að afla
frétta: New York World, New
York American, Chicago Tribune,
Chicago Record: Detroit Free Press
og Buffalo Expressm. fi.
Járnbrautarslysin halda áfram
bæði í Bandaríkjunum og hér í Ca-
nada og virðist sem þau séu langtum
tíðari nú um tíma, en yenja liefir
verið til, og er það mál orðið full-
komlegta athugavert.
Óeirðir og vandræði hafa verið
talsverð á Fiji eyjunum f Kyrrahaf-
inu. íbúar þar hafa fiestir verið
kaþólskir, en nú í seinni tíð hafa
mótmæiendur haft þar trúboða og
hafa þeir snúið nokkrum til sinnar
trúar. En kaþólskir þyktust við
þetta og tóku biblíur trúboðanna og
brendu þær. Af þessu stafa óeirð-
irr.ar þar.
Þann 19. þ. m. var vábrestur í
no. 1 Dominion Coal námunum, ná-
lægt Glace Bay í B. C. Öllum
námamönnum varð forðað út úr nám
unum, en þær standa í báli.
— Sagt er að l'ivarður Roberts
ætli að heimsækja Bandaríkin á
næsta sumri, þó líklega ekki fyrr en
í September. Það er mælt að hann
bíði eftir fararleyh frá gfjórninni.
Sagt er að lávarðurinn hlakki mjög
til þessarar farar og hafi yndi af að
sjá Ameríku.
Helzt er í ráði nú að fá verka-
menn frá Kína til að vinna í Dám-
unum í Transvaal. Umboðsmrnn
til að útvega Kfnverja til þessa
starfa eru þeir Skinner og Noyes.
Þeir ætia að leggja af stað frá Lun-
únum þessa daga og fara til Mew
York og þaðan til California, og afla
sér upplýsinga þar um vinnusamn-
inga við Kínverja.
—Gerðarnefndin, sem Roosevelt
forseti útnefndi í Október sfðastl til
að gera út um kolaverkfallið í Penn
sylvania, hefir nú lagt fram gerðar-
dóm 8inn í rnálinu. Hún ákveður
i0% hækkun á kaupi námamanna,
frá 1. Nóv. siðastl- og eins lengi og
þessi úr.skurður er bindandi fyrir
báðar hliðar, og skal sú launahækk
un greidd námamönnum fyrir 1.
Júní, sem fellur -í gjalddaga milli
1. Nóv. og 1. Apríl þ. á. Enn frem-
ur ákveður nefndin um lengd vinnu-
tfma. Verkfræðingar við námurnar
vinna 8 kl.tfma á dag o. s frv.
Einnig setur hún ákvæði um fram-
tíðar deilumál námaeigenda og
námamanna, með mörgu fleira.
Ekki má rjúfa reglugerð þessarar
gerðarnefndar fyrir 31. dag Marz-
mánaðar 1906, og eru báðir niálsað-
ilar ábyrgjanlegir og skulu sektum
sæta, ef þeir brjóta þar frá Að
öliu samantöidu græða námamenn á
gerðardómnum, þcitt hann sé að
ýmsuleyti báðum málsaðilum í hag
og til trvggingar.
—Þann 14. þ. m. var annar skips
(armur sendur af stað frá Poi tland f,
Maine handa Fínnum. Farmur-
inn var næstum tómt haframjöl, Það
er búið að safna samskotum á afar
stuttum tíma í austurríkjunum,
nægilegum til að borga fyrir báða
þessa skipsfarma af mjöli, sem send-
ir hafa verið. Hvergi er gengið dug-
legar fram f að hjálpa deyjandi
fólki á Finnlandi en í AusturBanda-
ríkjunum. En neyðin fer stöðugt
vaxandi.—Skipin eru send beint og
alla leið til Hangeyar á Finnlandi.
—Þann 18. þ. m. hafði blaðið
“Skandinaven” í Chicago tekíð á
móti og sent Dr. Konrad Relander í
Álaborg á Finnlandi $19,9j0,40 til
hjálpar fólki þvf, sem er aðfram
komið af hungursneyð.
—Að undanförnu hefir stjórnin í
Kína látið taka manntal í ríkinu .
Manntalsskrifstofan í Peking segir,
að fbúar ríkisins séu 426,447,000.
Nokkur kafli af þesusm skýrslum er
ágætur.
—Chamberlaiu kom úr Afríku-
ferð sinni rétl fyrir heigina. Hon-
um var fagnað með hinni mestu við-
höfn, þegar hann kom heim til Lun-
dúna.
—Nýlega var bankaþjófur hand
samaður í Chicago, sem fyrir tveim-
ur árum stal um $80,000 í Paris og
komst hér vestur um haf. Hann
hefir framið bankaþjófnað síðan víð-
ar en í einum stað í Bandaríkjunurn.
Mikið af þýfinu hefir hann látið fé-
laga sína selja í Chicago og víðar
um Bandaríkin. Tvö leynipólití
réðust loks 4 hann i strætisvagni og
varð hinn harðasti aðgangur en þau
koœu honum undir og tveimur félög-
um hans. Þeir voru allir vopnaðir,
og skutu á báðar hliðar hverjir á aðra
inni í vagninum. Kvenfóik var í
vagninum, og særðist sumt af skot-
um, en sumt var nær þvf dáið af
hræðslu.
—-Á föstudagsnóttina í fyrvi viku
rákust á skip í Long Island sundinu
í þoku, og sökk annað nær því tafar-
arlaust. Á því voru 500 farþegar.
og skipshöfnin nær 200 menn. Óvíst
enn þá hvað rnargir komust lífs af,
en áreiðanlegt að fjö di fólks drukn-
aði.
-Allalvarleg misklíð á milli her-
málaráðgj. í Canada, og yfi liershöð-
ingjans. Hinn síðarnelndi vill fá
$12,000,000 til herkoitnaðar hið
allra fyrsta frá ríkinu.
Bókafregu.
Eg er innilega þakklátur herra
H. Leó á Gimli, Man., fyrir litdóm
hansi Lögbergi 5. Febrúar, um sög-
una Eirikur Hansson, eftir J. M.
Bjarnason í Nýia Islandi. H. Leo
er skarpvitur og vel mentaður mað-
ur, með góða skáldhæfileika, og það
er mikið að marka hvað sá maður
segir i þessu efni.
Það er svo óréttlátt og ógöfugt
af okkur Vestur-Islendingum, sem
heiðarlegum og mikilsvirtum þjóð-
flokki i þessu landi, að minnast ekki
slíkra verka. Það er ekki einasta
heiður fyrir hvern landa okkar, sem
væri.að geta orðið viðurkendur lista-
maður. Það er heiður fyrir okkur
allaað eiga slíka menn í flokki sín-
um.
Hefði ég fundið míg færan til
að skrifa ritdóm um þessa sögu,
Eiríkur Hansson, þá hefði ég verið
búinn að því. En að taka sögu líka
þessari, þar sein. byrjað er á barninu
og það látið vaxa upp með ýmsnm
gagn ólíkum breytingum iíísins, og
svo að láta manninn bragða á flestu
súru og sætu í heíminum, og leiða
fram fyrir hugarsjón nans ogþeirra.
sem bókina lesa mikið af því göfug
asta, sem til er, og mikið af því
smáa og hégómlega, sem til er. Það
er í mfnum augura heill heimur, sem
maðurinn verður að lesa sig I gegn
um. Þetta er ekkert barnaglingur.
Og að fella saman réttlátaii dóm
yfir svona verk, er mitt ofurefli.
Samt þo>i ég að segja svomikið, að
þar eru víða hreinustu listaverk á
pörtum.
Það er engin hlutdrægni eða
psrsónufég velvild, sem ræður hjá
mér, að ég vil að herra J. M. Bjarna
syni Sv' gefið það, sem hann á með
réttu. Ég mundi ekki þekkja þann
mann, þótt ég mætti honum á mínni
lífsgötu. En eigi að siður þykir
mér v«nt um hann og óska honum
hjartanlega til lukku, eins og herra
H. Leó gerir, og þakka honum fyrir
sem út erkomið af sögunni.
LáRus Guðmundsson.
Skilningstcppa.
Skilningsteppa og ef til vill
“m.eira ilt” hlýtur það að vera sem
kemur Mrs Benedictsson til að rita
“pistla” svipaða þeim, er birtast í
síðasta. bl. “FreyjuV fyrir Marz þ.
á. Pistill sá er hálf-sjáanlega stíl
aður tit mín, þrátt fyrir það þótt ég
vitanlega eigi ekki ákærurnar,
vegna þess:
1 ) Ég hefi ekki sagt að Freyja
hafi “gefið sig út fyrir að vera van-
trúar blað”. Eg að eins mintist á
hana sem vantrúarblað, og lýtti
hana ekkert fyrir það né aðra
stefnu(?) hennar. En ég skal n ú
taka því fram, og vona að “Mrs.
m'n” reyni að skilja það til hlýtar,
að um leið og ég álít það eðlílegt að
vantrúað eða trúarskaddað fólk gefi
út vantrúarblað, og að það verk
megi jafnvel iéttmæta ef stilling,
einlæg eftirleit þekkingar óháð meg-
hvötinni að rífa niður annarara á-
hugaraál að eins o. s. frv., ræður þar
lögum og lofurn,—þá jafnframt álít
ég liitt lítilmenjku, ósamboðna nú
tfmanurnog verunni í frjálsu laudi,
minkun fvrir karl eða konu með
snettl af ■'lærdómi”, að neita því op-
inbreh ga .að liann eða hún sé að
gefa út vantrúarblað, þegar blaðið
þó í raun og veru ber það með sér
að það s é vantrúarblað. I þessu
sambandi bið ég menn að lesa
Fieyju frá byrjun. Þan nig lagaðan
hugsunarhátt lít óg á með fyrirlitn-
ingu, en ekki þann, þótt Mrs. Bene-
dictsson eða aðrir sé tiúarveikir. Ég
hefi ekki þá skoðan, sem sumir virð-
ast halda fram að sé einhverjum
sagt að trúa, þá hljóti bann að geta
það í öllum tilfellum. Ég skoða
trúarbrögð yfirleitt frá alvarlegri
hlið en svo, og skeyti því engu
hverjum sem kann að láta svo lítið
að lá mér það án rökleiðslu.
2.) Eg hefi ekki neitað að Freyja
hafi lofað að “hlynna að skáldskap í
bundnu og óbundnu máli”. Eg hefi
blátt áfram aldrei minst á stefnu
skré(?) blaðsins eins og ég hefi þeg-
at- tekið f'ram. Eg hélt að allir
hefðu skilið að ritdómur minn náði
og átti að ná aðallega út yfir hátíða-
blöðin að eins. En hvað um það.
Ég skal n ú taka því fram kvinn-
unni til fróunar, að ég álít það ekki
hlynningu að skáldskap í bundnu
né óbundnu að þjóta í að prenta
kvæða bull og þvætting, sem býðst
f þessum greinum, og ég álft að til
þesskonar aðhlynningar útheimtist
meiii dómgreind eða vandvirkm
iieldur en Freyja ber með sér yfir-
leitt að ritstýri hennar leiki á. Sfð-
asta blaðið ber eigi fremur með sér
en hin undanförnu, að þar sé valið
eftir hagmælsku eða skáldskaparlegu
gihli. Gerið svo vel að iesa blaðið
til yfirvegunar.
3 ) Ég heti ekkert sagt með þvl
né móti að Freyja væri gefln út til
að kenna íslenzku. Svo það sem
víttð segir um það, kemur ritdómi
mínum ekki við. Hér get ég samt
frætt ritstj Freyju á því, eitt skifti
fyrir ðll, að mál á bókum, blöðum
og öðrum ritum er vanalegast dæmt
þegar svo þykir við eiga, án tillits
ti! þess hvort þar er að ræða um
kenslubók eða eigi. Sumir þykjast
upp úr því vaxnir líka að rita bæk
ua á máli, sem þeir kunna ekki
nema í graut við önnur mál, ekki
sízt ef höf. eru skólagengnir eða —
ég tala nú ekki um et þeir hafa þó
ekki sé nema evolitla nasasjón af
mentun. Þetta á náttúrlega jafnt
við íslenzku sem önnur mál.
^jew Y°rk |jfe jnsurance Qo.
JOHN A. McCALL, president.
Iáfsábyrgðir í gildi, 31. Des. 1902. 1 550 niíUionir Itollars.
700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða.
145 þús. manna gengu i félagiðá árinu 1902 með 302 million doll.
ábyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vöxtur fél. 1901.
Gildandi áby-rgðir hafa aukiat á síðast,!. ári um 188 mill. Dollars.
Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,—
og þess utan t.i) lifandi Heðlima 141 mill. Doll., og ennfremur var
#4,750,000 af gróða skift upp milli ireðUma. sem er #800,000
meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum
$8.750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars
kostnaðar,
C. OlafMm, J. W. Iflorgan. Manager,
AGENT. QKAIN EXCIIANGE BUILDING,
AA7 X 3ST JST IPE Gr .
Ég hefi heldurekkert minst á jafn
réttisstefnu Freyju. Öldungis ekki.
En ég get tekið því “fram n ú fyrir
gefna hvöt með pistlinum, að ég
skoða Freyju e k k i sem jafnréttis-
blað heldur, ef nokkuð er, sem kven-
réttisblað. Það er dálítið sitthvað.
Ég álít blaðið því ekki frjálslynt,
heldur einhliðað að eins. Menn
lesi blaðið.
II n ú t u til S. B, Benedictsson
hefi ég ekki sent í gegn um Freyju.
Ég sagði að eins að “faðir Freyju”
myndi ef til vildi hafa kallað part af
kvæði því er ég mintist á “hortitt”
liefði kvæðið yerið eftir annan höf.
Við það stend ég. Hvað sem kona
S. B. B. álítur um hann, þá hefði ég
hugsað að hann myndi hafa næga
hortitta þekkingu, maður sem gefur
sig út sem skáld bæði gegn endur-
gjaldi (sem ekki er ámœlisvert) og
ókeypis—til þess að geta séð eitt-
hvað at því sem að var í kvæðinu.
Hitt vitum við öll þrjú, að hann hef-
ir bent á hortitti í kvæðum, sem hon
uin stóð engu nær að hafa betrandi
áhrif á, en það, sem að ofan er á-
minst.
Sneiðin til m!n. þar sem bent er
á “hálærða íslenzka ritdómara”, er
nú gengin niður af mér aftur, og
endursendist því hér með, þótt við j
bæði vitum það vel, að ég hefi aldrei |
gengið ueinn skólaveg. Stend ég j
fyrir þá sök naumast litverpur fyrir j
augliti Mrs. Benedictsson. Hún er j
vel að sínum lærdómi komin, og ég
ef til vill alveg eins vel að mínu j
lærdómsleysi kominn. Svo að því
leyti jetur hvort sitt, þr&tt fyrir
þenna áhalla get ég bent þeirri við-
kvæmu á það, að það er farið að
verða nokkuð alment álit að skóla-
gangur og lærdómur sé leið og með-
al til mentunar, en ekki sönnun fyr
ir sérstaklínfis mentuninni. Reynsl-
an hefir sýht það gegnum rithárt og
kurteisí sumra lærðra manna og
kvenna, að lærdómur og mentun sé
ekki æfinlega bundið við að vera svo
mikið sem samferða. Gerið svo vil
að lesa Freyju í þessu sambandi.
Mér þótti einkar vænt um þessa
grein í síðustu Freyju. Ekkert
sannar betur að ég hefi haft alger-
lega rétt fyrir mér í ritdómi mínum
en það, að þeir sem nú þegar hafa
andæft honum, hafa tekið allsendis
óviðkomandi ‘rök‘ til undaneldis
máli sínu til stuðnings, en ekki
minst á neitt einasta atriði eins og
það stendur í grein minni um há-
tíðablöðin. Lesið hana jafnframt.
Hitt skilst mér bera sorglegan
vott um nauðalitla hylli Fieyju, að
hún fiytur “tekur upp í sig“ hrós-
andi vottorð í eigin garð, frá 3 les-
endum(?) sem kunna einhvernveg-
inn ekki við að láta neinn þurfa að
nú sér því um nasir, að þeir setja
nöfn sín undir slík vottorð um
Freyju!---
Mér skyldi vera ánægja í að
lesa ficira um þett.i má! cftir “systir
Benedictsson“ annaðhvort viðkom-
andi málinu eða þá í sömu átt og
áður. Alt fyllir blaðrúmið.
Með virðingu.
J. Einarsson.
Hefurðu gull-úr, gimsteinshring,
gleraugu eða brjóstnál ? Tliordur
Joliiison 292 llain 8t. hefir fulla
búð af alskyns guil og silfur varniiigi,
og selur þaðmed lægra verði en að. ir.
Hreinsar úr fyrir $1,00 og gefur eins
árs ábyrgð.
Komið, sjáið, skoðið og sannfaer-
ist. Staðuria er:
292 iiiAI.\ STREKT.
Thordur Johnson.
Gestur Pálsson.
Sökum þe3s að áríðandi er að tit
Gests Pálssonar seljist sem fyrst, tíl
þess að þeim verði tafariaust ha'dið
áfram og með því að íslendingar
heirna hafa hlaupið í kapp við landa
sína hér, auðsjáanlega til þess að
spilla f}Trir, þá hefir fyrsta hefti það,
sem hér er prentað verið fæi t niður
um 35 cents, það er því til sölu hjá
bók8ölum og ýmsum öðrum fytir
EINN DOLLAR.
í Minneota er G. A. Dalmann úl-
sölumaður bókarinnar.