Heimskringla - 30.04.1903, Blaðsíða 1
XVII. WINNIPEG, MANITOBA 30. APRÍL 1903. Nr. 2^.
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
—Aðfaranótt þess 16. þ. m. var
brotist inn 1 pósthúsið í Arcola og
stolið þaðan skrásettum peninga-
bréfum, og verðmætu gullstássi, sem
sent var með pósti; nemur það um
16000.
—Heimálaráðgjafinn á Rússlandi
hefir nýlega komist að því, að að
eins einn hermaður afþúsundi beri
á sér vasaklút. Hann hefir því gert
ráðstafanir um að kaupa 500 þús.
vasaklúta handa hernum. A þá á
að vera þrykt mynd af rússneska
fánanura ásamt fleiri myndum, sem
sýna föðurlandsást.
—Verkamennirnir, sem hófu verk
fallið um daginn á Hollandi, hafa
byrjað vinnu sína aftur.
—í ofsaveðri um daginn skemd-
ist Shamrock III. uokkuð mikið, og
einn maður drukknaði, sem á hon-
um var.
—Verkstæði verður bráðum sett á
stað í Montreal, sem býr til járn-
brautateina. Orsökin er sú, að sam-
bandsstjórnin hefir nú lagt $7 toll á
hvert aðflutt tonn af þeirri vöru.
—Hraðfrétt frá Aden segir, að
hershöfðingi Manning, sem ræður
yfir herdeildum Breta í Somailalandi
segir að Mad Mullah hafi nýlega
beðið stóran ósigur hjá Galindi.
Mannfall hafi verið fjarskalegt, og
Bretar nah náð miklu af nautgrip-
um og öðru frá Mullah. Einn her-
maður hafi fallið af Bretum í þeim
bardaga.
—Stjórnin f Northwest Territory
skortir nú fé, og ætlar að fá það frá
sambandsstjórninni, hvernig sem
hún bregst undir að leysa það af
hendi.
—Hingað til hefir ekki verið toll-
ur á kaffi og te, sem flutt er til Ca-
nada frá Hollandi, sem kemur frá
Austur-Indlandi og Java, en nú
hefir tollstjórnin f Canada tilkynt
að lengur megi ekki flytja þessar
vörur inn tollfríar og aðvarar hún,
bæði þá sem selja og brúka þessar
vörur um þetta.—Mest af því tei,
sem brúkað er í vestur Canada,
kemur frá Vancouver, svoþetta ætti
ekki að hafa mikil áhrif á þá verzl-
un hér vestur frá.
—Þann 12. þ. m, var lyft upp
herskipinu Reina Christina, sem sjo-
liðsforingi LDewey sökti á Manila-
firðinum, í bardaganum við Spán
verja. Um 80 beinagrindur af skips
höfninni hefir fundist í skipskrokkn-
um. Skipið sjálft er ekki mikið
skemt, nema 15 kúlugöt eru á því.
—Þann 10. þ m. skeði f&heyrður
viðburður í Lebret, Assa. 4 syst-
kini bjuggu þar á landi, sem faðir
þeirra á, og var það f tjögra mílna
fjarlægð frá bæ þeim er hann bjó á.
Að kveldi þess 10. sátu þau ö!l inni
og töluðu við gest, er kominn var.
Hann heitir Thomas. Tveir hundar
lán við fætur hans. Það var orðið
hér um bil fulldimt. Alt í einu hloss
aði birta fyrir augum þeirra og eld-
inn reið af. Ofbirtan gerði 3 syst
kiuin hálfblind, og húsið lék á þræði
og hrundi alt lauslegt og nokkuð af
reykháfnum. I dauðans ofboði
hlupuþauút úr húsinu; þegar þaa
áttuðu sig, sáu þau að Adelard einn
bróðirinn var ókominn út, og ætl-
uðu þau að leita hans, en þá kernur
hann og er rænuskertur. En gest-
urinn er þá einn eftir inni. Eftii
dálitla athugun, leggja þau af stað
inn í húsið að leita hans. Finna
þau hann liggjandi á gólfinu, og
stóðu handleggir hans beint út og
voru ósveigjanlegir.—Eldingin hafði
hitt reykháflnn, runnið ofan eftir
honum, eítir veggnum og gegnum
TLiomas, sem sat fast upp við hann,
ofan ettir honum og fram úr tánum,
og tætt sundur skósólana, því uæst
hitt hundana, og lAu þeir báðir stein-
dauðir. Thomas hafði einlægt ver-
ið með fullu ráði, og vissi um alt
sem gerðist. Hann fann að elding
in kyíslaðist frá sór og í Adelard, er
sat við hliðina á honum, og féll hann
strax áfram, en reis fljótlega upp og
skjögraði út. Systkinin keyrðu með
sjúklinginn heim til föður sfns tafar-
laust. Adelard er að mestu leyti
búinn að ná sér, en Thomas er þá
síðast fréttist við það sama.
—Sagt er að um 30,000 Norð-
menn hafi flutt til Ameríku árið sem
leið, og í ár ætla 40,000 að flytja
vestur um haf. Stjórninni er ekki
farið að lítast á blikuna, og vill feg-
in finna eitthvert ráð við þessum
sívaxandí burtflutningi, en eins
iangt og menn vita, hefir hún ekki
fundið ráð enn þá til að draga úr út-
flutningi fólksins.
— Hraðskeyti frá Melilla á Mor-
occo segir; að Muley Mohammed,
bróðir soldánsins þar sé kjörinn
kelsari í Fez. Soldán á að hafa
margboðið bróður sínum þessa stöðu
en hann á að hafa færst undan alt
þangað til nú að hann lét að orðum
hans.
—Um 20 þ. m. biðu uppreistar
menn í Macedoniu ósigur fyrir liði
Tyrkja og misfu einn af sínum ágæt
ustu foringjum, Saieff að nafnj.
—Alfred Dreyfus heflr látið her-
málaráðg. Frakka vita það,að það sé
vilji sinn, að ný rannsókn sé hafin í
máli sínu, sérstaklega viðvíkjandi
falsbréfum, sem stíluð eru til Þýzka
landskeisara, og hann kveður til-
hæfulaus frá upphafi, enn fremur
vill hann láta rannsaka ljúgvitni,
sem heitir Czerunski.
—Fjórir menn stigu í loftbát 19.
þ. m., og lögðu af stað um kveldið,
en komu niður næsta morgun 40
mílur norðvestur frá Marsellie.
—Frá Aden í |Arabiu kemur sú
fregn 23. þ. m., að bardagi hafi átt
sér stað á milli Breta og íbúa Somali-
landsins. Fregnin segir að 10 sveit
arforingjar og 180 liðsmenn hafi
fallið af liði Breta, en herdeildin var
alls 220 menn. Litlu áður kom sú
fregn, að þeir hefðu háð orustu, og
ógurlegt mannfall hefði orðið á hlið
Somalilandsbúa, 'en að eins I Bret!
fallið. Þessar stðari fréttir þykja
voðafregnir, og sló vandræðasvip
yfir brezka þingið þegar þessar frétt
ir voru ræddar í þingsalnum.
—Verkamenn róðust á Gyðinga á
Rússlandi nýlega, og drápu 25, en
særðu 275 meira og minna. Þykir
þetta ófagurt verk, sem von er, og
hetir hermálastjórnin á Rússl. sent
herlið Gyðingum til varnar í þassari
borg, som verk þetta var framið f.
Um daginn hvarf R. R. Gamey
skyndilega og fanst hvergi. Voru
margar getgátur um hvarf hans. En
þá lét hann vita af sér suður í Buffa-
lo. Nú er hann kominn heim aftur,
og er sagður heilsubilaður útúr öllu
málastappinu. Honnm var fagnað
sem konungi á brautarstöðvunum í
Toronto þegar hann kom. Ljúgvitni
og fal vitni koma hvaðanæva að í
málinu, en fólkið sér eínlægt betur
og betur, að stjórnin er svivirðilega
sek.
I5LAND.
Eftir Þjóðíiljanum.
Bessastöðum, 24. Marz I 903.
Séra Friðrik Hallgrímsson, bysk-
ups Sveinssonar, prestur að Útskál
ura, hefir nýlega i einu liljóði verið
kosinn p estur Argyle safnaðar í
Vesturheiini, og flytur hann því til
Ameriku, ásamt fjölskyldu sinni, á
næstk. vori.
Konungsbréf, dags. 13. Eebr.
síðastl., stefnir alþingi saman til
reglulegs þings í Reykjavík 1 ji' lí
næst'c.
Aflabrögð. Á Stokkseyri og
Éyrarbakka aflaðist allvel af ísu
10.—12. Marz, alt að 50 til hlutar,
og þorskvart varð einnig.
Úr verstöðunum í Garði og Leiru
eru á hinn bóginn sögð lítil afla-
brögð, að eins 20 drættir í 10 þorska
net í öndverðri fyrri viku, og flskur
inn fremur magur.
Tiðarfar enn mjög umhleypinga
og snjóasamt, oftast á mörguin átt-
um sama daginn.
Einmánuðurinn heilsar 03s í dag,
og yæri óskandi, að honum hefði lík-
að svo viðtökurnar lijá ungu stúlk-
unum, að hann yrði almenningi ögn
hýrari í horn að taka, en Góan hefir
verið.
Húsbruni. Aðfaranótt 15. þ. m.
um miðnætti, kviknaði I húsinu nr.
12 í Bankastræti í Reykjavík, þar
sem Guðmundur skraddari Sigurðs-
son hafði saumastofu sípa, og vita
menn eigi hvernig eldurinn hefir
komið upp.
30. Marz. Tíðarfar. 25.—26.
þ. m. gerði allsnarpan norðaðgarð,
en þó nær frostlausan, og sneri síð-
an til landsunnanáttar og þíðviðra,
svo að hagar eru nú allvíðast í
bygðum.
Þilskip er komið hafa inn undan
farna daga í Reykjavík og í Hafnar-
firði, hafa aflað fremur vel, um 11
til 15 þús. ýms þeirra.
Stúdentafélagið í Reykjavík held-
ur fund í kveld til þess að ræðá um
stjórnarskrármálið, og er mælt að
ýmsir þeirra félaga fylgi nú -‘land-
varnar“-pólitlkinni.
BLAINE, WASH. ritað í Apríl 1903.
Herra ritstj.
I tilefni af því, að ég hefi feng-
ið áskoranir úr ýmsum áttum að
senda Hkr. dálltinn fréttapistil frá
þessum nýju stöðvum ísl. hér á
Kyrrahafsströndinni, sem er kallað
Blaine, og er 1 Whatcome County,
Wash., U. S., þá leyfl ég mér að
senda þessar fáu línur, rétt til afsök-
unar, þó óg álíti að ég sé ekki orð
inn nægilega kunnugur til þess að
gefa eins glögt yfirlit um ásigkomu
lag þessa héraðs, eins og þyrfti að
vera, ef vel væri. ÞA samt sem áð
ur.skal ég fúslega benda á það helzta
er mér virðist nauðsynlegt, að taka
til greina, því mér skilst að hugur
margra landa stefni hingað vestur
á ströndiua.
Það eru eiginlega þrjú spursmál,
sem vaka fyrir mönnura: Loítslag-
ið, atvinna og bólfestutækifærin. Um
loftslagið þarf ég ékki að vera fjöl-
orður. Flestum mun bera saman
um það, að hér sé heilnæm og hag
stæð veðurátta venjulega. Auðvitað
geta hér, sem annarsstaðar, kornið
mismunandi tímar.eins og t. d. þessa
daga hafa verið hráslaga kulda veð
ur, stundvm með nætui frosti, en sem
gamlir Ibúar þe3sa héraðs segja ó-
vanalegt, og mun það stafa af hinni
köldu tíð, sein nú gengur eystra. Eg
hefi átttal við nokkra landa, sem eru
búnir að vera hér um 12—15 mán-
uði, sem segjast hafa fengið svo
mikla bót á heilsu siuni, að þeir nú
geti unnið harða vinnu, en voru
þegar hiugað kom aðfram komnir af
heilsuleysi austur frá,—og mun það
flestum reynast svo, að loftslag sé
hér mjög heilnæmt.
Þá er eðlilega næsta spursmál,
hvaða tækifæri menn hafa til þess
að komast áfram,—svo sem atvinna,
sem flestir þurfa að sæta, þegar hiug
hð kemur. Eins og stendur, er ó-
hætt að segja, að atvinna sé nægileg
fyrir góða verkamenn og húsasmiði.
Vinnan er mtst og aðallega á sögun
armylnunum- en galli þykir mér
sair.t á því, hvað sú vinna er hætt i-
leg á ýmsan hátt. Kaupgjald er
viðunanlegt, eftir því sem búast má
við, þar eng;n verkamannafélög hafa
mynda-st hér enn þá, en vafalaust
hlýtur kaup að fara lækkandi, ef
mikið safnast hingað af verkþurf-
andi mönnum, eins og alstaðar verð-
j ur í borgum, þegar of margir sækja
um sömu ién, og væri þyí mjög
hyggilegt fyrir landa, er hugsa til
vesturferða, að leita sér nákvæmra
upplýsinga áður en þeir leggja út í
þau umskiftí, sem því fylgja, en fyr-
ir þá, sem nokkur efni hafa til um-
ráða og geta fe3t land nokkurt 1
smærri eða stærri stll, sýnist -mér að
tækifæri sén hér enn sem stendur,
og verða næstkomandi sumar, að ðll-
um líkindum, Hér í kringum Blaine
má fá lönd með háu og lágu verði,
eftir því hvað mikið er unnið á
þeim, og svo afstöðu þeirra m. m.
Líka fást góðir skilmálar, eða láns-
frestur, með vægum rentum. ef
menn geta borgað nokkuð til kaup-
festu, og virðast mér lönd, er liggja
næst bænum og mylnunum vera
mikils virði og geta veitt mikla og
arðsama atvinnu, þeim sem gætu
náð þeim f tíma, en þau eru óðum
að fækka. Auðvitað eru það alt
skóglönd, nema þau sem rudd hafa
verið, og eru þau ef til vill ódýrust,
því þau borga fljótt aftur kostnað-
inn, ef rétt er að farið. Tnjáviðar
salan borgar fljótt vinnuna, því sal-
an er þægileg á öllum nærliggjandi
lðndum, því sedrus, fura og eldivið-
ur er borgað út í hönd með pening-
um, og segja kunnugir skilrtkir
raenn, að góður verkmaður geti hæg
lega þénað $4 á dag og jafnvel
meira (að saga sedrus fyrir þakspón)
og er þuð hér um bil helmingi meira
en það kaupgjald er, sem menn eiga
kost á, sórstaklega ef menn eiga
löndin sjalfir, enda hafa marglrland
ar fest sér hér skóglönd, og mun
vafalaust hafa mikinn hag af þeim
með tfmanum, eftir því sem kring-
umstæður yfirstandandi tíma benda
til.
Bæjarlóðir hér eru ekki allódýrar,
þv; mikið þarf að hreinsa landið
áðnren þær geta kallast byggilegar,
vfðast hvrar. Samt sem áður máenn
fá hór þolanleg kaup á þeim, og þeg
ar litið er til annara bæja og vana
verð á húsalóðum, þá munu sumir
kalla þæi vel kaupandi, því að öll
um Iíkindum hækka þær mikið í
verði, og hinsvegar er það ómiss-
andi fyrir menn, sem hingað koma,
með þeim ásetningi að setjast hér
að, að festa sér hússtæði og byggja á
þeim, þvf húsaleiga er afarhá og þar
at leiðandi er ekki neitt árennilegt
fyrir félausa fjölskyldumenn, að
koma hingað og treysta á óvissa at-
vinnu.
Svo ég geri mig ekki sekan í
þvf að rita þetta álit mittalveg út í
hött, þá vil ég geta þess, að ég hefi
verið hér rúman mánuð, og réði svo
af að festa mér nokkrar ekrur af 6-
ruddu skóglandi, 3^ mílu frá mið-
púnkti bæjarins, f félagi við nokkra
landa, nýkomna hingað að austan
En svo kunningjar þessara manna
fái kost á að leita álits þessara
manna persónulega, þá vil ég leyfa
mér að tilgreina nöfn mannanni í
þessu sambandi. Þeir eru: Jón E
Eldon og Þorsteinn Antonfusson
Anderson) og Erlendur sonur hans,
Við gátnm ekki náð kaupum álandi
þessu, nema með því móti að leggja
saraan krafta okkar, og get ég þess,
að svo nmni fleirum sýnast bezt að
fara að, og hefðum nú ekki náð þess
um kaupum, sem við köllum kjör
kaup, þegar á alt er litið, hefði ekki
landiokkar, Hans Hansson, sem hér
er orðinn kunnugur og vellátinn
hjálpað okkur með rfiði og dáð til
þess, þvf fyrir ókunnuga menn, að
ætla sér að gera hér landkaup, þó
ekki sé r.ema bæjarlóðir, þá álít ég
það mjög óráðlegt, nema með aðstoð
kunnugra manna. Og ekki hefi ég
orðið annars var, en þeir landar, sem
ég hefi kynzt og hafa leiðbeint lönd-
um rneð jarða- og lóðakaup, hafi gert
sitt bezta til að hjálpa löndum sfnum
til þess að ná sem beztum kaupum,
sem kostur er á; eftir kringumstæð-
Efeinhverjir landar, sem hugsa
um vesturferð (sem ég Ieyti mér að
kalla það), ósku að fá nákvæmavj
upplýsingar, sérstaklega frá minni
hendi, þá álít ég það skyldu mína,
ew
nsurance fl.o.
JOHN A. McCALL, president.
Lifsábyrgdir í gildi, 31. Des. 1902, 1 550 mifliotiír l>ollnrs.
700,000 gjaldendnr, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða.
145 þús. manna gengu f félagið á árinu 1902 með 3Ö2 million doll.
ábyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vöxtur fél 1901.
Gildandi ábyrgðir hafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars.
Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll.—
og þess utan t.il lifandi neðlima 14J mill. Doll.. og ennfren.ur var
84.750.000 af gróða skift upp milli rreðlima. sem er 8800.000
meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum
$8,750.000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars
kostnaðar,
C. Olafson, J. W. llorgHn, Manager,
AGENT. GRAIN EXCHANGE BOILDING,
■W IIN" TST IPE G.
að svo miklu leyti, sem ég hefi vit
og krafta til að leiðbeina þeim.
Með virðiugu.
S. J. Björnsson.
Áritun: S. J. Björnsson.
Box 3. Blaine, Wasn. U. S.
SPANISH FORK, UTAH,
13. Aprfl 1903.
Herra ritstj. Hkr. — Mér hefir
komið til hugar að ónáða þig í dag
með örfáum línum, ekki samt frétta-
bréfi; nei; ég þori það ekki svona
nálægt stórhótíðinni (páskunum),
þegar ýms undur eru á ferðinni,Jsem
menn hafa varla haft tíma til að
átta sig á, Og 74. kyrkjuþing Mor-
móna er rétt nýafstaðið í Zion, þar
sem forseti kyrkjunnar og fleiri
sögðu mönnum hlífðarlaust til synd-
anna m. fl.—Nei, um þessháttar er
nú ekki tími til að ræða. Það sem
ég hafði sérstaklega ásett mér að
tala við þig í þessari ferð, var svo-
lítið um póstflutning á milli íslands
og Ameríku, sem, eins og kunnugt
er, er vissum lögum og reglum
bundið frá hendi póststjórnarinnar,
þeim sem sé. að burðargjald undir
einföld bréf er héðan til Islands 5c.,
en 2c. fyrir smámyndir, og alt sem
prentað er, svo sem dagblöð, tfmarit
og smábæklinga. Eru þetta álitin
góð og gild lög hér, og ég þekki hér
engan póstafgreið3lumann, sem vildi
taka meira burðargjald undir brét
og blöð, en á er kveðið í póststjórn
arlögunum. Eg þori lfka að ábyrgj-
ast, að alt sem héðan er sent heim, í
hvaða mynd sem það er, fer ekki af
stað fyr en burðargjald er borgað að
fullu, þvf bæði póststjóri og b éfa-
sendendur líta nákvæmlega efcir að
svo sé gert; og ættu því brét og aðv
ar sendingar að komast til Islands
og afhendast þar, án nokkurar auka
borgunar, en þyf kvað nú ekki ætíð
vera svo varið. Vér fréttum hingað
af og til, að vinir vorir og frændur á
íslandi þurfl að kaupa ’út bréf þar,
sem vér höfðum borgað undir að
fullu, samkvæmt kröfu póststjórnar-
innar hér. Sem dæmi upp 4 að
þetta er satt, vil ég segja þér, að ég
skrifaði Sigfúsi bróður mínum brét,
og sendi hodum 2 myudir 20. Maí
1808. Ég borgaði 5c. (fult burðar-
gjald) undir bréfið, en 4c. undir
myndirnar. En í bréfi, sem Sigfús
skrifaði mérí Ágúst 1899- rúmu ári
seinna, segir hann mér, að hann hafi
nýskeð tengið bréf frá mér og mynd
ir, eftir árs hvíld á Vopnafirði, með
því móti samt, að borga fyrir það í
aukagetu 1 kr. 60 a.; svo alt burðar-
gjaldið hefir numið 1 kr, 95 a., og
þótti mér þetta næsta kynlegt.
Aðra sögu lika þessari vil ég
einnig nefna héi, en margar kann ég
fleiji. Bréf og myndir voru sendar
héðan til Reykjavíkur siðastl. vetur,
og borgað undir það að fullu hór,
neínil. 5c. fyrir bréfið, en 3c. utídir
myndirnar. En móttakundínn þar
hra Lárus Halldórsson, segist hafa
þurft að kaupa hvorttveggja út af
pósthúsinu í Rvík fyrir 60 a.,
er ígildi 14 centa. Hvað heldur þú
að valdi þessu, herra ritstj?
Sem sagt, kann ég fleiri sögur
þessum lfkar, og allar sannar, við-
víkjandi þessari aukaborgun undir
bréf, sem héðan hafa verið send til
Islands, en ég sleppi að tilfæra þær
hér. Þar eð mér finst að þetta sé
nóg til að byrja með; það er að
hreyfa málinu, því ég álít að þetta
sé dálítið, sem vert sé að grenslast
eftir, til að sjá hvernig f öllu liggur.
Sé hér um misskilning að ræða, ætti
að vera auðgert að laga það; en sé
það óráðvendni, mundj bezt að draga
athygli póststjórnarinnar að því og
láta hendur laganna fjalla um málið.
Ég vek máls á þessu við þíg í
þeim tilgangi, að þú hreyfir máli
þessu í ,blaði þínu, og skiljir ekki
við það, fyrr en það er útkljáð. Fá-
ist ekki leiðrétting á þvi á þann
hátt, mun ég leggja málið fyrir póst-
stjórn Bandarfkjanna í sumar, og
hafa það rannsakað til hlýtar, því ég
er sannfærður um, að hér er um
eitthvað verra en en eintóman mis-
skilning og vangæzlu að ræða,
Þinn með vinsemd.J
E. II. Johnson.
ÐOTTIR
ímm
ENSKUIi S.IÓNBEIKUR í FJÓR-
UM ÞÁTTUM, ettir hið fiæga leik-
skáld J. A Fraser, verður leik-
inn undir umsjón
‘STUDENTA FELAQSINS’
ALHAMBRA HALl,
fimtudag 30. þ.m.
—OG—
föstudag 1. Maí.
AÐGANGUR VERÐUR: 50c,
35c og 25c.
Ekkeit verður til sparað að alt
verði sem fullkomnast
NÝ TJÖLD SÉRSTAKLEGA MÁL-
UÐ FYRIR ÞENNA LEIK.
Byrjar á slaginu kl. 8.30. — Engir leiddir
til sætis nema milli þátta — Komið Þvi I
tíma og veriö leidd til sætis.
Hver sem veit nokkuð um Óla
Gunnar Kristjánssom Backmann,
er beðin að gera svo vel og láta
Hkr. vita það tafarlaust. Það frfett*
ist sfðast til lians í 8wan River
sem I fyrir 3 árum sfðan,