Heimskringla - 16.07.1903, Blaðsíða 1
HEIMSKRJNGLA.
YVINNIPEG, MAN. 16. JÚLÍ 1903.
.. .......
HVEITIFLUTNINGSGJALD
10 cent.
>OCOCOO^COC«<
Roblinstjórnin heíir efnt það loforð, sem öll önnur loforð sín,
að hveitiflutningsgjaldið skyldi fært niður í 10 cent, fyrir hver
100 pund.
Eins og Roblinstjórnin hefir lof-
að fólkinu f Manitoba, hefir nú
verið gert stjórnarákvæði um flutn-
ingsgjald; áhverjum hundraðpund-
um á hveiti verður það að eins 10
cent eftir fyrsta September
næstkomandi. Greenway kvaðst
vilja gefa eina milión dollara til
f>ess að geta sett flutningsgjald á
hveiti niður, en gat engu áorkað f
því efni f>ó hann ysi út fylkisfé í
járnbrautarfélög.
Ákvæði stjómarinnar hljóða á
f>essa leið:
No. 8593-1.
Eftirrit, af ákvæðum
framkvæmdarvalds stjórnar-
ráðins, sem samþykt eru
af hans háborinheitum fylkis-
stjórans í Manitoba, 13. dag
Júlímánaðar 1903.
Að fyrsta dag Sepetmber
mánaðar næstkomandi, 1903,
og svo framvegis, skal flutn-
ingsgjald á hveiti, sem Can.
Northern Railway Company
ffytur á járnbrautum í Mani-
toba, v e r a sett niður um 2
cent á hverjum hvndrað
pundum, frá því sem það er
nú hjá tóðu félagi, og nær
þetta til þess staða í fylkinu:
Winnipeg, Carman, Portage
la Prairie, Brandon og Hart-
ney, einnig nær þetta til allra
annara staða, þar sem braut-
ir þess félags eru, og innifel-
ur í sér alla brautarstaði Tlie
Northern Pacific, sem áður
nefnt félag hefir að leigu.
Vitrar
C. GRABURN,
cle k, Executive coucsil
Winnipeg, Man. 13. Júli 1903
í samningum núverandi stjóni-
ar og Canadian Northeni Railway
Company, sem staðfestur Var 11.
Febr. 1901, stend” að stjórnin hafi
fulla heimild að r á ð a y f i r flutn-
ingsgjaldi Þessarar brautar hór í
Manitoba. Á þessuin rftmum
tveimur árum hefir stjómin, eins
og kunnugt er, fært niður farþegja
gjald. vöruflutningsgjald, og nú er
liún tvisvar búin að færa niður
hveitiflutningsgjald. Það var I4c,
fyrir 100 pd., alla Greenways tfð,
en nú er það komið ofan í lt'c. 1.
September f haust.
Mr. Sifton gaf C. P. R. félag-
inu $3,300,0o0, og nokkuð yfir
3,000,000 til að ná 14c. fluinings-
gjaldi hjá því félagi
Greenwaystjórnin gaf og
lofaði einni millfón dollara f pen-
ingum og tuttugu til þrjátíu ára
skatt undanþágu á löndum. á n
f>ess að koma flutningsgjaldinu
niður um eitt einasta cent.
„Mr. Greenway lét í ljósi, að
hann væri reiðubúinn að borga
nokkra tilslökun.á flutningsgjaldi.I
sambandi við f>etta, lét hann mig
vita, að styrkur frá fylkinu, slump-
uppliaíð $1,000,000 til Mackenzie
& Mann, hefði komið til orða.
fram yfir styrkveitingu í löndum
og ábyrgðarbréfum, til f>ess að fá
tilslökun á flutniugsgjaldi”. I
bréfi frá forseta Nortliern Pacific,
Mr. Mellans, dags. 10 Nov. 1899.
Roblinstjórnin hefirfærtflutn-
ingsgjald á hveiti ofan í 10 c, og
fært niður flutningsgjald á vörum
að stórum mun. og ætlar að færa
það meira niður. Hún liefir látið
jámbrautarfél. byggja og auka
brautir í fylkinu, sem nemur yfir
þúsund mílur. Hún hefir gert alt
petta án fess, að f>að kostaði fylk-
ið eitt einasta cent.
Aðvörun til Manitoba-búa.
Allir muna eftir hvernig Mr.
Greenway jós út fé Manitoba-búa
f járnbrautir. Hann braut lög á
fólki. Veitti fc án vitundar Þess
og þingsins; ogsamdi leynisamn-
ing, sem liann og ráðgjafar hans
þrættu fyrir f síðustu kosningum.
Það veru $150,000, sem hann hafði
lofað C. P. R. fél., sem kom upp
þegar hann var rekinn frá völdum.
Hann segist nú lofa fólki að gera
það sama og hann hefir gert áður
Allir vita hvað það þýðir. Nú
kemur upp brcf um leynisamn-
inga hans við Grand Trunk Pac-i-
fic fél , sem sœkir um byggingar-
leyfi, og vill fá afarháan stjómar-
styrk til að byggja braut austan
frá liafi og vestur að Kyrrahafi.
Fréttir um f>á samninga era ný-
komnar austan frá Ottawa. Samn-
ingar, sem hann á að liafa gert,
auðvitað í laumi, er að vinna á
móti og eyðileggja CanadianNorth-
ern fél. og koina því út úr fylkinu.
En lofar öllu mögulegu fylgi pessu
Grand Trunk Pacific fél., og á það
ekki að vera skuldbundið til að
hafa lœgri flutningsgjöld en því
gott þykir. Þetta meinar að eyði-
leggja C. N. fél„ og láta alt vera f
höndum jámbrautarfél., [eins og
var á meðan hann var við völdin.
Eðlilega er járnbrautarfél. léttara
um aðborga stór fjárupphæðir fyrir
svoleiðis löguð kaup og sölur á í-
búum fylkis og rfkis, en þegar
þau verða að skuldbinda sig til að
láta stjórnina, sem lilut á að mSli,
ráða flutningsgjaldi. Þetta sjá
allir lieilvita menn. Og allir menn,
sem unno sjálfum sér og fólkinu
hagkvæmum og réttlátum viðskift-
um.
Samningur Þessi, sem áminst
bréf talar um, ber nákvæmlega
saman við blöð og ræður Green-
ways sjálfs. Hann er reyndur um
samfleytt tólf ár að því að versla
með fylkið við járnbrautarfé lög án
þess, að veita fylkinu nokkur
hlunnindi. Hann er reyndur að
J>vf að bruðla út fylkisfé í jám-
brautarfél. til þess, að ná nógu
miklu fé upp handa sjálfum sér og
gæðingum sfnum. Hann lætur
blöð shi úthrópa járnbrautarstefnu
Roblinstjórnarinnar og fordæma
hana ofan undir allar hellur, Hann
hefir verið nógu óhlutvandur til
þess, að láta ritstjóra FreePress
segja, að Canadian Northern leggi
ekki járn á 10 mílur af brautnm
þetta sumar. Þó allir viti að fé-
lagið er að byggja fleiri hundruð
mflur af járnbrautum, og hafi yfir
2,000 verkamenn, og þar af séu
400 að leggja jám, og búnir að
leggja þau á margar mflur.
Hann var nógu ósvífinn og
skeytingarlaus að segja sjálfur f
Boissevain n/lega:
“Ef nokkur dirfist til að segja
p>að, að 10 centa flutningsgjald fá-
ist gegnum jámbrautarmálið, f>á
talar hann lygar”.
Þetta sagði hann daginn eftir
að stjórnin ákvað 10 centa flutn
ingsgjald á hveiti. Hve syndi
hann ekki og félagar hans, að hann
hefði vilja á að ná niðurfærslu á
flutningsgjaldi í sinni stjómartfð,
ef hann hefði nokkum tfma meint
það. Hann meinti aldrei annað
en verzla fyrir sjálfan sig og flokk
sinn með fylkisfé og fylkisbúa.
Hann er f óbeinum skilningi mjög
slunginn mannsali.
Það hefir verið skorað á Mr.
Greenway að svara Jæssum spum-
ingum:
. Fyrsta spurningin er sú hvort
Greenway eða annar leiðtogi Lib-
eralflokksins vilji,ef hann kemst til
valda, viðhalda og lækka f>au
flutningsgjöld, er núverandi stjóm
hefir ákveðið. I öðrulagi hvort
flokkurinn vilji láta byggja f>ær
brautir, sem Canadian Northem
er að byggja nú, og hefir ákveðið
að byggja, samkvæmt núverandi
samningum. I þriðjalagi vill sá
flokkur lýsa yfir nú þegar hvort
hann ætlar að gefa Grand Trunk
Pacific-félaginu peningastyrk og
aðhlynningu, upp á sama hátt og
hann gerði á raeðan sá flokkur sat
við völdin í Manitobafylki?
Þessum spumingum hafa Lib-
eralar og blöð þeirra forðast að
svara. Þeir segja að eins, ef þér
komið okkur að, þá gerum við alt
f>að sama og við gerðum meðan
við sátum við völdin. Sú stefna
og loforð hefir nýlega verið skýrð í
Heimskringlu.
Þér sem hafið stjórnmálaþekk-
ingu, og viljið vita sóma yðar, og
viljið niðjum yðar og landinu vel,
greiðið atkvæði yðar á móti Lib-
eralflokknum. Látið engar hall-
ærisláns-ætur, eins og Lögberg-
inga, fleka ykkur. Sýnið að |>ið
standið jafnfætis hérlendum mönn-
um. Þeim heiður sem heiður ber!
Verið f>að sem þér eruð inst f yðar
eðli!