Heimskringla - 30.07.1903, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.07.1903, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 30. JÚLÍ 1903. vissi enginn um afdrif hennar fyrr en í vor, að lík hennar fanst eins og ftður hefir verið skýrt frá, eftir tvö ár. Eftir hvarf Míss Holland bjó Douglas í Mout House, eins og ekk- ert hefði ískorist, og hafði fjármál hennar á hendi. og hóf peninga und- ir hennar nafni af bönkurn, og komst þann tíma í tak við 3 eða 4 konur, sem allar smá duttu úr sögunni hver eftir aðra, eða með öðrum orðum sem hann drap eða lét drepa, og engin saga er til um hvernig afdrif þær hreptu. Þessi morðingi játaði að eins að þær væru ekki í lifandi mannatölu nú. Á sama tíma giftist hann konu, sem enn þá er lifandi, og er hún sú eina, sem lifir af þeim sjö konum sem hann giftist, eða lét þær skilja að væri löglega giftar sér. En hann hafði gert sitt ítrasta til þess að fá skilnað við hana, og eftir mikið umstang og málaleitun fékk hana dæmda samkvæmt lögum svo hún varð að gefa eftir skílnaðinn, Þrátt fyrir það var kona þessi vel liðin, og vitni í málastappinu báru henni vel söguna. en honum illa. Eftir hvarf Miss Holland réði Douglas peningasökum hennar hér um bil eins og hann vildi. Hann sagði að hún væri fjarver- andi og hefði hann öll f járráð henn- ar á liendi. Samt grunaði einn bankann, sem hann dró fé úr hve- nœr sem hann vildi, að ekki væri alt einleikið, með [>etta fjárhald hans fyrir Miss Holland. Bankinn fékk utanáskrift hennar, eins og Douglas gaf hana, og ritaði bréf; auðvitað sá hann svo um að bréfið komst f hans hendur. Hann svar- aði tafarlaust í nafni Miss Holland, eins og hann gerði með öll bréf, sem send voru til fessarar myrtu stúlku.—Nokkru síðar féll sterkur grunur á hann við sama banka. Bankastjórinn heimtaði heimulega af lögreglunni að hafa upp á Miss Holland. Og lögreglan leitaði og leitaði þangað til loks að hún fann lík hannar, eins og áður hefir verið getið. Þegar líkið fanst, var Doug- las tafarlaust tekiun fastur, sem grunaður um morð eða meðverkað f morði. Þá var hann staddur á banka, að telja peninga út ávísan undirskrifaða með Miss Holland nafni. Hann lét sér ekki bilt við verða, og fór með leynilögreglnþjón- unum umsvifalaust. En á leiðinni tapaði hann sér, því hann gerði ó- tvfráða tilraun að drepa lögreglu- þjóninn, og var það að eins fyrir lítið atvik að lögregluþjónninn bar sigur úr býtum í þeim sviftingum. Eftir það féll sterkur grunur á að Douglas væri morðingi og fantur. Hið opinbera tók mál hans til rann- sóknar, og komu þá stórglæpir hans í ljós hver á fætur öðrum. Hann játaði að hafa verið í vitorði með að stytta konum sínum aldur. 0g sagði til líkanna afþeim flestum. Kúlu- gat var á höfði Miss Holland, og meðgekk hann að hafa skotið hana óviljandi, en þegar hann fór I gálg- ann meðgekk hann að hafa gert það af ásettu ráði. Og allar sínar gift- ingar, og kunaingskap við Miss Holland og fleiri, hafi miðað til að ná í fé. 011 morð hans og fanta- stryk voru ekki rannsökuð út f ystu æsar svo almenningi sé ljóst. En hann var dæmdur til hengingar. Fór aftaka hans fram 14. þ. m. Hann virtist ekki á neinn hátt iðrast glæpa sinna, og var hinn kærulaus- asti. Englendingar tala hryggir og hljóðir um þetta glæpamál, setn óef- að er það ljótasta og þroelslegasta, sem komið heflr fyrir f sögu Bret- lands nú lengi. Finnland. Björustjerni Bjömson heflr ný- lega sent kvæðí til birtingar f helztu blöðum á Norðurlöndum. Hér er sýnishorn Þess á vorri tungu. Veina nástunur vestur yflr Botna; hrægaukar hlakka, sem hermi menn dauða. Vorljóð áðan vöktu með vindum f limi; þrumur koma núþaðan sem þúsundir falli, Versnar og versnar: Voðalegu náhljóð þúsund þúsunda: Ipjóðar-andinn hljóðar'. gnauða graflagðir, gráta óbornir — ófætt, lífs og andað—• alt fyrir land sitt grætur. Ómar djúpt í ópi: afl frjálsborins vilja, sál og samhug fólksins særa þeir til bana. Vonir þess (veiztuþað.Böðull?) og virðing þeir myrða — slíta þess helgan hjartvef um helgan guð og sannleik ! Myrt er hin foina framsýn, er framland það bygði. Farið er Finnlandi; flekkast hver barnssál; æsku er breytt í elli; ótrú kend og lymska, gleði dæmd til dauða, drotnar heift og sturlan. ' þann illu heilli, er eyðir svo löndin. Næst þó ei níðings ætlan! Norræn jöfurs dóttir. Barn hann sá og brosti Brávöllu Sjálands. Fúni honum áður fætur, en á frjálsra land stigi! AÐSENT, Lögberg og kosningaúrslitin Sárt og sundurflakandi í sár- um virðÍ8t Lögberg yfir kosninga- urslitunum á mánudaginn þann 20. þ. m. I margar undanfarnar vikur hafði blaðið reynt að telja fólki trú uin að Roblinstjórnin væri dauðasek og til dauða dæmd af öllum þorra fylkisbúa.j tViku eftir viku hafði f>að flutthinar s væsnustu óþrifa greinar um stjórnina, sumpart stælt eftir Free Press og sumpart frá blaðsins eig- in höfði,—en allar f sama stfl, last og nfð um núverandi fylkisstjórn. Og nú þegar úrslit kosning- anna eru kunn og alt þvogl og all- ar lygar Lögbergs virtar að vett- ugi. þá er naumast að búast við öðru, en að vesalings blaðið sé sárt og sundur flakandi 1 sárum. En fáum mun hafa komið til hugar, að blaðið mundi bæta svörtu ofan á grátt, f þvf að halda áfram með óþverra greinar og ósannindi, en sú hefir J>ó raunin á orðið. Eðli þess virðist óbreytanlegt til batn- aðar, ef dæma skal eftir ritstjómar grein þeirri, er birtist f sfðasta blað Lögbergs, með fyrirsögninni: Kosningarnar. I áminstri grein er sannleikan- um haggað, — svo maður viðhafi vægtorð—, að minsta kosti í8 eða 9 atriðum. 1. Lögberg segir, meðal annars, að vfnsölumönnum hafi verið talin trú um, að ef Greenway kæmist til valda, mundi hann innleiða vfn- bannslögin hér f Manitoba. Heyr á endemi! Clarendon-Greenway að innleiða vfnsölubannsZög, Hverj um mundi dettaslíktf hug? Vill Lögberg vera svovænt að nefna einn einasta vfnsölumann, er trúað hafi sllku? 2. Bindindismönnum var talin trú um, að framgang máls þeirra væri það fyrir beztu, að fylgja Roblin, segir Lögberg, og svo fylgdu þeir Roblin o. s. frv. Og svo nefnir það dæmi af Mulock gamla, máli sfnu til sönnunar. En sannleikurinn er sá, að Jíulock styrkti hvorugan flokkinn; mun hafa dregið jafnmörg atkvæði, ef ekki fleiri, frá Dr. McFadden, eins og hann dró frá Liberal mannin- um. En Lögbergi láðist að geta þess, að bindindismenn útnefndu allmarga Liberal-sinna, er hlutu út- nefning, bæði frá Liberals og bind indismönnum, sem sfna merkis- bera, og styrktu þannig yfirleitt Liberalflokkinn, en þó árangurs- laust. 3. Þá vita einnig allir hvílfk fjarstæða það er að halda f>vf fram, að verkamanna þingmannaefnin hafi komið fram til að hjálpa Rob- lin. Hannleikurlnn er sá, að þau þingmannaefni hafa sjálfsagt dreg- ið meira frá atkv. Conservatfva en Libera a. ISLENZKIR FRUMBYGGJAR. | Frumbyfjgrjar hinir fyrstu, sem bólfestu tóku í þessu landi, voru ötulu mennnirnir frá Islandi, eins oe frumbyggjara kaffið er betraen annaðkaffi. Þad er það hreinasta og bezta kaffi, sem Menonitar og og aðrir geta fengið. Það er í flestum bóð im, er hreint, án steina og óhroða. er kaffi og ekkert annað. Brent og þarf ekkertað gera við það nema il hIr það. Segið matvörusölum ykkar næst þegar þér sjáfð þá, að þið viljið fá hjá þeim pioneer Coffee, það er betra en hins vegar kaffi. Ef þið vilji fá ecn þá dýrarakaffi, þá biðj- ið Blue ribbon mfu, co. um það brent líka —Smekkur og bragð hefir það betra en nokkurt anwað kaffi. Blue Ribbon Mfg. Co. Winnipeg. TfUtUiUUUiUtWUiUUUUUUUUbUUMUUUUUUiiUiUiUuJ 4. „Kaþólska kyrkjan hefir ekki látið sitt eftir liggja" o. s. frv. Ætli f>að hefði ekki verið nær þvf blaði að segja: Hin ev, Lút. kyrkja Is- lendinga í Winnipeg hefir ekki lát- ið sitt eftir liggja o. s. frv, En hvort f>esst ásökun er rétt eða ekki þá er það sýnilegt, að kaf>ólska kyrkjan virðist hafa haft lítil áhrif á kosningarnar, þar sem 2 af 7 er kosnir vorn af Liberalflokknum eru f kapólskum kjördæmum, en að eins 1 stjórnarsinni kosinn af kaþólskra hálfu. O, vesalings Lögberg! Hve dásamleg eru f>fn orð ;hve aðdáanleg er J>ín röksemda- færsla. 5. „Mútur hafa verið afskapleg- ar í flestum, ef ekki öllum kjör- dæmum“. Þessu er ekki hægt að neita, hvað Liberala snertir, að minsta kosti mundi enginn Con- servatfvi voga sér það'. f>ar sem Lögberg er svo örugt í sinni sök. En af hálfu Conservatfva liafa mútur aldrei verið um hönd hafð- ar. 6. „Ranglátlega var fjölda manns bœgt frá að greiða atkvæði o. s. frv“. Þetta er jafnvel eins ó- svífin ósannindi og nokkuð getur verið. Þvf aldrei í sögu fylkisins hafa jafn áreiðanlegir kosninga- lístar verið til, sem nú.^Iþetta skifti voru slíkir listar bunir út undir umsjón dóniaranna hér f fylkinu, en áður voru þeir búnir út af hálfu stjómarinnar og£fólk leiðir engar getur að þvf, hvort muni líklegra til að vera áreiðan- legt, 7. Og svo kemur síðasta rúsín- an, sem kórónar alt annað í f>ess- ari áminstu grein og sem er jafn- vel texti hjáblaðinu fyrir það sem á undan er gengið. Lögberg seg- ir: ‘ Það er ósjálfstæði manna meir en nokkuð annað, semjolli þvf hvernig atkvæðin féllu“. Það ern víst ekki margir sjálfstæðir menn í Manitoba, ef dæma skal eftii f>essari Lögbergs [grein. En, ó,þú auma vesalings Lög- berg. En þá ert þú f jarri sann- leikanum og‘f>að f>rátt fyrir það, að þú telst málgagn hinnar lúth- ersku kyrkju. Það er jafnvel von- andi að séra Jón minnist þfn í næsta Helgafells fyrirlestri sínum, ef þú þá verður á fótum. En eng- inn sú ástæða, er Lögberg heíir gefið í þessari grein, skýrir á nokk- urn hátt frá skynsamlegu sjónar- miði kosningaúrslitin, Aðalástæð an, að undanteknu áliti þvf er stjómin hafði áunnið sér fyrir starf semi og ffnansfræði, að úrslitin urðu eins og á er minst, var sú. að sanngimi fólksins hafði rerið svo afskaplega misboðið á undanförn- um tíma, með lygum og svfvirði- leguin sakargiftum, er daglega birtust f Free Press og vikulega í Lögbergi. Menn þoldu þetta ekki lengur, og það sem áhrærir Íslend- inga, og þekkingu og sanngirnis tilfinningar þeirra, pá misbauð blaðið þeim og hafa þeir nú sýnt eindregið. að þeir fyrirlitu slfka pólitik og Lögberg flytur. Það er ekki minsti efi á f>vf, að íslending- ar f Manitoba hafa f>ví nær e i n- d r e g i ð greitt atkvæði með Con servatfvum í sfðustu kosningum. Fjarstæður, öfgar og ósannindi Lögbergs knúðu f>á til að gera f>að, knúði þá til að sýna sig sjálf- stæða menn, með þekkingu og eft- irtekt á landsmálum. Lögberg verður að fara öðruvísi að, en það hefir gert hingað til, ef það vill vera nnnað en athlægi og viðbjóð- ur í allsherjar málum. Móðurmálið Eftir Reykjavfk. Skelfing er að vita, hvemig með þ;^j5 er fárið'dagsdaglega bæði; munnlega og skriflega. Ég hefi áður, oftar en einu sinni, minst á, að varla nokkur Reykvíkingur, karl né kona, virð- ist geta kvatt á fslenzku. Nei, það verða allir að gera á frönsku, A dieu\ Og 99 af hverjum 100, sem daglega segja „a dieu", vitajekki hvað það þýðir. sem f>eir em að segja. Það þ/ðir blátt já fram „f guðs friði”. Og er [pá nokkur vansi að segja „guðsfriði/ á|hreina fslenzku? Það er þó^alvanakveðja fslenzk. Eða þá „verið þér sælir“. Þá eru auglýsingarnar'í blöð- unum ekki beztar. Þar auglýsa j menn allarsorfi'r (fyrir ,.tegundir“ í og prufnr (! fyrir ,,sýnishorn“), háls-fatt (fyrir „hálslfn“, slips og humhufi (fyrir hálsbindi“), hakka- hrettí (fyrir ,,söxunarfjöl“), hnffa- bretti (fyrir ,,fœgifjöl“), gellur (! sem er vitleysa, fyrirj „kverk- sigi“ — „gælle á dönsku þýðir „tálkn“, en „gellur“ áj að vera ,,gællelak“—kverksigi), Það eru ramm-vitlausar ný- myndanir ekki betri en hvað ann- að, eins og „botnverpill“, sem sum blöð em farin að tíðka. „Verpill merkir það sem varpafð er: f>ví heita teningar verplar á fslenzku. „Botnverpingur“ er rangmyndað lfka (f>ótt ekki sé það eins afkára- legt), en „botnvörpungur“Jer eina rötta orðmyndin. Sjálf skárri blöðin hér eru far- in að tíðka annað eins orðskrípi i og málfærslumaður f st. f. „mál- j flutningsmaður". „Að/œrajmál“ er ekki fslenzka, að eins þýðing dansks orðtaks: „at före Jen sag“. Á fslenzkn er það kallað „að flytja mál“. „Að óttast fyrir einhverju“ j er ein danskan („frygt for noget‘l) f st. f. „að óttast eitthvað“. Það em mörg hundmðjaf slík- um útlenzkuslettum daglega um hönd hafðar, sem auðgert er með ofurlítilli góðri viðleitni og setn- i ingi að útrýma. Enginn tilberi endist til að tfna það alt á skammri stund. Kr. Ásg. Benediktsáon selur gift- ingaleyftébréf hverjum sem þarf. KENNARA vantar við Árness South skóla, frá 1. Október 1903 til 31. Marz 1904 (6 mánuði). Tilboðum verður veitt móttaka af undirrituðum til l.Sept. næstkomandi, Úmsækjcndur til- taki á hvaða mentastigi þeir eru, og hvað f>eir setja upphátt kaup. Árnes, Man. 7. Júlf 1903. ISLEIFUR HeLGASON. Secy Treas. Kennari getur fengið atvinnu við kenslu- störf við BALDUR-SKÓLA, fyrir það fyrsta, frá 15. September til 20. Desember 1903. Tillxiðum verður veitt móttaka af undirrit- uðum til 22. Ágúst næstkomandi Umsækendur tilgreini á hvaða mentastigi J>eir eru og hvað hátt kaup f>eir setja upp. Hnausa, Man„ 30. Júní 1903, O. G. Akraness, skrifari og féhirðir. er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : í WESTERN CIGAR FACTORY i Thos. L,ee, eigaudi. 'WXISJ'IISriIE’iEGk ■RSNN' flANITOBA. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan i Manitoba er ná.............................. 276,000 Tala bænda í Manitoba er.................................... 41,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,619 " “ 1894 “ " .............. 17,172,888 " '* " 1899 " “ . ............ 27,922,280 “ " " 1902 " " .............. 58,077,287 Als var kornuppskeran 1902^ “ " ............ 100.052,343 Tala bápenings i Manitoba er nú: Hestar................. 146,591 Nautgripir............... 282,348 Sauðfé.................... 86,000 Svin.................. 9' .598 Afurðir af kúabúum i Manitoba 1902 voru............... 8747.608 Tilkostnaður við byggingar bænda i Manitoba 1899 var.... 91,402,800 Framfðrin i Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auknt m afurðum lanlsins, af auknum járnbrautum, af fjðlgun skólanna, af va i- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vellíían almennings. í siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum............. 50.000 Upp í ekrur.......................................................2,500.000 og þó er siðastnefnd tala að eins einn úundi Muti af ræktanlegu landi í fylkinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflvténdur, þar er enn þá mesta gnægðaf ágætum ókeypis heimilisréttarlðndum og mðrg uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. f Manitoba eru ágætir /riskólarfyrir æskulýðinn. f Manitoba eru mikil og fisksælveiðivötn sem aldrei bregðast. í bæjunum TFinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5,000 fslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra i Manitoba. eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir ÍO millionir ekrur af landi í Haniioba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá 92.50 til 96.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd i ðllum pðrtum fylkisins, og járnbrautarlðnd með fram Manitoba og North TVestern járnbrautinni eru til sðlu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til HOX. R. P KOBLIK Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: •loaeph B. Skapatson, innflutninga og landnáms umboðsmaður. ‘Man-Linan’ flytur framvegis íslendinga frá íslandi til Canada og Bandarikjanna upp á ó dýrasta og bezta máta, eins og hún ávalt hefir gert, og ættu því þeír, sem vilja senda frændum og vinum fargjðld til íslands. að snúa sér til hr.H. N. Bnrdal I Winnipeg, sem tekur á móti fargjöldum fyrlr nefnda línu, og sendir þau upp á tryggasta og bezta máta, kostnaðarlaust fyrir send anda og móttakanda, og gefur þeim sem óska, allar upplýsingar því við- vikjandi. Fari ekki sá sem fargjaldið á að fá, fær sendandi peaingana til baka sér að kostnaðarlausu. D. IV Fleury & Co. UPPBOÐSHALDARAR, »80 3HITH 8TREET, two doors north of Portage Ave. selur og kaupir nýja og gamla hús- muni og aðra hluti, einnig skiftir hús- munum við þá sem þess þuif i. Verzlar einnig meðlðnd, gripi oe alskonar vörur. TELEPHONE 1457. — Oskar eftir viöskiftum Islendinga, OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ 8ÍNU NÝJA Skandinavían Hotel 718 Hain Htr. Fæði 91.00 á dag. (Janadian Paeifíe Pailwaj Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall 1 Norðvesturlandinn. Tlu Pool-bor8.—Alskonar Tln og vindlar. Lennon A Hebb, Eigendur. $3,000.00 - = SKÓR Thorst. Oddson heíir keypt 3,000.00 virði af skótaui, sem liann selur með stórum af- slætti allan þennan mánuð fyrir peninga, í búð^sinni að 483 Ross Ave. 8onner& Hartley, LögfræðinRar og landskjalasemjarar 4»4 9ainMt, -• - Wlnnlp«|. a. ▲. BONNHR. T. L. HABTLNT. Jola skemtiferdirnar i Desember. Fram og aftur lœgsta fargjald til allra staða í ONTARIO, QUEBEC °g SJOFYLKJANNA. Gildir þrjá mánuði. Viðstöðuleyfi veitt þegfar komið er austur fyrir FORT WILLIAM. TOURIST og fyrsta pláss SVEFNVAGNAR & hverjum degi. Jola og nyars-farbrefin fram og til baka kosta TVO ÞRIÐJU vanaverðs.—Farbréfin til sölu Des. 21. til 25. og 30. ál„ og Jan. 1. Giida til 5. Jan„ að þeim degi með töldum. Eftir frekari upplýlngum snúið yður til næsta umboðsmanns C. P, R. fél eða skrifið C. E. McPHERSON, Gen. Paes. Agent, WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.