Heimskringla - 11.02.1904, Page 1
«É
XVIII. ÁR.
........* ------- 1 11 ........-
WINNIPEG, MANITOBA 11. FEBRÚAR 1904.
Nr. 18-
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
—Það veldur míklu umtali af
h&lfu blaðanna um þessar mundir,
að enska stjórnin hafi l&tið MrsMay-
brick lausa úr fangelsinu loksíns.
Þetta Mrs Maybrick m&l er öllum
svo kunnugt, að ekki þarf að út-
skýra það. Hkr. heflr flutt ágrip af
því m&li fyrir nokkru síðan og
minst & það yið og við. Það er nú
altalað og fireiðanlegt talið, að hún
hafl verið tekin úr Aylesbury fanga
húsinu þar sem hún hefir gist í, og
sé nú úti á land, & góðum stað. En
mælt er að stjórnin & Englandi leysi
hana þó ekki undan dómi og lögum
fyrr en í Júlímánuði í sumar, og
megi hún þar eftir rfiða ferðum sín-
um fyrir stjórninni.
—Prestasni i Bandaríkjunum að
nafni Rev. F. W. Sandford, er nú
fyrir lögum og dómsgæzlu fyrir að
láta 6 ára gamlan son sínn fasta og
svelta í 72 kl.tíma. Drengurinn
beið bana af föstunni, og prest-
-S-
þrælmennið var tekinn og fikærður
um manndr&p, blátt áfram. M&lið
er nú fullsannað & hann, en dómur
er ekki fallinn enn. Vonandi er að
mannfjanda þessum verði launað,
sem hann er verður fyrir.
—Járnbrautarlestarslys varð 3.
þ. m. nálægt brautarstöðinni Gris-
wold, ekki alllangt frá Brandon &
C. P. R. brautinni. 3 vagnar með
gripum í þeyttust af sporinu og ultu
um. Mest af nautgripunum drapst,
en hinir mörðust og brotnuðu.
Lestamennirnir komust allir af heii-
ir á hófl.
—Þessi vetur hefir verið svo kald
ur, að Þegar kvikasilfrið þokast upp
fyrir frostpúnkt, þá verða það í&ir
af fólkinu, sem afbera óvanalegan
hita, segir Mail and Empire, blaðið í
Toronto.
—I fyrra sagði Sir Wilfred Laur-
ier,- „Biðjum guð að hjálpa okkur,
svo við verðum ekki of seinir að ná
í Grand Trunk Pacific brautarsamn-
ingana hjáCox, sem ekki gat beðið-‘,
sagði Mr. Blair. Hvað segir Laur
ier nú? „Biðjum guð að draga
þfng og ko3ningar eins lengiog hann
getur, svo enn þá f&um vér tækifæri
að flskai vasa þjóðaaínnar og fylla
okkur, verðuga drottins þjóna!
—Óvanalega miklar frosthörkur
og kuldar hafa verið undanfarnar
tvær vikur yfir alla Norður-Amer-
íku. í Ontario og Quebec hafa lest
ir orðið á eftir, stöðyast fyrir lengri
og skemri tíma. Mannafii hefir
ekki fengist nógur sumstaðar út í
bygðir til að moka snjó af brautun
um. Sumstaðar heflr snjórinn þar
& brautunum orðið 16 feta djúpur,
Hér í Vestur Canada hefir snjórinn
orðið 8—12feta djúpur, og stöðvað
lestir. Frost hafa líka stigið með
hærra móti og varað lengur en vana-
lega. Útlitið er harðneskjulegt enn
Þ&, og frostgrimdir stöðugar.
—Ófriðarómurinn austræni hefir
sifelt klingt í eyrum þessar viku.
Blöðin eru full dag eftir dag með
ýmsar fr&sagnir, um undirbúning og
jafnvel byrjaðan ófrið. Peninga-
mangarar og verzlunarsamkundur
þjóðanna munu ekki liggja á liði
sínu að gera alt sem ófriðlegast
framan f almenningi. Enda hefir
þeim tekist að koma hveiti upp í
verði og fieiiu,við almenning. Sem
stendur (8. þ. m. muni enginn ófrið-
ur byrjaður eftir því sem næst verð-
ur komist. Óefað mun Rússak.
sj&lfir vera á móti ófrið, en ráða
neytið er ofstopafult og mestu ráð-
andl. Aðrar þjóðir kynda að ófrið-
arkolum, sumar af ýtrastaog Iævfs-
asta megni, aðrar með ýmsum
óhróðri. Samt sýnast meiri líkur
fyrir ófrið milli Rússa og Japan-
mann nú en nokkru sinni áður.
Vonandierað sá hiti hjaðni bráðum
og verði að engu. Það fara að
verða fyrirlitlegustu þjóðir og
skrælingjastjórnir, sem ekki geta
jafnað mál á annan hátt en með
blóðböðum og manndrápum.
—Á sunnudaginn yar kom upp
stór eldur f borginni Baltimore í
Bandarfkjunum. Aðalverzlunar-
hluti borgariunar brann og fóru þar
ógrynni af vörum ftsamt 2,500 bygg
ingum. Brenna þessi er talin að
hafa eyðílagt eignir upp á tvöhundr-
uð millíónir data. Er þessi brenna
ein nseð þeím al'ra stærstu sem við
hafa borið. Öll meðöl voru notuð
til að stöðva eldinn. Það voru
fieiri tonn notuð af dynamite til að
sprengja upp byggingar, til að hefta
eldinn, en ekkeit dugði. Eldlið frá
New York kom borginni til hjálpai.
sem sjálf hafði öflugt lið og útbúnað
góðan, en eldurinn var óstöðvandi.
Sömuleiðis kom henni til hjálpar
eldlið frfi Philadelphia og víðar að.
—Hon. Prefoutaine, einn af ráð-
gjöfum Lauriers, hefirnýlega stefnt
blöðunnm: Montrea! Star og La
Patrie fyrir álygar. Þau sögðu
nefnil., að þessi r&ðgjafi hefði gefið
út umburðarbréf til kjósenda og lof-
að þeim hlunnindum, sem greiddu
atkvæði með stjórnarþingmannsefn
inu, sem nú tækir í aukakosningu í
einu kjördæminu í Montieal. Hann
vill fá $10,000 frá Montreal Star, en
$5000 frá La Patrei í skaðabætur
Verður líklega beldur minna.
—Maður að nafni Lanzafame, sem
býr í Catania á Sikiiey, var nýlega
tekinn af ræningjum , og (heimta
þeir $20,000 í lausnargjald. Ókunn-
ugt er stjórninni erjn þá um bólfestu
þessa ræningjaflokks.
—Á föstudaginn var, var eldur
allmikill í Montreal. Ein af elztu
byggingum brann þar. Skaðinn er
metinn $65,000.
Þingfréttir eru þessar helztar,
að þinginu var slitið á mánudaginn
var. Það stóð að eins frá 7. Jan-
úar til. 8. þ. m. og var því venju
fremur stutt, en þr&tt fyrir það starf
aði það mikið og ötullega.
F.yrir þingið komu 113 laga-
frumvörp og iagabreytingar. Af
þeim voru afgreidd 8g. Ýmsar
merkar lagabætur voru gerðar á
þinginu, og um stórmál fjallað. Lög-
in um aukaveg C. P. R. í bænum
voru endurbætt og fullkomnuð. Vfn
sölulögin sömuleiðis, kosningalög
unum breytt, mentunarskilyrðin og
þjóðernis ákvæði burtu numin. Þá
varlögum um framfærslu í No. 2
framræ8luhéraðinu breytt og rædd
allmikið. í Þyl máli þorðu Liber-
alar ekkí að bera nokkuð fram af
þeim sakarákærum, sem blöð þeirra
og þeir sjftlfir hafa haldið á lofti við
almenning, þegar m&lið var rætt á
þinginu.
Þá lét "þingið I Ijósi, að það
hallaðist að viðskiftastefnu Right
Honorable Joseph Chamberlains, og
margt annað fleira starfaði það
þarflegt *og þýðingarmikið. Hefir
ekkert fylkisþing starfað eÍDS mikið
og þetta þing á jafnsfuttum tíma.
Tveir þingmennirnir af þessum átta
sem fylgja Mr. Greenway, greiddu
sinn í hvorf skiíti atkvæði sfn msð
stjórninni, en móti hlið karlskepn-
unnar. En kvað bann hafa sagt,
að hannfætlaði [ekki oftai að setjast
I þingstólinn sinn, hvort sem bann
endir þau[iofoið.sín[eða ekki.
—Stríðsfréttir. Altalað er að
Japanmenn hafi rfiðist að herskip
um Rússa í Port Arthur aðíaranótt
þess 8. og eyðilagt 2 herskip og eina
léttiskútu, en Japanmenn hafi ekk-
ert tjón beðið. í atförinni höfðu
Japansmenn að eíns sprengivélabfita
(Torpedos. Þann 9. er sagt að Port
Arthur standi í b&li og omsta sé &
milli Rússa og Japansmanna. Þann
10. er sagt að Rússar hafi mist 8 góö
herskip.
—Lesta samrekstur varð 9. þ m.
hjá Sand Point, Ont. 9. menn dóu
strax. Margir stórmeiddusus.
BRÉF FRÁ NELSON. B. C.
Eftir Jóhannes Sigurðsson.
Herra ritstj.
Mér finst ég mega til að minn
ast við Hkr. á þessu nýbyrjaða ári,
sem ég óska að verði farsælt bæði
fyrir blaðið og aðstandendur þess.
Mér datt f hug að minnast ofurlít-
ið á ásthnd landa við Kyrrahafið,
eftir þvf sem ég hefi kynst f>ví síð-
an f vor. Eg get ekki betur séð en
að helzt til mikið hafi verið af þvf
látið í ýmsum fréttapistlum í fs-
lenzku blöðunum. Að sönnu mun
þetta liðna ár hafa verið eitthvert
hið lélegasta að ýmsu leyti fyrir
gróða landa.
Frá Ballard hefi ég þær frétt-
ir, að þeim hafi tekist að fá nokkuð
stöðuga vinnu 1 sumar. það er
mest á strætum og við sögunar-
millur. Kaupið er ekki mikið
hærra en alment er borgað f bæj-
unum, Duluth og Winnipeg: $1,75
til $2 á dag, en fegar rigningar
tíðin byrjar fer J>að alt að verða
stopult. Smiðir hafa gott kaup
þar, en ekki held ég þeir liafi vel
stöðuga atvinnu.
A Roberts Point gekk löndum
afar illa, veiðin brást mjög hrapar-
lega og þar við bætist að lítil von
er til að þeir geti fengið að eign-
ast löndin, sem J>eir eru búnir að
vinna mikið á sumir, en J>eir hafa
töluvert af ’gripum og hænsnum,
og lijálpar það þeim nokkuð.
í Blaine gekk það lfkt og á
Roberts Point. Landar treystu
J>ar mikið á laxveiðina þegar hún
byrjar í Ágúst, en fæstir þeirra
græddu mikið fram yfir fæði sitt
og gott ef þeir höfðu það, því lax-
veiðin hefir f mörg ár ekki brugð-
ist eins hraparlega. Þeir sem
vinna á niðursuðuhúsunum fá auð-
vitað sitt kaup, þó lftið veiðist, ef
þeir ekki vinna samningsvinnu
(Contract), en það eru fáir landar-
sem þar vinna. Kínverjar og Jap-
anar sitja mest fyrir þeirrivinnu.
í Vancouver var ég sjálfur frá
J>vf í Júnf og fram f lok Septem-
ber, Eg fékk vinnu fsykurgerðar-
húsinu þar eða við að moka burtu
hæð nokkuri, svo þeir gætu bygt
þar múrhöll mikla, til að hlaða þar
sykursekkjum. Innivinnu hafði
ég þar og nokkrar vikur. Við
moksturinn var borgað 25c. á tím-
an en innivið 20c. Nokkrir [land-
ar fengu þar vinnu við mokstur-
inn, en var vísað frá (lagðir af)
þegar það varbúið. Það var afleitt
ár fyrir smiði f Vancouver. Verk-
fall hélzt næstum alt sumarið.
Smiðirnir vildu fá 3 dali fyrir 8
tfma vinnu og ýmislegt fleira bar
J>eim á milli. Að síðustu held ég
smíðafélögin hafi haft sitt fram.
Milluvinnan er það helzta og
J>ó fyllaJapanar J>ær að mestu.
Vandasömustu verkin og J>au
hættusömustu verða livítir menn
aðvinna, og er þá borgað frú $1,75
til $2. Um aðra vinnu er varla að
tala eftir að rigningar byrja.
Ekki varð ég var um að neinn
landi væri þar ríkur; nokkrir eiga
hús og lóð, en þeir voru búnir að
vera J>ar 8—10 ár. Það má hafa
all ódýrt fæði í Vancouver yfir sum
artímann, nýr lax fæst fyrir lOc.
pd.. en mjólk vill engjnn gefa fyrir
minna en l^Vgc- pottinn, eða 8 pt.
fyrir dolinn, og er þá vatnsblönduð,
eða J>á svo þunn að engu var betri
en hún væri vatnsblönduð, og
kendi mjólkursalinn það lélegum
högum, enda virðist jarðvegur frem
ur þunnur og rýr nálægt Vancou-
verborg. I efnalegu tilliti álit ég
að löndum lfði ekkert betur hér
vestur við haf en austur frá yfir -
leitt.
Loftið er mikið betra, en þó
held ég menn hafi alt of mikla trú
á þess heilsugefandi krafti; að
minsta kosti vorulandar þeirj sem
komu frá Brandon f fyrra vetur
altaf með kvefi svo að segja og
töluverð veikindi varð ég var við f
Vancouver, t. d. barnaveiki og
skarlatsveiki, þótt ekki fengi ís-
lendingar það. Eg held að loftið
sé allvel lagað til að fjölga fruml-
um (bacteries), en J>ess skal getið,
að Jþar kemur ekki ofsahiti. sem
austar frá, en ég fann meira til
afleysis við vinnuna.—Það rigndi
hér um bil í hverri viku meira og
mlnna. en aldrei stórrigningar fyrr
en í September, og þegar sólskin
var og heiðríkt, var golan mjög
hressandi er streymdi frá hafinu
inn yfir landið. Eg álít að ekki sé
mikiíl hagur fyrir aðra að fylgja
vestur, en þá sem geta keypt sér
iönd og haft búskap. ávaxtaræktun
og hœnsarækt. En hér fást engin
heimilisréttarlönd og engin Ödýr
lönd, nema langt frá öllum manna-
bygðum. Nálægt borgunum kost-
ar hver ekra frá $50 upp að $100.
Búlönd sem eitthvað er ’unnið á
kosta þetta frá $700 til $2000. Á
sumum þeirra eru hús og ræktuð
tré, mesteplatré. Maðursem hefir
efni á að búa vel umsig á slfku
landi. mundi ég kalla að gæti iiðið
ágætiega. En þótt cir.hver hafi
stöðuga daglaunavinnu á sögunar-
millu eða verksmiðju get ég ekki
séð að sé í vellfðun, J>ví það eru
varla 10 af hundraði sem græða
peninga, sem nokkru munar eða
svo þeir séu vissir um framtíð sfna
til elli ára. Við sjáum hve áreið-
anleg atvinnan er, þegar við lítum
til volduga félagsins f Salt Ste
Mary. Þar sem margar þúsundir
töpuðu atvinnu er [>eir áttu von á
að liafa stöðugt meðan þeir þyldu.
Sama vildi til f Butte, Montana.
Og er ekki liið voldugasta allra fé-
laga (The Steel Trust) stálfélagið
að vfkja mönnum úr þjónustu
sinni og lækka kaup, Svo langt
er ég þekki til er daglaunamaður-
inn hvergi óhultur árinu lengur að
hafa stöðuga atvinnu þótt hann
ekki bili. Ekki hefi ég orðið var
við útgjöld fyrr en ég kom hingað.
Hér f B. C. verður hver maður að
l>orga $3 á ári, er J>að kallað Poll
tax, og hér í Nelson verður maður
að borga $2 að auk til vega- eða
strætislagninga.
BORGIN NELSON.
er hérumbil í miðjum Klettafjöll-
unum fráaustri til vesturs talið.
Það er höfuðborgin f Kooteney-
héraðinu. Hér situr dómþing hér-
aðsins og hér hafa /ms verzlunar-
félög og gróðafélög aðsetur sitt.
Hcr eru all-glæsilegar stórhallir og
hótel mörg. Steinlögð aðalstræti
og strætisvagnar og er þó borgin í
halla miklum. Bæjarbúar eru um
5000 talsins.—Mentun er hér góð
og fólk kurteist. Hér hefi ég hitt
einna myndarlegasta verkamenn.
Þeir eru fjöldinn Svíar og Eng-
lendingar, Atvinna fyrir daglauna-
menn er mest við bræðslustofnanir
(Smelters) er bræða málma úrnám-
unum hér í kring. Það er mest
blý, kopar og lítið eitt af silfri og
gulli. Þessir bræðsluofnar hér ná
blýinu úr málmunum, en þar með
fylgir gull, silfur og kopar. alt í
saina stykkinu; og verða þeir að
senda þuð -alt austur til Jersey-
borgar f New York-ríki, til að fá
alt aðskilið (refined). en nú eru að
koma upp verksmiðjur liér 1 hérað-
PIANOS og OgGANS.
Heintzman A Co. Pianos.-Bi-ll Orgel.
Vér seljum með máDaðarafborgunarskilmáium.
J. J. H M' LEAN & CO. LTD.
530 MAIN St. WINNIPEG.
NEW TORK LIFE
JOHN A. McCaLL, president.
Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út
170 þús. lífsábyrgðarskírteini fyrir að upphæð S3JÍ6. miliónir doll.
Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16
miliónir doll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað-
áarlifsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið
S3‘2 þús. meðlimum -út á dfsábyrgðarskirteini þeirra nær þvj 13
miliónir dollars. Einnig hefir félagið skift á milli meðlima sinna á
Síðastl. ári 5J mlión dsll.. í vexti af ábyrgðum þeirra í því, sem er
$1,250,000 meira en borgaðvar til þeirra á árinu 1902. Lífsábyrgðir
í gildi hafa aukist á síðaetl. ári um 191 millionir IkollarM.
Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru #1,745 milionir
Allar eignir félagsins eru yfir ........35aj milliou Ilollars.
C. Olafaon,
AGENT,
WINTlsriPE Gr
J. W, Norgan, Manager,
GRAIN EXCHANGE BUILDING,
t
inu, sem geta aðskilið hinar ýmsu
málmtegundir.
Hér í Nelson eru tvær sögun-
armillur og eitt C. P. R. Round-
bouse. Þ& er upptalið J>að sem
verkamenn hafa til atvinnu hér í
borginni. En um alt héraðið eru
smá J>orpog námagröftur mikill og
blöðm segja að alt muni aukast og
ifna með vorinu.
Fæði er hér selt á $1 fyrir dag
inn, ódýrc.st $25 um mánuðinn.
Kaupgjald er alment 25c. á tfm-
ann. Verðámjólk er sama og f
Vancouver. Mjólkursalar segjast
þurfa að gefa $25 fyrir ton af heyi
en engin eru hér slægjulönd. Jarð-
vegur allur er grýttur nema á töng
um við vatnið, eða á hjöllum f
fjöllnnum. Bezt borgar sig hér
ávaxtarœkt og hænsarækt; ný egg
ern oftast seld á 50c. tylftiu og
geta farið upp f $1. Kassaegg eru
selk á 30—35c. tylftin. Húsaleiga
er frá $7 til 10 fyrir 4 herbergi.
Landslagið er hér allvfðfeldið
fyrir íslenzkt auga, hnjúkur við
hnjúk snarbrattir ofan að spegil-
lygnu vatninu Kobling Lake, sem
ekki er breiðara en meðal fijót víð-
ast hvar. Eg sakna lielzt grænna
hlíða og sléttra vatnsbakka og þó
fjöllin hér séu tignarleg og ár fossi
úr fjallaskörðum, þá ber ekki eins
margt fyrir augað sem á gamla
Fróni.
Loftslag hér er hreint og lffg-
andi, aldrei miklar úrkomur eða
langvinnar, en hör fer að sölna
með byrjun Desember og snjóa
töluvert, en oft rignir hann af. Nú
þann 20. Jan. sá ég fyrst hélu á
gluggum. Þó segir blaðið að á
mælir hafi það verið 15 stig fyrir
neðan zero.
POPLAR KREEK.
Það er nafn sem frægt hefir
orðið sfðastl. ár hér um B. C, og
viðar. Það er járnbrautarstöð á
einni aukabrant C. P. R. við Lar-
dau-fljótið er rennur norðvestur
úr Koblaney Lake. Þar er fjöll-
óttamjög og marþar ár renna þar
úr fjallaskörðunum.
Mfirgum befir verið það kunn-
ugt, að J>ar er málmauðugt land og
margir hafa rölt þar aftur og fram
um íjöllin og hafa þeir orðið varir
við blý, silfur, kopar og gull, en
enginn fann neitt sem orð var á
gerandi, fyrr en 9. Júf í fyrra, þá
voru tveir málmleitendnr að rölta
J>arNum skógana skamt frá brautar-
stöðinni. Alt í einu ráku þeir aug
un í grjótmöl, er glitraði af gulli,
svo að segja, þótt það reyndar
glitri ekki, því það er rauðgult að
lit f frumástandi. Menn Jæssir
fóru svo að k ita betur og fundu
þá gullmola (nugets), er sumir
voru mörg hundrað dollara virði.
Þeir skýrðu þessa námu: Lucky
Jack, og eftir að hafa fengið lög-
leg skjöl fyrir eign landsins fór
þetta sem „gullsaga“ um alt, og
ærðust allir er heyrðu, og flyktust
J>angað svo fljótt sem hægt var að
komast. Þar varð óðara alt þakið
í tjöldum og fjöfdi manna útbúnir
með rekur og mölbrjóta. tjöld og
vistir og byssur og skotfæri. Svo
rak hver fundurinn annanog segja
blöðin að sumir yrðu flugríkir á
fáum klukkutímum, suma tók Jiað
tvær vikur, sumir höfðu vfst ekk-
ert. Þetta 'gekk alt fram í Des-
ember. Þá urðn allir að hætta
vegna ófærðar í fjökunum af rign-
ingum og snjóum, en sagt er að
búið væri þá að merkja námalóðir
á 2(J ferh. mflna svæði út frá
Poplar.
Aðallega era J>ar þrjár náma-
eignir mjög ríkar af gulli. Sú
fyrsta var seld eftir þrjár vikur fyr
ír $45.000, Jog nú er myndað stórt
fclag. er kallar sig: Great North-
ern Co..»Limited. B/ður það fé-
lagshluti til sals á $í hvern, en
sagt er þeir heimti að hver hlut-
hafi kaupi alt að hálfri millfón
hluti Blíiðin hér segja, að ný-
lega hafi grjótið verið prófað frá
Luckv Jackog hafi reynzt $250 úr
tonninu, en ur annari námu, sem
kallast^The Sveede Group, reynd
ist það $35, en J>eir segjast geta
unnið nftmu með ágóða, er gefi $5
úr tonninu. Svo allálitlegur gróði
þeirra er sem náð hafa í þessar
námur. Nálmæðarnar eru sagðar
4 til fi fet á breidd, en engin veit
hvað djúpt þær ná niður. Málm-
fræðingurfrá Vancouver skoðaði
þær og áleit J>ær mundu ekki end-
astlengi eða reynast djúparþessar
námur. Urðu‘blöðin hér í kring
mjfig grfim út af því og sögðu J>að
lftið að marka. en hvernig sem það
er, J>á era mestu lfkur til að fjöldi
manna streymi J>angað með vorinu
Yfirleitt er óhætt að fullyrða,
að alt J>etta mikla fjallahérað sé
mjög auðugt af málmum, og er
fjöldi gróðafélaga að s^oða landi
og setja sigþar niður. Égvil sam
engan hvetia til flækings þaðaii
sem honum líður bærilega, en
reynandi væri J>að fyrir ötuía og
duglega menn að leita fyrir sér
með atvinnu hér f námabæjuuuin
Nelson, Feme, Grand Tirks og
Poplar Creek. Kolanámar miklír
em nálægt Michel og Crows Ncst
Pass.
Ritað f Nelson 24. Jan. 1904.