Heimskringla - 18.02.1904, Page 1

Heimskringla - 18.02.1904, Page 1
XVIII. ÁR. WINNIPEGr, MANITOBA 18. FEBRÚAR 1904. • Nr. 19. Þorvaldur sál. Þorvaldsson. Þorvaldur Þorvaldsson, Sc. B., var fajddirr 4. Janúar árið 1879 að Rein ft Hegranesi í Skagafjarðar- sýslu. Hann var sonur hjónanna Þorvaldar Þorvaldssonar og Þuríð- ar Þorbergsdóttur, er lengi bjuggu að Rein á Hegranesi og síðast að Hofdölum í Blöndudal. Þorvaldur heitinn fluttist vestur með foreldrum sínum hing- að til Manitoba árið 1887 og ólst upp norður í N/ja Islandi, skamt frá Ámesi, f>ar fem foreldrar hans settust að, þar til hann var seytján ára, að hann fór að heiman, eftir að hafa lokið barnaskólamentun er hér tíðkast við alþ/ðuskólana. Vorið 1897 innritaðist hann við Collegiate-skólann hér f bæn- um og lauk inntökuprófi við há- skólann þar það vor. Sumarið eftir kendi hann barnaskóla norð- ur í Ný-Islandi og kom ekki hingað tilbæjarins fyr en um nýár 1898 að hann innritaðist við Wesley Col- lege. Strax eftir fyrsta ár hans við háskólann kom f ljós gáfur hans og dugnaður, er einkendi all- an hans skólaferil eftir það. Vor- ið ’99 tók hann hæstu einkunn við uppfærsluprófið inn í vísinnadeild háskólans og lilaut að auk verð- laun þau við prófið er þeim var veitt er hæstum stigum náði við pað próf, og keptu þó um það fjöldi innlendra nemenda, er notið höfðu miklu betri undirbúnings en hann og haft við léttari kjfir að búa, þvf sjálfur varð hann að vinna sig áfram hjálparlaust frá öðrum. Á næstu þremur árum lauk hann há- skólanámi hér og útskrifaðist vor- ið 1902 með þeirri beztu einkunn, er háskólinn getur veitt. Og lilaut verðlaunapeninginn (silfur meda- lfu háskólans), ásamt einum öðr- um er útskrifaðist það ár. Hin tvö árin fékk liann hæstu verðlauu- in, bæði árin, er veitt voru í þeim greinum er hann las. Haustið 1902 fór hann alfarinn héðan aust- ur til Boston f Bandarfkjunum til að halda áfram námi sínu har við vfsindadeild Harvard-háskólans. Samkvæmt reglum þess skóla re engnm nemanda leyft að setjast ofar en f efsta bekk háskólans. hversu sem hann er undir búinn, og f flestum tilfellum þýða ákvæði þau það, að nemendinn verður að lesa og taka próf f ýmsum auka- atriðnm, sem ekki eru áskilin við aðra háskóla landsins. Undirbún- ingur sá er Þorvaldur hafði hlotið hér við Manitolxiháskólann var því ekki sá að hann fengi að setjast í efsta bekkinn, nema hann tæki að auki og skilaði með góðri ein- kunn sem svaraði fullu ársverki umfram það er efsti bekkurinn á- kvað. En hér fór sem fyrri, að hann skilaði öllu í vor er leið með beztu einkunn (stiginu A), er sá skóli getur veitt. og útskrifaðist hann |>aðan f Júní f sumar er leið sem Bachelor of Science ,,Cum Laude“. Það er í örfáum tilfellum að skóliun liefir veitt íiokkrum „Cum Laude“ einkunn, er að eins hefir verið þar eittár, þvf það er að miklu leyti þvert ofan f skólalögin, og hann veitir það þvf að eins, að maðurinn hafi náð hæstu stigum við öll prófin og gert svo mikið verk að hann hafi eiginlega full- komn að tveggja ára starf. I haust er leið liélt hann áfram námi við sama skólann, en í (irad- uate deildinni, Hann lagði fyrir sig þar náttúruvfsindi, eins og hann hafði altaf gert áður og hefði honum enst aldur, liefði hann lok- ið þvf að fullu f vor og útskrifast sem Master of Science. En hið óvænta slys batt enda á það alt. Dauðinn kipti honum burtu, rétt er hann var kominn að hinu ysta takmarki sfns langa skólavegs, og f stað þess að vér fslendingar fengjum að njóta atgjörfis hans, er nú sú þunga byrði lögð bróður hans á bak að vitja hans hingað og flytja hann örendann til for- eldranna, er höfðu orðið að sjá af honum þessi mörgu ár og höfðu fagnað þeirri stund, að fá að sjá hann aftur eftir að hafa lokið öllu sfnu námi. Allir sem höfðu þekt hann, ásamt skyldmennuin hans og vin- um, liöfðu bygt sér hinar hæstu vonir um frámtfð hans og starf á meðal vor, en nú með dauða hans eru allar þær vonir fallnar til grunna. Andlát hans barst hinum mörgu vinum hans sem reiðarslag, og hvar sem lát hans spyrst meðal þeirra er þektu hann, er hann hver vetna harmdauði, Sem synishorn hvaða áliti liann náði og hylli jafnvel á meðal ó- kunnugra á jafnskönnnum tfma og hann var búinn að dvelja við Har- vard-háskólann mætti tilfœra mörg dæmi úr bréfum frá kennurum hans að austan til manna hér, en eitt dæmi skal látið nægja að þessu sinni: „Próf.-J. L. Love, ritari við vfs- indadeild háskólans, segir f bréfi, ilags. 20. Nóv. 1903 rneðal annars: „Mr. Thorvaldsson innritaðist í efsta bekk Lawrence Scientific skólans f Okt ’02. Hann lagði fyr ir sig kenslnmál, stærðfræði, Phvs- ik, steinafræði og þýzku. Hann tók óvanalega margar greinar og lauk þeim öllum með hinum bezta vitnisburði. Þegar maður íhugar liversu mikið hailn tókst í fang að gera, og enn fremur að hann var óvanur aðferðum þeim er hér tíðk- ast, þá sýnir vitnisburður hans, 'að maðurinn er gæddur frábærum dugnaði oghæfileikum langt fram yfiir það vanah'ga. 011 framkoma hans þetta ár hefir verið þin prúð- mannlegasta og mun honum æiíð farnast vel hvar sem hann verður“. Það er þvf þess meiri skaðinn að fráfalli hans, sem hann var öðrum framri að áliti og virðingu hjá innlendum sem íslenzkum. En rtú er hann horfinn og sú huggun, er ættmenn hans og vinir hafa er f endurminningunni um það, hvað hann var. I sál þeirra lifir hann alt til daganna enda, því hið fom- kveðna sannast hér sem oftar: „orðstfrr deyr aldregi hveim er sér góðann getr“. R. P. Fregrisafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Af efdrjylgjandi tölum geta menn fengið dálitla hugmynd um völd og starfsvið Japana og Rússa Japanveldi er 162,000 ferh.mílur. Rússayeldj 9,000,000. Fólkstalan í Japen er 47 millíónir “ f Rússaveldi 141 “ * Þéttbýli f Japan 290 menn á hverri ferh.mílu. “ í Rússl. 16 menn á hverri ferh.mílu. Þjóðskuld Japana er £55,200,000. “ Rússa er £700,000,000. Árlegar inntektir Japana eru um £28 000,000. “ Rússa £208,000,000. Útgjöld Japana lftið ytir £28 milj. “ Rússa um £206,000.000. Herkostnaður Japana £3,700 000. “ Rússa £25 000.000. Landher Japana er 430,000. “ Rússa 3 350.000 Sjóher Japana er 39.500. “ Rússa 65,800, —STRÍÐSFRÉTTIR. Þann 11. þ. m. Japanmenn hafa sökt og gei t óhaffær fleiri herskip fyrir R.iss um, en frétt var í gær. Búist við að Rússar tapi mestum eða öllum herflota sfnum í Gulahafinu, og sjó- herstöðin ’ Port Arthur verði alveg eyðiiögð. Enn fremur er sagt, að ein aðaljárnbrautarbrúin á Manch uria-brautinni hafi verið sprengd í loít upp og 15 Rússar mist þar lífið; talað um sprengingar vfðar á nefnd'i braut. 12. Japanar alstaðar í meiri hluta í viðnreigninni við Rússa. Sagt að vistir og lið komi ó- hindrað vestan frá Rússlandi. Þar af leiðandi er Manchuria-járnbraut jn fær til flutninga enn þá. Líklega orðum aukið um sprengingar á brúm og teinum. 13. Fréttir þær sörou og f gær. nema að Rússar hafl sökt 40 ára gömlu herskipí fyrir Japönum 1 orustu, sem flotiRússa frá Vladivo- stock átti við Japana á Hekodate. 15. Japanar búnir að ein- angra Port Arthur, bæinn á sjó og landi. Floti Rússa þar talinn eyði- lagður, Sagt að Jaapnar séit búnir að setja 19000 hermenn á land við Chemulpo á Koreaskaganum.—Sagt að Rússar hafl skotið á brezkt flutningsskip, er Bretar eiga og sært 5 menn, Þetta segjast Rússar hafa gert í misgripum.—Sagt að Japanar hafi náð 5 kolaskipum frá Rússum. — Rússar hryggir og reiðir og líta hornauga vestur til Breta. —Japönum gengur betur að sögn. Rússar dr,fa ausfur nerlið og vistir. Kínar hafa lýst því yfir að þeir skifti sér ekkert af þessum deilum. —Marcus A. Hanna dáinn, sem getið er um hér á öðrum stað. —Mr. Hay, stjórnarritari Banda- ríkjanna, hefir n/Iega látið endrnýja „Madonna“-myndina eftir Botticelli listamanninn mikla, sem kendur hefir verið við Florentine óg dó snemma á 16. öld. Málverk þetta er talið $40 þús. virði, en fæst okki til kaups. Mr. Hay heflr líka látið endurmála önnur forn og merk mál- verk og eru honum goldnar þakkir fyrir að annast um þessar dýrmætu fornmenja og listaverk. — Nýlega brann eimskipið Fro mont í hafnkvíunum í Catherine, Einn maður beið bana í þessari biennu. Tvö Ijón voru í skipinu og danskur hundur. Skepnur þess ar voru hafður á sýningum. Ljónin slitu fesfar sínar þegar eldurinn sótti að þeim og reyndu að ná upp göngu úr skipinu, en skipshðfnin, þorði ekki að eiga við uppá þiljum og sprautuðu þess vegna sjóðandi vatni á móti þessu. Þau hrukku frá en komu aftur alveg tryld. Og aft- ur spýttu þeir á þau sjóðaudi vatni, og hrukku þau undan og hafa ekki sést síðan. Mikið var að menn skyldu okki heldur skjóta þau, en spýta á þau sjóðandi vutni- Ljón þessi voru afarmikils virði. —Það hafa verið rigningar og úðaveður með meira móti í Lund- únaborg á Englandi í vetur. Svo er jarðyegurinn orðinn gljúpur og blautur, að öll þung umfeið og flutn ingu um aðalflutningsstrætin er því nær ómögnlegur vegna þess að eyk- ír fá ekki kafað fram úr forinni með æki. Um þetta er nú afarmikið tal- að og borgarráðið er f standandi vandræðum yfir þessu. Sir H: E, Knight, borgarráðsmaður, heflr s^ungið upp á því, að búa ti. sérstak- ar járnbrautir niður I jörðinni og flytija þannig allansþungan flutaing til sfórkaupinacna og smásala. Það á að vera l2—i míla á milli Btöðv anna niður í jörðina, og á að lyfta öllum vörum upp á byggingarnar með lyftistöngum. Uppástunga þessi þykir allálitleg, en kostbær og okki verður þessum flutningsfærum komið f gang til almennra nota & minna en 4 árum. —Senator Macus A, Hanna liggur ur þnngt haldinn í Washíngton, og er tvísýni á lífi hans. Ef til vill er hann aðalmaðurinn, sem stjórnar Bandarikjunum í raun og veru um þessar mundir. Lifi hann nú, er hann liklegur tíl að vera í uæsta for- seta kjöri fyrir Republíkafiokkinn. Hann er ákafiega ötull maður og heflr járntastan karakter. —Aldrei hefir verið meiri úlfa- gangur í Manitoba en nú. Veldur því há og stöðug frost og fannfergj. Þeir eru nærgöngðlir við skógar- höggsmenn og forðamenn, einkum í f héruðunum Fort France og Dauph- in. Þei r drepia öll dýr sem þeir ná f, og má varla ganga frá heslum í skógum eða annarsstaðar svo þeir drepi þá ekki. —Eor-eti C. P. R. félagsins var á ferð suður á Cuba um daginn með jórnbrautarlest- Ræningjar réðust á lestina, en eftir allharða viðureign þeirra og lestamanna, urðu þeir frá að hverfa við svo búið. Þeir brutu glugga og skemdu svefnvagnana með steinkasti, en lestin gat farið leiðar sínnar, og engu fémætu náðu ræningjarnir. PIANOS og ORGANS. HefiitKman & Co. Pianos.-Bell Orgel. Vér seljum með máDaðarafborgunarskilmálum. J. J. H MoLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. * * ( í NEW TORK LIFE JOHN A. McCaLL, pkesidknt. Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út 170 þús. lifsábyrgðarskírteini fyrir að upphæð #S8C. miliónir doll. Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16 miliónir dcll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað- áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið $32 þús. meðlimum 'út á Lífsábyrgðarskírteini þeirra nær þvf 13 miliónir dollars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna 4 SiðastL ári 5J mlión dsll., i vexti af ábyrgðum þeirra í því, sem er $1,250,000 rneira en borgaðvar til þeirra á árinu 1902. Lifsábyrgðir f gildi hafa aukist á síðastl. ári um 191 millionir HoIlnrM. Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru S|l,í’45 milionir Allar eignir félagsins eru yfir ...'155*4 million Hollnrs. C. Olafson, J. (». Horgnn, Manager, AGENT. GRAIN EXOHANGB BUILDING, "W T 3ST IST I P E G-. —Það er að komast upp stórþjófn- aður og svik hafa verið fraroin í sam badni við Iroquis leikhúsbrennuna f Chicago, Menn gáíu sig og fram og heimtuðu að sjá líkin með þessu og þcssu númeri og sögðu þau konur sínar, systkini eða frændur, og.hirtu svo það fémætt sem á þeim fanst og þeir gátu feugið. Svo koma aðrir fram, sem telja sér lfkln og sanna rétt Binn til þeirra. Sum lfkin hafa þegar verið grafln upp til að leita sannana, en það er sm&tt um erfða- góz, sem finst við það. —Mr. Joseph Chamberiain er á- samt konu sinni kominn á stað til Cairo á Egyptalandi. Þau ætla að dvelja Jþar um tíma,—Honum mun ekki veita af þyí, eftir allan hávað- aun og umbrotin. Sigurður Magnússon. Þú lætur í Lögbergi eins og þú trúir ekki sögusögn herra Páls Hanssonar um meðfetðina á hon- um á Islandi og dráp sonar hans þar. Eftir bréfi þínu að dæma, getur mér ekki annað skilist en að þér svíði sannleikans viðurkenn- ing í máli þessu, og að þér sé nauð illa við að lijón Jæssi fái lifað hér vestra nokkra glaðari daga en þau ættu heima í þeim illræmda Kleifa hreppi, því ekki skilst mér betur, en að áreitnisgrein þfn sé tilorðin í því eina augnamiði að kasta steini að Páli fyrir það að hann hefir haft drengskapar einurð til þess að opinbera sannleikann í máli þessu, og sem þú s.jálfur við- urkennir f grein þinni að þú sért ekki fær að hrekja. Það má heita tilfmningarlaus maður. sem heldur taum morðvarga, en fótum treður smælingja og ýfir að ósekju liinar blæðandi undir syrgjendanna. Ég man alls ekki eftir að þú, lierra Sigurður Magnússon frá Flanka- stöðum hafir nokkurntfma fengið orð á þig sem fyrirmynd annara eða að framkoma þín hafi verið tekin sem vænleg til eftirbreytni. Ég vona þvl, vinur, að þú látir snögglega af þessu hnútukasti og sjáir sóma þinn í því að láta hin margsærðu hjörtu þessara hjóna í algerðum friðí. Annars neyðist ég til þess, þótt það sé afar óþrif- legt verk, að skrifa upp veru þína og breytni frá fyrsta til síðasta í Reykjavík. Það verk verður mjög á móti vilja mfnum, en þó hlýt ég að gera það, [ef steinkastið heldur áfram frá þér að vestan. Svo óska ég að þér líði vel á Kyrra- hafsströndinni og bætir brotin Ijótu. Fyrr og sfð og ár og tfð, eg man bresti þína. Þinn einl. Reykvfkingur A. ÞAKKARÁVARP. Sfðastl. ár varð ég fyrir þeim óhöppum að liggja 5 þungar legnr, og varð því bjargræði mitt mjög lít- ið, eins og nærri má geta. 1 tilefni af því stakk Mr. Paal Olson upp á þvf, að stofna samkomu mér til hjálpar.var því fijótt og vel tekið af Mr. Magnúsi Jónssyni, sem strax tór að undirbúa sarokomu með til- lijálp Mr. Guðm. Andersonar og Mr. Jakobs Benediktssonar. Sam- koma þessi tókst svo vel, að ftgóð- inn varð $31, sem Mr. Magnús Jóns- son afhenti mér í dag sem gjöf. Auk þess hafa ýmsir fleiri létt mér hjálp- arhönd, svo sem Mr. and Mrs. Pálma son, Mr. & Mrs Kr. Eyford. Mr. & Mrs Sig. Ande’son, Mr. Eymunds- ur homopati og koua hans, Mr. Páll Dalmann og móðir hans, er bæði nú og lyrr hafa reynzt mér sem beztu vinir. Öllu þessu heiðursfólki, sem á einn eða annan hátt heflr verið mér til hjálparí þessain bágu kringum- stæðum, biðjum við undirskrifuð góðan guð að launa þvf af ríkdómi sinnar gæzku, þegar þvi mesf á liggur, Píne Valley, Man. 9. Febr. 1904. Sigríður Erlindsdóttir. Guðm. Guðmundsson. ÞAKKARÁVARP. Eins og kunnugum mönnum er vitanlegt, hefl ég verið fatlaður svo á fótum sfðan ég var á 4 ári, að ég hefl aldrei getað gengið (iðruvísí en að mjakastáfram á höndnm og knjáœ, þótt ég engn eð slður hafl reynt að yinna mér til framfær-lu, og það jafnvel harða vinnu oft óg tfðum, Þegar ég síðastl. sumar flutti vo-tur um haf og settist að í Winni- peg, urðu þeir herraj J. J. Svein- björnsson, S. Sigurðsson, Guðl. ÓI- af son, H. Sigurðs--on og C. Ey- mundsson, til þess að skjóta saman og standa fyrir samskotnm fyrir mig til þess að útvega mér akstól (inva- lids Chair) mjög vandaðan, smfðað- an eftir nýjustu tfzku, mér til þæg- inda við ferð að og frá heimili mfnn, Verð stólsins var $48, en ank hans hafa mér og verið afhentir $48,25, eða als $96,25. Eg reyni eigi að þakka göfng- lyndi þetta með orðum, en tilfinii5 ar mínar munu iafnan minnast ’gef- endanna, sem yelgerðamanna minna Winnipeg, f Febr.mftn. 1904. Jón Jónsson.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.