Heimskringla - 09.06.1904, Side 1
XVIII. AR.
WINNIPEG-, MANITOBA 9. JÚNÍ 1904.
Nr. 35
BAKER BLOCK.
47o MAIN STREET.
Priöju dyr fyrir sunnan Bannatyne Ave.,
anve^u á Aöalstrætinu.
Phone 2085.
vest-
Við liöfum aðeins fáar lóðir eftir
á Simcoe og Beaverly strætum.
Þeir, sem ætia sér að ná í lóðir þar,
ættu að gera f>að strax'.
Lítið hús og lóð á Ross Ave., fyr-
ir vestan Nena St., §1.100.
Ágætar lóðir í FortRouge, nærri
Pembina St., á $150 hver.
Hús á ágætum stað í Fort Rouge
aðeins $1,250,
Lóð á Flgin Ave., fyrir vestan
Nena St., á $250.
og jafnótt og konurnar voru rekn-
ar eða dregnar af brautinni, þá
komu aðrar og fleigðu sér á hana,
Eftir 16 árangurslausar tilraunir,
að komast af stað, var lestastjóran
um skipað að renna á fólkið, án
tillits til afleiðinganna, og dóuþar
margar konur og börn og margir
særðust, Lestin hélt svo áfram.
Eggertsson & Bildfell.
Tel. 2685 470 main street
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
STRlÐS-FRETTIR
-Tapar hafa ákveðið að hefja
álilaup á Port Artliur þann 15. þ.
m. og vona að ná staðnum ekki
sfðar en 20. þ. m. Rússar eru að
senda her manna suður þangað,
en Japar hafa 2 öflugar herdeildir,
att að 100 þús. manna'. sem eiga
að taka þátt í áhlaupunum,
Japar tóku 2000 Rússa her-
fanga hjá Kwanhen þann 20. f. m.
ásamt með miklu af hergögnum.
Einnig náðu þeir 56 járnbrautar-
vögnum þ. 80. s. m. i þeim var
púður og skotfæri og matvæli, sem
þeim kom vel að sá.
Bardagar eru daglegir þar
eystra, en fréttir óljósar. Þó er
að sjá að Jöpum gangi altaf betur.
Enda viðurkenna nú frégnritar
Evrópublaða að Japar séu eins
mikið betra landhermenn, heldur
en Rússar, eins og þeir hafa sýnt
mikla yfirburði yfir þá í sjóorust
um, Rússakeisari hefir skipað
Kuropatkin yfirherforingja að
halda til Port Arthur með herinn
til að hjálpa liði sínu þar, en Japar
vona að verða viðbúnir að vinna
staðinn áður en hann nær þangað
suður. Japar hafa boðið Kfnverj
um að taka Port Arthur og verja
hann þegar þeir eru búnir að reka
Rússa þaðan, en Kínverjar láta sér
fátt um finnast, hafa enn ekki
svarað ákveðið. Sagt er að Rúss-
ar hafi boðið Kínum að þeir
skyldu algerlega yfirgefa Manch-
uria, ef þeir vildu selja Rússum á
leigu alt Kolldja-héraðið.
Enn á ný hafa 150 þús. Japar
veitt herdeildum Rússa voða skell
núna um mánaðamótin, nálægt
Hai Cheng. Aðalher Rússa var
þar saman komin undir forustu að -
alherforingja Rússa. Víst hafa
Japar verið þar miklu mannfleiri,
þvf fréttir segja að þeir hafi tekið
til fanga lieilar hersveitir Kósakka
ásamt með mörgum öflugum fall-
byssum og ógrynni af ymsum her
gögnum og öðrum útbúnaði. Er
þetta talin versti skellur, sem Rúss
ar hafa enn þá fengið í viðureign
sinni við Japa og tilfinnanlegastur,
þar sem hann kemur samhliða ó-
sigri þeirra við Kin Chen, sem
voru ystu varnarvirki Poct Arthur.
Svo stendur Rússum mikill beigur
af Jöpum að þeir eru að verða
óf&anlegir til að fara i strfðið og er
það til sanninda að síðast er her-
deild var send frá Raskoff í Rúss
landi, neituðu hermennirnir að
fara, svo að það varð að taka þá
með valdi og setja í járnbrautar-
vagnana. En konur þeirra og börn
köstuðu sér á brautina til að
hindra lestinga frá að fara af stað,
Pétur Serbakonungur átti að
krýnast þann 16- þ. m. En nú hefir
þvf verið frestað af þeirri einkenni-
legu ástæðu, að konungurinn sé of
fátœkur til að geta keypt sér við-
unanlega kórónu, en þing Serba
néitaði að leggja féð fram úr ríkis
sjóði. Konungur sendi menn um
ýms Evrópulöndin til að útvega
sér lán svo hann gæti borgað fyrir
höfuðfatið, en það fékst ekki, og
því gat krýningin ekki farið fram
ákveðnum tfma.
Bandaríkja fiskiskipið Buck-
port frá Maine hraktist í ís í allan
vetur. Skipshöfnin yfirgaf það 29.
Janúar síðastl., en 5. Apríl fóru
5 menn út í skipið, sem þá var 45
mílur undan Nýfundnalandi. 4
þeirra héldust þar við f 57 daga,
en 1 varð leiður á biðinni og hélt
til lands gangandi. Til hans hefir
ekki spurzt, en hinir 4 gátu losað
skipið úr ísnum og komið því inn
í Bonnel Bay við Nýfundnaland
þann 1. þ. m. þá aðfram komnir af
hungri og vosbúð. Mest af tíma
þeim er þeir voru á skipinu höfðu
þeir að eins brauð og vatn, því
önriur fæða var öll uppgengin á
skipinu.
Michel Donovan kaupmaður f
Chicago hefir verið handtekinn fyr
ir að selja í búð sinni stolnar vörur
Kona hans hafði sagt lögreglunni
að hann liefði ekki í síðastl. 15 ár
selt. annað en stolnar vörur. Sjálf
ur játaði hann glæpinn, er hann
var yfirheyrður. Kvaðst hafa ver-
ið í vitorði með þjófaflokkl, sem
búinn væri að stela nær millíön
dollars virði úr vöruhúsum járn-
brautafélaganna á sfðustu 15 árum.
Hann hafði fært honum vörurnar
og hann svo kotnið þeim f peninga
og grætt vel fé á því.
Konungleg nefnd, sem n/lega
var kosin til að athuga hernaðar-
mál Breta hefir lagt það til að
mönnum sé þröngvað f herinn. En
stjórnin liefir getið þess í þinginu,
að hún ætli sér ekki að aðhyllast
þá tillögu nefndarinnar.
Nýr fréttahafþráður milli
Þýzkalands og Bandaríkjanna er
nú fullgerður. Tveir hafþræðir
tengja nú lönd þessi.—Þessi síðari
þráður var búinn til f Þyzkalandi
og er 4200 sjómflur á lengd.
Útilegumannahópur á Mor-
occo, undir forustu manns þess er
Risuli heitir, náði nýlega 2 efna-
mönnum, Predicaris og Yarley,
tengdasyni hans, á vald sitt og
halda þeim leyndum 1 von um að
fá rfflega lausnarfjár upphæð.
Bandaríkin, Bretland og Frakk-
land hafa komið sér saman um að
senda herskip til Morocco til að
herja á staðinn, ef menn þessir eru
ekki látnir lausir.
Insurance-félögin í Manitoba
segja iðgjaldainntektir sfnar frá
fylkisbúum muni á þessu ári verða
yfir eina millfón dollars.
Senator Matthew Stanly Quay
frá Pennsylvania andaðist þann
28. f. m. eftir árlangt veikindakast
Quay var andlegt mikilmenni og
einn af heppnustu þjóðmálamönn-
um Bandaríkjanna. en ætíð frem-
ur lieilsutæpur. Hann reyndi að
kaupa sér lífsábyrgð fyrir 35 ár-
um, en félagið neitaði umsókn
hans vegna heilsubrests hans.
Gufuskipafélögin í Bretlandi
haf sett fargjöld innflytjenda til
Ameríku niður í $10 frá höfnum
Bretlands. Það eykur mjög Ame-
ríkuferðir.
Yngsta dóttir Leopolds Belgfú-
konungs liefir ávitað föður sinn
sinn fyrir að sýna ungfrú Helen
Vaughan, amerfkanskri stúlku, of
mikil vinahót. Konungur tók
jessu illa og hefir látið loka dótt-
ur sína inni í herbergjum sínum
í höllinni, þar sem hún er með-
löndluð sem fangi.
Stúlka þessi liefir oft reynt til
að strjúka úr föðurhúsum, en aldr-
ei tekist, þvf faðir hennar hefir
spæjara á hælum hennar hvar sem
hún fer.
Járnbrautafélag f Bandaríkj-
unum eru að fækka verkamönnum
sfnum. Nýlega hafa á þenna hátt
75 þús. manna tapað þar atvinnu
við járnbrautir. Pennsylvania-
brautin hefir sagt 13 þús. manns
upp atvinnu. Vanderbilt-braut-
irnar 12 Þús, Chicago-brautirnar
20 þús. Gould-brautirnar 7500.
Hér með auglýsist, að fundur verður halcl-
inn í Northwest Hali, langardaginn þann 11. þ.
m., til að kjósa nefnd manna að annast um há-
tíðahald íslendingadagsins, 2. ágúst næstkom-
andi. Þeir, sem unna nefcdum degi, eru beðnir
að sækja vel þenDan fund.
Winnipeg, 1. dag júnímánaðar, 1904.
K. ÁSGr. BENEDIKTSSON
(forseti).
Auðmenn f Chicago keyptu
nýlega 40 þús. ekrur af landi f As
siniboia fyrir hálfa millfón dollars.
Kínastjórnin hefir samið við
námaeigendur f Suður-Afríku að
senda þeim 100 þús. vinnumenn
undir vinnusamningi til 3 ára, en
mega að þeim tíma liðnum semja
um endurnýjun samninSsins
til næstu 3 ára. Námamenn lofa
að flytja mennina til baka til Kfna
að 6 árum liðnum. Tilraun var
gerð til að fá japaniska vinnu-
menn í Suður-Afríku-námurnar,
en stríðið við Rússa gerði það
árangurslagst í svipinn.
Stjórnin á Frakklandi hefir í
þinginu i Paris gert þá yfirlýsingu.
að hún ætli ekki að leyía páfanum
í Róinaborg að hafa nein afskifti
af þjóðmálum Frakka og tii að
sýna alvöru sfna í þessu efni, hefir
hún skipað sendiherra sfnum f
Harrinnian-brautirnar 8000, North t Rómaborg að fara þaðau og koma
Western-brautimar 10. þús. Sou^ til Frakklands. Þnð er ár.etning-
ern-brautirnar 3000 og aðrar braut
ir 2000 manns.
Kolanámaeigendur og járn-
og stálgerðarverkstæða eigendur
hafa einnig fækkað verkamönnum
sfnum að miklum mun. Búist er
við að 20 þús. námamenn tapi at-
vinnu innan fárra daga, og að uá-
lega eins mörgum verði fækkað
við stálgerðarverkstæðin. 150
þús. aivinnulausir menn bera vott
um verzlunardeyfð f Bandarfkjun-
um.
Gyðingar, sem öðru nafni
nefnast Zionistar, frá 29 rfkjum,
héldu fund f Cleveland. Ohio,
þann 3. þ. m. til að ræða um ný.
lendustofnun þar sem þeir geti
dvalið f friði og án ofsókna. Helzt
var talað um að þiggja tilboð
Bretastjórnar um landflæmi mikið
í Austur-Afríku, en ekkert var
fast ákveðið að svo stöddu.
Gull-fréttir frá Yukon-hérað-
inu segja vatn til útþvottar gullinu
nægilegt og að gulltekjan muni í
ár verða nokkru meira en í fyrra.
Quebec-þinginu, sem starfað
hefir síðan í Marz sfðastl. var frest-
að þann 3. þ. m.
Brezka stjórnin gat þess í
þinginu um síðustu helgi, að her-
leiðangur Breta til Thibet hefði
kostað ríkið 50 þús. pund sterling
á mánnði, en hér eftir yrði sá
kostnaður 308,500 pund sterling
eða yfir IV2 millíón dollars á hverj
um mánuði.
Breta og Bandaríkjalandmæl-
ingamenn hafa nú byrjað að mæla
út merkjalfnu milli ríkja þessara á
Alaska. Það er talið að 3 ár muni
þurfa til að fullgera það verk.
Frakkastjórn hefir látið hand-
taka 3 herforingja sfna fyrir að
hafa selt leyndarmál hermáladeild
arinnar til erlendra Þjóða. Endur
rannsókn gamla Dreyfus-málsins
festi grun á sekt þessara manna
1800 manna í stálgerðarverk-
stæðunum í Sidny í Nova Scotia
gerðu verkfall þann 1. þ. m. og
þar með hættu verkstæðin öllu
starfi.
PIANOS og ORGANS.
Heintxmnn & Co. Pianos.----Bell Orgei.
Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmáium.
J. J. H- McLEAN & CO. LTD.
530 MAIN St. WINNIPEG.
NEW VORK LIFE
JOHN A. McCALL, president
Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út
170 þús. lífsábyrgðarskírteini fyrir að upphæð $336. miliónir doll.
Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að uppbæð yfir 16
miliónir dcll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað-
áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömulaiðis lánaði félagið
$32 þús. meðlimum út á lífsábyrgðarskírteini þeirra nær því 13
miliónir doliars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna á
Síðastl. ári 5J mlión dsll., í vexti af ábyrgðum þeirra í þvi, sem er
$1,250,000 meira en borgað var til þeirra á árinu 1902. Lífsábyrgðir
í gildi hafa aukist á síðastl. ári um 191 inillionlr DoIIara.
Allar gildandi lifsábyrgðir við áramótin' voru $1,745 milionir
Allar eignir félagslns eru yfir .......353J million Dollars.
C. Olafson,
AGENT.
■WI JST3STI PEG.
J. G. Horgan. Manager,
GRAIN EXCHANGE BUILDING,
Dánarfregn
ur stjórnarimiar að sundurliða al-
gerlega kyrkjuna frá ríkinn og að
>ola kyrkjuvaldinu engan yfir-
gang.
Bærinn Iskorosk í Rússlandi
irann til ösku 27. Mai. Hvert
mannsbarn sem í bænum var er
nú alslaust og margir særðir : eftir
brennuna, sem orsakaðist af þvf
börn nokkur löku sét að eldspítum
Tyrkir hafa sent 28 þús. her-
menn með 15 fallbyssur til að
herja á Armenfumenn. Herinn
hefir brent upp 43 þorp og strá-
drepið fólkið, er í þeim bjó.
Þúsund Italir eru atvinnulaus-
ír í Montreal. Þeir eru nýlega
komnir til Canada. Von er bráð-
lega á 10 þús. fleiri mönnum frá
Ítalíu, öllum alslausum. Bæjar-
stjórnin í Montreal hefir orðið að
sjá fyrir þessum hóp síðan hann
kom til landsins, af því að atvinna
hefir ekki verið fáanleg fyrir menn
ina.
Múrarar f Toronto hafa gert
verkfall. Þeir biðja um launahækk-
un og það að vinnuveitendur við-
urkenni félag sitt.
Ullarveiksmiðjur f Austur-
Canada eru í illu ástandi; nokkrar
hafa lokað dyrum sínum og hætt
starfi; aðrar vinna hálfan vanaleg-
an vinnutíma. Ottawastjórnin
verður daglega *að mæta nefndum
frá eigendum ullarverksmiðjanna,
sem biðja um tollhækkun, cn
stjórnin fer undnn með hægð og
biður um frest þar til eftir næstu
kosningar.—Henni er illa við að
verða að gera tollhækkun rétt fyr-
ir kosningarnar,
Mr. Marconi kveðst nú vera
komin svo langt á veg með loft
skeyti sín, að hann sé í daglegu
sambandi við England og Amerfku
á hverjum degi, sem hann sé á
ferð á milli landanna. Hann er
að undirbúa útbunað til þess að
geta prentað dagblað á skipum er
ganga yfir Atlantshaf, sem hafi
allar nýjustu fréttir. Með þessu
móti geta farþegjar á skipunum
lesið daglega alla nýjustu viðburði
eins og ef þeir væru heima í hús-
um sínum.
Hinn 17. aprfl sfðastliðinn lézt
að heimili sínu í Chicago liúsfrú
Sigrfðnr Jónsdóttir Christensen.
Sigrfður heitin var dóttir þeirra
hjóna Jóns Jónssonar óðalsbónda
að Elliðavatni og Guðrúnar Jóns-
dóttur Matthiesen. Hún var fædd
að Elliðavatni 6. jan. 1860, flutti$t
hingað til lands og settist að í Mil-
waukee í Wisconsin - ríki 1874.
Dvaldi hún í þeim bæ alt til þess,
að hún fluttist búferlum, ásamt
manni sfnam og fjölskyldu, til CM-
cago árið 1894. Árið 1878 gekk
hún að eiga Edward Christensen,
mann af norskum ættum. Átti
hún með honum átta börn, sem sex
lifa. Hinn 25. marz 1895 dó Christ-
ensen maður hennar. Frá þeim
tfma var Sigríður heitin, nálega án
aðstoðar, að berjast fyrir lífi sínu
og hinnar ungu fjölskyldu sinnar,
móti örðugleikum — svo sem fá-
tækt, veikindum og dauða — er
oft koma, jafnvel hinum sterkustu.
til að láta hugfallast tííðastliðið
haust dó næst-elzti sonur hennar.
Fékk söknuðurinn útaf láti hans
mikið á hina margþreyttu móðir.
Uppeldi barna sinna áleit hún
sitt dagsverk. Vakti það fyrir
henni jafnvel í andlátinu. Síðustu
orð hennar voru: “Hvað verðurum
börnin mín?” Til þessa verks bar
hún hinn mikla lífskraft og þrek‘
sem liún átti í stærri mæli en flest-
ar konur, en sem hana hlaut að
þrjóta aðeins hálf-fimtuga.
Auk bama hinnar látnu syrgja
bana þrjár systur, einn bróðir og
margir ættingjar og vinir. Þær
tvær af systrum hennar, Guðrún og
Kristrún, sem búsettar eru í Chi-
cago, stóðu fyrir útförinni. Vöktu
þær yfir systur sinni á víxl og önn-
uðust hana f banalegunni. Fórst
þeim það vel og myndarlega, eins
og þeim er eiginlegt.
Kristinn Ólafsson, guðfræðis-
kandfdat, flutti húskveðjuna.
(íslands blöð eru beðin að birta
þessa dánarfregn).
JEttingjar hinnar látnu.
Auglýsing
Þeir menn, hvort heldur eru
íslandi eða í Ameríku, sem hafa
einhver bréfaskifti við mig undir-
ritaðan, eru beðnir að athnga, að
utanáskrift til mín er þannig:
Styrkárr V. Helgason,
116 P.O. Box,
Winnipeg, Man,, Can.
D A L N Y
Borg þessi er spölkorn frá bæn-
um Port Arthur í Manchuria-hér-
aðinu. Hún var bygð að fyrirskip-
an Rússakeisara sem væntanleg
endastöð Slberíu-brautarinnar. I
skjali þvf, sem keisarinn gaf út
stendur meðal annars þetta: “Guð-
leg forsjón liefir kallað Rússaveldi
til þess að leggjasinn skerf til vin-
gjarnlegra viðskifta með vestur-
heimsþjóðum við austurheimsþióð-
ir.” Skjáí þetta var gefið út þann
30. Júlí, 1891. í því var skipað að
úyggja bæinn Talienvan, sem nú
nefnist Dalny. Borgin var bygð
á lítið meira en einu ári og kostaði
Rússland nær 20 millfónum dollars.
23 þúsund verkamenn höfðu þar
stöðuga atvinnu um langan tfma;
en ekki var borgin opin til við-
skifta við aðrar þjóðir fyr en í des.
1901. Strætin eru breið, með öll-
um þeim nútfma umbótum, sem
tfðkast f stórborgum, svo sem raf-
ljósum, vatnsleiðslu, sporbrautum,
málþráðum og öðru þessliáttar,
skólum, spftölum, fangelsum. lista-
söfnum, listig'irðum, skipakvíum
og öllu, sem nú fylgir mannmörg-
nm sjöborgum. Ait liefir verið
gert, sem hugsast gat, til þess að í-
búarnir hefðu þar ánægjulegan
verustað. En bærinn er talinn illa
settur; hann myndaðist ekki fyrir
| það, að íbúar landsins hefðu neina
i þörf fyrir hann eða fyndu þar hent-
ugan byggingarstað hvorkitil verzl-
unar eða annara atvinnuvega.
Borgin skapaðist með orði keisar-
ans.. Hann bauð, þá stóð hún þar!
Þegar hún var fullger, töldu allir
vfst, að liún mundi þrffast og vaxa
æ því meir, sem tfmar liðu, en þetta
fór á annan veg. Verzlunin hefir
aldrei orðið mikil þar og iðnaður
hefir illa þrifist. Þessvegna hefir
hún ekki orðið mannmörg, enda
var engum manni unt að fá þar
keypt svo mikið sem hús eða bæj-
arlóð fyr en Rússar voru búnir að
byggja hana með 20 millíóna doll-
ars kostnaði úr ríkissjóði sfnum.
Höfn bæjarins er talin ágœt, og
er íslaus mestan hluta ársins. Þess-
vegna var þessi staður valinn fyrir
bæjarstæði við brautarendann, en
brautin var talin nauðsynleg til
þess að tengja Mancliuria við Rúss-
land* og gera hana að rússnesku
héraði.
En nú er borg þessi yfirgefin og
mannlaus. Það sem Rússar störf-
uðu þar, með þeim undra tilkostn-
aði, sem að framan er getið, það
hafa Japanar afmáð af jörðunni á
örstuttum tíma síðan strfðið hófst.
Slíkar eru afleiðingar styrjaldanna.