Heimskringla - 14.07.1904, Side 1
XVIII. ÁR.
WINNIPEG, MANITOBA 14. JÚLl 1904.
Nr. 40
Og UKbAJ>ö.
Hefntzman &. Co. Pianos.-Bell Orgel.
Vér seljnm með mánaðarafborgunarskilmálum.
J. J. H McLEAN & CO. LTD.
S30 MAIN St. WINNIPEG.
NEW YORK LIFE
JOHN A. McCALL, president
Siðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út
170 þús. lífsábyrgðarskirteini fyrir að upphæð miliónir doll.
Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16
miliónir doll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað-
áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doli. Sömuleiðis lánaði félagið
$32 þús. meðlimum út á Lífsábyrgðarskírteini þeirra nær því 13
miliónir dollars. Einnig hefir félagið skift á milli meðlima sinna á
Síðastl. ári 5J mlión dsll., i vexti af ábyrgðum þeirra f þvf, sem er
$1,250,000 meira en borgaðvar til þeirra á árinu 1902. Lifsábyrgðir
f gildi hafa aukist á siðastl. ári um 191 millionir Dollars.
Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru $1,745 milionir
Allar eignir félagsins eru yfir .......$5KJ million Dollars.
C. Olafson,
AGBNT.
■WlNlSriPE Gr .
J. 4». Horgan, Manager,
GRAIN BXOHANGE BUILDING,
Í
BAKER BLOCK.
47o MAIN STREET.
Priöjn dyr fyrir sunnan Bannatyne Ave., vest-
anveröu A Aöalstrœtinu.
Phone 2685.
Við höfum aðeins fáar lóðir eftir
á Simcoe og Beaverly strætum.
Þeir, sem ætia sér að ná í lóðir þar,
ættu að gera f>að strax.
Lítið hús og lóð á Ross Ave., fyr-
ir vestan Nena St., $1.100.
Ágætar lóðir f FortRouge, nærri
Pembina St., á $150 hver.
Hús 4 ágætum stað í Fort Rouge
aðeins $1,250.
Lóð 4 Elgin Ave., fyrir vestan
Nena St., á $250.
Eggert8«4on & Biliifell.
Tel. 2685 470 main street
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanfefa.
11: ---------------;
' STRlÐS-FRÉTTIR
RúBear téð'úst á Jaþaha f fjall-
ekarði ntokkrú hjá Mo Tien þaim
4. þ.m. óg íéfdu marga þeÍTTá. Báð-
ir partar bðtðúst af kappi miklu.
Japanar 'vörðust Vel, en Rússar
gerðu íjórar atrennur að þeim með
stórskota og riddaraliði. Rússar
segjast hafa unnið, en Japanar
telja sér sigurinn, og segja meira
mannfall hafi orðið hjá Rússum.
Japanar sendu fjóra sprengibáta
inn í Port Arthur höfn snemma í
þessum mánuði til að sprengja upp
herskip Rússa, er þar lágu 4 höfn-
inni; en sá varð endir á för þeirra.
að Rússar sáu bátana, áður en feir
komust í skotfæri við skipin, og
skutu tvo þeirra í kaf. Einn lask-
aðist svo, að hann varð ósjófær, en
sá fjórði komst undan út úr höfn-
inni og til skipa sinna. Þessi
ofdyrfska Japana hefir fylt Rússa
undrun og aðdáun fyrir mótstöðu-
mönnum sínum, sem þeir játa, að
ekki kunni að hræðast. Evrópu-
blöð láta mikið af hugrekki Japana
og áræði.
Þann 6. þ.m. var hitinn í Man-
churia 108 gr. í skugga (á Fahren-
heit mœli) og veiktust þá margir
af beggja liði.
Annars eru Japanar að smá þok-
ast nær Mukden og hyggja að ná
f>eim stað, ef þess ernokkur kostur.
Svo segja síðustu fréttir, að lang-
skæðasti bardaginn, sem enn hefir
háður verið þar evstra, hafa staðið
yfir rúma tvo sólarhringa, frá 25.
til 27. júni. Þar náðu Japanar
valdi yfir þremur fjallskörðum, sem
þó voru afar rambyggilega víggirt,
feldu og særðu 16 fúsundir Rússa
og tóku frá þeim margar fallbyssur
og önnur hergögn. Ekki hafði
mannfall Japana orðið eins mikið
en pó sem næst því.
Japanar mistu herskip hjá Talien
Wan þann 5. þ.m. með nær 300
manna, er 4 því voru. Skipið rakst
á neðansjávarvél og sprakk.
Kólera hefir komið upp í Man-
churia og er mannskæð í herflokk-
nm beggja þjóða.
Nýlega töpuðu Japanar í tveim-
nr bardögum við Rússa og þar að
auki mistu þeir heila vagnlest af
matvælum, sem féllu í hendur
Rússa.
— Seint í síðastliðnum júnímán.
fórust 76 manns af skipi, sem
strandaði í Khoper ánni á Rúss-
landi.
John Hay, ríkisritari Bandarfkj-
anna, hefir mælt svo fyrir við sendi-
herra Bandaríkjanna í útlöndum að
framvegis skuli nota titilinn Ame-
rica fyrir höfuðlínn 4 öllum em-
bættisskjölum sfnum. Hingað til
hafa orðin “United States of Ame-
rika” verið notuð, en þetta þykir
of langt og ónauðsynlegt og J>ví ern
orðin United States dregin burtu
en að eins nafnið America notað
framvegis, I þessu sambandi er
bent á, að “United States” séu
bæði f Columbia, Brazilfu og Ven-
ezuela og að þessi ríki hafi jafnan
rétt til að nefna sig “United States
of America.” Þessvegna skuli til
aðgreiningar hin núverandi Banda-
rfki framvegis aðeins heita Ame-
rica.
— White Star gufuskipafélagið
hefir látið smíða og hefir nú í stöð-
ugum ferðum nýtt gufuskip að
nafni Baltic. Það er 725 feta langt,
75 feta breitt og ristir 40 fet, Það
getur flutt f einu 28 þúsund tons af
farangri, 3,000 farþegja auk skipa-
hafnarinnar, sem ér 350 manns.
Þetta er langstærsta skip í heimi
og talið með hraðskreiðustu skip-
um, sem til eru,
“ N.ýjúfetú hraðfréttir frá Ar-
mehfú ‘ségja tyrkneska hermenn
óg Yæningja hafa f síðastliðnum
mánuði brent, rænt og eyðilagt um
30 f>orp f Armeníu og stungið með
spjótum hvern einasta mann, er
þeir náðu til; flesta stungu þeir i
bakið. Konur mættu alskyns illri
meðferð. Yfir 2,000 konur og börn
flýðu 4 náðir brezku og frönsku
sendiherranna. Sex púsund konur
og börn voru myrt i þessum hroða
leik.
— Fjórir gimsteina námar í
Suður-Afríku gefa árlega af sér 15
millfón dollara virði af gimstein-
um. Kostnaðurinn við að ná
steinunum, er sem næst lielmingur
af verði steinanna. Gróðinn er
f>ví 7)4 millíón dollars á ári. Hvert
ton af gimsteinum er talið 30 mill-
fón dollars virði.
* — Baldwin gufnvéla-félagið í
Philadelphia sagði í vikunni sem
leið 4 þús. manns upp atvinnu,
auk 6 þús. manns, sem það hafði
áður sagt upp vinnu. Félagið hafði
16 f>ús. manns á verkstæðum sín-
um, en hefir nú aðeins 6 þús. eftir.
Ástæðan fyrir þessu er sögð að vera
sú, að flutningur með járnbrautum
þar syðra hefir farið svo mjög
minkandi árið sem leið, að gufu-
vélapantanir hafa minkað að mikl-
nm mun, og að sama sk;ipi vinnan
á verkstæðunum.
— Þrír af hinum vellrfku Rotch-
shild bræðrum hafa gefið 2 millf-
ónir dollara til [>ess að byggja ódýr
en holl skýli yfir fátækasta hlutann
af verkalýðnum í París 4 Frakk-
landi. Þykir gjöf þessi hin höfð-
inglegasta og koma í góðar f>arfir.
— Þess var getið fyrir nokkru,
að fargjöld með gufuskipum frá
Englandi til Ameríku hefði verið
sett niður í 10 dollars fyrir hvern
fnllorðinn yfir hafið. En nú hefir
Cunard félagið einnig sett fargjöld-
in frá Ameríku til Englands niður
f $15.00 úr $28.00, sem áður var.
Frá New York til Þýzkalands er
farið $17.00, en var áður $30.00.
Ovíst hve lengi þetta varir.
— Vatnsflóð í Kansas f Banda-
rfkjunum hafa gert talsvert líf og
eignatjon undanfarna daga. Fjórar
stórár hafa flætt yfir bakka sína og
eyðilagt millíón dollara virði af
kornvöru á ökrum bænda. Hús
hafa sópast burtu og járnbrautir
laskast. Manntjón nokkurt hefir
einnig orðið þar.
— Sú frétt kemur frá Ottawa,
að almennar ríkiskosningar verði
látnar fara fram í haust samtfmis
kosningunum í Ontario, sem fara
fram um mánaðamótin október og
nóvember.
— í tilefni af því, sem fram kom
við# rannsókn 4 ráðningu verkfræð-
inga í þjónustu G. T P. félagsins,
hefir Ottawa stjórnin f hyggju, að
banna með lögum að útlendingar
(alien labor) fái vinnu við bygg-
ingu járnbraula í ríki þessu.
— Málsókn verður út af neitun
sveitarstjórnarinnar f Cape Breton,
Nova Scotia og bæjarstjómarinnar
f Sidney að borga herliðirm, sem
nú er f Sidney til að halda Union
verkamönuum frá eignaspellum og
manndrápum. Cape Breton svait-
arfélagið neitar algerlega að borga
nokkum hluta af herkostnaðinum,
en bæjarstjórnin í Sidney telur
lagaskyldu hvíla 4 hverju sveitar-
félagi í fylkinu að borga sinn skerf
af pessum kostnaði. Dómstólarnir
eiga að skera úr þrætunni.
— Frumvarp Mr. McLeans um
tveggja centa flutningsgjald á mfl-
una var felt í Ottawa þinginu í
yikunni sem leið,
— Gufuskipafélögin, sem um
tlma hafa kept um fólksflutninga
yfir Atlantshaf með f>ví að lækka
'argjöldin með skipum sfnum, eru
nú að koma sér saman um, að f>vf
er sagt er, að hækka fargjöldin upp
f f>að sem ]>au Vöfu áðuf.
— Sú frétt hefir komið frá Shet-
landseyjunum, að 20 manns hafi
nýlega komið til lands þar frá skip-
inu Norge, sem getið var um 1 sfð-
asta blaði að strandað hefði 290
mílur vestur frá Skotlandi. Fólk
þetta var 8 sólarhringa á sjónum
og varð að róa alla leið til lands.
Svo margt af fólkinu af skipi pessw
er nú sagt að hafi komist af, að
ekki muni yfir 560 manns hafa
drukknaö.
— Tveir námamenn í British
Columbia er sagt að hafi fundið
auðuga schellite námu í Willow
Creek í Cariboo héraðinu. Efni
þetta, sem áður hefir hvergi fund-
ist f heiminum nema f austurhluta
Ástralíu, er sagt að sé verðmætara
en gull. Það er notað f sambar.di
við stálgerð og er sagt að auka
verð stálsins úr 14 centum í 64
cent. Má af f>essu marka, að fund-
ur þessi sé mikils virði fyrir stál-
gerðar iðnaðinn f Canada.
— Eimm ára gamall piltur 1
Ohio rfkinu, Onas Teel að nafni, er
yfir 100 pund að þyngd og vex
skegg eins og fullorðnum manni.
Hann er fílsterkur og meiðir f>ví
oft leikbræður sína, sem skemta
sér með honum. Svo hafa orðið
mikil brögð að f>essu, að hið opin-
bera hefir orðið að skerast í leikinn
og láta pilt þennan á ríkishælið
fyrir einfeldninga.
— Fimtán þúsund stúlkur ganga
á liáskóla í Bandaríkjunum. Þar
eru 335 háskólar þar sem menn og
konur mentast samtímis og 150 há-
skólar fyrir stúlkur aðeins. Auk
þessa eru og 22 þúsund stúlknr,
sem nú ern að læra við “profes-
sional” skóla víðsvegar í Banda-
ríkjunum.
— Barnung stúlka ein í Belgiu
er orðin heimsfræg fyrir bók-
mentastarf sitt. Hún er nefnd
Countess de Champoynant og er
fædd i París 1892. Þegar hún var
5 ára gömul hafði hún lesið rit-
verk ýmsra beztu rithöfunda á
Frakklandi og samið nokkur smá-
kvæði. Sjö ára gömul var hún bú-
in að semja tvö eða þrjú gaman-
leikrit. Nfu ára gömul var hún
gerð að heiðursfélaga f nokkrum
bókmehtafélögum á Frakklandi, og
fengin til að lesa kvæði Shake-
speares og Byrons frammi fyrir
Victoriu drotningu skömmu fyrir
andlát hennar, og fékk fyrir þann
lestur mesta hól hjá drotningu.
Nokkrar frægar leikkonur, svo sem
Sarah Bernhardt o. fl. hafa gefið
þann vitnisburð, að barn þetta sé f
röð fremstu leikenda og spá henni
mikillar framtíðar. Læknar segja
hún hafi eins þroskaða skynsemi
eins og konur frftugar og sé eins
eftirtektasöm á alt, sem við ber í
kringum hana, þótt hún sé nú að
eins 12 ára gömul.
Flokksþing Demokrata
Demokratar héldu flokksþing sitt
í St. Louis frá 6. til 9. þ. m., að
báðum dögum meðtöldum. Fyrst
var rætt um stefnu flokksins og á-
kveðið að yfirgefa silfurstefnuna og
taka upp hina gömlu gullstefnu.
En er Bryan varð fess var, fékk
hann f>ví til leiðar komið, að J>essi
atkvæðagreiðsla var ger ógild, og
samþykt að hafa ekkert orð f
stefnuskránni umpeningamál. Það
var búist við, að Altop Brooks Par-
ker, dómari í New York rfkinu,
yrði kjörinn forsetaefni flokksins.
Hann er hinn mesti maður að
rnentun og mannkostum. Mr. Par-
ker sendi. orð á fundinn, að hann
væri hlyntur gullstefnunni, og ef
flokkurinn vseri sér ósamdóma í því
þá neitaði hann að verða í kjöri-
En svo fóru leikar, að Parks dóm-
ari var í einu hljóði kjörinn til
keppa við Roosevelt vim forseta-
stöðuna. Til varaforseta var út-
nefndnr Mr. Dayis, Benator frá W.
Virginia ríkimi, eínnig f einu hl.
StefnúBkrá flokksins hefir ennþá
ekki birst í blöðunum, svo vér höf-
um séð, en svo mikið má segja, að
hún er í samræmi við J>að, sem ver-
ið hefir að undanförnu, að öðru
leyti en þvf sem að framan er drepið
&. Atriðið um ótakmarkaða silfur-
eláttu er numið burtu, og því ekki
lengur ágreiningsatriði við næstu
kosningar.
* Þtio ttr alment iitið svo á aí hér-
lendum blöðum, sem getið hafa um
þing þetta, að flokkurinn hafi verið
heppinn f valinu með forsetaefni
sitt og að Parker dómari hafi sýnt
hugrekki, hyggindi og einlægni í
þvf að gera fundinum kunnugt um
álit sitt í málmsláttumálinu.
lsLAND.
Eftir Norðurlandi, 4. júníí
T?r Vatnsdal í Húnavatnssýslu
er NJ. skrifað 28. f.m.: “Mikil og
blessuð breyting hefir orðið á tfðar-
farinu sfðan á hvítasunnu; allur
snjór er nú leystur að kalla má úr
fjöllum, tún orðin algræn og Vatns-
dalsá liggur yfir enginu til að bera
á það til sumarsins. Kyr eru farn-
ar að geta bjargað sér talsvert úti,
enda eru allir að verða töðulausir.
ÍSíðan rjómabúið reis upp hefir
kúm f jölgað að mun, meira en svo
að túnin fóðri J>ær. Athugandi
orðið, hvort ekki sé tilvinnandi, að
fá sér kraftfóður.”
— Nýlunda J>ótti J>að á nýaf*
stöðnum manntalcþingum í Húna-
vatnssýslu, eftir J>ví sem Nl. er
ritað, að sýslumaður hefir haft þar
Norðmenn á boðstólum fyrir vinnu-
menn. “Þó að það sé nokkuð við-
urlitamikið, að ráða útlenda menn,”
segir bréfritarinn, “menn, sem eng-
in reynsla er um, hvort vér getum
notað eftir vomm staðháttum, hafa
þó menn í öðrum hreppum ráðið
nokkura.”
12. júní
— Frá Newcastle er skrifað 25.
f.m., að fiskiverðið haldist stöðugt
og að boðnar séu í Khöfn fyrir stór-
fisk kr. 67.68, fyrir smáfisk kr. 54,55
og fyrir ýsu kr. 50, skipp.
Allar horfur eru 4 góðu ullar-
verði, sennilega hærra verði en síð-
asta ár.
Um sauðfjármarkað ekki hægt
að fullyrða neitt svo löngu fyrir
fram, en líkindi til, að hann verði
að minsta kosti eins góður og í
fyrra.
íáaltað sauðakjöt selst sem stend-
ur illa vegna þess, að verðið á svfna-
kjöti er mjög lágt. Hæsta verð,
sem boðið hefir verið, er kr. 47.48
tunnan, 224 pd.
Hr. Zöllner gengur að þvf vísu,
að töluvert hærra verð megi fá fyrir
saltkjöt en að undanförnu, ef farið
sé vandlega eftir söltunarreglum,
sem hann hefir sent pöntunar-
félögunum.
—Því miður m& ganga að þvf vísu
nú orðið, að hákarlaskipið “Christ-
ian”, eign Gr&nufélags o. fl., hafi
iarist.
Á þvf voru 12 menn, allir úr sömu
sveitinni, Svarfaðardal.
Hér fer á eftir skrá yfir nöfn
þeirra manna, sem á skipinu voru.
Þeir þrfr, sem fyrst eru nefndir,
voru kvæntir.
Sigurður Halldórsson, bóndi á
Grund, skipstjóri.
Rögnvaldur Jónsson, Skeggstöð-
um.
Halldór Þórarinsson, S y ð r a-
Garðshorni.
Arngrímur Sigurðsson. Grund.
Jón Jónsson, Ytra-Hvarfi.
Sigfús Bergsson, Hofsá.
Jón Jónsson, Miðkoti.
Stefán Jónsson, Miðkoti.
Bjöm Bjömsson, Hóli.
Magnús Jónsson, Upsum.
Sigarður Sigurðsson, Syðra-
Garðshomi.
Eftir lieykjavlk 16. júní.
Telefón almennum fyrir Reykja-
vík með miðstöð í miðbænum eru
nokkrir menn hér að gangast fyrir
að koma upp. Þeir kaupmennirnir
Ben. S. Þórarinsson, Ásgeir Sig-
urðsson, Jón Ólafsson (bóksali og
ritstj.) og Jes Zimsen hafa sótt til
bæjarstjórnarinnar um einkaleyfi f
25 ár fyrir slfkt fyrirtæki gegn
mjög aðgengilegum kjörum fyrir
bæjarbúa, svo að oss vitanlega á
enginn bær í heimi enn sem komið
er kost á jafnódýrri telefón þjón-
ustu. Málið verður væntanlega
tekið fyrir (til nefndarkosningar)
á fundi bæjarstj. í kvöld.
Eftir Þjóðviljanmn, 21. mat.
1 ráði kvað vera, að hlutabankinn
reisi þrjú útibú í sumar: á ísafirði,
Akureyri og Seyðisfirði, er öll skulu
taka til starfa 1. sept. næstk.
Helgi kaupmaður Sveinsson á
að veita ísafjarðarbúinn forstöðu,
Þorvaldur kaupmaður Davíðsson
stendur fyrir J>ví á Akureyri og
Eyjólfur Jónsson klæðasali fyrir
Seyðisfj arðarbúinu,
Gjaldkeri verður á Seyðisfirði
Lárus bóksali Tómásson, Schiöth
póstafgreiðslumaður á Akureyri,
en ófrétt er hver tekur að sér þann
starfa á ísafirði.
29. maí
Sjóðstofnun P. Björnssonar:—
Mœlt er að eftirl&tnir munir Péturs
sál. Björnssonar, skipherra áBfldu-
dal, muni als nems um 22—25 J>ús.
iróna, og legst það fé samkvæmt
arfleiðsluskrá í sjóð, er aldrei má
skerða, og njóta börn hans, tvö
börn óskilgetin, vaxtanna, meðan
>au lifa, en síðan ráðstafar sýslu-
nefnd Vestur-Barðstrendinga vöxt-
unum árlega til, verðlauna fyrir
steinhúsbyggingar og unnar jarða-
bætnr.
— Veðrátta enn köld og óstöðug
og þó hefir heldur brugðið til hlýju
síðastliðna daga.
— Landsbankabókari er skipað-
ur Ólafur verzlunarstjóri Davíðs-
son á Vopnafirði, í stað hr. Sig-
hvats Bjarnasonar.
— Um ísafjarðarsýslu sækja
þeir sýslumennirnir: Gísli ísleifs-
son í Húnavatnss/slu og Magnús
Torfason í Rangárvallasýslu.
7. júní
Tvö norðlenzk hákarlaveiðaskip
leituðu hafnar & Vestfjórðum (Pat-
reksfirði og Arnarfirði), eftir upp-
stigaingardagshretið, og höfðu
mist sinn manninn hvort, er skolað
hafði útbyrðis.
— Alþ/ðuskóla vilja ýmsir hæj-
arbúar f Isafjarðarkaupstað koma
þar á fót, og hafa kosið nefnd
manna til að gangast fyrir fjár-
söfnun í J>ví skyni.
Eftir Ingélfi, 22. maí
Aflabrögð.— Meðalafli á þilskip-
um hér í Reykjavík hefir orðið um
20,400 á skip., en & seltjamarnes-
inu um 21,400 á skip. Mest hafa
aflað: Björn Ólafsson 33,00, Gol-
den Hope 31,000, Sophie Whatley
30,000, Georg, Sjana 29,000 hvort,
Esther 28,000 og Emelia 27,000.
Við Vestmannaeyjar er sagður
góður afli.
— Aðfluttar vörur hingað til
Reykjavíkur árið 1901 numu als
3,121,576 kr., en árið eftir námu
þær tæpl. 2,800,000 kr.
5. júní
Bátur fórst í fiskiróðri 19. f.m. í
ofsaveðri á landsunnan. Formaður
var Pétur Þorvarðsson, bróðir Þor-
varðs prentara, ötulasti maður.
— Dóttir Bólu-Hjálmars, Guð-
rún, er dáin hér í bænum, gömul
kona.
— Fjárkláða hefir vart orðið í
uppsveitunum í Árness/slu. Sig-
urður Jónsson frá Krappstöðum f
Köldukinn, fylgdarmaður Mykle-
stads, fór þangað nýlega og fann
kláðamaur í nokkrum kindum.