Heimskringla - 21.07.1904, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA 21 JÚLÍ 1904.
Til liáskólans
(Framhald)
Upp frá þessum hugleiðing-
um vaknar Jón við J>að, aðsjá
framundan sér ungan mann,
hnakkakertan, f einkennisbúningi
allskrautlegum. Jón heldur á-
fram og er þeir mætast, spyr Jón
litli hinn skrautbúna mann hvar
innritunarstofan sé. Pilturinn yf-
irlftur hann ogkímnisbros kvikn-
ar í augum hans og fœrist út yfir
andlitið, en þó sagði hann Jóni til
vegar með þægilegu viðmóti. Samt
spurði hann Jón um leið hver
hann væri og hvaðan hann kæmi,
og alt frameftir J>ví, og leysti Jón
vel og hreinskilnislega úr öllum
J>eim spurningum, eins og hann
reyndar gerði æfinlega, þegar
liann var ekki of feiminn til þess
(og hafði legið nærri J>vi í þetta
sinn). Síðan|hélt hann leiðar sinnar
ánægður með sjálfum sér yfir J>ví
að nú vissi hann hvert hann ætti
að fara.
Að endingu kom hann að dyr-
nm innritunarstofunnar Það var
bygging heldur gamaldagsleg, en
J>ó merk og mikil í sinni röð.
Hann stanzaði og glápti á hana
lengi—hafði hann máske gleymt
aðalerindinu; hefði ekki ój>/ð
rödd kallað til hans úr glugga rétt
yfir höfði honum:
„A hvað ertu að glápa græn-
hornið f>itt?“
Jóni varð heldur bilt J>egar
hann heyrði sig þannig ávarpað-
aðann. Hann raknaði ónotalega
snögglega til virkileika lífsins.
Svo hann var J>á grænjaxl.
Yar hann J>að? Hvernig skyldi
þessi náungi hafa vitað J>að? Það
var þó merkilegt að mega ekki
stanza til að yfirlíta það sem fyrir
augun bar.
Með J>essari hugsun og ónota-
lega hl/jum roða f kinnum, gekk
hann upp hinar stóru steintröpp-
ur. Skyldu allir hafa verið ávarp-
aðir svona, sem J>essa lefo liöfðu
gengið á undan honum? Hann
kveið sáran fynr að mæta J>eim
oæsta sem á leið hans kynni að
verða, en þó mátti nú ekki hugsa
um það. Hann var hingað kom-
inn til þess að fá inngöngu á skól-
ann, og hvað gat J>að meitt hann,
þó einhver kallaði hann grænjaxl?
Á allar lundir reyndi hann J>annig
að telja f sig kjarkinn, en samt var
einhver ónoti fyrir brjósti hans,
sem ekki vildi útr/mast. Þetta
eina hrottalega ávarp hafði sýrt
fyrir honum allan unað dagsins,
sem J>ó var varla of mikill. Átti
hann 'ekki að venjast slfku og það
hlaut að fljúga honum í hug af og
til, máske þegar verst gegndi. Það
hafði verið glannalega og f liugs-
unarleysi sagt. En Jón var ekki
maður til að mæla J>ær tildrag-
andi hugsanir, sem til ávarpsins
hlytu að hafa leitt.
Inn frá dyrunum voru löng
og breið gðng, og út úr þeim voru
margar dyr til hvorrar handar.
Alt var hér fult af fólki. Karlar
og konur æddu hér bæði fram og
aftur og alt var á harðasta flugi.
Jóni fanst hann alt í einu vera
kominn út í straum svo djúpann,
að hann kefidi ekki botns og
haun stóð talsverða stund ringlað-
ur áður en hann áttaði sig á kring
umstæðunum og mundi eftir J>ví,
að hann jafnvel var orðinn einn
lifandi dropanna f J>essum mann-
félags sjó, og að hann átti br/nt er-
indi inn í einhverja skrifstofuna
liér í höllinni,—en inn f liverja,
það vissi hann nú ekki.
Þegar hann loks náði sér sá
hann að hann að hann hafði flutzt
talsvert af léið frá dyrum J>eim, er
hann hafði gengið inn um, og
barst hann nú ýmist aftur eða
fram göngin, eftir því sem honum
tókst að ,verða fyrir eða vfkja frá
J>eim sem svifu f þessa áttina eða
hina. Mundi J>etta liafa lengi
gengið, hefði honum ekki komið
til hugar að ráðast á einn ungl-
lingspilt, sem ekki fór alveg eins
geyst og hitt fólkið, og spurði
hann hvar væru dyr innritunar-
stofu undirbúningsdeildarinnar.
„Síðustu til hægri“, var stuttlega
svarað. Já, það svo stuttlega, að
Jón hváði, en náunginn var farinn.
En til allrar hamingju fyrir Jón
ruddu orð piltsins sér ósjálfráðan
veg inn f heilabú Jóns, þvf hann
var hreint ekki sljór piltur, og þar
fann hann þau, sör til mikillar
ánægju, J>egar undrunin yfir öllu
þessu ringulreiði og sérstaklega
hinu sviplega hvarfi unga manns-
ins, fór [að minka.
Jón herjaði nú inn ganginn,
og þótti honum það allhörð sókn,
því þótt nógir væru á ferð sömu
leið og hann, þá voru fleiri á leið
inni burt J>aðan. Loks tókst hon-
um, J>ó ekki nema með troðningi
allmiklum, að komast inn á hinn
lang{>ráða stað, og var liann þá
komin inn í stofu allstóra. Yoru
þar borð og sæti meðfram veggj-
um á þrjár hliðar, en f öðrum
enda hennar var piljað af með
grindaverki ofurlftið pláss Fyrir
innan grindur þessar voru fjórir
öldungar, sem auðséð var að mik-
ið fundu til sfn. Já, það mátti
nú segja, þeir fóru f gegn um störf
sín með allmiklum rfg, og hver
maður sem veitti J>eim nokkra eft-
irtekt, gat séð að þeir hálf-fyrir-
litu unglinga þá sem þeir voru þó
að þjóna. Auðsjáanlega J>óttust
J>eir ofgóðir til þess. Það skreið
hrollur niður hrygginn á Jóni litla
af hugsuninni um fiað, ef allir
kennararnir v’æru svona; og ekki
gat hann fengið af sér, að fara til
nokkurs þeirra og leita sér J>ar
hjálpar. En þó 'hlaut hann að
gera það; J>að varð ekki komist hjá
J>ví. I þessum vandræðum stóð
hann nokkra stund,bg fór nú betur
að fhuga á hvern delann hann átti
J>á loks að ráðast, og var hann yfir
J>ví hnugginn mjög, J>vf allir þótti
honum J>eir ljótir; því allir voru
þeir jafnönugir og hrottalegir, og
óálitlegir í alla staði.
En það kom aldrei til þess. Inn
um dyrnar kom aldraður maður.
Hann var mjög góðlegur 4 svip.
Hár hans og skegg var silfurhvítt,
augun snör en þó vingjarnleg, nefið
langt, vftt og bogið, með liði á; og
á því miðju sátu gleraugu, mjög
eftirtektaverð sakir stærðar þeirra.
Hann horfði á Jón, fyrst yfir gler-
augun og svo f gegnum þau; gekk
síðan alt í kring um stofuna, eins
og hann vildi vjta, hvað þar gerð-
ist, og nam loks staðar frammi fyr-
ir Jóni og virti hann fyrir sér, og
lagði sfðan hendina vingjarnlega á
öxl honum.
“Hvað get ég gert fyrir þig,
drengur minn?”
“Mig langar til að skrifast ihn,”
sagði Jón hálf-aumkunarlega.
“Ójá; rétt er það. Sestu þá
hérna niður hjá mér og byrjaðu á
því að fylla út miða þenna.”
(Niðurlag).
Síldveiðar með reknetum
Á sfðastliðnu ári stunduðu als
120 skip síldarveiðar með reknet-
um víðsvegar á hafinu við strendur
lands vors, og voru aðeins 20 skipa
þessara fslenzk, en hin öll norsk.
Aflinn var als 40 þús. tunnur
síldar, og er J>að ekki lítið fé, enda
borgaði útgerðin sig yfirleitt mæta
vel.
Enginn efi er 4 þvf, að atvinna
þessi getur aukist margfaldlega, og
orðið mjög stórvægileg atvinnu-
grein, þar sem sfldarmergðin virð-
ist vera óþrjótandi f hafinu um-
hverfis land vort, enda þótt síldin
gangi eigi inn í firðina, nema öðru
hvoru.
Mælt er, að Norðmenn muni
stórum auka þessa út erð sfna hér
1 við land í ár, og er það leitt, ef vér
íslendingar þurfum til lengdar að
horfa á, og berum oss eigi einnig
eftir björginni, sem hafið geymir f
svo rfkulegum mæli skamt undan
strörtdum lands vors.
Heppilegast væri óefað, að hluta-
félög mynduðust í ýmsum siávar-
sveitum, er héldu úti skipum til
reknetaveiðanna, því að á þann hátt
væri auðveldara, að fá fé það, sem
með þarf. enda lenti þá arðurinn í
fleiri stöðum, og jafnframt væri þá
áhættan minni, ef illa kynni að
lánast ár og ár í bili.
Nú er nýi bankinn um það bil að
(MNCY.BQASTtDl llj! ! ‘Pioneer Kaffi
þekkja Islendingar os' vita að
pað er bezt af öllu kaffi. Það er
brent og hreinsað og malað, ætíð
til reiðu og veitir meiri nægju-
semi og er ódýrara, þegar til
lengdar lætur, en grænt kaffi.
Kaupið því Pioneer Kaffi.
Haldið saman ‘•Coupoas'1 og
skrifið eftir verðlistaTium-
The Blue Ribbon Mfg. CO.
YTT'iisrnsri^EiGi
setja sig á laggimar, svo að hægra
fer að veita, að fá fé til /msra fyr-
irtækja, sem af ráði eru stofnuð, og
er vonandi, að /msir reyni að nota
sér það, til að ráðast f ýms fyrir-
tæki. er orðið geta sjálfum þeim að
liði, og þjóðfélaginu í heild sinni
til hagsældar og eflingar.
Eftir Þjóðviljanum, 21. maí
17. maí 1904
Þessi vortfð freðna fætur
fengið hefir í páskagjöf;
förlast sól við fannarköf.
Hríðardagar, hörknætur
lirista nú sfn brynju-löf.
Alt af sér og alla vega
í þann gráa slóða-kjól
út og niður af sumarsól.
Hrfðarnornin hranalega
heldar nú sfn Branda-jól.
Fimm missira Fimbulvetur
farið hefir um Norðurland,
reitt um öxl 'sér beran brand.
Strandhögg varla stórum getur
stærri en hans, né meira grand.
Alt er betra inni’ f dölum
Austnyrðingsins hóstaraust,
þar sem ísinn á sér naust,
hvæsir í hamra-súlna sölum,
sönglar og þýtur endalaust.
Ekki er kyn, þó bónditin bogni.
Baggi lffsins sígur f
við hinn mikla veðragný
út hjá Norðra svolgar-sogni.
Sólskinsleysið veldur því.
Annars væri lffið leikur,
ljósálfa og dfsa mök.
Nú er æfin — vörn f vök.
Dauðinn stiklar drýldinn,bleikur,
dr/gir nú sfn þrælatök.
Undirtyllur erkifjanda
eru að heyja gadda-þing,
útlegð dæma Islending.
Fjörbaugsgarður voða-vanda
vegi lykur ait í kring.
Þessi grái, illi andi
otar bæði trýni og klóm,
fús að heyja féráns dóm
yfir “sekuni” lýð f landi;
lög sfn þylur grimmum róm.
Eg er reyndar öllu minni,
Ekki fœr f styrjargn/.
Vopnaskortur veldur þvf.
En andbyr kemur ilsku þinni
áður en ég á flotta sn/.
Enn er þrek f íslendingi
að þó steðji raunin mörg, —
snjórinn felur hæsta hörg: —
hefir oft á þrautaþingi
þrftug klifið meitil-björg.
Alt er lffið alla daga
eldraun, bæði mörg og stór,
herðabyrði, harður skór.
Yfirmaður alheimsdaga
öllu stjórnar — kaldur, rór.
Hrfðar-aftans hróðrar-skvaldur
hættir senn f næturkyrð.
Þykja munu stefin stirð.—
Sumarblíðu, sólarvaldur!
send’ oss nú úr þinni firð.
Sýndu, landi! þrek f þrautum.
Þessi hviða er reyndar hörð,
margföld, langstæð grimdargjörð.
Bráðum hlýna,r; lauk í lautum
lítur senn og gróin börð.
Þ 4 skal verða i hlíðum hlegið,
hraun og melar brosi vfgt,
margt af góðum dáðum drýgt;
vona og óska vængjum slegið,
vetrarlyndi bætt og mýkt.
O. F.
(Eftir “Norduilttndi”)
Svar til J. Thorgeirssonar
Herra ritstj. Heimskringlh!
Þann 30. júnf sl. stóð grein í
Heimskringlu með fyrirsögninni:
“Gunnar á Hlfðarenda,” sem svar
upp á bréf úr sveit. Þar álítur
höfundúrinn of mikið í borið, að
kalla Gunnar liinn mesta mann,
sem ísland hafi átt eða muni eign-
ast. En einmitt þessi staðhæfing
um Gunnar, er og verður sannfær-
ing mfn meðan herra Thorgeirsson
sýnir mér ekki meiri íþróttamann
en Gunnar. Meðal annars segir
hann, að breytni Gunnars við
konu sfna hafi verið alt annað en
lieiðarleg; en þó hann héldi henni
í skefjum, þegar þess var þörf, get
ur enginn alitið óheiðarlegt. Eg
er herra Tliorgeirsson sammála í
þvf, að mörgu sé orðum aukið f
Njálu um breytni Hallgerðar. En
eigi að sfður álft ég hana hafa verið
fyrirmyndar konu.
Höfundurinn kveðst ekki muna
neitt, sem bendi á, að Gunnar hafi
verið vænn eða skynsamur maður.
Hann hlýtur þó að muna það, að
þegar hallærið gekk, þá miðlaði
Gunnar og hjálpaði, þangað til
hann gerði sjálfan sig bjargþrota;
og þegar hann reið til Kirkjubæjar
og bauð bætur fyrir stuld konu
sinnar, en Otkell þáði ekkert af
öllum þeim sómaboðum, enda sagði
Hallbjörn við Otkel bróður sinn:
“Hér sá ég mestan mannamun,
Gunnar gat aldrei boðið svo góð
boð, að þau væru þegin.”
Að Gunnar væri skynsamur mað-
ur sýndi hann Ijóslega á Alþingi,
þegar hann gerði einn út um málin
þeirra Otkels og ráðfærði sig ekki
við neinn um það. Það ber ogvott
um skynsemi, að hann var talinn
skáld gott.
Allir þeir, sem herra Tliorgeirs-
son telur upp f grein sinni,- álít ég
vera og verið liafa mikilhæfa menn.
En að þeir séu aðrir eins íþrótta-
menn og Gunnar var, eða meiri,
það get ég ekki fallist á; en vel
hefði ÍSkafti Þóroddsson mátt vera
ótalinn f þeirri röð.
Hér iæt ég meðfylgja lýsingu á
Gunnari eftir Sigurð Breiðfjörð:
“í hildarklæðum hetjan frökk,
helzt var rammur kraftur,
léttur liæð f loftið stökk,
líka fram og aftur.
“Herjans loga höldum að
höndum tveimur reiddi,
skaut af boga og hæfði livað
liugur og auga beiddi.
“Synda kunni uni ránar rið
renna skjótt sem selur.
Engan Gunnar íþrótt við
einu s*'r jafnan telur.”
Þeim heiður, sem heiður ber.
Magnús Jónsson.
Veðrátta er blaut, stormasöm og
hvikul, fólki er þess vegna hætt
við köldu,kvefi, hæsi og brjóstsjúk-
dómum. Beztu meðulin eru Dr.
Eldridge hóstameðulin. Þau bregð
ast aldrei, séu þau tekin f tfma.
Þau fást hjá Kr. Á. Benediktssyni
409 Young st.
Qisli Johnson
PRENTARI
656 Young St. Cor. Notre D.une
HINN AQŒTI
‘T. L.’ Cigar
er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja
aðra vindla en pá beztu. Búnir til hjá :
WESTERN CIGAR FACTORY
Thos. Lee, eigaudi.
wiKrisriPEG-.
Fyrirspurn
um týndan íslending hefir Heims-
kringlu borist. Maðurinn heitir
Daði Halldórsson; hann ólst upp
á Gestsstöðum í Tröllatungu sveit
f Strandasýslu á íslandi. Daði
kom til Winnipeg frá íslandi sum-
arið 1902. Hver, sem kann að
vita um verustað þessa marjns, er
vinsamlegast beðinn að gera aðvart
um það á skrifstofu Heimskringlu
við fyrsta tækifæri..
KENNARI
óskast við Baldurskóla No. 588, frá
15. september til 15. desember
næstkomandi. Umsækjendur til-
greini hvaða mentastig þeir hafi
og æfingu sem kennarar og hvaða
kaup þeir vilji fá. Tilboðum veitt
móttaka til 10. ágúst næstkomandi
af undirskrifuðum.
Hnausa, Man., 29. jdní 1904.
S. J. VÍDAL,
ritari og féhirðir.
FYRIRSPURN
um hvar Olafur Gunnar, sonur
Kristjáns sál. Sigurðssonar Back-
manns er niðurkominn.
Kristján sál. faðir Ólafs mun
hafa flutt frá Meðalheimi á Sval-
barðsströnd við Eyjafjörð til Ont.,
Canada, og þaðan aftur til N/ja Is
lands, Mau., á fyrstu árum land-
náms þar, og svo þaðan lungað
suður f Vfkurbýgð, N. Dak., og dó
hér síðastl. ár og lét eftir sig tals-
verðar eignir, og er ég gæzlumaður
þeirra á meðan þessi meðerfingi
er ekki fundlnn, eða þar til skyl-
yrði iaganna er fullnægt.
Sé því nokkur, sem veit um
þennan ulaf Gunnar. óska ég hann
geri svo vel og láti mig vita það.
Mountain, N, D. 28. Febr. 1904.
ELÍS THORWALDSON.
Guðný Heljiadóttir,
sem síðast bjó 4 Ekru í Rangár
vallasýslu, langar til að hafa bréfa-
viðskifti við ættingja sína, hvort
sem þeir kynnu að vera vestan hafs
eða austan.
Mrs. Qvðný Magnússon,
ekkja Jóliannesar Magnússonar
Ivanhoe, Minn., U.S.A.
Fólks- og vöruflutn-
inga skip
Fer þrjár ferðir f hverri viku á
milli Ilnausa og Selkirk.
Fer frá Hnausa og til Selkirk á
mánudöguui, miðvikudögum og
föstudögum. Fer frá Selkirk til
Hnausa 4 þriðjudögum og fimtu-
dögum, en á laugaixíögum til Gimli
og sunnudögum norður að Hnausa.
Laugardag í hverri viku lendir
skipið við Winnipeg Beach, og fer
þaðan norður að Gimli og til baka.
Fer sfðan að Gimli sauia dag og
verður þar um slóðir á sunnudög-
um til skemtiferða fyrir fólkið.
«
Stöðugar lendingar verða f hverri
ferð. þegar hægt er, á Gimli og 1
Sandvfk — 5 mílur f/rir norðan
Gimli.
Þessi ákvörðun veiður gildandi
fyrir þann tíma, sem mestur fólks-
tíutningur verður með C.P.R. ofan
að Winnipeg Beach.
5. S1QURDS50N
Coronation Hotel.
523 MAIN ST.
Carrell & Spence, EiKendar.
Æskja viöskipta íslendinga, gisfcing ódyr, 4«
svefnherbergi,—ágæfcar máltíöar. t>etta Hofcel
er gengt Cifcy Hall, hefir bestn v lföng og Vindla
—þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauösvnlega
aö kaupa málfcíöar, sem eru seldar sórsfcakar.
Department of Agricuí-
ture and Immigration
MANITOBA.
TILKYNNíNG TIL BÆNDA:
Það koma nú daglega inn í þetta
fylki hópar af ungum mönnum frá
Austur Canada og Bretlandi, sem
vilja fá bændavinnu. Margir
þeirra eru æfðir vinnumenn og
aðrir óska að læra bændavinnu.
NÚ ER TÍMINN
til þess að útvega sér vinnuhjálj
fyrir komandi árstfð.
EF ÞÉR ÞARFNIST VINNU-
MANNA
1, 2 eða 3 menn, þá ritið til undir-
ritaðs og segið hvernig vinnumenn
þér þarfnist, hvort heldur æfða eða
óvana menn, og Jivers þjóðernis,
og kaup það sem pér viljið borga.
Skrifið strax og forðist vonbrygði.
J. J. GOLDEN,
PROVINCIAL GOVERNMENTT IM-
MIGRATION AGENT,
»17 JHain St. Utnnipcg
— 1 I 1 *
Woodbine Restaurant
Stærsta Billiard Hall í Norövesfcurlandin
Tlu Pool-borð.—Alskonar vín ogvindlar.
Lennon A Hebb,
Bieendur.
DISC DRILLS
Nú er tíiuÍDn til sumarplæginga. Oe:
Hsersveera sk\rlduð þér þá ekki fá
JOHN DEERE eða Moline plóg og
spara yður óþarfa þreytugaug?
Sé lard vðar mjðg límkeut, þá gefst
JOHN DÉERE Disn Plógur bezt. Þeir
eru léttir ot bæglega notadir og rista
eins breitt far ug hverjutn þóknast og
eru hinir beztu i snúningum.
Það eru beztu plógarnir, seoo nú eru
á markaðnum.
C. Drummond-Hay,
IMPLEIVIENTS & GARRIAQES,
BELM03STT IÆAA3ST.
BRAUÐIN
GÓÐU
eru gerrt með vélura og
seljast og étast á tíestum
heimilum í þessum bæ.
Þeir sem bragða þau
einu. sinni kaupa þau
ætið siðaD.
ísrjómi og brjóstsykur
af öllum tegundum er til-
búitin af oss og er það
bezta af sinui tegund í
Canada. Nýtt og ferskt
og gómsætt.
BOYD’S
McINTYRE BLOCK
’PHONE 177
Bonnar & Hartley,
Lögfræðingar og landskjalasemjarar
4tt4 llain St. - - - Wínnipeg.
B A BONNBR T. L. HARTLBY.