Heimskringla - 04.08.1904, Blaðsíða 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
T. THOMAS
fslenzkur knnpmnOur
selur alskonar matvöru, gler og
klæðavöru afar-ódýrt gegn borg-
un út í hönd.
537 Ellice Age.
Phone 2620
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«;♦♦♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦
♦
♦
*
♦
♦
T. THOMAS, kaupmaður ♦
♦
♦
♦
♦
nmboðasali fyrir ýms vorzlunarfélÖK
i WinnippR ok Austurfylkiunum, af-
preiöir alskonar pantanir Islendin^a
úr nýlendunum, poim að kostnaðar-
lausu. Skrifiö eftir upplýsingum til
537 EUice Ave. - - - Winuiþeg
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
xfall. ÁR.
WINNIPEG-, MANITOBA 4. ÁGÚST 1904
Nr. 43
Arni Eggertsson
071 ROSS AVENL E
Phone 3033. Winnlpeg.
Ég er er enn við land og lota sölu, og get
selt yöur hvorutveggja meö mjög góöum skil-
málum. •
Pegar þér æskið eftir peningaláni útá fast-
eignar veÖ hvort heldur í Winnipeg eöa útum ný
lendurnar, þá þœtti mor vænt um aö heyra frá
yöur. Einnig ef þér þurflö aö endurnýja lán
eöa veö lán.
Ég er agent fyrir ágæt Eldsábyrgöar-félög,
og get tekið allt í ábyrgð Sem eldur getur
brent eöa skemt. Bændur, setjiö hús og hús-
muni yöar i eldsábyrgö. Skriflö mérog svo skal
ég koma öllu í gang.
Ég treysti aö njóta viðskifta yöar eins og aö
undanförnu.
Arni Eggertsson
Telephone 3033. 671 Ross Ave.
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
STRlÐS-FRÉTTIR
Yfirforingi Strossel í Port Ar-
thur hefir |>ann 21. júlf sent f>á
fregn til St. Pétursborgar, að Jap-
anar liafi aðeins 65 þúsundir manna
og 234 fallbyssur umhverfis Port
Arthur, og að það sé ekki nóg til
að taka staðinn. Hann segir enn
fremur, að frétt sú, sem út hafi bor-
ist uin að Japanar hafi tapað 30
púsunclum manna f slag við Port
Arthur snemma í þessum mánuði,
sé ósönn. Ekkert áhlaup var þá
gert á ptaðinn og engin sprenging
átti sér stað.
Herskipafloti Rússek frá Vladi-
vostock liefir náð brezkum, þýzk-
um og japönskum verzlunarskip-
nm, einni^ einu Bandarfkja verzl-
unarskipi. Einnig var einu skipi
sökt, af flotanum, en ekki er getið
um hverrar þjóðar það var.
Rússar urðu að flýja frá New
C’nwang þann 24. f. m., undan of-
urvaldi Japana. bar var liáður
harður bardagi og langur. Rússar
mistu á annað þúsund manna áður
en f>eir yfirgáfu staðinn.
Sagt er, að Japanar séu nú að-
eins í einnar mílu fjarlægð frá aðal-
varnarvirkjunum í Port Arthur, og
að varnarlið Rússa telji f>ar aðeins
20 þúsundir vígfærra manna. Jap-
anar liafa náð sumum öfiugustu
virkjum Rússa vestan megin við
staðinn og herja látlaust á hannfrá
sjó og landi.
Japanar háðu orustu við þrjátfu
þúsundir Rússa hjá Tatchekiao á
sunnudaginn 24. júlí og ráku þá á
flótta.-
Japanar náðu einnig víggirðlng-
um Rússa við Kai Chou. Mannfall
rnikið varð af beg’gja liði; sagt að
Rússar hafi mist yfir 2 þúsund
menn, en Japanar um 3 þúsund f
f>eirri viðureign, sem stóð yfir f 14
klukkustundir samfleytt.
8ú frett kom og þann 30. f.m , að
Japanar hefðu náð Port Arthur þ.
29. mánaðarins.
Nefnd sú, er stendur fyrir að fá
metramálið viðtekið 1 brezka rík-
inu, hefir boðið $100 verðlaun fyrir
beztu ritgerð og $50 fyrir næst
beztu ritgerð, er sýni hagsmuni þá
sem f>vf mundu fylgja, ef metra-
málið yrði viðtekið í brezka ríkinu
við mælingu lagar, lengdar og
þyngdar. Ritgerðir^essar eiga að
sendast Edw. Johnson, Qxford
Court, Cannon Street, London, E.
C., fyrir fyrsta janúar 1905.
• — Eldur kom upp f Pétursborg á
Rússlandi þann 26. júlí og gerði
skaða svo sem nam nokkuð á aðra
millión dollars.
Verkfallið í«(.'hicago heldur
áfram. Lögregluþjónar verja eign-
ir niðursuðufélaganna eftir mætti,
en samt eru daglegir bardagar háð-
ir milli verkfallsmanna og þeirra,
sem taka stöður þeirra. í vgrkstæð-
unum. Tveir menn liafa þegar
verið drepnir og margir sœrðir f
þessum óeyrðum.
— E. W. Day hefir nylega keypt
tó4f Townships af laíidi í Alberta
héraðinu fyrir f>rjá fjórðu hluta úr
millíón dollars.
— Nú er sýnt,%ð eignir þær sem
gamli Kruger eftirskildi að sér
lítnum, nema nær 5 millíón dollars
virði. Þær eru mestmegnis í Ev-
rópu rfkisskuldabréfum.
— Innanríkisráðgjafi Rússlands
Von Plehve, var drepinn í Péturs
borg þann 28. f. m. Sprengikúlu
var kastað upp í kerru hans, þegar
hann var á leið til keisarans að
hafa fund með honum f höll hans,
Sprengikúlan kóm í afturhjól
vagnsins og sprengdi hann í sundur
og drap og meiddi yfir 20 manns,
og var innanrfkisráðgjafinn einn af
þeim, er særðust til ólífis. Enda
var kúlan honum ætluð. Anarkisti
einn að nafni Leglo, sagður frá
Finnlandi, var tekinn fastur og
sakaður um glæpinn; félagsbróðir
hans var og handtekinn og fanst
þá á honum samskonar kúla þeirri,
er kastað var, og er þetta álitin
sönnun fyyir þvf, að þeir félagar
hafa útbúið si". til þess að drepa
einhvern og liagað málum sfnum
svo, að ef öðrum mistækist, skyldi
hinn fullkomna verkið. Frétt þessi
segir afl kúlunnar liafi verið svö
mikið, að hver rúða hafi brotnað f
húsunum á hálfrar mílu svæði um-
hverfis og að strætið hafi skemst
mikið þar f kringsem vagninn stóð
er kúlan kom á hann. Allir sem
um götuna gengu duttu við hrist-
inginn. ursökin til þessa morðs
er sagt að sé sú, að þessum sérstaka
ráðgjafa hafi verið kent um fmsar
ófarir Rússa, og að af hans völdum
stafi öll óánægjan meðal Finnanna
heima fyrir.
— Svo miklir þurkar hafa geng-
ið á Englandi í surnar, að uppsker-
an liggur þar undir skemdum, og
verður með rírasta móti f liaust.
Eldur hefir og víða gert vart við
sig þar og orsakað miklar skemdir.
A einum stað brunnu 8 ekrur al-
gerlega. Prestar landsins eru tekn-
ir til að biðja um regn, en árangur
af þvf enginn enn þá.
— Félag hefir myndast í Lund-
únum, með 15 millfón dollars höf-
uðstól til þess að byggja og leiða
flutningshólka kerfi um bæinn. 85
mílur af hólkum þessum eiga að
leggjast nú þegar, en félagið vonar
að geta lengt þá alt að 300 mflur
með tímanum. Hólkarnir eiga að
vera 12 þumlungar að þvermáli og
notast til að senda vörur sem keypt-
ar eru í búðum kaupmanna, út til
skiptavina þeirra hvar sem er í
borginni. Þessi aðferð meðli’iggla-
sendingar f stórborgum er talin á-
gæt. Með þessu móti verða bréf
ogaðrar póstsendingar einnig send-
ar, þegar kerfið er fullgert, og er
talið að, það verði mikill sparnaður
fyrir það opinbera.
— Henry (i. Davis, varaforseta-
eíni Demókrata, hefir gefið eina
miilfón dollars f kosningasjóðinn.
Hann er talinn 20 millíón dollars
virði f minsta lagi. Deinókratar
ætla að hafa saman 10 millfónir
doll#rs til að standast kostnaðinn
við kosningarnar í haust.
— Auðmaður frá Boston, sem
er á ferð f kringum hnöttinu f
sjálfhreyfivagni, er væntanlegur til
Winnipeg mnan skamms tíma, í
vagni sfnum. Hann hefir áður
ferðast langar leiðir í vagni þess-
um og komist norður fyrir íshafs-
baug og fengið á sig mikið orð
fyrir þá ferð, sem einnig var farin
f sjálfhreyfivagni.
— Stjórnin f Nýfundnalandi er
andvfg sameiningu við Canada, en
er að gera samninga við Banda-
rfkin um vöruskifti og sameiginleg
verzlunar hlunnindi milli beggja
landanna..
— Rannsóknarnefndin í Grand
TrUnk Pacific málinu fékk þar
upplýsingar á fundi í Montreal Þ.
23. f. m.,jið C. P. R. félagið liéfði
boigað Antonio Cordasco $5.00 á
dag um langan tfma til að útvega
sér ítalska t’erkamenn, Auk þess
tók hann $1 00 frá hverjum manni,
setn hann útvegaði vinnu hjá fé-
lagiilu. Als fékk hann fri 3,000
verkamönnum $5,356.00, og að auki
$7.00 f’yrir hvern þann, er kom með
skipi frá Italíu til Montreal. Auk
þessa als tók hann rfflega borgun
fyrir augl/singar f sambandi við
ráðning mannanna. Maður þessi
virðist hafa grætt vel á því að út-
vega útlenda vinnumenn til þess
að spilla fyrir atvinnu* canad skra
manna.
— Þrjátfu þúsund baðmullar-
verksmiðju vinnumenn í Massa-
chusetts ríkinu gerðu verkfall þ.
25. f.m. Verksmiðju eigendurnir
vildu lækka kaup mannanna um
12| per cent.
— Dominion stjórnin hefir sett
í fjárlögin $5,500 til að byggja
bryggju við Arnes f Nyja Islandi.
Als eru auka fjárveitingar þings-
ins nær tólf inillfónir dollars. Út-
gjöldin þetta ár eru því als áætluð
$74.774,608.00
Frétt frá Berlín segir, að
Tyrkir hafi ráðist á og drepið hvert
mannsbarn karlkyns í 6 þorpum f
Armeniu á sunnudagini^ 24. f.m.,
og misþyrmt konum og börnum.
Einnig drápu þeir um 80 manns í
bænum Mush. Engin tHraun hefir
verið gerð af hálfu yfirvaldanna til
að stemma stigu fyrir þessum voða
glæpum.
— JJóraur liefir fallið í máli á
Englandi milli námaeigenda og
vinnufélagsins (federation of
labor). Félagið fékk mikinn hóp
af mönnum til þess að rifta samn-
ingum við námaeigendurna og að
hætta verki Námaeigendurnir
höfðuðu skaðabótamál móti stjórn-
endum félagsins og hafa þeir nú
fengið dóm fyrir $287,810.00.
Verkamönnum er þó leyft að
skjóta úrskurði dómsins fyrir efri
málstofu þingsins, en peningana
verður félagið að borga í dóminn,
sem svo geymir þá þar til þing-
deildin hefir gefið fullnaðar úrskurð
f málinu.
— Formaður Anchor Line fé-
lagsins sagði á hluthafafundi þess
f London að þetta yfirstandaudi ér
væri það versta f sögu félagsins, og
ekkert útlit til batnaðar. Má af
þessu ráða, að félagið hafi ekki
haft neinn égóða af starfi sínu í ár.
— Mrs. Maybrick hefir verið
látin laus eftir 15 ára fangelsi á
Englandi fýrir morð manns síns.
Morð þetta var þó aldrei verulega
sannað.
— Sprengivél var hent inn í
búð í New York að næturlagi þann
28. júli. Húsið skemdist mikið og
hjónin hentust úr rúmi sfnu langt
fram á gólf. Manninum hafði
bréflega verið hótað lffláti, ef hann
ekki gæfi bréfritaranum $2,000.00 í
peningum og skildi ]>á eftir á á-
kveðnum stað og á ákveðnum tíma.
Eun liefir sakamaður þessi ekki
fundist.
— Maður að nafni R. Bacon
liefir verið gerður útla-gur úr Can-
ada og á að sendast til Bandaríkj-
anna. Hann hafði verið fenginn
hingað norður til Port Arthur f
Canada til að sjá um eitthvert verk
fýrir Grand Trunk Pácific fflagið'
f forboði canadiskra laga. Maður
þessi er vel látinn og hefir varið
miklum peningum í lönd og fast-
eignir þar nyrðra.
— Ottawa stjórnin hefir sent
British Columbia fylkinu $225,000
í peningum. ’ Þessi uppliæð er
hluti fylkisins af innflntningstoll-
inum á Kfnverjum þeim, sem.fluttu
til Canada á síðastliðnn fjárhags-
ári. Höfuðskattur þessi var færð-
ur upp í $500 við síðastliðin ára-
mót, og síðan hefir enginn maður
komið frá Kfna til Canada.
— Brantfordbær í Ontario ætlar
að leggja talþráðakerfi um bæinn á
eigin kostnað, og selja bæjar-
mönnum not þess fyrir $15 fyrir
prívat hús og $25 fyrir Bnsiness-
hús ári.—Það er lielmingi lægra
en viðgengst hér í Winnipeg,
— Nýlega fann lögreglan í Bö-
hemia pilt einn, sem lokaður hafði
verið inni í skáp í 11 ár og svo
illa hirtur, að lfkaminn var allur'í
sárum. Móðir piltsins hafði átt
hann með fyrri manni sfnum. En
af því pilturinn var hálfviti, þá
fekk htin svo mikið hatur á hon-
um, að hún misþyrmdi honum á
Jienna hátt.
Gat oreit betur
o
Enginn efi er á því að gamli
góðkunningi minn og vinur herra
Kr. Asg. Benediktsson f Winni-
peg gat gert betur, þegar hann
skrifaði um mig og landnímubók
okkar, ef liann hefði viljað unna
mör og málefninu allra þeirra
gæða og sanngirni, sem sá maður
á til. En málefnið horfði nú
þannig við hjá honum f þenoan
svipinn, og langt er það frá mér
að fara að gera landnámsmálið að
þrasi og deilum, hvorki nú eða
sfðar.
Eg hefi smáar bætur fyrir mig
að bera fyrir alla formleysu og
galla, sem á því vitanlega var, sem
ég skrifaði um það mál. Og ég sá
það strax f upphafi og ég viður-
kendi það þar f ritgerðinni og
bað alla góða menn að vera mér
væga f dómum.
En mig langar nú til að spyrja:
Hvað kemur til að Kr. Asgeir
Benedlktsson eða aðrir jafnágætir
menn eru ekki löngu búnir að
skrifa ítarlega. og vel um okkar
lanclnámabókarmál. Ef ég mætti
vera svo djarfur og hreinskilinn,
eftir 17 ára sambúð og eftirtekt á
okkar góðu og mikilsvirtu löndum
hér vestra, þá horfir það þannig
fyrir mér, jafnvel þótt um stór
nauðsynjamál sé að ræða, að
hver bfður eftir öðrum, eða þá að
hver vill ota öðrum fram en að
eins „nudda“ heima hjá sér um
það sem er þeirra skoðun.
Svo loksins þegar einhver
brýtur fsinn og byrjar, sem í mörg
um tilfellum eru oft þeir einu
mennirnir, sem hafa meira áræðið
og viljann til að láta skoðun sína í
ljós og hjálpa málefninu áfram, en
að þeir hati til þess næga þekkingu
og álft það ágæti, sem til þess út-
heimtist að ekki verði að fundið
eða út á sett.
Og hvað ketnur svo næst ?
Já, þvf er ver, að vanalega rísa
menn þá upp og dæma vægðar-
laust aila galla og öll iýti
sem á kunna að vera, en hvorki
vilja eða geta séð það sem nýti-
legt er og úr mætti tfna til leið-
beiningar og aldrei minsta tillit
tekið til þess að alla jafna er langt
um hægra að setja út á og finna
að en að byrja og búa til, hvort
heldur er f verklegum eða andleg-
um skilningi. Þetta gæti ég hugs-
að að standi oft fýrir, og hafi hald-
ið vini mfnum K. A. B. og fleiri
mönnum frá að skrifa, þvf það
hafa dæmin sýnt, að fáir eru til
meðal okkar, sem ekki er liægt út
á að setja, ef alúð er á það lögð.
Áður en ég sný algert til baka
frá þessu landnámsbókarmáli, ætla
PIANOS og ORGANS.
Ileliitr.maii <St Co. Píuiion.-Hell Orgel.
Vér seljum með mánaðarafbortnnarskiliuálum.
J. J. H M< LEAN & CO. LTD.
530 MAIN St. WINNIPEQ.
NEW TORK LIFE
IIVSURAIMCE CO.
JOHN A. McCALL, president
Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út
170 þús. lífsábyrgðarskírteini fyrir að upphwð iSSáti. miliónir doll.
A sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16
miliónir doll.. og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað-
áarlífsbyrgðir fullar 18 miliócir doll. Sömuleiðis lánaði félagið
$32 þús. meðlimum út á iífsábyrgðarskírteini þeirra nær þvi 13
miliónir doliars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna á
Siðastl ári 5£ mlión dsll. i vexti af ábyrgðum þeirra í því, sem er
$1,250,000 meira en borgaðvar til þeirra á árinu 1902 Lifsábyrgðir
í gildi hafa aukist á siðástl. ári um 191 niíllionir íloljarx.
Allar giidandi lifsábyrgðir'við áramótin voru #1,745 milionir
Allareignir félagsins eru yfir .....35'áJ million l>ollarn.
C. Olafton, .1, «. lloi'gan. Manager,
AGENT. GRAJN EXCHANGE BUILDING,
W I 3ST IT IFE <3-.
ég með leyfi ritstj. og allra heið-
virðra lesenda blaðsins að stfga
eitt spor áfram, og það er þetta:
Gerum nú ráð fyrir, annað-
hvort f háði eða alvöru, að ég ætl-
aði að gefa út bókina, þá yrði það
níitt fyrsta verk f jafnfjölmennum
bæ af Islendingum eins og Winni
peg, að kalla til fundar—skora á
alla Islendinga til almenns fundar.
Programið yrði svona: 1. Finst
yður ekki nauðsjm tii bera, að vér
förum að get’a bókina út? 2.
Hvað yrði álif yðar um það hversu
yfirgripsmikið efni hennar ætti að
vera? 3. Hvaða menn munduð
þér álíta færasta og treysta bezt
til að rita slfka bók, ef þeirra væri
kostur? 4. Hversu mikið al-
menningsfylgi mundi ég eða sá fá
hjá yður til þess að geta klofið
þann afarkostnað, sem þetta fyrir-
tæki hefir í för með sér, sem ég að-
allega meina með sölu bókarinn-
ar?
minn til þess- er fáum kunnugri
en vini mfimm K. Ásg. B. Hann
og ég höfum unnið saman að Hkr.
málum og fi. og við þekkjumst
mæta vel.
Ég þakka vini mínum fyrir
leiðréttingnna á ættfærslunni, og
vildi mega biðja liann og aðra sem
um þetta mál kunna að rita fram-
vegis, að sjá ofurlítið í gegn um
fingur við mig,-
Sem stendnr á ég f öðrum
stað grimman fjandaflokk og ég
er ekki búin að taka þá ákvöíðun
að biðja þar forláts, miklu fremur
getur skeð að ég reyni að sópa af
mér flugunum, þegar mig er farið
að svfða og klæja.
Svo enda ég með virðingu og
beztu óskum um farsælan fram-
gang landnámsbókarmálsins; ég
ætlaði að verða þvf að liði, en gat
ekki, og ég vona að bráðum sjáist
þeir menn, sem færari eru.
Þessa liði alla bið ég yður
heiðruðu landar mfnir og löndur
að ræða við mig, svo að ég geti
sem allra bezt vitað vilja yðar og
stefnu, og þó ómögulegt sé að
haga sér eftir allra vilja, ef skoð-
anir verða mj”>g skiftar, þá samt
er mjög nauðsynlegt að geta farið
sem allra næst og vitað sem allra
bezt um álit almennings á þessu
máli, þvf fyrirfram, áður en út í
nokkur stórvirki er farið, verður
að fást eindregið fylgi ogeiulægur
vilji allra Vestur-íslendinga; og
sama álits verður leitað í öllum
stöðum hér vestra, sem landar eru,
sem á þessum fundi.
Nú bið ég vin minn K. Ásg.
B. að gæta vandlega að þvf, að
þetta er eins og alt annað áður
sagt af mér f þessu máli, að eins
hugmynd. Ég er nefnil. fyrsti
maðurinn á þessum ímyndaða
fundi, sem tekið hefi til máls.
Alt sem ég hefi um þetta mál skrif-
að er skoðun mín, eins og mála-
vextir við1 mér horfa. Eg mætti
eins vel kalla það alt eina tillögu.
Og margur maðurinn frægri mér
hefir tekið tillögu sfna aftur þegar
liann hefir séð annan greiðari veg
fyrir málefnið. Sania er ég reiðu-
búinn að gera, að taka allar mfnar
tillögur aftur og biðja lesendur
Hkr. forláts á því að hafa nokkurn
tíma orðið svo djarfur að minnast
á þetta mál. Mér hefir aldrei til
hugar komið að ætla mér að gefa
út þessa bók. Og það er bein
móðgun til mfn að segja, að ég
megi vel sjá um og hafa eftirlit
með prentun og útgáfu slfkrar
bókar. Vitsmunalegur vanmáttur
Lárus GuÖmundsson
Dönsk egsý
Eggjaverzlun Dana er í stöðugri
framför og er nú orðin ein af mik-
ilvægustu verzlunom la.ndsins. Ár-
ið 1900 leldu Danir til útlanda 332
millfón r eggja og fengu fyrir það
um 20 millfónir króna, og er það
helmingi hærri upphæð, en þeir
fengu fyrir egg sín 2 árum áður
(1898), en árið 1870 var salan lftið
meira en 20 þúsund króna virði.
Þessi framför í verzlaninni stafar
af aukinni framleiðslu og hærra
söluverði en áður. Verðhækkunin
er að þakka bændafélagi einu, sem
myndaðist þar í landi árið 1895 og
telur nú yfir 30 þúsund meðlimi,
sem árlega senda út úr landinu um
60 miljónir eggja. Félag þetta
hefir sett sér strangar reglur við-
vfkjandi útfluttum eggjum: Á
hverjum kassa, sem út er sendur,
verður að vera nafn þess er sendir
og hvaða dag eggin höfðu verið
lögð. Félagið leyfir engum með-
lim sfnum að senda út eða selja
egg, nema ]>au séu glæný og komist
það upp, að einhver sendi út skemd
eða gömul egg, ]>á verður hann að
borga háa sekt f félagssjóðinn, og
gerist um leið rækur úr félaginu.
Með þessu fyrirkomulagi hefir fé-
laginu tekist að koma svo góðu
orði á egg sfn, að þau seljast við
hærra verði á Englandi, heldur en
ensk egg Dönsk egg eru talin
allra eggja bezt, og snma má segja
um smjör þeirra og osta.