Heimskringla - 18.08.1904, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 18. ÁGÚST 1904
3. Þar næst koma stórstúkur,
er vanalega koma saman ár hvert
og hafa umdæmi yfir rfki eða viss-
um landshlutum. Stórstúkan sam-
anstendur af erindsrekum frá und
irstúkum og umdæmisstúkum.
4. Hæzti réttur Good Templara
er allieims-hástúkan, og mætir hún
annaðhvort ár. Hún samanstendur
af erindsrekum frá stórstúkunum
vfðsvegar um heiminn. Hástúkan
b/r til lög Reglunnar og hefir æðsta
vald í öllum málum félagsins og al
gert úrskurðarvald.
Þannig starfar þá Reglan til f>ess
að útbreiða stefnu sfna og grund-
vallaratriði, sem eru sem fylgir:
1. Algerð afneitun allra áfengis-
vökva til drykkjar.
2. Ekkert leyfi í neinni mynd,
hvernig sem á stendur, til að
selja áfengisvökva tildrykkjar
3. Skýlaust forboð gegn tilbún-
ingi, innflutningi og sölu á-
fengisvökva til drykkjar; for-
boð samkvæmt vilja þjóðar-
innar framkomnum í réttu laga
formi, að viðlögðum þeim refs-
ingum, er svo óheyrilegur
glæpur verðskuldar.
4. Sköpun heilsusamlegs almenn-
ingsálits á máli |>essu með öt-
ulli útbreiðslu sannleikans á
alla þá vegu, sem mentun og
mannást eru kunnir.
5. Kosning góðra og ráðvandra
manna til að framfylgja lög.
unum.
6. Staðfaster tilraunir til að frelsa
einstaklinga og bygðarfélög
frá þessari voðalegu bölvun,
þrátt fyrir alskonar mótspyrnu
og örðugleika, þar til vér höf-
um borið algerðan sigurúr být-
um um heim allan.
Hin fyrsta stórstúka Reglunnar
var mynduð 1852 og voru f>á aðeins
3 undirstúkur, er sendu fulltrúa.
Árið 1855 var liástúkan mynduð af
fulltrúum frá þeim 10 stórstúkum,
er þá stóðu í Reglunni; en umdæmi
þeirrar hástúku var þá einungis
Norður-Amerfka, þvf lengra hafði
Reglan enn ekki komist. Arið
1869 stofnaði Joseph Malins, sem.
nú er og hefir verið æðsti valds-
maður Reglunnar um mörg undan-
farin ár, Good Templara stúhu f
Birmingliam á Englandi, og þann-
ig var Reglan fótfest í Norðurálf-
unni;hún færðist þaðan tilAustur-
álfunnar árið 1875 og litlu síðar til
Suðnrálfunnar.
Fré byrjun hefir Reglan haldið
áfram að útbreiðast, þrátt fyrir all-
ar hindranir og tálmanir og skoð-
una mismun, er átt hefir sér stað
jafnvel innan Reglunnar sjálfrar.
Þessi skoðana mismunar varð svo
mikill árið 1876, að Reglan klofn-
aði í tvent og starfaði í tvennu lagi
í ellefu ár, eða þar til árið 1887 að
sameining komst aftur á, og ein
allsherjar hástúka stjómar félags-
skap Good Templara, í stað þessað
reglan hafði tværliástúkur á ineðan
á sundrungunni stóð. Sundrung-
in stafaði af skoðana mismun hjá
félögum Reglunnar gagnvart svert-
ingjunum f snðurríkjum Banda-
ríkjanna. Vildu nokkrir félagar
veita þeim jafnrétti, innan Regl-
unnar, eins og þeir hafa nú, en
aðrir stóðu jafnfast á móti því, og
þannig orsakaðist skilnaðurinn
1876. Flestir meðlimir Reglunnar
í Bandaríkjunum fyltu annan flokk-
inn og mynduðu hástúku fyrir sig;
en hinn flokkurinn hélt áfram þeirri
hástúku er áður var. Báðar stúk-
urnar störfuðu jafnt sem fcður að
útbreiðslu bindindismálsins og mis-
klfðinni var lokið á mjög heppi-
legan hátt með sameining Reglunn-
ar árið 1887.
Reglan hefir nú meira en hálfa
millfón meðlima. Þar af liefir
stórstúka Svfarfkis 119,000 með-
limi og 2,013 undirstúkur; Nor-
vegur hefir 584 stúkur og 30,781
meðlimi; Þýzkaland hefir 476 stúk-
ur og 15,418 meðlimi; England
hefir 2,170 stúkur og 113,159 með-
limi; Skotland hefir 1,160 stúkur
og 86,337 meðlimi; Bandaríkin
hafa 1,950 stúkur og 67,150 með
limi; Canada hefir 273 stúkur og
6,868 meðlimi, af þeim flokki um
1,000 Isleuzkir Good Templarar;
ísland hefir 54 stúkur og 4.416
meðlimi.
Móðir og dóttir
Hólmfríður Einardóttir,
húsfrú, var fædd 22. febrúar 1832
að Ytra Lóni á Langanesi í Norður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar
voru þau Einar Scheving Stefáns-
sonar prests Schevings, að Prest-
hólum í Núpasveit, og Olöf Jóns-
dóttir Einarssonar prests í Þing-
eyjarþingi.
Hún ólst upp hjá foreldrum sín-
um að Ytra-Lóni þar til hún var 8
vetra að aldri, að hún fluttist með
móðir sinni til séra Jóns Guð-
mundssonar, frænda síns, prests að
Hjaltastað í Norður-Múlasýslu.
Dvaldi hún þar til fullorðins ára
unz að hún fluttist til Seyðisfjarðar
til þeirra hjóna Jóns faktors Árna-
sonar og konu hans.
Eftir eins árs dvölhjáþeimhjón-
um, réðist hún að Úlfsstöðum til
hjónanna Halldórs stúdents Sig-
urðssoiiar og frændkonu sinnar,
Hildar Eiríksdóttur, er var systur-
dóttir Einars heitins Schevings,
föður Hólmfríðar sálugu. Hjá
þeim hjónum var hún í hinu mesta
yfirlæti, og þann 12. júlí árið 1856
giftist hún elzta syni þeirra hjóna,
Birni Halldórssyni.
Það sama ár andaðist Halldór
faðir Bjarnar og tók Bjöm þá við
búsforráðum með móður sinni, og
annaðist um búsýslu alla unz móð-
ir hans ttuttist norður að Eyjafirði
árið 1858, en þau hjón sátu eftir óg
tóku við jörðinni og byrjuðu þá
eigin búskap.
Á Úlfsstöðum bjuggu þau Hólm-
fríður sáluga rausnarbúi í 22 ár,
ofan að árinu 1880, að þau fluttust
norður að Hauksstöðum í Vopna-
firði.
Á Hauksstöðum bjuggu þau enn
f 3 ár, þartil þau vorið 1883 brugðu
búi og fluttu á Seyðisfjörð. Þar
dvöldu þau um veturinn, og sumar-
ið 1884 fluttu þau alfarir. af ís-
landi til Ameríku og tóku sér ból-
festu í Islendingabygðinni f Norð-
ur Dakota, keyptu sér bújörð skamt
suður af Mountain pósthúsi og
bjuggu þar f 13 ár, til 1897, að
Björn sonur þeirra hjóna kvongað-
ist og tók við bújörð og búi.
Brugðu þau hjón þá búi og flutti
Björn til barna sinna og hefirdval-
ið hjá þeim síðan, en Hólmfrfður
sál. hélt áfram að vera sjálfrar sín
hjá Birni syni þeirra hjóna, unz
hún varð fyrir áfalli því, nú fyrir
hllfu öðru ári sfðan, er loks leiddi
hana til bana eftir miklar þjáning-
ar og þrautir.
Þá hún lagðist banaleguna
var hún flutt til bróður sfns,Gríms
bónda Einarssonar og konu hans
Margrétar, er búa skamt vestur af
Garðar, N. D., og andaðist hún
þar á heimili þeirra hjóna nónu-
daginn 4. júlf síðastliðinn.
Fimtudaginn 7. s. m. var hún
jarðsett f grafreit Mountain safn
aðar, að viðstöddu miklu fjölmenni.
Húskveðjuna flutti séra Hans
Thorgrimsen, prestur Dakota ís-
lendinga, en Ifkræðuna flutti séra
Rögnvaldur Pétursson, í Mountain
kirkju, prestur fslenzka Únitara
safnaðarins í Winnipeg.
Þeim hjónum, Birni Halldórs-
syni og Hólmfrfði sálugu, varð 9
barna auðið og af þeim dóu 2 í
æsku.og hið þriðja, Björg húsfreyja
Blöndal, skömmu á undan móður
sinni, á 42. aldurs ári, og verðu1
hennar sfðar getið.
Þau sem úr æsku komust og nú
eru á lffi eru: Margrét kona Hall-
dórs búfræðings Hjálmarssonar,
bónda að Akra, N.D., fædd 1857;
Ólöf, kona Gísla tinsmiðs Guð-
mundssonar f Winnipeg, fædd 1864;
Guðrún, ógift, til heiinilis áGarðar,
N.D., fædd 1867; Magnús. læknir,
í Sour s, N.D., fæddur 1869; Björn
bóndi við Clandeboye, Man., fædd-
ur 1871, og Halldór, skólakennari,
nú búsettur í Winnipeg, fæddur
1875.
Hólmfríður sáluga var sönn fyr-
irmyndarkona f öllum greinum,
glaðlynd, trygg og vi 'föst. Hún
var búkona ágæt og átti hún ekk-
ert smáan [>átt f þvf, hversu hagur
þeirra hjóna stóð í þau 40 ár, er
þau bjuggu rausnarbúi, bæði á ís-
landi og hér vestan hafs. Munti
HaldiO saman ••(Joupoiis*,o£
skrifiö eftir verölistanum.
Pioneer Kaffi
þekkja Islendinjrar og- vita að
það er bezt af öllu kaffi. Það er
bi ent og hreinsað og malað, ætíð
til reið ! og veitir meiri nægju-
semi og er ódýrara, þegar til
lengdar lætur, en grænt kaffi.
Kaupið því Pioneer Kaffi.
The Blue Ribbon Mfg. CO.
WUnTNIPEG
fá heimili hafa verið góðgerðasam-
ari, en þeirra hjóna, né staðið fram-
ar að allri gestrisni og höfðings-
skap. Enda voru þau hjón bæði
mannvinir mestu, höfðingjar heima
að sækja og bjargvættir sýslu og
sveitar, meðan þau dvöldu á Is-
landi, og þótt efna smærri héldu
þau uppi hinni sömu rausn hér, og
það á hinum þröngu landnámsárum
vorum Islendinga f Dakota.
Það er þvf stórt skarð höggvið í
hóp íslendinga við fráfall hennar
og ein sú göfugasta landnámskona
fslenzk lögð til moldar. Hennar
er sárt saknað af þeim er þektu
hana, og hennar mun ætíð minst
með þakklæti, bæði nær og fjær.
Blaðið Austri er beðið að flytja
dánarfregn þessa.
Björg Bjarnardóttir Blöndal
var fædd að Úlfsstöðum í Loð-
mundarfirði 11. sept. 1862. Hún
var dóttir þeirra hjóna Bjarnar
Halldórssonar stúdents Sigurðs-
sonar og Hólmfríðar Einarsdóttur
Schevings, er bjuggju á Úlfsstöð-
um f Loðmundarfirði.
Björg sáluga ólst upp með for-
eldrum sínum til íullorðins ára og
fluttist með þeim í Hauksstaði ár-
ið 1880. Árið eftir fór hún að
heiman og stundaði nám við
kvennaskólann á Laugalandi í
Eyjafirði, en hvarf svo heim aftur
árið eftir. Þegar foreldrar hennar
fluttust til Ameríku árið 1884 varð
hún eftir hjá Margréti systur sinni
og manni henuar Halldóri búfræð-
ing Hjálmarssyni, er þá bjuggu f
Strandhöfn, og með þeim fluttist
hún til Amerfku árið 1887 og sett-
ist þá að hjá foreldrum sfnum í Is-
lendingabygðinni f N. Dak.
Haustið eftir, 24. Nóv. 1888,
giftist hún Birni Ágústssyni Blön-
dal, eftirlifandi manni sínum, og
varð hjónaband þeirra hið ástrík-
asta í þau 16 ár, er þau fengu að
njótast.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu
þau hjón að Mountaiu, N. D., og
fluttust svo þaðan vestur á Kyrra-
hafsströnd, til Oregon ríkis, þar
sem þau dvöldu í liálft annað ár.
Þaðan fluttust þau til baka aftur
og settust að f Winnipeg, þar sem
þau nú hafa búið þar til Björg sál.
andaðist þann 27. marz síðastl.
Jarðarför hennar fór fram frá
heimili hennar, 806 Victor st. hér
f bænum, á föstudaginn langa, 1.
aprfl [>. á., að viðstöddu miklu
fjölmenni vina og vandamanna.
Heima í húsinu voru fluttar 2 ræður
yfir lfkinu af þeim séra Fr. J. Berg-
mann og séra Röguv. Péturssyni,
áður en líkfylgdin lagði af stað
vestur í Brookside grafreitinn, þar
sem húii var jarðsett. Lfkfylgdin
var fjölmenn og fylgdu henni þó
til grafar aðeins vandamenn hennar
og nákomnustu vinir. Veður var
bjart, en nokkuð kalt, og ytir öll-
um, er nærstaddir voru ríkti hinn
innilegasti s'iknuður og sorg, því
þau hjón vóru elskuð og virt af öll-
um er til þeirra þektu, enda var
leitun á manuvænlegri ogljúfmann-
legri konu en Björg sál. var.
Þeim hjónum varð átta barna
auðið og lifa 5 þeirra móður sína,
öll á unga aldri; hið elzta, Agúst
Theodore, 14 ára. Varþað þvf ekki
sízt börnum hennar ólán, að missa
hana fn sér meðan þau voru enn f
æsku og þurftu hennar hvað mest
með, enda var ekki til betri móðir
börnuin sfnum en hún var.
Björg sáluga var mjög heilsutæp
síðari hluta œfi sinnar og þjáðist
af langvarandi meiusemd. En núr
upp á sfðkastið, voru orðnar góðar
vonir með, að bót myndi ráðast á
því meini hennar, því sfðastliðið ár
var hún heilsusterkari, en hún
hafði átt vanda til um mörg und-
anfarin ár. En þá kom dauðinn
og batt enda á það alt. Hún hafði
og reynt mikið af því óblfða, þvf
þau hjón höfðu mist þriggja barna
sinna,'er þau söknuðu mjög. Þau
höfðu og orðið að reyna bæði blftt
og strítt, þvf með öllum þessum
veikindum gekk mjög á efni þeirra
framan af, sem ekki voru mikil,
fremur en annara íslenzkra írum-
byggjara, þótt nú væri þau orðin
all-nokkur þessi síðustu ár,því þritt
fyrir alla erfiðleikana brast þau
hvorki dugnað né þrek, frekar en
þau áttu ættir til.
Að 1/sa lyndiseinkennum og sál-
arlffi Bjargar sál. er ekki auðið f
þessum fáu lfnum, enda verður
þeim ekki betur lýst, en með þeim
erfiljóðum, er skáldið Kristinn Stef-
ánsson kvað að henni látinni, og
prentuð voru f Lögbergf f vor. Þau
erfiljóð geta ekki endurtekist f ó-
bundinni ræðu.
Björg sál. var glaðlynd og hug-
rökk, vinföst og skooanaföst, ást-
rík eiginkona, móðir og dóttir.
Manni sfnum var hún alt er hún
mátti, börnum sínum og föður, er
á gamals aldri hafði leitað sér heim-
ilis hjá henni, en má nú sjá henni
á bak. Það eru þungbær lífskjör.
Gamalmennið stendur nú við gröf
hennar — og grætur.
Drottinn blessi hann og mann
hennar og börn, systkyni hennar
og vandamenn og geymi minningu
henuar hjá þeim alt til daganna
enda.
“Hetjan unga”
Magdal Guðjónsson Hermanns-
sonar, 9 ára gamall, frelsaði lff leik-
systur sinnar og frænku, Ingibja'rg-
ar Havsteinfnu, lfka 9 ára að aldri,
þann 27. júlf sl., f Darlington Bay,
Keewatin.
Guðjón Hermaunsson og Magða-
lena Sigurðardóttir komu í sumar
að heiman með börn sfn, og fengu
verustað og viðtöku hjá hinum al-
þektu merkishjónumHavsteini Sig-
urðssyni og Ingibjörgu konu hans,
frændkonu M. konu Guðjóns, sem
búa norðanvert við Darlington Bay,
Keewatin. Börnin voru að leika
sér við vatnið (Magdal og Hav-
steinfua). Klettar eru með og að
vatninu, háir og hálir viðasthvar,
og datt stúlkan út f vatnið og fór f
kaf, skaut svo upp og hvarf aftur
um stund. Magdal fór þá eins
framarlega á klöppina, eins og hann
gat, og þegar lienni skaut upp á ný,
náði hann í handlegg henni og hélt
henni ofanvatns. Hann gat ekki
dregið hana upp, en slepti ekki;
hann kallaði og hrópaði svo heyrð-
ist, og beið og hélt taki sfnu þang-
að til Mrs. Jóhanna Thorkelson gat
komið niðureftir og dregið ínu
upp. Þegar faðir drengsins spurði
hann að, hve lengi hann hefði ætl-
að að halda í Iiana, segir Magdal
litli: ‘‘líg ætlaði aldrei að sleppa. ’,
Hefði drengurinn hlaupið heirn til
að fá hjálp, [>á hefði hj'dpin komið
um seinan og stúlkan drukknað.
Það er sýnilegt mannsefni f pilti
þessum. Það ætti að tilkynna!
“Hnmane Society” i Ontario þetta !
þrekvirki piltsins. Það félag hetír
meðal annars það markinið að
launa lffbjörg, og má því vænta, að
það meti þrekvirki þessa unga ís-
lendings ekki sfður en önnar slfk
verk sem það Iaunar árlega.
S t ö k u r
Ég vorsins barst í vonum inn,
sem vakti gleði og jók,
unz dauðinn þrífur drenginn minn
og dagur myrkvast tók.
Ég sé og finn það sár í mund,
að sorgin hjá mér b/r,
unz kem á drottins krafta fund,—
þá kalla verð ég nýr.
Ég misti drenginn minn eins árs
gamlan nú nýlega.
Brl. Jónsion.
Veðrátta er blaut, stormasöm og,
hvikul, fólki er þess vegna hætt
við köldu,kvefi, hæsi og brjóstsjúk-
dómum. Beztu meðulin eru Dr.
Eldridge hóstameðulin. Þau bregð
ast aldrei, séu þau tekin f tfma.
Þau fást hjá Kr. Á. Benediktssyni
409 Young st.
FYRIRSPURN
um hvar Ólafur Gunnar, sonur
Kristjáns sál. Sigurðssonar Back-
manns er niðurkominn.
Kristján sál. faðir Ólafs mun
hafa flutt frá Meðalheimi á Sval-
barðsströnd við Eyjafjörð til Ont.,
Canada, og þaðan aftur til Nýja ís
lands, Man., á fyrstu árum land-
náms þar, og svo þaðan hmgað
suður f Vfkurbýgð, N. Dak., og dó
hér síðastl. ár og lét eftir sig tals-
verðar eignir, og er éj> gæzlumaður
þeirra á meðan þessi meðerfingi
er ekki fundlnn, eða þar til skyl-
yrði laganna er fullnægt.
Sé því nokkur, sem veit um
þennan Olaf Gunnar. óska ég hann
geri svo vel og láti mig vjta það.
Mountain, N, D. 28. Febr. 1904.
ELIS THÖRWALDSON.
Tveir kenriarar
óskast — annar með fyrstu ein-
kunn, helzt karlmaður, og hinn
með aðra einkunn, helzt kvenn-
maður. Kensla byrjar 1. sept-
ember, 1904, og endar 30. júnf,
1905, 10 mánuði.
Umsækjendur tiltaki kaup, er
þeir óska, og greiui frá æfingu,
er þeir hafa sem kennarar.
Tilboðum veitt móttaka til 20.
ágúst næstkomandi og sendist
til undirritaðs.
B. B. OLSON,
ritari o« féhird r,
Oimli S. D. No. 585
Coronation Hotel.
523 MAIN ST.
Carroll & Spence, Eigondur.
Æskja viOskipta íslendinga, gistinff ódýr, 40
svefnherbergi.—ásætar máltíÐar. Þetta Hotel
er gengt City Hall, heflr bestu ' lföng og Vindla
—þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauösvnlega
aö kaupa máltíöar, sem eru seldar sérstakar.
Department of Agricul-
ture and Immigration
MANITOBA.
TILKYNNING TIL BÆNDA:
Það koma nú daglega inn í þetta
fylki hópar af ungum mönnum frá
Austur Canada og Bretlandi, sem
vilja fá bændavinnu. Margir
þeirra eru æfðir vinnumenn og
aðrir óska að læra bændavinnu.
NÚ ER TÍMINN
til þess að útvega sér vinnuhjálj
fyxir komandi árstfð.
EF ÞÉR ÞARFNIST VINNU-
MANNA
1, 2 eða 3 menn, þá ritið til undir-
ritaðs og segið hvernig vinnumenn
þér þarfnist, hvort heldur æfða eða
óvana menn, og hvers þjóðemis,
og kaup það sem pér viljið borga.
Skrifið strax og forðist vonbrygði.
J J. GOLDEBT,
PROVIN€IAL GOVEBNMENTT IM-
MIGRATION AGENT,
617 11 aiu St. Wiunipcg.
Woodbine Restaurant
Stærsta Billiard Hall í Norövesturlaudiu
Tíu Pool-borð.—Alskouar vín ogvindlar.
licnnon & Hebb,
Eieendur.
Nu er tiiiúun t 1 suma plæuinea. Og
Hversverfia nkvldi.d pér þa ekki fA
JOHN DEERE e>'a violme pló|{ og
spara yðui óþarfa þipytutiaun ?
Sé lai d vAmi ipjöK limkent. þá eefst
JOHN DEERE Diíc Piógur bezt. Þeir
eru léttir oi h«e<le(ja notaðir og rista
eius bieitt, far otr hveijuin þókuast og
eru hiuir beztu í snúningum.
Það eru beztu plógarn.r, sem nú eru
t íuarkaðuuiu.
C. Drummond-Hay,
IMPLEMENTS & CARRIÁCES,
BEX.3Vt03STT Tvr A T<r
Kennara
vantar við Árnes skóla No. 586
frá 15. september til 15. desem
ber næstkomandi, og frá 1. jan-
úar til 1. april 1905. Umsækj-
endur tilgreini hvaða mentastig
þeir hafi og æfingu við kensluna,
einnig hvaða kaup þeir vilji fá.
Tilboðum veitt móttaka til 30.
ágúst næstkomandi af undirrit-
uðum.
Arnes, 16. júll 190».
Th. Thorvaldsson,
ritari og féhirðir
Kennara
vantar við Hecland skóla í 10 mán-
uði, frá 1. september næstkom-
andi. Verður að hafa heimildar-
skjal. Umsækjendur snúi sér til
undirritaðs,og tilgreini hvaða kenn-
ara stig þeir hafa og nvaða laun
|>eir vilja f '».
C. Christianson,
Secretary-Treasurer
Marshland P. O., Man.
Brauð
bökun
er einföld, en verður
samt að vfsindagrein
þegar árum er eytt til
þess að hafa hana ó-
breytanlega og jafna
dag eftir dag. Að-
ferð, efni og vaud-
virkni gera
BOYD’S
BRAUÐ BEZT
BOYD’S
McINTYRE block
'PHONE 177
Bonnar & Hartley,
ÍJlgfræðingar og landskjalasemjar&r
4#4 tlain S( -• • Winnipeg.
R A. BONNB&. T. L. HARTLBY.